Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Það er í lagi að stela, vita þeir ekki að Kristur uppfyllti lögmálið?

Í umræðunni um hvíldardaginn þá koma merkilega margir með þau rök að það má brjóta hvíldardags boðorðið vegna þess að Jesús uppfyllti lögmálið. Með sömu rökum þá hlýtur að vera að mati þessara sömu manna að vera í lagi að stela því það boðorð er hluti af sömu boðorðunum tíu.

Hvað segið þið, er í lagi að stela af því að Kristur uppfyllti lögmálið?


mbl.is Heimskasti glæpamaður Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu heiðingjar brenna að eilífu?

hellÞetta er alveg frábært framtak hjá heiðingjum í Bretlandi.  Þeir eru bæði að vekja fólk til umhugsunar um trúmál og sömuleiðis gagnrýna þá hryllings kenningu Kaþólsku kirkjunnar að heiðingjar og fleiri munu brenna að eilífu í eldi í ólýsanlegum þjáningum. Því miður þá hafa margar kirkjur sem kalla sig kristna ekki losað sig undan þessari kenningu eins og t.d. Krossinn og Betel, sjá: Nú á að leggja niður danska helvítið  og Framhaldslíf eða ekkert líf?  en á þessari seinni síðu rökræðum við Snorri um helvíti.

Hvergi í Biblíunni erum við vöruð við eilífum þjáningum í eldi; það er ekki eitt vers sem segir það beint út.  Aftur og aftur erum við vöruð við glötun og dauða en aldrei eilífum pyntingum.  Því miður þá hefur þessi hugmynd verið það sterk að hún hefur læðst inn í Biblíu þýðingar með þessu orði helvíti en í rauninni ætti það orð aldrei að koma fyrir í Biblíunni.

En ég er samt mjög ósammála slagorðum heiðingjanna sem eru á þessa leið: "Guð er trúlega ekki til. Hættu að hafa áhyggjur og njóttu lífsins".  Fyrir heiðingja er full ástæða til að hafa áhyggjur og það er vegna þess að dauðinn bíður þeirra og okkar allra.  Á dómsdegi munu þeir þurfa að horfast í augu við lögmál Guðs og þeirra eigin samvisku og verða fundnir sekir um lygar, þjófnað, græðgi, öfund, hatur, reiður og sjálfselsku og slíkir munu horfast í augu við hinn annan dauða sem er eilífur. 

Góðu fréttirnar eru þær að Guð er til og Hann hefur sigrað dauðan og bíður öllum eilíft líf sem iðrast, snúa við frá öllu illu og setja traust sitt á Jesú Krist.

Ég vona að sem flestir af þeim geri það; langar að hafa þá sem félaga í kirkjunni minni og síðan sjá þá hólpna á himnum þegar að því kemur. 

Hef áður skrifað um þetta efni, sjá:


mbl.is Herferð heiðingja á hjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nikola Tesla - magnaður vísindamaður

N.TeslaLangaði að benda á grein um Nikola Tesla sem blogg vinur minn Daystar eða Tryggvi skrifaði um fyrir þó nokkru síðan, sjá:  TESLA ...

Margt fróðlegt sem kemur þarna fram eins og að Tesla á að hafa fundið upp leið til að leiða rafmagn án neinna víra, bjó til rafmagnsbíl sem keyrði á rafmagni í andrúmsloftinu og var ráðinn af Bandaríkjastórn til að búa til einhvers konar dómsdags vopn en hann síðan ákvað að ekkert eitt ríki ætti að eiga slíkt vopn svo hann hætti við verkefnið.  Hvað er satt og hvað er ekki satt í öllu þessu veit ég ekki en áþreifanlegi árangur af vísindavinnu Tesla er mjög mikill sem gefur öllu þessu trúverðugleika. 

Ég vil taka undir með bloggaranum Jóni Finnbogasyni um að við ættum að fella skatt á rafmagnsbílum. Ég myndi ganga enn lengra og vilja sjá ríkisstjórnina stefna markvist að því að aðeins rafmagnsbílar séu hér á landi. Engin spurning að það væri hagkvæmt fyrir þjóðina til lengri tíma litið.

 

Síðan myndband um Tesla sem ég hafði mjög gaman af:

 Langar líka að benda á þessa mynd hérna um Tesla: The missing Secrets of Nikola Tesla


mbl.is Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DNA viðgerðir og tilvist hönnuðar

Hvernig er hægt að horfa á þetta og álykta að náttúrulegir ferlar bjuggu þetta til?   Ég vil vitna í orð Jesú varðandi trú þeirra sem halda að náttúrulegir ferlar hönnuðu þetta:

Matteusarguðspjall 8
10Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég ykkur, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael.

Það er sannarlega mögnuð sú trú sem þeir sem afneita tilvist hönnuðar hafa. 

 

Síðan afrit af grein sem fjallar um þetta:

http://creationsafaris.com/crev200708.htm#20070814a
The remarkable ability of cells to repair DNA damage has been the subject of several recent articles.  As a long, physical molecule subject to perturbing forces, DNA is subject to breakage on occasion.  If repair mechanisms were not in place, the genetic information would quickly become hopelessly scrambled and life would break down.  Studies are revealing that multiple levels of control are involved in maintaining genomic integrity.

  1. Repair shop:  A study reported by Lawrence Berkeley Lab indicated that double-stranded break repairs tend to take place in specialized locations like “repair shops” in the nucleus.  They have “found evidence that indeed there are specific regions where broken DNA is concentrated for repair.”
  2. Damage suppressor:  Some sites in chromosomes are more subject to breakage than others.  A report from Tufts University reported by EurekAlert said that tumors can result from stalled replication at these sites.  Fortunately, there is a “tumor suppressor gene” whose presence is important for preventing tumor formation.  Most of the time, the article says, broken strands are repaired correctly.  Cancer can begin when the repair process goes awry, deleting or rearranging segments of DNA.
  3. Speed translator:  Researchers at Einstein School of Medicine found that RNA polymerase can translate up to 70 base pairs per second – much faster than has been previously reported.  The molecular machine stalls and pauses for unknown reasons along the strand, however, making the actual throughput less.  The researchers believe that the pauses are somehow involved in gene regulation.
  4. First response firefighters:  A study from Texas A&M University reported by EurekAlert found that two independent pathways converge on repair: chromatin remodeling and DNA checkpoint and repair.  “When molecular disaster strikes, causing structural damage to DNA, players in two important pathways talk to each other to help contain the wreckage,” the article began.  “....If DNA damage is like a fire that spreads when impaired cells divide and multiply, then the DNA checkpoint and repair system can be considered a first-response firebreak,” the article stated.  This stops cell division and allows the cell time to assess the damage.  Depending on the damage report, “The ‘fire’ is either doused by DNA repair or by programmed destruction of the cell.”
        The chromatin remodeling pathway, which shuffles DNA around nucleosomes to regulate access to DNA, is also involved, the report continued.  Modification of histones by the large “ATP-dependent chromatin remodeling complexes” serves to regulate the DNA checkpoint pathway.  The article mentioned that this pathway is conserved (i.e., unevolved) in all eukaryotes, from yeast to humans.
  5. Come again?  A sample of the complexity of DNA damage response can be found in the jargon of this paper from PNAS by Laura A. Lindsey-Boltz and Aziz Sancar at University of North Carolina School of Medicine, titled “Reconstitution of a human ATR-mediated checkpoint response to damaged DNA.”  If you have trouble following this, good thing your cells understand it: “We show that the damage sensor ATR in the presence of topoisomerase II binding protein 1 (TopBP1) mediator/adaptor protein phosphorylates the Chk1 signal-transducing kinase in a reaction that is strongly dependent on the presence of DNA containing bulky base lesions.  The dependence on damaged DNA requires DNA binding by TopBP1, and, indeed, TopBP1 shows preferential binding to damaged DNA.”  And that’s just the introduction.
  6. Stall at the typo:  Lindsey-Boltz and Sancar also suggested in a Commentary in PNAS that RNA Polymerase II, the DNA translator, could be “The most specific damage recognition protein in cellular responses to DNA damage.”  It acts like the “the universal high-specificity damage sensor for three major cellular responses to bulky DNA lesions,” they said.  When UV light has introduced an error, RNAP II stops and calls for help.  “The resulting structure recruits proteins that initiate repair, cell cycle checkpoints, or apoptosis [programmed cell death].”  Maybe this is what is going on when the translation process stalls: the word processing machine won’t proceed till the typo is fixed.
  7. Repair champ:  Raquel Sussman reported in PNAS on a model animal that is “endowed with special qualities for detecting external as well as internal abnormalities” and can “repair chromosomal lesions to a much greater extent than the human population.”  The animal is the zebrafish.  As an easy-to-study organism in the lab, it promises to help scientists gain insight into the causes of cancer and DNA damage, which can include ultraviolet rays and chemicals in the water.
The insights into DNA damage repair are part of a growing respect for the complexity of the cell.  A press release from U of Toronto reported by EurekAlert underscored this trend with its title, “Unravelling new complexity in the genome.”  It’s not just the number of protein-coding genes that are significant any more.  How the genes are switched on and off and regulated is becoming the focus of research.  Scientists used to view DNA as the master source of genetic information, but something is controlling DNA at higher levels.  “One outcome of these new studies is that the alternative splicing process appears to provide a largely separate layer of gene regulation that works in parallel with other important steps in gene regulation,” the article said.  The “regulatory code” now appears to be another level of genetic information above the genetic code.  It might be even more important than the information in the genes themselves.  Benjamin Blencowe (U of Toronto) remarked, “The number of genes and coordinated regulatory events involved in specifying cell and tissue type characteristics appear to be considerably more extensive than appreciated in previous studies.”
Isn’t the cell wonderful?  We each have trillions of them, but each one deserves our love and respect.  None of these articles, as usual, tried to explain how blind evolution could have produced all this coded information with its self-healing mechanisms.  Instead of Darwinizing it, maybe we should Pasteurize it: use the research to cure disease and improve the human condition, and to stand in awe of God.  Like Louis Pasteur said, “The more I study nature, the more I stand amazed at the work of the Creator.”

 


Ellen White reynist sannspá

ellenwhite.jpgEllen White var ein af þeim sem stofnuðu Aðvent kirkjuna en trú kirkjunnar er að hún hafi fengið sýnir frá Guði og þannig hafi hún leiðbeint kirkjunni í rétta átt.  Þetta gerðist á árunum 1850-1870 en Ellen White dó 1915.  Eitt af aðal atriðunum sem hún predikaði var það sem Aðvent kirkjan kallar í dag heilsuboðskapinn.  Margt var mjög framsækið á þeim tímum sem hún lifði á þó að við tökum því sem sjálfsögðum hlut í dag. Gott dæmi um það er eins og að reykingar væru skaðlegar en það var á þeim tíma sem sumir læknar ráðlögðu sjúklingum að reykja.  

Það var margt sem heilsuboðskapurinn innihélt sem hefur skilað þeim árangri að aðventistar eru meðal þeirra hópa fólks sem lifa lengst á jörðinni, sjá: Af hverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?

Eitt af því sem var erfiðara að kyngja en flest annað sem Ellen White sagði var að við ættum að hafa kjötneyslu í lágmarki.  Þetta var ekki vinsæll boðskapur, sérstaklega ekki í bænda samfélagi í kringum 1860.  Gaman að sjá þetta sérstaka atriði reynast rétt þó líka sorglegt því að mér finnst kjöt mjög gott og hef átt erfitt með að minnka kjöt át en vonandi gengur það betur í framtíðinni.


mbl.is Rautt kjöt og krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla Testamentið og Svarti dauði

Þegar fólk heyrir svona ummæli þá gerir það stundum þau mistök að halda að páfinn segi þessa hluti vegna þess að Biblían er á þessari skoðun en svo er ekki í þessu tilfelli.  Biblían sannarlega talar um að kynlíf er aðeins í lagi innan hjónabands og engin spurning að bara að fylgja þeirri reglu hefði bjargað öllum þeim miljónum sem hafa dáið og eru smitaðar af eyðni.

lsbv_0001_0001_0_img0007.jpgAnnað magnað dæmi þar sem miljónir hefðu ekki dáið ef menn hefðu farið eftir fyrirmælum Biblíunnar er frá miðöldum þegar Svartidauði drap í kringum 75.000.000 til 200.000.000 manns.

Þegar þetta reið yfir Evrópu í kringum 1300 þá ofsóttu margir kristnir gyðinga og héldu því fram að þeir væru orsökin á öllu þessu. Aðal ástæðan fyrir því að þeir fengu þessa hugmynd var sú að Svarti dauði virtist láta gyðinga í friði. Ástæðan fyrir því að gyðingar smituðust ekki af Svarta dauða var vegna þess að þeir fylgdu heilsu lögum sem Guð gaf Móse í Gamla Testamentinu.  Því miður þá litu kristnir á þessum tíma á Gamla Testamentið sem eitthvað sem aðalega væri fyrir gyðinga og tóku þess vegna ekki leiðbeiningarnar sem Móse fékk alvarlega.

Það var ekki fyrr en að leiðtogar kirkjunnar leituðu í rit Móse varðandi sóttvarnir og fleira að plágan stöðvaðist.

The Case for Christ, 1998, p. 63
How were these devastating plagues halted? ''Leadership was taken by the church,'' adds Dr. Rosen, ''as the physicians had nothing to offer. The church took as its guiding principle the concept of contagion as embodied in the Old Testament. This idea and its practical consequences are defined with great clarity in the book of Leviticus. Once the condition of leprosy had been established, the patient was to be segregated and excluded from the community . . . It accomplished the first great feat in methodical eradication of the disease''

Þetta er aðeins ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég set traust mitt á Biblíuna.

Það sem vekur athygli mína í þessu dæmi er að í dag eru menn sem kalla sig kristna en síðan ráðast á Gamla Testamentið og þykjast einhvern veginn vera betri en aðrir kristnir vegna þess. Gera grín að reglum þess og finnst ekkert að því að setja sjálfa sig ofar lögum Guðs eins og við sjáum í umræðunni um að halda sjöunda daginn heilagan eins og boðorðin tíu segja að við eigum að gera.

Í von um að menn forherði sig ekki heldur gangi inn til hvíldar Guðs svo þeir óhlýðnist ekki og falli.

Hebreabréfið 4
1Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkurt ykkar verði til þess að dragast aftur úr.
...
4Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: „Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín.“ 5Og aftur á þessum stað: „Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.“ 6Enn stendur því til boða að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir sem áður fengu fagnaðarerindið gengu ekki inn sakir óhlýðni. 7Því ákveður Guð aftur dag einn er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: „Í dag.“ Eins og fyrr hefur sagt verið: „Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar.“
8Hefði Jósúa leitt þá til hvíldar þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag. 9Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. 10Því að sá sem gengur inn til hvíldar hans fær hvíld frá verkum sínum eins og Guð hvíldist eftir sín verk. 11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.


mbl.is Deilt um ummæli páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemst Fritzl til himna?

fritzl.jpgBiblían boðar að hver sá sem iðrast og endurfæðist mun öðlast eilíft líf.  Þýðir þetta að Fritzl gæti komist til himna?  Ég er á því að svarið er já.   Gæti jafnvel þetta komið þannig út að Fritzl kæmist til himna en ekki dóttirin sem hann nauðgaði í öll þessi ár?  Þótt kannski ótrúlegt megi virðast þá tel ég að svarið við þessari spurningu hérna er líka já.  Dóttirin þarf líka að endurfæðast og læra að fyrirgefa til að komast til himna og ég vona af öllu hjarta að það gerist því að mér finnst hún sannarlega eiga skilið hamingju eftir þennan hrylling.

Ég get ekki neitað því að ég á erfitt með að ímynda mér Fritzl á himnum með dóttur sinni og öllum þeim sem hann misnotaði og misbauð í öll þessi ár en fyrir kraft Guðs er jafnvel slíkt hægt.

Við höfum dæmi í Biblíunni sem minnir mig á þetta.  Áður en Páll varð fylgjandi Krists þá tók hann þátt í því að grýta Stefán til bana. Þetta þýðir að Stefán mun hitta Pál á himnum. Maður spyr sig, geta þeir verið vinir eftir... slíkt?  Aðeins kraftur Guðs getur læknað þá beiskju og hatur sem býr um sig í hjörtum manna eftir þannig eldraunir.

Málið er einfaldlega að Guð kallar alla menn og konur til iðrunar og síðan ganga á Hans vegum eða eins og Jesú sagði:

Lúkasarguðspjall 13
2 Jesús mælti við þá: "Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta? 
3 Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins. 
4 Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa? 
5 Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins."

Ég gerði aðra grein um Fritzl þegar þetta mál kom fyrst fram, sjá: Á Fritzl skilið að þjást að eilífu í logum helvítis?


mbl.is Fritzl játar sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar í krossinum og að hafna lögum Guðs

Af og til þá kíki ég á Omega, því miður verð ég vanalega fyrir vonbrigðum. Í þetta skipti í kvöld þá hlustaði ég á Eirík og Gunnar í krossinum spjalla saman og nokkuð áhugavert kom þar fram. Þeir töluðu um hve mikilvægt það væri að lúta vilja Guðs og Hans lögum. Ég er mjög sammála þeirri fullyrðingu þeirra en hún er mjög undarleg þegar þeir velja að fylgja manngerðri útgáfu af lögum Guðs frekar en þeirri útgáfu sem Guð gerði.  Ég á hérna auðvitað við þeirra brot á hvíldardags boðorðinu að halda sjöunda daginn heilagan því að á sex dögum gerði Guð himinn og jörð en hvíldist hinn sjöunda og gerði hann heilagann.  Ekkert boðorð fjallar um að halda fyrsta dag vikunnar eða sunnudaginn.

Meira um hvíldardaginn hérna: Hvíldardagurinn og ...hérna: Gunnar í krossinum að bulla á Omega

Annað sem Gunnar sagði sem ég trúi að er rangt. Hann sagði að maður þarf aðeins að trúa að Jesú dó fyrir syndir heimsins og játa með munni sínum að Jesú er Drottinn. Það þarf meira til, það þarf það sem Jesú talar um í 3. kafla Jóhannesarguðspjalls sem er að fæðast aftur.  Ef það er eitthvað sem maður getur lært af dæmisögum Jesú þá er það að menn geta verið trúaðir en glatast samt því að þeir höfðu ekki fæðst af anda Guðs. Eitt af því sem hjálpar manni að sjá hvort maður er virkilega fæddur af anda Guðs er hvort að maður velur að fylgja lögum Guðs þótt að það gæti kostað einhver óþægindi. Svo ef löngunin til að hlíða Guði er minni en löngunin til að halda í hefðir eða það sem er hentugt þá er viðkomandi ekki endurfæddur og mun ekki erfa eilíft líf.

Yfirlit yfir Daníelsbók

Mig langar að gefa smá yfirlit á Daníelsbók áður en ég reyni að fjalla um þá spádóma sem þar eru að finna. Ég hef áður fjallað um spádóminn í kafla 2 sem er svona grunnurinn að því að geta skilið þá sem koma á eftir; hérna er sú færsla: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Daníelsbók gerist í kringum 500 f.kr. og fjallar um Daníel sem var herleiddur sem fangi frá Ísrael til Babýlónar og þótt hann var fangi þá rís hann til virðinga og valds í Babelón.

1. kafli - Daníel herleiddur til Babelónar

Í fyrsta kaflanum lærum við aðeins um hvernig Daníel og vinir hans voru herleiddir frá Ísrael til Babýlónar. Fáum smá innsýn inn í hvernig líf þeirra við hirðina var en þeir var gert að læra í skólum Babýlónaref ske kynni að væri hægt að láta þá stjórna sínu eigin landi en þá í umboði Babýlónar.

2. kafli - Draumur konungs um uppruna og endalok Evrópu

3. kafli - Uppreisn Nebúkadanesar gegn drauminum

daniel_three_hebrews_firey_furnace.jpgKonungur Babýlónar, Nebúkadnesar líkaði ekki að hans ríki myndi ekki vara að eilífu heldur að annað ríki kæmi í hans stað. Svo á táknrænan hátt þá ákveður hann að búa til líkneski sem var aðeins búið til úr gulli. Með þessu var hann að segja að hans ríki yrði ekki sigrað af öðru ríki. Hámark þessarar sögu er þegar þrír vinir Daníels neita að lúta líkneskinu sem konungurinn hafði gert. Nebúkadnesar hótar að láta kasta þeim í eldsofn ef þeir myndu ekki tilbiðja líkneskið en þeir neituðu og lét Nebúkadnesar fleygja þeim í eldsofninn.  Þarna gerir Guð kraftaverk og þegar vinirnir þrír eru í eldsofninn sér Nebúkadnesar fjóra menn í ofninum, einn líkan mannsyni. Vinirnir lifa þessa raun af og konungurinn játar að þeirra Guð er hinn sanni lifandi Guð.

4. kafli - Konungurinn missir trúnna og verður geðveikur

Þegar Nebúkadnesar er að dást að dýrð Babýlónar þá byrjar hann að upphefja sjálfan sig en Guð ákveður auðmýkja hann og lætur hann þola geðveiki í heil sjö ár. Þegar Guð læknar konunginn af geðveikinni þá iðrast hann og tekur endanlegum sinnaskiptum.

5. kafli - Ritað á vegginn - writing on the wall

belshazzar_2.jpgÞegar hér er komið í sögunni er Nebúkadnesar dáinn og Belsasar kominn til valda.  Herir Meda og Persa eru fyrir utan Babýlónar en Belsasar telur sjálfan sig alveg öruggann bakvið mögnuðu veggi Babýlónar. Belsasar ákveður að halda veislu og sömuleiðis að storka Guði með því að nota heilög ker úr musterinu í Jerúsalem sem Nebúkadnesar hafði rænt.  Í miðri veislunni kemur ósýnileg hendi og skrifar mene, mene, tekel ufarsin. Belsasar kallar á vitringa Babelónar til að lesa og útskýra hvað þessi orð þýddu en enginn gat það. Segir þá drottningin Belsasar að ná í Daníel því að hann geti örugglega skilið letrið. Daníel kemur og segir Belsasar þýðinguna sem er á þessa leið:

Daníel 5:25
Þetta er það sem ritað var: mene, mene, tekel ufarsin. 26Merking orðanna er þessi: mene, Guð hefur talið stjórnarár þín til enda; 27tekel, þú ert veginn á vogarskálum og léttvægur fundinn; 28peres, ríki þitt er klofið og afhent Medum og Persum

Eftir þetta nær her Meda og Persa að brjótast inn í Babýlón og Belsasar er drepinn og ríki Babýlónar fellur og Medar og Persar taka við sem voldugasta ríki þess tíma.

6. kafli - Daníel kastað í ljónagryfjuna

danielinden.jpgDaríus frá Medum var nú sá sem réði yfir Babýlón en honum líkaði vel við Daníel og langaði að setja hann yfir allt ríkið. Sumir öfunduðu Daníel af þessu og ákváðu að reyna að klekja á honum. Þeir sannfærðu Daríus að setja lög er vörðuðu tilbeiðslu, að aðeins mætti tilbiðja konunginn en engan annan en þeir vissu að Daníel bað alltaf til Guðs í glugga sem vísaði til Jerúsalems.  Þegar tilskipunin var gefin út en samkvæmt lögum Meda og Persa þá gat ekki einu sinni konungurinn tekið hana til baka. Þessir menn sem öfunduðu Daníel koma síðan til Daríusar konungs og ásaka Daníel um að hafa brotið gegn þessari tilskipun konungsins. Þó það hryggði Daríus þá sá hann sig til neydann til að kasta Daníel í ljóna gryfjuna eins og tilskipunin sagði fyrir um.  En Guð ákveður að bjarga Daníel úr ljónagryfjunni og gleðst Daríus yfir því að Daníel skyldi hafa lifað þetta af. Ákveður Daríus að láta taka þá menn af lífi sem höfðu reynt að drepa Daníel.

7. kafli - Dýrin fjögur og spádómurinn um Evrópu

beasts-four.jpgDaníel fær sýn þar sem hann sér fjögur dýr stíga upp af hafinu. Þarna er spádómurinn sem við lásum í kafla 2 endurtekinn en upplýsingum bætt við hann. Þessi spádómur í tengingu við Opinberunarbókinni spáir einnig fyrir um miðalda kirkjuna en það er of mikið efni til að fjalla um hérna.

8. kafli - Önnur sýn sem varpar meira ljósi á framtíðina

Hérna fær Daníel aðra sýn þar sem Medar og Persar og Grikkland eru nafngreind sem hjálpar okkur að byggja túlkun spádómanna á traustum grunni.

9. kafli - Spádómurinn um föstudaginn langa

Fyrsti hluti kaflans er bæn Daníels þar sem hann biður um að Guð um að fyrirgefa Ísrael og gefa þeim aftur frelsi. Þegar Daníel er enn að biðja kemur maðurinn eða engillinn Gabríel til hans og segist hafa verið sendur af Guði til að gefa Daníel vitrun. Vitrunin fjallar um hvenær Kristur myndi deyja fyrir syndir heimsins en ég hef áður fjallað um þann spádóm hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

10. kafli - Vitrun Daníels við Tígrisfljót

Þessi kafli er formáli að sýninni sem kemur í 11. kafla Daníels bókar

11. kafli - Sjálf sýnin

Ég hef því miður ekki sett mig inn í þetta efni. Hérna er myndband sem kemur með ágætar hugmyndar að hvað þessi sýn táknaði en ég get ekki metið áreiðanleika þess, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=dS48_IAvi-4

Að minnsta kosti er þarna áhugaverð sögukennsla og ég hafði gaman að því að horfa á þetta þó ég er ekki viss um hvort þetta er rétt túlkun á sýninni í 11. kafla.

12. kafli - Endalokin

jesus_second_coming.jpgDaníels bók endar á því að Mikael hinn mikli verndari Ísraels birtist og hinir dánu rísa upp til lífs og öll ríki þessarar jarðar er eytt og Guðs ríki sett á stofn. Daníel er sagt að hvílast í dufti jarðar þangað til endalokin koma en þá mun hann rísa upp og fá sín verðlaun fyrir trúfestu sína.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband