Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Bill Nye vs sköpunarsinnarnir

Maður að nafni Bill Nye berst af miklum móð á móti sköpun og nýlega gerði hann myndband á youtube sem hefur fengið hellings athygli, nærri því 3. miljónir hafa skoðað myndbandið hans.  Myndbandið hans er hérna fyrir neðan og fyrir neðan það er myndband þar sem Dr. David Menton and Dr. Georgia Purdom svara Bill Nye.

Langar líka að benda á grein sem fjallar ýtarlegar um Bill Nye, sérstaklega er forvitnileg hans heimsókn til sköpunarsafns AiG, sjá: Bill Nye’s Crusade for Your Kids


Er hægt að rannsaka kraftaverk?

Minn skilningur á yfirnáttúrulegum kraftaverkum er kraftur sem ræður yfir náttúrunni og hefur áhrif á náttúruna.  Þegar Jesú gerði kraftaverk þá var um að ræða áhrif sem fólk gat séð fyrir sig sjálft. Fólkið sem skráði niður þessi kraftaverk þekktur alveg eins og við hvernig orsök og afleiðing virka. Það fólk vissi alveg að það er ekki hægt að ganga á vatni, breyta vatni í vín, fæða þúsundir með örfáum fiskum eða rísa upp frá dauðum. Það það síðan gerðist fyrir framan það þá vissi það að sá sem framkvæmdi þessi verk hafði vald yfir náttúrunni, hafði sem sagt yfirnáttúrulegt vald.

Sá sem hefði viljað rannsaka þessi kraftaverk hefði samt aðeins getað gert tvennt, athugað hvort að einhver áhrif væru ennþá greinanleg eftir kraftaverkið eða metið vitnisburð þeirra sem voru vitni að kraftaverkunum. Í flestum tilfellum þá er vitnisburður einu sönnunargögnin sem voru möguleg. Jafnvel þegar kemur að fæða þúsundir með örfáum fiskum þá samt hefði ekki verið nein leið til að meta hvort að maturinn sem var afgangs hefði haft yfirnáttúrulegan uppruna.

Sum kraftaverk sem Biblían lýsir hefðu samt átt að skilja eftir sig ummerki, eitt slíkt dæmi er þegar Guð leiddi Ísrael út úr Egyptalandi. Veit um að minnsta kosti tvær myndir sem hafa verið gerðar um þau ummerki, hérna er ein þeirra: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461

En jafnvel í þessu dæmi þá er hægt að útskýra ummerkin án yfirnáttúru svo mín niðurstaða er að það er erfitt að rannsaka kraftaverk og staðfesta með mikilli vissu en það geta verið vísbendingar sem styðja að kraftaverk gerðist og síðan verða menn að meta hvort að viðkomandi vitnisburður og gögn eru nógu góð til að velja að trúa.


mbl.is Hvernig rannsakar maður kraftaverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti Noregur Breivik skilið?

Það er svakalegt af þessum franska rithöfundi, Richard Millet að láta þetta út úr sér. Auðvitað átti norska þjóðin ekki skilið svona hörmungar og hvað þá fjölskyldurnar sem misstu börnin sín í þessum harmleik.

En, á eftir flest öllu fylgir alltaf leiðinlegt "en". Það er ekki undarlegt að mörgum stendur ógn af menningu múslima þar sem feður drepa dætur sínar ef þær valda þeim vanvirðingu, þar sem fólk er drepið ef það yfirgefur trúnna og þar sem réttindi kvenna eru oft fótum troðin. Hvað þá þegar börn gera eitthvað heimskulegt eins og að brenna blaðsíður úr Kóraninum að þá eiga þau á hættu að vera refsað grimmilega. 

Þeir sem vilja standa vörð um samfélag þar sem trúfrelsi, tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði eru gildi sem samfélagið byggir á þá er ekki nema von að þeir upplifa menningu múslima sem ógn við þessi gildi.

Hérna fjallar Sam Harris um þetta mál.


mbl.is Segir Noreg hafa átt Breivik skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albert Einstein: "the more I study science, the more I believe in God"

220px-Albert_Einstein_(Nobel)Áhugavert að Einstein skildi segja þetta. Þarna er hann að bergmála það sem annar merkilegur vísindamaður hafði sagt áður:

Louis Pasteur
The more I study nature, the more I stand amazed at the work of the Creator

Því miður þá trúði Einstein aldrei á persónulegan Guð og alls ekki Guð Biblíunnar. Ég hefði haft mjög gaman af því að fá að tala við hann um þau málefni. Ein af útskýringunum sem Einstein gaf fyrir þessari afstöðu sinni var þessi:

Albert Einstein, The World as I See It
I cannot conceive of a God who rewards and punishes his creatures, or has a will of the kind that we experience in ourselves. Neither can I nor would I want to conceive of an individual that survives his physical death; let feeble souls, from fear or absurd egoism, cherish such thoughts. I am satisfied with the mystery of the eternity of life and with the awareness and a glimpse of the marvelous structure of the existing world, together with the devoted striving to comprehend a portion, be it ever so tiny, of the Reason that manifests itself in nature.

Ég aftur á móti get ekki skilið skapara sem byggir inn í mig skyn á réttlæti og löngun eftir heimi þar sem kærleikur og réttlæti býr að vera síðan sama um þann heim og þær verur sem hann skapaði. Síðan er ég engan veginn sannfærður um að allir sem hafa von um að Jesú gefi þeim líf þegar Hann kemur aftur hafa þá von vegna mikils egó. Auðvitað hafa sumir mikið egó en ég hef hitt nógu mikið af auðmjúkum kristnum einstaklingum til að efast stórlega um þessa ályktun Einsteins.

Í mínum huga var líklegast aðal ástæða Einsteins fyrir þessari afstöðu til persónulegs Guðs þessi hérna:

Albert Einstein
I have firmly decided to bite the dust with a minimum of medical assistance when my time
comes, and up to then to sin to my wicked heart’s content

Mín reynsla er að nærri því alltaf þegar kemur að afstöðu fólks til einhvers í Biblíunni þar sem um synd er að ræða þá byggist þeirra afstaða miklu frekar á þeirra ást á þeirra eigin lífsstíl en hvað er rökrétt og hvað er satt.

SixDaysEn þessi upplifun Einsteins, að því meira sem hann rannsakaði vísindin því meira trúði hann á Guð þá voru gefnar út tvær bækur þar sem vísindamenn með doktors gráður útskýrðu af hverju þeir trúðu á sköpun og oftast var það vegna rannsókna á þeirra sviði. Þessar tvær bækur eru In Six Days og On the Seventh Day.


Vísindamenn geyma 70 miljarða bóka á DNA

dna-storage_1Það hafa orðið gífurlegar framfarir í geyma upplýsingar frá dögunum sem notuð voru gataspjöld en hinn óumdeildi konungur gagnamagns er ennþá DNA. Hópur vísindamanna settu 70 miljarða afrit af þeirra genabók - ásamt leiðbeiningum og myndum sem samtals var 700 terabæti af gögnum í aðeins einu grammi af DNA.

Vísindamaður að nafni George Church frá Harvard leiddi þetta vísinda afrek. Vísindamennirnir byggðu fyrst stafrænt kóðunar og afkóðunar skema þar sem annar af tveimur DNA fjórum bösum var gefin merkingin "0" og hinum var gefin merkingin "1".

Hvernig gat þeim tekist að afrita stafræn gögn að þeirra vali notandi núll og einn og kóðað það yfir á DNA?  Þeir notuðu nýjustu tækni af "high-fidelity DNA microchips" til að prenta á DNA í 96 basa pörum. Vélar sem geta lesið þessa búta eru teknir af handahófi úr hrúgu af DNA bútum. Tölva síðan setur saman gögnin í rétta röð vegna þess að vísindamennirnir bjuggu einkennis númer DNA FINGUR~1bútanna. Að lokum þá "prenta" þeir miljarða af þessum afritum í lítið hylki á stærð við fingurbjörg.

Það er ekkert efni sem hefur jafn mikla getu til að geyma gögn og DNA.  Það er betra en "blue-ray" diskar, harðdiskar og minnis lyklar. Ein rannsókn hélt því fram að þegar kemur að stærð og gagna magna þá er DNA miljón sinnum öflugara en minnis lyklarnir sem við notum í dag.

Yfirburðir DNA sem gagna miðils er öflugur vitnisburður um hve svakalega gáfaður hönnuðurinn á bakvið DNA er. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því að einn af þekktustu guðleysingjum síðustu aldar, Anthony Flew sagði "What I think the DNA material has done is show that intelligence must have been involved in getting these extraordinary diverse elements together."

Þýtt lauslega héðan: Scientists Store 70 Billion Books on DNA


Oprah fræðist um hvíldardaginn frá aðventista

Forvitnileg klippa þar sem aðventisti sem er kvikmyndaframleiðandi segir Oprah Winfrey frá sinni trú og hvíldardeginum.


mbl.is Oprah þénar 20 milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum er hugmyndin um helvíti skiljanleg

fire_balefire_hellÞað er ekki hægt að neita því að þetta fífl sé að sleppa allt of vel út úr þessu. Fyrst fær hann sviðsljósið sem hann ávalt þráði og nú fær hann að dúsa í fangelsi það sem eftir er.  Þrátt fyrir mína algjöra andúð á hugmyndinni um helvíti þá samt finnst mér svona kvikindi á skilið góðan skammt af kvölum fyrir það sem hann gerði.

En jafnvel í tilviki Breivik er erfitt fyrir mig að réttlæta eilífar kvalir og get það í rauninni ekki.

Ég hef fjallað þó nokkuð mikið um helvíti:

Það hreinlega kemur mér á óvart hve oft ég hef fjallað um þetta. Væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur skipt um skoðun um helvíti vegna minnar umfjöllunnar um þetta mál.


mbl.is Breivik sakhæfur og fer í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta tilviljanakenndar stökkbreytingar breytt apa í mann?

Stop%20Following%20MeEinhvers konar apaleg vera á að hafa verið sameiginlegur forfaðir simpansa og manna og sagan segir að tilviljanakenndar stökkbreytingar ásamt náttúruvali á að hafa breytt því dýri í mannkynið eins og við þekkjum það í dag.

Þetta á að hafa gerst á sirka tíu miljón árum en það er forvitnilegt að athuga hve raunhæf er þessi saga. Miðað við rannsóknir á DNA manna og simpansa þá er munurinn að minnsta kosti 120 miljón DNA "stafir". Ef að við gefum okkur að í hverri kynslóð gætu 10 góðar stökkbreytingar orðið hluti af genamenginu þá tæki það 12 miljónir kynslóða að ná fram 120 miljónum góðra stökkbreytinga. Ef að dýrategundin sem um ræðir er eins og við mennirnir þá erum við að tala um sirka 30 ár en það þýðir að það tæki 360 miljón ár að ná fram 120 miljón góðum stökkbreytingum.

Þetta eru auðvitað bara mjög grófar tölur, bara til að fá smá hugmynd að því sem er í gangi. Gögnin sem styðja að stökkbreytingar geti gert eitthvað gagnlegt eru mjög takmörkuð. Flest dæmin eru þannig að stökkbreytingin raunverulega skaðaði lífveruna en akkúrat í ákveðnum kringumstæðum þá var þetta jákvætt eins og "sickle cell anemia" sjúkdómurinn sem gerir fólk ónæmt fyrir malaríu. Meira hérna um hvernig góðar stökkbreytingar eru í rauninni ekki svo góðar, sjá: Mutations: The Raw Material for Evolution?

Málið er að rannsóknir sýna að tölfræðin í kringum stökkbreytingar er að 99,9% af þeim eru hlutlausar eða skaðlegar. Þannig að líkurnar eru miklu frekar þær að á þessum 360 miljón árum þá yrði DNA viðkomandi lífveru brunarústir vegna þessara stökkbreytinga.  Sumir mótmæla hérna líklegast og segja að náttúruval kæmi í veg fyrir það en það er ekki rétt. Eins og staðan er í dag þá eru stökkbreytingar sem skemma genemengi okkar sífelt fleiri og fleiri að safnast saman, sjá: Plant geneticist: ‘Darwinian evolution is impossible’ Don Batten chats with plant geneticist John Sanford

Í mínum augum er þetta augljóst, þeir sem trúa að apalegar verur breyttust í menn með þessari aðferð hafa trú sem er í andstöðu við gögnin. Smá hugleiðingar um trú og gögn hérna: Er trú ekki byggð á gögnum?

Þetta vandamál með stökkbreytingarnar og þróun mannkyns er þekkt sem Haldane's Dilemma, meira um það hérna: Haldane’s dilemma has not been solved og Answering Evolutionist Attempts to Dismiss "Haldane's Dilemma"  og  Plant geneticist: ‘Darwinian evolution is impossible’ - Don Batten chats with plant geneticist John Sanford


mbl.is Stökkbreytingar ráðast af föður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er beikon fyrir kristna?

Cute_PigFyrir flesta kristna þá gildir lítið sem ekkert frá Gamla Testamentinu fyrir kristna í dag.  Þetta er mjög undarleg afstaða þar sem Jesú sagði að það fólk sem tilheyrði Hans fjölskyldu væru það fólk sem færi eftir boðum Guðs.

Markúsar guðspjall 3:35
Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.

Augljóslega fyrir alla sem hlustuðu á Jesú þarna skildu að vilji Guðs birtist í orðum Móse og spámannanna.  Enn frekar sagði Jesú að þegar lesið er upp úr lögmálinu þá eigum við að fara eftir því ( Mat 23:1 )

Ef að fólk gerði þetta þá myndi það heyra t.d. þessi orð hérna:

3. Mósebók 13:7
þið skuluð telja svín óhreint því að það hefur klofna hófa, það hefur klaufir en jórtrar ekki.

Eitt af því sem kristnir hafa haldið fram að eiga ekki við kristna er hreint og óhreint kjöt eins og svínakjöt.  Versið sem vitnað er í til að réttlæta þetta er þetta hérna: 

Matteus 15:11
Ekki saurgar það manninn sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn sem út fer af munni.

Við fyrstu sýn virðist þetta borðlyggjandi og dugði mér sem afsökun fyrir minni pepperóní pizzu sem mér þótti ekkert smá vænt um.

Hérna koma ástæðurnar fyrir því að þetta vers getur ekki þýtt að það sé í lagi fyrir kristna að borða svínakjöt eins og beikon.

  1. Jesú segir rétt áður en Hann segir að "ekki saurgar það manninn sem inn fer í muninn" þá segir Jesú þetta:

    Matteus 15:5
    En þið segið: Hver sem segir við föður sinn eða móður: Það sem ég hefði átt að styrkja þig með gef ég til musterisins, 6hann þarf ekki að heiðra föður sinn eða móður . Þið ógildið orð Guðs með erfikenningu ykkar.

    Hérna er Jesú að gagnrýna Fariseiana fyrir að brjóta boð Guðs. Á Hans næsta setning að ógilda heilu kaflana í orði Guðs?  Og gera það án þess að nokkur taki eftir því og finnist þetta dáldið undarlegt að gagnrýna Fariseiana fyrir að fara á móti Orði Guðs og síðan næsta setning Hans er að það sé í góðu lagi að fara á móti Orði Guðs.  Fariseiarnir voru alltaf að leita að ástæðu til að lögsækja Jesú og ef Jesú hafði verið að boða svona stóra breytingu á lögmáli Guðs þá hefðu þeir nýtt sér það.
  2. Ef að það raunverulega er þannig að við megum borða hvað sem er, af hverju þá var þá einu skipanirnar sem hinir nýju kristnu fengu voru þessar hérna:

    Postulasagan 15:19
    Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði.

    Augljóslega þá fengu þeir sem voru glænýjir í trúnni reglur varðandi hvað þeir mættu borða. Það ætti einnig að lyggja fyrir að kröfur til nýrra meðlima væru meiri en þessi, eitthvað sem er kemur í ljós í öllum bréfum póstulanna þar sem þeir fara yfir ótal atriði sem kristnir áttu að fara eftir.
  3. Í Postulasögunni þá fær Pétur sýn þar sem Guð sjálfur biður Hann um að borða óhreint kjöt en Pétur harðneitar og segist aldrei hafa borðað slíkt. Það vill svo til að það var Pétur sem bað um útskýringu á þessu sem Jesú sagði um að það er ekki það sem fer ofan í manninn sem saurgar hann.

    Matteus 15:16
    Hann svaraði: „Hafið þið ekki enn skilið? 17Skiljið þið ekki að allt, sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni?

    Pétur greinilega skildi Jesú ekki þannig að nú mætti borða hvað sem er. Pétur virðist hafa skilið Jesú eins og kemur aðeins seinna fram:

    Matteus 15:20
    En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.“

    Í öllum kaflanum minnist enginn á óhreint kjöt eða svínakjöt. Enginn spyr, þýðir þetta þá að stór hluti lögmál Guðs er fallinn úr gildi sem er það sem sumir vilja meina að Jesú hafi verið að kenna.
  4. Jesaja talandi um endalokin segir þetta:

    Jesaja 66
    17
    Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara í garðana og leita þann uppi sem er í miðjunni, eta svínakjöt, maðka og mýs, munu allir farast, segir Drottinn.
    Ég þekki athafnir þeirra og hugsanir.


    Ef einhver vill frelsast þá hlýtur hann að vilja að forðast þennan dóm sem Guð lýsir yfir þeim sem gera þetta.

Best væri að láta greyið dýrin í friði.  Hvernig er hægt að vera sáttur við sjálfan sig að heimta dauða yfir þessum sæta gaur hérna fyrir ofan bara til að njóta einhvers sem maður finnst gott á bragðið?  Við þurfum ekki að borða þau og það er hreinlega óhollt fyrir okkur að neyta kjöts.


mbl.is Beikonilmurinn mun svífa yfir Skólavörðustígnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er trú ekki byggð á gögnum?

Það er komin upp einhver misskilningur meðal margra að trú sé ekki byggð á gögnum. Að ef þú hefur gögn þá er ekki um trú að ræða. Þetta er alls ekki rétt.  Það er skiljanlegt að margir hafa þessa hugmynd því að fólk trúir mörgu sem það hefur engin gögn fyrir og oft virðast margir trúa þrátt fyrir að gögnin virðast afsanna viðkomandi trú.  Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það er hægt að túlka gögn á mismunandi vegu, gögnin túlka sig ekki sjálf og þar spilar trú viðkomandi stórt hlutverk.

Svona skilgreinir Biblían hvað trú er:

Hebreabréfið 11:1
Now faith is the substance of things hoped for, the evidence of things not seen.

Við sjáum í Jóhannes 14:29, 13:19, 16:4 að þá segir Jesú að Hann segir lærisveinunum frá ákveðnum atburðum áður en þeir gerast svo að þegar þeir gerast þá munu þeir trúa. Hann gefur þeim gögn til að byggja sína trú á. Öll kristin kirkja byggir þeim vitnisburði að Jesú reis upp frá dauðum. Menn geta auðvitað afneitað þeim sem vottuðu að þetta gerðist en þeir hinir sömu geta ekki neitað að þarna eru gögn eða vitnisburður til að byggja sína trú á. Þeir geta aðeins sagt að þeirra mati er vitnisburðurinn eða gögnin ekki nógu áreiðanleg fyrir þá til að trúa.

Ímyndið ykkur Ísrael sem var vitni að því þegar Guð opnaði hafið fyrir þjóðinni til að bjarga henni frá egyptum. Erfitt að tala um að það fólk hafði trú þegar það var vitni að slíku en samt nokkru seinna sjáum við að það hafði ekki lengur trú að Guð væri með þeim, að Guð myndi gefa þeim að borða og svo framvegis. Þið getið lesið sögu þeirra í 2. Mósebók.

Ég gerði fyrir nokkru grein þar sem ég fór yfir af hverju þróunarsinnar hafa trú, sjá: Trú þróunarsinna

Síðan að lokum, John Lennox, stærðfræðingur við Oxford að útskýra tenginguna milli skynsemi, trúar og vísindalegra gagna.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband