Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Enginn tók eftir dag Darwins?

Í gær, tólfta febrúar var dagur Darwins en mér til mikillar ánægju virtist enginn hugsa mikið út í það.  Þeir hjá www.evolutionnews.org héldu upp á daginn með því að birta eftirfarandi myndband (20 mínútur)

Þessi mynd kallast "C.S. Lewis and Evolution" er önnur af þremur stuttum heimildarmyndum sem var byggð á bókinni The Magician's Twin: C.S. Lewis on Science, Scientism, and Society  Hún fjallar um Þróunarkenninguna og viðhorf C.S.Lewis á kenningunni frá því hann var guðleysingi og þangað til hann varð kristinn og til dauðadags.


Heilsuráðgjöf Biblíunnar gefa okkur ástæðu til að treysta henni

Rakst á skemmtilegt myndband þar sem tekin er saman nokkur af þeim ráðum sem Biblían gefur þegar kemur að heilsu og hreinlæti. Atriði sem við skildum ekki fyrr en bara á síðustu öld.


Er mjólkurframleiðsla pynting á dýrum?

Mér finnst við mennirnir allt of oft gerum okkur sjálfum mikinn óleik þegar kemur að því hvaða rusl við látum ofan í okkur og bolludagurinn er mjög gott dæmi um slíkt. En hafið þið velt því fyrir ykkur hvaða þjáningum við erum að valda dýrunum til að geta fengið þessar afurðir?  Hérna er stutt myndband um að.  Ég persónulega er hættur að drekka kúa mjólk og nota þess í staðinn mjólk sem er unnin úr hnetum og mér finnst hún miklu betri á bragðið og síðan skemmir ekki að hún er hollari.

Ég var líka einu sinni búinn að benda á fyrirlestur um hve mjólk er yfirhöfuð óholl, sjá: Er mjólk holl?


mbl.is 80 þúsund lítrar af rjóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða grundvelli er vændi ekki eins og hvað annað starf?

Ég á erfitt með að sjá hvernig vændi er ekki eins og hvað annað starf ef að Þróunarkenningin er rétt. Út frá henni þá hefði okkar siðferði alveg eins getað þróast á þann hátt að öllum finnist vændi vera fullkomlega eðlileg vinna fyrir dætur, mæður eða systur.

Mér finnst eins og samfélagið vill láta sem svo að Þróunarkenningin sé augljóslega sönn, hreinlega vísindaleg staðreynd en hafa síðan skoðanir sem eru ekki í samræmi við kenninguna.  Sem betur fer svo sem segi ég en ég bara vildi óska þess að þegar árekstrar verða á milli upplifun fólks varðandi hvernig heimurinn er og hvernig heimurinn ætti að vera ef að Þróunarkenningin er sönn þá myndi fólk henda kenningunni í ruslið.

Ég er hlynntur því að passi upp á þær konur sem eru komnar út í þetta en hættan er að því meira sem samfélagið lítur á vændi sem hvert annað starf, því meira munu ungar stúlkur líta á það sem eðlilegan valmöguleika, sérstaklega þegar atvinnuleysi er mikið.  Langhoff spyr mjög eðlilegrar spurningar „Eigum við þá að senda atvinnulausa í starfskynningu á vændishús? Eiga miðstöðvar fyrir atvinnuleitendur að þjálfa fólk til að vinna við vændi?“

Hérna má segja að sé dæmi um hvernig siðferði kristinna er öðru vísi en siðferði guðleysingja, Biblían er skýr að kynlíf utan hjónabands sé synd á meðan guðleysingjar hafa enga góða ástæðu til að segja að vændi er rangt.


mbl.is Vændi eins og hvert annað starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðist sagan af Babelsturninum í raun og veru? (Myndband)

Í 1. Mósebók 11. kafla er að finna söguna af Babelsturninum. Í stuttu máli þá eftir flóðið þá ákváðu mennirnir að búa sér til turn sem myndi vernda þá frá öðru flóði og sameina þá á einum stað. Guði líkaði ekki vel þessi áform þeirra og breytti tungumálum fólksins.  Hérna er þáttur sem fjallar um þessa sögu og hvað styður að hún raunverulega gerðist.


Jarðsögutímabil þróunarsinna passar ekki við staðreyndirnar

geologicColumnFlestir kannast við þessa mynd hérna til hægri sem á að lýsa hvernig líf þróaðist hérna á jörðinni. Það er smá galli við þessa mynd sem er að hún passar ekki við staðreyndirnar. 

Myndin sýnir t.d. risaeðlur sem passa í ákveðið tímabil og síðan eftir þeirra tímabil þá þróast spendýr en staðreyndi er sú að í setlögunum þá finnum við spendýr og risaeðlur saman, sjá:The so-called ‘Age of Dinosaurs’
Það hafa 432 tegundir af spendýrum fundist meðal setlaga með risaeðlum í, sjá: Lifandi steingervingar - viðtal við Carl Werner   Fæstir sjá fyrir sér risaeðlur og endur, íkorna og apa lifandi á sama tíma en það er það sem rannsóknir á steingervingunum sýna fram á.

Það er margt fleira sem fólk trúir að sé satt um þetta jarðsögutímabil sem passar ekki. Eitt þannig dæmi er að við finnum þessi tímabil víðsvegar um heiminn en staðreyndin er sú 99% af yfirborði jarðar þá eru þar ekki að finna þessi setlög í réttri röð. Reglan er frekar að það vantar alltaf einhver af setlögunum og röðin er eitthvað öðru vísi.

Hérna eru tíu dæmi um ranghugmyndir sem fólk hefur almennt um jarðsögutímabilið, sjá:Ten Misconceptions about the Geologic Column

Það sem við raunverulega finnum í jarðlögunum passar mjög vel við sköpunarsöguna og síðan heim sem eyddist í flóði og þannig mynduðust setlög jarðar.


Spakmæli Jesús, studd af vísindarannsókn

598832_574583545904259_677500665_nSamkvæmt Páli þá sagði Jesús "Sælla er að gefa en þiggja".

Postulasagan 20:35
Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna þannig ber oss að annast óstyrka og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: "Sælla er að gefa en þiggja."

Þegar Guð gefur okkur ráð þá getum við treyst því að þau ráð eru góð fyrir okkur sjálf. En aftur á móti þegar við hlustum á ráðin þá virka þau oft þannig á okkur að þau þjóna ekki okkar hagsmunum. Þetta kemur einna best fram í þessum orðum Jesús "Sælla er að gefa en þiggja". Að tapa einhverju haldbæru sem getur gert lífið áþreifanlegra betra virkar ekki gott fyrir manns eigin hagsmuni en núna er rannsókn sem segir að það er raunverulegra betra.

MedicalXpress
These findings go beyond past analyses to indicate that the health benefits of helping behavior derive specifically from stress-buffering processes,” Poulin says, “and provide important guidance for understanding why helping behavior specifically may promote health and, potentially, for how social processes in general may influence health.”

Flott hönnun hjá skaparanum, að hanna heilan þannig að gera hið góða hefði góð áhrif á heilsuna og þannig vellíðan til lengri tíma litið. Væri ekki áhugavert ef að láta undan sjálfselsku eða yfirhöfuð slæm verk hefði slæm áhrif á heilsuna?  Ég er ekki frá því að það getur bara akkúrat passað; að þunglindi, offita, stress og fleira sem við glímum við eigi sína orsök sína í eigingjarni hegðun.


Dawkins tapar rökræðum í Cambridge, 136 á móti 324

Fyrir þá sem hafa gaman að horfa á rökræður þá er hérna rökræður milli Richard Dawkins og Rowan Williams sem er erkibiskupinn við Canterbury.  Þegar kom að því að kjósa þá tapaði Dawkins, hann fékk 136 atkvæði en erkibiskupinn 324. 

Hérna er grein í Guardian um þetta og fyrir neðan rökræðurnar sjálfar: Richard Dawkins is the phall guy at Cambridge debate with Williams

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 802814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband