Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Dæmi um frábæra Vitræna hönnun okkar mannanna

Hérna rakst ég á alveg frábæran vef sem fjallar um stórkostleg mannvirki sem menn hafa búið til. Sumt er búið að byggja en annað ekki og get ekki neitað því að sumt tel ég að verði aldrei byggt.

Vefurinn er í rauninni kynning á sjónvarpsþáttum hjá Discovery Channel en ég hef ekki séð þættina sjálfa.

Fyrir þá sem hafa gaman af Vitrænni hönnun þá er um að gera að skoða, sjá: http://dsc.discovery.com/convergence/engineering/engineering.html

200px-skycity1000_01.jpgÞað sem má sjá þarna er borg sem er kölluð er Sky city af því að hún væri eins og borg, gífurlega stór og gífurlega há.  

Annað sem má sjá þarna er borg yrði 12 sinnum stærri en Píramídinn mikli; byggð af stórum hluta af vélmönnum og myndi hýsa 750.000 manns. Ekki nema tvisvar sinnum fleira fólk en búa á Íslandi.

Það sem er virkilega magnað er lest sem gæti flutt fólk frá New York til London á 54 mínútum!
Hérna er hægt að sjá hvernig það myndi virka, sjá: Transatlantic Tunnel

 transatlantictunnel.jpg

 

Að vísu þá nær þetta ekki þeirri snilldarhönnun sem við sjáum í náttúrunni en það er samt hægt að hafa gaman af þessu.


Explore Evolution - kennslu bók sem skoðar báðar hliðar á málinu

Mig hlakkar að komast yfir þessa bók og vonandi munu margir skólar nota hana til að kenna þróunarkenninguna.

 


Hver er besti kristni bloggarinn 2008?

brehm-single-4.jpgGuðsteinn Haukur var með skemmtilega könnun hérna um daginn en þar sem hann sjálfur gaf ekki kost á sér enda hélt hann könnunina þá vil ég prófa að gera svona könnun líka.

Hérna er skoðanakönnunin: Hver er besti Kristni bloggarinn 2008?

Þeir sem voru tilnefndir hjá Hauki voru eftirtaldir:

    * Rósa Aðalsteinsdóttir
    * Theodór Norðkvist
    * Bryndís Böðvarsdóttir
    * Andrés Böðvarsson
    * Ingvar Valgeirsson
    * Jón Valur Jensson
    * Haraldur Davíðsson
    * Tryggvi Hjaltason
    * Svavar Alfreð Jónsson
    * Guðsteinn Haukur
    * Snorri í Betel
    * Kristinn Ásgrímsson

Ég er ekki "kjörgengur" þar sem ég held könnunina.  Ætli ég byrji ekki bara á því að tilnefna Hauk :)


Vitleysa! Þetta er bara mismunandi menning

10commandments.jpgÞetta er nú meira liðið, að vera eitthvað að skipta sér af annarri menningu þar sem aðrar reglur gilda. Halda þau kannski að það er til eitthvað siðferðislögmál sem allir eiga vita hvað er og að þetta fólk er að brjóta það?  Að þau viti betur hvert hið "rétta" siðferðislögmál er og að þetta fólk ætti að hlíða því?

Hvað segir þú lesandi góður? Er til siðferðislögmál og er þetta fólk að brjóta það?

Ef það er svar þitt þá vil ég spyrja þig, hver bjó til þetta lögmál og afhverju hefur hann það vald?

 

 


mbl.is Sæmdarmorð rannsökuð af yfirvöldum í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neandertalsmaðurinn ekki eins vitlaus og Darwinistar héldu fram

20061031_neander.jpgNeandertalsmenn voru alveg jafn góðir og við að búa til verkfæri segir ný rannsókn sem hægt er að nálgast hérna: Science Daily    Það sem er að koma í ljós er að ef eitthvað er þá voru þeirra verkfæri betri en þau verkfæri sem menn álíta að "homo sapiens" notuðu.  Hérna er dáldið forvitnilegt úr greininni:

New Evidence Debunks 'Stupid' Neanderthal Myth
Our research disputes a major pillar holding up the long-held assumption that Homo sapiens were more advanced than Neanderthals.  It is time for archaeologists to start searching for other reasons why Neanderthals became extinct while our ancestors survived.  Technologically speaking, there is no clear advantage of one tool over the other.  When we think of Neanderthals, we need to stop thinking in terms of ‘stupid’ or ‘less advanced’ and more in terms of ‘different.'

Í hve mörg ár eru Darwinistar búnir að setja þetta þannig að Neandertalsmenn voru heimskir?  En það er hægt að hafa gaman af þessu, bara með því að giska út í loftið er hægt að gera betri spár en Darwinistar gera vegna þess að þeir hafa ranga trú.  Málið er að þetta voru menn eins og við, afkomendur Adam og Evu og að mannkynið þróaðist frá dýrum er ekkert annað en nútíma goðsögn.

 

Leyfi mér að benda á ágæta mynd um uppruna mannkyns, sjá: http://www.nwcreation.net/videos/the_image_of_God.html

Og mynd um hve mikið undra verð hönnun mannslíkaminn er, sjá: Wonders of the Human Body

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802892

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband