Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
30.5.2010 | 13:07
Sprengingin sem heldur áfram að stækka
Fyrir ekki svo löngu síðan benti ég á myndina Darwin's Dilemma sem fjallar aðallega um kambríum sprenginguna og hvernig hún bendir til þess að þróunarkenningin er röng. Hið skemmtilega er að þessi sprenging heldur áfram að stækka, fleiri og fleiri tegundir finnast í kambríum setlaginu. Nýlegar greinar fjölluðu um þetta, sjá: Middle Cambrian echinoderms from north Spain show echinoderms diversified earlier in Gondwana og Cambrian origin of all skeletalized metazoan phylaDiscovery of Earth's oldest bryozoans (Upper Cambrian, southern Mexico)
Þær fjölluðu um fund tveggja hópa, annar fann bryzoans sem samkvæmt þeim eru enn eldri en áður hafði fundist og hinn hópurinn fundu fjölbreytta echinoderms sem þeir telja vera frá miðju kambríum tímabilinu.
Enn annar hópur vísindamanna fundu Cephalopods og cuttlefish í kambríum setlaginu samkvæmt frétt á BBC, sjá: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science_and_environment/10173293.stm
Fyndið að lesa tilvitnun frá einum af þróunarsinnunum um þennan fund:
Martin Smith
We go from very simple pre-Cambrian life-forms to something as complex as a cephalopod in the geological blink of an eye, which illustrates just how quickly evolution can produce complexity
Ef eitthvað er blind trú, þá er það þetta.
Þeir sem vilja trúa þróunarkenningunni um að uppruni dýranna var í gegnum hægfara tilviljanakenndar stökkbreytingar sem var mótað af náttúruvali þá eru þeir að trúa í andstöðu við staðreyndirnar.
27.5.2010 | 11:06
Góður Guð, vondur heimur?
Ef það er eitthvað sem skekur trú margra þá er það þegar það sér saklaus börn þjást. Það er á þannig stundum sem trúaðir spyrja sig "afhverju stöðvar Guð þetta ekki" og þeir sem trúa ekki á Guð hugsa "ef það er til Guð þá er Hann ekki góður".
Til að skilja þetta betur þá þarf maður að kynna sér deiluna miklu milli góðs og ills. Vandamálið sem Guð glímir við er að illska er kominn inn í sköpunarverkið og til þess að leysa það vandamál þá þarf að eyða illskunni í öllum hennar myndum en það er hægara sagt en gert. Ein ástæðan er að Guð vill ekki að neinn deyi og óskar þess að allir munu iðrast og snúi sér frá glæpum gegn Honum. Önnur ástæðan er sú að það eru áhorfendur sem Guði þykir vænt um og vill vera viss um að þeir séu í engum vafa um lindiseinkun Hans og Hans réttlæti. Ef illskunni hefði verið eytt án þess að hún fengi að sýna sitt rétta andlit þá liti Guð út eins og vondur harðstjóri sem eyðir öllum þeim sem eru ekki sammála Honum. Svo það sem er í gangi í okkar heima er að illskan fær að sýna sitt rétta andlit og Guð verður að halda sig til hlés til þess að afleiðingar hennar verði öllum ljós.
Við sem erum vond í samanburði við Guð vildum fátt meira en bjarga þessum börnum, gefa þeim gott og langt líf. Sjá til þess að það sé séð um þau og þau geta lifað hamingjusömu lífi. Engin spurning í mínum huga að Guð vill það miklu meira en við en verður að halda að sér höndunum því annars gæti aldrei orðið til heimur án illsku.
Góðu fréttir fagnaðarerindisins eru að það mun koma dagur þar sem þeir sem eru kúgaðir og beittir óréttlæti fá hlut sinn réttann. Börn sem þessi munu öðlast eilíft líf án þjáninga og illsku. Góðu fréttirnar eru þær að allri illsku verður eytt en vandamálið við það er að hver getur sagst vera vera saklaus af hatri, öfund, þjófnaði, lygum, græðgi eða hvers konar illsku? Þess vegna skipar Guð öllum að iðrast og setja traust sitt á það réttlæti sem Hann útvegaði okkur með því að senda Jesú til að borga gjaldið fyrir okkar syndir. Allt var lagt í sölurnar til þess að ekkert okkar myndi glatast á degi reiðinnar.
23.5.2010 | 12:50
Mynduðust setlögin hratt?
Hvort sem einhver er þróunarsinni eða sköpunarsinna þá situr hann uppi með alls konar ráðgátur sem hans trú þyrfti helst að útskýra ef hans trú er yfirhöfuð sönn. Ein af þessum ráðgátum er hvernig setlög jarðarinnar urðu til. Alveg eins og kenningar sem sögðu að jörðin væri miðja alheimsins útskýrðu margt varðandi hvernig gangur himintunglanna virkaði þá getur kenning vel útskýrt eitthvað en stóra spurningin er hvaða kenning útskýrir mest af gögnunum á sem einfaldasta hátt.
Setlög eru það sem mynda megnið af yfirborði meginlandanna og eru samkvæmt skilgreiningu búin til með fljótandi vökva. Venjulega þá er hægt að sjá að vatn átti þátt í myndun setlaganna með því að skoða hvernig þau eru uppbyggð eða þeirra strúktúr. Þetta eru eiginleikar eins og víxl lögun eða skálögun, korna skipting, lagskipting og bylgju för ummerki um vatns gárur og fleira... Ef að skilyrði eru rétt þá getur jarðvegur blandaður vatni harðnað og orðið að setlagi þar sem þessi ummerki sjást. En þrátt fyrir að setlög harðni og verði að grjóti þá getur veðrun og fleira eytt þeim.
Jarðfræðingar hafa vanalega ályktað sem svo að þessi setlög mynduðust hægt og rólega yfir miljónir ára samkvæmt þeim ferlum sem við sjáum að verki í dag. Nýlegri módel margra jarðfræðinga líta svo á að margt í fortíðinni gerðist með miklu stærri og öflugri ferlum en við sjáum að verki í dag. Alveg sömu kraftar að verki og við sjáum í dag en bara að starfa á hamfarakenndan hátt sem afkastaði mjög miklu á skömmum tíma. Gott dæmi um þetta er að finna hérna, sjá: Góð lexía í jarðfræði, lykilinn að myndun Miklagljúfurs?
Þannig gætu áframhaldandi hamfarakenndir atburðir búið til annað lag og svo annað lag og þannig koll af kolli. Stóru spurningarnar eru hve langan tíma tók að mynda öll þessi setlög sem við sjáum í dag og hve langt er síðan það gerðist.
Á meðan setlög eru nýleg og óhörðnuð þá eru þau sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera eytt af veðrun, plöntum og alls konar dýrum. Við vitum að yfirborð jarðar verður fyrir mikilli röskun vegna lífvera, á við um þurrlendið og enn frekar um hafsbotninn. Rætur planta ryðja sér leið í gegnum jarðveginn, dýr eins og ormar, moldvörpur, skelfiskar og fleiri dýr grafa í jarðveginn til að leita að mat eða búa sér til skjól. Þetta ferli er kallað bioturbation. Þetta ferli augljóslega eyðileggur jarðveginn og hvaða setlaga strúktúr sem var fyrir hendi. En hve langan tíma tekur þetta? Nýleg rannsókn snérist um að komast að því hve langan tíma það tekur til að eyðileggja öll ummerki þess að jarðvegurinn myndaðist í vatni eða þennan setlaga strúktúr. 1
Fjölmörg nýleg setlög voru rannsökuð í sínu náttúrulega umhverfi. Það sem kom í ljós var að innan nokkurra mánaða þá höfðu öll ummerki um að þetta væru setlög horfin. Svo mikil var þessi lífræna röskun í nýlegum setlögum. Á meðan setlagið er ennþá mjúkt, nýlegt og óharðnað þá munu þau verða fyrir þessari röskun og eyðileggjast á stuttum tíma. Þrátt fyrir það er gegnum öll setlög jarðar gífurlegt magn af setlaga strúktúr. Þetta er góð vísbending fyrir það hve langan tíma hvert setlag gat verið yfirborð jarðar og er þar af leiðandi sterk vísbending að setlögin mynduðust hratt.
Skoðun aðeins heildarmyndina.
Nærri því öll setlög þurfa aðeins stuttan tíma til að verða til ef skilyrðin eru fyrir hendi. Það tekur tiltulega stuttan tíma fyrir setlag að harðna ef skilyrðin eru rétt. Þar sem þau eru mjúk í byrjun þá eru setlaga ummerkin viðkvæm fyrir veðrun og eyðileggingu vegna lífrænna afskipta ( bioturbation ) Á frekar stuttum tíma ( mánuðir eða ár ) þá væru öll ummerki um að þetta væri setlag horfin. Setlagið yrði fyrir þessari röskun á meðan það væri á yfirborði jarðar þangað til næsta setlag myndi hylja það og að það væri harðnað. Setlaga strúktúrinn er viðkvæmur og endist ekki lengi en þessi ummerki eru út um allt í nærri því hverju einasta setlagi jarðarinnar.
Það sem ég trúi að leysi þetta er að sérhvert setlag var lagt niður á stuttum tíma. Sérhvert lag sem þannig myndaðist var ekki lengi á yfirborði jarðar áður en næsta lag huldi það og þannig varðveitti það frá þessu eyðileggingar ferli. Þannig að tíminn milli sérhvers setlags gat ekki verið langur og heildartíminn til að mynda flest setlögin tók þar af leiðandi ekki langan tíma.
Þessi grein var unnin út frá grein á Icr vefnum, sjá: http://www.icr.org/article/sedimentary-structure-shows-young-earth/1. Gingras, M. K. et al. 2008. How fast do marine invertebrates burrow? Palaeogeography, Palaeoclimatology, Palaeoecology. 270 (3-4): 280-286.
Vísindi og fræði | Breytt 24.5.2010 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (168)
16.5.2010 | 22:35
Benda öll gögn til sköpunar?
Svarið við þessu er auðvitað "nei". Sumir þróunarsinnar vilja meina að öll gögnin benda til þróunar og fyrir mig er það óheiðarlegur yfirgangur af verstu gerð.
Ég neita því engan veginn að það er margt sem bendir til þróunar; ég aðeins tel að þau gögn sem benda til sköpunar eru meira sannfærandi.
Tökum t.d. bakteríurnar sem byrjuðu að geta nýtt sér nælon. Stökkbreyting sem kom eftir nokkur ár af rannsóknum. Ég segi hiklaust að þetta bendir til þróunar. Málið er bara hvort að hægt er að útskýra þetta út frá sköpun. Ég segi já.
Þetta er ekki stökkbreyting sem gefur manni ástæðu til að trúa að stökkbreytingar geti búið til ný prótein og sett þau saman í sérhæfðar vélar með ákveðna virkni. En gögn sem styðja þróun, já, engin spurning.
Fólk kannski vill lifa í mjög einföldum heimi þar sem sannleikurinn er augljóslega svona eða hins veginn. Eina ráðið til þeirra sem eru þannig er að loka augunum því að ég sé ekki betur en heimurinn er flóknari en það. Sumt bendir til þróunar og annað bendir til sköpunar og hver og einn gerir upp við sig hverju hann trúir í þeim efnum.
Sumir velja að bara fylgja meirihlutanum á meðan aðrir vilja skoða gögnin, meta rökin og taka sínar eigin ákvarðanir. Óneitanlega ber ég meiri virðingu fyrir seinni hópnum.
Ég þarf víst að fara í vinnuferð til Noregs og get líklegast lítið bloggað í næstu viku. Vonandi fer ekki allt í bál og brand á meðan ég er í burtu :)
15.5.2010 | 15:17
Biskup skal vera einkvæntur karlmaður
Þegar kirkja er búin að henda burt hvíldardeginum, henda burt trúnni á skapara og sköpun í staðinn fyrir tilviljanakennda þróun og svo margt fleira þá er í rauninni ekki hægt að búast við neinu af viðkomandi kirkju lengur en að hún fylgi heiminum og holdinu eins og henni lystir.
Í þessu tilfelli þá er Biblían alveg skýr en líklegast skiptir það þessu fólki í biskupakirkjunni í Bandaríkjunum engu máli. Við lesum í 1. Tímóteusarbréfi 3. kafla:
Tímóteusarbréf 3
1Það orð er satt. Sækist einhver eftir biskupsstarfi þá girnist hann göfugt hlutverk. 2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur,[1]
Eða: einnar konu eiginmaður.bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, 3ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. 4Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og venur börn sín á hlýðni og alla prúðmennsku.
5Hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón?
6Hann á ekki að vera nýr í trúnni til þess að hann ofmetnist ekki og verði fyrir sama dómi og djöfullinn. 7Hann á líka að hafa góðan orðstír hjá þeim sem standa fyrir utan til þess að hann verði ekki fyrir álasi og lendi í tálsnöru djöfulsins.
Stóra spurningin er í rauninni bara sú, á Guð að ráða eða ætlar þú að ráða og setjast í hásæti Guðs? Að mínu mati þá er kristinn einstaklingur sá sem hættir að segja "mér finnst" og byrjar að segja "hvað segir orð Guðs". Hefðir manna og skoðanir samfélagsins hætta að segja til um hvað er rétt og hvað er rangt og Biblían tekur við. Hún verður þessi staðall, hún verður ákvörðunarvaldið varðandi hvað er rétt og hvað er rangt. Oft getur það verið sársaukafullt því að manns eigin vilji skarast á við vilja Biblíunnar en það er einmitt þá sem reynir á þetta, á Guð að fá að ráða eða ætlar þú að klifra upp í hásæti Guðs og fá að ráða.
Vonandi sjáum við meira af fólki sem yfirgefur svona kirkjur og ákveður að fylgja orði Guðs eins vel og það getur.
Lesbía kosin biskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 11:36
Er vitræn hönnun falsanleg?
Sumir hafa komið fram með þá gagnrýni á vitræna hönnun að hún er ekki falsanleg en ég er á því að það er ekki rétt. Tökum t.d. hinn fræga mótor sem finnst í bakteríum, sjá: Mótorinn sem Guð hannaði
Til að afsanna þennan þátt vitrænnar hönnunar þá getur vísindamaður farið á rannsóknarstofuna sína. Tekið bakteríu sem er ekki með þennan mótor eða tekið út þau gen út sem mynda mótorinn og síðan ræktað þessar bakteríu og athugað hvort að eitthvað líkt þessum mótori myndast. Ef það gerist þá er greinilegt að þessi spá vitrænnar hönnunar er röng sem er að stökkbreytingar plús náttúruval getur ekki sett saman svona tæki.
Ef við aftur á móti snúum þessu við, er darwinísk þróun falsanleg? Ef að sama próf væri sett fyrir þróunarkenninguna og athugað hvort að svona mótor getur þróast. Ef að ekkert líkt mótornum yrði til þá væru án efa þróunarsinnar með langan lista af afsökunum. Þar af leiðandi sé ég ekki betur en það er mjög erfitt að sýna fram á að þessi þáttur þróunarkenningarinnar sé falsanlegur.
Fyrir neðan er myndband þar sem Michael Behe útskýrir hvernig hann sér þetta.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (133)
10.5.2010 | 08:41
Samkoma í Krossinum
Laugardagskvöldið kíkti ég í heimsókn í Krossinn með nokkrum vinum og það var ánægjuleg ferð. Það var gaman að sjá fólk sem trúir mjög heitt vegna persónulegs sambands við Guð á meðan mér finnst ég aðalega trúa vegna þess að það passar við mína þekkingu. Mjög vingjarnlegt andrúmsloft og tilbeiðslan töluvert persónulegri en ég er vanur í Aðvent kirkjunni. Fólk að koma fram og láta biðja fyrir sér og síðan faðmað eftir á, eitthvað sem ég er ekki vanur og tók ekki þátt í en hreinlega öfundaði þau af svona hlýlegu samfélagi.
Ég vona að þau sem voru þarna eru að vaxa í þekkingunni á orði Guðs og vilja Guðs og munu sjá mikilvægi boðarðanna og þá sérstaklega hvíldardags boðorðsins. Einlægar tilfinningar eru mikils virði en þær eiga að vera í samræmi við vilja Guðs og það kemur aðeins ef Orð Guðs er rannsakað með leiðsögn Heilags Anda.
Það sem mér fannst standa upp úr var flutningur á þessu lagi hérna fyrir neðan, virkilega flott lag og mjög vel flutt af þeim sem sáu um tónlistina.
Verse 1:
See His love nailed onto a cross
Perfect and blameless life given as sacrifice
See Him there all in the name of love
Broken yet glorious, all for the sake of us
Chorus:
This is Jesus in His glory
King of Heaven dying for me
It is finished, He has done it
Death is beaten, Heaven beckons me
Verse 2:
Greater love no one could ever show
Mercy so undeserved, freedom I should not know
All my sin, all of my hidden shame
Died with Him on the cross, eternity won for us
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2010 | 12:28
Áhrif sykurs?
Mig langar að benda á fyrirlestur sem fjallar um áhrif sykurs á offitu. Í þessum fyrirlestri kemur fram að það er mögulegt að ungabörn geti verið of þung vegna sykurneyslu móðurinnar.
Frekar tæknilegur fyrirlestur og ég skildi bara brot af honum en ég skildi nóg til að ákveða að minnka mína sykurneyslu eins mikið og ég sé mér fært um.
Vöxtur á fyrsta æviári hefur áhrif á þyngd síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.5.2010 | 10:17
15 mínútur af frægð
Það getur verið að einhverjar ferðir hafi fallið niður og einhver plön hafi dottið upp fyrir en eins og er þá er þetta gos við Eyjafjallajökul að kynna landið betur en nokkuð annað í sögunni. Það er engin spurning í mínum huga að til langs tíma litið þá mun þetta efla ferðamanna iðnaðinn. Hvernig væri að njóta okkar 15 mínútna af frægð frekar en að velta sér upp úr svona leiðinlegum dómsdags þunglindis óþarfa?
Þó að einhverjir ferðalangar hafa leiðst á flugvöllum vegna gosins þá hafa þúsundir skemmt sér við margt af því fyndna við þetta allt saman. Hérna er eitt dæmi um slíkt:
Hætta við kvikmyndatökur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2010 | 13:49
Bréf Dawkins til 10 ára dóttur sinnar
Richard Dawkins letter to his 10 year old daughter
What can we do about all this? It is not easy for you to do anything, because you are only ten. But you could try this. Next time somebody tells you something that sounds important, think to yourself: Is this the kind of thing that people probably know because of evidence? Or is it the kind of thing that people only believe because of tradition, authority or revelation? And, next time somebody tells you that something is true, why not say to them: What kind of evidence is there for that? And if they cant give you a good answer, I hope youll think very carefully before you believe a word they say
Þetta er frábært ráð og ráð sem ég vona að dóttir Dawkins hafi beitt og þá sérstaklega á þróunarkenninguna.
Megi sem flestir fara eftir þessu ráði og þá sannarlega kristnir líka varðandi þeirra trú eins og t.d. þær fullyrðingar að örkin hans Nóa sé fundin, sjá: Örkin hans Nóa fundin?
Trú sem er ekki byggð á rökum og gögnum er lítils virði í mínum augum svo þessi ráð Dawkins hljóma mjög vel.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar