Munurinn á þessu og fóstureyðingu er hver?

Maður vonar að fólki bregði við svona fréttum. Hvernig er hægt að kvelja og drepa nýfædd börn sem hafa ekki gert einum eða neinum neitt?  En hver er munurinn á þessu og fóstureyðingu? Er það ekki aðeins smá tími?  Kannski einhver munur á kvöl en við getum ekki vitað slíkt fyrir víst og munurinn líklegast aðeins stigs munur.

Hérna sjáum við mun á siðferði kristna og þeirra sem hafna boðorðum Guðs sem segja "þú skalt ekki morð fremja".  Langar að benda á mynd sem fjallar um fóstureyðingar út frá því sem gerðist í seinni heimstyrjöldinni.


mbl.is Nýfæddu barni kastað út um glugga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Mofi, hver er þín afstaða gagnvart fóstureyðingum?  Eru þær alltaf óafsakanlegar eða eru þær stundum réttlætanlegar?

Rebekka, 20.11.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Mofi

Rebekka, ég myndi segja að ef að líf móðurinnar væri í hættu þá er fóstureyðing réttlætanleg.

Mofi, 21.11.2011 kl. 09:35

3 Smámynd: Sverrir Baldur Torfason

Þetta er náttúrulega ekki heimildarmynd, mjög mikill áróður, það var akkurat með svona áróðri sem hitler kom sinni hugmyndafræði á fótinn, ég skil ekki afhverju þú ert að pósta einhverju svona trúarbragðaráróðursrugli, það er ekki einu sinni rökstuðningur með þessu bara leiðandi spurningar og reiður leiðandi.

Þú plataðir mmig í að eyða mínutum í algjört kjaftæði.

Sverrir Baldur Torfason, 21.11.2011 kl. 14:42

4 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

En hvað ef konan er fórnarlamb nauðgunar?

Ég er sammála að með verstu hugsunarháttum sem finna má sé að líta á fóstureyðingar sem getnaðarvörn en það eru til mörg tilfelli þar sem fóstureyðingar er góður kostur. Því er ég ósammála öllum herferðum til að banna það.  Tími fólks sem taka þátt í slíku átaki væri þá betur nýttur í að fræða unglinga um kynsjúkdóma og ótímabæra þunganir og hvernig best væri að fyrirbyggja þau.

Einar Örn Gissurarson, 21.11.2011 kl. 15:22

5 Smámynd: Mofi

Sverrir, ég sagði að þetta væri mynd og þetta er mynd sem fjallar um þetta frá ákveðnu sjónarmiði. Miðað við þín rök þá væri mynd sem fjallaði um illvirki nasismans samskonar áróður og Hitler notaði; ertu alveg viss um að þú hugsaðir þetta til enda?

Einar, ég er ekki frá því að afstaða minnar kirkju er að í tilfelli nauðguna þá er það réttlætanlegt. Persónulega finnst mér undarlegt að refsa saklausu barni fyrir ofbeldi annara. Hið virkilega óþægilega er að margir þeirra sem eru meðfylgjandi að drepa barnið sem er afleiðing nauðgunar eru á móti því að taka nauðgaran af lífi. Þetta hlýtur að glefsa í réttlætiskennd einhverra, ég trúi ekki öðru.

Mofi, 21.11.2011 kl. 16:34

6 Smámynd: Rebekka

Mofi, ég er afar svekkt yfir að þú hafir litla samúð með konum sem hefur verið nauðgað og telur það bara vera refsingu fyrir fóstrið að fá ekki að fæðast.  Hvað með konuna?  Er það ekki refsing fyrir hana að þurfa að ala barn kvalara síns?  Af hverju ætti réttur fósturs, sem er ekki einu sinni komið með taugakerfi svo hægt sé að tala um, að vera hærri rétti fullvaxta og sjálfráða manneskju?

Kannski ætti þessi skoðun þín samt ekki að koma á óvart þar sem þú hefur áður afsakað lög gamla testamentisins um að nauðgarar giftist fórnarlambi sínu...

Minni þig svo á nokkuð sem þú sagðir í umræðum um grein þína um William Lane Craig:

"Byrjum á einum einstaklingi, getur það verið þannig að það sé réttlætanlegt að Guð taki lífið frá einum einstaklingi?  Segjum sem svo að Guð viti framtíðina og Hann sér hörmungarnar sem viðkomandi mun valda, hefur Guð þá ekki rétt á því að taka lífið frá viðkomandi sem var nú Hans gjöf upprunalega sem enginn á í rauninni einhvern rétt á."

Var Guð kannski ekki einmitt að þessu í þessu tilfelli með nýfædda barnið?  Sjálf lít ég ekki þannig á það, en það er pínu skrýtið að sjá þig halda því fram að Guð hafi alltaf rétt til að taka líf fólks, en svo harmarðu dauða sumra þeirra.  Þetta er nú tæplega fyrsta nýfædda barnið sem Guð tekur af lífi...

"En Guð gerði þetta ekki" - þú veist það ekki, vegir Guðs eru órannsakanlegir, eins og þú segir oft sjálfur.

Rebekka, 22.11.2011 kl. 08:36

7 Smámynd: Mofi

Rebekka, þú ert rugla því saman að taka af lífi ófætt barn og að hafa samúð með konu sem er nauðgað. Auðvitað hef ég samúð með henni en ég hef líka samúð með ófæddu barni sem er blásaklaust.

Rebekka
Kannski ætti þessi skoðun þín samt ekki að koma á óvart þar sem þú hefur áður afsakað lög gamla testamentisins um að nauðgarar giftist fórnarlambi sínu...

Það er alls ekki mín afstaða, sjá: Nauðgun, fín leið til að eignast eiginkonu? 

Rebekka
Var Guð kannski ekki einmitt að þessu í þessu tilfelli með nýfædda barnið?

Ég vil endilega ekki rugla saman því sem menn gera og því sem Guð gerir; virkilega ólíkt á ferðinni.

Rebekka
"En Guð gerði þetta ekki" - þú veist það ekki, vegir Guðs eru órannsakanlegir, eins og þú segir oft sjálfur

Ég ætla rétt að vona að ég hafi aldrei notað þennan frasa, hef mikið á móti honum. Miklu frekar bendi ég á hvað Biblían segir:

Amos 3:7
Því að Drottinn Guð gerir ekkert án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir þjónum sínum, spámönnunum.

Annað vers sem á líka við þegar slæmir hlutir gerast og maður skilur ekki af hverju.

Rómverjabréfið 8
18
Ég lít svo á að þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð sem á okkur mun opinberast. 19Því að sköpunin vonar og þráir að Guðs börn verði opinber. 20Sköpunin er hneppt í ánauð hverfulleikans, ekki sjálfviljug heldur að vilja hans sem bauð svo, 21í þeirri von að sjálf sköpunin verði leyst úr ánauð sinni undir hverfulleikanum og fái frelsið í dýrðinni með börnum Guðs.
22Við vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. 23Og ekki það eitt, heldur stynjum við sem eigum frumgróða andans einnig með sjálfum okkur meðan við bíðum þeirrar stöðu Guðs barna sem í vændum er með endurlausn líkama okkar. 24Í þessari von erum við hólpin. Von, sem menn sjá fram komna, er ekki von. Hver vonar það sem hann sér? 25En ef við vonum það sem við sjáum ekki bíðum við þess með þolinmæði.
26Eins hjálpar andinn okkur í veikleika okkar. Við vitum ekki hvers við eigum að biðja eins og ber en sjálfur andinn biður fyrir okkur með andvörpum sem engum orðum verður að komið. 27En hann sem hjörtun rannsakar veit hver hyggja andans er, að hann biður fyrir heilögum samkvæmt Guðs vilja.
28Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.

Mofi, 22.11.2011 kl. 09:35

8 Smámynd: Rebekka

Æ já, ég var búin að gleyma þessari grein þar sem þú fjallar um Biblíuversin sem tala um að "taka" konur og refsinguna við þeim.  Ég stend við fyrri orð mín, þú afsakar burt þessi ljótu vers með því að halda því fram að ekki sé um nauðgun að ræða.

Svo hefur þú ekki hugmynd um hvort að það var guð sem olli því að móðir nýfædda barnsins ákvað að kasta því út um gluggann, eða hvort það var eitthvað annað.  Kannski hvíslaði hann þessari fyrirætlun sinni að einhverjum spámanni, en sá var staddur allt annars staðar og gat ekki komið skilaboðunum á framfæri.  Auk þess væri það óráðlegt því þannig væri mögulega verið að koma í veg fyrir vilja guðs.

Það er greinilega mjög flókið að vita hvað guð vill og hvað af því sem gerist á jörðinni er fyrir hans verknað og hvað ekki...  /hugsikall

Hér er svo meiri vísdómur úr Rómverjabréfinu (11:33-36)

"33Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans!
34
Hver hefur þekkt huga Drottins?
Eða hver hefur verið ráðgjafi hans?
35
Hver hefur að fyrra bragði gefið honum
og átt að fá það endurgoldið?
36
Frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen."

Eins virðist sem að guð ætli sér ekki að segja neinum (ekki einu sinni spámönnunum) hvenær dómsdagur verður.  Meira að segja Jesú segir það (Matt. 24:36 og Matt. 24:42)

"En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn."

"Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur."

Þannig að vinsamlegast útskýrðu þetta fyrir mér aftur... hvort opinberar Guð fyrirætlanir sínar eða ekki?

Rebekka, 22.11.2011 kl. 12:35

9 Smámynd: Mofi

Rebekka
Ég stend við fyrri orð mín, þú afsakar burt þessi ljótu vers með því að halda því fram að ekki sé um nauðgun að ræða.

Ég einfaldlega skil þau ekki þannig að það sé verið að gefa mönnum leyfi á að nauðga konum til að ná sér í eigin konur. Það eru ekki til neinar heimildir sem sýna fram á að í Ísrael hafi menn skilið þessi vers svona og menn hafi verið að nauðga til að ná sér í eiginkonur. Eini viðbjóðurinn hérna er þessi ásökun á Ísrael og Biblíuna um ótrúlega illsku og fáránleika.

Rebekka
Svo hefur þú ekki hugmynd um hvort að það var guð sem olli því að móðir nýfædda barnsins ákvað að kasta því út um gluggann, eða hvort það var eitthvað annað.

Ég tel mig hafa mjög góða hugmynd um það.

Rebekka
Kannski hvíslaði hann þessari fyrirætlun sinni að einhverjum spámanni, en sá var staddur allt annars staðar og gat ekki komið skilaboðunum á framfæri

Er það líklegur möguleiki að alvitur Guð ákveður að koma skilaboðum á framfæri en bara... vissi ekki að spámaðurinn var annars staðar?

Rebekka
Þannig að vinsamlegast útskýrðu þetta fyrir mér aftur... hvort opinberar Guð fyrirætlanir sínar eða ekki?

Mjög skýrt að það verður dómsdagur og sömuleiðis skýrt hvernig tímarnir verða á undan séu en akkúrat hvenær er ekki sagt. Tel það ekki vera einhverja sönnun að Guð opinberar ekki áætlun sína, áætlunin er að það verður dómsdagur og það er opinberað.

Mofi, 22.11.2011 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband