Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Hvaða lögmál eiga kristnir að fylgja?

Í gegnum Biblíuna þá er mikil áhersla á að fólk Guðs á að hlýða boðum Guðs. Aftur og aftur er þessi beiðni endurtekin, hættið að syndga og gerið vilja Guðs annars munið þér glatast.  Í gegnum Gamla Testamentið þá eru það boðorðin tíu og útskýringar á því hvernig maður fer að því að fylgja boðorðunum tíu.  Í Nýja Testamentinu þá finnum við hið sama. Marg oft gagnrýnir Jesú gyðingana að fylgja hefðum, segir þeim að hætta að fylgja hefðum og mannasetningum og snúa sér aftur til orð Guðs eins og Móses hafði opinberað þjóðinni.

Við sjáum t.d. í Jóhannesar guðspjalli, kafla fimmtán, vers tíu.

Jóhannesar guðspjall 15:10
Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Hérna biður Kristur sína fylgjendur að halda sín boðorð eins og Hann hélt boðorð Föðursins en boðorð Föðursins voru án efa boðorðin tíu. Hérna er hvíldardags boðorðið innifalið þar sem Jesú hélt það boðorð Föðursins enda var brot á því boðorði ástæðan fyrir mörgum af hamförum Ísraels.  Það væri óskandi að kristnir sameinuðust í kirkju sem heldur boðorðin tíu og þar á meðal hvíldardags boðorðið.

Hérna er síðan myndband sem ég klambraði saman um þetta mál, aðeins að prófa http://www.xtranormal.com/


Kviknar líf auðveldlega?

Það er kolrangt að tilurð lífs séu óumflýjanleg.  Jafnvel hörðustu guðleysingjar sem algjörlega hafna vitrænni hönnun viðurkenna að það sé gífurleg ráðgáta hvernig lífið kviknaði, sjá: 1. Hvernig varð lífið til?

Aðeins ef við skoðum eitt meðal prótein sem er sett saman úr 200 amínósýrum þá ef við gefum okkur gífurlegt magn af amínósýrum þá eru líkurnar að nothæft prótein myndist mjög litlar eða 1 á móti 20^200.  Til að fá smá hugmynd um hve ólíklegt þetta er þá er 10^80 sú tala sem eðlisfræðingar nota yfir fjölda atóma í alheiminum.  Við höfum sem sagt góðar ástæður til að ætla að þó að alheimurinn sé 13,7 miljarða ára gamall þá ættum við ekki von á því að eitt nothæft prótein myndist.

Meira um þetta hérna: Did God create life? Ask a protein

Staðreyndirnar segja okkur að lang rökréttasta og líklegasta svarið við þessu er að aðeins ef hönnuður hannar líf getur það kviknað, annars er það útilokað.  Enn fremur er vandamálið með uppruna upplýsingar eitthvað sem útilokar enn frekar að líf geti myndast án hönnuðar. Útskýrt í myndbandinu hérna fyrir neðan:


mbl.is Hittum geimverur innan 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Google að stuðla að einangrun?

Ég horfði á skemmtilegan fyrirlestur á TED í gær sem fjallaði um það sem er að gerast á mörgum vefum eins og t.d. google, amazon, yahoo news, youtube og fleirum.  Vefirnir nota flókna leitar algrím til að læra á sérhvern notanda til að láta hann fá efni sem talið er líklegt að hann vilji skoða.  Persónulega hef ég haft gaman af þessu þar sem ég er oft að rekast á bækur og myndir sem ég vissi ekki af en voru mjög áhugaverðar fyrir mig.  Hættan aftur á móti sem skapast er að maður getur byrjað að lifa í heimi út af fyrir sig. Þar sem maður rekst ekki á upplýsingar sem eru mikilvægar af því að þær eru filteraðar út af svona tölvu algrímum.  Ég held að við erum ekki komin á þann stað að google stuðli að einangrun með því að filtera út upplýsingar, kannski bara mín vanþekking en ég er sammála því að hættan er til staðar.

Mjög forvitnilegt efni: http://www.ted.com/talks/eli_pariser_beware_online_filter_bubbles.html


mbl.is Milljarður „googlaði" í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg hugmynd að mati margra húmanista

Miðað við þær tilvitnanir sem ég hef rekist á frá húmanistum varðandi þessi atriði þá er þetta hræðileg hugmynd.  Ætla að leifa húmanistunum sjálfum að útskýra málið:

Jacques Cousteau, UNESCO Courier, Nov. 1991
The United Nation's goal is to reduce population selectively by encouraging abortion, forced sterilization, and control of human reproduction, and regards two-thirds of the human population as excess baggage, with 350,000 people to be eliminated per day.

Jacques Cousteau, UNESCO Courier, Nov. 1994
It’s terrible to have to say this. World population must be stabilized and to do that we must eliminate 350,000 people per day. This is so horrible to contemplate that we shouldn’t even say it.

David Brower - first Executive Director of the Sierra Club
Childbearing [should be] a punishable crime against society, unless the parents hold a government license ... All potential parents [should be] required to use contraceptive chemicals, the government issuing antidotes to citizens chosen for childbearing.

Ted Turner - CNN founder and UN supporter - quoted in the The McAlvany Intelligence Advisor, June '96
A total population of 250-300 million people, a 95% decline from present levels, would be ideal.

Prince Phillip - Duke of Edinburgh, leader of the World Wildlife Fund
If I were reincarnated I would wish to be returned to earth as a killer virus to lower human population levels.

Miðað við þetta þá getur það varla verið góð hugmynd að bjarga nokkrum einasta einstaklingi. Efast um að þetta sé hugmyndafræðin sem flestir húmanistar aðhyllist en greinilega þá hafa margir mjög áberandi húmanistar haft þessar skoðanir, þ.e.a.s. að gera allt í okkar valdi til að fækka fólki á jörðinni. Best væri samt auðvitað að þetta fólk myndi vera "gott" fordæmi fyrir okkur hin og byrja á sjálfu sér.


mbl.is Fleiri bólusetningar gætu bjargað milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er náttúruval kennt sem þróun?

NaturalSelectionAf hverju er náttúruval sem er samþykkt af sköpunarsinnum kennt sem "þróun"?  Eins og það útskýrir uppruna og fjölbreytni lífsins?  Náttúruval er samkvæmt skilgreiningu ferli sem velur úr því sem er þegar til, velur úr þeim upplýsingum sem eru þegar fyrir hendi svo þetta er ekki skapandi ferli.  Það gæti útskýrt af hverju hinn hæfasti lifir af en ekki hvernig hinn hæfasti varð til. Dauði þeirra sem hafa ekki aðlagast umhverfinu og hæfileiki þeirra sem lifa af í umhverfinu útskýrir ekki uppruna þeirra eiginleika sem gera dýrinu kleyft að lifa af í viðkomandi umhverfi. Til dæmis hve margar minniháttar afbrigði af goggi finkunnar útskýrir hvernig goggurinn varð til eða hvernig finkan sjálf varð til?

Hvernig útskýrir náttúruval breytingu slíms í snillinga á borð við Richard Dawkins?

Meira hérna creation.com/defining-terms


Hvernig gátu stökkbreytingar búið til magn af upplýsingum?

ATPaseHvernig gátu stökkbreytingar ( mistök við að afrita DNA kóðann, stöfum víxlað, eytt eða bætt við eða gen tvöfölduð, litningar afritast öfugt ) búið til gífurlegt magn af upplýsingum í lifandi verum?  Hvernig fóru þannig villur að því að búa til DNA upplýsingar upp á þrjá miljarða DNA stafa um hvernig á að breyta einfrömungi í erfðafræðing?

Það eru upplýsingar um hvernig á að búa til prótein en líka hvernig á að stjórna notkun þeirra - dáldið eins og matreiðslubók inniheldur upplýsingar um innihald uppskriftarinnar og líka upplýsingar um hvernig og hvenær á að nota efnin.  Eitt án annars er gagnlaust, fyrir ýtarlegri útskýringu á þessu, sjá: http://creation.com/meta-information

Við þekkjum stökkbreytingar aðalega af þeirra skaðlegu áhrifum, þar á meðal 1.000 sjúkdómar meðal manna eins og hemophilia .  Sjaldgæft er að stökkbreytingar hafi einhver jákvæð áhrif.  Svo hvernig getur það að hræra í upplýsingum sem eru þegar til búið til nýjar upplýsingar sem segja til um hvernig á að búa til flóknar nanó vélar sem eru samsettar úr mörgum litlum hlutum eða frá slími yfir í mannveru?  Hvernig á þannig ferli að búa til ATP mótor sem er samsettur úr 32 hlutum sem sér um að búa til orku fyrir allar lífverur?  Sjá meira hérna: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun


Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband