Trú sem ekki má gagnrýna er ómerkileg og án efa röng

14-darwin.jpgÞað er alveg merkilegt að einhver sem fæðist ekki inn í þetta Íslamska samfélagi skuli íhuga Íslam sem mögulega sanna trú. Ef einhver aðhyllist trúfrelsi þá ætti hinn sami að fordæma Íslam. Ef einhver aðhyllist tjáningarfrelsi þá ætti hinn sami að fordæma Íslam og ekki vilja sjá þessa trú á Íslandi.  Hérna náttúrulega lendum við í smá mótsögn, að banna trú í nafni trúfrelsis en svona er heimurinn stundum. Ef að einhver trú boðar eitthvað sem fer á móti þeim samfélagslögum sem samfélagið vill halda í, eins og trúfrelsi og tjáningarfrelsi þá er bara eðlilegt að það sem er á móti þessu er ekki velkomið.  Síðan viðbjóðsleg hræsni að þetta lið skuli koma til vestrænna ríkja að boða sína trú en banna öllum að boða aðra trú í þeirra löndum.

Í Bandaríkjunum er mikið búið að rökræða lög sem kallast "Acadenic Freedom Bill", sjá: "State of the Union: An Academic Freedom Bill Roundup".  Þessi lög gæfu kennurum og nemendum rétt til að tjá sig um umdeild efni en þróunarsinnar berjast með kjafti og klóm gegn þessum lögum. Skondið, maður hefði haldið að alvöru vísindakenningar og vísindamenn hefðu ekkert á móti gagnrýni en það er náttúrulega málið, þetta eru ekki alvöru vísindi heldur trú guðleysingja sem á að þessu leiti eitthvað sameiginlegt með Íslam.  Gaman að vita hvort að Darwin myndi hafa staðið við sín orð sem þú sérð hérna á myndinni til hægri.

 


mbl.is Handteknir fyrir að boða kristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Ætla nú ekki að vera með skít eða leiðindi en mér finnst nú bara rétt að benda á nokkuð: 

Get nú ekki sagt að ég sé trúaður maður, en hins vegar er ég ekki að velta því mikið mér fyrir því hvað næsti maður trúir á... það bara kemur mér ekki við, enda hefur fólk fullan rétt á að trúa því sem það vill. Hans trú á ekkert að hafa áhrif á mína trú og mín ekki á hans. 

En það sem mér finnst hins vegar skondið  er að þú talar um að trúleysingjar, sem trúa t.d. á þróunarkenninguna, taki illa gagnrýni á þá "trú".  Hef nú ekki beint séð að trúaðir kristnir menn taki gagnrýni á biblíuna létt! Sama hvað menn benda á, þá er orð Guðs hið sanna og ekkert annað getur staðist.

Til að mynda þá hefur maður heyrt frá trúuðu fólki að risaeðlubein sem finnast eru í raun bara leið Guðs til að reyna á trú fólks, því jú eftir allt saman þá voru Adam og Eva í byrjuninni og aldrei minnst á risaeðlur í biblíunni... Það má lengi telja upp sögur sem eru mjög skrýtnar í biblíunni og geta varla staðist, en það er alveg sama, þetta er 100% rétt, enda orð Guðs. Þannig að mér finnst það hræsni að láta það út úr sér, að tala um að trúfrelsi sé af hinu góða, og troða svo á þeim sem trúa ekki á Jesú og hinn mikla himnaföður. 

ViceRoy, 17.2.2013 kl. 11:36

2 Smámynd: Mofi

Það er aldrei minnst á ketti heldur í Biblíunni, hvað með það?  Við síðan búum í samfélagi sem mótaðist af kristni og það má gagnrýni kristni, þótt kannski að einhverjir eru ekki hrifnir af því en ekki þannig að það sé bannað.  Hvaða bull er þetta með að troða á þeim sem trúa ekki á Jesú?  Ég er hlynntur trúfrelsi og tjáningarfrelsi svo í mínum augum þá hef ég rétt til að tjá mig og segja öðrum frá minni trú og ver rétt annara til að gera hið sama.

Mofi, 17.2.2013 kl. 11:53

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, í Gamla testamentinu er að finna lög sem ganga miklu lengra í því að brjóta á trúfrelsi fólks heldur en þarna í Líbíu. Brutu þau lög ekki gegn trúfrelsi þess fólks? Ef þú vilt vera samkvæmur sjálfum þér, þá finnst mér að þú ættir að fordæma þau lög.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.2.2013 kl. 17:50

4 Smámynd: Mofi

Það var ekki trúfrelsi í Ísrael, ég viðurkenni það alveg.

Mofi, 17.2.2013 kl. 21:33

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og finnst þér það allt í lagi? Því að mér finnst þú vera að hneykslast á þessum atburðum í Líbíu, það hljómar nánast eins og þú teljir trúfrelsi vera mannréttindi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.2.2013 kl. 14:14

6 Smámynd: Mofi

Ég sé Ísrael miklu frekar sem trúfélag en samfélag og þeir sem aðhylltust ekki trúna áttu að yfirgefa trúfélagið.  Í okkar samfélagi þá höfum við komið okkur saman um að fólk hafi rétt til að tilheyra samfélaginu og trúa því sem það vill. Ég kann að meta það. Ég er síðan í færslunni að gagnrýna að það má ekki gagnrýna þessa trú og í staðinn fyrir að taka vel á móti gagnrýni og svara henni á málefnalegan hátt þá á að svara henni með valdi og ég er að gagnrýna það.

Mofi, 18.2.2013 kl. 15:18

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, heldurðu að gagnrýni á trú hafi verið vel tekið í þessu "trúfélagi" Ísrael?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.2.2013 kl. 21:42

8 Smámynd: Mofi

Ekkert í lögunum sem ég veit um sem bannar gagnrýni, sérstaklega ekki frá fólki sem tilheyrði ekki Ísrael.

Mofi, 19.2.2013 kl. 08:06

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ég er nokkuð viss um að það er ekker í lögum Sádi-Arabíu sem bannar beinlínis gagnrýni, en heldurðu að gagnrýni á múhameðstrú sé vel tekið þar?

Í Gamla testamentinu eru lög á þá leið að það á að drepa þá sem boða aðra trú eða þá sem stunda aðra trú. Ef Líbía hefði Biblíuna sem grunninn að löggjöf sinni, þá ætti að drepa þessa trúboða.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.2.2013 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband