Athugasemdir

1 identicon

Ætli 'Darwin-bashers' sé viðurkennt heiti fyri sköpunarsinna?

Og mófi, hvenær ætlarðu að fatta það að alveg sama hvað þú reynir að svarta Darwin, tengja hann við nazisma og fleirra, þá BREYTIR ÞAÐ ENGU UM ÞRÓUNARKENNINGUNA.

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:20

2 identicon

sorglegt Halldór minn, afar sorglegt

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Odie

Alltaf fyndi að sjá svona rugl.  En Hitler var Kaþólskur.

Odie, 25.3.2009 kl. 12:35

4 identicon

Og mófi, hvenær ætlarðu að fatta það að alveg sama hvað þú reynir að svarta Darwin, tengja hann við nazisma og fleirra, þá BREYTIR ÞAÐ ENGU UM ÞRÓUNARKENNINGUNA.

Mofi er löngu búinn að taka meðvitaða ákvörðun um að fatta það ekki. Hann hefur svo lítið til að byggja málflutning sinn á að hann neyðist til að endurtaka alltaf sömu þvæluna í veikri von að einhver láti blekkjast. 

Svo svarar hann okkur hérna og segist "bara vera að benda á athyglisverðar greinar um Darwin" en ekki reyna að afsanna þróunarkenninguna. Sem er í sjálfu sér fáránlegt. Það er ekki beint kristileg hegðun að hatast svona út í einn einstakling. Ef við gefum okkur að Mofi hafi nú rétt fyrir sér varðandi sköpunarsöguna þá efast ég um að hann fái aðgang að himnaríki frekar en Fritzl. Hann hefur einbeitt sér svo mikið að sköpunarsögunni og hatur sitt út í Darwin að hann gleymir hvað boðskapur kristinnar trúar er: náungakærleikur.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:38

5 identicon

Það himnaríki Guðs sem hleypir Halldóri inn, yfirfullum af sínu hatri og fordómum er ekki staður sem ég hef áhuga á að vera á

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:41

6 Smámynd: Mofi

Arnar, ég veit það mæta vel.

Odie, ég veit það mæta vel.

Ragnar, náungakærleikir einmitt hefur áhyggjur af hvaða áhrif hugmyndafræði hefur haft á marga í gegnum söguna.

Sigmar, hvaða hatur ertu að tala um?  Ertu að rugla því saman að vera ósammála einhverju eða hafa aðra trú á ákveðnum atriðum og hatri?  Ég samt viðurkenni mikla andúð á þróunarkenningunni og kannski þörf á að passa sig á því að vera ekki að hatast út í hana.

Mofi, 25.3.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Odie

Fyrst verið er að benda á slóðir hingað og þangað þá langar mig að benda þér á slóð vísindavefsins : http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1646 

En þar stendur meðal annars "Það var því úr gömlum arfi kristinnar hefðar sem Hitler og nasistar smíðuðu Gyðingahatur sitt og þar var af nógu að taka.

Odie, 25.3.2009 kl. 13:02

8 identicon

Ef þú hefur 'andúð' á þróunarkenningunni mófi, akkuru ertu þá að ráðast á persónu Darwins?

Er það merki um gott kristið siðgæði?  Náungakærleik og allt það?

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:18

9 Smámynd: Mofi

Odie, eins og talaði um í greininni um Svarta dauða og Gamla Testamentið þá ofsóttu "kristnir" gyðinga vegna þess að þeir voru ósáttir við hvað gyðingar voru að sleppa við pláguna. Þeir sem hafa sett kristinn merkimiða á sig hafa í gegnum tíðina vægast sagt ekki sýnt góða ávexti en eins og Kristur sagði "af ávöktununum skulu þér þekkja þá".  Þetta ristir síðan dýpra en bara gyðingar heldur líka viðhorf til aldraðra, sjúkra og fatlaðra sem fengu líka að kenna á hugmyndafræði sem sagði að ef þú getur ekki barist fyrir tilverurétti þínum þá áttu ekki rétt á því að vera til.

Hitler - Mein Kampf
He who would live must fight. He who does not wish to fight in this world, where permanent struggle is the law of life, has not the right to exist.

Mofi, 25.3.2009 kl. 13:22

10 identicon

náungakærleikir einmitt hefur áhyggjur af hvaða áhrif hugmyndafræði hefur haft á marga í gegnum söguna.

Sammála því. Eitt í þessu þó - þróunarkenningin er ekki hugmyndafræði. Trúarbrögð eru hins vegar hugmyndarfræði.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:37

11 identicon

Hitler skrifaði Mein Kampf Halldór... ekki Darwin

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:43

12 Smámynd: Odie

Það stendur líka í biblíunni þinni að þeir sem boði trú að aðra guði séu réttdræpir og þú eigir að vera manna fyrstur til að drepa viðkomandi. (Deuteronomy 13:7-12)

Mér finnst reyndar eðlilegt að rugludallur sem Hitler var myndi nota allt sem hann geti til að koma sinni bilaðri sýn um þriðja ríkið til framkvæmda.  

En það hefur engin áhrif á réttleika þróunarkenningarinnar. 

Odie, 25.3.2009 kl. 13:47

13 Smámynd: Odie

Og svo sagði Hitler - Mein Kampf

“Hence today I believe that I am acting in accordance with the will of the Almighty Creator: by defending myself against the Jew, I am fighting for the work of the Lord.” 

Hver annar er einhver sem trúir á Guð myndi segja annað eins kjaftæði.

Odie, 25.3.2009 kl. 14:04

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hitler - Mein Kampf: He who would live must fight. He who does not wish to fight in this world, where permanent struggle is the law of life, has not the right to exist.

Ef þú ert ljón, passar þetta fjandi vel. Þú þarft að berjast til að fá eitthvað éta og ef þú vilt að læðurnar nenni að tala við þig. Gerirðu það ekki, deyrðu úr hungri og genin þín deyja út með þér. Þú hefur ekki rétt á að lifa.

Sama má segja um fjármál fólks, þú þarft að berjast til að ná frama, annars ceyrðu. Sama með fyrirtæki.

Ekki að ég sé að mæla Dolla bót. Ekki að Darwin hafi neitt með Dolla að gera.

Villi Asgeirsson, 25.3.2009 kl. 15:12

15 Smámynd: Mofi

Odie, það er nokkuð greinilegt á orðum Hitlers að hann hafði ekki boðskap Krist í hávegum. Af hans einka samtölum þá er greinilegt að hann leit á kristni sem eitthvað sem var ósamræmanlegt við hans heimspeki. Varðandi versið í Biblíunni þá var Ísrael trúar samfélag og þeir sem höfðu aðra trú áttu að yfirgefa samfélagið. Það var ekki refsivert að hafa aðra trú en sá hinn sami átti þá enga samleið með þjóðinni og það er alveg rétt að reyna að fá fólk til að yfirgefa trúna var ekki þolað. Kristnir aftur á móti eru ekki réttarríki eins og Ísrael heldur þegnar margra ríkja og samfélags lög Ísraels eiga því ekki við kristna.  Hafa síðan í huga að Guð hvatti þjóðina ávallt til að sýna þeim miskunn sem báðu um hana svo að sá sem gerðist sekur um þetta og einhver heimtaði þessa refsingu þá var möguleiki á því  að fara í musteri Salómons og fengið fyrirgefningu.

Mofi, 25.3.2009 kl. 15:23

16 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mofi, höfðu kirkjunnar menn á Íslandi boðskap kristni í hávegum fyrr á öldum þegar þeir létu sarga hausinn af mönnum og drekkja konum fyrir að eignast börn utan hjónabands?

Þegar þú segir "það er alveg rétt að reyna að fá fólk til að yfirgefa trúna var ekki þolað", ertu þá að segja að trúfrelsi eigi ekki rétt á sér?

Villi Asgeirsson, 25.3.2009 kl. 15:29

17 Smámynd: Mofi

Villa, nei ég myndi ekki segja það.  Varðandi trúfrelsið þá var það óbeint virt í Ísrael en að því leiti að viðkomandi var frjálst að yfirgefa samfélagið. Það eru svo sem mörg dæmi í Gamla Testamentinu að nokkvurn veginn öll þjóðin yfirgaf trúnna. Trúfrelsi er að mínu mati mjög mikilvægt og í rauninni heilagt. Mótmælenda trúin á einnan stærstan þátt í trúfrelsi nútímans.

Mofi, 25.3.2009 kl. 15:33

18 identicon

Staðreynd Halldór... fullt af kirkjunnar mönnum hafa í gegnum tíðina bæði misskilið viljandi og óviljandi það sem í biblíunni stendur og nýtt það til að beita annað fólk harðræði og oft dauða.

Það er fólkinu sem það gerir að kenna, ekki biblíunni

Hafi einhver eins og t.d. Hitler nýtt sér skrif DArwins til að misþyrma öðru fólki er það sömuleiðis þeim sjálfum að kenna, ekki Darwin eða hans kenningum

Hvernig væri að fara droppa þessari hundleiðinlegu hugmynd þinni endanlega.. alveg merkilegt hvernig þú poppar upp með þetta bull hér aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur...................................................................................

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:57

19 identicon

Eins lítinn skilning og Mofi hefur á þróunarkenningunni (nánast allt sem hann lætur út úr sér um hana er misskilningur eða vanþekking) þá er hugmynd hans um að hún sé hugmyndafræði líklegast sú heimskulegasta.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:12

20 identicon

Hey.. ég átti einu sinni blogg.. mundi skyndilega eftir því þegar ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað hérna um Martin Luther og gyðingahatur.. var löngu búinn að því:

Sjá: Frá Martin Luther til Hitlers

Það getur vel verið að Hitler hafi fengið einhverjar ranghugmyndir um ónáttúrulegt náttúruval (survival of the strongest.. ekki fittest) en gyðingahatrið hefur hann sótt í kristni.

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:19

21 Smámynd: Mofi

Sigmar, þegar einhver misnotar Biblíuna til vondra verka þá er hann einmitt að misnota hana.  Sá sem fær þá hugmynd að sumt fólk er minna þróað en annað þá er það rökrétt út frá kenningunni sjálfri, engin misnotkun í gangi. Þróunarkenningin hefur ekkert siðferði byggt inn í sig og þar af leiðandi ekki hægt að tala um misnotkun á henni eins og Biblíunni því að Biblían hefur skýrt siðferði sem er brotið þegar menn drepa aðra menn.  Þessi tilvitnun síðan í Hitler sýnir svo ekki verður um villst að hans hugmyndafræði um að lifa af kemur frá Darwin og bara óheiðarlegt að vera eitthvað að neita því.

Arnar, þar sem Kristur fæddist gyðingur og fyrstu kristnu einstaklingarnir voru gyðingar þá kemur gyðinga hatur ekki frá Biblíunni eða lærisveinum Krists. Það er samt rétt að margir sem kölluðu sig kristna sýndu mikinn djöfulskap af sér þegar við kom gyðingum á miðöldum.  Í dag eru það samt miklu frekar kristnir sem verja Ísrael og gyðinga en aðrir. Mín afstaða er að vísu þannig að Ísrael á rétt á því að lifa í friði og verja sig en engann rétt til að níðast á öðrum og er ekki lengur útvalin þjóð Guðs. 

Hvað á það að þýða að vanrækja bloggið þitt svona?

Mofi, 25.3.2009 kl. 16:44

22 identicon

Þessi tilvitnun síðan í Hitler sýnir svo ekki verður um villst að hans hugmyndafræði um að lifa af kemur frá Darwin og bara óheiðarlegt að vera eitthvað að neita því.

Reynum þetta aftur...

Það hvað Hitler kýs að lesa úr verkum Darwins kemur Darwin og hans kenningum ekkert við....

Einusinni enn

Það hvað Hitler misskilur í verkum Darwins sem einhverja heimild til að drepa annað fólk kemur Darwin og hans verkum ekkert við

Og einusinni enn til að vera viss

Vísindaleg niðurstaða er trúarlega hlutlaus, það hvernig einhver kýs að túlka þá niðurstöðu kemur henni ekkert við.

Ef einhver kæmist að því að dvergar bæru með sér gerla sem drepa ungabörn og yrðu í kjölfarið ofsóttir af fólki og drepnir í hrönnum, þá er það ekki þeim að kenna sem komst að því.

Þú virðist einhvern veginn vera undir þeim álögum að halda að vísindamenn beri ábyrgð á þeim náttúrulögmálum sem þeir rannsaka.

Það var alveg til þyngdarafl áður en Newton uppgötvaði það

Alveg eins og þróun var staðreynd áður en Darwin hóf það starf að koma orðum að því hvernig hún gerist

Hitler kemur því ekkert við... og eins og Ragnar bendir á þá er þróunarkenningin ekki hugmyndafræði heldur margsönnuð vísindakenning - það er brot gegn heilbrigðri skynsemi að vera sífellt að gagnrýna hana sem eitthvað sem hún er ekki

Ef þú vilt þá get ég alveg hent hérna inn í 18 sinn pistlinum mínum góða um siðferðisleg tengsl trúar við vísindi? Þú virðst hafa gleymt því enn einusinni

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:33

23 identicon

Biblían hefur skýrt siðferði sem er brotið þegar menn drepa aðra menn.

Ef Biblían segði þetta í raun og veru þá ætti engin sögupersóna Biblíunnar, sem fylgdi guð að málum, að hafa drepið nokkurn mann. Það væri bannað. Hins vegar er veruleikinn allt annar. Ísraelsmenn voru mjög afkastamiklir í umfangsmiklum þjóðarmorðum, t.d. þegar fyrirheitna landið var "numið" eftir útlegðina í Egyptalandi. 

Enda segir hvergi í Biblíunni að menn eigi ekki að drepa aðra menn heldur einungis að Ísraelsmenn eigi ekki að drepa hverja aðra. Ekki er hægt að mótmæla þessu því annars er ekki hægt að útskýra villimannslegs dráp hinnar útvöldu þjóðar á öðrum þjóðum. 

Þessi tilvitnun síðan í Hitler sýnir svo ekki verður um villst að hans hugmyndafræði um að lifa af kemur frá Darwin og bara óheiðarlegt að vera eitthvað að neita því.

Er það nú orðið hugmyndafræði að "lifa af"? Annars eru hugmyndir um vald hins sterka yfir veikari jafngamlar mannkyninu og hafa ekkert við þróunarkenningu Darwins að gera þar sem hún segir einfaldlega fyrir um að sá hæfasti lifi af. Að vera sterkur gerir lífverur ekki endilega hæfari, t.d. voru risaeðlurnar afar "sterkar" en ekki dugði það þeim. 

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:37

24 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég kenni Newton um öll flugslys, því án þyngdaraflsins dyttu flugvélarnar ekki úr háloftunum.

Villi Asgeirsson, 25.3.2009 kl. 17:43

25 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þær hugmyndir Hitlers, sem hann á að hafa sótt til Darwins, snerust um að "kynbæta" þegna Þriðja ríkisins. Því er hins vegar til að svara að kynbætur á bústofni og matjurtum voru þekktar löngu fyrir daga Darwins. Eitt af því, sem leiddi Darwin til sinnar uppgvötvunar voru einmitt þekkingar á því sviði. Hitler hefði því farið sína leið þó Darwin hefði aldrei fæðst.

Reyndar hefði þróunarkenningin uppgvötvast á svipuðum tíma þó Darwin hefði aldrei fæðst enda leiddu vísindarannsóknir víða um heim menn einfaldlega í þá átt. Menn mátu einfaldlega þau gögn, sem menn höfðu í höndunum og þetta hefði orðið óhjákvæmileg niðurstaða fyrr eða síðar. Darwin gaf bók sína "Uppruni tegundanna" út fyrr en hann ætlaði sér vegna þess að fékk veður af því að annar vísindamaður væri um það bil að koma fram með þessa sömu kenningu. Hann var reyndar búin að komast að þessari niðurstöðu í megindráttum árið 1831 eða 18 árum fyrr en talið er að hann hafi veigrað sér við að koma fram með þessa kenningu sína vegna þess hversu trúuð eiginkona hans var. Hún fékk áfall þegar hann gaf út þessa bók og trúði því eftir það að þau hjón fengju ekki að vera saman á himnum eftir andlát sitt. Þangað fengi Darwin ekki að koma.

Sigurður M Grétarsson, 25.3.2009 kl. 18:24

26 Smámynd: Egill Óskarsson

Þú ert svo skemmtilegur Mofi. Þetta með að Hitler hafi tekið eitthvað upp frá Darwin, hvað á það að sanna? Og hverjar ætli séu nú líkurnar á því að þér finnist eitthvað athugavert við það að draga þetta fram í öðru orðinu en halda því svo fram að voðaverk sem fólk hefur framið með skírskotun í biblíuna hafi bara verið gerð fyrir einhvern misskilning og ekki af fólki sem var með rétta trú?

Egill Óskarsson, 25.3.2009 kl. 18:47

27 Smámynd: Mofi

Sigmar, þú virðist heldur ekkert skilja að ég er ekki að segja að þróunarkenningin er röng þó að hugmyndafræðin sem getur sprottið upp af henni er slæm.

Lárus, Biblían segir "þú skalt ekki myrða" en það getur myndast aðstæður þar sem dráp eru nauðsynleg eins og í stríði og sjálfsvörn. Boðorðið "þú skalt ekki myrða" á auðvitað við alla menn, ekki bara milli gyðinga. Í gegnum Gamla Testamentið þá var Guð aftur og aftur að senda spámenn til þjóðarinnar og biðja hana um að hegða sér betur.

Varðandi að hinn hæfrari lifir af þá er það einmitt það sem kemur fram í orðum Hitlers. Sá sem getur ekki barist fyrir lífi sínu átti að hans mati ekki rétt á því að vera til. Viðkomandi væri þá ekki hæfur og fjölgun hans myndi skemma stofninn og þróun hans.

Sigurður Grétarsson, takk fyrir innleggið.

Egill, það á aðeins að sýna fram á vond áhrif þessa hugmynda.  Voðaverk sem menn fremja í nafni Biblíunnar ganga á móti boðskap hennar að elska óvini sína, vinna illt með góðu og fylgja boðorðunum tíu.  Það er enginn þannig siðferðis boðskapur í þróunarkenningunni. Miklu frekar hægt að komast að alskonar siðferði byggt á því hvað ætti að vera gott fyrir samfélagið sem heild. Hitler komst að þeirri niðurstöðu að það væri gott fyrir samfélagið að alls konar fólk myndi ekki fjölga sér og í sumum tilfellum að sumt fólk ætti að drepa því að það væri betra fyrir samfélagið.

Mofi, 25.3.2009 kl. 19:20

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Biblían segir "þú skalt ekki myrða" en það getur myndast aðstæður þar sem dráp eru nauðsynleg eins og í stríði og sjálfsvörn.

Þannig að boðorðið segir að það sé rangt að drepa þegar það er rangt, en að það sé allt í lagi að drepa þegar það er rétt.

Þjóðarmorð og fjöldabarnamorð eru síðan hluti af því sem er í lagi.

Ein spurning Mofi, þegar Lúther stakk upp á því að brenna öll hús gyðinga og neyða þá til þess að vinna þrælkunarvinnu, var hann þá innblásinn af þróunarkenningunni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.3.2009 kl. 19:38

29 identicon

Sigmar, þú virðist heldur ekkert skilja að ég er ekki að segja að þróunarkenningin er röng þó að hugmyndafræðin sem getur sprottið upp af henni er slæm.

Ég skil þetta alveg... það sem ég skil ekki er til hvers þú ert sífellt að draga þetta hérna upp sem einhverja gagnrýni á þróunarkenninguna

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:28

30 Smámynd: MacGyver

Hver sem Darwin var og það sem hafði vitlaust fyrir sig, hefur engin áhrif á þróunarkenninguna. Þróunarkenningin er ekki Darwin. Þrátt fyrir að Newton var alkemisti þá þýðir það ekki að vísindin sem hann gaf af sér er röng, og þrátt fyrir að Carl von Linné var rasisti þá segir það ekkert að vísindin sem hann gaf af sér var röng.

MacGyver, 25.3.2009 kl. 23:27

31 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Voðaverk sem menn fremja í nafni Biblíunnar ganga á móti boðskap hennar að elska óvini sína, vinna illt með góðu og fylgja boðorðunum tíu. [...] Hitler komst að þeirri niðurstöðu að það væri gott fyrir samfélagið að alls konar fólk myndi ekki fjölga sér og í sumum tilfellum að sumt fólk ætti að drepa því að það væri betra fyrir samfélagið.
Einmitt. Hentar þér ótrúlega vel. Annars vegar fær Biblían að njóta vafanns og það er fólk sem er vitlaust. Hins vegar fær Hitler að njóta vafanns og Darwin er vitlaust. Ég veit að þetta er einföldun, en þú getur nú varla farið að kvarta yfir svoleiðis. 

Egill Óskarsson, 25.3.2009 kl. 23:58

32 Smámynd: Odie

Það er aðeins ein ástæða fyrir því að Mofi fer að skíta út Darwin.  Þetta er þekkt tækni til að beina áhuga manna frá aðalatriðunum.  Sem er að þróunarkenningin stenst og er sönn.  

Í öðrum þræði segir Mofi: Breyting er staðreynd en það er ekki þróun sem býr til flóknar vélar heldur tími og slit sem býr til bilaðar vélar. Þú hlýtur að kannast við að sjá klesstan bíl eða bíl sem er gamall og slit er að orsaka bilanir í honum? Það er ekki vegna galla í hönnuninni heldur lélegu viðhaldi og hið sama tel ég gilda um okkar heim. (http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/835623/#comments)

Sem er mjög áhugavert.  Vegna þess að hér eru það bilanir sem knýja þróun áfram. Þannig að bilanir búa til nýjar tegundir.  

það allra fyndnasta við þetta er að þetta er þróunarkenningin í einföldu máli. En einhver breyting verður (bilun) sem er ekki endilega til góðs eða ills, en gerir lífveruna ef til vill betur hæfari til að lifa af og fjölga sér.

Samlíkingin við bíla er náttúrulega út í hött vegna þess að bílar fjölga sér ekki og biluð eintök að bílum búa ekki til biluð eintök af bílum (hvað þá nokkuð annað).  Hins vegar gera lífverur það.  Þannig að ef gen breytist (bilar samkvæmt Mofa), þá getur þessi lífvera fjölgað sér, en breytingin heldur áfram og afkvæmin erfa breytinguna.   Náttúruval stjórnar síðan hverjir eru hæfastir að lifa af. 

Annað sem er áhugavert við skrif Mofa er að hann er þeirrar skoðunar að reglur guðs í biblíunni séu tvískiptar.  Annars vegar fyrir Ísrael og hins vegar fyrir aðra.  Í þessari skrítnu sýn þá leyfir guð dráp á fólki sem útskýrir e.t.v af hverju það eru fáir sem fordæma dráp Ísraelsmanna á Palestínumönnum.  (Til þess að það fari ekki milli mála þá fordæmi ég einnig hryðjuverk Palestínumanna).

En aðalatriðið er síðan þú staðreynd að Þróunarkenningin er sönn.  Og það að reyna gera kenninguna tortryggilega með því að tengja hana við viðurstyggilega menn eða hugsjónir breytir ekki réttleika hennar.

Odie, 26.3.2009 kl. 09:56

33 Smámynd: Odie

Rak augun í eftirfarandi frá Mofa 

Mofi:Sigmar, þú virðist heldur ekkert skilja að ég er ekki að segja að þróunarkenningin er röng þó að hugmyndafræðin sem getur sprottið upp af henni er slæm.

Mér finnst það finnst þetta meira en fyndið,  Því þú hefur ekki verið að gera neitt annað en að halda því fram að kenningin standist ekki.  En hver veit ef til vill þá sérð þú ljósið fyrir rest.

Odie, 26.3.2009 kl. 10:03

34 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ein spurning Mofi, þegar Lúther stakk upp á því að brenna öll hús gyðinga og neyða þá til þess að vinna þrælkunarvinnu, var hann þá innblásinn af þróunarkenningunni?

Nei

Sigmar
Ég skil þetta alveg... það sem ég skil ekki er til hvers þú ert sífellt að draga þetta hérna upp sem einhverja gagnrýni á þróunarkenninguna

Þetta er ákveðin gagnrýni á þróunarkenninguna en ekki gagnrýni á sannleiksgildi hennar.

Egill
Einmitt. Hentar þér ótrúlega vel. Annars vegar fær Biblían að njóta vafanns og það er fólk sem er vitlaust.

Nei, ástæðan er einfaldlega sú að Biblían hefur ákveðinn siðferðisboðskap sem menn geta farið eftir eða brotið gegn.  Ef menn brjóta gegn honum í nafni Biblíunnar þá eru menn að misnota hana.

Odie, líkingin við bíla var aðeins til að útskýra bilanir í hönnun; ertu að segja mér að þú skildir ekki það sem ég var að útskýra?

Varðandi tvískiptingu reglna í Biblíunni þá er það aðeins vegna Biblíunnar sjálfrar, hvað hún segir sem ég skil þetta svona.

Ef þú ert síðan svo sannfærður um að þróunarkenningin er sönn, endilega skrifaðu grein þar sem þú setur fram það sem sannfærði þig um sannleiksgildi hennar.  Ég hefði gaman af því ef einhver gæti samið þann brandara.

Mofi, 26.3.2009 kl. 10:09

35 identicon

Þetta er ákveðin gagnrýni á þróunarkenninguna en ekki gagnrýni á sannleiksgildi hennar.
Og hvaða tilgangi þjónar þessi gagnrýni eiginlega?

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:12

36 identicon

Varðandi tvískiptingu reglna í Biblíunni þá er það aðeins vegna Biblíunnar sjálfrar, hvað hún segir sem ég skil þetta svona.
Pick and choose ??

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:13

37 identicon

endilega skrifaðu grein þar sem þú setur fram það sem sannfærði þig um sannleiksgildi hennar.
Ég gerði það nú einhverntímann og þú lést það vera að svara því. Svo hafa einhverjir fleiri gert það líka en þú lést vera að svara því, kannski í mesta lagi með útúrsnúningum.

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:15

38 identicon

Vita menn ekki að þróunarkenningin hefur aðeins tilveru þar sem menn eru og líf finnst? Það er auðvitað vegna þess að hún virkar ekki þar sem ekkert líf er að finna, Merkúr, Venur, Tunglið, Mars o.s.frv. Af hverju ætli menn sjái ekki breytingarnar sem sanna og styðja þróunina? Þetta er nefnilega hugarfóstur manna. Ekki endilega "sannleikurinn" heldur leið til að útskýra líf og tilveru án höfundar. Þegar Guð er ekki til þá verður að útskýra tilveruna frá öðrum þætti.

Mikið væri gaman að fara að sjá einhvern flöt á þessu þróunardæmi sem tengdi sama örugglega breytingar dýra með týndum hlekkjum þróunarsögunnar. Af hverju ætli þá vanti?

Ekkert verður til af sjálfu sér og af lífi kemur líf. Þetta er lögmál tilverunnar.

kveðja

snorri í betel

Snorri í Betel (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:16

39 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, líkingin við bíla var aðeins til að útskýra bilanir í hönnun; ertu að segja mér að þú skildir ekki það sem ég var að útskýra?

Skildi þig vel.  En þetta er jafn vitlaust fyrir því.

Mofi: Varðandi tvískiptingu reglna í Biblíunni þá er það aðeins vegna Biblíunnar sjálfrar, hvað hún segir sem ég skil þetta svona. 

Akkúrat það sem einn má, það má annar ekki.   Að nota svona rit til að stjórna og hafa áhrif á siðferði  er  bara vitleysa.  Enda uppfull af mótsögnum.  

Mofi: Ef þú ert síðan svo sannfærður um að þróunarkenningin er sönn, endilega skrifaðu grein þar sem þú setur fram það sem sannfærði þig um sannleiksgildi hennar. Ég hefði gaman af því ef einhver gæti samið þann brandara.

Gerðu okkur greiða og lestu Darwin. 

Odie, 26.3.2009 kl. 10:39

40 identicon

Æææææ mofi minn þú ert svo langt sokkinn aftur í miðaldir að það er hreinlega sorglegt að lesa þetta. Ég bara vorkenni þér fyrir þessa þröngsýni. Það er nú það eina sem hægt er að segja. Þú ræðst á eina besta sönnuðu vísindakenningu fyrr og síðar og reynir, ég segi reynir að tæta hana í þig en þessar tilraunir eru svo grátbroslega lélegar að það er hreint út sagt ömurlegt að lesa þetta.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:58

41 Smámynd: Mofi

Ragnar
Og hvaða tilgangi þjónar þessi gagnrýni eiginlega?

Fræðslu, vítin eru til að varast þau; læra af sögunni í þeirri von að hið slæma verði ekki endurtekið.

Ragnar
Pick and choose ??

Nei, bara að reyna að skilja hvað var fyrir ákveðið fólk á ákveðnum tíma og hvað var fyrir allt fólk á öllum tímum.

Odie
Skildi þig vel.  En þetta er jafn vitlaust fyrir því.

Af hverju?  

Odie
Akkúrat það sem einn má, það má annar ekki.   Að nota svona rit til að stjórna og hafa áhrif á siðferði  er  bara vitleysa.  Enda uppfull af mótsögnum

Þeir sem vilja láta ritið stjórna sér gera það af fúsum og frjálsum vilja. Þeir sem vilja stjórna öðrum eru strax komnir á villigötur að mínu mati. Ég er síðan auðvitað ósammála að Biblían er full af mótsögnum.

Mofi, 26.3.2009 kl. 10:59

42 identicon

Fræðslu, vítin eru til að varast þau; læra af sögunni í þeirri von að hið slæma verði ekki endurtekið.

Eins og þú orðar þetta þá er vítið sem skal varast þróunarkenningin og Darwin. Þú víkur Hitler undan ábyrgð og skellir sökinni á þróunarkenninguna og Darwin. Sem er að sjálfsögðu absúrd.

Hitler og gjörðir hans dæma sig sjálfar. Vítin eru augljós. Þess vegna sé ég ekki ennþá tilganginn með þessari gagnrýni þinni fyrst hún hefur ekki  neitt með sannleiksgildi kenningarinnar að gera.

Nei, bara að reyna að skilja hvað var fyrir ákveðið fólk á ákveðnum tíma og hvað var fyrir allt fólk á öllum tímum.

Það er augljóst Mofi. Þarft ekkert að taka það fram. Málið er að þessi viðleitni þín til að skilja þetta er bara réttlæting á biblíunni fyrir sjálfum þér. Aðrir túlka þetta öðruvísi sem gerir þetta að pick and choose. Þú gerir að sjálfsögðu ráð fyrir að þú hafir rétt fyrir þér þannig að fyrir þér er þetta ekki pick and choose. En fyrir öllum öðrum sem hafa aðra sýn á þetta lítur það þannig út.

Ég verð þó að segja að ef þú verður endilega að trúa á biblíuna (eða eitthvert annað trúarrit) þá er ég hrifnari af þinni túlkun. Mér finnst þú ættir að beina kröftum þínum að fræða fólk um þessi víti sem ber að varast. Það er til fólk sem túlkar biblíuna þannig til að réttlæta morð og fleiri andstyggilega hluti.

En þú ert blindaður af hatri á þróunarkenninguna og Darwin.

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:17

43 Smámynd: Odie

Odie:  Skildi þig vel. En þetta er jafn vitlaust fyrir því.
Mofi: Af hverju?  

Ég skal gera eina tilraun með að útskýra.  

Bilun í einum bíl hefur ekki áhrif á bilanir í öðrum bílum.  Þannig að lélegt viðhald segir ekkert og hefur ekki áhrif á viðhald eða bilanir í öðrum bílum

En þannig er það ekki með lifandi verur.  "Bilað" erfðaefni erfist og hefur þannig áhrif afkomendur viðkomandi lífveru.  Ef þessi bilum gerir viðkomandi hæfari til að lifa af og eignast afkvæmi þá getur þeim sem eignast þessa bilun fjölgað.  Þessi "bilun" hefur því þróað þessa veru.  

Odie, 26.3.2009 kl. 12:31

44 Smámynd: Mofi

Ragnar,  ég sé slæm áhrif hugmyndafræði Darwins á síðustu öld og sé ekkert að því að benda á það.  

Odie, en þú sérð hvernig að sjá bilun í bíl er ekki vegna hönnunarinnar ekki satt?  Það er eini punkturinn sem ég var að reyna að koma á framfæri.  Þegar síðan kemur að lífverum þá geta stökkbreytingar skemmt lífveru og sú skemmd erfðist en náttúruval á möguleika að taka þá skemmd út. Ef þú lítur á bara einhverja breytingu sem þróun þá er ég örugglega meiri þróunarsinni en þú. En það sem þróunarkenningin er að reyna að útskýra er hvernig flóknar vélar og kerfi urðu til svo dæmi þar sem stökkbreyting skemmir lífveru er ekki ferli sem er líklegt til að búa til flóknar vélar eða kerfi.

Mofi, 26.3.2009 kl. 12:39

45 identicon

ég sé slæm áhrif hugmyndafræði Darwins á síðustu öld og sé ekkert að því að benda á það.
Hvaða hugmyndafræði Darwins? Og hvers vegna ertu að reyna að afsaka Hitler?

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:50

46 Smámynd: Odie

Mofi: Ef þú lítur á bara einhverja breytingu sem þróun þá er ég örugglega meiri þróunarsinni en þú. En það sem þróunarkenningin er að reyna að útskýra er hvernig flóknar vélar og kerfi urðu til svo dæmi þar sem stökkbreyting skemmir lífveru er ekki ferli sem er líklegt til að búa til flóknar vélar eða kerfi.

Þetta er heila málið.  Smá breytingar/bilar verða og sumar gera lífverur hæfari og aðrar minna hæfar.  Náttúruval ákveður síðan hverjir lifa og fjölga sér.  Þetta eru þróunarkenningin !  #QED

Odie, 26.3.2009 kl. 12:59

47 identicon

ég sé slæm áhrif hugmyndafræði Darwins

Það er ekki til neitt sem heitir hugmyndafræði Darwins Halldór... þetta er eitthvað sem þú og fleiri hafa búið til..

Þróounarkenningin er ekki hugmyndafræði frekar en þyngdaraflið

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:01

48 identicon

Svona svona Odie.  Mófi er OFUR-þróunarsinni og hefur marg oft sagt það sjálfur.

Hann er bara ósáttur við þróunarkenninguna því að það stendur hvergi 'guð gerði það' í henni og þótt hann samþykki 'aðlaganir' þá mun hann seint eða aldrei samþykkja 'speciation' (eða hvernig sem það er skrifað), þe. að tveir hópar af sömu tegund geti 'aðlagast' í sitthvorra tegundina.

Hinsvegar ef þróunarkenningin er ósönn þá ætti að vera lítið mál að sýna fram á það með öðrum hætti en að ráðast gegn persónu Darwins.

Arnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:14

49 Smámynd: Mofi

Odie, ég veit vel að þetta er þróunarkenningin í hnotskurn en dæmi þar sem lífvera verður fyrir stökkbreytingu sem skemmir hana er ekki líklegt ferli til að búa til flóknar vélar og náttúran er troðfull af þannig dæmum.  Þetta er svona svipað og maður sem hefur aldrei séð bíl áður en finnir einn í skóg og sest niður og fer að velta því fyrir sér hvernig þetta tæki gæti hafa orðið til. Eftir dálitla stund dettur trjá grein niður og eyðileggur einn af hliðarspeglunum. Við að sjá þetta þá hrópar maðurinn "Eureka", ég veit hvernig þetta tæki varð til. Á miljónum árum þá smá saman duttu greinar og breyttu tækinu smá saman þangað til að það varð eins og það er í dag.

Bílar eru afskaplega einföld tæki miðað við það sem við finnum í náttúrunni svo ef þér fannst ályktun þessa manns í sögunni heimskuleg þá hefurðu smá tilfinningu fyrir hve arfa vitlaus þróunarkenningin er í mínum huga. 

Sigmar,  kenningin hans leiðir af sér hugmyndafræði, leiðir af sér sýn á heiminn. Allir vissu það þegar kenningin kom fram; fáránlega kjánalegt að vera eitthvað að afneita því.

Mofi, 26.3.2009 kl. 13:18

50 identicon

Sigmar,  kenningin hans leiðir af sér hugmyndafræði

Sú hugmyndafræði kom ekki frá Darwin Halldór

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:23

51 identicon

Hvers vegna talarðu þá alltaf um "hugmyndafræði Darwins"?

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:32

52 Smámynd: Odie

Mofi,  þú gleymir því sem skiptir svo miklu máli en það er DNA.  DNA afritar breytingarnar og kemur þeim til skila til næstu kynslóðar.  

Trjágreinar geta ekki komið þessum upplýsingum til skila og eðlilega gagnslausar við að hanna bíla 

Odie, 26.3.2009 kl. 13:33

53 Smámynd: Mofi

Sigmar, sýn á heim sem er án skapara og maðurinn hefur engann sérstakann stað í náttúrunni, er aðeins ein af þeim tegundum sem er að berjast fyrir tilveru sinni í baráttunni um auðlindir? 

Odie,  DNA er upplýsingakerfi og þegar kemur að því að afrita upplýsingarnar þá er það með sérstakt kerfi sem sér um að leiðrétta villur en af og til þá sleppa einhverjar í gegn. Hreinlega ósanngjarnt að biðja um betra dæmi um sönnun fyrir tilvist skapara...

Meira um hve mikil snilld er þarna á ferðinni: http://creationsafaris.com/crev200708.htm#20070814a 

Mofi, 26.3.2009 kl. 13:47

54 identicon

Tilraunir Mofa til að afsanna kenningu Darvins eru álíka kjánalegar og ef ég mundi nota Snorra Eddu til að afsanna það að jörðin væri hnöttótt. Hann notar biblíuna og trúir henni út fyrir gröf og dauðann og vill alls ekki viðurkenna neitt sem hann getur ekki túlkað út úr henni. Hann þykist vera fræðimaður og hann er það sennilega í guðfræðum en hann á að láta vísindi alveg vera því hann veit ekki mikið um þau fræði. Það hefur sýnt sig og sannað í gegnum tíðina marg oft. Hann heldur virkilega að hann sé að breiða út einhvern boðskap en hann eyðileggur mikið fyrir trúuðum og gefur þeim ákveðinn öfgastimpil. Það þarf vissulega öfgahuga til að trúa því sem Mofi trúir og í raun forðast fólk það. Þannig að Mofi ég þakka þér annars kærlega fyrir þennan negatífa boðskap þinn því það hefur örugglega bjargað mörgum frá því að hella sér út í myrkur öfga.  

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:53

55 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, DNA er upplýsingakerfi og þegar kemur að því að afrita upplýsingarnar þá er það með sérstakt kerfi sem sér um að leiðrétta villur en af og til þá sleppa einhverjar í gegn. Hreinlega ósanngjarnt að biðja um betra dæmi um sönnun fyrir tilvist skapara...

Reyndar sýnir þetta að skapari er óþarfur.  Enda hafa líffræðingar sýnt vel hvernig þetta gæti allt hafa byrjað.  En annað sem er áhugavert hér er líka sú staðreynd að þú samþykkir þróunarkenninguna.

Enda er þetta grunn ástæðan fyrir því að mínu mati að þú ert svo á móti Darwin og þróunarkenningunni.  Því að hún tekur guð út úr jöfnunni. 

Odie, 26.3.2009 kl. 13:56

56 identicon

Ef það er Darwin að kenna hvernig fólk kýs að túlka þróunarkenninguna yfir í einhverja hugmyndafræði og búa til eitthvað öfga dæmi, td. nasisma.  Er það þá ekki guðinnum þínum að kenna ef fólk kýs að túlka biblíuna út í einhverja öfga og nota hana til að réttlæta allann anskotan.

Hlýtur að ganga jafnt yfir alla og ekkert 'no true scotshman' kjaftæði núna mófi.

Reyndar hlýtur allt illt í veröldinni að vera guðinum þínum að kenna, því samkvæmt þér:

  1. hannaði hann og skapaði heiminn
  2. hannaði og skapaði frjálsan vilja
  3. er hann alvitur

Arnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:07

57 Smámynd: Mofi

Þorvaldur, ég er ekki trúaður miðað við þá sem afneita tilvist Guðs.

Odie,  það hefur enginn einu sinni getað skáldað upp hvernig þetta gæti hafa byrjað.  Hvernig sýnir þetta að skapari er óþarfur?  Hvernig fara náttúrulegir ferlar að því að koma sér saman um hvaða röð af táknum þýði eitthvað ákveðið?  Hvernig fara þeir að því að setja saman vél sem leiðréttir upplýsingar?  Hvernig veit efnið hvaða upplýsingar eru í lagi og hverjar eru ekki í lagi?  

Ég er aðalega á móti þróunarkenningunni að hún passar ekki við staðreyndirnar og heilbrygða hugsun. 

Mofi, 26.3.2009 kl. 14:12

58 Smámynd: Mofi

Arnar
Er það þá ekki guðinnum þínum að kenna ef fólk kýs að túlka biblíuna út í einhverja öfga og nota hana til að réttlæta allann anskotan.

Nei, af því að eitt er rökrétt og inniheldur engan siðferðis boðskap. Inniheldur í raun eitthvað mjög öflugt sem er sýn á heiminn þar sem ekkert rétt og ekkert rangt er til. Aðeins að hinn hæfari lifir af og hinir sem eru ekki jafn hæfir deyja.

Þú getur ekki kennt Biblíunni um morð ef hún segir "þú skalt ekki myrða".  Ef það er einhver grunnur fyrir þannig ásökunum á hendur Biblíunnar þá þarf að sýna verk og sýna hvaða texti í Biblíunni var að hvetja til viðkomandi verka.   

Mofi, 26.3.2009 kl. 14:14

59 Smámynd: Odie

Mofi:  Eins og venjulega þá skilur þú ekki aðalatriðið,  En Guð skiptir ekki máli í þróunarkenningunni.  Þróunarkenningin er rétt hvort sem guð er til eða ekki.  Ekki einu sinni þú ert á móti þróun (bilunum).    

Það sem ég skil vel er að þú átt erfitt með að viðurkenna er að guð skapaði ekki alla hluti og lifandi verur.  Heldur hafi löng þróun verð örsök þess alls.

Þetta er vandamál sem sköpunarsinnar eiga við að stríða og þurfa því að grípa til alls kyns óþvera ráða til að gera kenninguna  tortryggilega.  

Odie, 26.3.2009 kl. 14:32

60 identicon

Inniheldur í raun eitthvað mjög öflugt sem er sýn á heiminn þar sem ekkert rétt og ekkert rangt er til. Aðeins að hinn hæfari lifir af og hinir sem eru ekki jafn hæfir deyja.

Það er ekki hlutverk þróunarkenningarinnar að hafa boðskap.  Hún er lýsing á ferli en ekki skilgreining á því hvernig ferlið ætti að vera.

Þú getur ekki kennt Biblíunni um morð ef hún segir "þú skalt ekki myrða".

Jú, ef einhver drepur einhvern og segir 'guð sagði mér að gera það'.  Síðan eru fjöldi dæma úr biblíunni um dauðarefsingar, td. dæmið sem einhver bennti á í öðrum þræði minnir mig um að grýta óþekk börn til dauða.

Hvar stendur annars í þróunarkenningu Darwins að drepa skuli alla þá sem eru 'ekki jafn hæfir', hvar stendur í þróunarkenningu Darwins hverjir séu hæfari og hverjir séu óhæfari?

Það er velskilgreint í biblíunni þinni hverjir séu hæfir og hverjir séu óhæfir, allir sem trúa á guðinn eru hæfir og þeir sem trúa ekki eru óhæfir.

Arnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:34

61 identicon

Nei, af því að eitt er rökrétt og inniheldur engan siðferðis boðskap. Inniheldur í raun eitthvað mjög öflugt sem er sýn á heiminn þar sem ekkert rétt og ekkert rangt er til. Aðeins að hinn hæfari lifir af og hinir sem eru ekki jafn hæfir deyja.

Er það kenningunni að kenna að sá hæfasti lifi af? Mofi, þetta er bara gangur lífsins og var það löngu áður en Darwin benti á það. Darwin breytti engu varðandi gang lífsins.

Þú segir að þessi gagnrýni þín hafi ekkert með sannleiksgildi þróunarkenningarinnar að gera, aðeins að vara við slæmri hugmyndafræði í anda Hitlers. Eins og við erum búnir að komast að þá er þessi hugmyndafræði mun eldri en kenning Darwins svo tengingin er í besta falli óljós.

Menn nota ýmislegt til að réttlæta misgjörðir sínar. Sumir nota trúarrit og aðrir stjórnmál.  En að réttlæta gjörðir Hitlers, eins mesta illmennis sögunnar með því að skella sökinni á Darwin er fáránlegt. 

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:53

62 identicon

Skil ekki hvað þú hvefur svona mikið á móti darwin. Hann var bara náttúrufræðingur að sinna sinni vinnu.

Hvernig væri að eyða smá púðri í að drulla yfir páfann. Hann er jú Illmenni af verstu gerð. Hann vill t.d. að eyðnismituðum fjölgi í afríku. Allavega lýgur hann blákalt í frumbyggjana að smokkar auki líkur á eyðni smiti.

Hann er alfarið á móti fóstureyðingum, jafnvel þó svo að móðirin sé undir lögaldri og hafi orðið ólétt af barnaperra.

Páfinn er ógeð.  Enda getur hann ekki farið út án þess að vera í skotheldu glerkrukkunni sinni.

Óli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:40

63 Smámynd: Zaraþústra

Áhugaverðar greinar, ég hef einmitt reynt að benda á eitt ákveðið atriði sem minnst er á í bloggi sem þú vísar í:

The holocaust resulted from a failure to heed Darwin’s warning that eugenics could only be practiced by sacrificing the noblest part of our nature, the very part and only part that separates us from other animals. [1]

Zaraþústra, 26.3.2009 kl. 21:36

64 identicon

Það er svo fáránlegt að bera hluti við eitthvað sem Hitler gerði, og geta sér til um hvaðan hann fékk fáránlegar hugmyndir sínar, alveg eins er hægt að segja að það sé rangt að ganga í sokkum af því að hitler gekk í sokkum, eða að Hitler hafi fengið hugmyndir um að drepa Gyðinga frá mömmu sinni og því ætti enginn að hlusta á neitt sem mömmur þeirra segja þeim. (er ekki að segja að mamma hitlers komi þessu eitthvað við, bara koma með fáránlegt dæmi)

Halldór (mofi) kýs að líta á þróunarkenninguna sem trú og gagnrýnir hana fyrir skort á siðgæðum! það er jafn fáránlegt og að segja að þyngdaraflið skorti réttlætiskennd eða afstæðiskenninguna skorti náungakærleik, ótrúlega skrýtin afstaða!

Ari Þorleifsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:46

65 Smámynd: Mofi

Óli
Skil ekki hvað þú hvefur svona mikið á móti darwin. Hann var bara náttúrufræðingur að sinna sinni vinnu.

Þetta eru aðeins greinar sem fjalla um mismunandi fleti á Darwin og hans hugmyndum. Það var svo sem ekki líklegt að einhver myndi lesa einhverja af þeim og gagnrýna efnislega það sem stendur í þeim.  Darwin var síðan prestlærður, ekki líffræðingur.

Óli
Hvernig væri að eyða smá púðri í að drulla yfir páfann. Hann er jú Illmenni af verstu gerð. Hann vill t.d. að eyðnismituðum fjölgi í afríku. Allavega lýgur hann blákalt í frumbyggjana að smokkar auki líkur á eyðni smiti.

Ég hef eytt slatta af púðri í að gagnrýna páfan og hið versta er handan við hornið.  Hef ekkert að því að menn gagnrýni páfann eða mig eða kirkjuna mína. Vil aðeins málefnalega gagnrýni svo hægt er að skoða hvað er hæft í gagnrýninni.

Zaraþústra, svakalega er ég ánægður með þig :)    efnisleg og málefnaleg mótrök.  

Ari, ég bendi aðeins á slæmar afleiðingar af þessum hugsunarhætti að menn eru aðeins dýr, það er enginn Guð sem menn þurfa að svara til og menn ákveða sjálfir hvað er rétt og hvað er rangt og að hinn hæfari lifir af er gott fyrir þróun síns samfélags.  Marg marg marg oft sagt að þetta er ekki gagnrýni á sannleiks gildi þróunarkenningarinnar en sumir eru tregir og ég get lítið við því gert.

Mofi, 27.3.2009 kl. 17:21

66 identicon

Zaraþústra, svakalega er ég ánægður með þig :)    efnisleg og málefnaleg mótrök. 
Hmmm.... Samt sérðu enga ástæðu til að svara því, ekki frekar en venjulega.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:54

67 Smámynd: Mofi

Ragnar, rökin voru aldrei að hið illa sem kemur frá hugmyndum Darwins voru persónulega Darwin að kenna eða að Darwin hefði stutt hið illa sem margir gerðu. Rökin eru að í þessari heimssýn sem Darwin átti stóran þátt í að skapa þá eru svona vond verk ekki endilega vond og í sumum tilfellum rökrétt og góð því að í huga þeirra sem framkvæmdu þessi verk voru þau að gera það sem var gott fyrir þeirra samfélag og framtíð þeirra samfélags.

Mofi, 30.3.2009 kl. 11:15

68 identicon

Þessi heimssýn var til löngu áður en Darwin kom til skjalanna. Það sem Darwin gerði var að átta sig á hvernig þetta virkar í náttúrunni.

Það fáránlega við þennan málflutning þinn er árátta þín til að afsaka gjörðir manna eins og Hitlers, Stalíns og fleiri illmenna með því að kenna þróunarkenningunni um. 

Þetta síðasta innlegg þitt er orðið nánast innihaldslaust - miðað við hvað þú lagðir upp með í byrjun þráðarins.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 12:08

69 Smámynd: Mofi

Ragnar, af hverju að grípa til svona bulls? Er þinn málstaður svona veiklulegur?  Ég afsaka ekkert gjörðir Hitlers og Stalíns; ég aðeins bendi á að þeirra heimsýn spilaði stórt hlutverk í hvernig þeir tóku ákvarðanir.  Það er rétt að afbrigði af þessari heimssýn var til áður en Darwin kom til skjalana en Darwin gerði hana trúverðuga og bætti við baráttunni milli dýrategunda og kynþátta til að lifa af.

Mofi, 30.3.2009 kl. 14:04

70 identicon

Eru þín rök þá þau að ef Darwin hefði þagað um uppgötvun sína (og enginn annar hefði heldur áttað sig á þessu sama) þá hefðu Hitler og Stalín ekki haft þessa heimsýn til að fara eftir og þar af leiðandi ekki framkvæmt þessi illvirki?

Ef svo er þá ert þú að afsaka gjörðir þeirra með hatri þínu á Darwin. Málflutningur sem þessi gerist ekki veiklulegri, svo augljós er af hverju þú segir þetta.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:16

71 identicon

Ég ætlaði ekki að taka þátt í þessum umræðum, en nú get ég ekki setið á mér lengur.

Ég ætla ekki að tala mikið um það hversu afkáralegt það er að kenna vísindakenningu, sem er einfaldlega lýsing á ákveðnu ferli sem á sér stað, um siðferði (eða skort á því).  Það væri, eins og sumir hafa réttilega bent á, eins og að kenna Bernoulli um árásirnar á tvíburaturnana þar sem hann uppgötvaði lögmál sem gerir okkur kleyft að smíða flugvélar eða að kenna Einstein um dauða saklausra japanskra barna í Hiroshima og Nagasaki þar sem hann lýsti ákveðnu ferli sem gerir mönnum kleyft að smíða kjarnorkusprengjur...

Ég ætla heldur ekki að tala mikið um hversu bjánalegt það er að kenna verkum Darwins um að fólk misnotaði kenninguna hans til illra verka en sleppa því að kenna Biblíunni um það þegar hið sama er gert við hana.

Það sem ég ætlaði að minnast stuttlega á hérna, og þetta hef ég sagt við þig áður, er að þjóðernishreinsanir og fjöldamorð eru ekki að neinu skapi "rökrétt" frá sjónarhóli þróunarfræðinnar.  Það er rosalega óheiðarlegt af þér að halda þessu fram þegar þú hefur margítrekað verið leiðréttur hvað þetta varðar.

Þvert á móti, skv. þróunarkenningunni er fjölbreytileiki innan stofns mjög góður og eykur möguleika stofnsins til að lifa af.  Einsleitni er hins vegar afar slæm og gerir hið gangstæða.

Ef ástæður Hitlers fyrir að losa sig við milljónir Gyðinga, Slava, fatlaðra, samkynhneigðra og pólitískra andstæðinga hefðu verið vegna þróunarkenningar Darwins hefði það A. ekki verið vísindakenningunni, sem lýsir ákveðnu ferli, að kenna (sem gerir alla þessa færslu þína að 'moot point') og B. verið lýsandi fyrir það að maðurinn skildi ekki kenninguna.

Það er ekkert ólíklegra að ástæður hans hafi verið trúarlegar en ÞAR má hins vegar deila um hvort hann hafi misskilið bókstafinn eður ei.  Þróunarkenningin opnar ekki á neina svona túlkun.

Ef ástæður Stalíns fyrir að koma milljónum pólitískra andstæðinga sinna fyrir kattarnef voru þróunarfræðilegar þarftu að útskýra hvers vegna hann leyfði Lysenco að rústa landbúnaði Sovétríkjanna með því að byggja hann á sinni eigin útgáfu á Lamarckisma.

sth (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:39

72 identicon

sth
B.
verið lýsandi fyrir það að maðurinn skildi ekki kenninguna.
Þá hafa Mofi og Hitler a.m.k. eitt sameiginlegt: mikil vankunnátta á þróunarkenningunni.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:01

73 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi, þekkir þú til verka Herbert Spencer?

Egill Óskarsson, 31.3.2009 kl. 18:21

74 Smámynd: Mofi

Egill, lauslega...

Mofi, 31.3.2009 kl. 21:06

75 identicon

Mofi, er það meira en þú þekkir til þróunarkenningarinnar?

Ragnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:47

76 identicon

Á ekkert að svara mér hérna?

sth (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:24

77 identicon

Hér er dæmi um þráð þar sem Mofi flýr af hólmi til að forðast óþægilegar spurningar.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband