Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
29.11.2011 | 13:10
Og fjarlægja alla krossa og allt sem minnir á Biblíuna?
Nei, ég geri ráð fyrir að krossarnir fái að vera áfram og jafnvel hálf Biblía en af hverju eru nemendur að heimsækja kirkju ef að kirkjan verður að hætta að vera kristin á meðan nemendurnir eru þarna?
Flestir aðilar í þessari deilu virðast vera sammála að fræðsla um trúarbrögð sé í lagi og hvað er þá að því að nemendur heimsæki kirkjur og sjái hvernig þær raunverulega eru og hvað er raunverulega predikað í þeim? Og já, ég hefði ekkert á móti því að nemendur heimsæktu Moskvu og sæu hvað þar fer fram.
Vandamál okkar tíma er miklu frekar alger fáfræði um kristna trú og trúarbrögð heimsins almennt. Akkúrat rétta leiðin til að ala á fordómum og sá fræum ófriðar. Ég er á því að ríkið á ekki að vera að kenna eina ríkis trú í skólum eða ríkis heimspeki eins og Þróunarkenninguna, þess vegna skil ég og styð Siðmennt og Vantrú í að losna við trúboð úr skólum. En fræðsla er nauðsynleg og menn þurfa fara að ná áttum í þeim efnum og það er ekki rétta leiðin að afkristna kirkjur á meðan nemendur koma í heimsókn.
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.11.2011 | 09:23
Prótein og grænmetisætur
Þessi mynd hérna til hægri segir ótrúlega mikið um hvort við þurfum að borða kjöt til að fá nógu mikið af próteini. Ég er ekki grænmetisæta svo ég er ekki hérna að reyna að predika minn lífstíl. Mig langar aftur á móti að minnka hve mikið kjöt ég borða og hef engar áhyggjur af því að mig muni skorta prótein eða einhver önnur næringarefni.
Ellen White sem aðventistar trúa að hafa fengið sýnir frá Guði varaði við því að það yrði sífellt óhollara að borða kjöt og ég tel í dag það vera búið að rætast. Hérna er dæmi um hvað hún skrifaði um kjötát.
Counsel for Diet and Foods, 359
We see that cattle are becoming greatly diseased, the earth itself is corrupted, and we know that the time will come when it will not be best to use milk and eggs. But that time has not yet come. We know that when it does come, the Lord will provide.
Manuscript Releases Volume 8, Letter 14, 1901, 3
Soon butter will never be recommended, and after a time, milk will be entirely discarded, for disease in animals is increasing in proportion to the increase of wickedness among men. The time will come when there will be no safety in using eggs, milk, cream or butter
Hérna er síðan ágætis grein um prótein og grænmetisætur, sjá: Vegetarian Protein - Myths and Facts
28.11.2011 | 15:58
Mannsheilinn borinn saman við tölvur
Hérna er skemmtilegt myndband sem ber saman mannsheilann við tölvur. Þrátt fyrir alla þá vinnu sem við höfum lagt í að búa til tölvur, alla þessa hönnun og alla okkar vitsmuni þá eigum við mjög langt í land í að gera jafn öfluga tölvu og heilinn okkar er. Það ætti að segja sig sjálft, ef það þurfti vitræna hönnun til að búa til tölvur þá þurfti vitræna hönnun til að búa til mannsheilann.
http://vimeopro.com/icr/thats-a-fact/video/31985030
26.11.2011 | 19:09
Guðleysingi líka
Langar að deila áhugaverðu myndbandi um samtal milli kristins einstaklings og guðleysingja um tilvist Guðs. Aðal punkturinn sem þarna kemur fram er að guðleysingjar oftast trúa ekki á tilvist guðs sem kristnir oftast kannast ekki við. Þ.e.a.s. að þeirra mynd af Guði er engan veginn sú sama og kristnir hafa.
http://www.digma.com/atheist-too/
26.11.2011 | 17:44
Hvað eru trúardeilur?
Það sem angrar mig þegar ég les svona fréttir er að það hljómar eins og fólk með mismunandi trúarskoðanir eru að drepa aðra, af því að þeir eru ósammála þeim. Svona eins og einn aðilinn telur að niðurdýfingaskírn sé málið en annar telur að það sé nóg að dreypa nokkrum dropum af vatni og síðan vegna þessa ágreinings þá drepa þeir hvorn annan.
Flest dæmin þar sem tveir hópar af fólki eru í stríði við hvorn annan þá er annað hvort um að ræða valdatafl, baráttu um landssvæði eða auðlindir. Í sumum tilfellum er trú eins aðilans að drepa annan hóp af fólki og múslimar virðast vera mjög oft á þeirri skoðun enda frekar auðvelt að lesa það úr Kóraninum og Múhammeð sjálfur setti það fordæmi.
Enn fremur ala svona fréttir á fordómum gagnvart fólki sem tilheyrir trúarhópum, skiptir þá engu máli þótt einn hópurinn trúir á fyrirgefningu og náunga kærleika og vill frið framar öllu.
Mér finnst myndin mjög skemmtileg sem ég rakst á, á netinu þar sem mismunandi tákn fyrir trú í heiminum er raðað í orðið "coexist", þ.e.a.s. að geta lifað hvert með öðru. Eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt, að geta lifað í sátt og samlindi með öðrum þótt þú sért þeim ósammála.
Blóðugar trúardeilur í Nígeríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2011 | 22:38
Ekki hægt að taka mormóna alvarlega
Þetta kann að hljóma hart, þetta kann að hljóma eins og fordómar en þetta er niðurstaða mín eftir að hafa rökrætt við mormóna nokkrum sinnum og lesið helling um trú þeirra. Að þessi vitleysa skuli vera tengd kristinni trú er virkilega sorglegt en sem betur fer hafa kristnir í gegnum tíðina verið duglegir að benda á að þetta er ekki kristni. Það er síðan ekki hægt að treysta að sá sem virkilega trúir öllum þeirra trúarkenningum geti hugsað rökrétt eða á gagnrýninn hátt.
Fyrir nokkru tók ég saman hvað mér finnst órökrétt við mormónatrúna: Mormónar ( Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu )
Hérna er South Park þáttur um Mormóna trúna og hið sorglega er að þeir þurftu bara að segja söguna, hreinlega þurftu ekki að gera beint grín að henni, aðeins að segja hana: http://www.southparkstudios.com/full-episodes/s07e12-all-about-mormons
Mormónatrúin stöðvar ekki Romney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2011 | 10:37
Vond trú ber vonda ávexti
Flestir kannast við þessa tilvitnun hérna:
Steven Weinberg
Religion is an insult to human dignity. With or without it, you'd have good people doing good things and evil people doing bad things, but for good people to do bad things, it takes religion.
Ég er nærri því sammála Weinberg nema ég myndi segja "vond trú getur látið gott fólk gera slæma hluti" og "góð trú getur látið slæmt fólk gera góða hluti". Góð trú getur ekki komið í veg fyrir að vont fólk geri slæma hluti en hún getur verið hvati fyrir vont fólk að láta af vondri breytni og jafnvel breytt því í gott fólk.
Í þessu dæmi í Belgíu þá er virkilega erfitt að skilja hvernig einhver getur verið tilbúinn að myrða systur sínar. Þeir sem vilja meina að maðurinn var bara vondur þurfa að útskýra af hverju svona gerist ekki meðal kristinna eða guðleysingja. Þ.e.a.s. að dóttir vill gifast einhverjum öðrum en fjölskyldan vill og fjölskyldan vill drepa hana fyrir það. Til að svona aðstæður komi upp tel ég að þurfi ákveðna trú og mín skoðun er að þessi trú er af hinu vonda.
Önnur vond trú er guðleysi og darwinismi sem kennir að það er í rauninni ekkert rétt og rangt og enginn tilgangur. Eins og George Gaylord Simpson sagði:
George Gaylord Simpson
Man is the result of a purposeless and natural process that did not have him in mind
Varðandi hvort það sé eitthvað gott eða eitthvað illt þá sagði Richard Dawkins:
Richard Dawkins
no design, no purpose, no evil and no good, nothing but pointless indifference
Auðvitað, ef að mannkynið er aðeins afleiðing af ferlum með enga meðvitund eða áætlun þá eru allar hugmyndir um rétt og rangt bara sjónhverfing. Hið fyndna er að darwinistar eru duglegir að gagnrýna trú á Guð út frá því að þeirra mati sé Guð vondur en þeirra eigin trú hefur engan grunn til að kalla eitthvað vont; þetta verður aðeins þeirra skynbragð á hvað sé vont og hvað sé gott. Auðvitað hafa þeir þetta skynbragð því að trú þeirra er röng, þeir eins og allir aðrir voru skapaðir í mynd Guðs, eða eins og Páll sagði:
Rómverjabréfið 2:14-15
Þegar heiðingjar, sem þekkja ekki lögmál Móse, gera það eftir eðlisboði sem lögmál Guðs býður, þá eru þeir sjálfum sér lögmál þótt þeir hafi ekki neitt lögmál. 15Þeir sýna að krafa lögmálsins er skráð í hjörtum þeirra með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra sem ýmist ásaka þá eða afsaka.
Góð trú aftur á móti berst á móti því vonda í manninum, berst á móti eigingirninni, hefndinni og græðginni. Sá sem trúir þessum orðum er líklegri til að verða að góðu afli í heiminum:
Rómverjabréfið 12:9-21
9Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. 10Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. 11Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. 12Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. 13Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.
14Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. 15Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. 16Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna. Oftreystið ekki eigin hyggindum. 17Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. 18Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi. 19Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er: Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn. 20En ef óvin þinn hungrar þá gef honum að eta, ef hann þyrstir þá gef honum að drekka. Með því að gera þetta safnar þú glóðum elds á höfuð honum. 21Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.
Vond trú, sem gæti látið gott fólk gera vonda hluti endurspeglast í þessum orðum:
Charles Darwin - Origin of species
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows
Tekist á um sæmdarmorð í Belgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2011 | 21:16
Munurinn á þessu og fóstureyðingu er hver?
Maður vonar að fólki bregði við svona fréttum. Hvernig er hægt að kvelja og drepa nýfædd börn sem hafa ekki gert einum eða neinum neitt? En hver er munurinn á þessu og fóstureyðingu? Er það ekki aðeins smá tími? Kannski einhver munur á kvöl en við getum ekki vitað slíkt fyrir víst og munurinn líklegast aðeins stigs munur.
Hérna sjáum við mun á siðferði kristna og þeirra sem hafna boðorðum Guðs sem segja "þú skalt ekki morð fremja". Langar að benda á mynd sem fjallar um fóstureyðingar út frá því sem gerðist í seinni heimstyrjöldinni.
Nýfæddu barni kastað út um glugga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2011 | 11:29
Hvað með Mormónsbók?
Þetta er erfitt mál, þótt það sé ekki mannréttindarbrot að gefa Nýja Testamentið í skólum þá virkar það eins og að þá hlýtur að vera í lagi fyrir alls konar trúfélög að dreifa sínum trúarritum í skólum. Ættu þá ekki Vottarnir að fá að koma mánaðarlega með Varðturninn og dreifa honum?
Ég tel að það sé best að banna stjórnmálaflokkum og trúfélögum að dreifa sínum ritum í skólum. Held einfaldlega að það sé farsælasta ákvörðunin.
Aftur á móti þá hefur okkar heimshluti mótast gífurlega mikið af Biblíunni svo fáfræði á henni er raunveruleg fáfræði á sögu mannkyns, fáfræði á því sem mótaði menningu okkar og heimspeki. Út frá því teldi ég eðlilegt að Biblían væri ein af þeim bókum sem allir nemendur ættu að eiga eintak af. Ekki bara Nýja Testamentinu því að það er sífelt að vísa í Gamla Testamentið svo menn geta ekki skilið Nýja Testamentið almennilega án þess að hafa Gamla Testamentið líka.
Gjöf NT ekki brot á mannréttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2011 | 15:21
Kraftaverk í Búlgaríu
Heyrði þessa sögu frá vinkonu minni sem býr í Búlgaríu.
Fyrir sirka þremur vikum síðan var maður í Aðvent kirkjunni í Búlgaríu að keyra Evu, 13. ára dóttur sinni og vinkonu hennar heim. Eva sést á myndinni hérna til hægri. Þegar hann var að keyra þá missti hann meðvitund og ók út af og beint á tré. Vinkonan var sofandi í bílnum og hún slapp við meiðsl en maðurinn og dóttir hans misstu meðvitund. Í heilar tvær vikur var Eva meðvitundarlaus á borgarspítalanum í Dobrich og ástand hennar mjög alvarlegt. Heilarit sýndi enga virkni heilans og læknarnir sögðu litlar líkur á að hún myndi lifa af.
Móðir Evu bað um kraftaverk og bað fólk í kirkjum Búlgaríu að sameinast í bæn þar sem beðið væri fyrir kraftaverki. Ákveðið varð halda bænastundina 5. nóvember, klukkan ellefu. Þegar stundin rennur upp þá situr móðirin við rúm Evu og verður vitni að kraftaverki, Eva fær meðvitund og biður um að fá eitthvað að borða.
Það er engin spurning að Guð heyrir enn bænir og gerir kraftaverk á okkar tímum eins og á tímum Biblíunnar.
Trúmál og siðferði | Breytt 16.11.2011 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar