Trúfrelsi og rétturinn til að hafa rangt fyrir sér

Það erfiðasta við trúfrelsið hefur alltaf verið að fyrir ríkjandi öfl þá hafa einhverjir hópar skoðanir sem stangast á við hagsmuni ríkjandi afla. Í okkar samfélagi þá er það í ríkjandi mæli að meiri hluti samfélagsins er með ákveðna skoðun og fordæmir þá sem hafa aðra skoðun. Það er svo sem í góði lagi mín vegna, ég tel mikilvægt að hafa rétt til að fordæma skoðanir sem maður telur rangar. Það sem mér finnst aftur á móti mikilvægast er að stjórnvöld verji rétt þeirra sem hafa skoðanir sem eru óvinsælar í samfélaginu. Þetta er ekki sjálfgefið eins og mannkynssagan sannar; marg oft hafa stjórnvöld valið að kúga hópa með skoðanir eða trú sem stjórnvöldum voru ekki þóknanleg.

En eru ekki einhverjar skoðanir þess eðlis að það er eðlilegt og rétt fyrir stjórnvöld að banna þær gætu einhverjir spurt og mitt svar er hiklaust já. Ef t.d. það er hópur í samfélaginu sem hvetur til ofbeldis gagnvart fólki þá er eðlilegt að slíkur hópur fái ekki að tjá sig á opinberum vettvangi. Hópar sem hvetja til þess að landslög séu brotin eru einnig á mjög gráu svæði og það gæti verið fullkomlega réttmætt að banna slíka hópa og takmarka tjáningafrelsi þeirra.

Núna horfum við upp á að samfélagið í Noregi veitir fjöldamorðingja tjáningarfrelsi sem hann notar til að réttlæta morð á saklausu fólki en ég myndi mjög svo skilja ef að samfélagið hefði ákveðið að taka allan slíkan rétt frá honum.

Þetta er svo sem allt gott og blessað og ég held að flestir séu sammála því sem ég hef sagt hingað til en síðan þegar kemur að beita þessu í raunverulega tilviki eins og ágreiningur manna um samkynhneigð. Það virðist t.d. freistandi að banna þá trúarskoðun að samkynhneigð sé synd, jafnvel þótt að megnið af mannkyninu hefur haft þessa skoðun í mörg þúsund ár og það skiptir ekki máli hvort um er að ræða kristna trú eða guðleysi því að samkynhneigð hefur verið bönnuð í löndum þar sem guðleysi var hreinlega ríkistrúin eins og Kína og Rússlandi.

Þetta dýrmæta frelsi, tjáningar og trúfrelsi eru brothætt og vand með farin; hafa kostað marga lífið og vonandi mun fólk halda áfram að verja það þó það kosti að gefa fólki sem það líkar ekki vel við réttinn til að hafa aðrar skoðanir en það sjálft hefur.


mbl.is Trúfrelsi á Íslandi rætt á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802782

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband