Hvað ef samkynhneigð er einfaldlega slæm fyrir einstaklinga?

Það er fátt sem fer meira fyrir brjóstið á fólki en að Biblían segir að samkynhneigð er synd. Til að koma í veg fyrir misskilning þá segir Biblían að kynlíf einstaklinga af sama kyni er synd en ekki langanirnar sjálfar. Allir glíma við langanir sem eru syndsamlegar en Guð segir okkur að ráða yfir þeim. Í mínum augum þá er það að gera lítið úr mannkyninu að láta sem svo að við getum ekki ráðið yfir svona tilfinningunum.

En hvað ef það sem þessi rannsókn segir er að Guð bannar þetta vegna þess að samkynhneigð er okkur skaðleg. Að þetta eru ráð okkur til heilla en ekki sprottið af hatri, fordómum eða fóbíu heldur kærleika.

Ráðleggingar þessa fólks er að leyfa giftingar samkynhneigða og að það er "gifting" sem mun laga þetta en í mínum augum eru það draumórar. Ég er samt hlynntur því að ríki sem hafa trúfrelsi leyfi giftingar samkynhneigða því að sönn trú er ekki að neyða fólk til að hegða sér á ákveðinn hátt eða trúa.


mbl.is Samkynhneigð pör við verri heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að það sé hugsanlegt að þeir fordómar og það réttindaleysi sem fylgir því að vera samkynhneigður.. hafi áhrif á heilsufar þeirra? Eins og reyndar er ýjað að í þessari rannsókn?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 21:26

2 identicon

Og plís... svaraðu þessu án þess að eyða svarinu mínu út...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 21:26

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég segi eins og Jón Bjarni.

Það er sterklega ýjað að því í fréttinni að bein tenging sé á milli heilsuleysis og réttindaleysis samkynhneigðra.

Þessi rannsókn náði líka bara til samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Ég leyfi mér að efast að sambærileg rannsókn hér á Íslandi t.d. myndi sýna sömu niðurstöðu.

Fólk sem þarf að þola mikið mótlæti og fordóma gagnvart sér er almennt séð við verri heilsu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.2.2013 kl. 21:38

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"En hvað ef það sem þessi rannsókn segir er að Guð bannar þetta vegna þess að samkynhneigð er okkur skaðleg. Að þetta eru ráð okkur til heilla en ekki sprottið af hatri, fordómum eða fóbíu heldur kærleika."

Þetta er eins og að segja, "Jah sko, ég er enginn hommahatari.. ég bara elska þá svo mikið að ég vildi óska þess að þeir væru alveg eins og ég.. sem er eina samþykkta normið."

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.2.2013 kl. 21:40

5 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Ingibjörg skrifar:

Það er sterklega ýjað að því í fréttinni að bein tenging sé á milli heilsuleysis og réttindaleysis samkynhneigðra.
Það er ýjað að því, en það kemur ekkert fram í fréttinni sem styður þessa niðurstöðu. Þeir báru saman tvo hópa sem eru ekki sambærilegir - gift gagnkynhneigð pör og ógift samkynhneigð pör. Af hverju athuguðu þeir ekki ógift gagnkynhneigð pör. Það ætti ekki að vera erfitt að finna slík sambönd. Mér skilst að þau séu orðin algengari en gift pör. Getur nokkuð verið að slíkur samanburður hefði ekki gefið "rétta" niðurstöðu?

Kristinn Eysteinsson, 28.2.2013 kl. 22:46

6 identicon

Hvað meinar þú Kristinn.. Og bara svo við höldum því til haga.. þá eru ógift gagnkynhneigð pör.. ekki í sömu stöðu og ógift samkynhneigð pör... Vegna þess að ógift gagnkynhneigð pör hafa frelsi til að gera það sem þau vilja, ógift samkynhneigð hafa það ekki... Þessvegna er mjög forvitnilegt að horfa á andstæðinga hjónabanda samkynhneigðra horfa á þessa rannsókn og skeiða alveg framhjá efni hennar...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 23:45

7 identicon

Ég held reyndar að í hjarta sínu sé Mofi ekki andvígur hjónabandi samkynhneigðra, hann er á móti því að þeir geri það í kirkju.. og ég get skilið það viðhorf...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 23:47

8 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

http://hallgeir.blog.is/blog/hallgeir/entry/1285542/

Hallgeir Ellýjarson, 1.3.2013 kl. 06:48

9 Smámynd: Kristinn Eysteinsson

Sæll Jón Bjarni,

 Hvað meinar þú Kristinn..

Ég meina það einfaldlega að niðurstöður rannsóknarinnar voru ákveðnar fyrirfram og samanburðarhóparnir valdir með niðurstöðuna í huga. Tilgangurinn var að finna rök sem styðja "giftingar" samkynhneigðra. Nú eru til bæði gift samkynhneigð pör og ógift gagnkynhneigð pör. Það hefði því verið auðvelt að velja sambærilegri hópa en gert var. Hættan var sú að ef bornir hefðu verið saman tveir hópar giftra eða tveir hópar ógiftra, þá hefði komið í ljós að það er ekki giftingin sem slík sem bætir heilsuna, heldur samandið sjálft, óháð því hvernig til þess er stofnað. Ef það hefði komið í ljós að ógift gagnkynhneigð pör eru við betri heilsu en ógift samkynhneigð pör, þá hefði það ekki þjónað tilgangi rannsóknarinnar. Það hefði þá litið út fyrir að það væri eitthvað athugavert við samkynhneigð sem líka, og það má ekki.

þá eru ógift gagnkynhneigð pör.. ekki í sömu stöðu og ógift samkynhneigð pör... Vegna þess að ógift gagnkynhneigð pör hafa frelsi til að gera það sem þau vilja, ógift samkynhneigð hafa það ekki

Getur þú nefnt dæmi um eitthvað sem ógift gagnkynhneigð pör hafa frelsi til að gera sem ógift samkynhneigð pör hafa ekki frelsi til að gera?

Kristinn Eysteinsson, 1.3.2013 kl. 08:13

10 Smámynd: Mofi

Ingibjörg, það myndi henta mér persónulega alveg svakalega vel að Biblían segði ekki þessa hluti og þá væri þetta ekki að valda mér óvinsældum. Hef rökrætt þessa hluti við góða vini mína sem verða bókstaflega reiðir út í mig fyrir að hafa þessa afstöðu en þetta er engan veginn afstaða sem ég sækist eftir.

Kannski er ástæðan þetta réttindaleysi og tíminn mun leiða það í ljós; ég er samt í engum vafa um að ástæðan er að þarna er verið að fara á móti því hvernig Guð hannaði okkur og það er þeim sem fara þá leið skaðlegt.

Mofi, 1.3.2013 kl. 09:32

11 Smámynd: Einar Karl

Já það væri örugglega miklu hollara fyrir hommana að fara aftur inn í skápinn. Eða skoðaði rannsóknin það eitthvað, mismunandi heilsufar þeirra sem bæla kynhneigð sína og hinna sem lifa ekki í felum?

Einar Karl, 1.3.2013 kl. 10:02

12 Smámynd: Mofi

Góð spurning og vonandi munu verða fleiri rannsóknir gerðar sem munu reyna að svara svona spurningum.  Ég er ekki á móti því að leifa samkynhneigðum að gifta sig því að ég vil ekki neyða neinn til að hegða sér í samræmi við mína trú. Sömuleiðis að koma illa fram við einhverja er engan veginn í anda Jesú en ég á vini sem eru samkynhneigðir og ég ætla rétt að vona að þeim finnst ég ekki koma illa fram við þá.

Mofi, 1.3.2013 kl. 10:09

13 Smámynd: Einar Karl

Gott að heyra að þú takir mark á samvisku þinni og því sem hjarta þitt segir þér. Þú hljómar eins og heiðvirð manneskja :-)

Einar Karl, 1.3.2013 kl. 11:33

14 Smámynd: Mofi

Takk Einar, sömuleiðis :)

Mofi, 1.3.2013 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband