Bréf Dawkins til 10 ára dóttur sinnar

Í bréfi sem á að vera bréf frá Richard Dawkins til dóttur sinnar þegar hún varð tíu ára gömul segir Dakwins þetta:

Richard Dawkins letter to his 10 year old daughter
What can we do about all this? It is not easy for you to do anything, because you are only ten. But you could try this. Next time somebody tells you something that sounds important, think to yourself: ‘Is this the kind of thing that people probably know because of evidence? Or is it the kind of thing that people only believe because of tradition, authority or revelation?’ And, next time somebody tells you that something is true, why not say to them: ‘What kind of evidence is there for that?’ And if they can’t give you a good answer, I hope you’ll think very carefully before you believe a word they say


Þetta er frábært ráð og ráð sem ég vona að dóttir Dawkins hafi beitt og þá sérstaklega á þróunarkenninguna.

Megi sem flestir fara eftir þessu ráði og þá sannarlega kristnir líka varðandi þeirra trú eins og t.d. þær fullyrðingar að örkin hans Nóa sé fundin, sjá: Örkin hans Nóa fundin?

Trú sem er ekki byggð á rökum og gögnum er lítils virði í mínum augum svo þessi ráð Dawkins hljóma mjög vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Styrmir Reynisson

Vel mælt

Styrmir Reynisson, 3.5.2010 kl. 15:23

2 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Ótrólegur hátiðlegur maður hann Dawkins. Ég vorkenni nánanst dóttir hans.

Hér er eitt frá bréfinu:

"Sometimes people have a strong inside feeling that somebody loves them when it is not based upon any evidence, and then they are likely to be completely wrong. There are people with a strong inside feeling that a famous film star loves them, when really the film star hasn’t even met them. People like that are ill in their minds. Inside feelings must be backed up by evidence, otherwise you just can’t trust them."

"Ill in their minds"!? Ég vona ekki að dóttir hans dagdraumir um eitthvað, hvað sem er, því þá munir pabba segja að hún sé sjúk í hausnum og kannski fara með hana á geðdeild.

Og svo elska ég svona:

"Scientists – the specialists in discovering what is true about the world and the universe – often work like detectives".

"...the world and the universe...". Er geimurinn ekki hlutur af heiminum? hann meinar greinileg að visindamaðurinn er sérfræðingur að uppgötva sannleikurinn um ALLT, en þórir samt ekki alveg að skrifa það. Kannski væri dóttir hans þá nogu gáfað til að sjá í gegnum hann.

Jakob Andreas Andersen, 3.5.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Mofi

Jakob, góður punktur. Það hefði verið gaman að fara í gegnum allt bréfið og snúa einhverju af því á Dawkins sjálfan; sjá hvort að hans eigin trú standist þann staðal sem hann setur þarna sjálfur upp. Maður getur rétt ímyndað sér hvort að dóttir hans muni ekki vera hreinlega hrædd við að trúa á Guð eða hvað þá efast um þróunarkenninguna miðað við t.d. þessa setningu Dawkins:

Richard Dawkins
It is absolutely safe to say that if you meet somebody who claims not to believe in evolution, that person is ignorant, stupid or insane (or wicked, but I'd rather not consider that)

Mofi, 4.5.2010 kl. 09:56

4 identicon

Er þetta á einhvern hátt ólíkt því hvernig börn trúaðra eru hrædd til þess að trúa því sama og foreldrarnir?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 10:19

5 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Ég var einmitt að velta fyrir mig hvað Dawkins mundi gera ef dóttir hans kom heim og sagði að hún trúaði á Guð. Kannski skrifa nýtt bréf til hennar? Og ef það dúga ekki, þá hringja í geðlækna ef hann tel hana ekki vera "stupid" eða "ignorant". Skemmtilegur maður hann Dawkins.

En svo er ég sammála Jón Bjarni. Þar er kannski ekki langt frá Dawkins/vantrúarfólkinu og svo til þín, Mofa ef við tökum ágreining um tilvist Guðs til hlíða. Eins og sagt er á dönsku "lige børn leger bedst" og það höfum við fengið sönnun fyrir á blogginum hér þar sem vantrúfólkið hafa keppist um að "leika" með þig. Þau eru kannski farin í fýlu í bili en þau koma aftur, treystu mig.

Jakob Andreas Andersen, 4.5.2010 kl. 15:01

6 identicon

Reyndar hefur þagnað hérna á blogginu hans Mofa því hann bannaði svo marga....

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 15:12

7 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, það fer eftir foreldrinu en hárrétt hjá þér. Samt ákveðinn munur, í tilfelli Dawkins þá er það hann sem lítur á barnið sem... fáfrótt eða heimskt eða geðveikt á meðan foreldri sem er kristið er hrætt um eilífu örlög síns barns.  ( svakalega virkar þetta léleg íslenska hjá mér :/  afsakaðu það )

Mofi, 4.5.2010 kl. 16:09

8 Smámynd: Mofi

Jakob, þetta er miklu betra; rólegra og málefnalegra, alveg eins og ég vill hafa það. Væri kannski enn skemmtilegra að það væru enn fleiri en það vonandi kemur með tímanum.  Eins og er þá er ég ekki að ráða við að bara svara Brynjólfi enda þarf vanalega að lesa slatta til að geta svarað honum.

Mofi, 4.5.2010 kl. 16:20

9 Smámynd: Mofi

Guðmundur, það var leitt en staðan er skemmtilegri að mínu mati núna. Bara nokkrir að rökræða hlutina vingjarnlega og málefnalega.

Mofi, 4.5.2010 kl. 16:21

10 Smámynd: Reputo

Án þess að reyna að vera með skítkast, að þá snúast rökræður um að koma með rök fyrir sinni afstöðu og hlusta á ólík viðhorf. Ekki að jarma allir í kór.

Hafið þið annars lesið allt bréfið? Mér finnst eins og þið séuð að ráðast á einstaka setningar og slíta hlutina þannig úr samhengi. En þið eruð auðvitað sérfræðingar í að túlka texta eftir eigin behag. Við vitum svo öll hvernig þú túlkar sannanir og rannsóknir Mofi. Stóra samsærið sem aðeins þú og nokkrir útvaldir sjáið í gegnum. Við hin komumst að öðrum niðurstöðum. Niðurstöðum sem hafa gagnast mannkyninu og komið okkur undan oki mannlegu trúaraflanna sem var eins og aðþrengd hengingaról um háls almúgans í nokkrar aldir. En jæja... þið haldið bara áfram að skemmta okkur hinum. Alltaf gaman að fygjast bara með úr fjarlægð.

Reputo, 4.5.2010 kl. 18:42

11 Smámynd: Mofi

Reputo, er ég að ráðast á bréfið?

Mofi, 5.5.2010 kl. 08:30

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"There are people with a strong inside feeling that a famous film star loves them, when really the film star hasn’t even met them. People like that are ill in their minds."

Leggið þið þetta að jöfnu:

a) að dreyma dagdrauma

og

b) að vera handviss um að viðkomandi kvikmyndastjarna elski þig alveg jafn heitt og þú hana og að þið eigið að vera saman, jafnvel þó kvikmyndastjarnan sjái það ekki ennþá?

Ekki geri ég það, og ég get alveg sagt ykkur að Dawkins gerir það ekki heldur. 

Jakob: Á ensku er hugtakið 'the world' yfirleitt notað um jörðina - rétt eins og 'heimurinn' á íslensku og 'verden' á norðurlandamálum. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þú værir viljandi að snúa út úr. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.5.2010 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 802833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband