Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

William Lane Craig ekki að rökræða við Richard Dawkins

Í síðasta mánuði var skemmtileg og upplýsandi atburður í Oxford Sheldonian leikhúsinu. Rökræður um "Is God a Delusion" eða "Guð er ímyndun" sem er titillinn á einni bók Richard Dawkins. Dawkins afsakaði sig frá umræðunni og hérna útskýrir hann af hverju, sjá: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2011/oct/20/richard-dawkins-william-lane-craig

Hérna er gagnrýni á þessa hegðun Dawkins, sjá: Richard Dawkins is either a fool or a coward for refusing to debate William Lane Craig

Hérna er myndband af atburðinum sem varð aðalega að fyrirlestri frá William Lane Craig.


Er mjólk holl?

Þeir telja upp mjólk sem mat sem bætir kynlífið en ég er algjörlega ósammála. Ég var algjör mjólkurfíkill svo ég kann að meta mjólk og fátt jafn gott á bragðið og ostur en því miður er staðreyndin sú að þetta er ekki hollt fyrir okkur. Langar að benda á fyrirlestur sem fer yfir þetta efni, það er alveg ótrúlegt hve mikið af vandamálum við glímum við sem eru að öllum líkindum mjólkurvörum að kenna. Eitt dæmi væri eyrnasýkingar meðal ungra barna, bara til að nefna eitthvað. Endilega ekki fara að gera athugasemdir um hve mjólk er holl fyrr en eftir að horfa á fyrirlesturinn.


mbl.is Þetta eru matvælin sem bæta kynlífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stephen Meyer um staðreyndir sem styðja tilvist Guðs - 4

Í þetta skiptið fjallar Stephen Meyer um hönnun í hinum minnstu einingum lífsins og hvernig það styður að okkar alheimur var hannaður af vitrænum hönnuði en mín trú er að sá hönnuður er Guð Biblíunnar.

http://www.lightsource.com/ministry/ankerberg-show/discovery-four-the-complexity-and-design-of-the-human-cell-222384.html


Geimverur og Vitræn hönnun

contact-movieÞað er áhugavert að bera saman hvernig fólk bregst við rökum fyrir tilvist geimvera eða tilvist Guðs. Í myndinni Contact sem Jodie Foster lék í eru vísindamenn að leita að ummerkjum af vitsmunaverum í geimnum. Dag einn uppgvöta þeir skilaboð sem inniheldur prímtölur frá 2-101. Ekkert í náttúrunni er þekkt sem getur búið til slíka runu af tölum eða skilaboð og þar af leiðandi ályktuðu vísindamennirnir að skilaboðin voru búin til af vitrænum verum í geimnum. Áhugaverð mynd og góð lexía þegar kemur að því að skoða gögn og álykta út frá þeim.

Ef að við í dag, myndum uppgvöta slík skilaboð og þau kæmu frá fjarlægu stjórnukerfi þá yrði án efa mikið um læti. Lang flestir myndu samþykkja þetta sem ótvíræða sönnun fyrir tilvist vitrænna geimvera og á forsíðum blaða um alla heim væri fjallað um þá "staðreynd" að við værum ekki ein í alheiminum.

Segjum sem svo að andspænis þessum gögnum þá kæmi einhver með eftirfarandi mótrök:

  1. Hver bjó til geimverurnar?  Það er ekkert svar að geimverur bjuggu til þessi skilaboð af því að það er ekki búið að útskýra hver bjó til geimverurnar sjálfar. 
  2. Hvað heita geimverurnar? Hverjar eru þær? Akkúrat hvaða geimverur bjuggu skilaboðin til?  Ef þú getur ekki svarað þessari spurningu þá er svarið að geimverur bjuggu til skilaboðin ekkert svar og ekki trúverðugt.
  3. Það er regla í vísindum sem segir að það verður að útskýra allt út frá náttúrulegum kröftum. Má ekki búa til eitthvað eins og geimverur til að útskýra það sem við finnum í náttúrunni. Það verður að útskýra skilaboðin með náttúrulegum öflum, vindar, regn eða bara eitthvað annað en geimverur!

Það er alveg augljóst að þessi mótrök eru samansafn af heimskulegri þvælu.  Af hverju finnst þá mörgum í lagi að nota þessa vitleysu sem mótrök gagnvart Vitrænni hönnun?  Þetta birtist í setningum eins og "hver bjó til Guð?", eða "hvaða Guð bjó þá náttúruna til, Seifur eða Þór?", eða "hin vísindalega aðferð segir að það verður að útskýra allt í náttúrunni út frá náttúrulegum orsökum".

Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að útskýra það sem við finnum í náttúrunni út frá þeim kröftum sem eru í náttúrunni en aðeins á meðan slíkar útskýringar passa við gögnin.  Að útskýra andlitin í Rushmore fjallinu með vindum og regni gengur ekki upp; jafnvel þótt að einhver vísindamaður hati Gutzon Borglum en það Gutzon Borglum sem bjó til höggmyndirnar af forsetunum í Rushmore fjallinu.

dna-strand-codeÞegar við vitum hvað orsakar eldingar, jarðskjálfta eða sólmyrkva þá er eðlilegt að nota þær útskýringar. Einfaldlega sú útskýringin sem passar best við gögnin er sú sem er rökréttast að aðhyllast þangað til annað kemur í ljós.  Í dag glímum við t.d. við þá spurningu hvað orsakaði lífið. Hvað gat búið til DNA sem virkar eins og stafrænn forritunarkóði og hvað gat búið til örsmáar vélar sem geta lesið þessa upplýsingar. Rökréttasta svarið er að það var vitsmunavera sem bjó þetta til því við vitum að vitsmunaverur hafa slíka getu.

Hver hannaði náttúruna er eitthvað sem ég held að maður þarf að álykta í trú en sú trú að vitsmunavera hafi orsakað náttúruna er rökrétt trú, byggð á traustum gögnum.


mbl.is Engin ummerki um geimverur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir Biblían Ísrael vera?

Sú trú að spádómar Gamla Testamentisins hafi og eigi eftir að uppfyllast í nútíma Ísrael hefur verið stórt hlutverk í að mynda þá stöðu sem er núna.  Gyðingar sem þjóð hafa auðvitað rétt til að vernda sig og eiga rétt á að fá að lifa í friði sem ég trúi að sé þeirra heitasta ósk.  Heitasta ósk forseta Írans virðist aftur á móti vera að tortýma Ísrael og Guð forði okkur frá þeim hörmungum ef að það fer allt í bál og brand á þessu svæði.

Langar að benda á fyrirlestur þar sem útskýrt er að Ísrael Gamla Testamentisins er ekki lengur þjóðin Ísrael heldur tók Jesú við þessu hlutverki. Ísrael var fulltrúi Guðs á jörðinni en féll marg oft og hætti að vera fulltrúi Guðs en Jesú tók það hlutverk að sér. Ég er alveg viss um að margir munu skilja allt þetta ástand og mikið af Nýja Testamentinu á allt annan hátt ef þeir horfa á þennan fyrirlestur.


mbl.is Líkir Ísrael við nýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju talar Guð ekki bara beint til okkar?

when_god_speaks_1.jpgÞegar Jehóva talaði beint til Ísraels þegar Hann gaf þeim boðorðin tíu og Biblían segir að fólkið hefði orðið svo óttaslegið við það að það grátbað Móse um að byðja Guð um að tala ekki þannig til þeirra.

2. Mósebók 20:18-19
Allt fólkið heyrði og sá reiðarþrumurnar og eldingarnar og lúðurþytinn og fjallið rjúkandi. Og er fólkið sá þetta, skelfdust þeir og stóðu langt í burtu.
Þeir sögðu þá við Móse: "Tala þú við oss og vér skulum hlýða, en lát ekki Guð tala við oss, að vér deyjum ekki."

Í Matteusarguðspjalli 17. kafla lesum við að þegar Guð talaði þá urðu lærisveinarnir dauðskelkaðir

Matteusarguðspjall 17:5-6
Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!"
Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög.
Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort að Guð hefði ekki getað hvíslað svo að þeir hefðu ekki orðið svona hræddir en kannski var Guð að hvísla. Kannski ef að Guð hafði talað lægra þá hefðu þeir ekki vitað að Guð væri að tala eða kannski vildi Guð að fólkið  yrði hrætt til að það gæfi orðum Hans gaum.

Í visku sinni valdi Guð menn til að boða fagnaðarerindið þannig að við að kynnast Guði sem persónu í gegnum sköpunarverkið, gegnum Biblíuna og í gegnum fagnaðarerindið og þannig valið hvort við vildum eiga samfélag við Hann, alveg óþvingað.

1 Kórintubréf 1:21-24
Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 
Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs.

Sonur Guðs varð að manni til að ná til mannkyns, kom niður á okkar plan til að  ná til okkar. Með speki kærleikans sem hefur marg oft í augum heimsins verið heimska. Heimska að elska þá sem hata þig, heimska að fyrirgefa þeim sem gera þér mein, heimska að gera þeim gott sem ofsækja þig. Minn náttúrulegi maður á erfitt með að tileinka mér þessa speki Guðs því hún passar ekki við manns náttúrulegu langanir en í gegnum árin hef ég uppgvötað viskuna í speki Guðs. Ég segi eins og Páll í Rómverjabréfinu:

Rómverjabréfið 7:22-23
Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs, en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lögmáli hugar míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.

Um allan heim er til fólk sem upplifir nærveru Guðs og enn aðrir að Guð tali til sín; ekki upphátt heldur á alls konar vegu. Sumir upplifa að Guð tali til sín í gegnum fegurð náttúrunnar, aðrir fá eitthvað á tilfinninguna eða hugmynd sem þeir trúa að sé frá Guði. Enn aðrir fá drauma frá Guði og aðrir fá sýnir þó slíkt sé miklu fátíðara og einnig þarna inn á milli úlfar í sauðagæru eins og hinn alræmdi Benny Hinn.

Þegar kemur að því að fá áheyrn Guðs eða að Hann tali til manns þá er gott að vera ekki fullur af sjálfum sér. Líta ekki of stórt á sjálfan sig. Að muna eftir því að við erum eins og rykkorn á örlítilli plánetu sem ferðast um óravíddir alheimsins. Ef þú vilt ná tali af forseta Bandaríkjanna þá er frekar ólíklegt að hann komi hlaupandi til þín þegar þér hentar, þegar þér dettur í hug að þig langi til að segja eitthvað við hann.  

Hve miklu meira á þetta við skapara himins og jarðar?  

Það er samt til leið til að nálgast Guð og það er að iðrast synda sinna, treysta frelsaranum og þess sem Hann gerði fyrir okkur á krossinum og síðan leita Guðs í gegnum bæn og orð Hans, Biblíuna. Þín eilífu örlög velta á því að gera þetta svo þetta á að fá algjöran forgang.


Bréf til http://jesusdisciple.webs.com

Mig langar að deila með ykkur stuttu bréfi sem ég sendi til þeirra sem standa að http://jesusdisciple.webs.com   Þarna koma fram ýmsar ásakanir gagnvart Ellen White og Aðvent kirkjunni og ef ske kynni að aðrir hafa svipaðar spurningar þá vona ég að hérna svari ég einhverjum af þeim.  Hérna er bréfið, því miður er það á ensku en flest allir á Íslandi tala ensku svo ég vona að þetta sé ekki vandamál.

Greetings,

Want to comment on a few things on your website.

1. William Miller was not a prophet. He never said he was a prophet and no one called him a prophet. He never said that God spoke to him or anything like that which is what being a prophet is all about.  William Miller was devout Bible student and when he examined one of the most amazing prophecies in the book of Daniel, the one  that prophesied when Jesus would die on the cross he realized that the same prophecy said something would appened in 1844. He misunderstood the prophecy which lead to all the unfortunate confusion. 

2. You claim that Ellen White prophesied a date for which Jesus would return, I think you are misinformed. I think she did no such thing. Either proof that or take it of your website. If you are lying for Jesus, believe me, it's not a good idea.

3. On your website you said "Ellen G. White was a Demon Possessed Heretic who turned the Truth of God into a Lie"
Have you really read any of her books? Like "The desire of ages" for example? It just seems to me demonic to say such a thing about her.

4. On your website you said "JESUS Said There is a Real Hell, and state of Torment Immediately after Death for the Wicked. Luke 16"
You need to study the topic hell a lot better, here is one website you could start with: www.helltruth.com
To even try to defend the idea that a loving God would torture people for millions of years seems absurd to me but if you are really willing to do that, then... God have mercy on your soul.

5. On your website you said "E.G. White said: There is no Hell, The Dead are in a non-conscience state."
Of course she said that because that's what the Bible teaches,again and again, death is described as sleep and in many cases it's stated explicitly, the dead don't know anything, their thoughts have perished, they don't praise God because they sleep in the dust of the earth.  ( Eccl 9:5-6, Psa 115:17, Psa 146:4,  Deu 31:16, John 11:11-14 )

6. On your website you said "The Seventh Day Adventist Cult was Founded in Lies and False Predictions. Ellen G. White prophesied many false prophesies that all Failed.  An Example: She once prophesied that: Jesus had revealed to her that all women should wear the same girdle that she wore."
First, I find it strange to call this a prophecy, it doesn't predict anything. Secondly, here we find Ellen White battling he fashion of her day which was putting a huge burden on women at that time. Please read this to understand this
topic better: http://www.whiteestate.org/issues/Dressref.html

7. On your website you said "The False Gospel: Sabbath, Sabbath, Sabbath.....".  First, Jesus said plainly "If you love me, keep my commandments" - John 14:15. Secondly, if Jesus is our role model, then doing what He did must be a good idea and in harmony with His gospel, did Jesus keep His Fathers commandments?  ( John 15:10 )  Did Jesus keep the Sabbath? Why is it to teach a different gospel to teach that we should follow Jesus example?

Kind regards,
Halldor Magnusson


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 802835

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband