Hvað segir Biblían um tíma endalokanna?

Hvað segir Biblían um tíma endalokanna

Þegar maður horfir á heiminn í kringum sig og hvernig margt er að þróast þá lítur það ekki út fyrir að þessi heimur getur haldið áfram í mjög langan tíma í viðbót. Hvort sem maður skoðar mengun, vatnsskort, fólksfjölgun, stríð milli kristinna og múslima eða hin vinsæla hlýnun jarðar. Ef maður er heiðarlegur þá er ekki hægt að neita því að ástandið er dökkt. Ekki nema von að íslendingar eru svartsýnni í dag en áður eins og kannanir hafa leitt í ljós.

Alveg eins og við viljum vita hvað mun gerast í framtíðinni þá á tímum Jesú þá vildu lærisveinar Jesú vita hvað myndi gerast í framtíðinni og þá sérstaklega um endalok tímanna og hvenær Jesús kæmi aftur.  

Matteusarguðspjall 24
3Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“

Svarið sem Jesús gefur er mjög áhugavert og Hann talar um að við getum þekkt tákn tímanna, hvenær endurkoma Krists er nálægt og endalok þessa hrörnandi heims.

Matteusarguðspjall 24
4Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

Það sem ber að athuga sérstaklega er að Jesús lýsir þessum merkjum við fæðingahríðir. Þeir sem þekkja hvernig það er þegar kona fæðir barn þá fær hún hríðir sem aukast sífellt þegar nær dregur fæðingunni. Hríðirnar verða sársaukafyllri og tíðari eftir því sem nær dregur. Svo þau atriði sem Jesús nefnir sem munu aukast á tímum endalokanna eru eftirfarandi:

  • Stríð
  • Hungursneið
  • Landskjálftar
  • Fals Kristar
  • Lögleysi mun aukast

Stríð  
Síðasta öld var sú blóðugasta í sögu mannkyns, fleiri dóu í stríðum þá öld en síðustu tuttugu aldir samanlagt. Engin spurning að þetta tákn á við okkar tíma.  Skuggalegt að hugsa til þess hvað myndi gerast ef þessi kynslóð færi í stríð með öflugri vopn en hafa nokkur tíman verið til.

Hungursneið
Aldrei fleiri í sögunni hafa þurft að líða hungur og í dag en það er talið að um 1/3 mannkyns líði matarskort og það lítur ekki út fyrir að það muni skána í framtíðinni.

Landskjálftar
Þótt að við höfum takmörkuð gögn um landskjálfta fyrir 1800 og aldrei jafn mikið fylgst með landskjálftum og í dag. Hvort að aðeins það útskýri fjölgun landskjálfta veit ég ekki en stórir skjálftar sem valda miklu manntjóni eru fleiri núna en áður, bara landskjálftinn/flóðbylgjan á jóladag sem drap um 275.000 manns olli meira tjóni en áður í sögunni.

Lögleysi
Menn verða líklegast að meta þetta sjálfir en mér finnst þetta augljóslega eiga við okkar tíma. Listi yfir vandamál í skólum í kringum 1960 innihélt atriði eins og tala hátt í tímum, hlaupa á göngum og ryðjast fram fyrir í röð. Í dag eru þau vandamál sem kennarar í mörgum skólum glíma við atriði eins og drykkja, eiturlyf, sjálfsmorð og ofbeldi.

Fals kristar
Menn eins og Jim Jones, David Koresh og fleiri hafa sett tóninn. Þegar það eru sex miljarðar manna á jörðinni þá er óhjákvæmilegt að margir fals kennarar og fals kristar fleiri en nokkru sinni áður.

En Jesús heldur áfram að lýsa þeim táknum sem myndu einkenna tíma endalokana.

Matteusarguðspjall 24
29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast.

19. maí 1780 er kallaður hinni dimmi dagur þar sem þetta rættist, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/sun_darkness.asp
Árið 1833 sáu menn ótrúlegt stjörnufall sem endist í marga klukkutíma, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/falling_stars.asp

Annað sem átti að gerast rétt fyrir endalokin er þetta:

Matteusarguðspjall 24
14Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.

Í dag þá er Biblían þýdd á yfir 900 tungumál og mállýskur og talið að um 95% af mannkyni hafi aðgang að boðskapi Biblíunnar. Það eru einnig stofnanir sem hafa þann einann tilgang að þýða og dreifa Biblíum svo það er ekki langt í að allir á jörðinni hafa heyrt um fagnaðarerindið.

Spámaðurinn Daníel hafði líka margt áhugavert að segja um tíma endalokanna. 

Daníel 12
4En leyndu þessum orðum, Daníel, og innsiglaðu bókina þar til dregur að endalokum. Menn munu leita víða og skilningur þeirra mun aukast.“

Flestar þýðingar tala um að þekking muni aukast og þekking okkar á vísindum hefur aukist gífurlega síðustu tvö hundruð ár eða svo. Fáum að vísu nokkur mínus stig fyrir darwinisma en samt er almenn aukning þrátt fyrir Darwin og félaga. Annað sem Daníel minnist þarna á er að hans eigin bók verði innsigluð þangað til að endalokin nálgast en það er tiltulega nýlega að menn byrjuðu aftur að rannsaka Daníelsbók og hvað þá skilja hana.

Annað sem Daníel spáði fyrir um sem er mjög áhugavert er spádómurinn um nokkur heimsveldi sem táknuð eru með styttu í mismunandi hlutum. Í Daníel 2 er styttunni líst og í Daníel 7 eru heimsveldin nefnd á nafn. Þessi spádómur segir að á tímum sundraðar rómar sem er Evrópa í dag að þá mun Guð koma og setja á stofn sitt ríki.

Á öðrum stað talar Páll um hvernig fólk verður á hinum síðustu dögum og kannski sérstaklega fólk sem þykist vera kristið.

Síðara Tímóteusarbréf 3
1En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, 3kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, 4sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. 5Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.
6Úr hópi þeirra eru mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar og leiðast af margvíslegum fýsnum. 7Þær eru alltaf að reyna að læra en geta aldrei komist til þekkingar á sannleikanum.

Persónulega finnst mér þetta góð lýsing á hvernig fólk er almennt orðið í þessum heimi.

Pétur postuli talar einnig um hina síðustu tíma og sagði þetta:

Síðara Pétursbréf 3
3Þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar.“ 5Viljandi gleyma þeir því að himnar og jörð voru til forðum. Guð skapaði þá með orði sínu og jörðin reis upp úr vatni og hvíldi á vatni. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim sem þá var svo að hann fórst.  

Sú hugmynd að nútíminn er lykillinn að fortíðinni er tiltulega nýleg hugmyndafræði sem lögfræðingur að nafni Charles Lyell kom fyrstur með. Aldrei hafa guðleysingjar og Darwinistar verið jafn hávær og fjölmennur hópur eins og í dag sem afneita að flóð gékk yfir jörðina og spotta þá hugmynd að Jesús komi aftur. Þessi orð Péturs passa óþægilega mikið við okkar tíma.

Það að þessi heimur mun ekki endast mikið lengur er ekki aðeins eitthvað sem maður fær frá Biblíunni heldur margir menn sem eru ekki kristnir hafa dregið þá ályktun aðeins með því að horfa á ástandið í heiminum.

En kristnir eiga ekki að líta þetta sem eitthvað ógnvænlegt heldur það sem þeir hafa vonað eftir. Þann dag mun Guð enda öll stríð og sjúkdómar og þjáning verður ekki lengur til. Vonin sem hinn kristni einstaklingur hefur er að Guð mun búa til nýjan heim þar sem er engin kvöl, ekkert óréttlæti og dauðinn ekki framar til.

 

Hérna er síðan video sem útskýra hvað Opinberunarbókin segir hvað muni gerast rétt fyrir endalokin: Atburðir endalokanna

 


mbl.is Vekja athygli á heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mofi mofi mofi mofi mofi minn.... comon þú ert ekki 5 ára ha.
Þetta sem þú sýnir okkur er typical fyrir hvaða dómsdagsspámann sem er...

Ef ég væri að búa til cult þá myndi ég gera eitthvað svipað.. og ég myndi segja að það myndu koma tímar þar sem menn yrðu afhuga mér bla bla bla
Þetta er bara einföld formúla mofi minn... GROW UP 

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorirðu að minnast á þetta, minn kæri? Veiztu ekki, að það þykir í fínu kreðsunum núorðið augljóst og sjálfkrafa merki um heimsku, trúaröfgar og ofstæki að telja, að heimsendir geti dunið yfir mannkynið?

Þetta fólk þekkir ekki sinn Krist, og getur ástæðan verið önnur en sú, að það hefur ekki fundið sinn Krist? – a.m.k. sízt af öllu hinn raunverulega Krist.

Þú átt heiður skilinn fyrir að minna á hans óvefengjanlegi orð. Gott að hafa byrjað á því hér strax í upphafi. Svo mæta hinir á sviðið, sem rífast í þér endalaust um þetta, þræta og sverja fyrir, hæðast og gusa úr sér stóryrðum, en geta naumast leynt því, að grundvallarástæðan fyrir höfnun þeirra er sú, að þeir hafna kennivaldi Krists og hans guðdómsþekkingu.

En við, sem kristin erum, höldum okkur staðfastlega við hina heilnæmu kenningu, eins og trúsyskin okkar hafa gert frá upphafi. "Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok" (I. Kor. 7.31). "En þann dag veit enginn" nema Guð einn.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og vitaskuld var ég ekki búinn að senda þetta fyrr en mesti og lúsiðnasti trúarhafnarinn var búinn að birta hér mestu speki sína – GEGN orðum Krists, en engra tilbúningsmanna.

Jón Valur Jensson, 10.9.2008 kl. 11:00

4 identicon

Það er nú ótillitssamt af kristnum mönnum að vera að dreifa fagnaðarerindinu svona ef það leiðir til heimsendis.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Arnar

Svona mófi, út með það, gefðu okkur dagsetningu og tíma :)

Arnar, 10.9.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Þorirðu að minnast á þetta, minn kæri? Veiztu ekki, að það þykir í fínu kreðsunum núorðið augljóst og sjálfkrafa merki um heimsku, trúaröfgar og ofstæki að telja, að heimsendir geti dunið yfir mannkynið?

Held að við erum komnir með það þykkan skráp að við vitum að skítkastið og móðganirnar er fastur fylgifiskur þess að tjá sig um flest öll mál frá kristilegu sjónarhorni.   Væri gamna að skoða hvað mönnum fannst vera ofstæki fyrir hundrað árum síðan.  Væri gaman að vita hvort að t.d. að halda því fram að svertingjar væru jafnir hvítu fólki hafi ekki verið dæmi um öfgar fyrir hundrað árum síðan.   Í dag þá vill sumt fólk kalla það öfgar að vilja ekki rífa sundur ófædd börn... heimurinn er sannarlega orðinn pervertískur svo ekki sé meira sagt.

Jón Valur
En við, sem kristin erum, höldum okkur staðfastlega við hina heilnæmu kenningu, eins og trúsyskin okkar hafa gert frá upphafi. "Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok" (I. Kor. 7.31). "En þann dag veit enginn" nema Guð einn.

Takk fyrir gott innlegg og hárrétt að minna á það að enginn veit daginn né stundina.  Arnar þú vonandi tókst eftir þessu :) 

Jón Valur
Og vitaskuld var ég ekki búinn að senda þetta fyrr en mesti og lúsiðnasti trúarhafnarinn var búinn að birta hér mestu speki sína – GEGN orðum Krists, en engra tilbúningsmanna.

Maður ætti að banna hann, aðalega vegna þess að hann segir aldrei neitt málefnalegt. Hann bara endurtekur sömu innihaldslausu frasana aftur og aftur. 

Óli Gneisti
Það er nú ótillitssamt af kristnum mönnum að vera að dreifa fagnaðarerindinu svona ef það leiðir til heimsendis

Frekar byrjunin á nýjum heimi þar sem sorg, þjáning og illska er ekki til. Það væri ótillitsamt af kristnum að boða ekki af eins miklum þrótt og hægt er til að hið nýja líf megi byrja.  Það er náttúrulega sorglegt að fínn gaur eins og þú viljir ekki þátt í því en þitt er valið og þó sorglegt er þá verður maður að virða það.

Mofi, 10.9.2008 kl. 11:29

7 identicon

Trúgjarna flón.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:31

8 identicon

Finnst þér inngönguskilyrðin í þessa nýju fínu veröld ekki svolítið skrýtin? Maður getur verið alveg hreint frábær og samt þurft að sitja út í kuldanum, (eða í hitanum eins og sumir halda fram).

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:36

9 Smámynd: Arnar

Mófi:
Arnar þú vonandi tókst eftir þessu :) 

Sko, það er bara hallærislegt að vera með einhverja spádóma en setja enga tímaramma. Það getur hver sem er sagt "Heimurinn mun farast" og svo 100.000 árum seinna þegar heimurinn ferst sagt "SKO, ég sagði ykkur".

Arnar, 10.9.2008 kl. 12:04

10 Smámynd: Mofi

Birgir
Trúgjarna flón.

Kristinn er bara mikill trúmaður en ósanngjarnt að kalla hann flón þó að hans trú er í engu samræmi við staðreyndirnar.

Óli Gneisti
Finnst þér inngönguskilyrðin í þessa nýju fínu veröld ekki svolítið skrýtin? Maður getur verið alveg hreint frábær og samt þurft að sitja út í kuldanum, (eða í hitanum eins og sumir halda fram).

Frábær?  Eins og að hafa aldrei logið, aldrei stolið, aldrei hatað neinn eða gert öðrum mein og alltaf sýnt öðru fólki kærleika?  Ég er nokkuð viss um að þannig einstaklingur fengi eilíft líf. 

En, við sem erum ekki svo frábærir erum þákklátir að það er samt leið til handa okkur.

Arnar
Sko, það er bara hallærislegt að vera með einhverja spádóma en setja enga tímaramma. Það getur hver sem er sagt "Heimurinn mun farast" og svo 100.000 árum seinna þegar heimurinn ferst sagt "SKO, ég sagði ykkur"

Þegar þessi heimurinn ferst þá...skiptir litlu máli hvað fólk segir.  Biblían gefur lista af atriðum sem við getum notað til að þekkja þá tíma sem við lifum á og ég tel að við lifum á slíkum tímum.

Mofi, 10.9.2008 kl. 12:29

11 Smámynd: Sigurður Árnason

Það er ekki að hinn ytri heimur muni enda, þetta mun gerast innra með hverjum manni, endalok fávisku mannsins og skilningur manna mun aukast og þeir munu sjá villur síns vegar.

 Daníel 12
4En leyndu þessum orðum, Daníel, og innsiglaðu bókina þar til dregur að endalokum. Menn munu leita víða og skilningur þeirra mun aukast.“

LK.17.20Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: "Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. 21Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður."

Sigurður Árnason, 10.9.2008 kl. 13:16

12 identicon

Í upphafi var orðið svo ég segi:  Hættið þessu bulli trúgjörnu flón !!!

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:06

13 Smámynd: Púkinn

Æ, óttalega vorkennir Púkinn þeim sem taka meira mark á einhverri árþúsundagamalli skræðu heldur en raunveruleikanum sem er allt í kringum þá.

Púkinn, 10.9.2008 kl. 14:08

14 identicon

Drottinn blessi ykkur og varðveiti þegar Kristur kemur aftur að sækja sína heilögu.... og mig vonandi líka :) og ég vil í leiðinni þakka fyrir frábært og fyllandi blogg mofi ;) kv. Jón

Jón (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:36

15 Smámynd: Mofi

Sigurður
LK.17.20
Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: "Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. 21Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður."

Guðsríki já en það er ekki hið sama og dómsdagur og endalok þessa heims og byrjun hins nýja.

Púkinn
Æ, óttalega vorkennir Púkinn þeim sem taka meira mark á einhverri árþúsundagamalli skræðu heldur en raunveruleikanum sem er allt í kringum þá.

Hvað í raunveruleikanum telur þú vera í andstöðu við Biblíuna?

Jón
Drottinn blessi ykkur og varðveiti þegar Kristur kemur aftur að sækja sína heilögu.... og mig vonandi líka :) og ég vil í leiðinni þakka fyrir frábært og fyllandi blogg mofi ;) kv. Jón

Takk fyrir það og heimsóknina Jón :)

Mofi, 10.9.2008 kl. 15:09

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: En Jesús heldur áfram að lýsa þeim táknum sem myndu einkenna tíma endalokana.

Matteusarguðspjall 24
29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast.

19. maí 1780 er kallaður hinni dimmi dagur þar sem þetta rættist, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/sun_darkness.asp
Árið 1833 sáu menn ótrúlegt stjörnufall sem endist í marga klukkutíma, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/falling_stars.asp

Mofi, þetta er bara kjánalegt. Jesús á að vera að tala um "tíma endalokanna" og þú ert að nefna atburði sem gerðust árin 1780 og 1833!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.9.2008 kl. 19:00

17 identicon

Fá mig oft til að brosa þessi blogg sem boða skrif um trú á guði. Þó að guð sé ekki og hafi aldrei verið til, finnst trúuðu fólki (og sérstaklega kristnitrúuðu fólki) alveg rosalega nauðsynlegt að reyna troða þessu rusli uppi á annað fólk sem engan áhuga hefur á því að vitkast um það. Ég hef aldrei heyrt búddista eða mann sem trúir á íslam reyna segja mér að hans guð sé betri ein einhver annar.

Þið boðið það að heimsendir sé í nánd og að jesú hafi séð þetta fyrir og það hafi verið skrifað um það í biblíunni. En með því að trúa á guð og biðjast fyrirgefningar syndanna getur meðal maður sleppt við dauðann og lifað að eilífu við hlið guðs. Og þeir sem ekki trúa á guð munu far til helvítis þar sem þeir munu brenna og þjást til eilífðarnóns. Bíddu bíddu bíddu, er kirkjan ekki að reyna sannfæra fólk um mátt guðs einfaldlega með því að hræða það? Ef þið trúið ekki munið þið þjást að eilífu er endirinn kemur!

Trú reynir að tengja fólk frá heminum sem er að snúast núna og fær fólk til að trúa blint á að guð stjórni öllu og að guð ráði því það sem gerist í framtíðinni. Oft hafa líka hræðilegir hlutir verið réttlætir í nafni guðs.

En að sjálfsögðu eru ekki allir svonar. Margir lesa biblíuna vegna þess að hún veitir þeim aðstoð á erfiðum tímum og kennir fólki dæmisögur. Ég hef enga sérstaka óbeit á fólki sem trúir á guð (eða alveg eins, Xenu) ef það hjálpar þeim að komast í gegnum daginn. En ég þoli aftur á móti ekki þegar ofangreint fólk reynir að troða þeirra trú yfir á mig, og segja að ég sé verri maður fyrir vikið að trúa ekki.

Takk fyrir mig,

Trausti

Trausti (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:25

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Flest trúarbrögð minnast á Ragnarek með einum eða öðrum hætti.

En með þetta sem haft er eftir Jesú í NT... ok. gefum okkur að hann sé að boða þarna sem um er talað í pistlinum að ofan og orðin bjóði ekki uppá neina túlkun.  Þe. hann er að segja endalok, Jesú snýr aftur, upp mun rísa eitthvað nýtt o.s.frv.

Þá er ekki hægt að horfa framhjá þessari setningu:

"Truly I say to you, there are some of those who are standing here who shall not taste death until they see the Son of Man coming in his kingdom."

Þe. hann er að tala þá til kynslóðarinnar fyrir 2000 árum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 22:37

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En áfram um stjörnuhröpin og sortnun sólarinnar og mánans, ef þú skoðar kaflann, þá stendur:

En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni og allar kynkvíslir jarðar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. (Mt 24.29-30)

Þá sjáum við að stjörnuhrapið og allt það á að gerast eftir þrengingarnar sem er búið að ræða um fyrr í kaflanum (stríð, hungursneyðar, falskristar og allt það). Síðan eru þessir stjarnfræðilegu atburðir augljóslega samtíma endurkomu Jesú, það stendur að "þá" (þegar sólin sortnar) muni tákn mannssonarins birtast "og" hann mun koma aftur.

Síðan er afskaplega fyndið að skoða þessa síðu sem þú vísaðir á, þar er talað um: "20 Fulfilled Prophetic Signs Showing the Nearness of the Second Coming of Jesus ". Fyrsti þessara meintu spádóma er "eyðing" Jerúsalem árið 70! (Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“ ) með því að tala um að hann komi á eftir einhverjum atburði sem gerðist fyrir næstum því 2000 árum síðan!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.9.2008 kl. 00:25

20 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, þetta er bara kjánalegt. Jesús á að vera að tala um "tíma endalokanna" og þú ert að nefna atburði sem gerðust árin 1780 og 1833!

Merki um að þeir væru að byrja... myndi ekki endilega búast við því að þessi merki myndu birtast nokkrum árum áður en loka atburðurinn á sér stað.

Trausti
Fá mig oft til að brosa þessi blogg sem boða skrif um trú á guði. Þó að guð sé ekki og hafi aldrei verið til, finnst trúuðu fólki (og sérstaklega kristnitrúuðu fólki) alveg rosalega nauðsynlegt að reyna troða þessu rusli uppi á annað fólk sem engan áhuga hefur á því að vitkast um það

Hvernig fór ég að því að troða upp á þig þessari grein... sem þú síðan segir að færðu bros á þínar varir?

Tryggvi
Ég hef aldrei heyrt búddista eða mann sem trúir á íslam reyna segja mér að hans guð sé betri ein einhver annar.

Þín persónulega reynsla er ekki beint góður mælikvarði á svona hluti. Maður sem ég þekki vinnur t.d. í Bretlandi og þar eru múslimar með töluvert trúboð. 

Trausti
Og þeir sem ekki trúa á guð munu far til helvítis þar sem þeir munu brenna og þjást til eilífðarnóns. Bíddu bíddu bíddu, er kirkjan ekki að reyna sannfæra fólk um mátt guðs einfaldlega með því að hræða það? Ef þið trúið ekki munið þið þjást að eilífu er endirinn kemur

Nokkur atriði sem þarf að leiðrétta.

Þeir sem öðlast ekki fyrirgefningu á því vonda sem það hefur gert deyr í syndum sínum og þeirra syndar hafa gert það aðskilið Guði.   Síðan engar eilífar pyntingar heldur tenging við lífsuppsprettuna sem er Guð og ef viðkomandi leitar ekki Guðs þá mun hans eigið val aðskilja hann frá Guði. Ef einhver hefur ekki aðgang að lífsuppsprettunni þá deyr hann.

Dauðinn er það sem allir menn óttast og fagnaðarerindið eru góðu fréttirnar að dauðinn þarf ekki að hafa sigur yfir manni.

Trausti
Trú reynir að tengja fólk frá heminum sem er að snúast núna og fær fólk til að trúa blint á að guð stjórni öllu og að guð ráði því það sem gerist í framtíðinni. Oft hafa líka hræðilegir hlutir verið réttlætir í nafni guðs.

Ég væri sammála þessu ef þú værir að tala um Islam eða Darwinisma en þetta passar ekki við Biblíulega kristna trú.

Trausti
En ég þoli aftur á móti ekki þegar ofangreint fólk reynir að troða þeirra trú yfir á mig, og segja að ég sé verri maður fyrir vikið að trúa ekki.

Það væri mjög slæmt ef einhver kristinn gerir það.  Sá sem er kristinn hefur í rauninni ( ef hann gerir sér einhverja grein fyrir því sem Biblían boðar ) sagt að hann er sekur um að ljúga, stela, hata og öfunda og þarf á fyrirgefningu Guðs að halda.  

Kveðja,
Mofi

Mofi, 11.9.2008 kl. 10:14

21 Smámynd: Mofi

Ómar
"Truly I say to you, there are some of those who are standing here who shall not taste death until they see the Son of Man coming in his kingdom."

Ég skil þetta ekki þannig að Jesú er að tala um að þeir sem eru þarna munu verða vitni að endurkomunni heldur þeir verða vitni að einhverju öðru; sjá Jesú í sinni réttri dýrð eða t.d. þegar Jesú steig til himna.

Hjalti
Þá sjáum við að stjörnuhrapið og allt það á að gerast eftir þrengingarnar sem er búið að ræða um fyrr í kaflanum (stríð, hungursneyðar, falskristar og allt það). Síðan eru þessir stjarnfræðilegu atburðir augljóslega samtíma endurkomu Jesú, það stendur að "þá" (þegar sólin sortnar) muni tákn mannssonarins birtast "og" hann mun koma aftur.

Þessu er blandað vel saman; sumt er til lærisveinanna og þeirra tíma eins og eyðing musterisins en annað sé ég sem tákn tímanna; táknin að tími endalokanna sé kominn.

Mofi, 11.9.2008 kl. 10:33

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, svona fagnaðar/útrýmingarboðskapur er svo sem ágætis leið til að afla trúfélögum tekna með því að halda í þá örfáu sem trúa svona boðskap á annað borð.

Mofi - "Í dag þá er Biblían þýdd á yfir 900 tungumál og mállýskur og talið að um 95% af mannkyni hafi aðgang að boðskapi Biblíunnar."

Ef við aldurstengjum þessar fullyrðingar um að 95% mannkyns hafi aðgang að boðskap Biblíunnar, við hvaða aldur er verið að miða, Mofi? Ljóst er að 30% mannkyns er undir þeim aldri að geta talist læs, giska ég á.

Ef við tengjum þessar fullyrðingar um þær þjóðir þar sem bannað er að líta í Biblíuna, hvað þá að eiga hana í fórum sínum, hve stór hluti er þá eftir sem má líta í Biblíuna? Nokkuð ljóst að 30% mannkyns má alls ekki líta í Biblíuna, sbr. Kína og múslimsku ríkin sum hver.

Þannig að þessi spádómur sem borinn er fram á þennan hátt verður að skoðast sem eins konar kaldhæðni Jesú eða spaug í besta falli.

Sigurður Rósant, 11.9.2008 kl. 15:53

23 Smámynd: Mofi

Rósant
Já, svona fagnaðar/útrýmingarboðskapur er svo sem ágætis leið til að afla trúfélögum tekna með því að halda í þá örfáu sem trúa svona boðskap á annað borð.

Heldurðu að ég og fleiri kristnir bloggarar eru að fá tekjur fyrir að segja fólki frá fagnaðarerindinu?

Rósant
Þannig að þessi spádómur sem borinn er fram á þennan hátt verður að skoðast sem eins konar kaldhæðni Jesú eða spaug í besta falli.

Spádómurinn er að allar þjóðir munu heyra það; ekki að allir einstaklingar í heiminum, sama hvað þeir eru gamlir munu heyra það.

Mofi, 11.9.2008 kl. 16:06

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Spádómurinn er að allar þjóðir munu heyra það; ekki að allir einstaklingar í heiminum, sama hvað þeir eru gamlir munu heyra það."

Þú túlkaðir spádóminn sjálfur á þá leið að "95% mannkyns hefðu aðgang að boðskap Biblíunnar" - ekki 95% þjóða heims.

Hins vegar er þessi boðskapur ekki ætlaður þjóðum að því er mér skilst, heldur einstaklingum.

Sigurður Rósant, 11.9.2008 kl. 16:36

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, lestu bara kaflann. Lærisveinarnir spyrja hvenær heimsendir verður, Jesús talar um hluti sem virðast m.a. vera fall Jerúsalem fyrir 2000 árum og hlutir sem eiga augljóslega að gerast við heimsendi (sólin sortnar, stjörnurnar hrapa og festingin bifast).

Sérðu ekki að þessi fáránlega túlkun þín, að hann hafi að verið að tala um einhvern dag sem var frekar dimmur á norðvesturströnd N-Ameríku árið 1780 og eitthvert loftsteinahrap árið 1833, er komið frá fólki sem hélt að heimsendir var nálægur þá?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.9.2008 kl. 03:30

26 Smámynd: Mofi

Rósant
Þú túlkaðir spádóminn sjálfur á þá leið að "95% mannkyns hefðu aðgang að boðskap Biblíunnar" - ekki 95% þjóða heims.

Lélegt orðaval hjá mér; takk fyrir að benda mér á misstökin.

Rósant
Hins vegar er þessi boðskapur ekki ætlaður þjóðum að því er mér skilst, heldur einstaklingum.

Það er rétt að boðskapurinn er ætlaður einstaklingum en það munu líklegast ekki allir heyra hann. Sérstaklega ekki ung börn.

Hjalti
Mofi, lestu bara kaflann. Lærisveinarnir spyrja hvenær heimsendir verður, Jesús talar um hluti sem virðast m.a. vera fall Jerúsalem fyrir 2000 árum og hlutir sem eiga augljóslega að gerast við heimsendi (sólin sortnar, stjörnurnar hrapa og festingin bifast).

Þarna blandast saman orð til lærisveinanna og þeirra tíma eins og fall Jerúsalems og síðan hvaða atburðir munu einkenna tíma endalokanna. Sumu er líkt við fæðingahríðir sem sífelt aukast og aukast svo hef enga ástæðu til að ætla að það myndi hætta eftir þessi tákn á himni.

Hjalti
Sérðu ekki að þessi fáránlega túlkun þín, að hann hafi að verið að tala um einhvern dag sem var frekar dimmur á norðvesturströnd N-Ameríku árið 1780 og eitthvert loftsteinahrap árið 1833, er komið frá fólki sem hélt að heimsendir var nálægur þá?

Nei, sé það ekki.  Þarna er um að ræða mjög sérstaka atburði. Kannski voru þeir uppfylling á þessum orðum og kannski ekki.

Mofi, 12.9.2008 kl. 10:56

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mofi skrifar: "Ég skil þetta ekki þannig að Jesú er að tala um að þeir sem eru þarna munu verða vitni að endurkomunni heldur þeir verða vitni að einhverju öðru; sjá Jesú í sinni réttri dýrð eða t.d. þegar Jesú steig til himna."

Um... eg get ekki verið sammála þessu.  Ennfremur virðist ítrekað haft eftir Jesú (þe. ef maður les bara orðin og setningarnar án túlkunnar eða yfirfærðara merkingar o.s.frv.) að Endurkoman sé rétt handan við hornið. 

"This generation (????ά) will not pass away until all these things have taken place." (Matthias 24:34)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 15:07

28 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæll Mofi minn, smá skellur utan úr fjarskanum   Undanfarið þegar tími hefur gefist hef ég horft á Galaxíið okkar og önnur slík, Supernovur springa út og kjarninn inn og verða að svartholum sem eru ótrúlega lítil en soga sólina okkar auðveldlega í sig í einum teyg enda bara smákríli miðað við aðrar stjörnur og hættuna af halastjörnum, hvað Merkúr hefur verndað okkur osfrv. Náði í bækur líka, lengdi sólarhringinn um 6(66) klst. til að get sinnt skyldunni líka, heimurinn er óendanlegur, óendanlegur fjöldi stjörnukerfa og ferðalag okkar plánetu um heiminn er mishættulegur, það fer eftir því hvað er í kringum okkur og við erum ávallt í hættu vegna loftsteina sem hafa skollið ótal sinnum á jörðinni okkar, líkt og á tunglinu okkar, og þeir munu halda áfram að leika sér að okkur. Mér datt í að þetta allt virðist ekki vera tekið inní myndina þegar talað er um að Guð skapaði heiminn og dómsdaginn. Fékk líka þá meinfýsnu hugmynd í kollinn að ef Guð er skapari alls þessa, hvað var hann að hugsa blessaður, kannski hafði hann ekki yfirsýn yfir þetta allt saman og gert í fljótfærni. Því var hann svona ergilegur við mannkynið sem olli því að hann missti stjórn á öllu saman :)  Svo datt mér í hug annað, ef fólk sefur fram að upprisu, hvar er það þá, nú er líkaminn löngu orðinn að mold, ekki er sálinn þarna ofan í moldinni, hvar er þá sálinn, hefur Guð einhverstaðar ótal uppbúin rúm handa hinum látnu sem bíða, eða leysast sálirnar upp og fljóta um heiminn ef þú skilur mig, er þá ekki erfitt fyrir Guð að sópa þeim saman og setja þær saman á réttan hátt. Þú þarft ekkert að svara þessu Mofi en kannski seinna á hvern hátt sem þú vilt. Ég veit að þankagangur minn er svolítið villtur stundum en það er hið besta mál    Kveðja Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.9.2008 kl. 18:47

29 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Hvort sem maður skoðar mengun, vatnsskort, fólksfjölgun, stríð milli kristinna og múslima eða hin vinsæla hlýnun jarðar. Ef maður er heiðarlegur þá er ekki hægt að neita því að ástandið er dökkt."

Mengun veldur ekki eins mörgum dauðsföllum og t.d. dauðsföll af völdum umferðar (1.200.000 á ári). 

Vatnsskortur er stórlega ýkt fyrirbrigði. Mannkynið notar aðeins 1% af því vatni sem er nýtanlegt.

Stríð milli kristinna og múslima er stórlega ýkt. Mikli fleiri látast í annars konar átökum sem t.d. eru tengd fjölskylduerjum eða hjónaerjum. Að ekki sé minnst á erjur milli 2ja homma í sambúð.

Hlýnun jarðar hefur líka góð áhrif, ekki bara slæm. Nú eru Grænlendingar farnir að rækta kartöflur og geta verið með kúabú. Siglingar við Norðurpólinn stytta siglingaleið um 4.000 km frá Evrópulöndum til Japan og Kína.

Ungbarandauði hefur minnkað úr 12,7 milljónum barna undir 5 ára aldri frá árinu 1990, í 9,2 milljónir árið 2007, eða um 27%.  Svo það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þótt fjölmiðlar hafi gaman af að hrella nútímafólk af hinum minnstu tilefnum.

Sigurður Rósant, 12.9.2008 kl. 21:07

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Mesti vindhraðinn í Texas fór upp í 175 km/klst sem er 48 m/sek. Við fengum í febrúar s.l. vindhraða upp í 216 km/klst sem er 60 m/sek svo þetta eru engin ósköp.

Hús og mannvirki eru hins vegar ekki búin undir svona vindhviður víðast hvar í USA.

En Halldór og Halldóra. Þið verðið að sætta ykkur við tími endalokanna er í órafjarlægð frá nútímanum. Ekkert sérstakt sem bendir til heimsendis eða endurkomu eins eða neins.

Vona að þið njótið tilverunnar eins og kostur er hverju sinni.

Sigurður Rósant, 13.9.2008 kl. 21:39

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: ...svo hef enga ástæðu til að ætla að það myndi hætta eftir þessi tákn á himni.

Hvað með að lesa textann? Þar er sagt að þessi tákn eigi að koma við heimsendi.

Mofi: Nei, sé það ekki.  Þarna er um að ræða mjög sérstaka atburði. Kannski voru þeir uppfylling á þessum orðum og kannski ekki.

Mjög sérstakir atburðir? Venjulegt stjörnuhrap og svolítið dimmur dagur.  

Annars væri gaman að sjá hvað þú hefir að segja um versið sem Ómar Bjarki vitanði í:

Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.9.2008 kl. 23:38

32 identicon

Úff Mofi, nú fórstu alveg með það

Persónuleg held  ég að það sé ákveðin áþján og skerðing á jákvæðri heimsmynd að vera að bíða efir heimsendi.

Flestir sem starfa við makmiðasetningu eða uppbyggingu mannsandans myndu hugsanlega ráðleggja skjólstæðingum sínum að fá sér "heppilegri trúarbrögð"

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:29

33 Smámynd: Mofi

Ómar
Mofi skrifar: "Ég skil þetta ekki þannig að Jesú er að tala um að þeir sem eru þarna munu verða vitni að endurkomunni heldur þeir verða vitni að einhverju öðru; sjá Jesú í sinni réttri dýrð eða t.d. þegar Jesú steig til himna."

Þú getur ekki neitað því að þessi setning segir ekki heimsendi eða endurkomuna eða dómsdag ekki satt?   Aðeins að þessir sem þarna hlusta á munu sjá Jesú koma í ríki sitt og hvað það er, hlýtur að vera túlkunar atriði. Má í rauninni segja að þar sem Kristur fór til Síns ríkis á meðan lærisveinarnir lifðu hlýtur að vera uppfylling á þessu og hægt að útiloka að þarna eigi við endurkomuna.

Ómar
Um... eg get ekki verið sammála þessu.  Ennfremur virðist ítrekað haft eftir Jesú (þe. ef maður les bara orðin og setningarnar án túlkunnar eða yfirfærðara merkingar o.s.frv.) að Endurkoman sé rétt handan við hornið

Ég er sammála þér að það er oft talað um eins og endurkoman er ekki langt í burtu en það verður að hafa í huga að þúsund ár fyrir Guði er eins og einn dagur og að Jesú sjálfur sagði að ekki einu sinni Hann vissi hvenær þetta verður.

Ómar
"This generation (????ά) will not pass away until all these things have taken place." (Matthias 24:34)

Ég verð að fá að taka þetta sérstaklega fyrir seinna, afsakaðu það.

Rósant
Stríð milli kristinna og múslima er stórlega ýkt. Mikli fleiri látast í annars konar átökum sem t.d. eru tengd fjölskylduerjum eða hjónaerjum. Að ekki sé minnst á erjur milli 2ja homma í sambúð.

Það er ekki svo merkilegt í dag en það sem virkar ógnvekjandi ef araba heimurinn fer í stríð því að sannarlega þá er ekki vingjarnlegt á milli þeirra og hins vestræna heims.

Já, góður punktur að erjur milli 2ja homma er stórt vandamál sem lætur deilur milli kristna og múslima líta út fyrir að vera algjört smá mál :)

Rósant
Hlýnun jarðar hefur líka góð áhrif, ekki bara slæm. Nú eru Grænlendingar farnir að rækta kartöflur og geta verið með kúabú. Siglingar við Norðurpólinn stytta siglingaleið um 4.000 km frá Evrópulöndum til Japan og Kína.

Ég er sammála þér að hlýnun jarðar er ekki bara eitthvað hræðilegt en eins og vanalega þá er mannkynið hrætt við breytingar og margt við þessar breytingar er ógnvekjandi.

Rósant
Ungbarandauði hefur minnkað úr 12,7 milljónum barna undir 5 ára aldri frá árinu 1990, í 9,2 milljónir árið 2007, eða um 27%.  Svo það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þótt fjölmiðlar hafi gaman af að hrella nútímafólk af hinum minnstu tilefnum.

Hvað finnst þér um sýn þessa manns hérna á ástandið: http://www.chrismartenson.com/environmental_data

Halldóra S
Takk Halldór fyrir frábæran pistil, þessi veröld sem við lifum í á ábyggilega ekki mikið eftir :)

Takk :)    

Mofi, 14.9.2008 kl. 14:08

34 Smámynd: Mofi

Rósant
En Halldór og Halldóra. Þið verðið að sætta ykkur við tími endalokanna er í órafjarlægð frá nútímanum. Ekkert sérstakt sem bendir til heimsendis eða endurkomu eins eða neins
Þessi merki tel ég benda til þess ásamt mörgu öðru sem tengist Biblíunni ekki neitt sérstaklega.  Fólks fjölgun og minna af olíu; kæmi mér ekki á óvart að það brytust út stríð til að tryggja sinni þjóð restina af olíu byrgðunum. Sjáum nú þegar þannig stríð á kannski ekki svo stórum skala en við erum að sjá þetta í dag.

Rósant
Vona að þið njótið tilverunnar eins og kostur er hverju sinni.

Ég reyni að nýta og njóta dagsins í dag eins og hann væri minn síðasti  :)

Hjalti
Hvað með að lesa textann? Þar er sagt að þessi tákn eigi að koma við heimsendi

Ég skil þetta þannig að um er að ræða tákn um að við lifum á síðustu tímum; ekki að þau koma og þá kemur endirinn um leið.

Hjalti
Mjög sérstakir atburðir? Venjulegt stjörnuhrap og svolítið dimmur dagur.

Veit ekki betur en stjörnuhrapið hafi staðið yfir í einhverja klukkutíma og hafi vakið mjög mikla athygli.   Lýsingarnar á hinum dimma degi segir mér að hann var sérstakur.  Þar sem þessir tveir atburðir virðast ekki standa svo upp úr sögunni þá er alveg spurning hvort að þetta er röng túlkun og að þessir atburðir hafa í rauninni ekki gerst... spurning...

Hjalti
Annars væri gaman að sjá hvað þú hefir að segja um versið sem Ómar Bjarki vitanði í:

Já, ég bíð líka spenntur

Sáli
Persónuleg held  ég að það sé ákveðin áþján og skerðing á jákvæðri heimsmynd að vera að bíða efir heimsendi.

Þetta er aðeins endirinn á einhverju slæmu og byrjunin á einhverju góðu.  Sá sem líkar vel við Krist hlýtur að vilja að Hann komi aftur. Sá sem líkar illa við þá hugmynd að vera dæmdur hefur líklegast eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu.  Vonandi var ég að muna hvernig maður segir þetta "óhreint mjöl...".  Þú vonandi veist hvað ég á við.

Mofi, 14.9.2008 kl. 14:18

35 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Hvað finnst þér um sýn þessa manns hérna á ástandið: http://www.chrismartenson.com/environmental_data"

Þessi maður er að öllum líkindum langt leiddur í svartsýniskasti þó hann telji sjálfan sig bjartsýnismann. Svona líkt og stúlka sem þjáist af anorexíu og er orðin eins og beinagrind,  en finnst sem hún sé akfeit og verði að grenna sig meira.

Trúlega er hann fyrrverandi Mormóni sem hefur skipt um trú og gerst Hvítasunnumaður eðs Sjöunda Dags Aðventisti.

Hann virðist ekki fylgjast með tækniframförum á sviði rafmagnsbíla og notkun á sólarorku til framleiðslu rafmagns. Nóg er til af mat handa öllum þessum 70 milljónum sem mannkyninu fjölgar á hverju ári, þó stjórnleysi ríki á þurftarfrekustu svæðum heimsins.

Átak til að halda aftur af mannfjölgun er innan seilingar og kopar- og úranframleiðsla verður ekki eins nauðsynleg og sá svartsýni gefur í skyn.

Jafnvel þótt 99% mannkyns færist skyndilega af völdum metangass, hungurs eða mengunar, þá verða samt eftir 60 milljónir manna til að viðhalda mannkyninu og þeirri þekkingu sem nú er náð meðal jarðarbúa. Svo það er óþarfi að óttast algjöra útrýmingu mannkyns eins og heimsendaspádómar Biblíunnar gefa í skyn.

Sigurður Rósant, 14.9.2008 kl. 22:04

36 identicon

En algjörlega ólógiskur Mofi því við vitum vel að þrátt fyrir að við gefum okkur opinn hug þá á ekki nema hluti fjöldans tækifæri til halelújadílsins vegna uppruna, menningar, menntunar o.þ.h.

Í raun er verið að segja að milljónir, hugsanlega milljarður manna eigi frá fæðingu ekki nokkurt tækifæri til halelújadílsins vegna uppruna og það finnst mér fella þessa heimsendakenninguna og útvaldadílinn algjörlega, sé Guð réttlátur.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:40

37 Smámynd: Mofi

Rósant
Þessi maður er að öllum líkindum langt leiddur í svartsýniskasti þó hann telji sjálfan sig bjartsýnismann. Svona líkt og stúlka sem þjáist af anorexíu og er orðin eins og beinagrind,  en finnst sem hún sé akfeit og verði að grenna sig meira.

Það vantar nú tvö síðustu þar sem hann talar um að það eru til lausnir. Ég er sammála honum að það eru til lausnir en ég tel ekki líklegt að mannkynið muni reyna að leysa þessi mál á gáfulegan hátt.  

En varðandi svartsýnina, eru tölurnar rangar eða bara rangt að vera svartsýnn eða?

Rósant
Trúlega er hann fyrrverandi Mormóni sem hefur skipt um trú og gerst Hvítasunnumaður eðs Sjöunda Dags Aðventisti

Ég veit ekkert hvaða trúar hann er; örugglega ekki aðventisti.

Rósant
Hann virðist ekki fylgjast með tækniframförum á sviði rafmagnsbíla og notkun á sólarorku til framleiðslu rafmagns. Nóg er til af mat handa öllum þessum 70 milljónum sem mannkyninu fjölgar á hverju ári, þó stjórnleysi ríki á þurftarfrekustu svæðum heimsins.

Þú kannski kíktir bara á einn af fyrirlestrunum... skil það vel enda tekur dágóðan tíma að fara yfir þetta allt.  Það er rétt að það er hægt að bjarga einhverju með eins og t.d. rafmagnsbílum en þá eru skipin og flugvélarnar eftir. Síðan þá er rafmagn framleitt á mjög mörgum stöðum í heiminum með því að brenna kol, olíu eða kjarnorku og það eru orkugjafar sem endast ekki að eilífu.

Rósant
Jafnvel þótt 99% mannkyns færist skyndilega af völdum metangass, hungurs eða mengunar, þá verða samt eftir 60 milljónir manna til að viðhalda mannkyninu og þeirri þekkingu sem nú er náð meðal jarðarbúa. Svo það er óþarfi að óttast algjöra útrýmingu mannkyns eins og heimsendaspádómar Biblíunnar gefa í skyn.

Hans sýn á þessi mál er ekki mín, mér fannst hún aðalega fróðleg. Það sem mér fannst sannfærandi er að það eru miklar breytingar fram undan.  Heimsenda spádómur Biblíunnar er síðan gleði spádómur, sá tími sem að nýr heimur verður til og engin þjáning, dauði eða óréttlæti. 

Sáli
En algjörlega ólógiskur Mofi því við vitum vel að þrátt fyrir að við gefum okkur opinn hug þá á ekki nema hluti fjöldans tækifæri til halelújadílsins vegna uppruna, menningar, menntunar o.þ.h.

Hvað er ólógískt við að benda endi á þjáningar, óréttlæti og illsku?  Það sem er ólógískt er hve lengi Guð hefur látið þessa vitleysu viðgangast en Hann hefur sínar ástæður.  Hverjir akkúrat bjargast er eitthvað sem við vitum ekki.

Sáli
Í raun er verið að segja að milljónir, hugsanlega milljarður manna eigi frá fæðingu ekki nokkurt tækifæri til halelújadílsins vegna uppruna og það finnst mér fella þessa heimsendakenninguna og útvaldadílinn algjörlega, sé Guð réttlátur.

Eins og ég sagði þá vitum við ekki hver sé hólpinn og hver er það ekki. Það sem ég veit er að ef einhver glatast þá er það vegna þess að hann laug, stal, hataði, öfundaði, var stolltur og elskaði sjálfan sig en ekki náungan; sérstaklega náungan sem tilheyrði ekki hans ættbálki, trúarhópi eða þjóð. Enginn missir af himnaríki vegna þess að hann fékk ekki að heyra fagnaðarerindið, viðkomandi missir af því vegna hans eigin verka.

 Jóhannesarguðspjall 3
18 Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís.

Mofi, 15.9.2008 kl. 09:55

38 identicon

Ef Guð hefur algóðan tilgang þá er mjög rökrétt að álykta sem svo að hann hafi algott gæðastjórnunarkerfi og þessvegna finnst mér miklu líklegra að karmalögmálið og endurholdgunarkenningin hafi verið hans leið.  Svo eru margir sem benda á dæmi úr biblíunnni þar sem líklega er verið að vitna til endurholdgunar og enn aðrir segja biblíuna hafra verið hreinsaða af slíku því það henti endurholdgun henni ekki sem valdatæki.  En þetta eru bara pælingar.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:18

39 Smámynd: Mofi

Sáli
Ef Guð hefur algóðan tilgang þá er mjög rökrétt að álykta sem svo að hann hafi algott gæðastjórnunarkerfi og þessvegna finnst mér miklu líklegra að karmalögmálið og endurholdgunarkenningin hafi verið hans leið.
Að barnaþrælkun og kynferðisleg misnotkun þeirra hluti af þroskaferlinu? 

Sáli
Svo eru margir sem benda á dæmi úr biblíunnni þar sem líklega er verið að vitna til endurholdgunar og enn aðrir segja biblíuna hafra verið hreinsaða af slíku því það henti endurholdgun henni ekki sem valdatæki.  En þetta eru bara pælingar.
Það gengur ekki upp því að það eru of margir textar sem tala um dóm, tala um að hinir dánu sofa þangað til þessi dómur á sér stað. Það þyrfti að breyta of mörgum fornum handritum og öllum útgáfum af þeim. Það hljómar kannski undarlega en enginn gæti hafa fræðilega séð breytt Biblíunni því að um er að ræða þúsunda forna handrita dreyft um allan heiminn.

Mofi, 15.9.2008 kl. 11:25

40 identicon

Þetta er nú dálítið sver athugasemd með barnaþrælkun og kynferðislega misnotkun og enda er birting karmans þroskaleg frekar en efnileg gagnvart efnislegum. fórnarlambsbirtingum.  Það vill enginn þjáningu en það þjást þó allir um lengri eða skemmri tíma á æfiskeiðinu og við höfum báðir orðið sammála um það áður Mofi að sannarlega getur þjáningin verið undanfari mikils þroska en það er þó alfarið háð úrvinnslu.

Ég hef heyrt að Jesú á að hafa verið á Indlandi í læri, var það rétt og er ekkert til af gögnum frá því tímabili.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:52

41 Smámynd: Mofi

Minn punktur er einfaldlega sá að ég get ekki ímyndað mér að Guð sé eitthvað sáttur við að hlutirnir halda áfram eins og þeir eru í dag. Öll morðin, nauðganirnar, misnotkunin og hatrið. Eina rökrétta í mínum huga er að Guð getur ekki beðið að stöðva þetta. Við getum alveg þroskast og notið lífsins án alls þessa. Biblían setur þetta þannig upp að synd myndar aðskilnað syndarans og Guðs svo það að sá aðskilnaður væri tekinn burt og að eiga samfélag við Guð sjálfan það hlýtur að vera besta leiðin til að þroskast og eiga ánægjulegt líf.

Ég hef ekki heyrt þetta með Indland...

Mofi, 15.9.2008 kl. 12:26

42 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Lost_years_of_Jesus

 Þetta er ágætis lesning.. skrýtið samt að þú hafir aldrei spáð í hvað gerðist árin í ævi Jesú sem ekki er fjallað um í guðspjöllunum

Sigmar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:40

43 identicon

Vil taka það fram að ég lýt alls ekki á það sem ég sendi sem einhvern sannleik endilega  -  áhugaverð lesning samt sem áður

Sigmar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:41

44 Smámynd: Mofi

Áhugavert Sigmar

Mofi, 16.9.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802800

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband