Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Er lífið tilgangslaust?

Þegar ég les svona frétt þá fer nettur hrollur um mig.  Ég rifja upp orð Krists "hverjum degi nægis sín þjáning" og það hjálpar en samt getur maður ekki neitað því að smá kvíði læðist að manni. Breytingar eru oft óþægilegar og allt bendir til þess að það eru óþægilegar breytingar fram undan.

coins_600x345.jpgEn fyrir þá sem trúa að röð af tilviljunum leiddi til alls þessa, okkar jarðar, lífs á jörðinni og til mannfólksins sjálfs; hver er þá eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman?  Ég mun seint skilja guðleysingjann og get ekki séð neitt gott við þeirra afstöðu. Eina sem ég get séð er að neyðast til að trúa þessu því að viðkomandi finnst allt benda til þess. Kannski er það málið en kannski er það allt annað eins og stollt og að vilja ráða sér sjálfir frekar en að hlíða Guði.

Hérna er fyndið myndband sem fjallar um þetta tilgangsleysi tilviljanna: Pre-Game Coin Toss

 


mbl.is Sögufræg fyrirtæki á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú án bókstafs til að styðjast við

Rock_Of_AgesHérna er gott dæmi þar sem fólk trúir orðum einhverra manna frekar en að byggja sína trú á orðum Krists. Sá sem hefur ágæta þekkingu á Biblíunni og treystir henni myndi ekki falla í svona fáránlega svikamyllu. Fyrir utan svo margt annað sem þekking á orði Guðs veitir manni.  Það er leikandi hægt að trúa öllu mögulegu án bókstafs og fyrir mitt leiti er sú trú hættulegust því að hún breytist eftir veðri og vindum og aðallega eftir hentisemi vondra manna.

Það eru ótrúlega margir sem hafa mjög mikið á móti fólki sem trúir og byggir þá trú á Biblíunni en fyrir hina sömu langar mig að benda á þessi orð Krists:

Matteusarguðspjall 7
12 Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. 
13 Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. 
14 Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann. 
15 Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. 
16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 
17 Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. 
18 Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 
19 Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 
20 Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. 
21 Ekki mun hver sá, sem við mig segir: ,Herra, herra,` ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. 
22 Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?` 
23 Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.` 
24 Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. 
25 Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi. 
26 En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi. 
27 Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið."

Ég vildi að ég væri betri að byggja líf mitt á orðum Jesú Krists en ég er í engum vafa um að sá sem treystir þeim er að byggja líf sitt á kletti sem mun ekki bregðast.


mbl.is Kynmök til að aflétta bölvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef búið yður stað

Er

Jóhannesarguðspjall 14
1
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. 2Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? 3Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. 4Veginn þangað sem ég fer þekkið þér.“
5Tómas segir við hann: „Drottinn, við vitum ekki hvert þú ferð, hvernig getum við þá þekkt veginn?“
6Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.


mbl.is Pláss fyrir á þriðja tug þúsunda kistna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Case for Christ

Hérna er mjög fín mynd sem fer yfir áreiðanleika guðspjallanna.  Maður að nafni Lee Strobel sem er fréttamaður og var guðleysingi en skipti um skoðun eftir rannsóknir á þessu efni.

The case for Christ

 

the-case-for-christ-the-film.jpg

 


Hvað segir Biblían um tíma endalokanna?

Hvað segir Biblían um tíma endalokanna

Þegar maður horfir á heiminn í kringum sig og hvernig margt er að þróast þá lítur það ekki út fyrir að þessi heimur getur haldið áfram í mjög langan tíma í viðbót. Hvort sem maður skoðar mengun, vatnsskort, fólksfjölgun, stríð milli kristinna og múslima eða hin vinsæla hlýnun jarðar. Ef maður er heiðarlegur þá er ekki hægt að neita því að ástandið er dökkt. Ekki nema von að íslendingar eru svartsýnni í dag en áður eins og kannanir hafa leitt í ljós.

Alveg eins og við viljum vita hvað mun gerast í framtíðinni þá á tímum Jesú þá vildu lærisveinar Jesú vita hvað myndi gerast í framtíðinni og þá sérstaklega um endalok tímanna og hvenær Jesús kæmi aftur.  

Matteusarguðspjall 24
3Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“

Svarið sem Jesús gefur er mjög áhugavert og Hann talar um að við getum þekkt tákn tímanna, hvenær endurkoma Krists er nálægt og endalok þessa hrörnandi heims.

Matteusarguðspjall 24
4Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

Það sem ber að athuga sérstaklega er að Jesús lýsir þessum merkjum við fæðingahríðir. Þeir sem þekkja hvernig það er þegar kona fæðir barn þá fær hún hríðir sem aukast sífellt þegar nær dregur fæðingunni. Hríðirnar verða sársaukafyllri og tíðari eftir því sem nær dregur. Svo þau atriði sem Jesús nefnir sem munu aukast á tímum endalokanna eru eftirfarandi:

  • Stríð
  • Hungursneið
  • Landskjálftar
  • Fals Kristar
  • Lögleysi mun aukast

Stríð  
Síðasta öld var sú blóðugasta í sögu mannkyns, fleiri dóu í stríðum þá öld en síðustu tuttugu aldir samanlagt. Engin spurning að þetta tákn á við okkar tíma.  Skuggalegt að hugsa til þess hvað myndi gerast ef þessi kynslóð færi í stríð með öflugri vopn en hafa nokkur tíman verið til.

Hungursneið
Aldrei fleiri í sögunni hafa þurft að líða hungur og í dag en það er talið að um 1/3 mannkyns líði matarskort og það lítur ekki út fyrir að það muni skána í framtíðinni.

Landskjálftar
Þótt að við höfum takmörkuð gögn um landskjálfta fyrir 1800 og aldrei jafn mikið fylgst með landskjálftum og í dag. Hvort að aðeins það útskýri fjölgun landskjálfta veit ég ekki en stórir skjálftar sem valda miklu manntjóni eru fleiri núna en áður, bara landskjálftinn/flóðbylgjan á jóladag sem drap um 275.000 manns olli meira tjóni en áður í sögunni.

Lögleysi
Menn verða líklegast að meta þetta sjálfir en mér finnst þetta augljóslega eiga við okkar tíma. Listi yfir vandamál í skólum í kringum 1960 innihélt atriði eins og tala hátt í tímum, hlaupa á göngum og ryðjast fram fyrir í röð. Í dag eru þau vandamál sem kennarar í mörgum skólum glíma við atriði eins og drykkja, eiturlyf, sjálfsmorð og ofbeldi.

Fals kristar
Menn eins og Jim Jones, David Koresh og fleiri hafa sett tóninn. Þegar það eru sex miljarðar manna á jörðinni þá er óhjákvæmilegt að margir fals kennarar og fals kristar fleiri en nokkru sinni áður.

En Jesús heldur áfram að lýsa þeim táknum sem myndu einkenna tíma endalokana.

Matteusarguðspjall 24
29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast.

19. maí 1780 er kallaður hinni dimmi dagur þar sem þetta rættist, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/sun_darkness.asp
Árið 1833 sáu menn ótrúlegt stjörnufall sem endist í marga klukkutíma, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/falling_stars.asp

Annað sem átti að gerast rétt fyrir endalokin er þetta:

Matteusarguðspjall 24
14Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.

Í dag þá er Biblían þýdd á yfir 900 tungumál og mállýskur og talið að um 95% af mannkyni hafi aðgang að boðskapi Biblíunnar. Það eru einnig stofnanir sem hafa þann einann tilgang að þýða og dreifa Biblíum svo það er ekki langt í að allir á jörðinni hafa heyrt um fagnaðarerindið.

Spámaðurinn Daníel hafði líka margt áhugavert að segja um tíma endalokanna. 

Daníel 12
4En leyndu þessum orðum, Daníel, og innsiglaðu bókina þar til dregur að endalokum. Menn munu leita víða og skilningur þeirra mun aukast.“

Flestar þýðingar tala um að þekking muni aukast og þekking okkar á vísindum hefur aukist gífurlega síðustu tvö hundruð ár eða svo. Fáum að vísu nokkur mínus stig fyrir darwinisma en samt er almenn aukning þrátt fyrir Darwin og félaga. Annað sem Daníel minnist þarna á er að hans eigin bók verði innsigluð þangað til að endalokin nálgast en það er tiltulega nýlega að menn byrjuðu aftur að rannsaka Daníelsbók og hvað þá skilja hana.

Annað sem Daníel spáði fyrir um sem er mjög áhugavert er spádómurinn um nokkur heimsveldi sem táknuð eru með styttu í mismunandi hlutum. Í Daníel 2 er styttunni líst og í Daníel 7 eru heimsveldin nefnd á nafn. Þessi spádómur segir að á tímum sundraðar rómar sem er Evrópa í dag að þá mun Guð koma og setja á stofn sitt ríki.

Á öðrum stað talar Páll um hvernig fólk verður á hinum síðustu dögum og kannski sérstaklega fólk sem þykist vera kristið.

Síðara Tímóteusarbréf 3
1En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, 3kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, 4sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. 5Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.
6Úr hópi þeirra eru mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar og leiðast af margvíslegum fýsnum. 7Þær eru alltaf að reyna að læra en geta aldrei komist til þekkingar á sannleikanum.

Persónulega finnst mér þetta góð lýsing á hvernig fólk er almennt orðið í þessum heimi.

Pétur postuli talar einnig um hina síðustu tíma og sagði þetta:

Síðara Pétursbréf 3
3Þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar.“ 5Viljandi gleyma þeir því að himnar og jörð voru til forðum. Guð skapaði þá með orði sínu og jörðin reis upp úr vatni og hvíldi á vatni. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim sem þá var svo að hann fórst.  

Sú hugmynd að nútíminn er lykillinn að fortíðinni er tiltulega nýleg hugmyndafræði sem lögfræðingur að nafni Charles Lyell kom fyrstur með. Aldrei hafa guðleysingjar og Darwinistar verið jafn hávær og fjölmennur hópur eins og í dag sem afneita að flóð gékk yfir jörðina og spotta þá hugmynd að Jesús komi aftur. Þessi orð Péturs passa óþægilega mikið við okkar tíma.

Það að þessi heimur mun ekki endast mikið lengur er ekki aðeins eitthvað sem maður fær frá Biblíunni heldur margir menn sem eru ekki kristnir hafa dregið þá ályktun aðeins með því að horfa á ástandið í heiminum.

En kristnir eiga ekki að líta þetta sem eitthvað ógnvænlegt heldur það sem þeir hafa vonað eftir. Þann dag mun Guð enda öll stríð og sjúkdómar og þjáning verður ekki lengur til. Vonin sem hinn kristni einstaklingur hefur er að Guð mun búa til nýjan heim þar sem er engin kvöl, ekkert óréttlæti og dauðinn ekki framar til.

 

Hérna er síðan video sem útskýra hvað Opinberunarbókin segir hvað muni gerast rétt fyrir endalokin: Atburðir endalokanna

 


mbl.is Vekja athygli á heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðislögmálið og tilvist Guðs

340x.jpgÞegar ég les svona frétt þá vildi ég óska þess að geta hjálpað stúlkunni. Helst að koma i veg fyrir allan þann hrylling sem hún hefur þurft að ganga í gegnum.

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Guðleysis efnishyggja er óvinur vísinda og skynsemi

En hvaðan kemur þessi hugmynd „ að hjálpa öðru fólki“?  Flestir ef ekki allir finna fyrir því dýpst inn í að það er þeirra skylda að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda en hvers vegna? 

Bakvið þessa spurningu finnum við rök fyrir tilvist Guðs. Þessi rök eru ekki vísindaleg í eðli sínu heldur siðferðisleg.  Lögmál eðlisfræðinnar og rökfræðinnar eru ekki búin til úr efni  en eru samt sem áður raunveruleg. Svo þó þessi rök byggja ekki á einhverjum áþreyfanlegu þá eru þau samt sem áður raunveruleg.

Ég trúi því að ástæðan fyrir því að við trúum því að við eigum að vera góð við annað fólk er vegna þess að það er til siðferðislögmál sem hefur verið skrifað í hjörtu okkar.  Þetta sem talar til allra manna köllum við vanalega samviskuna.

 Alveg eins og öll lög hafa löggjafa þá hefur lögmál siðferðis löggjafa.  Að til er siðferðislögmál styður enn frekar tilvist Guðs. Til að setja þetta upp á einfaldan hátt þá má segja þetta svona:

1.      Sérhvert lögmál hefur löggjafa

2.      Það er til siðferðislögmál

3.      Sem þýðir að það er til löggjafi siðferðis.

Fyrsta forsendan er rökrétt, það er ekki hægt að hafa lögmál nema hafa löggjafa. Einhver verður að skapa eða orsaka lögmálið. En er önnur forsendan sönn, er til eitthvað siðferðislögmál?

Siðferðislögmálið

Siðferðislögmálið er ólíkt öllum öðrum lögmálum sem við þekkjum. Til dæmis, hefurðu haldið á steini og sleppt honum og hann fellur ekki?  Skeður það einhvern tíman að það er eins og steininn gleymi því að hann eigi að falla?  Var  steininn eitthvað utan við sig og gleymdi að hlíða þyngdar lögmálinu?  Öll eðlisfræðilögmál segja í rauninni hvernig heimurinn virkar og náttúran hlíðir þessum lögmálum og við mannfólkið líka.  Allt í okkar alheimi virðist hlíða lögmálum, allt frá stjörnukerfum til sólkerfa til atóma.  En siðferðislögmálið er öðru vísi, það segir hvernig mannfólkið ætti að hegða sér en ekki hvernig það hegðar sér.  Má í rauninni segja að það eina í þessum alheimi sem virðist geta hegðað sér eins og það vill erum við mannfólkið; við getum bæði fylgt siðferðislögmálinu eða brotið það.

Þegar ég segi að siðferðislögmálið er til þá meina ég að allir hafa fengið grundvallar þekkingu á því.  Allir vita að kærleikurinn er meiri og betri en hatur og að hugrekki er meira virði en heigulsháttur.  Rithöfundurinn C.S.Lewis setti þetta fram á mjög skýran hátt „Ímyndaðu þér land þar sem fólk væri dáð fyrir að flýja burt í bardaga, eða þar sem maður væri stolltur yfir því að svíkja það fólk sem hefði komið best fram við hann. Þú gætir alveg eins ímyndað þér land þar sem tveir plús tveir væru sama sem fimm“.  

Þetta þýðir ekki að allir menn eru sammála öllum siðferðislegum spurningum því það aðstæður geta verið mismunandi heldur að það séu ákveðin grundvallar atriði sem allir eru sammála um.

Hvernig vitum við að siðferðislögmálið er til?

Hérna ætla ég að fara yfir fimm atriði sem sýna fram á tilvist siðferðislögmálsins.

 

1.       Viðbrögð okkar segja meira en orðin sem við tölum

Sumir reyna að halda því frama að það sé ekkert siðferðislögmál til en það er auðveldara að sjá hver þeirra raunverulega afstaða er þegar þeir eru sjálfir beittir óréttlæti.  Hvað myndi þeim finnast um ef stjórnvöld myndu ákveða að allir sem væru ljóshærðir og einn og áttatíu á hæð ættu að vera fangelsaðir og þeir pössuðu við þessa líkingu?  Ætli þeir myndu ekki öskra „ þetta er óréttlátt“ þegar þeir væru dregnir í fangelsi?  Sumir reyna að halda því fram að siðferði er afstætt og fer eftir menningu en ætlar einhver að segja mér að siðferði nasista var í góðu lagi?  Sumir dirfast að segja slíkt en ég leyfi mér að efast að þeir myndu segja slíkt ef þeir hefðu verið gyðingar í útrýmingarbúðum nasista.

2.       Tilvist siðferðislögmálsins er grundvöllur mannréttina

slavery.jpgEf siðferðislögmálið er ekki raunverulegt þá hefur mannkynið engan grundvöll fyrir mannréttindum.  Ef siðferðislögmálið er ekki til þá getum við ekki mótmælt t.d. barnaþrælkun eða jafnvel kynferðislegri misnotkun barna.  Ef þér finnst t.d. heiðursmorð vera rangt, það t.d. ef faðir myrðir dóttir sína vegna óhlíðni, þá ertu að viðurkenna að það er brot á siðferðislögmáli sem er raunverulegt.

3.       Eina leiðin til að þekkja réttlæti frá óréttlæti er vegna þess að siðferðislögmálið er til

Ein af aðal rökum gegn tilvist Guðs eru þau rök að ef góður Guð væri til þá væri ekki svo mikið af illsku í heiminum.  Góður Guð myndi aldrei leyfa svona slæmum hlutum að gerast! 

C.S. Lewis var eitt sinn þannig guðleysingi. Hann trúði því að allt óréttlæti heimsins væri sönnun fyrir hans afstöðu til Guðs.  Það sem hristi í hans guðleysis trú var spurningin „hvernig veit ég að eitthvað er óréttlátt?“.  Í hans eigin orðum „Sem guðleysingi þá voru mín rök gegn Guði þau að heimurinn virtist vera svo grimmur og óréttlátur. En hvar fékk ég þessa hugmynd um réttlæti og óréttlæti?  Maður kallar ekki línu skakka nema hann hafi einhverja hugmynd um beina línu.  Við hvað var ég að miða þennan heim við þegar ég kallaði hann óréttlátan?

Þessar hugsanir leiddu Lewis út úr guðleysi og að lokum til kristni.   Alveg eins og hjá Lewis þá á hið sama við mig og þig. Við getum aðeins greint réttlæti frá óréttlæti vegna þess að það er eitthvað raunverulegt lögmál sem er skrifað í hjörtu okkar allra.  Án þess að það sé óbreytanlegur staðall sem segir hvað er gott og hvað er slæmt þá er illska aðeins þín persónalega skoðun og ekkert annað.  Við sannarlega gerum greinarmun á milli persónulegs smekks og síðan siðferðislegra mála.  Hver getur sagt að honum þótti helförin yndisleg eða skemmtileg?  Ef þú myndir heyra slíkt myndir þú álykta að viðkomadi væri eitthvað verulega skerrtur?  Ég veit að ég myndi gera það.

En sumir benda á að það er einmitt til fólk sem sýnir þannig brenglun og það sýni að siðferðislögmálið sé ekki til. En þótt að einhverjir hafa brenglaða samvisku þýðir ekki að siðferðislögmálið sé ekki raunverulegt. Þótt að einhver er litblindur þýðir ekki að litir séu ekki til.  Þótt þú rekst á nemanda sem gerir misstök í stærðfræði þá ályktar þú ekki að lögmál stærðfræðinnar séu ekki raunveruleg.

Án siðferðislögmáls þá væri engin leið til að segja að siðferðið sem við sáum í helförinni væri eitthvað verra en hvað annað siðferði.  Ímyndaðu þér að einhver sýndi þér mynd af hring og segði að það væri kort af Íslandi myndir þú ekki mótmæla?  Ef einhver sýndi þér kort af Íslandi, myndir þú þá segja að það kort væri nær hinu alvöru Íslandi en myndin af hringnum?

Aðeins ef það er til raunverulegt Ísland getur annað kortið verið nær þeim raunveruleika en hitt ekki. Á sama hátt verður að vera til eitthvað raunverulegt siðferðislögmál ef siðferði Hitlers var verra en siðferði Ghandi, Martin Luther King eða móður Teresu.

4.       Án siðferðis lögmálsins þá gætum við ekki greint réttu frá röngu

Sumir vilja meina að við getum ekki vitað hvað er rétt. Að telja sig vita hvað er rétt er merki um hroka og að þeir sem telja sig vita hvað er rétt geta ekki lengur vaxið og þroskast.  Hinir sömu aftur á móti segjast vita hvað er rangt eins og að nauðgun er röng og að myrða saklausan einstakling er rangt. En það þarf ekki að hugsa neitt voðalega djúpt til þess að átta sig á rökvillunni hérna. Eina leiðin fyrir einhvern til að vita að það er rangt að nauðga er að vita hvað er rétt; að það er þá rétt að nauðga ekki.  Þú getur ekki vitað að tveir plús tveir er ekki fimm nema vita eitthvað um hið rétta svar.

5.       Hefurðu einhvern tíman afsakað þig?

Ef þú hefur einhvern tíman afsakað þig fyrir eitthvað sem þú vissir að var rangt?  Að afsaka einhverja hegðun er um leið ákveðin viðurkenning á tilvist siðferðislögmálsins. Afhverju að afsaka einhverja hegðun ef engin hegðun er ósiðferðisleg?

En er ekki merkilegt að við eignum okkur heiðurinn þegar við gerum eitthvað gott, að það er sannarlega hver við erum þegar við gerum eitthvað sem er virðingavert en síðan komum síðan með afsakanir þegar við gerum eitthvað slæmt?

Ef þú hefur einhvern tíman afsakað þig þá varstu um leið að sýna fram á raunveruleika siðferðislögmálsins.

Er mismunandi menning sönnun þess að það eru til mismunandi útgáfur af siðferðislögmálinu?

Hindúar borða ekki kýr en múslímar og kristnir borða kýr og sumir telja þetta dæmi um mismunandi siðferði fólks en er það rétt?  Ástæðan fyrir því að hindúar borða ekki kýr er ekki vegna þess að þeir hafa öðru vísi siðferði en ég og þú heldur vegna þess að þeir hafa öðru vísi trú.  Hindúar trúa á endurholdgun og að kýr innihaldi sálir fólks sem hefur dáið. Svo það sem á yfirborðinu leit út fyrir að vera mismunur á siðferði er í rauninni dæmi um sameiginlegt siðferði, þ.e.a.s. að báðir aðilar eru sammála um það að það er slæmt að borða ömmu eða afa. Það sem okkur greinir á um er hvort að amma hafi endurfæðst sem kú eða ekki...

Erfið dæmi sem geta látið mann efast um tilvist siðferðislögmálsins

Þeir sem trúa að siðferði sé afstætt eiga það til að koma með erfið dæmi til að sýna fram á það. Gott dæmi um það er t.d. þetta. Ímyndaðu þér að fimm manneskjur eru á sökkvandi skipi en björgunar báturinn getur aðeins tekið fjóra. Einn verður að vera eftir annars munu allir deyja.  Menn geta glímt við þetta dæmi og metið sérhvern einstakling til að komast að því hver á skilið að lifa og hver á skilið að deyja. Loksins þá komast sumir að þeirri niðurstöðu að siðferðislögmálið er í rauninni afstætt en er það svo?

Að þetta er erfitt sannar einmitt hið gagnstæða, að siðferðislögmálið er algilt og raunverulegt. Ástæðan er sú að ef það væri ekki svo þá væri þetta ekki erfitt dæmi.  Ef að siðferðislögmálið er ekki algilt þá gæti maður ekki sagt að allir þarna eiga rétt á að lifa því að lífið er dýrmætt.  Þó að aðstæður geta ruglað fólk í ríminu og gert siðferðisleg misstök þá þýðir það ekki að það þekkir það ekki í grundvallar atriðum. Til dæmis þá vita allir að morð er slæmt. Jafnvel Hitler vissi það. Þess vegna þurfti hann að gera gyðinga að einhverju öðru en manneskjum til að réttlæta að drepa þá.  Hann meira að segja fékk dómstóla til að dæma að gyðingar væru ekki persónur og gerði það þannig löglegt að drepa þá.

Hvað segja guðleysingjar?

Þeir segja að samviskan og siðferði okkar hefur þróast yfir miljónir ára. Að yfir miljónir ára þá smá saman var það betra fyrir samfélagið að menn hefðu einhverja samvisku svo samviskan smá saman óx og óx þangað til að hún varð að því fyrirbæri sem við þekkjum í dag.   Þessi fullyrðing þeirra þýðir að allt okkar siðferði er búið til úr efnum og er aðeins ákvarðað af okkar genum. 

Guðleysingjarnir segja að það er byggt á innri tilfinningum og eðlislægum viðbrögðum en ekki staðli sem er til fyrir utan okkur. Guðleysingjar líta á að hið efnislega er það eina sem til er en getur það virkilega verið satt?  Efnin sem við erum búin til úr hafa ekkert siðferði.  Við getum ekki mælt hatur eða gefið einhverjum efnablöndu af ást eða bent á atómið sem inniheldur hugrekki.  Hugsanir manna eru ekki efnislegar heldur er þær andlegur raunveruleiki.  Þess vegna er ekki hægt að útskýra þær með efnislegum ferlum.

Siðferðislögmálið getur heldur ekki verið eðlið sem býr í okkur því að í okkur vakna alls konar langanir og eðlisleg viðbrögð.  Til dæmis ef þú myndir heyra í einhverjum sem er verið að ræna kalla á hjálp þá myndir þú líklegast upplifa tvö eðlisleg viðbrögð; eitt segði þér að forða þér frá hættunni en hitt segði þér að fara og setja líf þitt í hættu og hjálpa.

C.S. Lewis útskýrði hvað er í gangi þarna svona:

En þú finnur innra með þér, að auki við þessi tvö eðlisleg viðbrögð, er  einhvert þriðja afl sem segir þér að þú ættir að fylgja eðlisviðbrögðunum að hjálpa þeim sem er í nauð staddur og þagga niður í eðlisviðbrögðum sem segja þér að hlaupa í burtu. Þetta sem dæmir milli þessara tveggja viðbragða, það sem ákveður hvoru þeirra þú átt að fylgja getur sjálft ekki verið eðlislegt viðbragð. Þú gætir allt eins sagt að blaðsíða með nótum sem segir þér, á hvaða tíma þú átt að spila eina nótu á píanóinu og hverja þú átt ekki að spila, er sjálft ein af nótunum á píanóinu.  Siðferðislögmálið segir okkur hvaða lag við eigum að spila: okkar viðbrögð eru aðeins nóturnar

Það tók mig smá tíma að skilja þetta svo að mínu mati full ástæða til að fara aðeins yfir þetta.  Þegar við upplifum eitthvað eins og að sjá einhvern rændan þá finnur maður fyrir tveimur eðlislegum viðbrögðum. Eitt segir manni að forða sér og koma sér úr hættu en hitt segir manni að setja sig í hættu og hjálpa öðrum.  Hérna kemur siðferðislögmálið inn í. Samviskan segir til um hvort þessara viðbragða sé hið rétta að gera, hvort þú ættir að gera.

Að setja sjálfan sig í hættu fyrir aðra gengur þvert á það sem maður ætti að gera ef þróunarkenningin er rétt. Afhverju að hætta þessu eina lífi sem maður hefur fyrir keppinaut? 

Ef þetta líf er það eina sem við höfum og enginn Guð er til, afhverju ættu þá ekki einræðisherrar að brjóta siðferðislögmálið til að halda sjálfum sér lengur við völd þótt það komi á kostnað annara? Sagan er full af vondu fólki sem náði langt og lifði vel og lengi vegna þess að það braut siðferðislögmálið eins og t.d. að útrýma sínum keppinautum og ræna af þeim fátæku.  Hvernig getur það ekki verið rökrétt hegðun ef allt snýst um að gera þetta eina líf sem við höfum eins gott og þægilegt og hægt er?

Hvað segir þetta mér?

zurbaran-christ-on-cross.jpgÞetta segir mér að Guð er sá sem skapaði samviskuna.  Hann skapaði þetta lögmál sem ég upplifi að ég er undir og á að hlíða.   Þegar kemur að því að meta raunveruleikann sem þú lifur í þá geturðu vitað tvennt. Þú getur vitað fyrir víst að þú hefur brotið þetta lögmál, brotið gegn samviskunni.  Þú getur vitað hvort þú hefur einhvern tíman stolið, einhvern tíman logið, hatað, öfundað og sært aðra manneskju.  Annað sem þú getur vitað fyrir víst er að þú munt deyja.  

Það er hérna sem trúin kemur inn í.  Að það er til von, bæði þarf dauðinn ekki að hafa síðasta orðið og að það er hægt að fá fyrirgefningu.  Fyrir tvö þúsund árum þá keypti Jesú réttinn til að fyrirgefa þér með blóði Sínu. Þetta eru ekki bara góðar fréttir heldur frábærar.  

Ef þú ert ekki viss um hvort að Guð myndi gefa þér eilíft líf ef þú myndir deyja í nótt þá vil ég hvetja þig til að sættast við Guð. Biðja Guð fyrirgefningar og setja allt traust þitt á Krist og það réttlæti sem Hann keypti fyrir þig. Ef þú gerir það þá ferðu frá dauða til lífs og Guð mun ekki bregðast þér.

 


mbl.is Lokaði dóttur sína inni í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er dýrið?

prophecy_mark-of-the-beast-full.jpgOpinberunarbókin talar um dýr sem rís upp af hafinu og segir að tala dýrsins sé 666.  Mjög miklar vangaveltur hafa verið í meira en þúsund ár, hvað þetta dýr sé.

Þeir sem vilja vita hvaða dýr þetta er þeir geta hlustað á þennan fyrirlestur hérna þar sem þetta er útskýrt: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm  - The Actual, Definite, Certain, Unavoidable Identity of the Antichrist og Does Jesus Christ Have A Twin?

Þar sem Biblían varar kristna um að fá ekki merki dýrsins á sig þá á þetta að skipta þá máli. Að rannsaka og vita fyrir víst hvert þetta merki er og hvert dýrið er.


mbl.is Óánægð með kennitöluna 666
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælasti kristni bloggarinn 2008 er ...

haukur.jpgGuðsteinn Haukur! 


Haukur á þetta vel skilið enda ávalt vingjarnlegur og málefnalegur.  Niðurstöðurnar voru svona:

Niðurstöður kosninga
 
Rósa Aðalsteinsdóttir - 22% (6 atkvæði)
Theodór Norðkvist     - 0% (0 atkvæði)
Bryndís Böðvarsdóttir - 0% (0 atkvæði)
Andrés Böðvarsson - 0% (0 atkvæði)
Ingvar Valgeirsson - 3% (1 atkvæði)
Jón Valur Jensson - 14% (4 atkvæði)
Guðsteinn Haukur - 55% (15 atkvæði)
Haraldur Davíðsson - 0% (0 atkvæði)
Tryggvi Hjaltason - 0% (0 atkvæði)
Svavar Alfreð Jónsson - 0% (0 atkvæði)
Snorri í Betel  - 0% (0 atkvæði)
Kristinn Ásgrímsson - 0% (0 atkvæði)

Það voru 27 aðilar sem svöruðu og hefði verið gaman að sjá meiri þáttöku en svona er þetta stundum.


Klukk

Haukur tók upp á því að klukka mig og ég get ekki skorist undan...

 

1.  Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
 
Verkamaður í Ofnasmiðju Suðurnesja
Flokkstjóri í bæjarvinnunni í Keflavík
Fiskvinnslustörf
Forritun

 
2.  Fjórar bíó myndir sem ég held uppá.
 
Lord of the Rings
Braveheart
Amelie
Employee of the month ( sentamental ástæður :)
 
3.  Fjórir staðir sem ég hef búið á.
 
Keflavík
Grindavík
Reykjavík
Kópavogi
 
4.  Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
 
Danmörk
Búlgaría
Spánn
Krít
 
5.  fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
 
Prison break
24
Friends
Boston Legal
 
6.  Síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður)
 
www.evolutionnews.org
www.creationsafaris.com
www.uncommondescent.com
www.mbl.is
 
7.  Fernt matarkyns sem ég held uppá.
 
Kjúklingur ( eins og vinkona mín eldar hann í heitri sósu með sólþurrkuðum tómötum )
Nautasteik með pipar sósu
Lasagnia
Lambalæri eins og mamma gerir á jólunum
 
 
8.  Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.
 
Biblían
Fréttablaðið
DV ( ég veit, ég skammast mín )
Lifandi vísindi
 
 
9.  fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
 
Montanda
Róm
París
Sérstök strönd í Ástralíu sem ég man ekki hvað heitir
 
10. Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held upp á
 
 
11.  Fjórir bloggarar sem ég klukka.
 
 
og hananú!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband