Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
28.4.2012 | 15:54
Þarf aðeins rétt skilyrði til að líf kvikni?
Svona fréttir láta sem svo að það eina sem þarf til að líf kvikni eru rétt skilyrði en er eitthvað vísindalegt við þá trú? Ég myndi segja að þessi afstaða er í algjörri andstöðu við vísindalega þekkingu. Um er að ræða spurninguna um uppruna flókinna véla og gífurlegs magns af upplýsingum sem eru eins og stafrænn forritunarkóði sem segja til um hvernig á að búa til þessar flóknu vélar og það eina sem kann að lesa þessar upplýsingar eru þessar sömu vélar!
Þetta segir okkur að eina vísindalega svarið við uppruna lífs er að það er hönnuður bakvið lífið.
Hérna er fyrirlestur sem fjallar um þetta efni; haldinn af Stephen Meyers sem er með doktorsgráðu frá Cambridge í sögu og heimspeki vísinda. Hann skrifaði bókina "Signiture in the Cell" sem fjallar akkúrat þetta efni.
Fundu lífvænlega plánetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2012 | 15:15
Er kristin trú fáránleg?
Ég rakst á blog grein þar sem var mynd sem setti fram skrípamynd af kristni. Það er mjög skiljanlegt að einhverjum finnist hin kristna trú vera fáránleg ef hann sér hana þannig.
Framsetningin var sirka á þessa leið:
- Guð skapar mann og konu syndug ( original sin )
- Guð lætur konu fæða sjálfan sig.
- Guð drepur sjálfan sig sem fórn fyrir sjálfan sig til að bjarga þér frá syndinni sem Guð upprunalega fordæmdi mannkynið í.
Í mínum augum er þetta röng framsetning. Svona sé ég þetta:
- Guð skapar mann og konu án syndar.
- Maðurinn velur að óhlíðnast Guði og fellur í synd. Enginn samt fæðist syndugur, aðeins með möguleikan að brjóta lögmál Guðs sem er skilgreining á hvað synd er.
- Guð gerist maður til að nálgast sköpunarverk Sitt. Þegar kemur að dómnum þá höfum við dómara sem gékk í okkar skóm, upplifði okkar þjáningar og erfiðleika og sýndi okkur betri leið til að lifa lífinu.
- Jesú er drepinn af þeim sem Hann skapaði og þykir vænt um. Til að borga gjald syndarinnar sem hver og einn valdi að drýgja. Guð hefur ákveðið að þessi heimur sem er fullur af illsku mun ekki fá að vara að eilífu heldur mun hann enda. Til þess að vond verk, þjáningar og illska endi þá þarf að tortýma þeim sem valda þessu. Fyrir þær verur sem hafa aldrei fallið í synd vaknar upp sú spurning, af hverju fá sumir eilíft líf þrátt fyrir að hafa logið, stolið, hatað og öfundað? Svar Guðs við þessu óréttlæti er að Hann sjálfur borgaði þetta gjald.
26.4.2012 | 09:43
Áhugaverður málstaður Ron Pauls
Ég er búinn að fylgjast svona lauslega með þessu kapphlaupi og hef haft mest gaman af því að hlusta á Ron Paul fjalla um þessi mál. Hann vill hætta öllu þessu stríðsbrölti Bandaríkjanna, afnema tekjuskatt og leggja niður herstöðvar víða um heim og minnka eins og hægt er hlutverki stjórnvalda. Eitt af því sem hann vill er að leggja niður "The federal reserve", fyrir þá sem vilja vita meira um það, sjá:The Money Masters Síðan skemmir ekki fyrir að Ron Paul trúir ekki á þróunarkenninguna svo þar fær hann strax prik í kladdann hjá mér.
Hérna er ræða sem Ron Paul hélt á árinu.
Síðan smá grín frá Jon Steward þar sem hann fjallar um hvernig fjölmiðlar hafa hunsað Ron Paul og mjög augljósan hátt unnið á móti honum.
Romney og Paul einir eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2012 | 11:11
Er hollt að borða kjöt?
Stundum líður mér eins og þróunarsinnar eru að gera grín að mér, að þeir í rauninni trúa þessu ekki og þetta er bara einn stór brandari. Sú tilfinning kom yfir mig þega ég las þessa frétt. Það sem er virkileg ráðgáta varðandi þróun mannsins, að breyta apalegu dýri í manneskju þá þarftu í fyrsta lagi að breyta heilanum, tölvunni sem gefur okkur getuna að hugsa og þú þarft að gera það með tilviljanakenndum breytingum á því DNA sem geymir upplýsingarnar eins og stafrænn kóði um hvernig á að búa til þessa ofurtölvu sem við höfum. Þetta var eitthvað sem angraði Darwin, hann áttaði sig á því að ef að við virkilega þróuðumst út frá einhvers konar dýri þá væri erfitt að trúa því að það væri eitthvað að marka okkar hugsanir:
Charles Darwin
With me, the horrid doubt always arises whether the convictions of man's mind, which has been developed from the mind of the lower animals, are of any value or at all trustworthy. Would any one trust in the convictions of a monkey's mind, if there are any convictions in such a mind?
Það ætti að vekja með manni grunsemdir að það er eitthvað að þegar manns trú segir manni að það er kannski ekkert að marka manns eigin hugsanir. Síðan vilja þeir láta kalla sig "the brights" þegar þeirra eigin trú segir að kannski eru þeir ekkert bright og gætu aldrei komist að því.
En, var það kjöt át sem var lykilatriði í þróun mannkyns og þá mjög gott fyrir okkur eða voru við hönnuð til að borða ávexti eins og Biblían heldur fram?
Hérna eru nokkur rök fyrir því að við vorum hönnuð til að borða ekki kjöt:
- Kjötætur hafa klær en almennt hafa grænmetisætur ekki klær og menn hafa ekki klær.
- Kjötætur hafa beittar tennur sem þær geta notað til að rífa kjöt í sig en ekki flatar tennur eins og menn hafa.
- Kjöætur hafa meltingarkerfi sem er sirka þrisvar sinnum lengd líkama síns á meðan menn hafa meltingarkerfi sem er sirka tíu sinnum lengd líkama síns eins og grænmetisætur.
- Menn hafa munvatnskirtla sem eru nauðsynlegir til að melta korn og ávexti.
- Kjötætur hafa sterkar sýrur í maganum til að melta kjöt á meðan grænmetisætur hafa sýrustig sem er um tuttugu sinnum veikara en kjötætur og hið sama á við menn.
Þegar kjötætur borða kjöt þá elda þær ekki kjötið og krydda; ástæðan fyrir því að við gerum það er vegna þess að hrátt kjöt ókryddað er frekar ógeðslegt að okkar mati. Við þurfum að fela bragðið með alls konar kryddum. Ég samt neita því að ekki að vel kryddað kjöt getur verið mjög gott á bragðið. Þegar við erum í náttúrunni og sjáum lamb eða kanínu þá er ekki í eðli okkar að rífa þau í sundur og borða, miklu frekar að klappa þeim og leika við þau. Aftur á móti þegar við sjáum appelsínu eða flott mangó þá vaknar löngunin að fá sér bita. Að vísu þá spilar reynsla okkar hérna inn í, þ.e.a.s. að þegar við sáum kók og hamborgara í fyrsta sinn þá var örugglega ekki mikil löngun að borða þetta en eftir að hafa smakkað þá lærðum við að þetta sé girnilegt. Mjög fáir vilja borða kjöt eins og við finnum það í náttúrunni, svið eru að minnsta kosti ekki mjög vinsæl í mínum vinahring og ég vil helst ekki horfa í augun á dýrinu sem ég er að borða.
Síðan er spurning með hvað er hollt fyrir okkur. Stór rannsókn sýndi fram á að krabbamein er líklegra að koma upp meðal þeirra sem neyta kjöts:
http://www.cancerproject.org/survival/cancer_facts/meat.php
Large studies in England and Germany showed that vegetarians were about 40 percent less likely to develop cancer compared to meat eaters
Þessi síða fjallar síðan mér til mikillar ánægju einnig um aðventista og sagði þetta:
http://www.cancerproject.org/survival/cancer_facts/meat.php
In the United States, researchers studied Seventh-day Adventists, a religious group that is remarkable because, although nearly all members avoid tobacco and alcohol and follow generally healthful lifestyles, about half of the Adventist population is vegetarian, while the other half consumes modest amounts of meat. This fact allowed scientists to separate the effects of eating meat from other factors. Overall, these studies showed significant reductions in cancer risk among those who avoided meat.
Eins og alltaf, að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar er best fyrir okkar heilsu og ánægju og svo sannarlega væri þessi heimur betri ef að kjöt iðnaðurinn hyrfi, bæði væri þá minna um þjáningar dýra en í flestum tilfellum er farið virkilega illa með dýrin í þessum iðnaði og sömuleiðis væri hægt að rækta meiri mat í staðinn ef að fókusinn væri ekki á að rækta mat fyrir dýr sem við síðan borðum.
Ég hafði skrifað um svipað efni áður hér: Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?
Kjötát lykilatriði í þróun mannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 5.3.2014 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2012 | 13:27
Trúfrelsi og rétturinn til að hafa rangt fyrir sér
Það erfiðasta við trúfrelsið hefur alltaf verið að fyrir ríkjandi öfl þá hafa einhverjir hópar skoðanir sem stangast á við hagsmuni ríkjandi afla. Í okkar samfélagi þá er það í ríkjandi mæli að meiri hluti samfélagsins er með ákveðna skoðun og fordæmir þá sem hafa aðra skoðun. Það er svo sem í góði lagi mín vegna, ég tel mikilvægt að hafa rétt til að fordæma skoðanir sem maður telur rangar. Það sem mér finnst aftur á móti mikilvægast er að stjórnvöld verji rétt þeirra sem hafa skoðanir sem eru óvinsælar í samfélaginu. Þetta er ekki sjálfgefið eins og mannkynssagan sannar; marg oft hafa stjórnvöld valið að kúga hópa með skoðanir eða trú sem stjórnvöldum voru ekki þóknanleg.
En eru ekki einhverjar skoðanir þess eðlis að það er eðlilegt og rétt fyrir stjórnvöld að banna þær gætu einhverjir spurt og mitt svar er hiklaust já. Ef t.d. það er hópur í samfélaginu sem hvetur til ofbeldis gagnvart fólki þá er eðlilegt að slíkur hópur fái ekki að tjá sig á opinberum vettvangi. Hópar sem hvetja til þess að landslög séu brotin eru einnig á mjög gráu svæði og það gæti verið fullkomlega réttmætt að banna slíka hópa og takmarka tjáningafrelsi þeirra.
Núna horfum við upp á að samfélagið í Noregi veitir fjöldamorðingja tjáningarfrelsi sem hann notar til að réttlæta morð á saklausu fólki en ég myndi mjög svo skilja ef að samfélagið hefði ákveðið að taka allan slíkan rétt frá honum.
Þetta er svo sem allt gott og blessað og ég held að flestir séu sammála því sem ég hef sagt hingað til en síðan þegar kemur að beita þessu í raunverulega tilviki eins og ágreiningur manna um samkynhneigð. Það virðist t.d. freistandi að banna þá trúarskoðun að samkynhneigð sé synd, jafnvel þótt að megnið af mannkyninu hefur haft þessa skoðun í mörg þúsund ár og það skiptir ekki máli hvort um er að ræða kristna trú eða guðleysi því að samkynhneigð hefur verið bönnuð í löndum þar sem guðleysi var hreinlega ríkistrúin eins og Kína og Rússlandi.
Þetta dýrmæta frelsi, tjáningar og trúfrelsi eru brothætt og vand með farin; hafa kostað marga lífið og vonandi mun fólk halda áfram að verja það þó það kosti að gefa fólki sem það líkar ekki vel við réttinn til að hafa aðrar skoðanir en það sjálft hefur.
Trúfrelsi á Íslandi rætt á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 11:15
Byssuglöð rækja
Ímyndaðu þér að þú værir á gangi og sæir hlut á jörðinni sem liti út eins og byssa. Þú síðan prófar að taka í gikkinn og þá kemur skot út. Maður þyrfti að vera frekar þver til að geta ekki ályktað að einhver hlyti að hafa hannað þennan grip.
Núna höfum við svipað dæmi í náttúrunni, rækja sem er vopnuð byssu! Enn annað dæmi til að álykta að það er hönnuður á bakvið náttúruna. Þeir segja í myndbandinu að hitinn sem þarna myndast er í stuttan tíma svipaður hiti og hiti sólarinnar. Ég á hreinlega erfitt með að trúa því. Hérna er myndband sem útskýrir þetta:
Hérna er síðan grein sem útskýrir ýtarlega þetta efni: Pistol packing Shrimp?!
16.4.2012 | 14:17
Ravi Zacharias og William Lane Craig svara spurningum um kristni
Það er mjög áhugavert og skemmtilegt að hlusta á þessa tvo, einstaklega færa, reynda og gáfaða menn svara erfiðum spurningum varðandi hina kristnu trú. Það munar mjög miklu að hafa góða þekkingu á öðrum trúarbrögðum og mannkynssögunni til að glíma við erfiðar spurningar.
12.4.2012 | 14:07
Huggun í guðleysi
Fyrir venjulegt fólk þá eru það eðlileg viðbrögð að ákalla Guð eða þann sem öllu ræður þegar lífið liggur við. Mér þykir alltaf vænt um þannig sögur því maður vonar að sem flestir geri það og að Guð muni heyra þá bæn. Eða ef að illa fer að þá muni þetta ákall sætta Guð og mann og viðkomandi öðlist eilíft líf; sama hvaða kirkju hann eða hún tilheyrði eða kirkju yfirhöfuð.
Það sem angrar mig er þegar fólk er stolt yfir sínum efasemdum og vantrú. Lætur sem svo að það sé svo gáfað af því að það efast um Guð. Hræsnin er síðan frekar leiðinleg þegar viðkomandi síðan missir einhvern, þá er eins og Guð er til og muni taka á móti viðkomandi. Það er nefnilega engin huggun í guðleysi.
Merkilegt hvað guðleysingjar eru duglegir að boða sína trú, ég á mjög erfitt með að sjá hvað það er sem þeir hafa fram að færa. Náttúrulega, trú á ekki að vera hvað hentar manni eða lætur manni líða vel heldur hvað sé satt. En í þeirri deild eru þeir líka í vandræðum því að það er ekki eins og þeir hafa mikið af rökum fyrir tilvistarleysi Guðs; eru bara ekki sáttir við þau rök sem eru fyrir tilvist Guðs.
Ég vildi sjá fólk horfast í augu við lífsháska og ef að í þannig aðstæðum það ákallar Guð að þá lifa samkvæmt því. Þótt að Guð vill auðvitað að við köllum á Hann á ögurstundu þá vill Hann líka okkar vinskap þegar allt gengur vel. Það er frekar móðgandi, vinur sem hefur aðeins samband þegar hann vill eitthvað. Kirkjan getur verið góður staður, getur verið staður þar sem maður hittir vini og öðlast andlega fjölskyldu; staður þar sem maður getur talað um stóru spurningar lífsins og lífið sjálft, ásamt því að heyra eitthvað áhugavert.
Reyndi að halda aftur tárunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2012 | 11:28
Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?
Þegar fólk reynir að átta sig á því hvað sé best fyrir okkur að borða þá fer það mjög mikið eftir því hverju það trúir um uppruna mannsins. Paleo mataræðið gengur út frá því að þróunarkenningin sé rétt. Að við höfum þróast í mörg hundruð þúsund ár á ákveðnu fæði og þá sé það fæði sem er best fyrir okkur. Það segir sig sjálft að jafnvel þó að þróunarkenningin sé sönn þá vita menn samt ekki hvað fólk var að borða fyrir 500.000 árum síðan en hvað með það.
Við lesum þetta í Biblíunni varðandi hvað við ættum að borða:
1. Mósebók 1:29
Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu."
Við flóðið þá breyttist margt og þá var bætt við hvaða mat við mættum borða en það breytti því ekki að það var ekki sá matur sem við vorum upprunalega hönnuð til að borða.
Hérna er viðtal við einn mann sem lifir á svona mataræði:
Hérna er annað myndband sem er ekki beint mjög vísindalegt en samt forvitnilegt sem þessi sami maður gerði þar sem hann ber saman Paleo stelpur við Vegan stelpur
Paleo er ekki ný tískumatarbóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2012 | 13:08
Eru sögulegar ástæður fyrir því að trúa að Jesú reis upp frá dauðum?
Því miður vegna fáfræði um kristna trú þá sjá margir ekki mun á milli saga um Þór, Seif og fleiri guði og síðan vitnisburðar margra vitna um dauða og upprisu Jesú. Hérna útskýrir William Lane Craig sögulegar ástæður fyrir því að trúa að Jesú reis upp frá dauðum.
Hátíð hefða og þúsunda ára sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar