Samkoma í Krossinum

Laugardagskvöldið kíkti ég í heimsókn í Krossinn með nokkrum vinum og það var ánægjuleg ferð.  Það var gaman að sjá fólk sem trúir mjög heitt vegna persónulegs sambands við Guð á meðan mér finnst ég aðalega trúa vegna þess að það passar við mína þekkingu. Mjög vingjarnlegt andrúmsloft og tilbeiðslan töluvert persónulegri en ég er vanur í Aðvent kirkjunni. Fólk að koma fram og láta biðja fyrir sér og síðan faðmað eftir á, eitthvað sem ég er ekki vanur og tók ekki þátt í en hreinlega öfundaði þau af svona hlýlegu samfélagi.

Ég vona að þau sem voru þarna eru að vaxa í þekkingunni á orði Guðs og vilja Guðs og munu sjá mikilvægi boðarðanna og þá sérstaklega hvíldardags boðorðsins. Einlægar tilfinningar eru mikils virði en þær eiga að vera í samræmi við vilja Guðs og það kemur aðeins ef Orð Guðs er rannsakað með leiðsögn Heilags Anda.

Það sem mér fannst standa upp úr var flutningur á þessu lagi hérna fyrir neðan, virkilega flott lag og mjög vel flutt af þeim sem sáu um tónlistina. 

 

 

Verse 1:
See His love nailed onto a cross
Perfect and blameless life given as sacrifice
See Him there all in the name of love
Broken yet glorious, all for the sake of us

Chorus:
This is Jesus in His glory
King of Heaven dying for me
It is finished, He has done it
Death is beaten, Heaven beckons me

Verse 2:
Greater love no one could ever show
Mercy so undeserved, freedom I should not know
All my sin, all of my hidden shame
Died with Him on the cross, eternity won for us


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Guðmundsson

Kæri Mofi.

Ég hef nokkrum sinnum áður skrifað á síðuna þína enda les ég hana reglulega.  Þú sagðir við mig einu sinni að þú myndir mæta á pallana í Kópavogi og ég fagna því að þú hafir komið á þessa blessuðu samkomu. Ég hefði viljað taka í hramminn á þér ef ég hefði bara þekkt þig í útliti.

Guð blessi þig vinur

Sigurjón Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Mofi

Blessaður Sigurjón.

Ég verð að kíkja aftur við tækifæri. Ég sem hélt að myndin á blogginu væri allt of lík mér en kannski er það misskilningur hjá mér :)

Guð blessi þig sömuleiðis.

Mofi, 10.5.2010 kl. 20:13

3 Smámynd: Sigurjón Guðmundsson

Takk vinur.

Leiðinlegt að þú hafir ekki komið á sunnudaginn því Björn Ingi var að tala um hvíldardaginn. Getur skoðað það á heimasíðunni.

 En ég tek hatt minn ofan fyrir þér að skoða aðra söfnuði. Þetta gerði ég mikið og ætla hér með að fara að fordæmi þínu og skoða hvað er í gangi annars staðar.  

Sigurjón Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Mofi

Ég kíki á það, takk.  Ég vil endilega vita hvað er í gangi annars staðar og sömuleiðis gaman að kynnast fólki í öðrum söfnuðum. Það sem við eigum sameiginlegt hlýtur að vera miklu meira en það sem við eigum ekki sameiginlegt.

Mofi, 11.5.2010 kl. 10:08

5 Smámynd: Mofi

Sigurjón, fín ræða, uppbyggileg og ég hafði gaman af.  Samt ósammála ræðimanninum að lærisveinarnir og frum kristnin skipti um hvíldardag. Við sjáum ekkert þannig í Biblíunni og þegar við skoðum söguna þá smá saman eykst sunnudags helgihald sem nær síðan hámarki þegar Kaþólska verður til.

Ég gerði eina grein þar sem ég tók þetta efni stuttlega saman ef þú hefur áhuga, sjá: Hvíldardagurinn

Mofi, 11.5.2010 kl. 10:47

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, gott hjá ykkur strákar. Fínt að leyfa viðhorfum "annarra" að komast að öðru hvoru.

Sigurður Rósant, 11.5.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband