Er lífið tilgangslaust?

Þegar ég les svona frétt þá fer nettur hrollur um mig.  Ég rifja upp orð Krists "hverjum degi nægis sín þjáning" og það hjálpar en samt getur maður ekki neitað því að smá kvíði læðist að manni. Breytingar eru oft óþægilegar og allt bendir til þess að það eru óþægilegar breytingar fram undan.

coins_600x345.jpgEn fyrir þá sem trúa að röð af tilviljunum leiddi til alls þessa, okkar jarðar, lífs á jörðinni og til mannfólksins sjálfs; hver er þá eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman?  Ég mun seint skilja guðleysingjann og get ekki séð neitt gott við þeirra afstöðu. Eina sem ég get séð er að neyðast til að trúa þessu því að viðkomandi finnst allt benda til þess. Kannski er það málið en kannski er það allt annað eins og stollt og að vilja ráða sér sjálfir frekar en að hlíða Guði.

Hérna er fyndið myndband sem fjallar um þetta tilgangsleysi tilviljanna: Pre-Game Coin Toss

 


mbl.is Sögufræg fyrirtæki á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En fyrir þá sem trúa að röð af tilviljunum leiddi til alls þessa, okkar jarðar, lífs á jörðinni og til mannfólksins sjálfs;

Ertu ennþá að reyna að halda því fram að Þróunarkenningin byggi bara á tilviljunum!

Þú veist betur.

Matthías Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Mofi

Matthías
Ertu ennþá að reyna að halda því fram að Þróunarkenningin byggi bara á tilviljunum!

Þú veist betur.

Það getur ekkert breytt því að röð tilviljana á að hafa búið allt til; eins sem náttúruvalið gat gert var að henda út óheppilegum tilviljunum. 

Mofi, 15.9.2008 kl. 13:58

3 identicon

  Ég mun seint skilja guðleysingjann og get ekki séð neitt gott við þeirra afstöðu.

Erum við hér ekki komnir að kjarna málsins... þú trúir ekki endilega vegna þess að staðreyndirnar segja þér það... þú trúir vegna þess að hinn möguleikinn hræðir þig

Sigmar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Annars held ég að staðreyndin sé að gvuðleysingjar sjá einmitt flestir tilgang í lífinu, trúmenn einblína flestir á tilgang í dauðanum.

Matthías Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 14:13

5 identicon

Það getur ekkert breytt því að röð tilviljana á að hafa búið allt til; eins sem náttúruvalið gat gert var að henda út óheppilegum tilviljunum.

... og halda þeim heppilegu og þeim sem engu breyta. Hér er dæmi um vængjaðan kött:

http://fundivision.net/?p=1968.

Stökkbreyting gaf honum vængi en það ætti ekki að hafa áhrif á líf hans, þ.e. náttúruval ætti ekki að henda þessu.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:29

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi er margoft búinn að segja berum orðum að hann geti ekki sætt sig við veraldarsýn sem ekki felur í sér eilíft líf sem umbun fyrir staðlaða kristilega hugsun og hegðun.

Endanleg niðurstaða allra rökræðna við hann er: "ég get ekki trúað öðru en því sem ég trú, því annars er engin von" (orðalag mitt).

Ég er að hlusta á bókina Guns, Germs and Steeleftir Jared Diamond á mp3 spilaranum. Í bókinni er m.a. verið að fara yfir ferðalög mannsins um heiminn og hvernig við hættum að vera safnarar og veiðimenn og tókum upp landbúnað 10-30.000 árum fyrir Krist og hvaða landfræðilegu og lífrænu skilyrði urðu til þess að ákveðin þjóðfélög urðu ofan á hér og þar um heiminn.

Við þessa lesningu slær það mig svo sterkt, þegar á heildina er litið, hvað þetta trúarbragðabrölt allt er fáránlega ómerkilegt og tilgangslítið bull. Kristni t.d. er menningarlegt fyrirbrigði sem er búið að plaga mannkynið síðustu 2.000 árin eða svo, sem er bara lítið tímabil í landbúnaðarsögu mannsins, hvað þá í víðara samhengi.

Einfaldlega kostuleg þráhyggja.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jeebus
Ertu ekki heldur betur ánægður með ensku biskupakirkjuna núna?

Snilld, bæði í kómískum skilningi og alvarlegum!

mbk,

Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Afsökunarbeiðnum hinna ýmsu trúflokka á eftir að rigna yfir okkur vantrúa, trúlausa og trúfrjálsa á næstu árum og áratugum.

Öll ósannindin um sköpun heimsins, tilgang lífsins, Helvíti og Himnaríki og skilyrta trú í einum eða öðrum stíl, verða hinir trúuðu að éta ofan í sig og biðjast afsökunar á.

Þá fer lífið loksins að öðlast tilgang.

Sigurður Rósant, 15.9.2008 kl. 15:32

9 identicon

... nee.. ég held að þessi kreppa sé bara hið besta mál... þá stokkast aðeins upp í öllu og ný tækifæri myndast...

Þegar allt er dýrt og allir eiga í peningavanda þá skapast alltaf tækifæri á móti....Þú hagnast á vanda annara...

Ef fólk er hungrað... opnar veitingastað

Ef fólki leiðist.... opnar bíóhús

Ef fólk er að deyja úr greddu.... opnar hóruhús o sv. fr.

Þetta verður hið besta mál... fyndu bara þitt tækifæri núna og þá fær lífið þitt bara skemmtilegri tilgang

I I (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:40

10 Smámynd: Arnar

Mófi:
Þegar ég les svona frétt þá fer nettur hrollur um mig.  Ég rifja upp orð Krists "hverjum degi nægis sín þjáning" og það hjálpar en samt getur maður ekki neitað því að smá kvíði læðist að manni. Breytingar eru oft óþægilegar og allt bendir til þess að það eru óþægilegar breytingar fram undan.

Okey.. þetta skildi ég.  En svo ferðu algerlega samhengislaust út í guðleysi, þróunarkenninguna og tilviljanir.  Ertu bara að nota hvert tækifæri til að reyna að sverta þróunarlíffræði?

Arnar, 15.9.2008 kl. 16:03

11 Smámynd: Mofi

Sigmar
Erum við hér ekki komnir að kjarna málsins... þú trúir ekki endilega vegna þess að staðreyndirnar segja þér það... þú trúir vegna þess að hinn möguleikinn hræðir þig

Nei

Matthías
Annars held ég að staðreyndin sé að gvuðleysingjar sjá einmitt flestir tilgang í lífinu, trúmenn einblína flestir á tilgang í dauðanum.

Endilega útskýrðu tilganginn ef þetta líf er það eina sem þú hefur?  Er það eitthvað annað en það sem þú býrð til sjálfur og getur ekki verið annað en tímabundið?

Ragnar
... og halda þeim heppilegu og þeim sem engu breyta. Hér er dæmi um vængjaðan kött:

Held að þú ættir að fletta upp í einhverri líffræðibók hvernig vængir eru.

Kristinn
Mofi er margoft búinn að segja berum orðum að hann geti ekki sætt sig við veraldarsýn sem ekki felur í sér eilíft líf sem umbun fyrir staðlaða kristilega hugsun og hegðun.

Aðeins að hún er frekar ömurleg... hef ekki löngun til að samþykkja hana og sem betur fer styðja gögnin og rökin að hún er ekki rétt.

Kristinn
Við þessa lesningu slær það mig svo sterkt, þegar á heildina er litið, hvað þetta trúarbragðabrölt allt er fáránlega ómerkilegt og tilgangslítið bull. Kristni t.d. er menningarlegt fyrirbrigði sem er búið að plaga mannkynið síðustu 2.000 árin eða svo, sem er bara lítið tímabil í landbúnaðarsögu mannsins, hvað þá í víðara samhengi.

Það sem slær mig er hvað þú gleypir við þessum auðveldlega. Þarftu aldrei gögn til að styðja svona trúarlegar fullyrðingar?  Hvað síðan í kristni hefur plagað mannkynið?

Kristinn
Snilld, bæði í kómískum skilningi og alvarlegum!

Já, get ekki annað en tekið undir það.

 http://www.visir.is/article/20080915/FRETTIR02/205638381

Ég get aftur á móti ekki leyft færslur frá viðkomandi bloggara svo því miður varð að fjarlægja það innlegg.

Rósant
Öll ósannindin um sköpun heimsins, tilgang lífsins, Helvíti og Himnaríki og skilyrta trú í einum eða öðrum stíl, verða hinir trúuðu að éta ofan í sig og biðjast afsökunar á.

Afhverju?  Helvíti er síðan bara eilíf glötun eða dauði svo engin þörf á að efast um raunveruleika þess.

Ingþór
Þetta verður hið besta mál... fyndu bara þitt tækifæri núna og þá fær lífið þitt bara skemmtilegri tilgang

Ég er svo sem sammála þér að það hljóta að leynast tækifæri í öllu þessu þó að margt er ógnvænlegt.  Ég bendi á fyrirlestraröð á netinu sem fjallaði um fjármál heimsins og allt í kringum það; endilega kíktu á það ef áhugi er fyrir hendi, sjá: Framtíð mannkyns og námskeið í fjármálum

Arnar
Okey.. þetta skildi ég.  En svo ferðu algerlega samhengislaust út í guðleysi, þróunarkenninguna og tilviljanir.  Ertu bara að nota hvert tækifæri til að reyna að sverta þróunarlíffræði?

Má ekki missa af neinu tækifæri til að ráðast gegn andvísindum eins og darwinisma trúnni :)

Mofi, 15.9.2008 kl. 16:25

12 identicon

Held að þú ættir að fletta upp í einhverri líffræðibók hvernig vængir eru.

WTF??? Hvað kemur það málinu við? Vængir eru margs konar.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:32

13 Smámynd: Arnar

Mófi:
Ég get aftur á móti ekki leyft færslur frá viðkomandi bloggara svo því miður varð að fjarlægja það innlegg.

Bíddu, hvað hefurðu á móti Jesú?

Arnar, 15.9.2008 kl. 16:33

14 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Það sem slær mig er hvað þú gleypir við þessum auðveldlega. Þarftu aldrei gögn til að styðja svona trúarlegar fullyrðingar?

Alltaf þarftu að vera að misnota þetta orð: trú.

Það er svo ótrúlega margt vitað um menningu og ferðir manna fyrir tíma Biblíulegrar sögu að það er sprenghlægilegt að hlusta á þetta 6.000 ára bull.

En þú ert með einhverjar súrealískar hugmyndir um að allt hafi þetta átt sér stað á þessum 6.000 árum, af því að það stendur í þjóðsagnarriti

Mofi
Hvað síðan í kristni hefur plagað mannkynið?

Fjöldinn allur af kolgeggjuðu bulli hefur verið gerður í nafni kristni, en það kallar þú auðvitað allt andkristið.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 16:36

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Endilega útskýrðu tilganginn ef þetta líf er það eina sem þú hefur?  Er það eitthvað annað en það sem þú býrð til sjálfur og getur ekki verið annað en tímabundið?

Ég verð að vitna í tónskáldið.

Þú færð aðeins þennan eina séns
að því ég sjálfur tel
þú átt eitt lítið líf
þú átt eitt lítið líf
svo lifðu vel
...
illt er oft úr mörgu að skilja
örlaganna gæfu braut
en þeim sem þora geta og vilja
þeim mun lán og lukka falla í skaut

Matthías Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 16:40

16 Smámynd: Mofi

Ragnar
WTF??? Hvað kemur það málinu við? Vængir eru margs konar

Ekki svona...

Arnar
Bíddu, hvað hefurðu á móti Jesú?

Gott ráð að varast fals Jesúa og ég er nokkuð sannfærður um að þarna er einn þannig á ferðinni...

Kristinn
Alltaf þarftu að vera að misnota þetta orð: trú.

Það er svo ótrúlega margt vitað um menningu og ferðir manna fyrir tíma Biblíulegrar sögu að það er sprenghlægilegt að hlusta á þetta 6.000 ára bull.

Þú trúir þessum fullyrðingum svo ég veit ekki hvað annað ég get kallað þetta.  Einhver segir þér einhverja bull sögu af fortíða mannsins og þú "trúir" viðkomandi án þess einu sinni að prófa að efast um sannleiksgildi þess.

Kristinn
En þú ert með einhverjar súrealískar hugmyndir um að allt hafi þetta átt sér stað á þessum 6.000 árum, af því að það stendur í þjóðsagnarriti

Stendur í orði Guðs sem er búið að marg sanna sig sem áreiðanlegt. Biblían er áreiðanlegri þegar hún talar um framtíðina en mogginn er áreiðanlegur þegar hann tjáir sig hvað gerðist í gær.

Kristinn
Fjöldinn allur af kolgeggjuðu bulli hefur verið gerður í nafni kristni, en það kallar þú auðvitað allt andkristið.

Það fer bara eftir því hvort það var í samræmi við bókstafinn. Ef það var ekki í samræmi við Biblíuna þá er um aðra útgáfu af kristni en þá sem Jesú opinberaði og þá ber að dæma hana sem slíka.

Matthías, flott ljóð!  Er þá að þínu mati eina sem hægt er að gera er að njóta lífsins því að þessi örfáu andartök eru það eina sem maður hefur?  Það er ekkert sem hefur neinar eilífar afleiðingar, að minnsta kosti ekki fyrir þig.

Væri gaman að vita afhverju miðað við þessa heimssýn, afhverju það skiptir ykkur einhverju máli hvað verður um jörðina og afkomendurna?

Mofi, 15.9.2008 kl. 16:59

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías, flott ljóð!  Er þá að þínu mati eina sem hægt er að gera er að njóta lífsins því að þessi örfáu andartök eru það eina sem maður hefur?  Það er ekkert sem hefur neinar eilífar afleiðingar, að minnsta kosti ekki fyrir þig.
Þvert á móti.  Allt hefur einhverjar afleiðingar, ef ekki fyrir mig þá fyrir einhverja aðra.

Matthías Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 17:02

18 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Væri gaman að vita afhverju miðað við þessa heimssýn, afhverju það skiptir ykkur einhverju máli hvað verður um jörðina og afkomendurna?

Má ráða af þessaði spurningu, Mofi, að ef þú tryðir ekki á umbun fyrir að fylgja reglubókinni sæir þú enga ástæðu til að koma vel fram við fólk og stuðla að gæfulegu umhverfi fyrir börnin þín og barnabörn að alast upp í?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 17:04

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Væri gaman að vita afhverju miðað við þessa heimssýn, afhverju það skiptir ykkur einhverju máli hvað verður um jörðina og afkomendurna?

Einmitt vegna þess að þetta er eina jörðin og afkomendur okkar einu afkomendur sem við vitum af.  Forfeður okkar eru forsenda þess að við erum hér, afkomendur okkar eru afleiðing þess að við erum hér.  

En ekki skauta fram hjá því sem ég nefndi um dauðann, því meðan við erum uppteknir af lífinu og hamingju allra sýnist mér ekki hjá því komist að taka eftir því að trúmenn (sérstaklega kristnir) eru afar uppteknir af dauðanum og því mætti segja að í stað tilgangs með lífinu séu þeir alla sína lífstíð að eltast við tilgang dauðans.

Matthías Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 17:05

20 identicon

Heldur þú Mofi að það sé einhver tilgangur með því að barn svelti í hel, heldur þú að það sé tilgangur með öllum þeim þúsundum mannslífa sem fara á hverjum degi vegna hungurs, sjúkdóma, náttúruhamfara...
Sérð þú tilgang gudda með því að láta saklaus börn og fjölskyldur þjást... hver er tilgangur þessa alls.. er það svo þú getir horft á og prísað þig sælan fyrir að vera í klíkunni.

4 gods sake give it up

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:04

21 identicon

Ekki svona...
Hvað er þetta þá?

Ragnar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:43

22 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Andrés
[..]skiptir þá einhverju máli hvernig maður lifði, hvort maður lifði vel eða illa?

Er þessi spurning ekki einmitt í anda þess sem Matti var að tala um, þ.e. að verið sé að hugsa meira um dauðan en lífið?

Við erum hér núna og ættum að gera sem mest úr því, fyrir okkur sjálf og fyrir aðra; lifa vel.

Carpe diem.

Ekki Carpe morte

Kristinn Theódórsson, 15.9.2008 kl. 23:48

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

  • Mofi: "Stendur í orði Guðs sem er búið að marg sanna sig sem áreiðanlegt. Biblían er áreiðanlegri þegar hún talar um framtíðina en mogginn er áreiðanlegur þegar hann tjáir sig hvað gerðist í gær."

Kommon Mofi. Ertu nu ekki ad faera heldur i stilinn?

En af hverju tharf endilega ad vera tilgangur med lifinu? Hvers vegna er thad naudsynlegt?
Thad ma vel vera ad tilgangur se med thessu cllu saman, en tha er hann lika okkur hulinn enn um sinn. vel ma vera ad til se Gud, eg utiloka thad ekki, en eg kaupi ekki 2000 ara kreddu midaldamanna thegar hun hefur verid afscnnud mcrgum sinnum. Thad er ymislegt sem vid vitum ekki og framtidin a eftir ad varpa ljosi a. Hvort sem thad tekur tvc eda tvchundrud thusund ar. Vid vitum sama og ekkert, hvorki visindamenn ne Mofi.

Páll Geir Bjarnason, 16.9.2008 kl. 00:49

24 identicon

Flettið upp jarðskjálftanum í morgun, hann hlýtur að vera í biblíunni því biblían er betri en mbl.
Það er næsta víst að Omega menn munu nú tala um að sússi sé á næstu grösum fyrst jarðskjálftin kom... gefið okkur peninga og sússi mun fíla ykkur.

Sússi sem sagði við lærisveina: Hinkr smá I will be right back in yer lifetime

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:01

25 Smámynd: Mofi

Kristinn
Má ráða af þessaði spurningu, Mofi, að ef þú tryðir ekki á umbun fyrir að fylgja reglubókinni sæir þú enga ástæðu til að koma vel fram við fólk og stuðla að gæfulegu umhverfi fyrir börnin þín og barnabörn að alast upp í?

Ég fæ enga umbun fyrir mín verk; þekkir þú ekki grundvallar atriði kristninnar?

Matthías
Einmitt vegna þess að þetta er eina jörðin og afkomendur okkar einu afkomendur sem við vitum af.  Forfeður okkar eru forsenda þess að við erum hér, afkomendur okkar eru afleiðing þess að við erum hér. 

Eins og Andrés bendir á, afhverju skiptir það þig einhverju máli?

Matthías
En ekki skauta fram hjá því sem ég nefndi um dauðann, því meðan við erum uppteknir af lífinu og hamingju allra sýnist mér ekki hjá því komist að taka eftir því að trúmenn (sérstaklega kristnir) eru afar uppteknir af dauðanum og því mætti segja að í stað tilgangs með lífinu séu þeir alla sína lífstíð að eltast við tilgang dauðans.

Nei, von um að dauðinn er ekki endalokin, að það er til von um annað og betra líf.

DoctorE
Heldur þú Mofi að það sé einhver tilgangur með því að barn svelti í hel, heldur þú að það sé tilgangur með öllum þeim þúsundum mannslífa sem fara á hverjum degi vegna hungurs, sjúkdóma, náttúruhamfara...

Og heldur þú DoctorE að það er tilgangslaust?  Engin von fyrir þau sem eru að þjást núna og hafa dáið. Þau fæddust í þennan heim og upplifðu miklar þjáningar og svo dóu þau og ekkert meira, engin von?  Aðeins prótein samsetningar sem komu og fóru og ekkert annað?  Er þetta góðu fréttirnar sem DoctorE er að boða?

Andrés
Hver reisir stórbrotinn sandkastala ef hann veit að enginn mun sjá hann og að hann muni gleyma honum daginn eftir? Maður sem finnur ekkert betra við tímann sinn að gera, maður sem vantar afþreyingu.

Mjög góður punktur!

Páll
Kommon Mofi. Ertu nu ekki ad faera heldur i stilinn?

No offense en ég...botnaði ekkert í þessari setningu

Páll
En af hverju tharf endilega ad vera tilgangur med lifinu? Hvers vegna er thad naudsynlegt?

Þetta er frekar þannig að þeir sem telja vera tilgang í lífinu gætu séð hve hörmulegt viðhorf darwinista er, að mannkynið og öll tilveran er aðeins röð af tilviljunum.  Mér finnst eins og enginn horfi á myndbandið... bara nokkrar mínútur og bara fyndið.

Páll
Thad ma vel vera ad tilgangur se med thessu cllu saman, en tha er hann lika okkur hulinn enn um sinn. vel ma vera ad til se Gud, eg utiloka thad ekki, en eg kaupi ekki 2000 ara kreddu midaldamanna thegar hun hefur verid afscnnud mcrgum sinnum

Gaman að heyra að þú ert opin fyrir valmöguleikanum. Hvað akkúrat telur þú hafa verið afsannað í Biblíunni?

Páll
Vid vitum sama og ekkert, hvorki visindamenn ne Mofi.

Við aðeins trúum og ég tel gáfulegast að trúa í samræmi við þá þekkingu sem við höfum og það skaðar ekki að trúa að það er til von frekar en að trúa að það er ekki til nein von.

Mofi, 16.9.2008 kl. 09:57

26 identicon

http://fundivision.net/?p=1968

Sönnun þess að stökkbreytingar geta bætt einhverju nýju við, öfugt við það sem mofi hefur haldið fram. Hafa "náttúrulegir ferlar skapað" (!) vængi á kött. Þótt hann geti ekki notað þá til að fljúga (strútar og mörgæsir geta ekki notað sína vængi til að fljúga) þá skulum við spyrja hvað gerist ef þessi köttur og nokkrir afkomendur yrðu settir í umhverfi þar sem væri heppilegt að hafa vængi til að lifa af. Gefum þessu svo nokkur þúsund ef ekki milljón kynslóðir og þá hafa kannski kettir þróað með sér hæfileika til að svífa, ef ekki fljúga.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:08

27 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Ég fæ enga umbun fyrir mín verk; þekkir þú ekki grundvallar atriði kristninnar?

Heldur þú að maður nenni að tala við þig þegar maður fær svona bull svör?

Þú trúir því að þú hljótir eilíft líf, en ekki við hin. Hvernig er það ekki umbun?

Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 10:18

28 Smámynd: Mofi

Kristinn
Heldur þú að maður nenni að tala við þig þegar maður fær svona bull svör?

Þú trúir því að þú hljótir eilíft líf, en ekki við hin. Hvernig er það ekki umbun?

Hvað á ég að gera við bull spurningu sem sýnir fáfræði um grundvallar atriði kristninnar?   

Efesusbréfið 2
8því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. 9Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. 

Ragnar
Sönnun þess að stökkbreytingar geta bætt einhverju nýju við, öfugt við það sem mofi hefur haldið fram. Hafa "náttúrulegir ferlar skapað" (!) vængi á kött

Það er akkúrat svona dæmi sem sannfæra mig um á hve lágt plan darwinismi hefur dregið vísindin. 

Mofi, 16.9.2008 kl. 10:36

29 Smámynd: Mofi

Mig langar að benda á virkilega góða grein eftir hann Andrés sem er að finna hér:  Hver er merkingin í guðlausum heimi?

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono,
Hver er tilgangur lífsins? Til hvers er heimurinn? Hver er merkingin á bakvið allt?

Sá sem er trúlaus svarar þessum spurningum væntanlega á þá leið það sé enginn tilgangur með tilurð heimsins eða lífinu og að það sé engin endanleg merking. Lífið er eins og það er, svo deyjum við og hættum að vera til nema sem áburður fyrir plöntur. Eina merkingin sem við finnum í lífinu er þá sú merking sem við gefum okkar lífi og sá málstaður (ef nokkur) sem við viljum vinna að.

Hvers eðlis og hvers virði er sú merking?

Merkingin er einstaklingsbundin. Að auki verður það einstaklingsbundið hvort maður vill gæða líf sitt merkingu eða ekki. Einn maður vill bæta líf annarra, annar vill safna sem mestum auðæfum, enn annar vill völd hvað sem það kostar og enn annar vill útrýma ákveðnum hópi fólks. Flestir vilja bara njóta lífsins meðan það hefur það, “living for today”, án þess að pæla of mikið í því hvort það sé einhver tilgangur eða merking. Fæstir vilja valda öðrum skaða enda myndi það oftast valda þeim sálrænum skaða sem skaðar annan. En hvers eðlis er siðferði í guðlausum heimi? Er til eitthvað algilt siðferði? Er siðferði ekki bara afleiðing af sjálfsbjargarviðleitni mannkyns frekar en kærleika? Og kærleikurinn þá afleiðing af sömu sjálfsbjargarviðleitni? Siðferði er þá ekki lengur spurning um rétt eða rangt heldur spurning um ánægju og sársauka. Markmiðið er þá að hámarka ánægju og lágmarka sársauka. Ánægju og sársauka hvers? Mannkynsins í heild? Nei, manns sjálfs fyrst og fremst. Mannkynsins í heild aðeins ef það fær mann sjálfan til að líða betur.

Merkingin er tímabundin. Frá sjónarhóli einstaklingsins endar hún við dauðann. Frá sjónarhóli mannkyns endar sú merking sem flyst á milli manna við útrýmingu mannkyns. Mögulega taka einhverjar aðrar vitsmunaverur taki við keflinu en merkingin mun þá enda í seinasta lagi við endalok vitsmunalífs. Merkingin mun enda að lokum. Að lokum verður sem ekkert mannkyn hafi verið. Enginn eftir til að láta sig málið varða. Öll okkar markmið munu reynast eftirsókn eftir vindi. Engu mun skipta hvað við gerðum á meðan við lifðum.

Merkingin er blekking. Hinn trúlausi hlýtur að fallast á það að eitthvað hafi einhvern tímann orðið til úr engu. Hann hlýtur líka að líta svo á að líf verði til úr dauðu efni. Hvers eðlis er líf sem verður til úr dauðu efni – er það líf í raun? Eru það ekki bara flóknari hreyfingar og samspil atóma og orku sem á sér stað? Er það rökrétt afleiðing af því að líf sé komið af dauðu efni að lífveran, flókna efnaverksmiðjan, viti til sjálfrar sín – hafi vitund? Myndum við búast við því að ef við hleyptum straumi á gervigreindarvélmenni að sú vél myndi öðlast vitund?

Allt í hinum efnislega heimi leitar í átt að jafnvægi. Vatnið getur ekki tekið ákvörðun um að fljóta uppá við. Hvað er það sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir? Flýtur hugurinn ekki bara eins og vatnið og leitar að lægsta punkti? Get ég tekið ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut? Er ákvörðunin ekki tekin fyrir mig af samspili efna og rafboða?

 Í guðlausum heimi erum við, sem afsprengi dauðra hluta, í raun dauð. Við höfum bara miklum mun virkari efnaskipti og rafboð en fyrirfinnast meðal ólífræns efnis. Við höfum ekkert vald yfir okkar lífi heldur er lífið skrifað fyrir okkur af atburðum sem við ráðum ekkert við. Við erum vitvélar sem leitum í átt að ánægju og frá sársauka á sama hátt og vatnsdropinn leitar niður á við.

Hvað er frjáls vilji við slíkar aðstæður?

Mofi, 16.9.2008 kl. 10:40

30 identicon

Það er akkúrat svona dæmi sem sannfæra mig um á hve lágt plan darwinismi hefur dregið vísindin. 

Nú?? Endilega útskýrðu.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:45

31 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Hvað á ég að gera við bull spurningu sem sýnir fáfræði um grundvallar atriði kristninnar?

Hættu þessum ómálefnalega ókristilega aumingjaskap og tjáðu þig um það hvernig eilíft líf ekki er umbun fyrir að trúa og hegða sér eftir ákveðnu mynstri.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 10:49

32 Smámynd: Mofi

Kristinn
Hættu þessum ómálefnalega ókristilega aumingjaskap og tjáðu þig um það hvernig eilíft líf ekki er umbun fyrir að trúa og hegða sér eftir ákveðnu mynstri.

Ég hélt að ég hefði gert það. Hvað var óskýrt við versin sem ég benti á?  Enginn öðlast eilíft líf fyrir einhver verk, það getur enginn unnið sig til himna eða neitt þannig.  Ef kristinn einstaklingur gerir góð verk þá veit hann að hann gerir þau aðeins til að gera þau en hann fær aldrei aðgang að himnaríki fyrir þau.

Ragnar
Nú?? Endilega útskýrðu. 

Afþví að þetta eru ekki vængir og engin vísir að vængjum. Veistu um einhvern alvöru vísindamann sem heldur að þarna erum við að sjá ketti fara að öðlast getuna að flúga?

Mofi, 16.9.2008 kl. 11:11

33 identicon

Trú er andlegt sjálfgert þrælahald, sóun á lífi og bara öllu.
Mér finnst frekar spælandi að geta ekki sagt við Mofa og aðra: I told you so.. eftir að við drepumst.
Að sóa eina lífi sínu í að undirbúa sig undir upplogið líf í geimnum með galdrakarli hlýtur að vera mesta sóun ever.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:17

34 identicon

Afþví að þetta eru ekki vængir og engin vísir að vængjum. Veistu um einhvern alvöru vísindamann sem heldur að þarna erum við að sjá ketti fara að öðlast getuna að flúga?

Enn og aftur sýnirðu stórkostlega vanþekkingu á þróunarkenningunni.

Auðvitað erum við ekki að fara að sjá ketti fara að öðlast getuna til að fljúga. Þróun er ekki svo hraðvirk. Við verðum löngu dauðir áður en slíkt getur gerst.

Ég útskýrði þetta í fyrra innleggi mínu en hér hefurðu snúið út úr.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:54

35 Smámynd: Mofi

Ragnar
Auðvitað erum við ekki að fara að sjá ketti fara að öðlast getuna til að fljúga. Þróun er ekki svo hraðvirk. Við verðum löngu dauðir áður en slíkt getur gerst.
Þú varst að halda því fram að þetta væri skref í áttina að því að geta flogið eða fá vængi eða eitthvað.  Þetta er einfaldlega ekki þannig.

Mofi, 16.9.2008 kl. 13:08

36 identicon

Hvers vegna er þetta ekki þannig?

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:19

37 Smámynd: Mofi

Ragnar
Hvers vegna er þetta ekki þannig?
Eru einhverjir vöðvar tengdir við þetta?  Hjálpar það þér að fljúga ef þú setur á þig kalla kanínu eyru?  Ertu búinn að finna einhvern vísindamann sem segir þetta vera skref í áttina að fljúgandi köttum?

Mofi, 16.9.2008 kl. 13:22

38 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Ef kristinn einstaklingur gerir góð verk þá veit hann að hann gerir þau aðeins til að gera þau en hann fær aldrei aðgang að himnaríki fyrir þau.

Af hverju bullarðu svona?

"Þegar Kristur, sem er líf okkar, birtist, munu hinir upprisnu réttlátu og hinir lifandi réttlátu verða dýrlegir og burt numdir til að mæta Drottni sínum."

Ef þú trúir ekki kemstu ekki inn í aukalífið góða.

Ef Jesú er ekki ánægður með þig kemstu heldur ekki í klúbbinn, jafnvel þó þú trúir.

Þetta er umbunarkerfi fyrir að fara að reglunum og ekkert annað.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 16.9.2008 kl. 13:31

39 identicon

Einu get ég lofað þér Halldór að ef eitthvað er að marka það sem í biblíunni stendur þá ert þú langt frá því að fá aðgang að himnaríki, því réttlátur ert þú ekki og óbeit og hatur þitt á samborgurum þínum skín í gegnum allt sem þú segir.

Þú ælir yfir skoðunum kristinna manna og nýtur hvert tækifæri til að gera lítið úr þeirra trú sé hún ekki nákvæmlega ekki eins og þín eigin

Að þú skulir láta þér detta í hug að með svoleiðis hugsunarhætti fáir þú að standa við hlið Jesú Krists er ekkert annað en enn eitt dæmið um veruleikafirringu þína

Sigmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:43

40 identicon

Eru einhverjir vöðvar tengdir við þetta?  Hjálpar það þér að fljúga ef þú setur á þig kalla kanínu eyru?  Ertu búinn að finna einhvern vísindamann sem segir þetta vera skref í áttina að fljúgandi köttum?

Útúrsnúningur, kanínueyru koma málinu ekkert við. Vankunnátta, ég var búinn að útskýra þetta með hvernig þróunin virkar. Lítið annað hægt að segja um þetta komment þitt.

Annars hafa kettir engan tendens til að þróast í flugdýr. Umhverfi þeirra sem heimiliskettir gefur þeim enga ástæðu til. Eins og umhverfi þeirra er í dag þá spilar náttúruval ekkert inn í, hvorki eyða þessum dýrum né hygla þeim. Þeir fá sinn mat í skálar.

En gefum okkur að þetta dýr væri í þannig umhverfi að nánast öll þeirra fæða væri í trjám. Það væri ekkert ólíklegt að með tímanum myndi einhver einstaklingur vera betri í að svífa á milli trjáa (eins og íkornar, þeir geta svifið/flogið langar vegalengdir) heldur en aðrir. Hann myndi ala af sér fleiri einstaklinga en hinir. Bada-bing þróun in action.

Þróunarkenningin er einföld. Það er bjútíið við hana.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:58

41 Smámynd: Mofi

Kristinn
Af hverju bullarðu svona?

Þetta er það sem Biblían kennir og er grundvallar atriði í kristni.  Hvernig átti mér að detta í hug að þú vissir þetta ekki?

Kristinn
Ef þú trúir ekki kemstu ekki inn í aukalífið góða.

Trúin veitir manni frelsun frá réttlátum dómi. Góð verk til að fá aðgang væru eins og glæpamaður að múta dómara.

Sigmar
Þú ælir yfir skoðunum kristinna manna og nýtur hvert tækifæri til að gera lítið úr þeirra trú sé hún ekki nákvæmlega ekki eins og þín eigin

Ég æli yfir virkilega heimskulegum skoðunum eins og að trúa að Jesú er Guð en Hann var að ljúga þegar Hann talar um Móse, Nóa og að Hann hefði skapað.   

Ragnar
En gefum okkur að þetta dýr væri í þannig umhverfi að nánast öll þeirra fæða væri í trjám. Það væri ekkert ólíklegt að með tímanum myndi einhver einstaklingur vera betri í að svífa á milli trjáa (eins og íkornar, þeir geta svifið/flogið langar vegalengdir) heldur en aðrir. Hann myndi ala af sér fleiri einstaklinga en hinir. Bada-bing þróun in action.

Ertu búinn að finna alvöru vísindamenn sem segir að þessi köttur er á leiðinni að fá vængi eða eitthvað slíkt?

Mofi, 16.9.2008 kl. 14:26

42 Smámynd: Arnar

Mófi:
Ég æli yfir virkilega heimskulegum skoðunum eins og að trúa að Jesú er Guð en Hann var að ljúga þegar Hann talar um Móse, Nóa og að Hann hefði skapað.

Hvort sagði guð að hann hefði gert þetta allt.. eða voru einhverjir sem söguð að guð hefði gert þetta allt.  Sagði td. guð frá labbitúr Móse.. eða voru einhverjir sem skráðu munmæla sögur mörgum árum ef ekki öldum eftir að þær áttu að hafa gerst.  Er biblían orð guðs, skrifað og staðfest af guði.. eða seinni tíma samtíningur trúaðra manna.

Hvort trúirðu á guð.. eða biblíuna mófi?

Arnar, 16.9.2008 kl. 14:34

43 Smámynd: Arnar

Mófi:
Ertu búinn að finna alvöru vísindamenn sem segir að þessi köttur er á leiðinni að fá vængi eða eitthvað slíkt?

Hvernig á hann að geta fundið 'alvöru' vísindamann þegar þú myndir strax svara því að viðkomandi væri ekki 'alvöru'.

Mófi, eru leðurblökur með vængi?

Arnar, 16.9.2008 kl. 14:35

44 identicon

Ég æli yfir virkilega heimskulegum skoðunum eins og að trúa að Jesú er Guð en Hann var að ljúga þegar Hann talar um Móse, Nóa og að Hann hefði skapað.   

Bíddu... er Jesús Guð?  Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að hann væri sonur Guðs

Er ég að misskilja eitthvað?

Sigmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:44

45 Smámynd: Arnar

Sigmar!  Hvurslags kristlingur ertu sem veist ekki um hina heilögu þrenningu. 

Faðirinn, sonurinn og heilagur andi - allt í einum pakka.

Arnar, 16.9.2008 kl. 15:05

46 identicon

Já já... ég samt hafði aldrei séð Jesú fyrir mér sem skapara... meira sem spámann

Sigmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:10

47 identicon

Ertu búinn að finna alvöru vísindamenn sem segir að þessi köttur er á leiðinni að fá vængi eða eitthvað slíkt?

Þú ert nú ekki vanur að taka vísindamenn sem við vitnum í trúanlega. En hér eru nokkrar greinar:

  • Extraordinary Capture at Winster: A Tomcat With Wings, High Peak News, Saturday 26 June 1897
  • Can a Cat Fly? Strand Magazine (London), 1899
  • Dance, Peter Animal Fakes and Frauds, 1976
  • Butler WF: Fragility of the skin in a cat. Res Vet Sci 19:213–216, 1975
  • Collier LL, Leathers CW, Counts DF: A clinical description of dermatosparaxis in a Himalayan cat. Feline Practice 10:25–36, 1980
  • Cornelison L, Cook C. Feline Cutaneous Asthenia (Ehlers-Danlos Syndrome), Seminar, Cornell University, College of Veterinary Medicine October 9, 2002
  • Counts DF, Byer PH, Holbrook KA, Hegreberg GA: Dermatosparaxis in a Himalayan cat: I—biochemical studies of dermal collagen. Journal Investig Dermatology 74:96–99, 1980
  • Freeman LJ, Hegreberg GA, Robinette JD, et al. Biochemical Properties of Skin and Wounds in Ehlers-Danlos Syndrome. Veterinary Surgery 1989;18: 97-102.
  • Freeman LJ, Hegreberg GA, Robinette JD. Ehlers-Danlos Syndrome in Dogs and Cats. Seminars in Veterinary Medicine and Surgery (Small Animal) 1987;2: 221-227.
  • Freeman LH, Hegreberg GA, Robinette JD. Cutaneous Wound Healing in Ehlers-Danlos Syndrome. Veterinary Surgery 1989;18: 88-96.
  • Holbrook KA, Byers PH, Counts DF, Hegreberg GA: Dermatosparaxis in a Himalayan cat: II—ultrastructural studies of dermal collagen. Journal Investig Dermatology 74:100–104, 1980
  • Patterson DF, Minor RR: Hereditary fragility and hyperextensibility of the skin of cats. Lab Investig 37:170–179, 1977
  • Scott DW: Cutaneous asthenia in a cat resembling Ehlers–Danlos syndrome in man. Veterinary Medicine Small Animal Clin 69:1256–1258, 1974
  • Sequeira JL, Rocha NS, Bandarra EP, Figueiredo LMA, Eugenio FR: Collagen Dysplasia (Cutaneous Asthenia) in a Cat. Veterinary Pathology 36:6, 1999
  • Weber A (1983) Cutaneous asthenia in a young cat. Kleintierpraxis 28, 331-334
  • Shuker, Karl P.N. Cat flaps. Fortean Times, No. 78: 32-33 (December 1994-January 1995).
  • Shuker, Karl P.N. On a wing and a purr. Cat World, No. 210: 14-15 (August 1995).
  • Shuker, Karl P.N. High flyers. Wild About Animals, 7: 13 (October 1995).
  • Shuker, Karl P.N. Wonderful things are cats with wings. Fate, 49: 80 (April 1996).
  • Shuker, Karl P.N. Flights of fantasy? All About Cats, 4: 44-45 (March-April 1997).
  • Shuker, Karl P.N. If cats could fly. Fortean Times, No. 168: 48-49 (March 2003).

 Og hér eru nokkrir linkar

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:42

48 identicon

NEI NEI NEI NEI NEI Ragnar

Þetta eru alltof yfirgripsmiklar heimildir... þær geta þar af leiðandi ekki verið réttar 

Er ekki til einhver samantekt í einfaldara formi... þú kannski smellir þessu saman í 2-3 málsgreinar svo það sé nú hægt að taka mark á þessu

Sigmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:19

49 identicon

Sigmar: Prestlingar í fortíðinni glímdu við dilemma.. var Sússi maður eða guð... þeir skelltu sé í bakherbergi og skáluðu í blóði Sússa og ákváðu að guð/sússi og heilagur andi væri eitt og hið sama.

Hvern var Jesú að tala við á krossinum.. jú hann var að tala við sjálfan sig allan tímann....
Var Júdas svikari.. nei hann var fjarstýrður af af hinni heilögu þrenningu... Júdas ætti eiginlega að vera mesta hetja biblíu, án hans værum við ekki að tala um Jesú.. hugsanlega bara Mumma

Það er svo margt weird í þessu dæmi, Lísa í undralandi meikar perfect sense í samanburði

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:25

50 identicon

Jóhannes 3:16-17

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

Ég get einhvern ekki skilið þetta öðruvísi en að Jesús sé sonur guðs en ekki hann sjálfur...

Og svo til að halda áfram með 18 vers í sama kafla

Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina

Hérna virðist allavega Halldór vera ósammála því skv honum er ekki nóg að trúa á soninn... en mér sýnist á þessu að sá sem trúir á Jesú Krist dæmist ekki

Ég sé allavega hvergi minnst á það að menn verði að trúa hverjum einasta staf gamla testamentisins til að forðast dóminn sem hræðir Halldór

Sigmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:34

51 identicon

Þarna er dilemmað í kristni... menn mega gera hvað sem er, guddi fyrirgefur allt, hann fyrirgefur barnaníð og hvað sem er, svo lengi sem menn trúa á hann... er þetta ekki sweet.
Barnaníðingsprestar lesa það að allt sem þeir gera sé í lagi,, bara að iðrast og trúa BANG saklaus í paradís 4ever.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:55

52 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvort sagði guð að hann hefði gert þetta allt.. eða voru einhverjir sem söguð að guð hefði gert þetta allt.  Sagði td. guð frá labbitúr Móse.. eða voru einhverjir sem skráðu munmæla sögur mörgum árum ef ekki öldum eftir að þær áttu að hafa gerst.  Er biblían orð guðs, skrifað og staðfest af guði.. eða seinni tíma samtíningur trúaðra manna.

Menn rituðu niður, innblásnir af Guði.  Aðeisn ef spámaður var staðfestur með kraftaverkum á sínum tíma eða með spádómum var tekið mark á þeim. Mósebók t.d. spáði því að gyðingar myndu missa heimaland sitt og dreifast út um alla jörðina en samt halda áfram að vera þjóð og vera ofsótt. Þessu spáði hann fyrir sirka 3500 árum síðan og það rættist fyrir 2000 árum síðan.

Arnar
Hvort trúirðu á guð.. eða biblíuna mófi?

Ef Guð er til þá er Biblían lang líklegasta opinberun á því hver Guð er. Veit ekki um neitt annað rit sem getur einu sinni komið til greina. 

Arnar
Hvernig á hann að geta fundið 'alvöru' vísindamann þegar þú myndir strax svara því að viðkomandi væri ekki 'alvöru'.

Mófi, eru leðurblökur með vængi?

Hef ég einhvern tíman gert það?  Kallað einhvern mann með menntun ekki vísindamann af því að ég er ósammála honum?

Leðurblökur eru með "vængi", þó ekki í fugla skilningi þess orðs.

Sigmar
Bíddu... er Jesús Guð?  Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að hann væri sonur Guðs

Er ég að misskilja eitthvað?

Ekki ef þú ert Votta Jehóva, annars ertu já að misskilja eitthvað...  Lang flestir myndu skilgreina kristna þannig að þeir trúa að Jesú er Guð.  Þín þekking á kristni virðist vera fyrir neðan grunnskóla aldur; setur allar okkar samræður í allt annað ljós.

Ragnar
Þú ert nú ekki vanur að taka vísindamenn sem við vitnum í trúanlega. En hér eru nokkrar greinar:

Geturðu ekki nefnt einn vísindamann með nafni og vitnað í hann?

Mofi, 16.9.2008 kl. 16:56

53 Smámynd: Mofi

Sigmar
Ég sé allavega hvergi minnst á það að menn verði að trúa hverjum einasta staf gamla testamentisins til að forðast dóminn sem hræðir Halldór
Það er hellings til í því.

Mofi, 16.9.2008 kl. 16:58

54 identicon

Þín þekking á kristni virðist vera fyrir neðan grunnskóla aldur; setur allar okkar samræður í allt annað ljós.

Það er stór munur á þekkingu og skilningi - réttara væri að segja að við skiljum hana á mismunandi vegu, er það ekki?

Finnst þú vera taka ansi stórt upp í þig með þessari fullyrðingu

Það er hellings til í því.

Ég veit

Sigmar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:40

55 identicon

Geturðu ekki nefnt einn vísindamann með nafni og vitnað í hann?

Karl P.N. Shuker "If cats could fly"

Á því miður ekki þessa grein (eða hinar greinarnar) eftir þennan mann. En titillinn segir allt sem þarf.

Annars skiptir það litlu máli, það þarf engan sérfræðing til að sjá hvernig þetta virkar. Prófaðu (svona til tilbreytingar) að lesa linkana sem ég vísaði á. Þú verður örugglega margs vísari.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:53

56 identicon

Svona er lífið Mofi
Þú fæðist
Þú lifir
Þú deyrð
The end, get over it or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:27

57 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

  • Páll
    Vid vitum sama og ekkert, hvorki visindamenn ne Mofi.

  • Mofi : Við aðeins trúum og ég tel gáfulegast að trúa í samræmi við þá þekkingu sem við höfum og það skaðar ekki að trúa að það er til von frekar en að trúa að það er ekki til nein von.

Eg er sammala. Munurinn er sa ad eg treyst thekkingu meirihluta visindasamfelagsins, thu ekki.

  • Páll
    Kommon Mofi. Ertu nu ekki ad faera heldur i stilinn?

  • Mofi: No offense en ég...botnaði ekkert í þessari setningu

'Eg var ad tala um thessa faranlegu fullyrdingu:

  • Mofi: "Biblían er áreiðanlegri þegar hún talar um framtíðina en mogginn er áreiðanlegur þegar hann tjáir sig hvað gerðist í gær"
    __________
  • Páll
    Thad ma vel vera ad tilgangur se med thessu cllu saman, en tha er hann lika okkur hulinn enn um sinn. vel ma vera ad til se Gud, eg utiloka thad ekki, en eg kaupi ekki 2000 ara kreddu midaldamanna thegar hun hefur verid afscnnud mcrgum sinnum

  • Mofi: Gaman að heyra að þú ert opin fyrir valmöguleikanum. Hvað akkúrat telur þú hafa verið afsannað í Biblíunni?

Thad er buid ad fara svo oft yfir thad ad eg nenni ekki i storar utskyringar. Tekk bara stikkord. T.d. Aldur jardar, dyrafloran i Crkinni, skcpun heimsins, utbreidsla mannkyns etc. Afannad er reyndar vont ord. Hefdi frekar att nota "thversagnarkennt" eda"orckrett i ljosiaukinnar thekkingar" vegna thess ad Biblian er bara fagurfraedileg myndliking. Ekkert thar til ad sanna eda afsanna.

Malid er , eins og eg sagdi adur, tha treysti eg visindasamfelaginu betur en bokstafstruarfolki. Bok er ju alltaf bara bok. 



Páll Geir Bjarnason, 17.9.2008 kl. 00:59

58 Smámynd: Arnar

Mófi:
Hef ég einhvern tíman gert það?  Kallað einhvern mann með menntun ekki vísindamann af því að ég er ósammála honum?

Eigum við að ræða Ken Miller einu sinni enn?

Arnar, 17.9.2008 kl. 10:07

59 Smámynd: Mofi

Sigmar
Það er stór munur á þekkingu og skilningi - réttara væri að segja að við skiljum hana á mismunandi vegu, er það ekki?

Finnst þú vera taka ansi stórt upp í þig með þessari fullyrðingu

Þú þykist vera að rökræða kristna hérna á þeim forsendum að þú vitir um hvað þú ert að tala en síðan sýnir þú að þú hefur ekki einu sinni skilning sem unglingar fá í fermingarfræðslu.  Hvað eiginlega á ég að halda?

Ragnar
Karl P.N. Shuker "If cats could fly"

Á því miður ekki þessa grein (eða hinar greinarnar) eftir þennan mann. En titillinn segir allt sem þarf.

Nei, greinin, og rökin og gögnin segja það sem þarf til. Annað er voðalega lítils virði en fullyrðing út í loftið.  Ég svo sem útiloka ekki að einhverjir hafa byrjað að ímynda sér svona en ég get ekki kallað það vísindalegt nema fá almennileg gögn og rök í hendurnar.

Páll Geir
Malid er , eins og eg sagdi adur, tha treysti eg visindasamfelaginu betur en bokstafstruarfolki. Bok er ju alltaf bara bok. 

Svo þú treystir því fyrir þínum eilífu örlögum, þú um það en ég vil þér betri örlög.

hula
Afhverju ættu þá kristnir að haga sér vel og vera góðir við samborgara sína?  Ég veit þú hefur viðurkennt það áður, en er ekki rétt að Hitler, Stalín, bin Laden og Bush kæmust alveg til himna samkvæmt þessu, svo lengi sem þeir trúa og iðrast?

Sá sem gerir vond verk sannar að hann er ekki endurfæddur og er ekki á leiðinni til himna. Hann veit að ef hann ætlar að gera eitthvað sem er vont þá er hann að gera Guð að óvinu sínum.

Mofi, 17.9.2008 kl. 10:54

60 identicon

Nei, greinin, og rökin og gögnin segja það sem þarf til. Annað er voðalega lítils virði en fullyrðing út í loftið.  Ég svo sem útiloka ekki að einhverjir hafa byrjað að ímynda sér svona en ég get ekki kallað það vísindalegt nema fá almennileg gögn og rök í hendurnar.

Ég benti á gögnin eins og þú baðst um. Nú er þitt að fara að grafast fyrir um þetta. Hinn möguleikinn er auðvitað að loka augunum og hunsa þetta. Það yrði ekki í fyrsta skiptið.

Með því að lesa um þennan kínverska kött komst ég að eftirfarandi. Þessi köttur er með bein í vængjunum og vöðva tengda við. Hann hefur litla sem enga stjórn á þeim. En auðvitað er hægt að þjálfa upp þessa vöðva. Svipað og maðurinn hefur litla stjórn á vöðvunum sem hreyfa eyrun (þeir sömu og kettir og hundar nota til að sperra eyrun, þróunin hefur leitt til þess að við höfum ekki þörf á þeim en þeir eru þarna samt). En með þjálfun getum við hreyft eyrun og sumir geta gert ýmsar kúnstir með þeim. Afkomendur þeirra sem geta gert kúnstir geta oft líka gert það sama með þjálfun. Það sama á við um köttinn. Með þjálfun nokkurra kynslóða væri hægt að rækta kött sem hefði stjórn á þessum vængjum. Ég er ekki að segja að þeir fái hæfileikann til að fljúga en getur samt blakað "vængjunum" og notað þá til að stokkið og svifið lengra en aðrir kettir. Þetta er hægt ef rétti hvatinn er til staðar. Hvaðan kemur hvatinn? Nú að sjálfsögðu í viljanum til að lifa af.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:29

61 identicon

Þú þykist vera að rökræða kristna hérna á þeim forsendum að þú vitir um hvað þú ert að tala en síðan sýnir þú að þú hefur ekki einu sinni skilning sem unglingar fá í fermingarfræðslu.  Hvað eiginlega á ég að halda?

Hvað á svona dónaskapur af þýða?  Hefur þér eitthvað sýnst skorta á mína biblíuþekkingu hér í gegnum tíðina?

Þú hefur sjálfur bæði talað um Jesú sem spámann og svo núna sem guð... hann getur klárlega ekki verið bæði

Ég er búinn að skýra fyrir þér mína aftstöðu og þú kemur með svona bull til baka......  ég hef sagt þér það hér áður að ég telji að Jesús hafi verið "venjulegur" maður með mikinn skilning á veröldinni í kringum sig... það er algjörlega fáránlegt að grípa svo þetta á lofti núna upp úr þurru til þess eins að koma með einhver lágkúruleg skot fyrir neðan beltisstað - afhverju varstu þá ekki löngu búinn að því, við höfum rætt þetta oft áður... eða er rökleysið þitt orðið svo algjört að þú grípur til svona meðala?

Þú ert einfaldlega dóni Halldór

Sigmar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:38

62 Smámynd: Mofi

Páll
Thad er buid ad fara svo oft yfir thad ad eg nenni ekki i storar utskyringar. Tekk bara stikkord. T.d. Aldur jardar, dyrafloran i Crkinni, skcpun heimsins, utbreidsla mannkyns etc. Afannad er reyndar vont ord. Hefdi frekar att nota "thversagnarkennt" eda"orckrett i ljosiaukinnar thekkingar" vegna thess ad Biblian er bara fagurfraedileg myndliking. Ekkert thar til ad sanna eda afsanna.
Að jörðin sé ýkt gömul er ekki einhver staðreynd heldur ályktun.  Biblían útilokar síðan ekki gamla jörð en hún gefur sterklega til kynna að lífið á jörðinni er ungt eða innan við tíu þúsund ára og ég tel að staðreyndirnar styðja það mjög vel.

Mofi, 17.9.2008 kl. 12:20

63 Smámynd: Mofi

hula
Var Newton þá aðeins með barnaskólaskilning á kristni?  Hvernig geturðu hampað þessum forvera Darwins sem skoðanabróðurs þíns þegar hann hafði ekki einu sinni sömu trú og þú?
Nei, hann var ósammála einhverjum atriðum.  Þekki ekki akkúrat hvaða atriði það voru og hvaða rök hann hafði fyrir því svo get ekki tjáð mig mikið um það. En það er annað en að vita ekki hvað nærri því allir kristnir trúa.

Mofi, 17.9.2008 kl. 12:21

64 Smámynd: Mofi

hula
Þú fékkst helling í hendurnar, þú getur ekki kvartað undan því að fá engin gögn í hendurnar og síðan kvartað yfir því að þú fáir of mikið af gögnum í næstu andrá.  Það er bara fáránlegt.

Nei, það er fáránlegt að benda á bækur og halda að þannig hafi maður bent á gögn til stuðnings sínu máli.  

hula
Það er langt síðan menn litu á veðmál Pascals sem gild rök fyrir trú, þetta er meingölluð röksemdafærsla.  Heldurðu að það sé eitthvert val?  Ef hann trúir ekki heldurðu þá hann geti bara ákveðið að trúa sísvona?

Það sem veðmál Pascals leiðir í ljós er góð ástæða til að skoða trúnna; sammála að það er ekki góð ástæða til að trúa.

hula
Ertu að segja að þessir menn geta ómögulega inngöngu í ríki guðs jafnvel þó þeir trúðu og iðruðust gjörða sinna?  Það væri þá þvert á annað sem þú hefur sagt hingað til.

Menn geta ekki skipulagt að lifa á rangan hátt og síðan reyna bara að iðrast fyrir dauðann.

Mofi, 17.9.2008 kl. 12:24

65 identicon

Nei, það er fáránlegt að benda á bækur og halda að þannig hafi maður bent á gögn til stuðnings sínu máli. 
Hvar áttu heima? Viltu að við sendum þér þetta í pósti? Þetta er ekki aðgengilegt á netinu.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:28

66 identicon

Tilgangur lífsins er að lifa lífinu og viðhalda stofninum... þetta er tilgangurinn frá náttúrunni.
Minn tilgangur er að auki að skila börnum mínum upplýstum & fordómalausum út í vonandi betri heim fyrir okkur öll og alla afkomendur okkar.

Æðri getur tilgangurinn vart verið..... tilgangur biblíu er ekkert nema andlegt þrælahald

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:42

67 Smámynd: Mofi

Ragnar
Hvar áttu heima? Viltu að við sendum þér þetta í pósti? Þetta er ekki aðgengilegt á netinu.

Koma með bara með viðeigandi tilvitnanir og vísa í þá bókina sem þetta er tekið frá.

DoctorE
Minn tilgangur er að auki að skila börnum mínum upplýstum & fordómalausum út í vonandi betri heim fyrir okkur öll og alla afkomendur okkar.

Well, ekki alveg fordómalausum, með hellings fordóma gagnvart kristnum og hvað þá gagnvart þeim sem eru sammála mér.

DoctorE
Æðri getur tilgangurinn vart verið..... tilgangur biblíu er ekkert nema andlegt þrælahald

Það var akkúrat Biblían sem leiddi okkur út úr myrku miðöldunum vegna þess að hún sagði að við gætum talað við Guð beint og við þyrftum ekki menn til að gefa okkur frelsun eða aðgang að himnaríki.  

hula
Það sem þú áttar þig ekki á er að maður tekur vísindalegar kenningar ekki saman í örfáum setningum, ólíkt t.d. mál sköpunarsinna.

Þú átt við að skáldsögur darwinista eru mjög langar... ok; þú fyrirgefur þó að ég nenni ekki að lesa mikið af þannig skáldskap.

hula
Og nákvæmlega hvað hefurðu fyrir þér í þessu?

Biblíuna.  

hula
Viltu þá ekki hætta að nota það sem rökstuðning við mál þitt?

Ég nota það aðeins á þann hátt að menn ættu að hugsa um þetta á alvarlegan hátt. Málið er að flestir trúa því sem þeir vilja trú; túlka allt eins og þeim langar að túlka. Ef einhverjum langar að fagnaðarerindið er satt þá getur hann séð rökin og gögnin í betra ljósi en sá sem rembast við að afneita öllum rökum og gögnum sem styðja fagnaðarerindið.

hula
Jæja er það "nærri því allir" núna?  Er það kannski svo þú getir áfram hampað Newton sem kristnum sköpunarsinna og vísindamanni, þar sem síðast þegar ég vissi var það að trúa á hina heilögu þrenningu beinlínis skilyrði til að teljast kristinn...

Newton trúði á sköpun og trúði að Biblían væri orð Guðs.  Hver hans afstaða var akkúrat til Jesú og þrenningarinnar veit ég ekki og get þar af leiðandi ekki tjáð mig mikið um það.  Ég myndi ekki segja að trúa á þrenninguna sé eitthvað skilyrði til að vera kristinn; trúa að Jesú er Guð tel ég vera skilyrði.

Mofi, 17.9.2008 kl. 14:14

68 identicon

Settu Hjarta fyrir framan nafnið þitt til þess að sýna stuðning þinn við ljósmæður. Coperaðu þennan texta og láttu hann ganga (setur  fyrir framan nafnið þitt)

"Cats might one day fly"

Shuker, Karl P.N. If cats could fly. Fortean Times, No. 168: 48-49 (March 2003).

Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:39

69 Smámynd: Mofi

hula

Mofi:  Biblíuna.  

Ég verð að vitna í sjálfan þig hvað þetta varðar...

Mofi:  Nei, það er fáránlegt að benda á bækur og halda að þannig hafi maður bent á gögn til stuðnings sínu máli.  

Hehe...

Og þú misstir af kaldhæðninni...  fannst þér þetta svar vera gott?  Að segja bara "Biblíunni" og ekkert meira?

hula
Það er einfaldlega ekki það sem ég sé og ekkert bendir til þess að heimurinn sé þannig.

Allur alheimurinn bendir til þess. Bara dæmið um flagellum mótorinn bendir sterklega til þess.  Þú getur hafnað því og vonað að eihvern tíman muni menn geta útskýrt þetta með darwiniskum leiðum en það er óheiðarlegt að segja að ekkert bendi til þess.

hula
Í staðin fyrir að forðast það ættirðu að kynna þér það.  Hann trúði ekki á þrenninguna, það er almennt álit sérfræðinga í dag.  Þannig séð myndi Islam meika meira sens fyrir honum en trú kaþólikka og mótmælenda.

Þvílíkt bull!   Hann tók Biblíuna mjög alvarlega og ef hann trúði ekki á þrenninguna þá voru það líklegast Biblíuleg rök fyrir því. 

hula
Og munurinn liggur í hverju?  Að segja að Jesú sé guð flokkast undir hina heilögu þrenningu, faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi.

Sérðu ekki muninn?  Þú getur trúað að Jesú er Guð án þess að trúa að Guð sé Guð Faðir, Sonur og Heilagur Andi.  

Mofi, 17.9.2008 kl. 15:28

70 identicon

Mofi
Það var akkúrat Biblían sem leiddi okkur út úr myrku miðöldunum vegna þess að hún sagði að við gætum talað við Guð beint og við þyrftum ekki menn til að gefa okkur frelsun eða aðgang að himnaríki.  

Rangt, það voru vestræn gildi og mannleg sjónarmið sem tóku okkur úr myrkum miðöldum.. kuflar þurftu að beygja sig undir það.
Biblían ein og sér er líklega sú bók sem hefur kostað flest líf í allri mannkynssögunni... þú bara sleppir því að lesa þá kafla sem henta ekki fyrir þig

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:38

71 Smámynd: Arnar

Mófi:
Allur alheimurinn bendir til þess. Bara dæmið um flagellum mótorinn bendir sterklega til þess.  Þú getur hafnað því og vonað að eihvern tíman muni menn geta útskýrt þetta með darwiniskum leiðum en það er óheiðarlegt að segja að ekkert bendi til þess.

Það er búið af því mófi, meira að segja mörgum sinnum búið að benda þér á það en þú hafnar því algerlega.

Arnar, 17.9.2008 kl. 15:51

72 identicon

Newton was born into an Anglican family, and remained part of the Anglican establishment for the majority of his life. However, Newton's private religious views were not in line with Anglican doctrine.

According to most scholars, Newton was Arian, not holding to Trinitarianism. 'In Newton's eyes, worshipping Christ as God was idolatry, to him the fundamental sin'.As well as being antitrinitarian, Newton also rejected the orthodox doctrines of the immortal soul, a personal devil and literal demons Although he was not a Socinian he shared many similar beliefs with them. A manuscript he sent to John Locke in which he disputed the existence of the Trinity was never published

Það lýtur út fyrir að Newton sé í mínu liði en ekki þínu Halldór

Spurning hvort þú vilt ekki æla á eitthvað af verkunum hans núna

Sigmar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:10

73 identicon

Sorry... gleymdi heimild

http://en.wikipedia.org/wiki/Isaac_Newton's_religious_views

 Skemmtileg lesning

Sigmar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:11

74 Smámynd: Mofi

DoctorE
Rangt, það voru vestræn gildi og mannleg sjónarmið sem tóku okkur úr myrkum miðöldum.. kuflar þurftu að beygja sig undir það.
Biblían ein og sér er líklega sú bók sem hefur kostað flest líf í allri mannkynssögunni... þú bara sleppir því að lesa þá kafla sem henta ekki fyrir þig

Þú þarft aðeins að skoða mannkynssöguna; skoða hvað var að gerast á þessu tímabili til að sjá að það var einmitt þessi trú að Kaþólska kirkjan hefði ekki vald til að senda fólk til vítis sem losaði um hennar tök á almenningi.  Það sem tók þessi völd frá henni var mótmælendahreyfingin sem byggði sína trú á Biblíunni.

Afhverju þessi algjöra óheiðarlega neikvæði gagnvart öllu sem við kemur Biblíunni?  Þú virðist bara hata hana blint og það skiptir engu máli ef eitthvað gott tengist henni.

Arnar
Það er búið af því mófi, meira að segja mörgum sinnum búið að benda þér á það en þú hafnar því algerlega.

Nei, það er búið að koma með hörmulegar afsakanir gagnvart því augljósa.

hula
Já ég missti af kaldhæðninni, þar sem þú gerir þetta ansi oft.  Þrátt fyrir að vera kaldhæðni þá vísaðirðu ekkert frekar í hvað þú studdist við..

Hvað, dugar ekki fyrir mig að segja þér að lesa bara Biblíuna?  

hula
Hins vegar eru þessar "guðleysis afsakanir" um tilurð bakteríusvipna mun betri en þín tilgáta; "Guð gerði þetta af því bara".

Tilgátan er að það þarf vitsmuni til að skipuleggja heildar kerfið, vita að aðeins með alla partana rétt setta saman getur kerfið virkað.  Þetta er tilgáta sem er í samræmi við það hvernig mannkynið hefur búið til allar sínar flóknu vélar.  Enginn hefur búið til flókna vél byggða á darwiniskri þróun og enginn mun nokkur tíman gera það því það er svo mikil steypa.

hula
Segðu mér samt, hefur þú bíblíuleg rök fyrir þrenningunni og ef svo er, er það þá ekki dæmi um þversögn í bíblíunni, þ.e.a.s. ef Newton hafði líka bíblíuleg rök fyrir unitarianism (heitir það ekki það annars?)?

Nei, aðeins mismunandi skilningur.  Það þýðir ekki að Biblían kenni mismunandi staðreyndir varðandi Guð; aðeins að menn skilja hana mismunandi.   Ef það eru dæmi um vers sem menn telja þversagnakennd þá þarf að glíma við þau dæmi sér.

Mofi, 17.9.2008 kl. 16:15

75 identicon

Er þetta ekki dæmigert fyrir Mofa.

Þegar maður kemur með fullyrðingu þá biður hann um heimildir (so far so good). Þegar maður kemur með heimildirnar þá kvartar hann yfir magninu og biður um samantekt. Þegar maður kemur með samantekt þá hunsar hann hana.

Og svo byrjar hringurinn aftur.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:37

76 Smámynd: Arnar

Kallast málþóf, hann er bara að reyna að kæfa þig í bulli.  Og ef þú gefst upp þá heldur hann að það þýði að hann hafi rétt fyrir sér.

Mófi myndi sóma sér vel á þingi..

Arnar, 17.9.2008 kl. 16:41

77 identicon

Margur snillingurinn hefur þurft að fela vísindalegar niðurstöður vegna trúarbragða.
Ég er viss um að margir snillingar sögunnar hafa þóst trúaðir til þess að þeir gæti yfirhöfuð unnið

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:22

78 Smámynd: Mofi

hula
Ekki þegar margir túlka hana á allt annan hátt, bíblían er ekki nærri nándar eins nákvæm lýsing á einu né neinu og vísindarit.  Ég er farinn að hallast að því að þú hafir ekkert fyrir þér í þessu og Hitler og félagar séu meira en velkomnir í himnaríki svo lengi sem þeir meðtaka Jesú sem guð.

Það var leitt. Þú baðst um gögn og ég gaf þér gögn og samt kvartar þú.  Ég get bent þér á versin sem ég byggi þessa afstöðu á ef þú endilega vilt en þú vonandi skilur afhverju mér finnst ekki mikið til koma þegar einhver bendir á bók og segir mér að lesa hana bara, það sanni að hann hafi rétt fyrir sér.

hula
Eða með öðrum orðum;  "Guð gerði það af því bara".  Ekki þræta fyrir það.

Auðvitað þræti ég fyrir það því að þetta er ómerkileg afskræming!  Svona búum við til hluti, svona hönnum við.  Það hannar enginn með þessum hálfvitalegu yfirmáta heimskulegu darwinisku aðferð. Það hefur enginn skáldsögu hvernig eitthvað eins og flagellum mótorinn gat orðið þannig til og engum dettur í hug að reyna að nota þá aðferð til að hanna flóknar vélar.  

Ég hata þessa heimsku af öllum lífs og sálar kröftum; þetta er það ógeðslegasta sem ég veit um.

hula
Mér finnst mjög athugavert að bók innblásin af skapara alls sem er sem leiðbeiningar um hvernig hann fór að því og hvernig men eigi að haga lífinu geti virkilega verið túlkuð á jafn mismunandi hátt og raun ber vitni.

Það ber því aðeins vitni að fólk er mismunandi; fólk vill ráða en ekki láta Guð ráða.  

hula
Það lítur allt út fyrir það að hugsuðurinn mikli uppfylli ekki kröfur Halldórs til kristinna.

Hefur einhver komið með gögn sem styðja að Newton hafi álitið að Kristur væri ekki Guð?  

hula
Það verður skemmtilegt að minna hann á það næst þegar hann kemur með þessa appeal to authority þvælu aftur.

Eina sem ég geri er að koma með mótrök þegar þið komið með þessa rökvillu. Þá svara ég með því að benda á að margir kristnir einstaklingar hafa lagt af mörkum til vísindanna svo ykkar rör rökvilla gengur ekki upp. Óþolandi óheiðleikinn sem þú sýnir hérna og enn og aftur er ég búinn að fá upp í kok af viðbjóðnum í þér.

Hér með bannaður og ætla að biðja þá hjá mogganum að gera eitthvað til þess að ég þurfi ekki að sjá þig aftur hérna.

DoctorE
Margur snillingurinn hefur þurft að fela vísindalegar niðurstöður vegna trúarbragða.
Ég er viss um að margir snillingar sögunnar hafa þóst trúaðir til þess að þeir gæti yfirhöfuð unnið

Eins og Albert Einstein þegar hann áttaði sig á því að hans niðurstöður bentu til þess að alheimurinn væri ekki eilífur heldur hefði byrjun.  Það stangaðist á við hans trúarskoðun að Guð væri ekki til og að alheimurinn væri eilífur.  Hann að vísu breytti faldi ekki sínar hugmyndir heldur aðlagaði þær að hans trú sem kemur nokkvurn veginn út á hið sama.

Mofi, 17.9.2008 kl. 17:34

79 identicon

Ætlar þú ekkert að commenta á það sem ég benti á varðandi trúarskoðnir Newtons - skv orðum þínum um mig þá er hann í besta falli með trúarskoðanir á við heimskt grunnskólabarn

Viltu þá ekki fjarlæga hann af listanum þínum góða?

Sigmar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:58

80 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mofi: "Svo þú treystir því fyrir þínum eilífu örlögum, þú um það en ég vil þér betri örlög."

Visindasamfelagid er ekkert ad velta minum crlcgum serstaklega fyrir ser. Og se til Gud, eru yfirgnaefandi likur a ad hann se ekkert i likingu vid thad sem karlar i kuflum diktudu upp fyrir thusundum ara.

Páll Geir Bjarnason, 17.9.2008 kl. 18:51

81 Smámynd: Zaraþústra

Hvað er tilgangur og hvers vegna þarf maður hann?

Zaraþústra, 18.9.2008 kl. 01:47

82 Smámynd: Mofi

Sigmar
Ætlar þú ekkert að commenta á það sem ég benti á varðandi trúarskoðnir Newtons - skv orðum þínum um mig þá er hann í besta falli með trúarskoðanir á við heimskt grunnskólabarn

Viltu þá ekki fjarlæga hann af listanum þínum góða?

Það er ekkert heimskt við að trúa að Jesú er ekki Guð. Það er fáfræði að kannast ekki við að það er það sem kristnir trúa.  Þú hefur síðan ekki komið með nein gögn því til staðfestingar að Newton trúði ekki að Jesú er Guð.

Sveinn
Menn hafa bent á margt annað en bækur hérna, líka greinar og vefsíður sem þú neitar að skoða.

Kjaftæði Sveinn og þú veist það.

Sveinn
Hvernig hannaði hönnuðurinn þetta allt saman?  Geturðu svarað því?  Hvers vegna hannaði hönnuðurinn þetta allt saman?  Geturðu svarað því?  Hvernig geta menn fundið það út?

Guð er frumorsökin og ég trúi því að Hann vilji samfélag við okkur mennina. Menn komast að þessu í trú en ekki í einhverri þekkingu.

Sveinn
Segðu mér, trúir þú að sköpunin sé fullkomin?

Nei, hún er fallin og eins og annað sem er hannað og við höfum reynslu af þá getur frábær hönnun hrörnað og það er það sem við sjáum í náttúrunni í dag.  Við sjáum leyfar af því frábæra ásamt afleiðingum hrörnunar.

Sveinn
Enda erum við ekki að tala um vélar heldur lífið, það er grundvallarmunur á sem þú neitar að horfast í augu við.

Það er enginn munur á og það er eitthvað sem þú neitar að horfast í augu við.  Þegar þú setur saman hundruði hluta til að virka eins og vél þá er ekkert að því að kalla þetta vél.  

Sveinn
Westfall, Richard S. (1994). The Life of Isaac Newton. Cambridge: Cambridge University Press.

Þetta er eins og að benda á Biblíuna eða bókasafn máli sínu til stuðnings. Finnið þið félagirnir þá setningu eða kafla sem þessi trúarskoðun Newtons kemur fram og þá hafið þið komið með gögn ykkar máli til stuðnings.

Mofi, 18.9.2008 kl. 12:40

83 Smámynd: Mofi

Sveinn
Ergo:  Newton var ekki kristinn.

Kannski var hann vel í jaðrinu og væri gaman að lesa hans rök fyrir þessari afstöðu. Hann samt trúði á Biblíulega sköpun sem er aðal punkturinn með því að nefna hann sem vísindamann sem lagði mikið af mörkum til vísinda.

Sveinn
Ég er búinn að því.

Ekki að mínu mati.  Ekki segja mér, ef ég fer inn á bókasafn og leita þá mun ég komast að því að þú fórst með rétt mál?

Sveinn
Nei ég segi það dagsatt, undanfarið hef ég margsinnis orðið vitni að því að þú viljir ekki skoða vefgreinar sem þér er bent á, t.d. á þessu bloggi varðandi Egyptaland og á blogginu hans Svans baháía (?) þar sem þú skoðar ekki grein um gíraffa sem aðeins tekur nokkrar mínútur að skoða.

Ef þú átt við einhverjar bækur þá já, ég las þær ekki.  Ég fór yfir allar þessar greinar um Egyptaland sem Sigmar kom með og ég las sömuleiðis greinina um gírafana.

Sveinn
Og þess vegna er sköpunarhyggja ekki vísindi.

Það er önnur spurning, annað umræðuefni.  Sköpun er ályktun út frá bestu mögulegu þekkingu, þekking á kerfum í náttúrunni, þekking á stökkbreytingum og þekking á hvernig vitsmunaverur fara að því að hanna. 

Sveinn
Við erum hins vegar, ólíkt guði, ófullkominn.  Hefði fullkominn hönnuður gert fullkomna sköpun sem gæti ekki bilað?

Ég tel það; annars væri engin þörf á honum ef sköpunin hafði engin þörf lengur fyrir hann.

Sveinn
Já þú leyfir þér óneitanlega að kalla allan fjandan hvað sem er eftir hentugleika.  Verst þó að orðin "virka eins og vél" er nánast merkingarlaust.  Lyfjaónæmi baktería virkar líka "eins og vél"

Þú virðist ekki einu sinni skilja hver umræðan er varðandi það að bakteríur öðlast ónæmi við lyfjum.  Endilega lestu þessa grein svo ég þurfi ekki að sjá þessa pirrandi fáfræði aftur, sjá: Antibiotic Resistance of Bacteria: An Example of Evolution in Action?

Sveinn
According to most scholars, Newton was Arian, not holding to Trinitarianism. 'In Newton's eyes, worshipping Christ as God was idolatry, to him the fundamental sin'.

Var þetta svona erfitt?  Takk, þetta eru ágætlega sannfærandi.

Sveinn
Og já, hvað sögðu gæjarnir hjá Mogganum?

Ekki svarað mér ennþá.

Mofi, 18.9.2008 kl. 13:41

84 identicon

Það er ekkert heimskt við að trúa að Jesú er ekki Guð. Það er fáfræði að kannast ekki við að það er það sem kristnir trúa

Þetta svar var viðbrögð mín við því að þú varst enn einusinni að segja við mig sama hlutinn þó að ég væri marg búinn að útskýra mína aftöðu hérna áður... kaldhæðni semsagt - ég viðurkenni þó að hún var illa sett fram.

Þú hefur síðan ekki komið með nein gögn því til staðfestingar að Newton trúði ekki að Jesú er Guð

- Ég kom með link

- Samantekt af texta þar sem það kemur fram

- Og svo er vísun í bókina þar sem það er talað um þetta... gefin út af einni virtustu háskólastofnun Bretlands

Hvað viltu meira? Upptöku af Newton að segja þetta?

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:46

85 Smámynd: Mofi

Sveinn
Ætlastu í alvöru til að ég lesi um líffræði á þessari áróðurssíðu?  Á ég að þurfa að telja upp stefnu þessa vefs?  Þú veist hver hún er og segist vera ósammála henni, þá ættir þú að hætta að vísa í hana þar sem hún er greinilega biased og ekki treystandi til að taka vísindalega afstöðu til eins né neins
Rök eru rök og gögn eru gögn; sama hvað það er sem fólk trúir. Nema þú ætlar að halda því fram að þeir eru að ljúga.  Þú hefðir gott af því að lesa þetta svo þú myndir eiga séns á því að skilja þetta en þú virðist ekki hafa neinn áhuga á skilningi; bara að rakka niður eitthvað sem þú hatar.

Mofi, 18.9.2008 kl. 14:10

86 Smámynd: Mofi

Sveinn
Já ég ætla að halda því fram að þeir eru að ljúga.

Þú um það en þá hlýtur þú að álykta hið sama um mig svo tilgangslaust að þú ert eitthvað að tjá þig hérna meira.

Sveinn
En hvað hefurðu fyrir þér að Newton aðhylltist biblíulega sköpun?

Afþví að hann sagði hluti eins og þessa hérna:

Isaac Newton
I have a fundamental belief in the Bible as the Word of God,
written by men who were inspired.  I study the Bible daily.

Isaac Newton
All my discoveries have been made in an answer to prayer.

Mofi, 18.9.2008 kl. 14:29

87 identicon

Að tala í sífellu um vísindamenn sem voru uppi fyrir 150+ árum sem sköpunarsinna máli sínu til stuðnings er álíka fíflalegt og að tala um alla þá sem voru uppi á íslandi fyrir 150+ árum sem súrmatssinna og nota það sem rök fyrir ágæti súrmetis

Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir daga þróunarkenningarinnar Halldór

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:08

88 Smámynd: Mofi

Enda snýst málið ekki um það Sigmar. Eina sem þetta á að sýna fram á er að menn geta trúað á Guð og sköpun og lagt mikið af mörkum til vísinda. Þetta bara svar við ad hominem árásum á þá sem trúa sköpun.

Mofi, 18.9.2008 kl. 15:20

89 identicon

Sjáðu nú til Halldór - það hefur enginn sagt að sköpunarsinni sem starfar að vísindum geti ekki lagt sitt af mörkum til vísindanna... maður sem hinsvegar stundar rannsóknir sem miða að þvi að "sanna" sköpunarsöguna gerir það ekki

Tökum Louis Pastour sem dæmi

Tengdust rannsóknir hans á bóluefnum sköpunarsögunni eitthvað?

Sá sem finnur lækninguna við Aids mætti trúa því að hundur nágrannans sé guð endurfæddur.... það hinsvegar þýðir ekki að hann hafi rétt fyrir sér

Svo er alveg merkilegt hvernig þú skautar framhjá þeirri staðreynd að á þessum tíma þá voru vísindamenn einfaldlega hræddir við kirkjuna og sögðu bara já og amen svo þeir fengju að stunda sínar rannsóknir í friði

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:56

90 Smámynd: Mofi

Sigmar
Sjáðu nú til Halldór - það hefur enginn sagt að sköpunarsinni sem starfar að vísindum geti ekki lagt sitt af mörkum til vísindanna... maður sem hinsvegar stundar rannsóknir sem miða að þvi að "sanna" sköpunarsöguna gerir það ekki
Allar rannsóknir á heiminum upplýsa okkur um eitthvað sem getur vel varpað ljósi á hvort að darwinismi hefur rétt fyrir sér að hvort að sköpun sé rétta svarið.

Sigmar
Tökum Louis Pastour sem dæmi

Tengdust rannsóknir hans á bóluefnum sköpunarsögunni eitthvað?

Ekki sköpunarsögunni en sköpun. Allar rannsóknir á sköpunarverkinu tengjast þessu máli. Í hans tilfelli þá var það hans rannsóknir sem sýndu fram á að hugmyndin að líf kvikni af sjálfu sér gerist ekki.

Sigmar
Sá sem finnur lækninguna við Aids mætti trúa því að hundur nágrannans sé guð endurfæddur.... það hinsvegar þýðir ekki að hann hafi rétt fyrir sér

Gamana að heyra að þú skilur að vísindamenn geta haft mismunandi trúarsannfæringar.

Sigmar
Svo er alveg merkilegt hvernig þú skautar framhjá þeirri staðreynd að á þessum tíma þá voru vísindamenn einfaldlega hræddir við kirkjuna og sögðu bara já og amen svo þeir fengju að stunda sínar rannsóknir í frið

Ef við skoðum mann eins og Galileó þá var ástæðan sem hann gaf fyrir sinni vinnu og sannfæringu sú að Kaþólska kirkjan væri að skaða trúverðugleika Biblíunnar og leið fyrir það. Að láta ekki undan sannfæringu vísindasamfélags þess tíma ásamt klerka stéttinni.  Það er ótrúlegt að einhver sem segist trúa á Guð skuli síðan efast um að menn sem sögðust trúa á Guð og vilja kalla þá lygara.  Ástæðan fyrir að fólk hefur trúað að Guð er til er sköpunarverkið. Þú virðist telja það rökrétt að menn trúa að Guð hafi ekki skapað en samt álykta að Guð sé til.  Trúa án þess að hafa ástæðu fyrir því?  Það væri vitsmunalegt sjálfsmorð og ekkert annað!

Mofi, 18.9.2008 kl. 16:48

91 identicon

Í hans tilfelli þá var það hans rannsóknir sem sýndu fram á að hugmyndin að líf kvikni af sjálfu sér gerist ekki.

Hvernig tengist sú rannsókn hans bólefna og gerla rannsóknum?

Gamana að heyra að þú skilur að vísindamenn geta haft mismunandi trúarsannfæringar.

Hef ég einhvern tíma haldið öðru fram?  Eins og ég hef margoft bent á þá eru vísindarannsóknir trúarlega hlutlausar og hver sá vísindamaður sem heldur því þannig má trúa nákvæmlega hverju sem hann vill - svo lengi sem sú trú blandast ekki inn í rannsóknir hans.

Það er ótrúlegt að einhver sem segist trúa á Guð skuli síðan efast um að menn sem sögðust trúa á Guð og vilja kalla þá lygara.  Ástæðan fyrir að fólk hefur trúað að Guð er til er sköpunarverkið. Þú virðist telja það rökrétt að menn trúa að Guð hafi ekki skapað en samt álykta að Guð sé til.  Trúa án þess að hafa ástæðu fyrir því?  Það væri vitsmunalegt sjálfsmorð og ekkert annað!

Fastir liðir eins og venjulega hjá þér

Þessu hef ég og fleiri svarað oftar en ég kæri mig um að rifja upp

En svona einusinni enn.... það að trúa á Guð, þrenninguna eða sköpunina er algjörlega ótengt vísindarannsóknum

Ef vísindin komast að þeirri niðurstöðu að lífi hafi þróast á miljónum ára.. þá er það vegna þess að Guð skapaði það þannig

Það að afneita öllu sem stangast á við biblíunnar orðanna hljóðan er ekki og verður aldrei talin vísindi

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:16

92 identicon

Því biblían eins og þú veist.. er skrifuð af mönnum - ekki af guði

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:17

93 identicon

Að sjá þann eina tilgang með lífi sínu sem það að lifa að eilífu í paradís er hámark sjálfselskunnar.
Þarna spila trúarbrögðin inn á eitt það versta eðli mannsins, sjálfselskuna.

Er ekki frábært hversu einföld trúarritin eru og í leiðinni hversu skríbentar þessari rita þekktu vel inn á mannseðlið :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:09

94 Smámynd: Kári Gautason

Skiptir ekki máli hvað við gerum, breytir engu. En hinsvegar um leið og við áttum okkur á hvað þetta er tilgangslaust þá er hægt að skemmta sér við allt.

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Myth_of_Sisyphus

Kári Gautason, 18.9.2008 kl. 19:24

95 identicon

Biblían var skrifuð af mönnum, en vísindin saman standa af þekkingu manna og geta því ekki orðið neitt merkilegri en hvað annað sem þú kýst að sjá.

Einusinni hélt þekking "manna" því fram að jörðin væri flöt og miðja alheims...

Í dag segir þekking "manna" okkur annað og við vitum betur

Þetta er því afar slöpp röksemdarfærsla

.... biblían er já skrifuð af bronsaldarmönnum

Þekking okkar í dag samanstendur af sömu þekkingu og þessir bronsaldarmenn höfðu - að viðbættri 3000 ára þekkingarsöfnun síðan.

Annars skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara með restinni af því sem þú sagðir

Það er ekki eylífa lífið sem biblían lofar sem að ég lifi fyrir. Hámark sjálfselskunnar? uhm,nei

Trúað fólk... og þá sérstaklega ofsatrúarfólk veltir sér samt alveg rosalega mikið upp úr dauðanum í stað þess að einbeita sér að lífinu

Ég get alveg lofað þér því að sé Guð til þá mun hann ekki refsta þeim sem reyna eftir fremsta megni að njóta lífsins í sátt og samlyndi við annað fólk í stað þess að prjóna biblíuna fasta við lærið á sér og lesa hana spjaldanna á milli allan daginn

Hafi hann (Guð) gefið út þessa bók á sínum tíma, þá er ég þess nokkuð viss að tilgangurinn var ekki sá að fólk liti aldrei út fyrir síður þess

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:47

96 identicon

Verð ég að segja þetta aftur, ok.
Ef svona almáttug vera er til og hún er með einhver skilyrði fyrir inngöngu í eitthvað paradísardæmi... þá er ég ansi hræddur um að ofsatrúarfólkið komist alls ekki inn.
Að segja að skilyrðin séu eins og biblían og önnur rit segja, er að segja að guðinn sé eiginlega alger LAMER.
Þroski og annað væri það sem slík vera myndi vilja... ekki höfðingjasleikjur og jámenn

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:59

97 identicon

Allt þetta Halldóra breytir ekki þeirri staðreynd að það eru engin rök að gera lítið úr vísindamönnum nútímans með því að líkja þeim við menn sem voru uppi fyrir 3000 árum

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:54

98 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi minn. Tilgangur gefur til kynna að lífið hafi markmið. Eitthvað eitt eða afmarkað, sem ber að stefna að. Enginn hefur svarað því enn hvert það markmið er, eða réttara sagt svo mörg svör eru við því að ekkert er marktækt né betra öðru.

Lífið getur verið skrítið og skemmtilegt og þrautarganga einnig, hvort sem þú hefur unnið til þess eður ei. Þannig er það bara, ekkert norm er til. Frjáls vilji er algerlega ofmetið hugtak t.d. og hafa menn fært ágæt rök fyrir að hann sé ekki til. Allt sem þú hugsar og gerir á sér orsök í öðru. Eðlishvatir, orð og gjörðir annarra, veðrið og n´ttúruöflin, dagur, nótt, sumar vetur. Allt ræður þetta vegi okkar og meira til. Allt sem við getum gert er að setja okkur markmið. Forðast illt (það vilja allir) Elskaog vera elskaður (allir) Menntast (flestir) Lifa lengi við góða heilsu (flestir) Hafa nóg og skorta ekki. (Allir nema þeir sem telja andstæðuna dyggð)  Eignast börn, sem færa manni ljós í ellina, flytja erfaefnið til framtíðar. Á lífræðilegum grunni er hið síðasta kannski höfuðtilgangurinn. Annað hef ég nefnt sem dæmi um persónulegan tilgang.

Kannski er svarið bara að lifa lífinu, eins og maður segir. Fá sem mesta gleði og jafnvægi á vegferðinni.

Svarið er máske í þeim orðum sem þú vitnar í. Máske er það vísbending um að vera í núinu, þar sem lífið á sér stað, njóta þess og gera sitt besta á hverju augnabliki, í stað þess að velta sér upp úr áhyggjum af því sem ekki er komið og kemur eða kemur ekki og leysist ekki fyrr en það kemur. Hafa ekki hugann í hörmum og glöpum fortíðar og hugsa "Ef ég hefði eða hefði ekki..." Því verður ekki breytt sem liðið er og engin not fyrir það en lærdómur til betri vegs.

Kannski var kristur þinn að segja: Lifðu í núinu. Þar á lífið sér stað. Ekki á morgun og ekki í gær.

Kannski er það ástæða þess að vitnað er í þau orð hann að maður bæti ekki spönn við æfi sina með áhyggjum. Kannski var það líka meining hans með að benda á liljur vallarins.

Þú ættir að prófa að lesa orð hans með þetta í huga. Þá færðu kannski svar um tilgang lífsins. Annars held ég að svarið sé í þér og þín að velja. Ég á svo mitt svar, sem ég reyni að hegða mér eftir. Það að ég ræð litlu um veg minn í stóru samhengi, en get vandað mig í núinu. Að þegar ég dey, þá dey ég og á ekkert annað líf. Það hjálpar manni betur að meta það sem maður hefur og að reyna að gera sem mest úr því.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2008 kl. 01:21

99 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta með þjáninguna: Vissulega hefur þjáningin praktískan tilgang. Við verðum vitni að henni og reynum sjálf og metum því betur þegar sátt og jafnvægi ríkir. Er tilgangur með dauða barna og saklasra í náttúruhamförum og sóttum? Tæpast fyrir fórnarlambið, en fyrir okkur. Við erum sáttari með kringumstæður okkar og þakklátari. (Þá tala ég um þakklætið sem tifinningu um sátt og fullnægju en ekki kvöð, né ástæðu til að smjaðra fyrir óræðu almætti)

Öll finnum við þó til með hörmungum af því að við tengjum það við okkar örlög, fáum innlit í fallvaltleikann.  Margt í lífinu sjálfu hefur tilgang og oftast er hann ansi sjálfmiðaður, þótt oftast sé það ómeðvitað. Þeir einu sem ég skynja meðvitaða sjálfmiðun hjá í miklu og augljósu mæli eru ófurtrúaðir. Þetta snýst allt um þetta grunneðli alls lífs "survival instinct" ást á afkvæmum er jafnvel sprottin úr þessari innbyggðu sjálfmiðun.

Er trúlausum sama um framtíðina? Aldeilis ekki, það er í eðli okkar að hyggja að henni fyrir okkar fólk. Mér er langt í frá sama um framtíðina og það vekur mér óhug þegar trúbræður þínir hlakka yfir undirgangi heimsins á þeim grunni einum að þeir fái einhver ímynduð forréttindi til eilífðar.

Varðandi þróun eða sköpun. Þetta kemur því ekkert við. Það yrði enginn ljósari tilgangur með lífinu, hvort sem yrði ofaná. Raunar var það staðfest fyrir þó nokkru síðan að þróunarkenningin er staðreynd og tæpast kenning lengur. Það hefur máske farið framhjá þér eða þú lætur sem svo allavega.

En segjum svo að tilvist guðs yrði staðfest á morgun og að sköpunarkenningin (sem raunar er ekki kenning og var ekki sett fram sem slík) verði ofaná. Heldur þú að það myndi breyta einhverju með gang lífsins og mannlegt eðli? Væri það kannski augnabliks kokhreystisaugnablik fyrir þig, þar sem þú segðir: "Sko, sagði ég ekki!?" og svo ekki söguna meir?

Ef þú telur að þetta myndi einhverju breyta, þá endilega bloggaðu um það. Segðu okkur hvað myndi breytast?  Segðu okkur hvernig lífið á jörðinni yrði.

Just for the heck of it. Komdu með kenningu. Hypothesu....

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2008 kl. 01:49

100 identicon

Halldóra það eru margir staðir í biblíu sem má lesa út flata jörð... að menn geti klifrað upp á fjall og séð allan heiminn... það eru ótal svona dæmi sem sýna og sanna að bókin er 100% manngert dæmi, púra spekúleringar óupplýstra fornmann... jörðin stendur á súlum í djúpinu... við erum í hálfkúlu bbla bla bla.
Ég veit vel að Mofi mun túlka þetta á annan máta... en þetta er samt svona

Þó við vitum bara um líf hér á jörðinni þá gerir það okkur ekkert merkilegri... við einfaldlega vitum ekki um annað EN það er klárt mál að í öllum þeim skrilljónum af sólkerfum og óravíddum er alveg örugglega annað líf.
Að það sé einhver skynsemi í svona bókum er einnig óhjákvæmilegt, það er skynsemi í Litlu gulu hænunni 4 gods sake

DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:36

101 identicon

Þá hef ég verið að misskilja þig og biðst afsökunar

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:42

102 Smámynd: Arnar

Halldóra:
Náttúruvísindamennirnir okkar standa og æpa gervivísindi ef að einhver vogar sér að halda því fram að eh óútskýrt yfirnáttúrulegt sé til.

Af því að hið yfirnáttúrulega er ómælanlegt.  Það er ómögulegt að hafna því og það er ómögulegt að staðfesta það.  Vísindi geta ekki byggst á einhverju ómælanlegu.

Arnar, 19.9.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband