Kviknar líf auðveldlega?

Það er kolrangt að tilurð lífs séu óumflýjanleg.  Jafnvel hörðustu guðleysingjar sem algjörlega hafna vitrænni hönnun viðurkenna að það sé gífurleg ráðgáta hvernig lífið kviknaði, sjá: 1. Hvernig varð lífið til?

Aðeins ef við skoðum eitt meðal prótein sem er sett saman úr 200 amínósýrum þá ef við gefum okkur gífurlegt magn af amínósýrum þá eru líkurnar að nothæft prótein myndist mjög litlar eða 1 á móti 20^200.  Til að fá smá hugmynd um hve ólíklegt þetta er þá er 10^80 sú tala sem eðlisfræðingar nota yfir fjölda atóma í alheiminum.  Við höfum sem sagt góðar ástæður til að ætla að þó að alheimurinn sé 13,7 miljarða ára gamall þá ættum við ekki von á því að eitt nothæft prótein myndist.

Meira um þetta hérna: Did God create life? Ask a protein

Staðreyndirnar segja okkur að lang rökréttasta og líklegasta svarið við þessu er að aðeins ef hönnuður hannar líf getur það kviknað, annars er það útilokað.  Enn fremur er vandamálið með uppruna upplýsingar eitthvað sem útilokar enn frekar að líf geti myndast án hönnuðar. Útskýrt í myndbandinu hérna fyrir neðan:


mbl.is Hittum geimverur innan 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Allt vangaveltur og getgátur. En kannski ætti spurningin að vera þessi, ef einhver hannaði lífið, hvernig varð hönnuðurinn til?

Sumt er bara ekki hægt að vita og alls ekki sanna, en allt er hægt að halda.

Tómas Waagfjörð, 28.6.2011 kl. 14:37

2 Smámynd: Mofi

Tómas, það eru ekki vangaveltur eða getgátur þegar kemur að því hvernig lífið er núna eða tölfræðin á bakvið hvernig þetta virkar í dag því þetta er beint fyrir framan okkur.  Þrátt fyrir það þá er ég sammála að maður ályktar hérna í trú. Ef maður kemst að þeirri niðurstöðu að þetta hlýtur að hafa haft hönnuð þá er auðvitað mjög eðlilegt að spyrja sig að því hvernig hann hafi getað orðið til og ég held að eins og er þá er aðeins hægt að svara þeirri spurningu líka á trúarlegum nótum.

Mofi, 28.6.2011 kl. 15:19

3 Smámynd: Rebekka

Ég vona svo innilega að líf finnist á öðrum hnöttum áður en ég dey,  jafnvel þótt það væru bara einfrumungar...  

COME ON vísindamenn!  Drífið í að finna upp almennileg geimskip með warp drives og svoleiðis!

Rebekka, 28.6.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Mofi

Rebekka, nú er ég forvitin, hvað fengir þú út úr því?

Mofi, 28.6.2011 kl. 17:12

5 Smámynd: Rebekka

Ég hef alltaf haft áhuga á geimverum og þannig háttar, ég er 99.9% viss um að við erum ekki ein í alheiminum.  Verst bara hvað vegalengdirnar eru langar. Beam me up, Scotty!

Af hverju er ég 99.9% viss?  Af því við erum hér, ég er nú þegar 100% viss um að skapari kom hvergi nálægt tilurð okkar, þannig að það er greinilega mögulegt að líf kvikni á plánetum.

Rebekka, 28.6.2011 kl. 19:49

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er rosaleg þráhyggja hjá þér Mofi minn og ofsalega ertu nú einn í þessu sundi gegn straumnum og staðreyndunum. Það eru komin nokkur ár, sem ég hef fylgst með þér og verð að segja að þetta er ekki heilbrigt. Trúðu mér. Þú verður að fara að snappa út úr þessu, eða leita þér aðstoðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 01:21

7 Smámynd: Mofi

Rebekka, það er voðalega lítið rökrétt við þetta hjá þér. Að minnsta kosti engann veginn byggt á þeirri þekkingu sem við höfum á heiminum í kringum okkur.

Jón Steinar, ég styð þetta með staðreyndum. Ef einhver kemur með mótrök eða getur bent á eitthvað sem hrekur þetta þá er ég mjög forvitinn að heyra.

Mofi, 29.6.2011 kl. 09:15

8 Smámynd: Hátalarinn

Jörðin er hnöttur, sólinn er í miðju sólkerfisins, menn og apar eiga sameiginlegan forföður og líf getur kviknað úr eingu.

Þú fræðist ekki um eðlisfræði í biblíunni eða gylfaginningu.

Lífið er stórkostlegt, ótrúlega ólíklegt en mögulegt.

Njóttu þess :)

Hátalarinn, 29.6.2011 kl. 12:27

9 Smámynd: Mofi

Hátalarinn, enginn mótrök? 

Mofi, 29.6.2011 kl. 12:50

10 Smámynd: Hátalarinn

Þú lagðir ekki fram nein rök sjálfur, eina sem þú sagðir var að það væri ólíklegt. Ég held ég geti alveg verið sammála því (þrátt fyrir vera sjálfur lifandi sönnunn fyrir því að líf sé mögugulegt).

Hátalarinn, 29.6.2011 kl. 13:02

11 Smámynd: Mofi

Hátalarinn, ég útskýrði með rökum af hverju tölfræðilega við ættum ekki von á því að einu sinni meðal prótein yrði til á þeim tíma sem menn trúa að alheimurinn hafi verið til.  Ég sömuleiðis benti á vandamál sem eru algjörlega óleysanleg fyrir dauð efni en við vitum að hönnuður leysa og hvernig þeir leysa þau, þá er ég t.d. að tala um uppruna upplýsinga. Sá sem getur svarað hvernig dauð efni fara að því að gefa röð af efnum einhverja meiningu er kominn smá á leið til að útskýra hvernig lífið gæti hafa orðið til án hönnuðar.

Mofi, 29.6.2011 kl. 13:06

12 Smámynd: Hátalarinn

Hefur þú í alvöru áhuga á því að leysa vísindaleg vandamál eða viltu afskrifa möguleikan á því að hægt sé að leysa þau með því að að viðhalda órökréttum (trúarlegum) kreddum.

Þetta nálgast allt hratt hér er ársgömul frétt um vísindamenn sem skapa líf (sem fjölgar sér úr) úr dauðu efni. þetta líf átti eingann förföður. Maðurinn skapaði þetta líf ekki kallinn í skýjunum. >>>> http://www.economist.com/node/16163154 And man made life

Hátalarinn, 29.6.2011 kl. 13:22

13 Smámynd: Mofi

Hátalarinn
Hefur þú í alvöru áhuga á því að leysa vísindaleg vandamál eða viltu afskrifa möguleikan á því að hægt sé að leysa þau með því að að viðhalda órökréttum (trúarlegum) kreddum.

Ímyndaðu þér að við finndum bíl á yfirborði Júpiters.  Væri það vísindalega vandamálið sem þarf að leysa að finna leið til að hann hafi myndast án hönnuðar?

Hátalarinn
Þetta nálgast allt hratt hér er ársgömul frétt um vísindamenn sem skapa líf (sem fjölgar sér úr) úr dauðu efni. þetta líf átti eingann förföður. Maðurinn skapaði þetta líf ekki kallinn í skýjunum. >>>> http://www.economist.com/node/16163154 And man made life

Þeir bjuggu ekki til DNA frá grunni, bjuggu ekki til prótein frá grunni en þrátt fyrir að taka auðvelduleiðina, alveg virkilega auðveldu leiðina, þá sýndu þeir fram á að til að gera eitthvað svona hálfkák þá þarf vitsmuni. Ef menn ná að skapa líf sem er fræðilegur möguleiki á svipuðum skala og fótalaus, blindur maður gæti klifrað Everest án hjálpartækja, þá myndi það sýna að það þarf hönnuð til að kveikja líf.

Mofi, 29.6.2011 kl. 13:31

14 Smámynd: Hátalarinn

Ég er að reyna skilja fyrri spurninguna, held ég þarf að taka hana í pörtum. Í fyrsta lagi væri vísindalegt vandamál að finna yfirborð á júpiter þar sem hún er gas-pláneta. Það væri vissulega vandamál að átta sig á því hvernig hann birtist þar, og já vissulega hver bjó hann til. Þetta ímyndaða dæmi væri verðugt verkefni fyrir vísindin. Whats your point? Er þetta eitthver bananarök sem þú lærðir hjá útvapspredikara? Ef þú vilt hafa þetta svona þá ættir þú ekki trúa á guð fyrr en þá myndir sjá hann í eigin persónu. Þetta eru álíka hypothetical dæmi. Bíðuð bara og sjáum til hvað gerist ef þessir hlutir eiga sér stað.

Dautt efni = líf -- fyrir nokkrum árum var þetta helsta vígi sköpunarsinna, þar sem þeir reyndu að fullvissa fólk um að þetta væri ekki hægt. Og nú gerir þú lítið úr þessu stórvirki mannsins.

Mér finnst merkilegt að þú viðurkennir að heimurinn sé 13,7 milljarða ára þar sem flesti sköpunarsinnar í BNA halda að heimurinn sé 4000 ára. Ég veit ekki hversu bókstafstrúar þú ert. En ég er viss um að biblían sé úrelt eðlisfræðibók, og ég held að þú getur verið sammála mér í því.

Vissulega voru hönnuðir mínir vitsmunaverur, foreldra mínir, sem áttu foreldra sem áttu foreldra osfv. Í gegnum kynslóðirnar hefur heilinn og siðmenning þróast og í dag notum við safapressu, útvarp, fljúgum um geiminn og búum til nýja lífskeðju. Það er ekki síst því að þakka að einkaréttur kirkjunna á sannleikanum var afnuminn að allt þetta er hægt.

Hátalarinn, 29.6.2011 kl. 15:52

15 Smámynd: Mofi

Hátalarinn
Það væri vissulega vandamál að átta sig á því hvernig hann birtist þar, og já vissulega hver bjó hann til. Þetta ímyndaða dæmi væri verðugt verkefni fyrir vísindin. Whats your point?

Þannig að spurningin væri hvernig hann varð til en ekki hvernig dauð efni fóru að því að setja hann saman?

Hátalarinn
Ef þú vilt hafa þetta svona þá ættir þú ekki trúa á guð fyrr en þá myndir sjá hann í eigin persónu. Þetta eru álíka hypothetical dæmi. Bíðuð bara og sjáum til hvað gerist ef þessir hlutir eiga sér stað.

Ég tel aðeins að trú á að vera rökréttasta ályktunin miðað við þær staðreyndir sem við höfum í höndunum. Trú byggð á gögnum og rökum, allt annað ber að gera grín að.

Hátalarinn
Dautt efni = líf -- fyrir nokkrum árum var þetta helsta vígi sköpunarsinna, þar sem þeir reyndu að fullvissa fólk um að þetta væri ekki hægt. Og nú gerir þú lítið úr þessu stórvirki mannsins.

Ég geri lítið úr því sem lítið er, ef um er að ræða tilraunir manna til að búa til líf því að þær eru mjög aumkunarverðar. Veit annars ekki hver þinn punktur er hérna.

Hátalarinn
Mér finnst merkilegt að þú viðurkennir að heimurinn sé 13,7 milljarða ára þar sem flesti sköpunarsinnar í BNA halda að heimurinn sé 4000 ára. Ég veit ekki hversu bókstafstrúar þú ert. En ég er viss um að biblían sé úrelt eðlisfræðibók, og ég held að þú getur verið sammála mér í því.

Ég veit ekkert hvað alheimurinn er gamall. Varðandi Biblíuna þá er hún ekki eðlisfræðibók þó að þegar hún talar um efni sem tengjast eðlisfræði þá tel ég hana fara með rétt mál.

Mofi, 29.6.2011 kl. 16:03

16 Smámynd: Hátalarinn

Mofi

"Þannig að spurningin væri hvernig hann varð til"

Já við skulum bara rannsaka það þegar að því kemur. Sama á við um einhyrninga og álfa

Mofi

"Ég tel aðeins að trú á að vera rökréttasta ályktunin miðað við þær staðreyndir sem við höfum í höndunum. Trú byggð á gögnum og rökum, allt annað ber að gera grín að."

Ef ég skil þig rétt, þá er ég svakalega sammála þér. En þar sem ég býst við að þú ert bókstafsmaður þá held ég að heimildir þínar fyrir staðreyndum séu ansi brigðular. Sannir bókstafsmenn viðurkenna aldrei brigðuleika biblíunnar því sannleikur biblíunnar er endanlegur.

Sönn vísindi er sú hugsun að "sannleikur er ekki endanlegur" sem mér skildist þú vera að segja. Framfarir verða til með því að viðurkenna að hlutirnir eru aldrei fullkomnir. Af því leyti er ég þér sammála.

mofi

"Ég geri lítið úr því sem lítið er, ef um er að ræða tilraunir manna til að búa til líf því að þær eru mjög aumkunarverðar"

Úff, það lítið hægt að segja við þessu. Virðist eins og þú sért búin að mála þig útí horn. Var þetta ekki einmitt það sem við vorum að tala um.

Ég horfði á Creationist-heimildarmynd fyrir nokkrum árum þar sem þeir stærðu sig af því að eingum hefði tekist að búa til líf úr dauðu efni, það var aðalsönnunnunin fyrir því að yfirnáttúrleg vera hafi hannað lífið. well know they can. Hvað eiga menn að sanna næst fyrir sköpunnarsinna? Maður hefði að haldið að sannanir fyrir því að jörðin væri kninglótt og snérist umhverfis sólina væri nóg til að efast um sannleiksgildi biblíunnar. Það virðist aldrei vera nóg.

mofi

"Varðandi Biblíuna þá er hún ekki eðlisfræðibók þó að þegar hún talar um efni sem tengjast eðlisfræði þá tel ég hana fara með rétt mál."

Tilgáta: Genesis er eðlisfræðibók

Forsenda: Umræða um uppruna alheimsins er eðlisfræði

Genesis talar ítarlega um uppruna alheimsins

Genesis er bók

Niðurstaða: Genesis er eðlisfræðibók.

Er ég að misskilja etthvað

Hátalarinn, 29.6.2011 kl. 16:58

17 Smámynd: Mofi

Hátalarinn
Ef ég skil þig rétt, þá er ég svakalega sammála þér. En þar sem ég býst við að þú ert bókstafsmaður þá held ég að heimildir þínar fyrir staðreyndum séu ansi brigðular. Sannir bókstafsmenn viðurkenna aldrei brigðuleika biblíunnar því sannleikur biblíunnar er endanlegur.

Fólk sem hefur verið harðir sköpunarsinnar hafa skipt um skoðun, menn sem hafa verið harðir þróunarsinnar og jafnvel guðleysingjar hafa skipt um skoðun. Þessi sýn þín á hvernig ákveðinn hópur fólks metur gögnin er bara fordómafullur.  Ég í þessari grein bendi á staðreyndir sem ég síðan að hluta til byggi mína trú á. Ég sé svakalega lítið af slíku frá þróunarsinnum og guðleysingjum.

Hátalarinn
Sönn vísindi er sú hugsun að "sannleikur er ekki endanlegur" sem mér skildist þú vera að segja. Framfarir verða til með því að viðurkenna að hlutirnir eru aldrei fullkomnir. Af því leyti er ég þér sammála.

Ég er sammála að í vísindalegum skilningi er sannleikurinn ekki endanlegar en í mannlegum skilningi þá er rökréttast að trú miðað við bestu þekkingu sem við höfum aðgang að. Ég aftur á móti sé guðleysingja útiloka hönnun fyrirfram, sem einhvers konar reglu sem þeir verða að hlíða og gögn og rök skipta þar engu máli.

Hátalarinn
Úff, það lítið hægt að segja við þessu. Virðist eins og þú sért búin að mála þig útí horn. Var þetta ekki einmitt það sem við vorum að tala um.

Ég er einfaldlega þarna að lýsa hve langt vísindamenn eru komnir því að búa til líf eða guðleysingjar að finna út hvernig líf gat orðið til af sjálfu sér. Þeir geta ekki sett saman prótein, geta ekki búið til DNA kóða; í besta falli geta þeir hermt eftir því sem þeir sjá í náttúrunni en samt geta þeir það alls ekki vel.  Svona er einfaldlega staðan, þetta er raunveruleikinn og ég get ekki breytt því að þetta er svona í dag.

Hátalarinn
Ég horfði á Creationist-heimildarmynd fyrir nokkrum árum þar sem þeir stærðu sig af því að eingum hefði tekist að búa til líf úr dauðu efni, það var aðalsönnunnunin fyrir því að yfirnáttúrleg vera hafi hannað lífið. well know they can. Hvað eiga menn að sanna næst fyrir sköpunnarsinna?

Þeir geta ekki búið til líf. Og hvað með það eiginlega ef einhver hálfviti kom með hálfvitaleg rök einhvern tíman?  Eru stóru spurningar lífsins ákvarðaðar út frá því að svara kjánalegum spurningum sem einhver út í bæ setur fram í fáfræði?

Ef að vísindamenn ná að búa til líf þá munu þeir sanna að það þarf vitsmuni til að búa til líf.

Hátalarinn
Hvað eiga menn að sanna næst fyrir sköpunnarsinna? Maður hefði að haldið að sannanir fyrir því að jörðin væri kninglótt og snérist umhverfis sólina væri nóg til að efast um sannleiksgildi biblíunnar. Það virðist aldrei vera nóg.

Af hverju eiginlega ætti það yfirhöfuð að tengjast sannleiksgildi Biblíunnar?  Síðan er trúin að það sé til hönnuður ekki bundið við að öll Biblían sé sönn eða kristni sé sönn.

Mofi, 30.6.2011 kl. 09:38

18 Smámynd: Jón Ragnarsson

Staðreyndirnar segja okkur að lang rökréttasta og líklegasta svarið við þessu er að guð er ekki til, annað er útilokað.

Jón Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 13:37

19 Smámynd: Mofi

Jón, eins og vanalega órökstuddar fullyrðingar. Hvernig er tilfinningin að hafa svona blinda trú?

Mofi, 30.6.2011 kl. 15:06

20 identicon

sæll Moffi

Ég sé að engum hafi tekist að sýna þér ljósið í hjarta þínu þótt næstum ár sé liðið frá því að við skrifuðumst á.

2007 16:12:50 / heilun

Mynt kærleikans

Mynt kærleikans

Að morgni þegar sólin hefur risið þá horfir þú upp á nýjan dag.Áhersla er lögð á”Nýjan”.Það er ekki meint þannig að þú sért tengd við gærdaginn ekki frekar en að vera borin á höndum meistaranna fram á enn nýjan dag.

Þetta er nýr dagur sem Guð hefur gefið ykkur,enn nýtt tækifæri til betrumbóta fyrir mistök gærdagsins hafi þau einhver verið.

Nýr dagur til að búa til fyrir ykkur sjálf meira af trúarlegum ástæðum sem eru einhvers virði fyrir ykkur sjálf og sálina,gefur ykkur hlýju birtu og yl í hjartarótina.Jesus sagði:

Geymið fjársjóð ykkar þar sem hvorki mygla ryð eða þjófar geta stolið honum frá ykkur.Auðvitað er ég að tala um andlegan fjársjóð ekki veraldlegan í þessu tilliti.

Auðvitað hafið þið ykkar leiðir til að lifa sem hafa verið sköpuð af mannavöldum en við vitum að ykkur er nauðsynlegt að lifa samkvæmt lögmálum ykkar.Þið þurfið mynt kyrrðarinnar til að kaupa þarfir ykkar til daglegs lífs.

Það er til”Mynt” kærleika hér í landi okkar þaðan sem þið komuð í upphafi "lífs" ykkar í móðurkviði,himnaríki,þangað sem þið öll tilheyrið,landi sem drottinn stýrir og þið ákallið á ögurstundu.

Þið öðlist rétt til að kaupa”mynt"kærleikans rétt eins og þeirrar sem þið kaupið til daglega þarfa ykkar.Þið öðlist hana með góðverkum ykkar.Þið öðlist hana með samtryggð og mannkærleika

Þið öðlist hana með einlægni,með fyrirgefningunni,og með því að hlúa að þeim sem minna mega sin landi ykkar fram fyrir ykkur sjálf.

Það er enginn gjaldkeri sem á ákveðnum degi kemur og segir”Hér eru vinnulaunin fyrir vikuna”Þessi heilaga”Mynt”virkar ekki á sama hátt og þið notið í ykkar daglegu amstri á jörðinni.

Heldur er það ást og umhyggja á hvort öðru sem er hin táknræna mynt.

Þess vegna þurfið þið svo mikið á að halda samrhyggð fyrirgefningunni vináttunni, á milli ykkar sjálfra.

Þú þarft ekki að bíða þess sem þið kallið”dauða”til þess að vinna ykkur inn”mynt”kærleikans heldur getið þið byrjað strax innlagningu með mannlegum samskiptum og kærleika.

Ég vil að þið sjáið ástúðina hún er jafnvel meira áríðandi heldur en móðurmjólkin sem er gefin ungbörnum,því eins og þið vitið án hennar getur líf barnsins ekki náð fram að ganga og myndi á endanum fjara út.

Ég vil að þið sjáið og finnið að ástúðin er jafn öflug til að viðhalda ykkar eigin lífi á jörðinni og skapa sömu skilyrði og eru fyrir hendi í ríki Guðs.Þetta eru sama kjarnauppspretta og þið þurfið til að skapa þessar kjöraðstæður þess himnaríkis

.Þetta er það andrúmsloft sem ríki Guðs er í og það er okkur jafn mikilvægt og loftið sem þið andið að ykkur til að fá súrefni til þess að viðhalda lífi í líkama ykkar

.Andrúmsloft sem hvert einasta ykkar mun koma inn í á einhverjum tímapunkti ævi ykkar fyrr eða seinna.Enginn getur umflúið þetta því allir sem lifa á jörðinni munu fara í gegn um svokallaðan”dauða” og upphefja líf á nýjum stað í nýjum tilgangi.

Fyrir marga sem koma í okkar ríki er þetta ekki auðveldur ferill því að þeirra veröld hefur verið snúið á haus.

Sérstaklega fyrir þá sem hafa verið valdamiklir í jarðlífi og haldið háum stöðum yfir öðrum jarðarbúum og nýtt sér það til þess að sækja hitt og þetta fyrir þá því að þeir uppgötva að nú”Þurfa þau sjálf að sjá um að sækja þetta og hitt og bera það sjálf

”Geislabaugur sjálfsdýrkunnar og frægðar fylgir þeim ekki yfir til okkar. Sumir eiga afar erfitt með að sætta sig við þessi breyttu hlutskipti sin og munu því læra upp á nýtt með okkar kennurum.

Stjórnsemi og þörf að ráða yfir öðrum á lægri stigum þjóðfélagsins fylgir þeim heldur ekki hingað til okkar.

Þar sem þeir gátu áður sett ótta í hjörtu fólks með lagabálkum og öðrum veraldlegum gæðum eins og að missa heimili sitt atvinnu sína gildir ekki hér.

Þeir munu upplifa Gjaldþrot þar sem á lífleiðinni hafi þeir aldrei lagt inn í banka Guðs góðverk sín,hann mun eiga fáa vini hér vegna þess að allir voru hræddir við hann í jarðvistinni.

Hann setti einnig í framkvæmd gjörðir með auði sínum í jarðvistinni en eins og kornabarnið sem ekki getur lifað án móðurmjólkurinnar þá getur hann ekki lifað í himnaríki án ástúðar þeirra sem þar eru fyrir.

Leiðin hans verður þyrnum stráð og erfið og hans helsti þröskuldur á nýrri þróunarbraut verður vöntun á þeim eiginleika að geta fyrirgefið sjálfum sér gjörðir sínar í lifenda lífi.

Þegar hann fer í hreinsunareldinn sem Jesús mælti um mun hann gera sér ljósar þær gjörðir sínar í lifenda lífi munu færa honum einmannaleika og vansæld.

Hann mun verða sjónarvottur allra gjörða sinna verjandi og dómari þeirra.

Svo að þið sjáið erfileikana sem hann mun standa frammi fyrir í ríki Guðs því að hann mun einnig finna sjálfan sig á eyðimörk lífsins,algjörlega án fyrri valda því að þetta verður eins og hann skapaði sér sjálfur í jarðvistinni.

Ég gef ykkur dæmi:Ég vil sýna ykkur hversu nauðsynlegt það er fyrir ykkur að kaupa”mynt” kyrrðar og umhyggju í jarðvistinni því að þið getið ekki ætlast til að þiggja ef þið gefið ekki neitt af ykkur í staðinn.Já eins og þið þiggið munu þið og fá í staðinn margfalt.

Ég er viss um að þið hafið heyrt þetta þúsund sinnum”EINS OG ÞIÐ GEFIÐ MUNU ÞIG OG ÞIGGJA”Fyrir þann sem hefur gefið ást og umhyggju sína til annars mun hann og þiggja margfalt til baka á þróunarbrautinni.

Það verður verðgildi”Myntarinnar”sem sent verður áfram inn á þróunarbraut framhaldslífsins sem hjálpar framþróun einstaklingsins í nýju hlutverki.Svo börnin góð.

Ég vil að þið hugsið um ÁSTINA því að í allri ykkar lífsreynslu í jarðríki ber hana á góma.Þið munuð upplifa að án hennar verður lífið mjög kalt,tómlegt,og tilgangslaust nema að þið hafið þessa ÁST og Umhyggju.Það var ekki auður mannsins,verðugleiki hans eða staða sem kom honum í stöðu fátæka mannsins í okkar heimi.

Það var algjör vöntun á ÁST sem olli því ásamt græðgi.Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þið hafið gegnt í lifenda lífi eða auði svo lengi sem þið munið að ÁST OG UMHYGGJA FYRIR ÖÐRUM hafi verið uppfyllt til opnunnar á dyrum HIMNARÍKIS.

Ástúð Guðs á manninum og uppfylling skilmála Guðsríkis en því miður eru blikur á lofti vegna spillingar sem eyðileggja möguleika ykkar á frjálsum vilja mannsins,og þróun hans fyrir það sem koma skal í ríki Guðs á síðari stigum.

Þess vegna þarf Guð að grípa í taumana og stöðva frekari öfugþróun mannkyns sem hefur kostað mannfórnir og miklar hörmungar.Hans gjöf í upphafi til ykkar til að nota í friðsömum tilgangi milli ykkar sjálfra er orðin að engu og hefur í staðinn kostað ykkur vansæld.

Hann mun ekki líða gráðugum mönnum að eyðileggja verk hans til manna og hefur hann þegar gert ráðstafanir til þess því án hans vilja mun líf ekki þrífast á jörðu.GUÐ HEFUR ENGAN VILJA TIL ÞESS AÐ LÁTA ÞETTA HALDA ÁFRAM.

Hlutir sem hafa verið settir fyrir ykkur á vegi lífsins eru álíka miklir og hræðsla við það óvænta sem muni ske en það er líka ákveðin lífsfylling að allt sé í lagi. Jafnvel þótt þið þyrftuð að bíða og sjá það ske því að það mun ske.

LÖGMÁL GUÐS STENDUR.VILJI GUÐS MUN VERÐA.FAÐIR VOR ÞÚ SEM ERT A HIMNUM HELGIST ÞITT NAFN VERÐI ÞINN VILJI.

ÞAÐ GETUR EKKI ORÐIÐ A ANNAN VEG EN ÞENNAN

Íhugið þennan boðskap vandlega

Góðar nætur.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 15:13

21 Smámynd: Mofi

Þór, er þetta svar þitt við minni grein að líf kviknar ekki auðveldlega?

Ég sé ekkert að þessari athugasemd og tek heilshugar undir hana, sé bara ekki hvernig hún tengist efni greinarinnar.

Mofi, 30.6.2011 kl. 15:36

22 identicon

Neðangreint fékk ég bein að handan og mig langar að bjóða þér að koma í Bústaðakirkju næsta mánudag kl.2000 setjast niður og njóta hinnar guðdómlegu orku sem kemur að handan til viðstaddra en kirkjan er alltaf full út úr dyrum en enginn er snertur en ég sit fyrir altari.

26.07.2008 16:08:15 / heilun

Sköpunin 1 hluti

Hvaða tungumál getur hans heilaleiki notað til að útskýra það sem óútskýranlegt er til dauðlegra manna.

Það var sá timi að allt líf þróaðist saman í fullkominni samkennd og friði um allan heim og sýndu náttúrulögmálinu fullkomna virðingu og hlýðni.

Þetta timabil hefur verið kallað gullaldarárin frá uppruna mannkyns.

Gullaldarárin voru Edengarðurinn eins og biblian lýsir þeim og Adam og Evu en endaði í blóðbaði þegar fólk hagaði sér eins og villidýr og komust á það stig að vera bara til.

Það var aldrei ætlunin að hafa frumgerð mannsins í líki frumgerðar apa eins og margir hafa líkt mannfólki við og leitað að týnda hlekknum en hann mun aldrei finnast .

Í dag eru þið að nálgast 21 öldina og aftur stendur mannkyn á barmi glötunnar þar sem þið hafið ekkert lært í þróunarsögunni annað en græðgi í hinum ýmsu formum,látið mannkærleika lönd og leið og ekki rétt þurfandi hjálparhönd .

Þið lifið í dag á öld tölvutækni þar sem mannshöndin víkur fyrir þessum tólum og búgarðar þar sem litið er svo á að búpeningurinn sé þar ætlaður til tilrauna þar sem ekkert verður á endanum náttúrulegt þar sem ykkar visindi verða að betrumbæta það sem í fyrstu var fullskapað af meistaranum sjálfum.

Þetta hefur reynst ykkur dýrkeypt með mistökum í visindatilraunum og afleiðingum þeirra sem setja munu mark sitt á mannkyn til frambúðar.

Þið hafið einnig notað eiturefni á akra ykkar og vilt dýr en þessi eiturefni munu á endanum grafa sig í vatnsból neðanjarðar þar sem ykkur eru ekki ljós hvernig vatnsveitukerfi neðanjarðar voru sköpuð í upphafi og á endanum ná þessi eiturefni að sýjast inn í líkama ykkar fyrr eða síðar.

Stungugat á ozonhjúpinn sem settur var ykkur til varnar geislun sólarinnar hafi þið gert með ónærgætni og græðgi iðnríkja sem engu skeyta um mengun sem valda mun húðkrabbameini og með timanum hækka yfirborð sjávar þannig að borgir eins og London og Amsterdam gætu verið í hættu þess vegna.

Regnskógar Suður Ameríku og Suð-Austur Asiu sem gegna gífurlega miklu hlutverki í að halda réttu rakastigi í heiminum og stýra veðurfari um allan heim eru nú í útrýmingarhættu og ekkert kemur í stað þeirra..

Þessi eyðing eykst með hverjum deginum sem líður ásamt yfirvofandi hættu á kjarnavopnanotkun því að þið lærðuð ekkert af Tjernoobil slysinu og mótstöðuafl ónæmiskerfis ykkar verður veikara og veikara vegna óhóflegrar lyfjanotkunar en á endanum munu þau hætta að virka og þið munuð standa berskjölduð eftir.

Eitthvað þarf að gera og það NÚ ÞEGAR.

Hvert getið þið þá leitað,ekki til pólitíkusana og varla til svokallaðra biblíufræðinga því að þeir hafa ekki getu til að skilja hugtak Guðs hvað þá meira.

Trúarbrögð heimsins hafa margt að svara fyrir því að hver fyrir sig segir sinn Guð vera þann eina rétta en hafa samt ekki svörin.

Það eru engin trúarbrögð í ríki hins almáttuga og þess vegna ættu engin
trúarbrögð að vera hjá mannkyni sem ekki kann að fara með hina heilögu ritningu sem send var ykkur til kennslu en hefur verið umsnúið rangtúlkuð og kostað mannfórnir á altari heimskunnar.

Aeins undirgefi við náttúrulögmál skaparans gætu komið ykkur til hjálpar til þess að lifa saman í sátt og samlyndi við ykkur sjálf náttúruna og jörðina sem þið standið á því að hún er lifandi.
27.07.2008 11:11:57 / heilun

Sköpunin 2 hluti

Eitt er það sem jarðarbúar þurfa að fá skilning á að að eftir svokallaðan dauða þá förum við frá þessari bráðabirgðastöðu hér á jörðinni upp á næsta stig þróunarinnar inn í hinn cosmiska heim almættisins og missum utan af okkur ytri líkamann á svipaðan hátt og lirfa sem verður síðan að fiðrildi og er ytri líkaminn því hýsill.

Hér og nú erum við ekki ein heldur tvöföld þar sem ytri skelin er aðeins massi af moleculum bundin saman af ósýnilegum krafti orkunnar og í honum er spegilmynd innri líkamans hinn raunverulegi lífskraftur hin raunverulegu við og þar inni er sálin okkar.

Visindamenn ykkar hafa komist að þeirri niðurstöðu að 9/10 hlutar alheimsins er ósýnilegur og þar inni í þessum ósýnda hluta er okkar æðra tilverustig.

Bestu visindamenn ykkar hafa aeins uppgötvað litinn hluta þess stjarnfræðikerfis sem er til en ykkur ósýnilegt í bili og hafa þeir því aðeins snert smá svæði hinnar raunverulegu þekkingar á óravíddum alheimsins.

Ástæðan er sú að þeir komast ekki lengra áfram vegna þeirra eigin þröngsýni sem bundin er við óþroskaðan heila og þess að innsæið er takmarkað.

Þeir sem lifðu á gullöldinni höfðu ekki líkama byggðan úr moleculum sem kom síðar en þess er getið í hinni helgu bók um komu Jesu og hefur alltaf verið talað um hann meðal fólks á fyrri timum í Austurlöndum fjær.

Hin guðdómlega vera sem kom fram fyrir 2000 árum síðan var vitnað til hans sem engils sendan af himnum ofan og í öðrum sem rödd af himnum en að sönnu var það hann sem færði Móses boðorðin 10 en þau voru ekki hin upprunalegu þar sem skrifað var að maðurinn gæti aldrei lifað samkvæmt þeim upprunalegu.

Hefði það ekki verið fyrir mannvonsku ú austurlöndum fyrir 2000 árum síðan hefði ekki verið nauðsynlegt fyrir hann að taka á sig mennska mynd sem leit út fyrir að vera mennskur en var það ekki.

Hann hafði hina guðdómlegu orku sem nægði til lækningar sjúkra boðun orðsins sem hann sinnti uns timi var kominn til að losa sig við ytri skelina sem enginn menskur gat og við orkusprenginguna á upprisunni varð til mynd af honum í líkklæðunum helgu sem nú eru varðveitt í Turin.

Aðeins hópur indiána kallaðir rauðstakkar skildu náttúrulögmálið og lifðu samkvæmt því í sátt við alheiminn og móður náttúru.

Vitringarnir þrír sem voru meistarar á æðri sviðum vitjuðu barnsins í jötunni í Betlehem og fylgdu því eftir í uppvexti þótt þess sé ekki getið í gamla textamentinu.

Bikar Krists mun ekki finnast þar sem við erum ekki komin á það þroskastig að geta tekið við honum og skilið þau áhrif sem sá fundur mun valda og er hann hulinn mönnum til þess tima.

Þeir sem leita Guðs munu finna hann í hjörtum sínum ekki á samkundum kenndum við hans nafn.
         Sköpunin 3 hluti
Þegar við skoðum gæði fyrirgefningarinnar á undan og á eftir algerri undirgefni við lögmál Guðs þá finnið þið muninn á styrkleikanum því hann kemur beint frá hjartanu.

Ef þið skoðið ástina þá kemur hún með upplyftingu og gleði inn í hjörtu ykkar en ekki eitthvað sem gerir ykkur sorgmædd.

Þegar þið talið um freistingar þá liggja þær margar á leið ykkar og þá kemur í ljós hver hinn raunverullegi styrkur ykkar er að lifa eftir lögmálinu.

Öfund í garð annarra mun aðeins koma ykkur sjálfum í koll því að hún vinnur hægt og bítandi á sálina til tjóns.

Ágind mun aðeins leiða ykkur á villigötur og eyða sjálfsvirðingu ykkar.

Þið leggið hendur ykkar á sjúka sem til ykkar leita í þeirri von um að þeir fái lækningu en ef þið eigið von á að slíkt muni ske eða að kraftaverk muni gerast þá getur slíkt aðeins orðið ef Guðsorkan kemst óhindruð í gegn um móttakarann til þess sjúka því þetta getur ekki skeð nema að móttakarinn hafi áður náð sem næst hreinni vitund að flæðið verður óhindrað.

Þetta er eins og þið ætluðu að kveikja ljós án ljósaperu einhver orka kemur en ekkert skeður þar sem engin er peran.


Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 23:29

23 Smámynd: Mofi

Hver er þarna "að handan", Þór?

Mofi, 1.7.2011 kl. 10:41

24 identicon

Það færðu að finna á Mánudagskvöld ásamt hundruðum annarra.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 17:12

25 Smámynd: Rebekka

"Rebekka, það er voðalega lítið rökrétt við þetta hjá þér. Að minnsta kosti engann veginn byggt á þeirri þekkingu sem við höfum á heiminum í kringum okkur."

Soldið seint svar (var upptekin við ritgerðaskrif og að taka á móti mömmu sem kom í heimsókn). 

En það sem ég sagði er bara víst byggt á þeirri þekkingu sem við höfum á heiminum.  Hingað til bendir EKKERT til þess að skapari hafi komið nálægt tilveru lífs, skiptir engu máli þótt fólki "finnist" það.

Svo ég geri smá samlíkingu, séð frá jörðinni, þá  virðist það algerlega morgunljóst að jörðin standi kyrr og að sólin fari í kringum hana.  Við sjáum sólina hreyfast á himnum, við sjáum stjörnurnar líka hreyfast á nóttunni, en við hvorki sjáum né finnum að jörðin hreyfist.  Samt er búið að sanna það að jörðin hreyfist í kringum sólina, hún ferðast meira að segja ótrúlega hratt líka (um 107.000 km/klst), auk þess sem hún snýst á um 1600 km. hraða á klst.  Hér er það þekkingin sem gengur þvert á móti skynjun fólks, og það er þekkingin sem er rétt.

Mér er þess vegna nokk sama hvort fólk haldi því fram að ómögulegt sé að "forritunarmál" og "upplýsingar" geti orðið til af sjálfu sér.  Hingað til benda rannsóknir til að líf GETI kviknað út frá efnasamböndum.  Þeir sem ávallt kalla á einhvern "skapara" sem orsakavald, verða fyrst að gera svo vel að sanna tilvist þannig skapara og sýna fram á hvernig hann hafi getað orðið til.  

Enn sem komið er virðist lífið pluma sig ágætlega án skapara af nokkurri gerð. 

Rebekka, 3.7.2011 kl. 11:35

26 identicon

sæll aftur Moffi

Síðasta innfærsla mín hvarf en hérna er dagskráin í kirkjunni anna

Bænasamvera mánudaginn 4. júlí kl. 20:00 í umsjá Þórs Gunnlaugssonar og sóknarprests





Máttur bænarinnar fyrir sál og líkama.

Fyrsta mánudag hvers mánaðar er samverustund í Bústaðakirkju fyrir alla sem vilja þiggja innblástur í hjartarótina vegna vanlíðunar eða annarra orsaka.
Allir hjartanlega velkomnir til að eiga stund með góðu fólki.
Samveran hefst kl. 20 með ritningarlestri og síðan er bænastund.
Þór Gunnlaugsson og sóknarprestur leiða samveruna. ð kvöld  og þú ert velkomin.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 12:17

27 Smámynd: Mofi

Rebekka
En það sem ég sagði er bara víst byggt á þeirri þekkingu sem við höfum á heiminum. Hingað til bendir EKKERT til þess að skapari hafi komið nálægt tilveru lífs, skiptir engu máli þótt fólki "finnist" það

Þú komst ekki með rök þá og gerðir það ekki heldur núna svo... hvað annað get ég sagt?  Komst síðan heldur ekki með mótrök gegn því sem ég sagði í greininni svo þetta liggur nokkuð ljóst fyrir.

Rebekka
Mér er þess vegna nokk sama hvort fólk haldi því fram að ómögulegt sé að "forritunarmál" og "upplýsingar" geti orðið til af sjálfu sér. 

Sérð þú hvernig dauð efni fara að því að raða sér saman í ákveðna röð og gefa sérhverri röð af efnum ákveðna meiningu?  Ertu ekki hérna bara að fullyrða þína sannfæringu en ert alveg að hunsa þetta svakalega vandamál?  Ég hefði gaman að því að fá að vita af hverju.

Rebekka
Hingað til benda rannsóknir til að líf GETI kviknað út frá efnasamböndum.

Hvernig eiginlega getur þú sagt þetta?  Það er hreinlega ekki einu sinni vottur af gögnum sem styður þetta. Besta sem menn hafa eru að nokkrar af þeim 20 amínósýrum sem lífið er búið til geta orðið til ef menn sjálfir hræra saman ákveðnum efnum en að mynda prótein er enginn tölfræðilegur möguleiki og menn trúa slíku í blindri trú í harðri andstöðu við raunveruleikann.

Mofi, 4.7.2011 kl. 09:15

28 Smámynd: Mofi

Þór, takk fyrir boðið, ég sé til hvort ég kemst.

Mofi, 4.7.2011 kl. 09:15

29 identicon

sæll Moffi

saknaði þín sl.mánudag en það er erfitt fyrir þá sem ekkert finna handfast að koma setjast á bekk með 240 öðrum og njóta algerlega í friði.

Hvað skyldi það vera Moffi sem fólkið sækir í? Þessa óumdeilanlega frið í hjarta sem það finnur verkir hverfa og enginn kemur nálagt því? Hvernig má það vera? Jú Moffi það eru kraftar sem búa í okkur öllum og ef við leyfur barnhjartanu í okkur að leika lausum hala án miðstýringar opnast nýr heimur sem eykur orkusvið líkamans.

Verð næst 5 september í Bústaðakirkju kl.20.00

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 802826

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband