Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Vitræn hönnun þróunarsinna

20000-year-clock-530x352Það er alltaf gaman af svona fréttum.  Þegar vísindamenn beita sér og ná frábærum árangri. Kaldhæðnin sem ég sé við svona er að oft eru þarna þróunarsinnar að nota vitræna hönnun til að ná árangri í vísindum en síðan snúa þeir sér við og láta sem svo að vitræn hönnun sé einhver vitleysa.  Það er erfitt að finna árangur í vísindum sem er kominn til vegna darwiniskrar þróunnar. Sömuleiðis er erfitt að finna vísindalegar framfarir sem hafa orðið til vegna þróunarkenningarinnar, sjá: Spurning 13 til þróunarsinna - Hvað hefur þróunarkenningin lagt að mörkum til vísindanna
mbl.is Söguleg lending á Mars í nótt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Trú þróunarsinna

reconstruction_evolutionÞað virðist vera einlæg trú þróunarsinna að þeir hafa ekki trú. Hafa þá sannfæringu að þeir viti svörin við stóru spurningum lífsins og ástæðan, þeir hafa sönnunargögn.  Hérna kemur skilgreining Biblíunnar á hvað trú er og sá skilningur sem flestir hafa á því hvað trú er.

Hebreabréfið 11:1
Now faith is the substance of things hoped for, the evidence of things not seen.

Sú hugmynd að trúa án þess að hafa nein sönnunargögn til að byggja þá trú kemur ekki frá Biblíunni. Marg oft þá segir Jesú að Hann segir ákveðna hluti svo að seinna, þegar þeir rætast þá myndu lærisveinarnir trúa. Páll segir í Rómverjabréfinu að sköpunarverkið lætur alla vita að það er til skapari:

Rómverjabréfið 1
20
For since the creation of the world God’s invisible qualities—his eternal power and divine nature—have been clearly seen, being understood from what has been made, so that people are without excuse.

Þannig að það er alls ekki þannig að það er einhver dyggð að trúa án sönnunargagna, það er miklu frekar bara heimskulegt og aumingjalegt og engan veginn afstaða sem kristnir hafa sögulega haft.

Þannig að út frá Biblíulegri skilgreiningu á hvað trú er, eitthvað sem menn halda að sé rétt út frá sönnunargögnum en þeir sjá það ekki með berum augum, trúa þá þróunarsinnar?

Miklihvellur

Við sjáum sönnunargögn um að alheimurinn hafði byrjun en það er ekki mikið meira sem við vitum fyrir víst. Þróunarsinnar sáu ekki þetta gerast, sáu ekki hvaða efni mynduðust eða hvernig þau fóru að því að verða að plánetum og stjörnukerfum. Við sjáum ekki einu sinni í dag neitt af þessu myndast, sjáum þær springa og eyðileggjast en ekki myndast.  Þannig að út frá skilgreiningunni á hvað trú er, þá hafa þróunarsinnar trú þegar kemur að þessu efni.

Uppruni lífs

Þróunarsinnar trúa því að líf hafi sprottið upp úr dauðum efnum án nokkurar íhlutunar vitrænna veru af nokkri sort. Í þessu tilviki hafa þróunarsinnar engin sönnunargögn fyrir þessari trú og fjall af sönnunargögnum að þetta er röngt trú. Samt trúa þeir þessu svo í þessu tilfelli hafa þeir blinda trú því þeir hafa ekki sönnunargögn til að styðja hana.

Uppruni náttúrunnar

Þegar kemur að uppruna náttúrunnar þá hafa þróunarsinnar slatta af sönnunargögnum sem sum hver styðja þessa trú en hið sama gildir hér eins og dæmin á undan, það sá þetta enginn gerast og við sjáum þetta ekki gerast í dag. Þannig að þrátt fyrir einhverjar staðreyndir og rök þá samt sá enginn bakteríu þróast yfir í aðrar tegundir af lífverum og enginn sá apalega tegund verða að manneskju. Við ættum að sjá eitthvað af þeim tegundum sem voru á milli apa og manna. Þetta er ástæðan fyrir alls konar sorglegu rugli í upphafi þessarar aldar, sjá: Darwin’s apemen and the exploitation of deformed humans

Hið sama gildir um alls konar sögur sem þróunarsinnar hafa spunnið upp síðustu hundrað árin eða svo. Sögur sem reyna að útskýra meðvitund, ást, vitsmuni, siðferði, kynlíf, "echo-location", byssur, sjón og miklu fleiri eru sögur af atburðum sem enginn sá og staðreyndirnar sem eiga að styðja þetta eru afskaplega fáar og lítilfjörlegar. Þar af leiðandi er hérna líka um að ræða trú, trú að eitthvað gerðist sem við vorum ekki vitni að og höfum engin bein sönnunargögn um að gerðust í raun og veru.

Ekki misskilja mig, trú á sköpun er líka trú. Menn verða að trúa, hvort sem það er sköpun eða þróun, málið snýst um hvort gögnin passa betur við sköpun eða þróun en það endar alltaf í...trú!

Hérna er trú skilgreind: http://is.wiktionary.org/wiki/tr%C3%BA


Annað lögmál varmafræðinnar og hvað mótaði yfirborð jarðarinnar

Þessi færlsa mun aðeins gilda í dag því að þetta er aðeins linkur á fyrirlestra dagsins í dag á sköpunar ráðstefnunni fjalla um annað lögmál varmafræðinnar og fyrirlestur um hvernig flóðið mótaði yfirborð jarðarinnar.

http://creation.com/superconference2012/#stream


Hvaða gögn myndu ekki passa við sköpun?

Ég fékk þessa spurningu á þessum þræði hérna: Hvaða vísindalegu uppgvötanir síðustu aldar styðja þróunarkenninguna?

Matthías nokkur, oft kallaður "örvitinn", af sjálfum sér svo ekki kenna mér um, sjá: http://www.orvitinn.com/

eye_modelÞessi spurning kom mér dáldið á óvart af því að í allri umræðu um sköpun þróun þá er fólk að benda á mismunandi gögn til að styðja mál sitt svo ég hélt að það væri nokkuð ljóst að sumt passar við sköpun og sumt passar ekki við sköpun.

En allt í lagi, hérna eru nokkur atriði sem passa ekki við sköpun ( þegar ég tala um sköpun hérna þá er ég að vísa til Biblíulegrar sköpunnar )

  • Á þessum sama þræði benti Vantrúar meðlimurinn Hjalti á að það eru kóða bútar sem eru eins milli apa og manna. Hugmyndin er að einhvers konar vírus hafi náð að troða svona bút í einhvern sameiginlegan forföður manna og simpansa.  Þetta væri svona svipað og vera með tvo nemendur sem svindla með því að kópera sama vitlausa svarið með sömu stafsetningarvillunni. 
    Þessi rök voru aftur á móti byggð á röngum forsendum og þekkingarleysi og núna vitum við betur, sjá: Large scale function for ‘endogenous retroviruses’
  • Þegar kemur að jarðfræðinni þá myndi það ekki passa við sköpun að sjá örfáar tegundir af lífverum neðst og síðan smá saman myndu nýjar tegundir birtast með einhvers konar þróunarsögu. Ekki eins og þetta er í dag, mikill fjölbreytaleiki í byrjun og síðan birtast dýrategundir án þróunarsögu og breyttast ekkert til dagsins í dag.
  • Ef að við gætum skemmt mótor eins og þennan hérna: ATP synthase  og tilviljanakenndar stökkbreytingar gætu lagað hann þá væri það eitthvað sem passar engan veginn við sköpun. Ef við gætum séð í bakteríum sem fjölga sér hratt eitthvað myndast eins og ATP, séð hvernig tilviljanakenndar stökkbreytingar geta sett saman tiltulega flókna vél.
  • Ef að DNA rannsóknir sýndu tré lífsins eins og þróunarkenningin spáir fyrir um þá væru það öflug rök gegn sköpun en svo er einfaldlega ekki, sjá: Bestu rök Dawkins, lygi?
  • Ef að alheimurinn væri eilífur eins og guðleysingjar héldu í langan tíma þá væru það rök gegn sköpun.
  • Ef að lífið gæti auðveldlega kviknað þá... þýddi það bara að rökin fyrir tilvist hönnuðar út frá uppruna lífs væru ekki góð en ekki mikið meira.
  • Ef að t.d. augu manna væru mislukkuð og léleg þá er erfitt að samræma það við að maðurinn er hápunktur sköpunarverks Guðs en augun eru dæmi um stórkostlega hönnun, sjá: The Seeing Eye

Síðan má segja að hreinlega öll gögn sem styðja aðeins þróun eru gögn sem hægt er að nota gegn sköpun. Ekki auðvitað gögn sem passa jafn vel við sköpun og þróun eins og homology rökin.

Ég vona að þetta sanni svo ekki verður um villst að gögnin gætu alveg bent frá sköpun til þróunnar en þau bara gera það ekki.


Sköpunarráðstefna 2012

sc_logo2Þessa dagana er sköpunarráðstefna haldin í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem vilja skoða þá er hægt að sjá útsendingar frá henni, sjá: http://creation.com/superconference2012/#stream

Þessi ráðstefna mun standa yfir þangað til á sunnudaginn.  Hérna eru þeir sem munu halda fyrirlestra á mótinu: http://creation.com/superconference2012/#speakers

Þarna eru menn eins og Jonathan Sarfati, skákmeistari og eðlisfræðingur. John Sanford frá Cornell, aðalega þekktur sem frumkvöðull "Gene Gun" og margir fleiri vísindamenn.


Hvaða vísindalegu uppgvötanir síðustu aldar styðja þróunarkenninguna?

evolution_vs_creation_bumper_stickerMig langar svakalega að vita hvaða vísindalega þekking við höfum öðlast á síðustu öld styðja þróunarkenninguna og þá sérstaklega guðleysis útgáfuna af henni.  Hvað geta guðleysingjar bent á að hafi uppgvötast á síðustu öld sem styður þeirra afstöðu?

Ég er alveg 100% viss um að ég fæ engin dæmi af því að nokkvurn veginn öll þekking síðustu aldar hefur styrkt trú á Guð og passar við sköpun en ekki þróun.


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband