Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Er ein trú eða menning betri en önnur?

Já, að sjálfsögðu! Aðeins fáfróður, illa innrættur hálfviti gæti verið í vafa.

Hjartað manns hreinlega sekkur þegar maður les svona frétt. Greyið stúlkurnar. Fyrst að verða fyrir óheyrilegu ofbeldi og í staðinn fyrir að fá huggun og stuðning þá voru þær drepnar. Ég vil að hver sá sem vill koma hingað til landsins sverji eið þar sem t.d. kemur fram fordæming á svona hegðun og almennt samþykki á að fara eftir lögum landsins fremur en hvaða trú eða siðir viðkomandi fólk er vant.

Núna eru þessar stelpur í Guðs höndum og sú von að þær verði reistar upp til eilífs lífs. Ef ég hef þessa löngun með minn takmarkaða kærleika þá er ég ekki í neinum vafa um að Guð vill þetta meira en ég nokkur tímann. 


mbl.is Skar þrjár dætur sínar á háls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað og hvar er helvíti?

Stutt kynning á því hvað Biblían kennir um helvíti og kynning á vefi sem fjallar eingöngu um þetta mál, www.helltruth.com 


Er þróunarkenningin staðreynd?

AmericanBaldEagle_11-HuntingÞessi grein er svar við grein Arnar Pálssonar sem má skoða hér: Þróunarkenningin er staðreynd

Hérna er grein sem svarar þessari hugmynd með að þróunarkenningin sé staðreynd, sjá: They said it: “Evolution is a Fact!”

Arnar Pálsson
Rick Perry hefur skipað þrjá síðustu yfirmenn menntasviðs fylkisins, allt yfirlýsta sköpunarsinna. Þetta er áþekkt því að velja í embætti fjármálaráðherra mann sem tryði ekki á reikning

Þetta væri svipað eins og að skipa menn eins og Isaac Newton, Gregor Mendel, James Joule, George Washington Carver, Dr. John Mann, John Ambrose Fleming, James Clerk Maxwell, Joseph Lister, William Thompson, Lord Kelvin, Louis Pasteur, Richard Owen, Michael Faraday, Samuel F.B. Morse svo nokkur nöfn séu nefnd. Hérna sjáum við bara svakalega fordóma gagnvart þeim sem eru ósammála Arnari.  Ótal margir vísindamenn í dag annað hvort efast um þróunarkenninguna eða hafna henni. Eitt skemmtilegt þannig dæmi er að 60% af læknum efast um þróunarkenninguna, sjá: New Darwin Dissent List for the 60% of U.S. Doctors Skeptical of Darwinian Evolution

Arnar Pálsson
Sköpunarsinnar koma í nokkrum blæbrigðum, en sammerkt er að þeir afneita hinni vísindalegu aðferð, og sérstaklega útskýringum þróunarfræðinga á tilurð og eiginleikum mannsins.

Það voru sköpunarsinnar sem bjuggu til hina vísindalegu aðferð, sjá: Sir Francis Bacon   Því miður þá hafa guðleysingjar á síðustu öld reynt að gera guðleysi að hinni vísindalegu aðferð. Að það sé skylda vísindanna að útskýra allt án tilvísunar í Guð, eitthvað sem enginn af stofnendum nútímavísinda hefði verið sammála.  Þetta er bara að ákveða svarið fyrir fram sama hvað staðreyndirnar gefa til kynna. Ekkert vísindalegt við það.

Arnar Pálsson
Menntasvið Texas gerði að undirlagi sköpunarsinna kröfur um efnistök í kennslubókum í líffræði, um útvötnun á útskýringum á þróun og tilvísanir til guðlegrar sköpunar eða vithönnunar "til mótvægis". (sjá einnig: Bilið milli T-rex og Texas).

Frekar að það hefur verið barátta að losna við lygar úr skólabókum og ekki fela vandamálin sem kenningin glímir við og sömuleiðis leyfa opna umræðu um kenninguna.  En nei, staðreyndir og opin umræða þar sem fólk getur látið í ljós efasemdir eða sannfæringu er ekki eitthvað sem þróunarsinnum finnst heillandi. Þeir bara vilja harðan heilaþvott svo að allir trúi eins og þeir trúa.  Að kenna rök með og rök á móti er einmitt það sem hjálpar fólki að skilja viðfangsefnið en skilningur er líka eitthvað sem þróunarsinnum virðist líka illa við.

Arnar Pálsson
Það er semsagt allt í lagi að kenna börnunum

að jörðin sé kúla og pönnukaka,

að svínaflensa sé vegna veiru og afstöðu himintunglanna,

að bólusetningar veiti vernd og valdi einhverfu,

að 2 + 2 = 4 og 5

Það er í lagi að fræða um hvaða kenningar mismunandi hópar aðhyllast. Fræða hver eru rökin með, hver eru rökin á móti og já. Fólk hafi gáfur til að sjá hvort sé rétt. Taki sjálfstæða ákvörðun í staðinn fyrir heilaþvott.

Arnar Pálsson
Markmið skóla er að kenna staðreyndir ekki sköpunarsögur eða tröllasögur sem ákveðnir þrýstihópar grundvalla sína heimsmynd á.

Það væri yndislegt ef að skólarnir myndu aðeins kenna staðreyndir. Láta það vera að kenna sköpun eða þróun heldur bara hverjar staðreyndirnar séu.  Eins og að við höfum sama sem engin gögn um að stökkbreytingar geti búið til nýjar upplýsingar, eins og hvað við finnum í setlögunum sem passar við sköpun ekki þróun og svo mætti lengi telja.  Það væri hreinlega stórkostlegt ef að skólar myndu gera þetta.

Arnar Pálsson
Pharyngula:

Sorglegt að Arnar skuli vitna í einn ógeðfelldasta bloggara okkar tíma, flestum blöskrar hve ómálefnalegur hann er, sjá: NY Times slaps ID foes PZ Myers and other ScienceBlog authors

Myndin af erninum er bara til skrauts en líka til að minna á þá stórkostlegu hönnun og fegurð sem við sjáum í náttúrunni.


Ekkert nema göt og ekki einu sinni botn

explore-evolution_530_3.jpgAldrei í sögu mannkyns hefur kenning verið jafn vinsæl með jafn lítið af gögnum til að styðja hana. Í ofan á lag er eins og það eru nornaveiðar á þá sem trúa ekki eins og hinir. Trúfrelsi til að trúa öllu mögulegu en að trúa ekki að þróunarkenningin sé sönn, margir eru ekki alveg til í að leyfa slíkt. Hið virkilega sorglega er að almennt hefur fólk ekki skyn á að greina hvað styður kenninguna og hvað kemur henni sama sem ekkert við.  Hérna eru nokkur atriði sem fólk telur upp sem það heldur að styðji þróunarkenninguna:

  • Náttúruval.  Fólk telur upp hluti eins og náttúruval, lætur sem Darwin hafi uppgvötað náttúruval og að það sé ferli sem geti hannað eitthvað. Darwin uppgvötaði ekki náttúruval heldur sköpunarsinni að nafni Edward Blythe og þetta ferli snýst um að henda og varðveita hvað sem er í gangi í náttúrunni. Hvað sem tilviljanakenndar stökkbreytingar bjuggu óvart til. 
  • Ónæmi baktería.  Hve eymdarlegt er það að þurfa benda á stökkbreytingar sem gera lítið sem ekkert sem aðal stuðningin við það að stökkbreytingar gátu smíðað flottari tæki en við getum hermt eftir.
  • Týndir hlekkir.  Af og til eru nokkrir sem eru svo vitlausir að reyna að selja þá hugmynd að við sjáum þróun í steingervingunum en slíkt er algjör fyrra. Við sjáum strax í fyrsta setlaginu mikla fjölbreytni, þvert á það sem kenningin spáir fyrir um, sjá: Kamríum setlagið og þróunarkenningin
  • Það sem einkennir setlögin og steingervingana er að dýrategundir birtast án þróunarsögu og síðan breytast þær ekki á öllum þeim ímyndaða tíma sem þróunarsinnar hafa töfrað fram úr hattinum sínum.  Af og til eru koma þróunarsinnar með heiðarlegar játanir á hver staðan er eins og Stephen J. Gould þegar hann sagði, "The absence of fossil evidence for intermediary stages between major transitions in organic design, indeed our inability, even in our imagination, to construct functional intermediates in many cases, has been a persistent and nagging problem for gradualistic accounts of evolution."  
    Einn þróunarsinni sem kennir þróunarkenninguna við Oxford sagði þetta: "In any case, no real evolutionist, whether gradualist or punctuationist, uses the fossil record as evidence in favour of the theory of evolution as opposed to special creation. Sem sagt, enginn þróunarsinni með vitglóru í kollinum fer að reyna að nota steingervingana til að styðja þróunarkenninguna og ástæðan er einföld, steingervingarnir passa ekki við hana. Við finnum ekki steingervinga sem sýna hvernig stórar breytingar á dýrategundum gerðust en það er það sem kenningin spáir fyrir um að við ættum að finna.
  • DNA. Ég get ekki einu sinni byrjað að fatta hvernig sumum dettur í hug að DNA einhvern veginn styður guðlausa þróun.  Að uppgvöta að allt lífið byggir á DNA sem virkar eins og stafræn forritunarkóði öskrar vitræn hönnun fyrir hvern þann sem er yfirhöfuð með meðvitund. Ef einhver heldur að DNA styðji þróun þá skal hann útskýra hvernig efnin fóru að því að gefa ákveðni röð af efnum ákveðna merkingu og búa til vélar sem skilja upplýsingarnar og geta farið eftir þeim.
  • Homology ( veit því miður ekki íslenska orðið yfir þetta ).  Það sem fólk áttar sig ekki á er að sjá að eitthvað sé svipað milli ólíkra tegunda eru rök fyrir sameiginlegum forfaðir þessara tegunda en fattar ekki að það eru ekki rök fyrir þróunarkenningunni.  Þróunarkenningin á að útskýra hvernig dýrin og dýrategundir urðu til og hún segir að náttúruval plús tilviljanakenndarstökkbreytingar á DNA er það sem orsakaði allt sem við sjáum í náttúrunni. Ef að dýrategundir eru svipaðar að einhverju leiti þá sýnir það aðeins fram á að kannski áttu þessar tegundir sameiginlegan forfaðir en segir ekkert um hvernig það gerðist.  Síðan þá eru þetta rök sem virka alveg jafn sterk fyrir sameiginlegan hönnuð.  Við nánari athugun þá eru þessi rök miklu sterkari fyrir sameiginlegum hönnuði því að við höfum mörg dæmi þar sem samskonar hönnun í dýrum er ekki vegna sameiginlegs forföðurs. Þetta er kallað "convergent evolution" og ætti að drepa kenninguna algjörlega en erfitt að drepa trú sem byggist ekki á staðreyndum. Meira um convergent evolution hérna: Similar Features Show Design, Not Universal Common Descent
  • Aðlögun dýra.  Menn sjá litlar breytingar og telja að það sanni að bakteríur geti breyst í banana eða í menn, bara ef tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval fá tíma til að athafna sig.  Það er voðalega lítið við þessu að segja. Ef að menn þurfa svona lítið til að trúa svona miklu þá er hér greinilega um að ræða þeirra vilja og sem betur fer er hérna trúfrelsi. Svona óbeint miðað við þessa frétt því það virðist vera þannig að þú sért réttdræpur fáviti ef þú bara dirfist að efast um þessa kenningu.  Gregor Mendel er sá sem lagði grunninn að okkar skilningi á erfðum og hann skrifaði á móti Darwin og hans kenningu og hann sá að hans skilningur á erfðum útilokaði þessa endalausu þróun sem Darwin stakk upp á.  Því miður var hann munkur sem eilíta þess tíma leit bara niður á svo enginn tók eftir þessum mótmælum eða hans rannsóknum fyrr en löngu eftir hans daga.  Mendel sá að dýr erfa eiginleika frá föður og móður og blandar þeim saman á mismunandi hátt en það eru takmörk fyrir þeim eiginleikum sem geta komið út úr þessari blöndun. Nokkuð skýr takmörk. Þegar menn uppgvötuðu rannsóknir Mendels þá áttuðu margir sig á því hvaða vandamál þetta þýddi fyrir þróunarkenninguna en stökkbreytingar áttu að koma til bjargar. Hugmyndafræðilega séð gerðu þær það en það vantar enn staðfestingu á sköpunarhæfileikum stökkbreytinga.

Gögni og rökin fyrir vitrænni sköpun eru endalaus en þetta er orðið nógu langt, læt duga að benda á nokkrar greinar þar sem ég hef fjallað um það sem styður sköpun:


mbl.is Sagði þróunarkenninguna vera kenningu með götum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal við Roger Morneau

Maður að nafni Roger Morneau sem hefur skrifað þó nokkrar bækur um reynslu sína af hinu yfirnáttúrulega.  Mjög forvitnilegt viðtal og vona að fólk hafi gagn og gaman af. 

 


Lifandi steingervingar finnast í Kína

Enn annað dæmi af lifandi steingervingum. Marglyttur fundust í Kína sem passa við steingervinga sem þróunarsinnar trúa að séu í kringum 200 miljón ára gamlir.  Að finna svona lifandi steingervinga, dýr sem hafa ekkert breyst í setlögunum óneitanlega passar miklu betur við sögu Biblíuna af Nóaflóðinu en skáldsögurnar sem menn spinna út frá þróunarkenningunni.  Miðað við sögu Biblíunnar þá hefur ekki liðið langur tími síðan að þessi dýr grófust og þessi sem við finnum í dag sem útskýrir mjög vel af hverju þau eru eins.  Það er skemmtilegur brandari í þessu myndbandi þegar þulurinn segir að þetta sé verðmætt efni í rannsóknir á þróun.  Dýrin breyttust ekkert og það er rannsóknarefni í þróun?  Þvílíkur brandari. Gott innlegg aftur á móti í umræðuna um sköpun þróun og hérna dæmi um enga þróun eins og vanalega.


Fegurð eða hryllingur?

nature_pollutionÞegar við skoðum heiminn í kringum okkur, hvort stendur upp úr? Fegurð eða hryllingur?  Þegar ég bendi á stórkostlega hönnun í náttúrunni sem ástæðu til að trúa á hönnuð þá andmæla oft guðleysingjar og vilja fá útskýringu á því vonda.  Ekkert að því en guðleysingjar láta oft eins og við lifum í alveg hryllilegum heimi og spyrja hvernig eiginlega datt Guði í hug að skapa þennan heim sem við lifum í.

Ég aftur á móti sé heim fullan af fegurð og endalaus dæmi af meiriháttar hönnun. Það er margt slæmt í okkar heimi en stærsti hlutinn af því er mannkyninu að kenna.

Svo hvort er meira áberandi í þessum heimi, fegurð eða hryllingur?

Er virkilega það sem við sjáum í þessum heimi það sem við ættum að búast við því ef að tilviljanir og náttúruval var það sem orsakaði þetta allt saman?  Er virkilega trúlegt að fegurð, hönnun, vitsmunir og kærleikur séu afurð tilviljanakenndra breytinga á DNA sem náttúruval síðan sigtaði út?  Ég fyrir mitt leiti segi, ekki séns.  Nokkrar myndir sem sýna örlítið brot af þeirri fegurð sem við finnum í þessum heimi sem ætti að sannfæra alla um að það er mjög hæfileika ríkur hönnuður á bakvið náttúruna.

nature1nature2nature4nature5nature_Face


Ótrúleg hönnun kolkrabbans

Hérna er myndband sem fjallar stuttlega um ótrúlega hönnun kolkrabbans, sjá: http://www.evolutionnews.org/2011/08/this_octopus_is_colorblind049511.html

Þetta er algjör snilld, ekki missa af þessu.

Ég er forvitinn að vita hvort það reynir á trúarvöðva þróunarsinna þegar þeir sjá svona eða hvort þeir eru orðnir alveg ónæmir fyrir raunveruleikanum.


Hvað með illsku Guðs?

parable-of-vineyard-bbl72-973Það er ekki nema eðlilegt þegar maður les svona fréttir að sú spurning vakni hvort að þarna hafi menn hafi viljandi af illum ásetningi verið að reyna drepa saklaust fólk. En þó að þarna hafi verið mistök að ræða þá veltir maður því fyrir sér hvort að allt þetta hernaðarbrölt sé til að stöðva illsku og þar af leiðandi réttlætanlegt eða ekki.

En hvað með Guð?  Biblían inniheldur mörg dæmi þar sem Guð sjálfur tekur líf fólks og í augum margra þá er þar Guð að brjóta sín eigin lög og er að fremja illvirki. Mig langar að gera eins og Jesús og segja dæmisögu til að útskýra þetta. 

Það var einu sinni heimilislaus maður sem betlaði á götum stórborgar. Hann hafði hvorki húsaskjól né nokkuð að borða.  Það kemur til hans ríkur maður sem finnur til meðaumkunar á manninum og ákveður að bjóða honum tilboð. Hann býður honum að búa í húsi sem hann á og sömuleiðis að geta keypt mat í búð í nágrenninu og skrifa það á sig.  Heimilislausi maðurinn þyggur boðið með þökkum.  Ríki maður segir við hann að hann er aðeins með húsið að láni því að dag einn mun hann vilja fá það aftur.

Síðan líða áratugir og fátæki maðurinn býr í húsinu og kaupir mat á kostnað ríka mannsins og á þessum tíma þá byrjar honum að finnast að hann eigi húsið og að hann eigi rétt á ókeypis mat. Síðan þegar ríki maðurinn kemur til baka þá vill fátæki maðurinn ekki hleypa honum inn og bölvar honum fyrir að vilja húsið sem honum finnst hann nú eiga.

Þegar Guð tekur lífið frá einhverjum þá er það eins og ríki maðurinn að vilja fá húsið sitt aftur. Guð gaf viðkomandi líf og sömuleiðis heim til að búa í og mat til að borða. Guð bað viðkomandi um að passa upp á líkamann sem hann gaf honum og að fara vel með heiminn sem hann bjó til handa honum og sömuleiðis koma vel fram við aðra sem Guð skapaði líka.  Sumir í gegnum söguna hafa valið að fara illa með líkamann sem þeir hafa að láni frá Guði og enn aðrir hafa valið að fara illa með aðra einstaklinga sem Guð skapaði.  Hvernig getur einhver sagt að Guð hafi ekki rétt til að taka líf frá þeim sem misnota þessa gjöf Guðs?

Þetta er það sem menn ættu að hafa í huga þegar þeir lesa sögur í Biblíunni sem fjalla um dóm Guðs yfir óréttlátu fólki.


mbl.is Segja NATO bera ábyrgð á dauða 85 þorpsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband