Mega kristnir sverja eið?

220px-The_Evangelist_Matthew_Inspired_by_an_AngelFyrir kristna þá kannanst flestir við þessi orð Jesú:

Matteusarguðspjall 5
33
Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.`
34 En ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs,
35 né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.
36 Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart.
37 En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.

Þetta virðist vera nokkuð skýrt en það eru síðan önnur vers sem valda smá vandamáli.  Til dæmis þá stendur í lögmálinu þetta:

4. Mósebók 30:2
Nú gjörir maður Drottni heit eða vinnur eið að því að leggja á sig bindindi, og skal hann þá eigi bregða orði sínu. Hann skal að öllu leyti svo gjöra sem hann hefir talað.

Til að gera þetta enn verra þá segir Biblían marg oft að Guð hefur svarið eið:

Hebreabréfið 6:17
Með því nú að Guð vildi sýna erfingjum fyrirheitsins enn skýrar, hve ráð sitt væri óraskanlegt, þá ábyrgðist hann heit sitt með eiði

En menn geta spurt sig, skiptir þetta einhverju máli?  Það er möguleiki að þetta skiptir hellings máli. Það sem gefur mér ástæðu til að halda að þetta skipti máli er þetta vers hérna:

Jeremía 12:16
Og ef þeir þá læra siðu þjóðar minnar og sverja við mitt nafn: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir!" eins og þeir hafa kennt þjóð minni að sverja við Baal, _ þá skulu þeir þrífast meðal þjóðar minnar.

Hérna segir Guð að fólk utan Ísraels, ef það lærir að sverja í nafni Hans þá skal það lifa meðal fólk Guðs. Hérna er líka áhugavert að Guð notar nafn sitt þarna en ekki titilinn Drottinn eða orðið fyrir "Guð". Sumir segja að nafn Guðs sé ekki hægt að bera fram en þarna segir Guð að við eigum að sverja í Hans nafni.

Allt mjög áhugavert en þýðir það þá að þarna er á ferðinni mótsögn í Biblíunni? 

Möguleg lausn á þessu gæti verið að finna í hebresku útgáfunni af Matteusarguðspjalli en hún segir að Jesús hafi sagt þetta:

Matteusarguðspjall - hebresk útgáfa, sjá: http://www.disciplesofyeshuwa.com/gospel_of_matthew.html
33. "Again you have heard what was said to those of long ago: You shall not swear by My Name to lie [Exodus 20:7 "...you shall not take the name - YEHVAH your Mighty One, to lie"], but you shall return to YEHVAH your oath".
34. "And I say to you not to swear in any matter to lie (Hebrew: shav. Exodus 20:7), neither by Heaven because it is the throne of Elohiym",
35. "nor by Earth because it is the footstool of His feet; nor by Heaven for it is the city of Elohiym (Psalm 46:5) ",
36. "nor by your head for you are not able to make one hair white or black",
37. "but they shall be your words; they are or they are not. Everyone who adds to these is evil".

Þetta gæti virkar undarlega, af hverju ætti Jesús að vera að segja að þegar maður sver eið að þá eigi maður að vera að segja satt?  Ástæðan er að farísejar voru búnir að brengla þessu, að fólk gat svarið rangan eið ef að það notaði ekki nafn Guðs til þess. Við lesum um þetta í Matteusarguðspjalli 23. kafla.  Þannig að þarna er Jesús einfaldlega að leiðrétta þetta, ef maður sver eið þá skal hann vera sannur; alveg eins og bara alltaf þegar maður talar þá á maður að vera að segja satt.

Fyrir þá sem vilja vita meira um þetta hebreska guðspjall Matteusar, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Gospel_of_Matthew


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þessi síða sem þú vísar á er einhver þýðing sem einhver rugludallur hefur sjálfur "þýtt". Og ef þú rekst á einhverjar útgáfur af Matteusarguðspjalli á hebresku, þá er hefur sú útgáfa einfaldlega verið þýdd úr grískunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.2.2013 kl. 21:09

2 Smámynd: Mofi

Það eru menn sem halda því fram að þetta er líklegast næst upprunalegu útgáfunni og hafa mörg rök fyrir þeirri afstöðu, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=tddCNY6U77Y

Mofi, 15.2.2013 kl. 23:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, mér finnst afskaplega ólíklegt að þetta 14. aldar rit sé komið frá einhverri upprunalegri hebreskri útgáfu. En ef þetta er rétt, þá er elsta útgáfan sem við höfum af Mt frá 14. öld!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.2.2013 kl. 17:54

4 Smámynd: Mofi

Kíktir þú á fyrirlesturinn?  Ég hafði gaman af og er nokkuð nálægt því að vera sannfærður. Ég sé aðeins að elsta hebreska handritið sem við höfum er frá 14. öld en gríska þýðingarnar standa alveg fyrir sínu.

Mofi, 17.2.2013 kl. 21:32

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég horfði ekki á allan fyrirlesturinn, horfði á eitthvað af þeim tíma þar sem ég sá að hann var að fjalla um einmitt þetta.

Mofi, eins og þú bendir á, þá þýðir meinti hebreski frumtextinn stundum allt annað en gríska þýðingin. Þýðingin er afskaplega skeikul, og þú ert að reyna að leiðrétta hana með einhverju frá 14. öld. Þú hlýtur að sjá að þetta veikur all-svakalega fullyrðingar þínar um að við getum vitað með vissu hvað stóð upprunalega í þessu guðspjalli.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.2.2013 kl. 14:20

6 Smámynd: Mofi

Það eru nokkur svona dæmi til og ég held það sem ég er byrjaður að hallast á er að maður þarf Gamla Testamentið til að skilja og vita hvað höfundar NT voru að reyna að koma á framfæri.

Mofi, 18.2.2013 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 802814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband