Hvaða lögmál eiga kristnir að fylgja?

Í gegnum Biblíuna þá er mikil áhersla á að fólk Guðs á að hlýða boðum Guðs. Aftur og aftur er þessi beiðni endurtekin, hættið að syndga og gerið vilja Guðs annars munið þér glatast.  Í gegnum Gamla Testamentið þá eru það boðorðin tíu og útskýringar á því hvernig maður fer að því að fylgja boðorðunum tíu.  Í Nýja Testamentinu þá finnum við hið sama. Marg oft gagnrýnir Jesú gyðingana að fylgja hefðum, segir þeim að hætta að fylgja hefðum og mannasetningum og snúa sér aftur til orð Guðs eins og Móses hafði opinberað þjóðinni.

Við sjáum t.d. í Jóhannesar guðspjalli, kafla fimmtán, vers tíu.

Jóhannesar guðspjall 15:10
Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Hérna biður Kristur sína fylgjendur að halda sín boðorð eins og Hann hélt boðorð Föðursins en boðorð Föðursins voru án efa boðorðin tíu. Hérna er hvíldardags boðorðið innifalið þar sem Jesú hélt það boðorð Föðursins enda var brot á því boðorði ástæðan fyrir mörgum af hamförum Ísraels.  Það væri óskandi að kristnir sameinuðust í kirkju sem heldur boðorðin tíu og þar á meðal hvíldardags boðorðið.

Hérna er síðan myndband sem ég klambraði saman um þetta mál, aðeins að prófa http://www.xtranormal.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tekur þú eftir að hann segir aldrei boðorðin 10? Hvergi í Biblíunni er tala þeirra nefnd. Þau eru margfalt fleiri en 10. Veist þú hvað þau eru mörg og hver þau eru?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann nefnir þrjú að mig minnir og tvö þeirra eru ekki á hinum formlega lista. Eitt af þeim er: "Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig,", sem kemur úr 3ju Mósebók. Restin er ekki eins ljúf og spök og þessi orð, sem oftast eru eignuð Kristi og nefnd sem hornsteinn kristins siðgæðis, eru ekki hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Mofi

Í tvö skipti er vísað til boðorðanna tíu sem við finnum 2. Mósebók 20 ( Exodus 34:28, Deuteronomy 10:4 ).  Menn hafa talið 613 í Mósebókunum, veit ekki hvort einhver hafi talið aðrar skipanir í Gamla Testamentinu og hvað þá Nýja Testamentinu.  Ég lít á það sem svo að önnur boðorð eru í rauninni að útskýra boðorðin tíu. Eitt þannig dæmi er t.d. að boðorðið segið "þú skalt ekki drýgja hór" en þar er ekki skilgreint hvað það er að drýgja hór. Skilgreiningu á hvað það er að drýgja hór er síðan að finna annars staðar í Biblíunni.  Síðan eru boð sem snúa að musteris þjónustunni og því sem tengist helgi siðum sem táknuðu krossinn, en það er önnur umræða.

Mofi, 30.6.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 802825

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband