Eru sögulegar ástæður fyrir því að trúa að Jesú reis upp frá dauðum?

Því miður vegna fáfræði um kristna trú þá sjá margir ekki mun á milli saga um Þór, Seif og fleiri guði og síðan vitnisburðar margra vitna um dauða og upprisu Jesú. Hérna útskýrir William Lane Craig sögulegar ástæður fyrir því að trúa að Jesú reis upp frá dauðum.


mbl.is Hátíð hefða og þúsunda ára sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jæja, hann segir að ekkert úr umhverfinu gæti útskýrt þá trú að Jesús hefði risið upp frá dauðum og því hljóti það að vera satt! 

Ef við gleymum í augnablik hversu fjarstæðukennd grundvallarhugsunin er, þá segir í einhverjum guðspjallanna (nenni ekki að finna versin), að sumt fólk trúði því að Jesús hafi verið Jóhannes skírari risinn upp frá dauðum. Ef það er rétt, þá er hérna augljóslega um mjög svipaða hugmynd að ræða sem var þegar til.

Svo fullyrðir hann ~4:00 í síðara myndbandinu að "upprisa sálarinnar" hafi verið óþekkt hjá gyðingum á fyrstu öld. Það er einfaldlega rangt. Fíló frá Alexandríu talar um það og Jósefus líka. 

Fullyrðingar hans um að ef gröfin hefði ekki verið tóm hefði verið létt að afsanna kristni er enn og aftur rugl. Jafnvel samkvæmt Nýja testamentinu fóru lærisveinarnir ekki að boða kristni fyrr en meira en mánuði eftir dauða Jesú. Ímyndar Craig sér að ráðamenn hefðu grafið upp óþekkjanlegt lík og bent fólki á að það væri Jesú? 

Svo dugar svona afsannanir ekki á fólk. Fólk trúði (og trúir) loddaranum Joseph Smith. Fólk trúir loddaranum Sai Baba (þrátt fyrir að maður geti séð töfrabrögðin hans á YouTube). Kraftaverkalæknirinn Peter Popoff var afhjúpaður á sjónvarpinu í Bandaríkjunum, en það er enn fólk sem trúir honum. Það trúa alltaf einhverjir svona rugli.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2012 kl. 18:02

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

ÉG sé nú ekki hvernig þetta á að geta gerst, svona líffræðilega, að maður deyji, bókstaflega, og lifni aftur við. Við andlát byrjar líkaminn að skemmast, vefurinn deyr. Það er ekki nokkur leið að lífga við t.d. heila úr spendýri, sem legið hefur dáið í þrjá sólarhringa. Jafnvel eftir 10 mínútna súrefnisþurrð er heili manns varanlega skemmdur.

Skeggi Skaftason, 9.4.2012 kl. 21:57

3 Smámynd: Mofi

Hjalti, þetta er góðir punktar hjá þér.  Það verða alltaf til rök til að trúa ekki og rök til að trúa.  Ef að menn lesa guðspjöllin í samhengi og aðrar sögulegar heimildir og komast að þeirri niðurstöðu að um loddara hafi verið að ræða þá finnst mér það magnað og sorglegt.

Mofi, 10.4.2012 kl. 09:54

4 Smámynd: Mofi

Skeggi, þú ert aðeins að lýsa því sem þú ert vanur að upplifa. Málið er samt að við skiljum heldur ekki hvernig tvær frumur geta byrjað nýtt líf. Ég sé þetta sem spurningu um forritun, ef að tvær frumur geta sameinast og búið til nýja manneskju þá geta mörg hundruð miljónir fruma líka gert alls konar trix.

Mofi, 10.4.2012 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 802793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband