Mormónar ( Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu )

Fyrir stuttu síðan þá var ég að hitta nokkra Mormóna og var að kynna mér þeirra trú.  Flestir fundirnir sem við áttum saman voru þannig að þeir útskýrðu einhver trúaratriði fyrir mér og síðan spjölluðum við um það.  Í flestum ef ekki öllum tilvikum þá vorum við ósammála sem kom mér frekar á óvart.  Langar að taka það fram að kom vel saman og ég lít á þá sem vingjarnlega og einlæga, vel meinandi einstaklinga svo ég vona að ég er ekki að særa þá persónulega með því að gagnrýna Mormóna trúna.

Það var árið 1830 sem Joseph Smith gaf út Mormónsbók sem átti að vera heilög ritning eins og Biblían. Þessi bók innihélt sögu gyðinga sem áttu að hafa flutt frá Ísrael og urðu seinna að tveimur þjóðum í Ameríku. Mörgum árum seinna samkvæmt Mormónsbók þá birtist Jesú meðal þeirra og kemur á friði en sá friður helst ekki og báðar þjóðirnar deyja út í stórum bardaga við hæðina Cumorah

Þegar kemur að því að meta trúverðugleika þá er ekki hægt að neita því að það væri gott að lesa Mormónsbók sjálfa. Ég reyndi en því miður upplifði ég Mormónsbók á svipaðan hátt og Mark Twain upplifði hana en hann sagði hana vera "chloroform in print". Aðal kraftaverkið við bókina sagði hann það að halda sér vakandi við að skrifa hana; sjá: http://www.jimmyakin.org/2006/04/mark_twain_and_.html

Hérna á eftir ætla ég að fara yfir nokkur af þeim atriðum angra mig eftir mín fyrstu kynni af trú Mormóna.

Á Guð pabba?

joseph_smith_first_vision_stained_glassJoseph Smith kenndi þvert á boðskap Biblíunnar og trú gyðinga og kristinna í þúsundir ára að Guð væri ekki eilífur og það væri aðeins einn Guð til heldur kenndi Joseph Smith að Guð ætti pabba sem átti pabba og svo framvegis. Að eitt sinn var guð okkar jarðar ekki guð heldur maður sem lifði eftir kennisetningum Mormóna og varð þannig að guði. 

Í orðum Joseph Smith:

Joseph Smith - Journal of Discourses, Vol. 6, pp. 1-11
God himself was once as we are now, and is an exalted Man, and sits enthroned in yonder heavens! That is the great secret. If the vail was rent today, and the great God who holds this world in its orbit; and who upholds all worlds and all things by his power, was to make himself visible-I say, if you were to see him today, you would see him like a man in form-like yourselves

Myndin hérna til hægri er af sýn sem Joseph Smith hélt fram að hann hefði fengið þar sem Jesú og Guð faðir birtast Joseph.  Að Guð á faðir sem á faðir og svo framvegis gerir það að verkum að flestar kristnar kirkjur flokka Mormóna ekki sem kristna. Þarna fara Mormónar alveg á móti því að kristnir og gyðingar hafa trúað í meira en þrjú þúsund ár. Bæði Gamla og Nýja Testamentið kenna skýrt að Guð er eilífur og það er enginn annar Guð til.

Jesaja 44:6
6Svo segir Drottinn, konungur Ísraels,
lausnarinn, Drottinn allsherjar:
Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti.
Enginn Guð er nema ég.

...
8 Er nokkur Guð til nema ég? Nei, ekkert annað hellubjarg er til, ég veit af engu öðru

Bók Abrahams 

BookOfAbrahamVignette1Joseph Smith þóttist þýða egypskt handrit og kallaði það bók Abrahams. Abraham átti að hafa skrifað bókina þegar hann var í Egyptalandi. Þegar aftur á móti menn gátu lesið hýróglífur Egypta og skoðað hvað raunverulega stóð á handritunum sem Joseph sagðist hafa þýtt þá var þar enga samsvörun að finna. Bók Abrahams er greinilega skálduð upp af Joseph Smith, hún er ekki þýðing á fornu egypsku handriti. Meira um þetta hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Book_of_Abraham

 

Uppruni Mormóns bókar

Sagan af því hvernig Mormónsbók varð til er annað sem gefur mér ástæðu til að efast um þetta allt saman. South Park gerði þátt þar sem þeir fóru yfir söguna af því hvernig Mormónsbók varð til og í viðtali við þá, þá sögðu þeir að þeir hefðu afskaplega lítið þurft að gera, til að gera þáttinn fyndinn því að sagan sjálf er svo kostuleg. Hérna má sjá þáttinn: http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=34935685

Sérstaklega finnst mér athyglisvert að sagan af því þegar kona að nafni Lucy Harris faldi það sem Joseph Smith hafði skrifað svo ef hann væri virkilega að þýða af gullplötunum þá gæti hann gert það aftur. Joseph Smith gat ekki gert það en til að bjarga sér þá sagðist hann hafa fengið sýn sem bannaði honum að þýða viðkomandi töflu aftur.  Hvernig er hægt að trúa þessu?

Ótrúverðugleiki Mormónsbókar

Saga Mormónsbókar tilheyrir engri þekktri mannkynssögu og eiga Mormónar í miklum basli að benda á eitthvað sem styður að þessir atburðir raunverulega gerðust. Hérna er myndband sem fjallar um hvernig fornleyfafræðin styður ekki Mormónsbók:


Eitt sinn voru kort aftast í Mormónsbókunum sem sýndu hvar sagan gerðist en í dag er ekkert slíkt að finna vegna þessara erfiðleika að staðsetja sögurnar. Gott dæmi er hæðin Cumorah þar mikið stríð átti að hafa gerst. Mörg hundruð þúsund manns eiga að hafa dáið þarna en enginn hefur fundið neitt á hæðinni sjálfri til að styðja þessa sögu, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Cumorah

Indíánar eru ekki afkomendur gyðinga

Joseph Smith kenndi að indjánar Ameríku væru afkomendur gyðinga en DNA rannsóknir hafa sýnt að það er rangt.  Þetta er ekki beint eitthvað til að auka trú manns á að vitnisburður Joseph Smith hafi verið sannur. Meira um þetta hérna: DNA research and Mormon scholars changing basic beliefs

Endurreisn kristninnar?

Mormónar vilja meina að Joseph Smith hafi endurreist kirkju Jesús Krists svo að Mormóna kirkjan væri eins og frumkirkjan. Það hljómar vel en í hverju var þessi endurreisn fólgin?  Að fjölkvæni væri ekki aðeins í lagi heldur eftirsóknavert?  Að hinir lifandi þurfa að skýrast aftur og aftur fyrir dáið fólk? Að sérstök nærföt hjálpa fólki að nálgast Guð? Að svartir væru undir bölvun og gætu aðeins komist til himna sem þrælar?  Að guð faðir hefði líkamlega heimsótt Maríu mey og átt kynmök með henni?

Ég sé einfaldlega ekkert gott við þessa endurreisn kristinnar sem Joseph Smith's kom með.

Í rauninni er öll trú Mormóna byggð á Joseph Smith en ég skil ekki hvernig er hægt að treysta manni sem t.d. á nokkra ára tímabili giftist yfir 20 konum og dó síðan í skotbardaga...

Þetta er aðeins nokkur af þeim atriðum sem láta mig hafna Joseph Smith sem spámanni.  Hérna er mynd sem fjallar ýtarlega um trú Mormóna: Jesus Christ & Joseph Smith - Christianity versus Mormonism

Ég vona að þetta komi ekki út eins og árás á einstaklinga heldur áskorun til einstaklinga að yfirgefa kirkju sem er á augljósum villigötum.

Ég þakka lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Styrmir Reynisson

Ég heldað mormónatrú verði að teljastsérkennileg í besta falli. Kani vinur minn stakk upp á því að Mormon væri í raun Moron skrifað vitlaust. :)

Styrmir Reynisson, 31.8.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Mofi

Styrmir, ég er sammála, mig grunar að Joseph hafi þarna verið með smá einka brandara :) 

Mofi, 31.8.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

En fylgismenn Joseph Smith dóu margir fyrir trú sína.  Ekki hefðu þeir dáið fyrir lygi?!

Joseph Smith kenndi að indjánar Ameríku væru afkomendur gyðinga en DNA rannsóknir hafa sýnt að það er rangt.

Ertu þá að tala um rannsóknir sem byggja á sömu aðferðum og sömu hugsun sem segir okkur að menn og simpansar séu mjög skyldar tegundir?

Sveinn Þórhallsson, 31.8.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég trúi að þeir dóu fyrir lygi. Að þeir skyldu hafa dáið fyrir þetta þýðir aðeins að þeir virkilega trúðu þessu. Munurinn á milli þeirra og t.d. lærisveinanna og margir af hinum fyrstu kristnu er að þeir dóu fyrir það sem þeir voru vitni að.

Varðandi DNA þá er enginn ágreiningur um að það er margt líkt í DNA manna og simpansa.

Mofi, 31.8.2009 kl. 18:58

5 Smámynd: Vantrú

Þetta er flott hjá þér Mofi, auðvitað stendur ekki steinn yfir steini í þessum sögum mormóna.

Nú skaltu beina þessari gagnrýnu hugsun að þínum eigin trúarbrögðum. Þér finnst það kjánalegt að líkamnaður guð hafi sjálfur tekið í Maríu mey. Er það eitthvað trúlegra að heilagur andi hafi getið guðsson einn góðan veðurdag? 

Lárus Viðar

Vantrú, 31.8.2009 kl. 20:14

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hérna er stutt heimildarmynd um Bók Abrahams.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.8.2009 kl. 20:37

7 Smámynd: Mofi

Lárus, það er ekki beint að mér finnist kjánalegt að líkamaður guð hafi átt kynmök við Maríu mey heldur að það er algjörlega í ósamræmi við Biblíuna. Sömuleiðis er erfitt að kalla hana hreina mey eftir slíkt...  :/

Hjalti, frábært, takk

Mofi, 31.8.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Merkilegt mófi, hvernig þú ert tilbúin að nýta þér nýjust vísindi hér, en þverneitar síðan að horfast í augu við sömu vísindaaðferðir þegar þau benda til annars en því sem þú trúir.

Pétur Eyþórsson, 1.9.2009 kl. 13:47

9 Smámynd: Mofi

Petur, eg kannast ekki vid thad ad thau bendi til neins annars en eg trui. Min tru er ad morgu leiti byggd a thvi sem ad visindin hafa fundid ut

Mofi, 1.9.2009 kl. 14:00

10 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þú hefur eitthvað misskilið það sem ég og Pétur erum að segja.

Aðferðin sem við notum til að ákvarða skyldleika manna er nákvæmlega sama aðferð og við notum til að ákvarða skyldleika tegunda.

Við notum sömu vísindi til að komast að því hversu skyldur Jón er Pétri á Sunnubrautinni, Ahmeð frá Damaskus og simpansanum Bóbó.

Þú getur þess vegna ekki sagt að DNA rannsóknir sanni að indíánar Ameríku séu ekki komnir af gyðingum en í sömu andrá haldið því fram að DNA rannsóknir sýni ekki fram á skyldleika mannsins við önnur dýr.

Sveinn Þórhallsson, 1.9.2009 kl. 15:07

11 Smámynd: Mofi

Sveinn, aðferðin er að athuga hve líkt DNA er og það er enginn ágreiningur að það er margt líkt.

Mofi, 1.9.2009 kl. 16:49

12 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þannig að ef við getum ekki notað DNA til að ákvarða skyldleika tegunda þá getum við ekki heldur notað það til að hrekja sögu Joseph Smith.

Sveinn Þórhallsson, 1.9.2009 kl. 17:34

13 Smámynd: Mofi

Sveinn, við getum borið saman hve líkt DNA er milli einstaklinga og tegunda. Út frá þeim gögnum getur maður síðan ályktað hvort að indjánar eru frá gyðingum eða asíu búum og hvort að hvort að simpansar eru skyldir mönnum. Það er margt við samanburð á DNA milli manna og simpansa sem gefur okkur ástæðu til að hafna því að menn og simpansar eru skyldir, sjá: More Chimp-Human Genome Problems

Mofi, 1.9.2009 kl. 17:44

14 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara, ég hef á tilfinningunni að þú fattir enn ekki hvers vegna ekki er hægt að nota þessa aðferð til að hrekja Joseph Smith og hafna skyldleika mannsins við önnur dýr.

Það má vel vera að eitthvað mælir gegn skyldleika manna og simpansa, þó það sé kannski ekkert að marka mann sem veit ekki muninn á genum og á próteinum (sbr. hlekkinn þinn), það er miklu, miklu meira sem styður það.

Hverskonar hönnuður myndi til dæmis endurtaka sömu mistökin á sama stað í erfðamengi simpansa annars vegar og manna hins vegar (ERV)?

Sveinn Þórhallsson, 1.9.2009 kl. 20:24

15 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég hef á tilfinningunni að þú ert ekki að skilja muninn á gögnum og á ályktunum út frá gögnunum.  Auðvitað veit þessi maður muninn á genum og á próteinum, hann er með doktors gráðu í þessum fræðum. Merkilegt hvað þú ert alltaf fljótur að álykta að allir aðrir viti minna en þú. Hvernig væri að lesa og hugsa með það í huga að kannski gætir þú lært eitthvað?

Varðandi ERV dæmið þá er það alveg sér umræðuefni sem væri gaman að taka fyrir í sér grein.

Mofi, 2.9.2009 kl. 10:54

16 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Sveinn, ég hef á tilfinningunni að þú ert ekki að skilja muninn á gögnum og á ályktunum út frá gögnunum.

Þá eru tilfinningar þínar að bregðast þér.  Þú vilt útskýra líkindi í erfðaefni manna og annarra dýra með sameiginlegri hönnun, en þú nota DNA vísindi til að styðja við þá skoðun að indíánar eru ekki komnir af gyðingum.

Það er óheiðarlegt, hvað sem tautar og raular.

Auðvitað veit þessi maður muninn á genum og á próteinum, hann er með doktors gráðu í þessum fræðum. Merkilegt hvað þú ert alltaf fljótur að álykta að allir aðrir viti minna en þú. Hvernig væri að lesa og hugsa með það í huga að kannski gætir þú lært eitthvað?

Ég gæti eflaust lært eitthvað af þessum manni, en ég tek þó hins vegar meira mark á þeim sem stunda rannsóknir og birta þær í ritrýndum vísindatímaritum en á manni sem skrifar aðeins bækur og reynir þannig að komast í kringum vísindasamfélagið með skoðanir sínar með því að höfða beint til almúgans sem hann veit vel að hefur ekki þekkingu til að hrekja það sem hann segir.

Svona svipað og Dr. Behe gerir.

Síðan hvenær skipta doktorsgráður þig síðan máli Halldór?  Eigum við að ræða þær eitthvað?

Sveinn Þórhallsson, 2.9.2009 kl. 12:15

17 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég vil aðeins meta gögnin og draga ályktanir út frá þeim; ekkert flóknara en það.  Þú ert bara ósáttur við að ég dragi öðru vísi ályktanir en þú.

Sveinn
Ég gæti eflaust lært eitthvað af þessum manni, en ég tek þó hins vegar meira mark á þeim sem stunda rannsóknir og birta þær í ritrýndum vísindatímaritum

Sem sagt tilgangslaust að benda þér á rök og gögn því að þú tekur aðeins mark á ákveðnum hóp manna. Tilgangslaust að rökræða við þig sem sagt.

Sveinn
Síðan hvenær skipta doktorsgráður þig síðan máli Halldór?  Eigum við að ræða þær eitthvað?

Þær skipta auðvitað máli að því leiti hve alvarlega maður skoðar rök viðkomandi. Sömuleiðis að þegar hann talar um staðreyndir þá hefur maður ástæðu til að ætla að hann viti að hvað er rétt. Aðal vandamálið er að aðgreina staðreyndir frá ályktunum.

Mofi, 2.9.2009 kl. 16:26

18 Smámynd: Baldur Blöndal

Mofi: Sem sagt tilgangslaust að benda þér á rök og gögn því að þú tekur aðeins mark á ákveðnum hóp manna. Tilgangslaust að rökræða við þig sem sagt.

Úff.. hverjum ætlarðu þá að treysta ef ekki ritrýndum greinum- vísindarit sem hafa verið lesin af sérfræðingum og klárasta fólki á sínu sviði. Hvað ætlarðu að nota í staðin?

Mofi: Hann er með doktors gráðu í þessum fræðum.

Þetta kallast vísun í kennivald (argumentum ad verecundiam). Einn ættingi minn er doktor í stærðfræði, trúir þú honum ef hann segir að hornasumma þríhyrnings er 250,34 gráður? Af hverju ekki- hann er með doktors gráðu í þessum fræðum! Þá hlítur hann að hafa rétt fyrir sér... en hvað um hina 99,9% stærðfræðinga sem segja að hornasumma þríhyrnings í evklíðsku rúmi er 180°?

Fólk getur sagt hvað sem er, þótt það er sérfræðingar. Þess vegna ritrýna vísindamenn það sem 'sérfræðingarnir' segja til að passa að ekkert rugl komist í gegn. Ef þú þekkir hins vegar betri leið en að ritrýna greinar þá er þér velkomið að fá Nóbelsverðlaunin.

P.s. Guð sagðist ekki vera til. Pældu í því.

Baldur Blöndal, 3.9.2009 kl. 05:28

19 Smámynd: Mofi

Baldur
Úff.. hverjum ætlarðu þá að treysta ef ekki ritrýndum greinum- vísindarit sem hafa verið lesin af sérfræðingum og klárasta fólki á
sínu sviði. Hvað ætlarðu að nota í staðin?

Minni eigin dómgreind?   Þetta minnir mig bara á miðaldir þar sem ákveðinn hópur manna var sá sem ákvað hvað væri rétt og hvað væri rangt.  Ég treysti ritrýndum nokkuð vel þegar kemur að hverjar staðreyndirnar eru en mitt traust á þeim minnkar svakalegar þegar kemur að ályktunum út frá gögnunum; aðalega af því að þróunarkenningin gegnumsýrir allar þeirra ályktanir.


Baldur
Af hverju ekki- hann er með doktors gráðu í þessum fræðum! Þá hlítur hann að hafa rétt fyrir sér... en hvað um hina 99,9% stærðfræðinga sem segja að hornasumma þríhyrnings í evklíðsku rúmi er 180°?

Ekki spurning um að bara trúa af því að hann er með doktorsgráður heldur að skoða vel rökin því að hann er ekki vitleysingur. 

Mofi, 3.9.2009 kl. 09:43

20 Smámynd: Mofi

Þú lætur mig vita ef Guð segir þér fleira áhugavert :)

Mofi, 3.9.2009 kl. 09:43

21 Smámynd: Baldur Blöndal

En það er málið, það gæti verið að það séu mjög flóknar og góðar útskýringar fyrir því að hornasumma þríhyrnings er 250 eitthvað gráður. Eina vandamálið er að útskýringin er svo flókin að aðeins einhver sem hefur tileinkað lífi sínu stærðfræðinni getur skilið hana.

Ímyndaðu þér svo marga hluti sem eru svo flóknir að maður verður að tileinka lífi sínu til að skilja þá almennilega. Ég myndi ekki treysta þinni dómgreind frekar en dómgreind margra sem eru sérfræðingar þar sem þú getur ekki kynnt þér alla hluti eins vel og sérfræðingar.

Sérstaklega þar sem margt sem þú segir (eins og að þróunarkenningin sé tilviljunakennd) sýnir einmitt ekki sérþekkingu á efninu.

Baldur Blöndal, 3.9.2009 kl. 14:34

22 Smámynd: Mofi

Baldur, ef menn vilja ekki setja sig inn í hlutina og meta hvaða rök eru trúlegast rétt þá er kannski best að bara velja meirihlutan eða flestu doktorsgráðurnar.  Ég er til í þannig ákvörðunartöku í mörgum atriðum en þetta atriði er fyrir mig sáluhjálpar atriði. Eilíf glötun gæti verið hlutskipti mitt varðandi þetta atriði sem hérna treysti ég aðeins sjálfum mér.

Ég hef útskýrt þetta með tilviljanir í þróunarkenningunni. Tilviljanakenndar stökkbreytingar eru það sem á að skapa nýjar upplýsingar sem síðan segja fyrir um ný kerfi og tæki í dýrum. Náttúruval getur aðeins eytt því sem tilviljanirnar búa til. Þetta er ekkert umdeilt meðal þróunarsinna, aðeins meðal fáfróðra sem eru að verja sína trú þá rekst maður á aðila sem mótmæla þessu. Þetta er auðvitað einfölduð mynd.  Ef þú trúir mér ekki þá geturðu lesið aðal verjendur þróunarkenningarinnar á netinu útskýra þetta, sjá: http://www.talkorigins.org/faqs/faq-intro-to-biology.html

Mofi, 3.9.2009 kl. 16:41

23 Smámynd: Baldur Blöndal

Mofi, þróun er ekki tilviljunarkennd- þróun byggir hins vegar á tilviljunarkenndum atburðum eins og genaflökt og stökkbreytingu. Náttúruval eyðir ekki 'upplýsingum' sem stökkbreytingar búa til heldur sortar það út það sem virkar.

Þetta er eins og krakki sem velur nammi sem hefur verið hent tilviljunarkennt í nammibarinn. Það þýðir ekki að krakkinn velji nammið af handahófi! Krakkinn velur auðvitað góða nammið og skilur vonda nammið eftir. Voru þetta dylgjur um að ég væri fáfróður?

Hérna vitna ég í sömu síðu og þú:

Allele frequencies can change due to chance alone. This is called genetic drift.

Mutation creates new alleles.

The non-random association is maintained by natural selection.

Sem sagt genaflæði, genaflökt og stökkbreytingar sjá allar til þess að gera lífverur fjölbreyttari á meðan náttúruval sorterar góðu lífverurnar út og drepur slæmu lífverurnar. Þetta er auðvitað einfölduð mynd.

Baldur Blöndal, 3.9.2009 kl. 17:56

24 Smámynd: Mofi

Baldur
Náttúruval eyðir ekki 'upplýsingum' sem stökkbreytingar búa til
heldur sortar það út það sem virkar.

Hver er munurinn á "sorta út" og "eyða"?

Baldur
Það þýðir ekki að krakkinn velji nammið af handahófi! Krakkinn velur auðvitað góða nammið og skilur vonda nammið eftir. Voru þetta dylgjur um að ég væri fáfróður?

Ég sagði aldrei að valið væri handahófskennt, það er það ekki.

Mofi, 4.9.2009 kl. 09:36

25 Smámynd: Sigurður Rósant

Hvernig Jósef Smith skapaði þessa trú, er gott dæmi um það að hæfileikaríkir einstaklingar geta skapað trú á hvaða tímum sem er og við hvaða aðstæður sem er.

Það sem þarf til, er sannfæringakraftur sem er svo sterkur, að sá sem beitir honum sannfærir (blekkir) sjálfan sig svo rækilega í leiðinni að hann efast ekki eitt augnablik eftir að gróðamaskínan er byrjuð að drita út peningum.

Svo er bara að halda áfram. Einhver annar tekur við og bætir um betur þó frumkvöðullinn verði tekinn af lífi.

Sigurður Rósant, 6.9.2009 kl. 21:23

26 Smámynd: Mofi

Rósant, já, það er mjög lærdómsríkt að rannsaka þetta. Minnir mig á annan mann að nafni Darwin :)   að vísu sýndi Darwin miklu meiri efasemdir en þróunarsinnar í dag sem er virkileg ráðgáta!

Mofi, 7.9.2009 kl. 12:05

27 Smámynd: Sigurður Rósant

Tengir Darwin sín skrif að einhverju leyti við guð eða guðlegan innblástur?

Hef eigilega ekki komið mér enn að því að lesa neitt að ráði frá Darwin. Aðeins lesið um hann, hans ævi og hans störf í stórum dráttum.

En mér finnst stór munur á því hvort menn þykjast vera í sambandi við almættið eða hvort menn þykjast vera með líffræðilegar eða vísindalegar niðurstöður eigin rannsókna.

Sigurður Rósant, 13.9.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 802792

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband