Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hvað ef samkynhneigð er einfaldlega slæm fyrir einstaklinga?

Það er fátt sem fer meira fyrir brjóstið á fólki en að Biblían segir að samkynhneigð er synd. Til að koma í veg fyrir misskilning þá segir Biblían að kynlíf einstaklinga af sama kyni er synd en ekki langanirnar sjálfar. Allir glíma við langanir sem eru syndsamlegar en Guð segir okkur að ráða yfir þeim. Í mínum augum þá er það að gera lítið úr mannkyninu að láta sem svo að við getum ekki ráðið yfir svona tilfinningunum.

En hvað ef það sem þessi rannsókn segir er að Guð bannar þetta vegna þess að samkynhneigð er okkur skaðleg. Að þetta eru ráð okkur til heilla en ekki sprottið af hatri, fordómum eða fóbíu heldur kærleika.

Ráðleggingar þessa fólks er að leyfa giftingar samkynhneigða og að það er "gifting" sem mun laga þetta en í mínum augum eru það draumórar. Ég er samt hlynntur því að ríki sem hafa trúfrelsi leyfi giftingar samkynhneigða því að sönn trú er ekki að neyða fólk til að hegða sér á ákveðinn hátt eða trúa.


mbl.is Samkynhneigð pör við verri heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Behe um takmörk Þróunarkenningarinnar

Hérna er fyrirlestur þar sem Michael Behe, höfundur "Darwin's Blackbox" og "The Edge of Evolution". Hérna útskýrir hann hvernig rannsóknir á stökkbreytingum og lífverum sýna fram á að geta Þróunarkenningarinnar til að búa eitthvað nýtt til.  Hérna er ferilskrá Michael Behe, sjá: http://www.discovery.org/a/10501  Behe fékk sína doktors gráðu í lífefnafræði 1978 og hefur unnið og kennt á þessu sviði síðan þá.


There's probably no God... now stop worrying and enjoy your life

untitledÁrið 2009 þá voru guðleysingjar með auglýsingaherferð þar sem strætóar voru með stór skylti sem á stóð "There's probably no God... now stop worrying and enjoy your life".  Mér varð hugsað til þessa þegar ég las þessa frétt af því að í svona aðstæðum, að vera í flugvél og flugstjórinn hefur lýst yfir neyðarástandi; hugsar fólk þá "Guð er líklegast ekki til og þess vegna get ég hætt að hafa áhyggjur og notið lífsins"?

Eitthvað segir mér að guðinn sem guðleysingjar trúa ekki á er sannarlega ekki til því að þeirra skilningur á hver Guð er, er mjög frábrugðinn frá þeirri hugmynd sem flestir kristnir hafa. 


mbl.is Flugritar vélarinnar skoðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða grunni á þá að taka mið af? Þróunarkenningunni?

Ég er persónulega alltaf á varðbergi þegar kirkja og ríki eru bólfélagar en að sama skapi þykir mér vænt um þegar menn líta til kristinna gilda til að hafa að leiðarljósi þegar kemur að samfélaginu. Ég held í huga flestra þá eru kristin gildi þau sem mótuðu samfélög landa eins og Danmerkur, Svíþjóð, Noregs, Íslands og Bandaríkjanna. Í mínum augum þá eru þessi kristnu gildi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétti fólks til að lifa í samræmi við sína sannfæringu á meðan það skaðar ekki aðra. Það kemur samt ekki á óvart ef fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvaða gildi hin kristnu gildi séu.

Vonandi kemst enginn flokkur til valda sem vill að lög ríkisins taki mið að vísindalegum sannleika og síðan setja Þróunarkenninguna sem hluta af því og að öll lög ættu að miðast við það.  Við höfum nokkur þannig dæmi úr sögunni, sjá: Heimspekingar Hitlers voru darwinistar

Út frá orðum Dawkins þá er hinn stóri vísindalegi sannleikurinn um lífið þessi:

Richard Dawkins
In a universe of blind physical forces and genetic replication, some people are going to get hurt, other people are going to get lucky, and you won't find any rhyme or reason in it, nor any justice. The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil and no good, nothing but blind, pitiless indifference.

Vill samfélagið lög sem miðast við að þetta sé sannleikurinn?  Það sé í rauninni engin illska, engin hönnun, enginn tilgangur. Fyrir þá sem vilja ekki samfélag sem byggir lög sín á þessum svo kallaða sannleika þá vil ég biðja þá um að íhuga hvort þetta sé nokkuð sannleikurinn.


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélarbútur finnst í kolum sem eiga að vera 300 miljón ára gömul

4toothwheel.jpgÞegar ég les svona fréttir þá hristi ég bara hausinn.  Hvernig getur fólk trúað að það sé eitthvað að marka allar þessar fullyrðingar um aldur?

Frá Rússlandi komu fréttir af einhvers konar járnhlut sem á að hafa fundist í kolum sem eiga að vera 300 miljón ára.  Hérna er eitt dæmi af þeim sem segja frá þessu, sjá: 300-Million-Year-Old Tooth Wheel Found In Russian Coal: Scientists

Eins og sést á myndinni þá lítur þetta út fyrir að vera einhvers konar tannhjól og rannsóknir á hlutnum bentu til þess að hann er aðalega úr áli og 4% magnesíum. 

Það vantar að sjálfsögðu frekari staðfestingu á þessu en svona dæmi eru samt ótal mörg en ekkert sem hafið yfir allan vafa.  Ég held samt að aðal ástæðan fyrir af hverju menn eiga svo erfitt með að samþykkja svona hluti leynist í þessum orðum Richard Dawkins:

Richard Dawkins
If a single, well verified mammal skull were to turn up in 500 million year old rocks, our whole modern theory of evolution would be utterly destroyed

Auðvitað trúi ég ekki að kolin sem þessi hlutur fannst í séu 300 miljón ára gömul. Það eru ótal dæmi þar sem sýni sem eiga að vera margra miljón ára gömul en þegar C-14 aðferðinni er beitt á þessi sýni þá mælast þau nokkra tugi þúsunda, sjá: 14 mælingar sem passa ekki við miljónir ára

Að finna svona hluti kemur ekki á óvart út frá sköpun, Biblían talar um að fyrir flóð þá hafi verið fólk með þekkingu á málmum svo svona fundur passar vel við það.

Enn meira um þetta efni hérna: Possible Human Artifact Found in Coal

 

 


mbl.is Leifar forns meginlands í Indlandshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimspekingar Hitlers voru darwinistar

51r349eovdl_sl500_aa300.jpgNýlega var gefin út bókin Hitler's Philosophers af Yale University Press. Í henni kemur fram hvernig Ernst Haeckel var heimspekingurinn á bakvið Hitler.  Ernst Haeckel var einn mest lesni þróunarsinninn seint á 19. öld og snemma á 20. öld og bar einna mest ábyrgð á því að gera Darwin vinsælan í Þýskalandi.  Í dag er hann einna helst þekktur fyrir sínar fölsuðu teikningar á fóstrum þar sem hann skáldaði upp gögn til að styðja þróunarkenninguna. Ég gerði einu sinni grein um það, sjá: Sterkustu rökin samkvæmt Darwin, falsanir?

Andstæðingar þróunarkenningarinnar hafa verið að berjast fyrir því að þessar falsanir verði fjarlægðar úr skólabókum og er alveg merkilegt hve erfitt það hefur verið.  Maður hefði haldið að fólk væri sammála því að falsanir ættu ekki heima í skólabókum en þegar þær koma þínu trúboði vel þá er það greinilega erfiðara.

Maður að nafni John Cornwell's sagði þetta í ritdómi um bókina:

John Cornwell's
Haeckel taught that human beings should be governed by the laws of evolution, survival of the fittest; that the Aryan race had earned its superiority at the apex of a hierarchy which put Jews and black Africans at the bottom.

Tenglsin milli Darwins og Hitler ætti að vera öllum augljós sem hafa eitthvað kynnt sér þessa sögu og rit þessara manna.  Ég hef áður fjallað um tengsl Darwins við Hitler, sjá: Frá Darwin til Hitlers

Það var gaman að sjá í hve mikilli afneitun þróunarsinnanna hérna á blogginu voru og það er svo sem ekki að búast við því að svona bók muni opna augu þeirra.


Heimsfrægur efnafræðingur fjallar um sínar efasemdir á Þróunarkenninguna

james-tour-podcastJames M. Tour er prófessor í efnafræði, tölvunarfræði, verkfræði og "materials science" hjá Rice háskólanum. Hann er höfundur eða með höfundur að 489 vísinda greinum og hefur 36 einkaleyfi. Hérna er heimasíðan hans, sjá: http://www.jmtour.com/

Hann vill ekki flokka sig sem einhvern sem aðhyllist Vitræna hönnun og gefur mjög áhugaverðar ástæður fyrir því en hann setti nafn sitt á lista þeirra vísindamanna sem efast um Þróunarkenninguna.

Á heimasíðu hans er að finna áhugaverða grein þar sem hann fjallar um Þróunarkenninguna og af hverju hann hefur sínar efasemdir um hana. Hérna eru nokkrar áhugaverðar athugasemdir úr greininni: 

Layman’s Reflections on Evolution and Creation. An Insider’s View of the Academy
Although most scientists leave few stones unturned in their quest to discern mechanisms before wholeheartedly accepting them, when it comes to the often gross extrapolations between observations and conclusions on macroevolution, scientists, it seems to me, permit unhealthy leeway. When hearing such extrapolations in the academy, when will we cry out, “The emperor has no clothes!”?
 
…I simply do not understand, chemically, how macroevolution could have happened. Hence, am I not free to join the ranks of the skeptical and to sign such a statement without reprisals from those that disagree with me? … Does anyone understand the chemical details behind macroevolution? If so, I would like to sit with that person and be taught, so I invite them to meet with me.

Á fyrirlestri í nóvember 2012 í Georgia Tech þá gékk James Tour ennþá lengra og sagði þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=PZrxTH-UUdI&feature=youtu.be
… I will tell you as a scientist and a synthetic chemist: if anybody should be able to understand evolution, it is me, because I make molecules for a living, and I don’t just buy a kit, and mix this and mix this, and get that. I mean, ab initio, I make molecules. I understand how hard it is to make molecules. I understand that if I take Nature’s tool kit, it could be much easier, because all the tools are already there, and I just mix it in the proportions, and I do it under these conditions, but ab initio is very, very hard.

I don’t understand evolution, and I will confess that to you. Is that OK, for me to say, “I don’t understand this”? Is that all right? I know that there’s a lot of people out there that don’t understand anything about organic synthesis, but they understand evolution. I understand a lot about making molecules; I don’t understand evolution. And you would just say that, wow, I must be really unusual.

Let me tell you what goes on in the back rooms of science – with National Academy members, with Nobel Prize winners. I have sat with them, and when I get them alone, not in public – because it’s a scary thing, if you say what I just said – I say, “Do you understand all of this, where all of this came from, and how this happens?” Every time that I have sat with people who are synthetic chemists, who understand this, they go “Uh-uh. Nope.” These people are just so far off, on how to believe this stuff came together. I’ve sat with National Academy members, with Nobel Prize winners. Sometimes I will say, “Do you understand this?”And if they’re afraid to say “Yes,” they say nothing. They just stare at me, because they can’t sincerely do it.

I was once brought in by the Dean of the Department, many years ago, and he was a chemist. He was kind of concerned about some things. I said, “Let me ask you something. You’re a chemist. Do you understand this? How do you get DNA without a cell membrane? And how do you get a cell membrane without a DNA? And how does all this come together from this piece of jelly?” We have no idea, we have no idea. I said, “Isn’t it interesting that you, the Dean of science, and I, the chemistry professor, can talk about this quietly in your office, but we can’t go out there and talk about this?”

If you understand evolution, I am fine with that. I’m not going to try to change you – not at all. In fact, I wish I had the understanding that you have.

But about seven or eight years ago I posted on my Web site that I don’t understand. And I said, “I will buy lunch for anyone that will sit with me and explain to me evolution, and I won’t argue with you until I don’t understand something – I will ask you to clarify. But you can’t wave by and say, “This enzyme does that.” You’ve got to get down in the details of where molecules are built, for me. Nobody has come forward.

The Atheist Society contacted me. They said that they will buy the lunch, and they challenged the Atheist Society, “Go down to Houston and have lunch with this guy, and talk to him.” Nobody has come! Now remember, because I’m just going to ask, when I stop understanding what you’re talking about, I will ask. So I sincerely want to know. I would like to believe it. But I just can’t.
 
Now, I understand microevolution, I really do. We do this all the time in the lab. I understand this. But when you have speciation changes, when you have organs changing, when you have to have concerted lines of evolution, all happening in the same place and time – not just one line – concerted lines, all at the same place, all in the same environment … this is very hard to fathom.

I was in Israel not too long ago, talking with a bio-engineer, and [he was] describing to me the ear, and he was studying the different changes in the modulus of the ear, and I said, “How does this come about?” And he says, “Oh, Jim, you know, we all believe in evolution, but we have no idea how it happened.” Now there’s a good Jewish professor for you. I mean, that’s what it is. So that’s where I am. Have I answered the question? (52:00 to 56:44)

Margt þarna mjög áhugavert. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að lesa hvernig virtir vísindamenn eru til í að viðurkenna í einka samtölum að þeir skilja ekki hvernig þetta virkar en þora ekki að gera það opinberlega.  

Þetta setur unga háskóla nema í skemmtilegt ljós.  Þeir eru varla búnir með eitt ár í einhverri grein en þykjast sko vita gífurlega margt um vísindi og þróunarkenninguna og að hún er svo augljóslega rétt. Hrokinn og sjálfsumgleðin í fáfræðinni er Háskólanum sjálfum að kenna. Þeir kenna þessa kenninguna eins og hún er augljóslega sannleikurinn, auðskiljanleg og óumdeild og að bara að efast um hana er vottur á greindarskorti.  Það er svona sem heilaþvottur virkar og allir heiðarlegir, alvöru vísindamenn ættu að hafa óbeit á svona taktík.

Meiri og ýtarlegri umfjöllun um þetta hérna: http://www.uncommondescent.com/intelligent-design/a-world-famous-chemist-tells-the-truth-theres-no-scientist-alive-today-who-understands-macroevolution/ 


Derren Brown ætlar að breyta samkynhneigðum manni í gagnkynhneigðan

Ég rakst á áhugaverða frétt um dávaldinn Derren Brown, sjá:http://www.thesun.co.uk/sol/homepage/showbiz/tv/4800065/Derren-Brown-to-turn-straight-man-gay-on-new-show.html   Þetta er sérstaklega áhugavert þar sem Derren Brown er samkynhneigður en trúir samt að þetta er hugar ástand sem hægt er að hafa áhrif á.

Gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Getur fólk breyst?  Þetta er í rauninni ein af stóru spurningum kristninnar, getur Guð breytt einstaklingum?  Getur Guð gefið okkur nýtt hjarta með nýjum löngunum og síðan kraft til að sigrast á slæmum löngunum?  Ég segi já og mun fylgjast með hvað kemur út úr þessu hjá Derren Brown.


mbl.is „Væri heigulsháttur að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú sem ekki má gagnrýna er ómerkileg og án efa röng

14-darwin.jpgÞað er alveg merkilegt að einhver sem fæðist ekki inn í þetta Íslamska samfélagi skuli íhuga Íslam sem mögulega sanna trú. Ef einhver aðhyllist trúfrelsi þá ætti hinn sami að fordæma Íslam. Ef einhver aðhyllist tjáningarfrelsi þá ætti hinn sami að fordæma Íslam og ekki vilja sjá þessa trú á Íslandi.  Hérna náttúrulega lendum við í smá mótsögn, að banna trú í nafni trúfrelsis en svona er heimurinn stundum. Ef að einhver trú boðar eitthvað sem fer á móti þeim samfélagslögum sem samfélagið vill halda í, eins og trúfrelsi og tjáningarfrelsi þá er bara eðlilegt að það sem er á móti þessu er ekki velkomið.  Síðan viðbjóðsleg hræsni að þetta lið skuli koma til vestrænna ríkja að boða sína trú en banna öllum að boða aðra trú í þeirra löndum.

Í Bandaríkjunum er mikið búið að rökræða lög sem kallast "Acadenic Freedom Bill", sjá: "State of the Union: An Academic Freedom Bill Roundup".  Þessi lög gæfu kennurum og nemendum rétt til að tjá sig um umdeild efni en þróunarsinnar berjast með kjafti og klóm gegn þessum lögum. Skondið, maður hefði haldið að alvöru vísindakenningar og vísindamenn hefðu ekkert á móti gagnrýni en það er náttúrulega málið, þetta eru ekki alvöru vísindi heldur trú guðleysingja sem á að þessu leiti eitthvað sameiginlegt með Íslam.  Gaman að vita hvort að Darwin myndi hafa staðið við sín orð sem þú sérð hérna á myndinni til hægri.

 


mbl.is Handteknir fyrir að boða kristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega kristnir sverja eið?

220px-The_Evangelist_Matthew_Inspired_by_an_AngelFyrir kristna þá kannanst flestir við þessi orð Jesú:

Matteusarguðspjall 5
33
Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.`
34 En ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs,
35 né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.
36 Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart.
37 En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.

Þetta virðist vera nokkuð skýrt en það eru síðan önnur vers sem valda smá vandamáli.  Til dæmis þá stendur í lögmálinu þetta:

4. Mósebók 30:2
Nú gjörir maður Drottni heit eða vinnur eið að því að leggja á sig bindindi, og skal hann þá eigi bregða orði sínu. Hann skal að öllu leyti svo gjöra sem hann hefir talað.

Til að gera þetta enn verra þá segir Biblían marg oft að Guð hefur svarið eið:

Hebreabréfið 6:17
Með því nú að Guð vildi sýna erfingjum fyrirheitsins enn skýrar, hve ráð sitt væri óraskanlegt, þá ábyrgðist hann heit sitt með eiði

En menn geta spurt sig, skiptir þetta einhverju máli?  Það er möguleiki að þetta skiptir hellings máli. Það sem gefur mér ástæðu til að halda að þetta skipti máli er þetta vers hérna:

Jeremía 12:16
Og ef þeir þá læra siðu þjóðar minnar og sverja við mitt nafn: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir!" eins og þeir hafa kennt þjóð minni að sverja við Baal, _ þá skulu þeir þrífast meðal þjóðar minnar.

Hérna segir Guð að fólk utan Ísraels, ef það lærir að sverja í nafni Hans þá skal það lifa meðal fólk Guðs. Hérna er líka áhugavert að Guð notar nafn sitt þarna en ekki titilinn Drottinn eða orðið fyrir "Guð". Sumir segja að nafn Guðs sé ekki hægt að bera fram en þarna segir Guð að við eigum að sverja í Hans nafni.

Allt mjög áhugavert en þýðir það þá að þarna er á ferðinni mótsögn í Biblíunni? 

Möguleg lausn á þessu gæti verið að finna í hebresku útgáfunni af Matteusarguðspjalli en hún segir að Jesús hafi sagt þetta:

Matteusarguðspjall - hebresk útgáfa, sjá: http://www.disciplesofyeshuwa.com/gospel_of_matthew.html
33. "Again you have heard what was said to those of long ago: You shall not swear by My Name to lie [Exodus 20:7 "...you shall not take the name - YEHVAH your Mighty One, to lie"], but you shall return to YEHVAH your oath".
34. "And I say to you not to swear in any matter to lie (Hebrew: shav. Exodus 20:7), neither by Heaven because it is the throne of Elohiym",
35. "nor by Earth because it is the footstool of His feet; nor by Heaven for it is the city of Elohiym (Psalm 46:5) ",
36. "nor by your head for you are not able to make one hair white or black",
37. "but they shall be your words; they are or they are not. Everyone who adds to these is evil".

Þetta gæti virkar undarlega, af hverju ætti Jesús að vera að segja að þegar maður sver eið að þá eigi maður að vera að segja satt?  Ástæðan er að farísejar voru búnir að brengla þessu, að fólk gat svarið rangan eið ef að það notaði ekki nafn Guðs til þess. Við lesum um þetta í Matteusarguðspjalli 23. kafla.  Þannig að þarna er Jesús einfaldlega að leiðrétta þetta, ef maður sver eið þá skal hann vera sannur; alveg eins og bara alltaf þegar maður talar þá á maður að vera að segja satt.

Fyrir þá sem vilja vita meira um þetta hebreska guðspjall Matteusar, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Gospel_of_Matthew


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 802880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband