Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Erfðafræðin segir að mannkynið getur ekki verið meira en hundrað þúsund ára gamalt

Hérna útskýrir vísindamaðurinn John Sanford en hann var einn þeirra sem fann upp "the gene gun" af hverju okkar þekking á stökkbreytingum segir okkur að mannkynið getur ekki verið mörg hundruð þúsund ára gamalt.  Það sem við sjáum er hrörnun og hún er það mikil að við sem tegund gæti ekki verið eins gömul og þróunarkenningin segir til um og hvað þá apalegar verur gætu hafa þróast yfir í mannveru. 


Ekki viðbjóðslegur barnanýðingur?

Ég er ekki alveg að skilja þessa umfjöllun. Af hverju er ekki fjallað um þennan mann sem hræðilegan barnanýðing þar sem hann hafði kynlíf með 14 ára gömlum dreng?
mbl.is Fangelsi vegna formgalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beita múslimar nauðgunum?

Ég er bara að spyrja vegna þess að þó nokkrir halda slíku fram. Til dæmis er hérna grein um ástandið í Svíþjóð þar sem þessu er haldið fram, sjá: http://theopinionator.typepad.com/my_weblog/2009/04/sweden-tops-europe-for-number-of-rapes.html

Það er hræðilegt að hugsa til þess að þessar konur í Sýrlandi eru hræddar eftir nauðgunina að þeirra eigin fjölskyldur muni drepa þær vegna þeirra trúar að þannig munu þær öðlast aftur "heiður" sinn. Ef að konu er nauðgað þá á hún skilið að fá umhyggju, huggun og vernd en vegna hræðilegrar hugmyndafræði þá er hún í lífshættu. Hérna er hugmyndafræði á ferðinni sem þarf að berjast gegn til að koma í veg fyrir svona hörmungar. Guðleysi er alveg máttvana í svona baráttu enda sumir þróunarsinnar sem telja að nauðganir séu ekki einu sinni rangar, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

 


mbl.is Nauðgunum beitt sem vopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Richard Dawkins & Ricky Gervais um trú á Guð

Hérna spjallar Richard Dawkins við grínistann Ricky Gervais um trú á Guð en mig langar að svona svara þeim dáldið óbeint. 

 

Dawkins: Some people would say that the scientific view of the world is bleek

Það sem mér finnst vera lúmst og óheiðarlegt við þessa setningu er að þú lætur eins og vísindin hafi sömu skoðun og þú. Að hin vísindalega aðferð er hin sama og þín trúarlega skoðun varðandi tilvist Guðs og stóru spurningar lífsins. Að hin vísindalega aðferð hafi svarað þessum spurningum og svar vísindanna er þín skoðun á meðan sannleikurinn er að hin vísindalega aðferð hefur gefur okkur mikla þekkingu um heiminn sem við lifum í en sú þekking er brotakennd varpar aðeins takmörkuðu ljósi á stóru spurningar lífsins.  Ég t.d. elska vísindi og tel að sú þekking sem vísindin hafa aflað okkur síðustu hundrað ár eða svo hafa gefið okkur enn fleiri ástæður til að trúa á tilvist Guðs, sjá: Þeir sem eru án afsökunnar   Til að hafa samanburð ef einhver trúir að vísinda þekking síðustu aldar þá gerði ég þessa grein hérna, sjá: Hvaða uppgvötanir á síðustu öld studdu þróunarkenninguna?

Gervais:  It was good that we were born after they discovered fossils of dinosaurs

Já, það var mjög heppilegt því að þá gát Gervais vitað að allt tal um að risaeðlur dóu út fyrir sextíu miljón árum síðan stendst engan veginn, sjá: DNA finnst í fornum risaeðlu beinum

Gervais: What would you believe in if you were born pre Darwin

Hérna segir Dawkins að hann hefði lang líklegast trúað á tilvist Guðs ef að hann hefði fæðst fyrir tíma Darwins vegna þess að Darwin að mati Dawkins útskýrði lífið án Guðs. Eitthvað sem þeir kristnu sem reyna að samræma Darwin við Biblíuna ættu að hugsa vandlega um.  En út frá þessu þá fjalla þeir um hvernig fólk almennt trúir því sem það elst upp við en... af hverjum ástæðum þá virðast þeir ekki geta heimfært það á sig sjálfa.  Ég fyrir mitt leiti ólst upp þar sem mitt samfélag aðhylltist þróunarkenninguna og mínir vinir ekki kristnir en með því að skoða báðar hliðar málsins á eigin spýtur komst ég að þeirri niðurstöðu að Biblían hefur rétt fyrir sér.

Gervais: Ah poddle is pondering, I must have been designed because I fit this hole perfectly

Eitthvað virðist Gervais vera að misskilja hvað Vitræna hönnun er miðað við þessa líkingu. Að geta greint að eitthvað var hannað frekar en að tilviljanir settu það saman kemur út frá rannsóknum á viðkomandi hlut og rannsóknum á hvað tilviljanir geta gert.  Ef að við fengjum skilaboð frá fjarlægju sólkerfi þá færum við ekki að segja að tilviljanir settu saman skilaboðin eða að skilaboðin væru eins og pollur sem passaði í holu.

Gervais: Their best argument is just faith, they must never pick logic

 

Gervais: Some people embrace science, that God started the Big bang...

Ef að Gervais þekkti eitthvað til sögu vísinda og Miklahvells þá myndi hann kannski átta sig á því að þegar menn uppgvötuðu að alheimurinn hlyti að hafa byrjun þá var það stórt högg á guðleysi og þeir börðust eins og þeir gátu gegn þessari hugmynd að alheimurinn hafði byrjun, sjá: 

Dawkins: The fact that it (meðvitund) you can say it is done by nerve impulses speeding around the brain

Hérna virðist Dawkins halda að ef þú ert kristinn þá viltu ekki skilja hvernig heilinn virkar. Mjög undarlegt fyrir hann að halda það. Dawkins þarf kannski að spjalla meira við menn eins og Lennox og minna við fáfróða áhugamenn. Ég kannast ekki við að kristnir vilja ekki vita hvernig heilinn virkar, miklu frekar að þeir vilja skilja heiminn, vilja skilja sköpun Guðs enda var það drif krafturinn að nútíma vísindum á meðan guðleysi hefur engan drifkraft til eins eða neins.

Gervais: so they know, I think they sort of know

Gervais þarf endilega að fara að spjalla við kristna með smá vit í kollinum því hann virðist þekkja aðeins mjög fáfróða kristna einstaklinga, eitthvað sem krystallast vel þegar hann segist þekkja fólk sem hætti að trúa á Guð vegna þess að dýr fengju ekki að komast til himna. Að hundar hafa ekki sál svo þess vegna fara þeir ekki til himna. Biblían kennir að menn eru sálir og sömuleiðis eru dýrin sálir, sál er einfaldlega lifandi vera í Biblíulegum skilningi.  Gervais ætti að spjalla við John Lennox um þessi mál, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=J0UIbd0eLxw 

Dawkins: Stalin probably was an atheist, but neither of them did their good thing or bad things because they believe in God - it was irrelevant

Hvort að Guð er til eða ekki til skiptir auðvitað mjög miklu máli þegar kemur að siðferði. Þetta er eitthvað sem lang flestir guðleysingjar fortíðarinnar gerðu sér grein fyrir en í dag sjáum við guðleysingja reyna að kannast ekkert við þetta. Auðvitað skiptir það gífurlega miklu máli varðandi hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að hegðun hvort að okkar siðferði þróaðist út frá tilviljunum. Ef að baráttan til að lifa af, stríð og plágur voru það sem mótuðu okkur þá hefur það mikil áhrif á hvað er rétt og hvað er rangt. 

Ef einhverjum finnst Dawkins og Gervais hafi komið með góða punkta sem ég svaraði ekki þá endilega látið mig vita.


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802892

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband