Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Syndin er sæt en aðeins í stuttan tíma

Road_to_heavenAldrei hefði ég getað notið þess að lifa í lystisemdum vitandi að það myndi kosta mig langa fangelsins dvöl. Ætli parið hafi verið alveg sannfært að þetta myndi ekki komast upp eða að áhættan væri þess virði?  Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir tuttugu og tveggja ára stúlku að sjá að hennar bestu ár verða bakvið lás og slá!  En svona fara svo mörg líf, svo margir hafa klúðrað sínu lífi og horfa upp á að eiga ekki eftir að sjá drauma sína rætast eða fá að upplifa góða daga framar.

Það er í rauninni kjarninn í kristninni, að við erum í vonlausri stöðu. Samviska okkar segir að við erum sek og skynsemin segir að ekkert bíði okkar nema dauðinn en að það er von.  Til að fá hlutdeild í þessari von þá skipar Guð sérhverjum manni að iðrast og leita fyrirgefningar við kross Krists á Golgata þar sem gjaldið fyrir glæpina, illskuna og sjálfs elskuna var borgað svo að dyrnar til lífsins mættu vera opnar þeim sem þangað sækja.

Hérna útskýri ég þetta betur, sjá: Leiðin til lífs

 


mbl.is Fóru í heimsreisur á kostnað nágrannanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru draugar til?

Þegar kemur að trú fólks þá er oftar en ekki mörg púsluspil sem það setur saman í sína trú. Má í rauninni segja að trú sé heimsmynd fólks; hvernig það túlkar heiminn sem það lifir í.  En hvernig fer fólk að samræma þessar mismunandi trúar hugmyndir? 

  • ghost_on_stairsHefur trú að það sé til Guð áhrif á hvort fólk trúir á drauga eða ekki?
  • Þeir sem trúa að draugar eru til, trúa þeir frekar að geimverur eru til og eru að heimsækja okkur?
  • Þeir sem trúa á álfa, trúa þeir frekar að Guð sé til?
  • Þeir sem trúa á álfa, trúa þeir þá líka á drauga eða útilokar ein trúin hina?
  • Sá sem trúir á engla, passa draugar inn í hans heimsmynd líka?
  • Sá sem trúir ekki á Guð, getur hann trúað að álfar eru til eða draugar?
  • Er hægt að trúa að Guð sé ekki til en að fólk hafi samt eitthvað óefnislegt eins og sál sem lifir dauðan af?
  • Sá sem trúa að Guð er ekki til, er hann líklegastur til að trúa að ekkert af þessu er til?

Endilega komdu með athugasemd og segðu mér og blogg heimum hvernig þið sjáið hvernig þessi mismunandi afstöður samræmast í ykkar trú.

Líka væri gaman væri að vita hve margir íslendingar trúa á drauga ef einhver veit það.


mbl.is Danir trúa á drauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönnun fyrir tilvist Guðs - uppruni lífs

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Farðu út með ruslið - Mamma

Maggi, sextán ára gamall táningur vaknar og fer frá svefnherbegi sínu í eldhúsið og sets niður til að fá sér Cerios í morgunmat. Þegar hann fær sér sæti þá sér hann litlum cerios hringjum raðað í setningu "FARÐU ÚT MEÐ RUSLIÐ - MAMMA" á eldhúsborðinu.  Þegar hann veltir fyrir sér hvort að mamma hans hafi skilið þarna eftir skilboð hans honum þá rifjast upp fyrir honum hvað hann lærði í líffræði. Þar lærði hann að náttúrulegir kraftar gátu orsakað lífið sjálft. Ef þeir gátu það, afhverju gat þá ekki einföld skilaboð eins og "Farðu út með ruslið - mamma" orðið til fyrir einhverjum náttúrulegum kröftum? Best að álykta ekkert of fljótt. Sérstaklega í þessu tilfelli því að Maggi vildi ekki fara út með ruslið. Það var komið sumar og hann vildi fara niður í bæ að hitta Önnu sem myndi vera þar.

Þar sem að Maggi vissi að Anna væri dáldið hrifinn að Sigga þá vildi hann vera viss um að vera snemma svo hann fengi tækifæri að vera einn með Önnu. En þegar Maggi fór úr strætónum þá sér hann Önnu og Sigga sitja saman á bekk ekki langt í burtu.  Þau síðan fara en Maggi sests á bekkinn sem þau sátu.  Þar sér hann steina sem búið er að raða í setninguna "Siggi + Anna".  Í smá augnablik þá tekur hjartað kipp en Maggi fljótlega man hann eftir líffræði tíma sem sagði að náttúrulegir kraftar gátu búið til nógu mikið af upplýsingum til að fylla Miklagljúfrið af bókum.  Já hugsaði Magga, þessi setning myndaðist aðeins fyrir tilviljun.  Ég meina, af hverju að samþykkja niðurstöðu sem honum líkaði ekki?

Sáttur við þær niðurstöður sem pössuðu við vísindin sem Maggi hafði lært í skólanum þá slappar hann af þarna í smá stund og horfir á himininn. Þegar hann gerir það þá sér hann í skýjunum "drekktu Coke". Vá, undarlegt að sjá ský mynda svona. Þótt að Maggi sá enga flugvél þá vissi hann án nokkurs vafa að einhver myndaði þessi orð í skýjunum.  Enda var Maggi orðinn þyrstur af öllu þessu og Coke hljómaði einstaklega vel. Síðan vissi Maggi innst inni að þegar hann kæmi aftur heim þá myndi mamma hans húðskamma hann!

Einfalt líf - ekkert líf er einfalt!

Maður þarf að vera að þó nokkuð margar lausar skrúfur í hausnum til að komast að þeirri niðurstöðu að "Farðu út með ruslið - mamma" gæti myndast fyrir tilviljun. Annað hvort það eða alveg svakalega latur, með mikinn viljastyrk til að hafna því sem blasir við manni.   En þessar niðurstöður eru alveg í samræmi við það sem guðleysingjar kenna varðandi uppruna lífs. Að það er náttúrulegir kraftar  sem geta orsakað skilaboð sem eru miljón sinnum flóknari en þau sem við skoðuðum.  Þeir fullyrða svona til að reyna að útskýra uppruna lífs án hönnuðar.

Guðleysis útskýringar á uppruna lífs halda því fram að lífið kviknaði frá dauðum efnasamböndum af aðeins náttúrulegum kröftum án þess að neinir vitsmunir komu þar nærri.  Þannig kenning gæti hafa hljómar gáfulega fyrir menn uppi í kringum 1900 sem vissu ekki hvað minnsta eining lífs inniheldur. Í dag þá eru svona útskýringar í engu samræmi við það sem við vitum um náttúrulögmálin, náttúrulega krafta og minnstu einingar lífs. 

Frá 1950 hefur betri tækni gert vísindamönnum kleyft að skoða inn í hinn örsmá undraheim frumunnar sem sýnir ótrúlega flókna hönnun í formi stafræns kóða og nanóvéla. 

Til að fá hugmynd um hvað er um að ræða þá skulum við skoða lífveru með heitið "amoeba" sem er einfrömungur.   Guðleysingja útskýringarnar segja að eitthvað eins og "amoeba" ( eða eitthvað svipað ) varð til í einhverri efnasúpu fyrir langa löngu án þess að neinir vitsmunir komu þar nálægt.

Höfum við ástæðu til að trúa þessari hugmynd guðleysingjanna?  Það lítur ekki út fyrir það.

220px-DNA_OverviewÞví miður fyrir trú guðleysingjans þá var fyrsta lífveran allt annað en einföld. Þetta varð mjög skýrt í kringum 1953 þegar James Watson og Francis Crick uppgvötuðu DNA. Efnið sem geymir upplýsingarnar til að byggja og fjölfalda allar lifandi verur. DNA sést á myndinni hérna til hægri en þessi bygging myndar nokkurs konar stiga þar sem þrepin eru mismunandi og sú röð sem þau eru í mynda upplýsingarnar sem allar lífverur á jörðinni eru búnar til af.  Kóði DNA er myndaður úr efnum sem eru táknuð með stöfunum A,T,C og G. Stafróf lífsins hefur sem sagt aðeins fjóra stafi á meðan t.d. íslenskan hefur 32 stafi.  Þrátt fyrir aðeins fjóra stafi þá er hægt að skrifa upp hvaða bók sem er með DNA.  Upplýsingarnar sem við finnum í lífverum eru ekki aðeins flóknar heldur sértækar, þær hafa ákveðna þýðingu.

Hve flókið

Hve sértækir og hve flóknar verður ljóst þegar maður skoðar skilaboðin sem við finnum í DNA á "amoeba" sem er örsmá. Jafnvel prófessorinn og darwinistinn Richard Dawkins getur ekki neitað því að skilaboðin sem finnast í svona lítilli veru er eins og upplýsingar sem við finnum í meira en 30 eintök af "Encyclopedia Britannica"! 

Það skiptir máli að gera sér grein fyrir að ekki er aðeins um að ræða óreiðu af stöfum heldur eru þeir í þannig röð að þeir mynda mjög sérstök skilaboð alveg eins og alvöru alfræðiorðabók.

Stóra spurningin

Svo stóra spurningin fyrir darwinista eins og Dawkins er: ef einföld skilaboð eins og "Farðu út með ruslið - Mamma", "Siggi + Anna" og "drekktu kók" gátu ekki myndast af náttúrulegum ástæðum án vitsmuna af hverju þarf þá ekki vitsmuni til að búa til skilaboð á við 30 eintök af alfræðiorðabókum?

Sannleikurinn er sá að darwinistar geta ekki útskýrt hvernig kraftar náttúrunnar gátu gert þetta. Í staðinn fyrir að sætta sig við þá niðurstöðu þá skilgreina þeir vísindi þannig að vitsmunir eru útilokaðir fyrirfram og það er ekkert vísindalegt við þá ákvörðun.

Með hvaða vísindalegu aðferðum getum ályktað hvað orsakaði fyrstu lífveruna?

Rannsaka uppruna lífsins

Darwinistar og sköpunarsinnar tala eins og þeir viti hvernig lífið varð til. Báðir geta augljóslega ekki haft rétt fyrir sér svo hvernig komumst við að því hvor hefur rétt fyrir sér? 

Það er oft horft fram hjá eftirfarandi staðreynd: enginn maður varð vitni að því þegar fyrsta lífveran varð til. Þetta er sögulegur atburður sem gerðist aðeins einu sinni og það er ekki hægt að endurtaka hann.  Við getum ekki farið til baka í tíma og horft á þetta gerast og séð hvort að náttúrulegir kraftar eða vitrænir kraftar orsökuðu fyrstu lífveruna.

Svo ef við getum rannsakað fortíðina beint, hvaða vísindalegu aðferðum getum við beitt til að hjálpa okkur að uppgvöta hvað orsakaði fyrstu lífveruna?  Við notum sömu aðferðir og eru notaðar í réttarkerfum um allan heim. Þannig að uppruni lífs er eins og  réttarrannsóknir þar sem við setjum saman sem flestar vísbendingar eins og rannsóknar lögreglumaður reynir að leysa morðgátu. Það er engin leið til að framkvæma glæpinn aftur, engin leið til að rannsaka fortíðina beint.

Grundvallar atriðið

Grundvallar atriðið í svona rannsóknum er sú regla að eins og hlutirnir gerast í dag, þannig gerðust þeir í fortíðinni. Það sem orsakar eitthvað í dag er það sem er líklegast hið sama og orsakað það í fortíðinni.  Með öðrum orðum þá búumst við við því að heimurinn virki í dag eins og hann virkaði í gær; sérstaklega þegar kemur að orsökum. Ef "Farðu út með ruslið - Mamma" þarf vitræna orsök þá myndu svipuð skilaboð í fortíðinni þurfa svipaða orsök.

Rushmoore_05Ef maður skoðar andlitin í Rushmoore fjallinu, hvað orsakaði þau?  Heilbrigð skynsemi segir manni að vindar og regn gátu ekki gert þetta; engin tegund af veðrun sem við þekkjum getur orsakað svona. Við ályktun réttilega að vegna þess að náttúrulegir kraftar gera ekkert slíkt í dag þá gerðu þeir það ekki í fortíðinni.  Það er ekki rök út frá fáfræði heldur rök út frá þekkingu.  Í dag sjáum við aðeins gáfaða hæfileika ríka menn búa til flotta skúlptúra. Svo við ályktum réttilega að hvað sem orsakaði þessi andlit hafði vitsmuni, vilja og hæfileika til að gera svona höggmyndir.

Á sama hátt getum við horft á fyrstu lífveruna og ályktað að vitsmunir orsökuðu upplýsingar að jafnvirði 30 alfræðiorðabóka. Við höfum aldrei séð náttúrulagakrafta orsaka einföld skilaboð eins og "drekktu kók" hvað þá 30 alfræðiorðabækur.

Svo afhverju trúa darwinistar því að náttúrulegir kraftar gátu orsakað fyrstu lífveruna?  Vísindamenn hafa ekki einu náð að binda efni í tilraunflösku sem mynda DNA sameind, hvað þá einhver DNA skilaboð.  Allar svona tilraunir eins og Urey-Miller tilraunin hafa aðeins sýnt fram á hve lítið náttúrulegir kraftar geta gert.   Þúsundir vísindamanna rembast hvað þeir geta en geta ekki gert það sem darwinistar vilja meina að náttúrulegir kraftar gerðu. Svo afhverju ættum við að trúa fullyrðingum guðleysingja að náttúrulegir kraftar gátu eitthvað í fortíðinni sem gáfaðir vísindamenn geta ekki í dag?

Afhverju afneitun?

Trúa guðleysingjar þessu bara vegna þess að þeir sjá ekki ummerki hönnunar? Alls ekki!  Þeir sjá hönnun greinilega. Til dæmis í bók sinni "The Blind watchmaker" þá segir Richard Dawkins á fyrstu blaðsíðunni "líffræði er rannsókn á flókum hlutum sem hafa einkenni hönnunar, eins og þeir voru hannaðir fyrir ákveðinn tilgang". Nokkrum blaðsíðum seinna þá harðafneitar Dawkins að það þurfti hönnuð.  Francis Crick, einn af þeim sem uppgvötaði DNA og mikill darwinisti er sammála Dawkins um að um er að ræða eitthvað sem lýtur út fyrir að vera hannað.  Svo sterklega talar líffræðin til okkar um hönnun að Francis Crick varar líffræðinga við með þessum orðum "líffræðingar verða stöðugt að hafa í huga að það sem þeir eru að horfa var ekki hannað heldur þróaðist".

Harvard lögfræði prófessorinn Philip Johnson sá þessi orð Cricks svona fyrir sér: "Darwiniskir líffræðingar verða ávalt að vera að þylja þessi orð aftur og aftur því annars gætu þeir orðið meðvitaðir um raunveruleikann sem starir framan í þá og er að reyna að ná athygli þeirra".

Svo afhverju þessi afneitun?  Crick og Dawkins og félagar verða að hunsa þennan raunveruleika vegna þess að þetta passar ekki við þeirra trú.  Efnishyggju guðleysi hefur neytt þá út í vond vísindi; í að hafna staðreyndunum til að verja sína heimsmynd.

Er um raunverulegt vandamál að ræða?

Lífefnafræðingurinn Klaus Dose viðurkennir að eftir núna 30 ár af rannsóknum í uppruna lífs leitt til "betri skilningi á hve gífulegt vandamálið er við uppruna lífs frekar en til lausnar á því".  Francis Crick skrifaði

"sérhvert skipti sem ég skrifa grein um uppruna lífsins þá sver ég að gera það aldrei aftur, af því að það eru of margar ágískanir að eltast uppi við of fáar staðreyndir". 

Sumir darwinistar hafa gripið til svo fáránlegra lausna á þessu vandamál að halda því fram að lífið hafi komið frá geimnum; svo erfitt vandamál er þetta!

Einn darwinsti var heiðarlegur og viðurkenndi þetta og sagði

Chandra Wickramasinghe
"The emergence of life from a primordial soup on the Earth is merely an article of faith that scientist are finding difficult to shed. There is no experimental evidence to support this at the present time. Indeed all attempt to create life from non-life, starting from Pasteur, have been unsuccessful".

Út frá þessu sjáum við greinilega að það eru guðlausir darwinistar sem eru að stunda slæm vísindi. Eðlisfræðingurinn og upplýsingafræðingurinn Hubert Yockey er sammála þessu og skrifar

"The belief that life on earth arose spontaneously from nonliving matter, is simply a matter of faith in strict reductionism and is based entirly on ideaology".

Dawkins, Crick og fleiri trúa að hægt er að einfalda lífið til þess að vera aðeins efni en lífið er greinilega meira en það. Lífið inniheldur upplýsingar. Alveg eins og blek á blaðsíðu útskýrir ekki upplýsingarnar í bók þá er ekki  hægt að útskýra uppruna upplýsinganna í DNA með þeim efnum sem það er búið til úr. Hérna eru guðleysingjar að láta sína trú valta yfir rökhugsun og staðreyndir.

Fyrirfram ákveðnar forsendur

Það eru ekki bara sköpunarsinnar sem sjá hvernig hugmyndafræði guðleysingja er grundvöllur þeirra heimsýnar. Margir þekktir darwinistar viðurkenna þetta líka. Dawkins sjálfur viðurkenndi þetta í emaili til Philip Johnson er hann skrifaði:

Richard Dawkins
Our philosophical commitment to materialism and reductionism is true... but I would prefer to characterize it as philosophical commitment to a real explanation as opposed to a complete lack of explanation, which is what you espouse".

Dawkins kannski trúir að hann hafi alvöru útskýringu en eins og við höfum séð þá er staðan ekki þannig í dag.  Kannski finnst Dawkins gáfulegra að halda í guðleysi sitt og vona að seinna munu vísindamenn finna hvernig náttúrulegir kraftar gerðu þetta en það eru ekki allir til í andstöðu við staðreyndirnar.  Þetta er samt ekkert miðað við játningu Richard Lewontin frá Harvard sem lýsti þessu svona:

Lewontin, "Billions and Billions of Demons," in the New York Review of Books, January 9, 1997
We take the side of science in spite of the patent absurdity of some of its constructs, in spite of its failure to fulfill many of its extravagant promises of health and life, in spite of the tolerance of the scientific community for unsubstantiated just-so stories, because we have a prior commitment, a commitment to materialism. It is not that the methods and institutions of science somehow compel us to accept a material explanation of the phenomenal world, but, on the contrary, that we are forced by our a priori adherence to material causes to create an apparatus of investigation and a set of concepts that produce material explanations, no matter how counterintuitive, no matter how mystifying to the uninitiated. Moreover, that materialism is absolute, for we cannot allow a Divine Foot in the door.

 


Hérna kemur sannleikurinn greinilega fram í dagsljósið. Það er ekki að staðreyndirnar styðji guðleysið heldur samkvæmt Lewontin þá virka oft guðleysis útskýringarnar órökréttar.  Hann velur að fylgja þeim því að Guð má ekki komast með fótinn inn um dyrnar.  Sannleikurinn er að þeir eru búnir að skilgreina vísindi á þann máta að Guð kemst ekki inn.  Svo það er ekki eins og alvöru vísindi hafa lokað á Guð heldur aðeins guðleysis heimspeki.

Enn annað vandamál transcriptionStill_15
Uppruni upplýsinganna er ekki eina vandamálið sem darwinistar þurfa að útskýra með náttúrulegum kröftum, þeir þurfa líka að útskýra uppruna vélanna sem geta lesið þessar upplýsingar. Til að skilja hve mikið vandamál þetta er ímyndaðu þér að finna þykka bók og í henni eru upplýsingar um hvernig á að búa til vélmenni sem getur þrifið húsið þitt og farið út með ruslið. Þegar þú síðan opnar bókina þá sérðu að hún er á rússnesku! 

 

Hve erfitt væri það fyrir þig að lesa þessar upplýsingar og byggja vélmennið ef þú hefðir enga rússneska orðabók eða einhvern sem gæti hjálpað þér að þýða? Þetta er það vandamál sem náttúrulegir kraftar þurftu að hafa leyst.  Þetta er líka vandamálið sem vísindamenn eru enn að reyna að leysa þegar þeir reyna að lesa og skilja DNA lífvera. Hérna er hægt að skoða þessar vélar og hvernig þær vinna. Hvernig þær lesa DNA og síðan vinna úr því, sjá:   http://vcell.ndsu.nodak.edu/animations/transcription/index.htm

 

Það er svo mikið að taka í þessum málaflokka að það getur grafið allt guðleysi fyrir fullt og allt en aðeins ef viðkomandi vill horfa heiðarlega á staðreyndirnar. Ef einhver vill halda í sitt guðleysi þá skiptir engu máli hve mikið bendir til Guðs, hann getur alltaf afsakað það í burtu.  Hérna þarf ég að taka trúarstökk en ég geri það á föstum grunni staðreynda. Ef ég væri beðinn um að taka trúarstökk í átt að guðleysi þá væri það eins og stökkva yfir Hallgrímskirkju eða kannski enn frekar að stökkva og lenda á tunglinu!  Það þarf sannarlega mikla trú til að vera guðleysingi og ég hef ekki svo mikla trú.


Leiðin til lífs

ten-commandments5. Mósebók 6
6Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.  


Þessi orð sem þarna er verið að tala um eru boðorðin tíu.  Biblían hefur margt að segja um þetta Lögmál Guðs.

Orðskviðirnir 6
23
Því að lögmálið eru lampi og boðorðin ljós,
þau eru hvatning og handleiðsla til lífs


Sálmarnir 1

1Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra,
eigi gengur götur syndara
og eigi situr meðal háðgjarnra
2heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Matteusarguðspjall 7
12
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. 

Galatabréfið 5
14
Allt lögmálið felst í þessu eina boðorði: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Svo við eigum að hafa yndi af Lögmáli Guðs og það endurspeglast í okkur þegar við fylgjum hinu konunglega boðorði að elskum náungann eins og okkur sjálf.

Skoðum aðeins boðorðin:

Þú skalt ekki ljúga
Það sem telst sem lygi eru ýkjur, að segja bara hálfan sannleikann eða bara að þegja og veita þannig samþykki þitt á blekkingum.  Hver okkar hérna getur sagt að hann hefur aldrei logið?
Er þá möguleiki að þú ert lygari í augum Guðs?  Er ein lygi nóg til þess að verða lygari? Ef þú nauðgar einni konu er það nóg til þess að þú sért nauðgari?  Sannleikurinn er augljós er það ekki?

Þú skalt ekki stela.
Þetta er erfitt lögmál og djúp því þetta snertir svo marga þætti í okkar lífi.  Ef maður svíkur skatt, er maður þá ekki að stela?  Ef maður borgar undir borðið eða fær einhvern til að vinna svart fyrir mann, er það ekki þjófnaður?  Eða að taka eitthvað lítið frá vinnunni?  Árni Jónsen réttlætti sinn þjófnað þannig að hann hefði átt þetta inni.  Við höfum örugglega öll einhverjar afsakanir og réttlætingar en ég held að innst inni þá segir samviskan manni að maður er sekur.
 

Þú skalt ekki drýgja hór
Það sjá flestir að það að halda fram hjá maka sínum er hræðilegt trúnaðarbrot sem getur eyðilagt fjölskyldur og líf fólks en Jesú gekk enn lengra. Bara að langa að halda fram hjá væri hið sama því að Guð horfir á hjartað og vondar hugsanir enda í vondum verkum.

Þú skalt ekki myrða
Þegar maður skoðar þetta boðorð þá loksins finnst manni að hérna er boðorð sem maður er saklaus af en er það svo?  Ritningin segir að sá sem hatar bróður sinn er morðingi í hjartanu og Jesús sagði að ef maður reiðist án ástæðu þá er maður í hættu fyrir dóminum.
Þetta eru aðeins fjögur af boðorðunum og það eru önnur sex sem við munum verða dæmd eftir.Hvað ætti Guð að gera við okkur?   Getum við sagt að við eigum skilið að ganga inn í himnaríki? Andspænis Boðorðunum þá bregðast sumir við því að réttlæta sig með því t.d. að segja að það er svo langt síðan ég gerði eitthvað slæmt; aðrir segja „ég er góð manneskja, ég  geri góðverk og er traustur vinur“.  En ímyndum okkur að vera í dómssal og þar er maður sem er sekur um að nauðga og svo myrða unglings stúlku. Þegar hann stendur frammi fyrir dómaranum þá segir hann að hann sé í rauninni góð manneskja. Hann gefur til líknarmála, hann stelur ekki, er góður og traustur vinur og þykir vænt um mömmu sína.  Hvað myndi dómari segja við þessu?  Ætli hann myndi ekki segja að allt þetta góða komi málinu ekki við?  Hvað með að Guð fyrirgefur? 

Ef við förum aftur í dómssalinn og spyrjum okkur hvað dómari myndi segja við morðingja sem bara bæði dómarann um að fyrirgefa sér og sleppa við refsingu?
Ef við viljum ekki að dómskerfið okkar virki svona, ef við hreinlega vitum að þetta væri ekki réttlæti, afhverju ætti þetta að vera öðru vísi í dómssal himinsins þar sem Guð er dómarinn? En það er akkurat hérna sem krossinn kemur inn í.  Að fyrir tvö þúsund árum þá sendi Guð son Sinn til að borga gjaldið svo að við mættum vera fundin saklaus á dómsdegi. Ekki af því að við erum saklaus heldur afþví að það er búið að borga gjaldið.  Þetta eru góðu fréttirnar sem Kristur bað okkur um að færa heiminum; að gjaldið væri borgað og í gegnum fórn Krists væri hægt að öðlast náð. 
Fyrsta Jóhannesarbréf 4
9
Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf. 10Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.

Gerir þú þér grein fyrir að þú ert á dauðadeild; að hvenær sem er gæti vörðurinn komið inn í klefann til þín og tekið þig burt til að láta taka þig af lífi?   Já, ég viðurkenni að það er langt á milli veggjanna og það er hátt til lofts en dauða dómurinn er hreinlega það eina sem við vitum fyrir víst í þessu lífi.

En er þessi dauðadómur réttlátur?  Flestum finnst þeir ekki hafa gerst sekir um neitt svo slæmt að þeir verðskuldi slík örlög.Kannski ekki morðingi en...  hve margir hafa  verið myrtir vegna þjófnaðar?  Vegna blekkinga?  Vegna öfundar?  Vegna framhjáhalds?  Vegna þess að einhver laug upp á viðkomandi og það eyðilagði líf hans?  Hve margir hafa dáið vegna þjófnaðar?  Eru ekki flest stríð háð vegna græðgi?  Taka völd og auðævi frá einhverjum öðrum og þúsundir deyja vegna þess? 
Sekur um græðgi...
15 miljón börn deyja árlega úr hungri, afhverju?  Er það ekki vegna græðgi?  Einhver á miljarða og lifir í dásemdum og munaði á meðan aðrir eiga ekki nóg til að lifa af?

Hve margir deyja í ár vegna HIV smits?  Það er talið að um 40 miljónir manna eru smituð af HIV í dag og á hverju ári deyja um tvær miljónir manna, þar á meðal 380.000 eru börn yngri en 15.  En er þetta eitthvað annað en afleiðing þess að drýgja hór eða hreinlega löngunin að drýgja hór og þarna erum við aðeins að sjá þá sömu synd, fullþroskaða? 

Laug ekki George Bush um gereyðingar vopn í Írak sem leiddi til innrásar og dauða þúsunda?

Í Jakobsbréfi stendur þetta:

Jakobsbréfið 1
15
Þegar girndin síðan er orðin þunguð elur hún synd og þegar syndin er orðin fullþroskuð leiðir hún til dauða.
Og hérna erum við og sannarlega verðskuldað...  á dauðadeild. Þótt að það er langt á milli veggjanna og hátt til lofts þá erum við á dauðadeild og við getum verið tekin hvenær sem er.Þegar Jesú var einu sinni í boði hjá Faríseija þar sem kona kom og smurði fætur Krists með smyrslum og kyssti þá er hún grét. Gestgjafinn sér þetta og hugsar með sér hvort að Jesú viti ekki hvers konar kona er þarna á ferðinni. Þá segir Jesú honum stutta sögu sem við finnum í Lúkasarguðspjalli 7:40
LIZZYGALVEZ-JesusCross-John3-16-Sepiúkasarguðspjall 7
40
Jesús sagði þá við hann: „Símon, ég hef nokkuð að segja þér.“
Hann svaraði: „Seg þú það, meistari.“
41„Tveir menn voru skuldugir lánveitanda nokkrum. Annar skuldaði honum fimm hundruð denara
 en hinn fimmtíu. 42Nú gátu þeir ekkert borgað og þá gaf hann báðum upp skuldina. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?“
43Símon svaraði: „Sá hygg ég sem hann gaf meira upp.“
Jesús sagði við hann: „Þú ályktaðir rétt.“ 44Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: „Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu. 45Ekki gafst þú mér koss en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína allt frá því ég kom. 46Ekki smurðir þú höfuð mitt olíu en hún hefur smurt fætur mína með smyrslum. 47Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar enda elskar hún mikið en sá elskar lítið sem lítið er fyrirgefið.“ 48Síðan sagði hann við hana: „Syndir þínar eru fyrirgefnar.“
 
 Horfir þú á krossinn í þakklæti og kærleika?Ef Guð kemur inn í líf einhvers, mun það ekki breyta honum?
Síðara Korintubréf 13
5
Rannsakið hvort trú ykkar kemur fram í breytni ykkar, prófið ykkur sjálf. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir að Jesús Kristur lifir í ykkur?
Orð Guðs
Orð Guðs er barni Guðs mikilvægara en dagleg fæða, eins og Kristur sagði „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman heldur af sérhverju Orði af munni Guðs“ og Pétur sagði: 
2 Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ómenguðu mjólk til þess að þið af henni getið dafnað til hjálpræðis 3 enda „hafið þið smakkað hvað Drottinn er góður“.," (1 Pétursbréf 2:2 )”

Trú
Ímyndaðu þér ef þú hittir vin þinn og þú segðir honum hvað á þína daga hefði drifið. Hvar þú værir að vinna, hvar þú byggir núna og kannski að þú værir í sambandi eða hefðir eignast barn en vinur þinn segist ekki trúa því sem þú segir honum?  Myndi þér ekki líða eins og hann væri að kalla þig lygara?  Það er akkúrat það sem Biblían segir að við erum að gera þegar við trúum ekki Orði guðs.

Fyrsta Jóhannesarbréf 5
10Sá sem trúir á son Guðs hefur vitnisburðinn innra með sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gert hann að lygara af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð sem Guð hefur vitnað um son sinn

Elska fjölskyldu Guðs

Kirkjan og samfélag við aðra kristna er ánægjuleg og er eins og griðaland þar sem vinir koma saman. Ef það er ekki þannig þá er eitthvað mikið að göngu viðkomandi með Guði.

Góð verk

Títusarbréf 3
8
Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu til þess að þau sem fest hafa trú á Guð láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegtEða eins og Kristur talar um, látið menn sjá yðar góðu verk svo þeir lofsami Guð sem er á himnum.
Síðara Tímóteusarbréf 2
19 En Guðs styrki grundvöllur stendur, merktur þessum innsiglisorðum: „Drottinn þekkir sína,“ og: „Hver sá sem nefnir nafn Drottins haldi sér frá ranglæti.“
Sá sem gerist kristinn heldur sér frá öllu ranglæti því hann veit hvað fyrirgefningin kostaði.
Ávextir andans
Eins og Galatabréfið talar um
Galatabréfið 5
22 En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, 23 hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki.
Trúboð...
Þegar Kristur yfirgefur lærisveinana þá gefur Hann þeim Hans síðustu skipun, má segja að þá gefur Hann þeim boðorð boðorðanna „farið út og boðið fagnaðarerindið og gerið lærisveina meðal þjóðanna“.   Sá sem hefur verið bjargað úr klóm dauðans, ef hann er fæddur af anda Guðs þá hefur hann sömu langanir og Guð sem er að enginn muni farast heldur allir munu komast til eilífs lífs. En ég vona að við höfum séð að allir sem við þekkjum, ef þeir deyja án frelsarans þá munu þeir farast í glæpum sínum gagnvart Guði og mönnum.
 

Það deyr enginn guðleysingi - Plató

Skemmtileg tilvitnun frá Plató. Hérna eru fleiri skemmtilegar tilvitnanir um guðleysi því miður eru þær á ensku.

atheism

Anonymous
"Atheism is the death of hope, the suicide of the soul....."

Sir Francis Bacon - faðir hinnar vísindalegu aðferðar
"Atheism is rather in the lip than in the heart of man....."

James M. Gillis
"Only in Atheism does the spring rise higher than the source, the effect exist without the cause, life come from a stone, blood from a turnip, a silk purse from a sow’s ear, a Beethoven Symphony or a Bach Fugue from a kitten walking across the keys....."

Plato
"Atheism is a disease of the soul before it becomes an error of understanding....."  "No one ever dies an atheist....." 

Voltaire
The atheists are for the most part imprudent and misguided scholars who reason badly who, not being able to understand the Creation, the origin of evil, and other difficulties, have recourse to the hypothesis the eternity of things and of inevitability....."

Mary Anne Vincent
"An atheist’s most embarrassing moment is when he feels profoundly thankful for something,but can’t think of anyone to thank for it...."


Flott myndband af þeirri hönnun sem við sjáum í lífinu

Hérna er virkilega flott myndband sem sýnir okkur inn í heim hins örsmá í lífinu.

www.hybridmedicalanimation.com/demoReel.html

illust_1


Fjöldskyldan - Umdeild vers Páls um konur

Eftirfrandi grein er eftir Eric Guðmundsson formann Aðvent kirkjunnar á Íslandi 

 

Fjölskyldan070410_153409_Family before the Cross
Fjölskyldan er grunnstoð samfélagsins. Hjónaskilnaður og hjúskaparslit eru tíð í nútímasamfélaginu. Á nemendavefsíðu KHÍ kemur fram að á Íslandi lyktar líklega þremur eða fjórum að hverjum tíu hjónaböndum með skilnaði. Árið 2003 voru 531 lögskilnaðir á Íslandi. Þó skal taka fram að tíðni lögskilnaða hefur lítið sem ekkert breyst undanfarin þrjátíu ár og samanborið við nágrannalönd okkar eru töluvert færri lögskilnaðir hér á landi. Þetta mætti skýra með því að nú á dögum er orðið algengara að fólk gifti sig seinna eða sé jafnvel í sambúð í mörg ár áður en það giftir sig ef það er yfirleitt að gifta sig. Tíðni skilnaða er samt mikið áhyggjuefni ekki síst vegna þeirra afleiðinga sem rofin fjölskyldutengsl hafa á líðan bara og uppeldi. Óstöðugleikinn sem skilnaðarbörnin verða fyrir er einmitt eitt helsta kennileyti nútíma uppvaxtarskilyrða.

Meginreglur farsæls heimilishalds er að finna í einhverri allra mikilvægustu umfjöllun Nýja Testamentisins um heimilið en jafnframt ein af þeirri misskildustu. Í Efesusbréfinu 5. kafla "Já" segir einhver, "það er þar sem Páll skipar karlinn höfuð konunnar og kallar á undirgefni konunnar." Við fyrstu sýn kann þetta að vera rétt, en þetta er ekki kjarni boðskaparins: "Sýnis Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni: konunnar eiginmönnum sínum eins og Drottni. Því að maðurinn er höfuð konunnar eins og Kristur er höfuð og frelsari kirkjunnar, líkama síns. En eins og kirkjan lýtur Kristi, þannig, þannig lúti og konurnar eiginmönnum sínum í öllu. Karlmenn, elskið konur ykkar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana til þess að helga hana með orðinu og hreinsa hana í vatnslauginni. Hann vildi leiða kirkjuna fram fyrir sig í dýrð án þess að hún hefði blett eða hrukku né neitt slíkt." Ef 5.21-26. Megin kjarni þessa texta er ekki yfirráð heldur ást og kærleikur. Hér koma fram eðlisþættir þess kærleika sem ríkja skal milli hjóna og innan heimilisins.

1. Fyrst, kærleikurinn innan heimilisins á að vera fórnandi kærleikur. Eiginmaðurinn á að elska konu sína á sama hátt og Kristur elskaði kirkjuna og gaf sjálfan sig fyrir kirkjuna. Þessi kærleikur má aldrei vera eigingjarn kærleikur. Kristur elskaði ekki söfnuðinn til þess að söfnuðurinn myndi aftur gera hluti fyrir hann, heldur þannig að honum gæfist kostur á að koma einhverju í kring fyrir söfnuðinn.

Að vísu segir Páll hérna: Karlinn er höfuð konunnar, en hann segir einnig að maðurinn skuli elska konuna eins og Kristur elskaði kirkjuna, þ.e. með viðhorfi sem aldrei birtist í formi valdbeitingar eða frelsisskerðingar heldur ástar sem er reiðubúin að veita hvaða fórn sem er henni til góðs. Jesús segir sjálfur "Sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé þræll yðar, eins og Mannsonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga."

2. Í öðru lagi. Kærleikurinn á að vera hreinsandi kærleikur. Kristur hreinsaði og helgaði söfnuðinn með því að þvo hann í vatni á þeim degi þegar sérhver meðlimur vottaði trúarjátningu sína. Páll á við skírnina. Með hreinsun skírnarinnar og játningu trúarinnar leitaðist Kristur við að gera söfnuð sinn hreinan og heilagan þar til ekki var að finna nokkurn blett né misfellu. Ef ástin dregur persónuna niðurávið er ekki um sanna ást að ræða. Ást sem gerir persónuna gróafari í stað þess að gera hana vandaðri, er óekta. Sérhver ást sem krefst undirferils eða veikir siðferðisvitundina eða sem gerir fólk verri persónur er ekki sannur kærleikur. Sönn ást hreinsar allt líf sérhvers manns.

3. Í þriðja lagi. Þetta er umhyggjusamur kærleikur. Innan heimilisins eigum við að elska og annast hvert annað sem eigin líkama. Sannur kærleikur annast ávallt þann sem hann elskar. Hann elskar ekki til að krefjast þjónustu eða í því að skyni að eigin þörfum sé mætt eða í ábataskyni heldur annast hann þann sem hann elskar.

4. Í fjórða lagi, sönn ást er órjúfanleg. Vegna ástarinnar yfirgefur maðurinn foreldra sína og býr með eiginkonu sinni og þau verða eitt hold. Hjónin eru sameinuð eins náið og limir líkamans eru ein heild. Og þau áforma ekki frekar að skilja við hvort annað en að sundra eigin líkama.

5. Öll þessi tengsl innan heimilisins eru "í Drottni" eins og Páll kemst að orði. Þau eru lifuð í návist Drottins og í andrúmslofti Drottins. Sérhver hreyfing er undir handleiðslu Drottins, sérhver ákvörðun er tekin "í Kristi". Páll segir "verið góðviljaðir  hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður. Ef 4.32. Á hinu kristna heimili er Jesús stöðugt nálægur þó óséður gestur.

Í þessum þáttum árangursríks heimilishalds sjáum við háleitt fordæmi Jesús Krists sjálfs, sem eins og segir í Filippíbréfinu "fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur." Það er, hann yfirgaf föður sinn og himneskt heimkinni til þess að verða eitt með söfnuði sínum um alla eilífð.

Bjóðum honum daglega inn á heimili okkar með lestri Orðsins og bænahaldi þannig að Andi hans móti viðhorf okkar, samræður og hegðun og að sannur guðdómlegur kærleikur ráði þar ríkjum.

Eric Guðmundsson - formaður Aðvent kirkjunnar.


Ef heimurinn fer í stríð

world-end-in-2012-2Á síðustu öld sáum við heiminn fara tvisvar í stríð með ógurlegum afleiðingum. Aldrei hafði tæknin verið jafn mikil og eyðilegginga kraftarnir sem mannkynið gat beitt voru meiri en nokkru sinni áður í sögu mannkyns.

Síðasta heimstyrjöld endaði með tilkomu kjarnorku sprengingarinnar og með því að það vopn var notað, ekki einu sinni heldur tvisvar.  Þessar kjarnorkusprengjur voru samt aðeins kettlingar miðað við þær sem við höfum í dag.  Það er athyglisvert að Biblían talar um að þegar Guð kemur til baka þá kemur Hann til að stöðva þá sem eyða jörðinni. Það sem er merkilegt við það er að menn höfðu aldrei getað eytt jörðinni. Í þúsundir ára þá eina sem við gátum gert var að skjóta örðum og gera smá rispur í fjöll en í dag er staðan allt önnur. Í dag getum við sannarlega eytt jörðinni.

Ég persónulega vil ekki upplifa síðustu tíma; lýsingin á þeim er ekki falleg svo ég vildi helst að þeir gerðust annað hvort þegar ég er farinn eða mjög gamall. En kannski verður mér ekki að ósk minni.

En allir ættu að hafa í huga að þeirra endir gæti komið miklu fyrr. Á meðan þú dregur andann er ennþá tími til að iðrast og snúa sér frá syndum og til Guðs svo þú mættir öðlast eilíft líf.

 

Ég fjallaði um þetta efni á öðrum stað í meiri smáatriðum, sjá: Merki um að við lifum á síðustu tímum?

Síðan myndbönd sem útskýra hvað Biblían segir að muni gerast á hinum síðustu tímum, sjá: Atburðir endalokanna

 


mbl.is Íranar skjóta fleiri flaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið réttlæti á þessari jörð

Allar fréttir virðast að einhverju leiti fjalla um rangréttlæti. Einhver keyrir of hratt, einhver sendir annan mann út í dauðann og hræðilegur maður sem pyntaði og drap nýtur lífsins á einhverjum fjarlægum stað þar sem enginn veit hver hann er. 

Þessi hugmynd um réttlæti er merkileg því það er ekki mikið af því í heiminum en samt virðast allir vita hvað réttlæti er. Sumir reyna að neita því en þegar brotið er á þeim þá eru þeir hinir sömu fljótir að benda á óréttlætið.  Biblían segir að Heilagur Andi sannfærir okkur um synd og dóm eða með öðrum orðum sannfærir okkur um rétt og rangt, um réttlæti.  Huggunin sem kristnir hafa er að það mun koma sá tími er Guð dæmir heiminn með réttlæti.  Að hlutir hins kúgaða verði bættur og hinir vondu fái réttláta refsingu. 

Predikarinn hafði margt áhugavert um réttlætið og lífið á þessari jörð og leyfi honum að enda þessa færslu. 

Prédikarinn 3
16Enn sá ég undir sólinni: Þar sem rétturinn átti að vera, þar var ranglæti og þar sem réttlætið átti að vera, þar var réttleysi. 17Ég sagði við sjálfan mig: Hinn ráðvanda og hinn óguðlega mun Guð dæma því að hann hefur afmarkað tíma öllum hlutum og öllum verkum. 18Ég sagði við sjálfan mig: Þetta er gert mannanna vegna til þess að Guð geti reynt þá og þeir sjái að þeir eru sjálfir ekki annað en skepnur. 19Því að örlög manns og örlög skepnu eru hin sömu: Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn og allt hefur sama andann og yfirburði hefur maðurinn enga fram yfir skepnuna því að allt er hégómi. 20Allt fer sömu leiðina: Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar

...
Prédikarinn 4
1Enn sá ég alla þá kúgun sem viðgengst undir sólinni: Þar streyma tár hinna undirokuðu en enginn huggar þá. Af hendi kúgara sinna sæta þeir ofbeldi en enginn huggar þá. 2Þá taldi ég hina framliðnu sæla, þá sem löngu eru dánir, sælli en hina lifandi, þá sem enn eru uppi, 3en þann sælli þeim báðum sem enn er ekki fæddur og ekki hefur litið ódæðin sem framin eru undir sólinni.

 

 


mbl.is Dr. Dauði sagður á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband