Hvað og hvar er helvíti?

Stutt kynning á því hvað Biblían kennir um helvíti og kynning á vefi sem fjallar eingöngu um þetta mál, www.helltruth.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Moffi

Mér datt í hug vegna skrifa þinna almennt að við þyrftum sérfræðing til að kenna okkur lestur Biblíunnar á réttan hátt og túlkun hennar rétt eins og úslimar sem voru að fá sprenglærðan mann í þeim efnum

Ágætt viðtal við hann þar sem hann útskýrir að skrifuð orð í helgri bók þýði ekki alltaf það sama??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 20:23

2 identicon

Bíblían talar um tvær grafir fyrsta hades eða sheol þar sem allir menn fara bæði réttlátir og ranglátir og eiga því von um að fá upprísu í paradís á jörðu . og síðan Gehenna sem er eilíf tortíming. Matt.10:28 rather fear him who can destroy both soul and body in Gehenna

 The New Testament (written in Greek) also uses "hades" to refer to the abode of the dead. (Revelation 20:13) The belief that those in sheol awaited the resurrection either in comfortand Dives. English translations of the Hebrew scriptures have variously rendered the word sheol "Hell" or "the grave".

Jakob Rafnsson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 05:37

3 Smámynd: Mofi

Þór, það eru nokkur efni sem kristnum greinir á um og vandamálið er að þýðendur og hefðir hafa mótað skilning á sumu. Í þeim tilfellum getur maður þurft að kafa aðeins ofan í málin. Ef menn láta Biblíuna sjálfa tala þá er ekki hægt að láta hana tala um að syndarar verði kvaldir að eilífu af því að hún segir það aldrei. Aftur á móti eru margir sem lesa það í orðið helvíti og síðan þegar þeir sjá orðið helvíti í Biblíunni þá gefa þeir því orði þessa merkingu og þá byrjar Biblían að segja þetta.

Vandamálið við sérfræðinga er að þeir eru allir ósammála hvor öðrum svo best bara að rannsaka sjálfur, heyra kannski sérfræðiálit nokkura og síðan meta sjálfur hvað maður telji vera satt.

Mofi, 26.8.2011 kl. 14:10

4 Smámynd: Mofi

Jakob, mikið rétt. Eina sem Gamla Testamentið þekkir er Sheol og menn hafa þýtt það sem helvíti eða gröfin, allt eftir tilefni og eftir kirkjudeildum. Mjög margar þýðingar á Gamla Testamentinu þýða aldrei Sheol sem helvíti sem ég tel vera hárrétt.

Mofi, 26.8.2011 kl. 14:11

5 identicon

Mofi Það er hreinlega útaf því að margar kirkjudeildir kenna hreinlega ekki það sem Biblían seigir td með kenninguna um helviti um sálína og þrennigar kenninguna sem eru mannasetningar og kenningar sem bíblían kennir ekki.  eins og þú bendir réttilega á þegar þú ert að fjalla um þetta málefni.

Jakob Rafnsson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 16:29

6 identicon

Sæll aftur Moffi

Já ég get fallist á þetta með þér að bibliuþýðingar stílfærðar af málvisindadeild gengur ekki upp í mínum huga.

Sá aðili sem mælti fyrir um nýja útgáfu af hinni helgu bók ætti að afturkalla allt upplagið og láta frumútgáfuna bara í friði.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 10:53

7 Smámynd: Jón Hjörleifur Stefánsson

Sæll Þór,

ég held það sé nú frekar eðlilegt að stundum þurfi að leita til sérfræðinga þegar um mörg þúsund ára gamla bók á þrem fornum tungumálum er að ræða. Í dag er reyndar eiginlega allt gert af sérfræðingum enda erum við orðin mjög menntað samfélag. Kennslubækur fyrir fyrsta bekk, mjólkurvinnsla, sjónvarpsútsendingar, hönnun klósettpappírs, o.s.frv. o.s.frv. - flestallt í dag er gert af fólki sem er færara á sínu sviði en meðaljóninn á götunni. Svo það að það þurfi stundum álit sérfræðinga hvað Biblíuna varðar varpar engri rýrð á hana.

Og það að þeim verði stundum á mistök er ekkert merkilegt heldur. Á öllum sviðum daglegs lífs styðjumst við við sérfræðiþekkingu en líka okkar eigin skynsemi, þar sem við verðum alltaf að standa í eigin lappir og ekki búast við fullkomnun frá öðrum. Það er undarlegt að kvarta undan því að sérfræðingar séu í senn nauðsynlegir og ófullkomnir hvað Biblíuna varðar. Ekki höfum við öll tíma til að læra hebresku og grísku? Og ef það eru nokkur þýðingaratriði sem krefjast smá útskýringar, hvað er merkilegt við það? Þegar ég las Íslendingasögur í grunnskóla voru útskýringar á mörgum orðum neðanmáls. Þetta fannst mörgum nemendum næg ástæða til að staðhæfa að við hvorki gætum né ætum að lesa slíkar bókmenntir. En auðvitað var það engin afsökun. Þeir nenntu bara ekki að hafa fyrir lestrinum, og það á þeirra eigin máli.

Jón Hjörleifur Stefánsson, 28.8.2011 kl. 09:35

8 Smámynd: Jón Hjörleifur Stefánsson

Leiðrétting: ættum að lesa

Jón Hjörleifur Stefánsson, 28.8.2011 kl. 09:36

9 identicon

Sæll Jón Hjörleifur

Útgáfa Biblíunnar upp úr 1950  var góð en ég er ekki að hnýta í sérfræðinga en mér hugnast bara ekki nýjasta útgáfan sem þurfti að gera vegna nýs málfars??  Á þá kanski að umskrifa önnur rit á nútímamál eins og heimsbókmenntir okkar?

Ég held að ég eigi enn kennslubók í Kristnifræði sem ég var með í 12 ára bekk og skil eklki alveg af hverju þetta húllum hæ er í skólakerfinu í dag að það sem var mjög gott fyrir kalla eins og mig 65 ára á byrjun skólagöngu en má bara alls ekki í dag vegna þjóðmenningarsamfélags??

Fréttablaðið  bls.2 er ekki gæfuleg en Múslimar hafa fengið sérfræðing hingað til lands að kenna þeim rétta túlkun á hinni heilögu bók.

Mér fannst stinga verulega í stúf þau lögbrot sem farin voru með því að loka af konur sínar í herbergi á meðan þeir gengu til bæna??    Er þetta það sem við viljum í okkar samfélagi kufli klæddar konur sem geta aðeins unnið störf sem hæfir þeim og ekki þurfi einkennisföt?  Jafnrétti karla og kvenna og barna verður að verja á öllum stigum og væri rétt að kynna fyrir þessum presti þeirra lög og reglur í þessu landi sem er æðri.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 12:01

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst merkilegt hvað greinin um "forever and ever" er slöpp. Það er ekki einu sinni bent á hvar viðkomandi vers, þar sem talað er um eilífar kvalir er.

Og þegar þeir eru að útskýra hvað orðið sem er þýtt er sem "forever" þá fara þeir bara í einhver útvalin vers í Gamla testamentinu, en ekki því Nýja, en þar eru auðvitað versin sem Aðventistar eru að reyna að afskrifa.

Orðasambandið sem er notað í Opinberunarbókinni um eilífar kvalir er alltaf eða nánast alltaf þýtt sem "um aldir alda" og því er auðvelt að skoða versin þar sem þetta er notað. Ef maður bara skoðar þetta þá er augljóst að þetta þýðir að eilífu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.8.2011 kl. 14:06

11 Smámynd: Mofi

Hjalti, þar sem að við gefum okkur að Nýja Testamentið hafi verið skrifað af hebreum sem fengu sína hugmyndafræði úr Gamla Testamentinu þá er rökrétt að lesa NT í ljósi GT.

Mofi, 1.9.2011 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband