Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Ef að þetta er of hryllilegt fyrir hund, hvað þá með manneskju í miljónir ára?

Þegar ég les svona þá ríkur upp reiðin í mér. Berja svona lið, læsa það inni það sem eftir er... já, ég svo sannarlega til í að læsa svona fólk inni það sem eftir er af ævinni þeirra; svona illsku ber að loka inni.

En ef að það er svona hryllilegt að sjá dýr þjást svona hvernig geta þá miljónir kristna talið að Guð muni gera þetta við fólk og ekki aðeins í örskamma stund eins og þetta hundsgrey þurfti að upplifa heldur í miljónir ára?

Hérna eru nokkrar greinar sem ég hef gert um helvíti enda hata ég þessa hugmynd svipað mikið og ég hata þróunarkenninguna.

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Svar mitt til AiG varðandi þeirra grein um helvíti

Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Hvað og hvar er helvíti?

Helvíti gerir Guð óréttlátan

Ef að Biblían styddi hugmyndina um helvíti

George Carlin um helvíti

Frjáls vilji og kenningin um helvíti

Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2

Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

Creation.com and hell


mbl.is Brennandi hundur vekur reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðferð fyrir óheiðarlega vísindamenn

scientistMig langar að benda á grein sem ég rakst á fyrir nokkru, sjá: Rehab’ helps errant researchers return to the lab

Hún fjallar um vaxandi vandamál í vísindum sem er óheiðarlegir vísindamenn.

Rehab’ helps errant researchers return to the lab
With the rapid growth of misconduct cases, some scientists are worried that preventative training in research ethics might not be enough. Nor will it be possible simply to dismiss all violators from science. Scientific rehabilitation, they say, will have to become a necessary tool for research-integrity offices

DuBois could have plenty of customers on the way. The US Office of Research Integrity (ORI) in Rockville, Maryland, received 419 allegations of misconduct at institutions in 2012 — nearly double the number in 2011, says David Wright, director of the ORI. Wright puts much of this down to software that has made it easier for watchdogs to detect possible plagiarism or image manipulation in publications. “We now get allegations from all over the world,” he says.

Í mínum augum er stóra vandamálið að þarna er samfélag sérfræðinga sem trúir að þróunarkenningin sé rétt en út frá henni er í rauninni ekkert raunverulega rétt eða rangt.  Út frá þróunarkenningunni þá getur líka þessi óheiðarleiki bara verið innbyggður í gen þessa fólks. Það sem þessi DuBois gæti líka verið að gera er að búa til hæfari svindlara með þessu námskeiði sínu. 

Rehab’ helps errant researchers return to the lab
Day one of the course focuses on ‘self-serving biases’ — in which people take credit for success but blame external factors for failures

Í heimi þar sem hinn hæfasti lifir en ekki hinn heiðarlegasti þá getur verið erfitt að sannfæra einhvern að velja heiðarleika þegar það augljóslega borgar sig ekki fyrir viðkomandi.

Vísindasamfélagið þarf á réttvísi að halda, trú að rétt og rangt eru raunveruleg gildi sem geta ekki þróast. Alveg eins og vísindin þurftu á kristinni heimsmynd að halda til að verða til þá þurfa þau kristna heimsmynd til að halda áfram að starfa.


mbl.is Aldrei fleiri doktorar útskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta hannað eða þróaðist það?

Ég vil hvetja fólk til að horfa á þetta þriggja mínútna myndband og meta hvað það telur vera bestu útskýringuna á tilvist þessara véla, vitræn hönnun eða tilviljanakennd þróun? Einnig væri gaman að heyra af hverju, þegar maður rannsakar þessa hluti, hvað lætur mann álykta hvort sé rétti valmöguleikinn.


Hvað með helvíti Jón Valur?

ArtPaintingMythologyHellprobablyItalian1Ég hef í gegnum tíðina gert greinar um helvíti sem sumir kristnir trúa að sé kennd í Biblíunni. Ég hef bent á alls konar rök gegn þessari hugmynd um að það er til staðar þar sem Guð kvelur sköpunarverk sitt í eldi og mun gera það næstu miljón árin og það er bara byrjunin.  Einn af þeim sem hefur komið á blog mitt og gagnrýnt þessar greinar mínar er blog vinur minn Jón Valur Jensson. En í öll þessi skipti þá hefur hann flúið án þess í rauninni að rökræða efnið en alltaf lofað að hann muni gera það einhvern tíman. Svo, hérna er fínt tækifæri; smá áskorun fyrir Jón Val að glíma við þetta efni og sjá hvort það standist heilbrigða gagnrýni og standist út frá Biblíunni. Hérna eru þrjár spurningar til að byrja umræðuna:

1. Af hverju varaði Guð ekki Adam og Evu um hina raunverulegu refsingu sem þau og öll þeirra börn áttu á hættu á að þurfa að upplifa, þ.e.a.s. eilífar kvalir í helvíti?  Hið sama gildir síðan um Ísrael. Guð gefur þjóðinni sín lög í gegnum Móses með alls konar viðvörunum og loforð um blessanir ef þau halda lögmálið en aldrei varar Móses né nokkur af spámönnunum Ísrael við eilífum kvölum í helvíti; af hverju?  Þetta er svona eins og foreldri sem varar barnið sitt við því að ef að það stelur smáköku úr stampinum sem mamma hefur geymt upp í hillu þá verður barnið rasskellt. Síðan þegar barnið tekur smáköku þá í staðinn fyrir að fá smá rasskell þá læsir pabbinn barnið í kjallara og pyntar barnið til þrítugs. Ef að hugmyndin um helvíti er sönn þá laug Guð að Adam og Evu og Ísrael varðandi hver refsingin var fyrir því að syndga.

2. Af hverju í allri Biblíunni segir enginn beint út að syndarar verða kvaldir að eilífu ef að það er það sem Biblían kennir?  Þetta er stærsta spurningin af þeim öllum, hvað gerist ef við deyjum í syndum okkar svo ég hefði haldið að slíkt ætti að koma mjög skýrt fram, sagt beint út en við ekkert þannig í allri Biblíunni. Versin sem menn nota til að styðja hugmyndina um eilífar kvalir í helvíti eru í öllum tilvikum óljós, táknræn eða segja ekki beint að um er að ræða eilíf eða kvalir eða syndara. Ættum við ekki að búast við því að þetta kæmi mjög skýrt fram í Biblíunni ef hún raunverulega kenndi þetta?

3. Hvernig ferðu að því að samræma kærleiksríkan Guð við hugmynda um eilífar pyntingar? Er ekkert inn í þér sem segir að það er eitthvað ekki í lagi með þetta?

Jæja Jón Valur, leggur þú í að virkilega verja hugmyndina um helvíti?

Hérna er síðan listi af þeim greinum sem ég hef gert um helvíti:

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Svar mitt til AiG varðandi þeirra grein um helvíti

Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Hvað og hvar er helvíti?

Helvíti gerir Guð óréttlátan

Ef að Biblían styddi hugmyndina um helvíti

George Carlin um helvíti

Frjáls vilji og kenningin um helvíti

Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2

Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

Creation.com and hell


Það sem Darwin sagði um konur

Fyrir einhleypan gaur þá eru þetta mikil gleðitíðindi að svona margar konur eru einhleypardarwin_1187517.jpg á mínum aldri, veit ekki alveg hvar þær eru en að minnsta kosti þá eiga þær að vera þarna einhversstaðar.

Mér  finnst að konum ætti að þykja áhugavert að lesa hvað Darwin sagði um konur, bæði það sem honum fannst og hvað hann ályktaði út frá sinni eigin kenningu.

Hérna er gott dæmi um hvað Darwin um konur:

Charles Darwin - Descent of man
. . . a higher eminence, in whatever he takes up, than can women—whether requiring deep thought, reason, or imagination, or merely the use of the senses and hands. If two lists were made of the most eminent men and women in poetry, painting, sculpture, music (inclusive of both composition and performance), history, science, and philosophy, with half-a-dozen names under each subject, the two lists would not bear comparison. We may also infer, from the law of the deviation from averages, so well illustrated by Mr. Galton, in his work on "Hereditary Genius" that . . . the average of mental power in man must be above that of women (Darwin, 1896:564).

Gaman að heyra hvað konum finnst um þetta. Vonandi gefur konum ástæðu til að segja ekkert fallegt um þennan mann, kannski jafnvel verða eins og ég, ekki geta sagt nafn hans nema einhverjar fordæmingar fylgja með. Meira hérna: http://www.icr.org/article/378/


mbl.is Einhleypum konum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífvera með sjö mótora í einum!

Ég hef bent á nokkra mótora sem finnast í náttúrunni, frægasti er líklegast þessi hérna: Mótorinn sem Guð hannaði  en ATP mótorinn er jafnvel enn merkilegri, kannski aðallega vegna þess að líf án hans virðist vera óhugsandi, sjá: ATP synthase

 

 

En vísindamenn hafa uppgvötað lífveru sem er með sjö mótora í einum, sjá: Germ with seven motors in one! 

9018model-flagella.jpgHérna til hægri er mynd af því hvernig þetta virkar, sjö mótorar með tæki inn á milli sem gerir þeim kleift að vinna saman þannig að þessi lífvera getur ferðast margfalt hraðar en lífverur sem eru aðeins með einn. 

Að mínu mati er engin leið fyrir svona vél að þróast. Einn mótor, ekki séns jafnvel þótt að alheimurinn væri eilífur og hvað þá sjö mótorar sem vinna saman til að mynda eina heilstæða vél. 

Að sjálfsögðu er ekki til nein þróunar útskýring á því hvernig  þessi vél varð til og ég fullyrði að þannig útskýring muni aldrei líta dagsins ljós. Það mun að sjálfsögðu ekki koma í veg fyrir að heitrúaðir þróunarsinnar munu samt trúa að þetta þróaðist en blindari trú er erfitt að finna.


Heilaþvottur almennings

Eins og staðan er í dag þá gefur hinn almenni borgara sér ekki mikinn tíma til að rannsaka vísindi og trú. Allt virðist snúast um hið daglega líf, vinna, borða og eignast ný tæki og skemmta sér.  Sú litla þekking sem virðist seytla inn í litlum mæli eru þættir sem einhverjar sjónvarpstöðvar búa til. Hérna fyrir neðan er eitt gott dæmi en þarna sér maður einstaklega yfirborðskennda umfjöllun um þetta efni. Það hjálpar síðan ekki að sá aðili sem aðallega talar fyrir sköpun er engan veginn hæfur til þess.  Þannig að fyrir hinn almenna borgara sem yfirhöfuð eyðir litlum tíma til í að hugsa um þessi efni þá heldur hann að hann hafi raunverulega kynnt sér þessi efni með því að taka frá einn klukkutíma til þess. Hugmyndin sem hann fær frá því að horfa á þetta er að þróunarsinnar hafa öll gögn og öll rök og þeir sem afneita því eru að afneita staðreyndum með góðri hjálp stjórnandans.

Fyrir þá sem vilja vita aðeins meira efnislega um þessa umræðu þá er hérna tveggja tíma myndband þar sem fjallað er um þetta.


mbl.is Ráðist á skotvopn og börn hunsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tungutal biblíulegt?

St_PaulÍ stuttu máli, nei!  Til að vera á sömu blaðsíðu þá er best að skilgreina hvað ég á við með "tungutal". Tungutalið sem ég er að tala um er þegar fólk bablar eitthvað sem enginn skilur, það er ekki eitthvað þekkt tungumál hérna á jörðinni. 

Við sjáum hvergi í Biblíunni fólk tala tungum sem babl sem enginn skilur; nema kannski einhverjir útvaldir og ég spyr sjálfan mig hvort að það fólk sem segist vera að skilja þetta babl sé ekki hreinlega að ljúga.  Það tungutal sem við sjáum í Biblíunni er þegar fólk getur komið mikilvægum upplýsingum á framfæri við fólk sem varðar þeirra sáluhjálp þrátt fyrir að tala ekki þeirra tungumál. Besta dæmið um slíkt er að finna í Postulasögunni öðrum kafla þar sem postularnir tala tungum og fólk hvaðan af gat skilið þá. Kraftaverk sem byggði upp trú og þekkingu á vilja Guðs en ekki eitthvað babl sem bara lætur fólk líta út fyrir að vera kjána. Hérna er myndband sem fer ýtarlega í biblíuversin sem fjalla um þetta.


mbl.is Losaði sig við Marilyn og talaði tungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti borgarinn?

veggieburger1Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá ákvað ég að gerast grænmetisæta. Aðallega vegna þessa fyrirlesturs hérna Ertu að valda þjáningum?  og síðan þessi bók hérna: 80/10/10

Þegar ég kom fyrst til Englands þá borðaði ég ótal hamborgara á ótal pöbbum hérna en ég varð alltaf fyrir miklum vonbrigðum; þeir voru algjört drasl, að minnsta kosti miðað við American Style og Hamborgara Fabrikuna.

Þegar ég síðan gerðist grænmetisæta þá kom að því að prófa að gera bara hamborgara heima og nota einhver grænmetisbuff.  Mér til mikillar undrunnar þá fannst mér þessi grænmetis hamborgarar miklu betri en þeir sem ég hafði verið að fá á pöbbunum hérna. Þannig að mínir heimatilbúnu borgarar voru margfalt betri en þeir sem ég hafði verið að fá á veitingastöðunum. Ég er ekki alveg viss hvort þeir eru betri en mitt fyrrverandi uppáhald sem var hamborgarinn á American Style en góðir eru þeir. Í dag er miðvikudagur og ég vanalega borða hamborgara á miðvikudögum og mig hreinlega hlakkar til.

Fyrir misskilning þá fékk ég mér kjöt í hamborgarann minn fyrir mánuði síðan, keypti einhverja tegund sem kallast "FreeFrom" og ég var alveg viss um að um væri að ræða grænmetisborgara en svo var alls ekki. Mér til mikillar undrunar þá var þessi borgari margfellt verri en grænmetisborgarinn. Þannig að ég vil endilega hvetja fólk til að prófa að skipta út kjöti fyrir svona grænmetisbuff í alls konar réttum til að prófa. Fyrir þá sem vilja minnka kjöt þá gæti það komið þeim á óvart að í sumum tilfellum þá líkar þeim grænmetisútgáfan betur.

Svo fyrir mitt leiti, grænmetisborgari með tómatssósu, steiktum lauk, tómati og ananas er besti borgarinn!  :)


mbl.is Hrossakjöt í hamborgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802847

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband