Yfirlit yfir Daníelsbók

Mig langar að gefa smá yfirlit á Daníelsbók áður en ég reyni að fjalla um þá spádóma sem þar eru að finna. Ég hef áður fjallað um spádóminn í kafla 2 sem er svona grunnurinn að því að geta skilið þá sem koma á eftir; hérna er sú færsla: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Daníelsbók gerist í kringum 500 f.kr. og fjallar um Daníel sem var herleiddur sem fangi frá Ísrael til Babýlónar og þótt hann var fangi þá rís hann til virðinga og valds í Babelón.

1. kafli - Daníel herleiddur til Babelónar

Í fyrsta kaflanum lærum við aðeins um hvernig Daníel og vinir hans voru herleiddir frá Ísrael til Babýlónar. Fáum smá innsýn inn í hvernig líf þeirra við hirðina var en þeir var gert að læra í skólum Babýlónaref ske kynni að væri hægt að láta þá stjórna sínu eigin landi en þá í umboði Babýlónar.

2. kafli - Draumur konungs um uppruna og endalok Evrópu

3. kafli - Uppreisn Nebúkadanesar gegn drauminum

daniel_three_hebrews_firey_furnace.jpgKonungur Babýlónar, Nebúkadnesar líkaði ekki að hans ríki myndi ekki vara að eilífu heldur að annað ríki kæmi í hans stað. Svo á táknrænan hátt þá ákveður hann að búa til líkneski sem var aðeins búið til úr gulli. Með þessu var hann að segja að hans ríki yrði ekki sigrað af öðru ríki. Hámark þessarar sögu er þegar þrír vinir Daníels neita að lúta líkneskinu sem konungurinn hafði gert. Nebúkadnesar hótar að láta kasta þeim í eldsofn ef þeir myndu ekki tilbiðja líkneskið en þeir neituðu og lét Nebúkadnesar fleygja þeim í eldsofninn.  Þarna gerir Guð kraftaverk og þegar vinirnir þrír eru í eldsofninn sér Nebúkadnesar fjóra menn í ofninum, einn líkan mannsyni. Vinirnir lifa þessa raun af og konungurinn játar að þeirra Guð er hinn sanni lifandi Guð.

4. kafli - Konungurinn missir trúnna og verður geðveikur

Þegar Nebúkadnesar er að dást að dýrð Babýlónar þá byrjar hann að upphefja sjálfan sig en Guð ákveður auðmýkja hann og lætur hann þola geðveiki í heil sjö ár. Þegar Guð læknar konunginn af geðveikinni þá iðrast hann og tekur endanlegum sinnaskiptum.

5. kafli - Ritað á vegginn - writing on the wall

belshazzar_2.jpgÞegar hér er komið í sögunni er Nebúkadnesar dáinn og Belsasar kominn til valda.  Herir Meda og Persa eru fyrir utan Babýlónar en Belsasar telur sjálfan sig alveg öruggann bakvið mögnuðu veggi Babýlónar. Belsasar ákveður að halda veislu og sömuleiðis að storka Guði með því að nota heilög ker úr musterinu í Jerúsalem sem Nebúkadnesar hafði rænt.  Í miðri veislunni kemur ósýnileg hendi og skrifar mene, mene, tekel ufarsin. Belsasar kallar á vitringa Babelónar til að lesa og útskýra hvað þessi orð þýddu en enginn gat það. Segir þá drottningin Belsasar að ná í Daníel því að hann geti örugglega skilið letrið. Daníel kemur og segir Belsasar þýðinguna sem er á þessa leið:

Daníel 5:25
Þetta er það sem ritað var: mene, mene, tekel ufarsin. 26Merking orðanna er þessi: mene, Guð hefur talið stjórnarár þín til enda; 27tekel, þú ert veginn á vogarskálum og léttvægur fundinn; 28peres, ríki þitt er klofið og afhent Medum og Persum

Eftir þetta nær her Meda og Persa að brjótast inn í Babýlón og Belsasar er drepinn og ríki Babýlónar fellur og Medar og Persar taka við sem voldugasta ríki þess tíma.

6. kafli - Daníel kastað í ljónagryfjuna

danielinden.jpgDaríus frá Medum var nú sá sem réði yfir Babýlón en honum líkaði vel við Daníel og langaði að setja hann yfir allt ríkið. Sumir öfunduðu Daníel af þessu og ákváðu að reyna að klekja á honum. Þeir sannfærðu Daríus að setja lög er vörðuðu tilbeiðslu, að aðeins mætti tilbiðja konunginn en engan annan en þeir vissu að Daníel bað alltaf til Guðs í glugga sem vísaði til Jerúsalems.  Þegar tilskipunin var gefin út en samkvæmt lögum Meda og Persa þá gat ekki einu sinni konungurinn tekið hana til baka. Þessir menn sem öfunduðu Daníel koma síðan til Daríusar konungs og ásaka Daníel um að hafa brotið gegn þessari tilskipun konungsins. Þó það hryggði Daríus þá sá hann sig til neydann til að kasta Daníel í ljóna gryfjuna eins og tilskipunin sagði fyrir um.  En Guð ákveður að bjarga Daníel úr ljónagryfjunni og gleðst Daríus yfir því að Daníel skyldi hafa lifað þetta af. Ákveður Daríus að láta taka þá menn af lífi sem höfðu reynt að drepa Daníel.

7. kafli - Dýrin fjögur og spádómurinn um Evrópu

beasts-four.jpgDaníel fær sýn þar sem hann sér fjögur dýr stíga upp af hafinu. Þarna er spádómurinn sem við lásum í kafla 2 endurtekinn en upplýsingum bætt við hann. Þessi spádómur í tengingu við Opinberunarbókinni spáir einnig fyrir um miðalda kirkjuna en það er of mikið efni til að fjalla um hérna.

8. kafli - Önnur sýn sem varpar meira ljósi á framtíðina

Hérna fær Daníel aðra sýn þar sem Medar og Persar og Grikkland eru nafngreind sem hjálpar okkur að byggja túlkun spádómanna á traustum grunni.

9. kafli - Spádómurinn um föstudaginn langa

Fyrsti hluti kaflans er bæn Daníels þar sem hann biður um að Guð um að fyrirgefa Ísrael og gefa þeim aftur frelsi. Þegar Daníel er enn að biðja kemur maðurinn eða engillinn Gabríel til hans og segist hafa verið sendur af Guði til að gefa Daníel vitrun. Vitrunin fjallar um hvenær Kristur myndi deyja fyrir syndir heimsins en ég hef áður fjallað um þann spádóm hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

10. kafli - Vitrun Daníels við Tígrisfljót

Þessi kafli er formáli að sýninni sem kemur í 11. kafla Daníels bókar

11. kafli - Sjálf sýnin

Ég hef því miður ekki sett mig inn í þetta efni. Hérna er myndband sem kemur með ágætar hugmyndar að hvað þessi sýn táknaði en ég get ekki metið áreiðanleika þess, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=dS48_IAvi-4

Að minnsta kosti er þarna áhugaverð sögukennsla og ég hafði gaman að því að horfa á þetta þó ég er ekki viss um hvort þetta er rétt túlkun á sýninni í 11. kafla.

12. kafli - Endalokin

jesus_second_coming.jpgDaníels bók endar á því að Mikael hinn mikli verndari Ísraels birtist og hinir dánu rísa upp til lífs og öll ríki þessarar jarðar er eytt og Guðs ríki sett á stofn. Daníel er sagt að hvílast í dufti jarðar þangað til endalokin koma en þá mun hann rísa upp og fá sín verðlaun fyrir trúfestu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Mig langaði bara að benda snögglega á þessa útskýringu á Bók Daníels úr bahá'í ritunum: http://reference.bahai.org/en/t/ab/SAQ/saq-10.html

Venjulega myndi ég kannski reyna að umorða þetta í stuttu máli en er aðeins of þreyttur til þess núna.  Hélt bara að það gæti verið gaman fyrir þig að fá aðra hlið.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 02:13

2 Smámynd: Mofi

Jakob, er vel upptekinn í dag en ég vona að ég hafi tíma til að lesa þetta í kvöld eða á morgun. Væri samt gaman að sjá smá samantekt hjá þér hvernig þú skilur Daníels bók. Ekkert langt og bara þegar þú ert búinn að hvíla þig :)

Mofi, 18.3.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Mofi. Eins og þú veist sjálfsagt, þá er ég marg búinn að kynna mér spádóma Biblíunnar, en get ekki séð að einn einasti þeirra eigi eftir að rætast á næstu árum. Ekki einu sinni spádómurinn um endurkomu Jesú Krists. Jakob Regin t.d. telur að Jesús sé löngu kominn, en að fáir sem engir hafi tekið eftir því.

Þeir spádómar sem trúaðir segja að hafi ræst, get ég því miður ekki samþykkt sem trúanlega. Það er of auðvelt að túlka spádóma og segja að þeir hafi ræst, en t.d. að benda á spádóm og segja að hann eigi eftir að rætast. Enginn spádómur Biblíunnar bendir á einn eða neinn atburð í nánustu framtíð sem hægt er að nota sem prófstein um það hvort nokkru sinni sé hægt að treysta á spádóma Daníelsbókar eða Biblíunnar í heild.

Um galla Daníelsbókar hef ég bloggað áður, en get endurtekið ef þurfa þykir.

Sigurður Rósant, 18.3.2009 kl. 11:18

4 Smámynd: Mofi

Rósant, ég átti nú frekar við að skoða þá sem hafa ræst og hvort það gefi þér ekki ástæðu til að trúa að Biblían kom frá Guði. Endilega bentu mér á skrif þín á galla Daníels bókar, hefði gaman af því að skoða það.  Vonandi eitthvað annað en það sem við höfum einu sinni rökrætt, þetta með Nebúkadnesar og geðveikina.  Það sem ég benti á eru sjö átta klukkutímar af fyrirlestrum, til að þú fáir tilfinninguna fyrir því hvort að þú hafir virkilega tekið tíma í að skoða þetta.

Mofi, 18.3.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Það yrði allt of mikill sparðatíningur og óvíst að nokkur lesandi hafi áhuga fyrir slíku nema kannski ég og pínulítið þú.

En ég átti nú kannski frekar við galla í frásögnum Daníelsbókar heldur en galla bókarinnar sem slíkrar.

Daníelsbók er sögð skrifuð af Daníel sjálfum sem talinn er hafa lokið við hana um 536 árum f.Kr., en hún talin spanna yfir tímabilið 618 - 536 f.Kr.

Auk þeirrar fullyrðingar trúaðra að ritið sé innblásið af Heilögum Anda, virðist mér sem Nebúkadnesar sjálfur hafi komist í að krukka aðeins í handritið, ef skoðuð eru vers 33 - 37 í 4. kafla Daníelsbókar.

33Þessi ummæli rættust samstundis á Nebúkadnesar. Hann var út rekinn úr mannafélagi og át gras eins og uxar, og líkami hans vöknaði af dögg himinsins, og um síðir óx hár hans sem arnarfjaðrir og neglur hans sem fuglaklær.

    34"Ég, Nebúkadnesar, hóf að liðnum þessum tíma augu mín til himins, og fékk ég þá vit mitt aftur. Og ég lofaði Hinn hæsta og vegsamaði og tignaði þann, sem lifir eilíflega, því að veldi hans er eilíft veldi, og ríki hans varir frá kyni til kyns.

    35Allir þeir, sem á jörðinni búa, eru sem ekkert hjá honum, og hann fer með himnanna her og byggjendur jarðarinnar eins og hann sjálfur vill, og enginn er sá, er fái honum tálmun gjört og við hann sagt: ,Hvað gjörir þú?`

    36Samstundis fékk ég vit mitt aftur, og til heiðurs fyrir ríki mitt komst ég aftur til tignar og vegsemdar. Ráðgjafar mínir og stórmenni leituðu mín, og ég var aftur skipaður yfir ríki mitt, og mér var gefið enn meira veldi en áður.

    37Nú vegsama ég, Nebúkadnesar, göfga og tigna konung himnanna, því að allar gjörðir hans eru sannleikur, vegir hans réttlæti og hann megnar að lægja þá, sem fram ganga í dramblæti."

 Eins og sjá má á 33. versi er talað um Nebúkadnesar í 3. persónu. En í 34. 36. og 37. versi er Nebúkadnesar kominn í 1. persónu. Þ.e. eins og hann sjálfur sé að segja frá eða skrifa. Ef Daníel væri að skrifa þetta, væri það sett innan gæsalappa og tekið sérstaklega fram að þá hefði Nebúkadnesar sagt þetta. Þarna er um galla í frásögn að ræða sem ég hef enga skýringu fengið á.

Í 36. versi er Nebúkadnesar látinn fullyrða að hann hafi komist aftur til valda og fengið enn meiri völd en áður.

Hvergi er talað um það annars staðar í Daníelsbók að hann hafi komist aftur til valda. Þarna vantar nánari skýringu á staðhæfingu Nebúkadnesar.

Önnur og fleiri atriði get ég nefnt sem rýra gildi Daníelsbókar og koma henni að lokum á sama bekk og Munchausensögur eða öðrum álíka ýkjusögum sem ætlaðar voru til skemmtunar við upplestur áður fyrr víða í Evrópu. En til þess endist mér ekki ævin og allir harðdiskar veraldar myndu ekki rúma þær athugasemdir.

Sigurður Rósant, 18.3.2009 kl. 20:25

6 identicon

Í greininni sem ég linkaði á talar Abdu'l-Bahá um ýmislegt í tengslum við sannanir á gildi boðbera en um miðbik kaflans útlistar hann útreikningunum fyrir spádómnum um komu Krists og útskýrir líka hvernig spádómarnir um 70 vikur annarsvegar og 62 og 7 vikur hinsvegar samræmast.

Að þessu loknu ræðir hann hvernig Daníelsbók segir fyrir um komu Bábsins og Bahá'u'lláh. Nú þekkir þú líklega eitthvað af eftirfarandi útreikningum þar sem kristnir menn fyrir miðbik 19. aldar komust að sömu niðurstöðum en voru blindaðir vegna bókstafstúlkunar á endurkomunni fyrir uppfyllingu þessarra spádóma. 

Í áttunda kafla versi þrettán til sautján kemur fram að 2300 ár (þar sem dagur er ár í máli Biblíunnar) munu líða þar til að Bábinn kæmi fram. Frá tilskipun Artarxes um að endurbyggja Jerúsalem til fæðingar Krists eru 456 ár og frá fæðingu Krists til opinberunar Bábsins eru 1844 ár. Plúsar þetta tvennt þá ertu kominn með 2300 ár.

Það að þarna sé verið að vitna til dagsetningu nýrrar opinberunar er enn frekar staðfest í Matt. kafla 24 versum 3 og 15:

“As He sat upon the mount of Olives, the disciples came unto Him privately, saying, Tell us, when shall these things be? and what shall be the sign of Thy coming, and of the end of the world?”

Meðal svara hans var:

“When ye therefore shall see the abomination of desolation, spoken of by Daniel the prophet, stand in the holy place, (whoso readeth, let him understand).” 

Abdu'l-Bahá heldur áfram og útskýrir hvernig Daníelsbók segir fyrir um komu Bahá'u'lláh og eru þeir útreikningar einnig tengdir íslamstrú. Í stað þess að reyna að þýða þá útreikninga þá held ég að fengir mun meira út úr að lesa kaflann sjálfann ef þú hefur áhuga fyrir því.

Einnig má benda á að Daníelsbók er merkileg í augum bahá'ía fyrir þær sakir að hún segir að bókin sé læst þar til tíma endanna en bahá'íar trúa einmitt því að með komu Bahá'u'lláh hafi þeir tímar komið og að bók Bahá'u'll'ah Kitab-i-Íqan, bók fullvissunnar, sé sá lykill sem opnar skilning manna fyrir ritningum fortíðarinnar. En þú getur halað henni niður frítt af bahai.is í bókasafnshlutanum.

Bestu kveðjur,
Jakob

 

. (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:23

7 identicon

Sigurður: Jakob Regin t.d. telur að Jesús sé löngu kominn, en að fáir sem engir hafi tekið eftir því.

Sæll Sigurður,

Bara svona til að benda á þá er bahá'í trúin önnur útbreiddasta trú heims landfræðilega séð á eftir kristni og á sér 7 milljón fylgjendur sem telst ekki slæmt á 150 árum held ég - svona ef maður miðar við fyrri reynslu og svoleiðis :)  Greinilega einhverjir sem tóku eftir því.

bestu kveðjur

. (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:29

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Rósant, ég átti nú frekar við að skoða þá sem hafa ræst og hvort það gefi þér ekki ástæðu til að trúa að Biblían kom frá Guði."

Eftir því sem ég fæ best séð, hafa engir spádómar rita Biblíunnar ræst, hvorki hvað varðar Jesúm Krist, Kaþólsku kirkjuna, Prófstein Aldanna, Antíkrist né "tíma endalokanna".  Einna helst get ég fallist á að spádómurinn "átu menn og drukku, kvæntust og giftust" gæti hafa ræst, en þetta er svo almennt orðað og er alltaf að gerast og telst varla "spádómur" í mínum huga.

Jakob Regin gefur hér ágætis dæmi um það hvernig túlka má "spádóma" Daníels um endurkomu Jesú Krists. Greinilega hægt að færa rök fyrir næstum því hverju sem er og túlka það eigin hugmyndakerfi í hag. Ég þekkti ágætlega rökin að baki skoðunum Baháía um endurkomu Jesú Krists, en þeir hafa nú ekki verið margir árið 1844 þegar Baháúllah "yfirlýsti sig" eins og mig minnir að Baháíar kalli það.

Sigurður Rósant, 18.3.2009 kl. 23:20

9 identicon

Sæll Sigurður,

Ég held að það séu fá trúarbrögð sem séu mjög fjölmenn í upphafi en bahá'í trúin telst þó ein af þeim. Bábinn yfirlýsti sig 1844 í einrúmi með ungum manni sem hafði verið að leita að hinum fyrirheitna Qáim (úr íslam). Hann beið með að tilkynna alheimi um köllun sína þar til 17 manns í viðbót fundu hann af sjálfstæðum, þeir urðu bókstafir hinna lifandi (letter of the living). Er ekki með nákvæman tímaramma en ég hugsa að þetta hafi gerst á innan við ári því á næstu fimm árum fór boðskapur Bábsins eins og eldur í sinu um Íran og gerðu veraldleg og efnisleg máttarvöld allt sem þeir gátu til að stöðva þennan eld. 20.000 manns voru teknir af lífi á þessu sex ára tímabili og eru sögurnar af pyntingunum hræðilegar. 1850 var svo Bábinn tekinn af lífi á almenningstorgi af 750 manna riffilhersveit.

Á sama tíma um allann heim voru ekki bara kristnir heldur meðlimir fjölda trúarbragða að bíða eftir hinum fyrirheitna sinna trúar. Voru meðal annars Milleritar í Bandaríkjunum sem bjuggust við að sjá Krist fljúgandi í skýjunum. Í bókinni Thief in the night er þessum tíma útlistað ágætlega.

Þetta eru nú meiri tilviljarninar ekki satt Sigurður?  ;)

. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:44

10 Smámynd: Mofi

Rósant
Hvergi er talað um það annars staðar í Daníelsbók að hann hafi komist aftur til valda. Þarna vantar nánari skýringu á staðhæfingu Nebúkadnesar.

Áhugavert, ég hafði ekki tekið á þessari skiptingu, að Nebúkadnesar talar þarna í fyrstu persónu.  Kannski fékk hann að skrifa þarna eina blaðsíðu í Daníelsbók, ekki hugmynd. Veit ekki hvað þetta á endilega að þýða, ef það þýðir eitthvað yfirhöfuð. Minnkar ekki að mínu mati hve merkileg þessi bók er og hve magnað er að sjá hvernig spádómar Daníels hafa þegar uppfyllts.

Mofi, 19.3.2009 kl. 16:39

11 Smámynd: Mofi

Jakob
Að þessu loknu ræðir hann hvernig Daníelsbók segir fyrir um komu Bábsins og Bahá'u'lláh. Nú þekkir þú líklega eitthvað af eftirfarandi útreikningum þar sem kristnir menn fyrir miðbik 19. aldar komust að sömu niðurstöðum en voru blindaðir vegna bókstafstúlkunar á endurkomunni fyrir uppfyllingu þessarra spádóma. 

Ég myndi einmitt segja að þeir voru blindaðir af eigin löngunum svo þeir sáu ekki hvað bókstafurinn sagði. Versið sem átti að rætast 1844 var að helgidómurinn átti að vera kominn í samt lag.  Þeir túlkuðu það þannig að Jesú átti að koma aftur jafnvel þó að Jesú sagði með beinum orðum að enginn veit stundina nema faðirinn. 

Hvernig fara bahajar að réttlæta "helgidómurinn kominn í samt lag" þýði að Bábinn ætti að koma?

Daníel 8
13Þá heyrði ég á mál heilagrar veru og önnur heilög vera spurði viðmælanda sinn: „Hve lengi mun svo verða sem sýnin boðar að hin daglega fórn verði afnumin vegna misgjörða, helgidómurinn yfirgefinn og herskarinn fótum troðinn?“ 14Hann svaraði mér: „Tvö þúsund og þrjú hundruð kvöld og morgna. Þá verður helgidómurinn hreinn á ný.“
 

Jakob
Bara svona til að benda á þá er bahá'í trúin önnur útbreiddasta trú heims landfræðilega séð á eftir kristni og á sér 7 milljón fylgjendur sem telst ekki slæmt á 150 árum held ég - svona ef maður miðar við fyrri reynslu og svoleiðis :)  Greinilega einhverjir sem tóku eftir því

Aðvent kirkjan varð til eftir 1844 og hafði spámann að nafni Ellen White en hún var aðeins 16 ára 1844 en eftir það fór hún að fá sýnir frá Guði. Núna er kirkjan með í kringum 15 miljónir meðlima svo einhver tók eftir okkar boðskap. Sannar það að boðskapurinn er frá Guði? Nei, alls ekki.

Mofi, 19.3.2009 kl. 16:48

12 identicon

Eins og ég segi Mofi þá hljóta þetta vera alveg hellingur af tilviljunum klesstar saman. Ef þér langar að kanna þetta betur, sem ég hvet þig til að gera, þá geturðu lesið bækur á við Þjóf á nóttu eða fyrrnefndan Kitab-i-Íqan. Ég get því miður ekki elt ólar við að fara í gegnum þetta í heimum textans. Það er bara of mikið að gera hjá mér þessa stundina með námið :/

Þú getur fundið bækur á bahai.is, reference.bahai.org eða niðurhalað forritinu Ocean sem inniheldur öll helstu trúarrit heimsins auk ítarefnis á http://www.bahai-education.org/ocean/ meðal annars Þjóf á nóttu á ensku.

Kærar kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:30

13 identicon

Aðvent kirkjan varð til eftir 1844 og hafði spámann að nafni Ellen White en hún var aðeins 16 ára 1844 en eftir það fór hún að fá sýnir frá Guði. Núna er kirkjan með í kringum 15 miljónir meðlima svo einhver tók eftir okkar boðskap. Sannar það að boðskapurinn er frá Guði? Nei, alls ekki.

Það var nú ekki tilgangur minn að sanna eitt né neitt heldur að benda á staðreynd eins og ég sagði. Ef fólk vill raunverulega sjá sannleikann á bak við hlutina þá leitar það að honum en bíður ekki eftir öðrum að sanna það.

. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:33

14 Smámynd: Mofi

Jakob, ég held að við tveir eigum það sameiginlegt að við teljum okkur báðir hafa fundið sannleikann varðandi skilning á Daníel.  Ég sé til með að kíkja á t.d. þessa bók "Þjóf að nóttu", þó ég hef að vísu bitra reynslu að rökræða þetta vers Krists um þjóf að nóttu við Baháí á visir.is þar sem hann vildi meina að Kristur átti að koma án þess að neinn yrði hans var. Vonandi snýst ekki þessi bók að færa rök fyrir þessu? 

Að minnsta kosti þá mæli ég með því að þú skoðir fyrirlestra röð sem útskýrir skilning Aðvent kirkjunnar á Daníel og Opinberunarbókinni, sjá: The Prophecy Code

Kveðja,
Halldór

Mofi, 19.3.2009 kl. 19:00

15 identicon

Hæ,

Prophecy code komið í bookmarks og verður skoðað :) Ég er enginn sérfræðingur í Bíblíunni og hef mikla unun af því að uppgötva nýjar hliðar á henni :)

Hvað varðar sannleikann þá reyni ég að forðast þá hugsun að ég hafi fundið hann algjörlega. Ég held að um leið og maður gerir það þá fyrst er maður raunverulega búinn að missa sjónar á honum.  Minn skilningurá versinu um þjóf að nóttu er það að enginn gæti sagt með fullvissu með hvaða hætti Jesús myndi snúa aftur heldur myndi hann eins og þjófur að nóttu koma þeim að óvörum sem héldu sig vera tilbúna fyrir komuna. En þetta er bara minn skilningur.

kobbi

. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:37

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég las bókina 'Þjófur á nóttu' eftir William Sears, sama árið og hún var þýdd yfir á íslensku árið 1971 af Erlu Guðmundsdóttur.  Áður hafði ég kynnst spádómstúlkunum SD-Aðventista og Votta Jehóva. Nokkrum sinnum hef ég rætt við hlutaðeigandi um þessa spádóma og túlkanir á þeim. Ekkert sannfærir mig um að heil brú sé í þessum útlistunum, hvorki úr Daníelsbók, Esekíel, Matt. 24. kafla né Opinberunarbók Jóhannesar.

Einnig hef ég lesið túlkanir á spádómum Nostradamusar. 'Spádómarnir rætast' eftir Gunnar í Krossinum hef ég líka lesið vandlega. Spádóma Edgars Cayce hef ég líka skoðað. Engar túlkanir á spádómum Nostradamusar hafa ræst. Engir spádómar í bók Gunnars hafa ræst eftir að ég las bókina. Og engir spádómar Edgars Cayce hafa heldur ræst.

Aðventistar bíða eftir því að laugardagurinn verði þrætuepli í samfélögum manna, sem muni enda með því að kaþólskir setji Aðventistum úrslitakosti. Þessi spádómur er feimnismál Aðventista enda fjarri lagi að hann rætist nokkurn tímann.

Hvítasunnumenn spá því að 'hinir trúuðu' munu verða 'burt hrifnir' áður en nokkurra ára þrengingatímabil tekur við. Ekkert bólar á slíku, þótt sumir telji þrengingartímabilið hafið (með efnahagskreppunni).

Edgar Cayce spáði því að 'Atlantis' myndi byrja að rísa úr sæ upp úr 1981. Ekkert bólar á því heldur og umdeilt hvar það annars var.

Þannig er hægt að tíunda hvern spádóminn á eftir öðrum sem ekki vill rætast. Látið nú af þessum draumórum, drengir góðir. Hvílið ykkur á þessum vangaveltum og hugið að brauðstriti ykkar og ráðdeildarsemi.

Sigurður Rósant, 19.3.2009 kl. 22:34

17 Smámynd: Mofi

Jakob, hljómar vel.  To be continued vonandi :)

Rósant, hvað með bara Daníel 2?  Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Varðandi sunnudagslögin þá er það rétt að það er ákveðið feimnismál en aðalega vegna þess að það innifelur í sér að Kaþólska kirkjan er anti kristur og að Bandaríkin muni ofsækja trúaða. Ekki bara aðventista heldur alla þá sem neita að taka við þeirra merki.  Mér finnst allt benda til þess að þetta geti einmitt farið að rætast.  Þegar þessi skilningur kom fram þá voru Bandaríkin ekki neitt heimsveldi og Bandaríkin og Kaþólska kirkjan hreinlega óvinir.  Núna eru Bandaríkin heimsveldi og orðnir bestu vinir við Kaþólsku kirkjuna og mjög vægar útgáfur af sunnudags lögum eru til víða. Vægar en samt vísir af því sem koma skal.  Ég held samt að einhverjar hörmungar verði að ganga yfir heiminn til þess að Bandaríkin geti gert þetta en við sjáum til. Verst að ef þú sérð þetta rætast þá er líklegast orðið of seint að skipta um skoðum um allt þetta.

Mofi, 20.3.2009 kl. 10:06

18 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins"  Þessi spádómur um "sögu heimsins" eins og þú kallar það, hefur verið gæluverkefni margra trúaðra, alla vega síðustu 150 árin eða svo. Hann er myndrænn og gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn, en þeir sem sjá bara þessa útgáfu af mannkynssögunni, falla að sjálfsögðu fyrir svona spunavef. Ég var mjög hrifinn af þessum útskýringum sem unglingur, en smám saman áttaði maður sig á því að  þarna var túlkunin byggð upp eins og sjónhverfingamaður byggir upp smá brelluþátt, áhorfendum til skemmtunar.

Fyrir 100 árum voru menn mjög hrifnir af því að spá nákvæmlega fyrir um endurkomu Jesú Krists. Nefnd voru ýmis ártöl og þau liðu síðan hjá. Fóru sömu menn þá að athuga hvað varð þess valdandi að þeir reiknuðu vitlaust. Komust þeir að því að mörg önnur atriði áttu eftir að koma fram sem fylgdu spádómnum, en gleymdist að líta á í hita útreikninganna.

Ef við svo t.d. athugum Matt 24. kafla og lítum á öll þau atriði sem einkenna eiga þá tíma sem kalla má "tíma endalokanna", "endir veraldar",  eða "endurkomu Jesú Krists", þá sjáum við að þessir tímar munu aldrei koma eða verða að veruleika, þar sem margt af þessu hefur ekki ræst.

Eftirfarandi einkenni eiga að koma á undan endurkomunni skv. Matt 24. kafla:

  • Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu.
  • Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.
  • Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.
  • Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.
  • Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.Gott og vel.

Ofangreind atriði má segja að séu sígild og geti verið í gildi í dag. Benný Hinn leikur á alls oddi og selur grimmt sína læknisþjónustu, en fjárfestir og verslar eins og honum sýnist fyrir tekjur sínar. En svo fer að verða erfiðara að sjá eftirfarandi rætast:

  • Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.

Ofangreint atriði er í sérstöku uppáhaldi hjá Vottum Jehóva og S.D.Aðventistum. Vottar Jehóva benda þarna á "nafn míns", sem nafnið Jahve eða Jehóva. Aðventistar benda aðeins á nafnið Jesú í þessu sambandi en telja að Páfavaldið muni sérstaklega eltast við þá út af "hvíldardeginum", þ.e. laugardeginum sem er hinn eini sanni helgidagur að þeirra mati.

  • Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.

Ofangreint hefur ekki ræst ennþá, en nú eru gósentímar hjá ofstækisfullum einstaklingum og benda mönnum á mengun, offjölgun, hungur, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og svo væntanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga.

En svo kemur síðasta loforðið sem virkar eins og spaug aldanna fyrir þeim sem lengi hafa pælt í þessum spádómum;

  • Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Þrátt fyrir margra áratuga  trúboð í Afríku, Asíu, Kína og öllum kommúnistaríkjum heims, þá hefur "fagnaðarerindið" ekki náð eyrum almennings þessara landssvæða og heldur ekki stjórnum þeirra.

 Jafnvel þó að fólk þessara heimshluta flytji til Vesturlanda, hefur það ekki neinn áhuga fyrir "fagnaðarerindinu".

Sem dæmi má nefna allan þann fjölda Múslíma sem flust hafa til Vesturlanda undanfarna áratugi. Þeir horfa algjörlega fram hjá allri trúarflóru Vesturlandabúa en halda fast við siði sinnar fjölskyldu og horfa eingöngu á sjónvarp frá heimalandi sínu í gegnum gervihnattasjónvarp.

Svo til að bæta gráu ofan á svart hamra Hvítasunnumenn þessa dagana sérstaklega á eftirfarandi fyrirheiti sem þeir kalla "burthrifninguna".

  • Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.
  • Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.
Vona að þetta nægi til að benda á hve spádómarnir eru ennþá eftir sem áður óuppfylltir.

Sigurður Rósant, 20.3.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband