Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

The Atheist Experience og Ray Comfort

Hérna er skemmtilegt viðtal sem "Atheist Experience" tók við Ray Comfort. Þetta var vingjarnlegt spjall en fyrir mitt leiti var svekkjandi að Ray hafði ekki nógu góða þekkingu á vísindum til að koma með betri punkta. Einnig vegna þess að Ray hefur rangan skilning á helvíti og sálinni þá gátu þeir rekið hann á gat í mörgum atriðum.  Samt, fyrir þá sem hafa gaman af spjalli um trúarleg atriði þá ættu þeir að hafa gaman af þessu.

Það væri mjög gaman að spjalla við þessa gaura, ef mín enska væri betri þá myndi ég slá á þráðinn til þeirra.


Hvaða uppgvötanir á síðustu öld studdu þróunarkenninguna?

bootcamp2012Ég spurði þessarar spurningu fyrir nokkru og það var ekki mikið um svör, sjá: Hvaða vísindalegu uppgvötanir síðustu aldar styðja þróunarkenninguna?  Eina tilraunin var að sumt milli dýrategunda er líkt og þar af leiðandi er þróunarkenningin sönn en þetta gengur ekki upp vegna eftirfarandi ástæðna:

  1. Stór hluti þeirra sem gagnrýna þróunarkenninguna, eins og Michael Behe trúa á sameiginlega forföður allra lífvera eins og þróunarsinnar. Að trúa að lífverur eiga sameiginlegan forföður er samræmilegt við trú á skapara.  Ekki samræmilegt við Biblíuna, það er alveg rétt.
  2. Ef að við sjáum margar Mözdur og það er margt líkt með þeim þá sýnir það ekki fram á sameiginlegan forföður heldur sameiginlega hönnuði. Hið sama gildir um lífverur, það sem er líkt á milli þeirra er alveg eins sönnun fyrir sameiginlegum hönnuði.
  3. Nánari athugun á hvað er sameiginlegt þá kemur fram mósaík munstur sem passar betur við hönnuð sem notar sömu hönnunina í mismunandi aðstæðum. Það útskýrir t.d. vel af hverju við sjáum samskonar hönnun í náttúrunni sem er ekki hægt að útskýra með sameiginlegum forföður. Þetta eru atriði sem eiga að hafa þróast oft í mismunandi dýrum en ekki erfst á milli þeirra. Að mínu mati er þetta alvarleg ástæða til að efast um þróunarkenninguna, sjá: Does Homology Provide Evidence of Evolutionary Naturalism?

Það sem við aftur á móti uppgvötuðum á síðustu öld var t.d. að lífið væri byggt á einhverju sem virkar eins og stafrænt forritunarmál, upplýsingar sem að hægt væri að telja í hundruðum miljónum "stafa". Er það svona uppgvötun sem lætur menn segja "vá, það er greinilega enginn hönnuður"?  Eða er eðlislægu viðbrögðin, eina sem við vitum að getur orsakað upplýsinga kerfi og upplýsingar eru vitsmunir?

Við uppgvötuðum líka að því nánar sem við skoðum frumurnar sem allt líf er sett saman úr þá sjáum við heim af hinni ótrúlegustu tækni. Svona orðaði einn vísindamaður þetta:

To grasp the reality of life as it has been revealed by molecular biology, we must magnify a cell a thousand million times until it is twenty kilometers in diameter and resembles a giant airship large enough to cover a great city like London or New York. What we would then see would be an object of unparalleled complexity and adaptive design. On the surface of the cell we would see millions of openings, like the port holes of a vast space ship, opening and closing to allow a continual stream of materials to flow in and out. If we were to enter one of these openings we would find ourselves in a world of supreme technology and bewildering complexity
Michael Denton, Evolution: A theory in crisis

Var þetta uppgvötun sem studdi að þetta byggist allt saman á tilviljunum og það er enginn hönnuður á bakvið þetta allt saman?

Við uppgvötuðum vélar eins og þessa hérna:

Þegar menn uppgvötuðu þessa vél voru þá eðlileg viðbrögð, "vá, við erum búnir að finna sönnun fyrir því að þróunarkenningin sé sönn því að augljóslega bjuggu tilviljanir þessa vél til"?  Nei, auðvitað ekki.

Annað sem var gert á síðustu öld var að miljónir steingervinga var grafnar upp svo við höfum miklu betri mynd af þeirra sögu sem setlögin og steingervingarnir segja okkur. Hérna eru nokkrar tilvitnanir sem segja okkur hvað þessar rannsóknir hafa leitt í ljós:

Well, we are now about 120 years after Darwin and the knowledge of the fossil record has been greatly expanded. We now have a quarter of a million fossil species but the situation hasn't changed much. The record of evolution is still surprisingly jerky and, ironically, we have even fewer examples of evolutionary transitions than we had in Darwin's time.
David Raup - Conflicts between Darwin and paleontology," Field Museum of Natural History Bulletin 1979; 50

Þarna er þróunarsinni sem er alveg sannfærður um að þróunarkenningin er sönn en talar heiðarlega um að hann sjái ekki hægfara breytingar eins og Darwin og allir þróunarsinnar héldu að kæmi í ljós.

The history of most fossil species includes two features particularly inconsistent with gradualism: 1. Stasis. Most species exhibit no directional change during their tenure on earth. They appear in the fossil record looking much the same as when they disappear; morphological change is usually limited and directionless. 2. Sudden appearance. In any local area, a species does not arise gradually by the steady transformation of its ancestors; it appears all at once and "fully formed."
Gould, Stephen J., "Evolution's Erratic Pace," Natural History, Vol. 86, No. 5, p.14

Annað dæmi þar sem virtur vísindamaður og þróunarsinni viðurkennir og meira að segja bjó til heila kenningu í kringum þessa staðreynd að við sjáum ekki hægfara breytingar í steingervingunum, dýrin birtast án þróunarsögu og síðan breytast lítið sem ekkert.

Á svipuðum nótum þá uppgvötuðu vísindamenn á síðustu öld að alheimurinn hafði byrjun og lögmálin sem stjórnuðu honum voru þannig að ef þau væri bara eitthvað aðeins öðru vísi þá væri líf ómögulegt og í mörgum tilfellum væru ekki einu sinni til plánetur eða æðri efni eins og kolefni eða þung málmar.  Var það uppgvötun sem gaf mönnum ástæðu til að efast um tilvist Guðs eða skapara?  Augljóslega ekki.

Síðasta öld, öld vísindanna gaf okkur fleiri ástæður til að trúa á Guð en líklegast allar aðrar aldir í sögu mannkyns. Vísindin og Guð eru bestu mátar, enda Guð sem skapaði sjálf vísindin og sköpunarsinnar sem lögðu grunninn að nútíma vísindum.


Dawkins og Lennox - taka 2

Hérna mætast John Lennox og Richard Dawkins að öðru sinni. Gaman að sjá hvernig umræðan þroskast þó að mín persónulega skoðun er að Dawkins er bara þrjóskur :)


Eru stökkbreytingar tilviljanakenndar?

Hérna er stutt myndband sem fjallar um stökkbreytingar og hvort þær séu tilviljanakenndar eða hvort að málið er aðeins flóknara en svo.  Það eru gögn sem benda til þess að mismunandi hlutar DNA verða frekar fyrir stökkbreytingum en aðrir svo kannski er hluti stökkbreytinga leiðbeint, þ.e.a.s. hluti af hönnunni.


mbl.is Fiðrildi í Fukushima sýna áhrif geislunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrð Guðs

Hubblepic1Ég tók þátt í Biblíulexíu síðasta hvíldardag þar sem þetta umræðuefni kom upp, þ.e.a.s. dýrð Guðs. Fólk var að velta því fyrir sér dýrð Guðs út frá bæn Jesú í Jóhannesarguðspjalli 17. kafla.  Sumir töldu þarna vera að tala um krossinn, aðrir um upprisuna og enn aðrir um endurkomuna. Allt skemmtilegar vangaveltur en mér datt í hug saga sem fyrir mig útskýrir einna best dýrð Jesú. Ég að vísu deildi henni ekki með hópnum en vil endilega deila henni hérna.

Sagan segir frá lítilli stúlku og mömmu hennar. Þegar hún var mjög ung þá áttaði hún sig á því að hendur mömmur sinnar voru afskræmdar og ljótar.  Hún tók eftir því að þegar ókunnugir sáu hendurnar hennar þá var þeim brugðið og sumir áttu erfitt með að fela að þeim fannst þetta óhugnalegt. Eftir að hugsa mikið um þetta datt dótturinni í hug að gefa mömmu sinni flotta hanska í jólagjöf. Móðirin var auðvitað þakklát eins og foreldrar eru alltaf þegar börnin þeirra gefa þeim gjafir. En eftir þetta þá fór dóttirin að biðja móður sína að vera með hanskana oftar og oftar og sérstaklega ef von væri á gestum í heimsókn.  Eitt sinn átti dóttirin von á nýrri vinkonu í heimsókn og þegar hún bankaði upp á þá var það mamman sem fór til dyra en hafði gleymt hönskunum. Vinkonunni var brugðið og dóttirin tók eftir þessu og varð öskureið og skammaði móður sína fyrir þetta. Móðirin varð auðvitað miður sín yfir þessu og fór sorgmæt í burtu.  Vildi svo til að amma stelpunnar var í heimsókn, sat í hægindum sínum í stofunni en varð vitni að þessu. Seinna um kvöldið þá kom amman til ungu stelpunnar og sagði að hún vildi tala við hana og segja henni frá því af hverju hendur móðir hennar væru eins og þær voru.  Amman sagði henni að þegar hún hefði verið lítið barn þá hefði kviknað í heimili þeirra, mamma hennar hefði hætt lífi sínu til að leita að henni hafðu þurft að teygja sig í gegnum eld til að ná í hana til að bjarga henni úr brennandi húsinu. Eftir að heyra þessa sögu þá flæddu tárin niður kinnarnar á dótturinni og eftir þetta þá voru hendur mömmu hennar dýrmætar í hennar augum og það sem hún var stoltust af.

Kristnir ættu að sjá krossinn og naglaförin í höndum frelsarans eins og dóttirin sá hendur móður sinnar.  Ummerkin þegar Guð teygði Sig inn í fjandsamlegan heim og bjargaði okkur þrátt fyrir að við sýndum Honum oft óvirðingu. Þótt að tign Guðs og Hans máttur eins og við sjáum t.d. birtast í sköpunarverkinu, hvort sem við horfum á náttúruna eða út í undur geimsins séu tilkomu mikil þá er krossinn ennþá tilkomu meiri því að til þess að skapa heiminn þá þurfti Guð aðeins að tala og það varð en til þess að frelsa okkur undan sekt og dauða þá varð Guð að þjást og deyja.


Skyldleiki manna og simpansa í uppnámi

anjana_chimp_mom_07Þegar vísindamenn nýlega báru saman Y-litninginn á simpönsum og mönnum þá brá þeim verulega í brún.  David Page frá Whitehead stofnuninni orðaði þetta svona "horrendously different from each other"

Af hverju þetta orð "horrendously"?  Af því að hann trúir þróunarkenningunni og þetta er engan veginn að styðja hans trú.  Hann sagði enn fremur þetta "the relationship between the human and chimp Y chromosomes has been blown to pieces". 

Það er miklu auðveldara að skilja þennan mun út frá sköpun, hann er þarna vegna að DNA simpansa og manna er vegna hönnunar.  Sumt er líkt milli tegundanna vegna þess að við lifum í sama heimi og þurfum að glíma við samskonar atriði; anda sama loftinu, melta svipaðan mat og svo framvegis. En síðan erum við öðru vísi og þessi munur er ekki að finna í tilviljanakenndum misstökum þar sem smá saman yfir miljónir ára breyttist einhvers konar apaleg vera yfir í menn heldur er þetta allt saman hönnun.  Vill svo til að í gær heimsótti ég Natural history museum og skoðaði einmitt þar þróun mannsins og ég gat ekki annað en hlegið.

Meira um þetta mál hérna: Y chromosome shock


Er einhver hræddur við Amish sjálfsmorðssprengjumenn?

Hérna fjallar guðleysinginn Sam Harris um Islam og hvernig mismunandi trúarbrögð augljóslega trúa mismunandi atriðum. Að öfga Amish trúar hópur er orðinn þá einmitt hópur sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af. Ef Amish hópurinn aðhyllist frjálshyggju þá væri hægt að setja spurningarmerki við hópinn því þá veit maður ekki alveg hvar þeir standa.  Þótt ég sé ósammála Sam Harris um ótrúlega margt þá hef ég gaman af honum og hérna hittir hann naglann á höfuðið.


mbl.is Sértrúarsöfnuður hélt börnum neðanjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spretthlaup og aldursgreiningar

 8358hour-glassÍmyndaðu þér að þú ert að horfa á hlaupið þar sem Bolt hleypur á ofsa hraða og akkúrat þegar hann kemur í mark þá er klukkan 14:33 og 33 sekúndur.  Hve lengi var Bolt að hlaupa 100 metrana?

Spurningin sem ætti að vakna er þessi: "hvenær byrjaði hlaupið?".  Án þess að vita hvenær hlaupið byrjaði er útilokað að vita hve lengi Bolt var að hlaupa 100 metrana.

Aldursgreining með geislunarmælingu mælir hlutfall efna í sýnum þar sem við vitum að eitt efnið er óstöðugt og mun breytast smá saman. Þarna er verið að mæla hlutfall efna á mjög nákvæman hátt svo mælingar aðferðin er mjög nákvæm og má í rauninni segja "tilkomu mikil". Kannski er einmitt vegna þess hve merkilegar þessar mælingar eru að menn líta til þess aldurs sem þeir fá út úr þessum mælingum sem svo áreiðanlegan.

Vandamálið við aldurinn sem menn fá út úr þessum mælingum er ekki vegna mælinganna sjálfra heldur vegna þeirra atriði sem menn gefa sér fyrir fram áður en mælt er. Atriði sem enginn veit en menn verða að gefa sér til þess að fá einhvern aldur út úr þessu öllu saman. Það eru þrjú atriði sem menn verða að gefa sér og þessi þrjú atriði eru eftirfarandi:

  1. Upphafsmagn efnanna í byrjun, saman ber að mæla hve lengi Bolt var að hlaupa 100 metrana.  Þar sem þetta snýst um að mæla hlutfall efna þá skiptir öllu máli að í upphafi hafi ekki verið neitt af efninu sem á að myndast smá saman við þetta ferli.
  2. Að ferlið sem þessi efni breytast hafi alltaf verið eins. Hérna þarf að gera ráð fyrir því að hraði þessa efnaferlis hafi verið eins í miljónir ára við kannski allt aðrar aðstæður.
  3. Að sýnið sé lokað kerfi. Hérna þarf að gera ráð fyrir því að ekkert utan að komandi hafi haft áhrif á hlutfall efnanna.

Ég vona að á þessum punkti er öllum augljóst að vandamálið er ekki mælingarnar sjálfrar heldur óþekktar ályktanir sem þarf að gera. Skoðum nú hvert atriði fyrir sig.

Upphafsmagn efnanna í byrjun

Alltaf þegar vísindamenn aldursgreina sýni úr eldgosi sem við vitum hvenær átti sér stað þá fá þeir aldur sem er langt frá þeim aldri sem við vitum að sýnið er. Það ætti ekki að vera hægt að mæla neitt af dóttur efninu í sýninu af því að það á ekki að hafa byrjað að myndast en við fáum aldur frá t.d. 200.000 ára til margra miljón ára frá sýnum sem eru nokkra áratuga gömul. Ef að þessi klukka núll stillist ekki, hvernig er þá hægt að treysta henni? Ef að aðferðin virkar aldrei á sýni sem við vitum aldurinn á, hvernig geta menn þá verið vissir um að hún virkar á sýni sem við vitum ekki aldurinn á?

Meira hérna: Radioactive dating methods - Ways they make conflicting results tell the same story 

Hraðinn sem efnin breytast hefur alltaf verið eins

Sá hraði sem efnin smá saman breytast þarf að vera alltaf eins en augljóslega þá höfum við ekki gert rannsóknir á þessu í nema mjög stuttan tíma svo hérna vitum við ekki fyrir víst að þetta ferli hafi alltaf gerst með sama hraða.  Við höfum aftur á móti gögn um að hraðinn getur breyst: Radioactive decay rate depends on chemical environment

Að sýnið sé lokað kerfi

Þegar vísindamenn gera svona mælingar og fá eitthvað sem þeir telja sig vita að er bull þá álykta þeir sem svo að sýnið sé ekki lengur "lokað kerfi" og þá ekki áreiðanlegt.  Það kann að koma fólki á óvart að niðurstöður úr svona aldursgreiningum er oft hent af því að vísindamennirnir gera ráð fyrir því að niðurstöðurnar voru rangar. Meira að segja þá þegar svona rannsóknarstofur fá sýni til sín þá vilja þær fá að vita hvað vísindamaðurinn heldur að sýnið sé gamalt.

Þegar við síðan berum saman mismunandi aðferðir þá fáum við marg oft út mismunandi útkomu, sjá: Radioisotope Dating of Rocks in the Grand Canyon

Eitt dæmi virðist hafa sannfært marga um áreiðanleika þessara mælinga en það eru rannsóknir á Suigetsu vatninu í Japan.  Þar hafa menn talið mörg þúsund mismunandi lög og notað C-14 aðferðina og fengið samræmi á milli.  Þessi svo kölluðu "varves" sem er verð að telja þarna þurfa ekki að myndast árlega og við höfum margar ástæður til að ætla að svo er alls ekki, sjá: Fish preservation, fish coprolites and the Green River Formation

Ég hef síðan miklu minna að athuga við C-14 aðferðina þar sem við höfum getað sannreynt hana að einhverju leiti en aðeins þegar kemur að sýnum sem eru tiltulega ung, innan við 3.000 ára. En ef að menn vilja nota C-14 aðferðina þarna og láta sem svo að niðurstöður frá henni eru áreiðanleg þekking þá verða þeir að vera samkvæmir sjálfum sér og samþykkja aðrar niðurstöðu sem hún hefur gefið.  Vísindamenn hafa t.d. notað hana til að aldursgreinar kol og geimsteina sem eiga samkvæmt öðrum aðferðum að vera margra miljón ára gömul, jafnvel mög hundruð miljóna en samkvæmt C-14 aðferðinni eru í kringum 50.000 ára.  Meira hérna: Diamonds: a creationist’s best friend - Radiocarbon in diamonds: enemy of billions of years  og hérna: http://creation.com/images/pdfs/cabook/chapter4.pdf

Mín niðurstaða er að allar þessar aðferðir eru óáreiðanlegar og vona að þessar útskýringar mínar hafa að minnsta kosti látið einhverja skilja af hverju það er mín skoðun.  Síðan nokkrar greinar sem kafa ofan í þessar aðferðir:

http://trueorigin.org/dating.asp

http://www.c14dating.com/corr.html  ( þessi er mjög áhugaverð, sýnir hvernig fjarlægð frá eldfjöllum hefur áhrif á aldur út frá C-14 )

Geological Conflict

Svo fyrir þá sem hafa klukkutíma til að læra um þetta


mbl.is Var þetta hlaup aldarinnar?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802850

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband