Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Á maður að efast um efasemdir David Humes?

Í upphafi var mikill hvellur

wr124Árið 1916 var Albert Einstein að setja saman afstæðiskenninguna en hann var ekki sáttur við það að ef hans kenning væri sönn þá benti það til þess að alheimurinn hafði upphaf.  Það sem útreikningar Einsteins bentu til var að tími, rúm og efni hefði allt saman upphaf. Að á einhverjum tímapunkti hefði ekkert verið til, ekki einu sinni tíminn eða efni.  Þessir útreikningar Einstein voru ekki í samræmi við trú hans að alheimurinn hefði alltaf verið til.  Seinna þá sagði Einstein að þessi uppgvötun hans hefði verið „pirrandi“.  Einstein vissi að ef alheimurinn hafði upphaf þá þurfti einhver fyrir utan alheiminn að hafa orsakað hann.  Svo illa líkaði Einstein þetta að hann bætti breytu við jöfnuna sína til að forðast þessa niðurstöðu.

Fudge factor

Þessi breyta sem Einstein hafði sett í jöfnur sínar var ekki að virka og árin á eftir þá gagnrýndu margir stærðfræðingar það sem Einstein hafði gert. Árið 1919 gerði stjarnfræðingurinn Arthur Eddington tilraun í sólmyrkva sem studdi að afstæðis kenningin Einstein væri sannarlega rétt en líka að alheimurinn hafði upphaf og var ekki eilífur. Eins og Einstein þá líkaði Eddington ekki þessi niðurstaða og seinna skrifaði hann „hugmyndafræðilega þá var hugmyndin um upphaf náttúrunnar mér mjög einkar ógeðfeld... Ég óskaði þess að ég gæti fundið einhverja leið út úr þessu.“Albert-EinsteinÁrið 1922 þá sýndi rússneski stærðfræðingurinn Alexander Friedmannað þessi breyta sem Einstein hafði sett inn í jöfnur sínar hefði verið algebrísk misstök; hinn mikli Einstein hafði deilt með núlli. Eitthvað sem skólakrakkar vita að má ekki.  Seinna þá uppgvötaði Edwin Hubble að alheimurinn væri að þenjast út og Einstein fór í nokkurs kona pílagrímsför til Mount Wilsonstjörnurannsóknarstöðina til að skoða í stjörnu kíki Hubbles. Það sem hann sá var ekki hægt að mótmæla, staðreyndirnar sýndu það svart á hvítu að alheimurinn væri að þenjast út sem studdi enn frekar að alheimurinn hafði byrjun. Eftir þetta þá gafst Einstein upp á þeirri hugmynd að alheimurinn væri eilífur og sætti sig við niðurstöðurnar.  Seinna þá lýsti hann þessum misstökum sínum sem mesta klúðri lífs síns. Þetta leiddi Eistein til þeirrar trúar að Guð væri til þó ekki til trúar á persónulegan Guð.Til að skoða þetta á rökfræðilegan máta þá má lýsa þessu svona.1.       Allt sem hefur byrjun er orsakað.2.       Alheimurinn hefur byrjun.3.       Alheimurinn var orsakaður.Þetta er rökrétt niðurstaða en það fer allt eftir forsendunum hvort niðurstaðan er rétt. Spurningin er hvort að forsendurnar séu réttar. Fyrsta forsendan „allt sem hefur byrjun er orsakað“ er lögmálið sem varðar orsök og afleiðingu sem er undirstöðu atriði vísindanna; án þessa lögmáls væru vísindi útilokuð. Francis Bacon sem er oft kallaður faðir hinnar vísindalegu aðferðar sagði að „sönn þekking er þekking um orsakir“.  Með öðrum orðum þá snúast vísindin um leitina að orsökum. Að afneita þessu lögmáli er að afneita vísindum og allri rökhyggju.

Önnur forsendan - Mikli hvellur

Allt í lagi, svo fyrsta forsendan er mjög áreiðanleg en hvað með aðra forsenduna að „alheimurinn hefur byrjun“?  Fram að tímum Einsteins þá hugguðu guðleysingjar sig við það að alheimurinn væri eilífur og þar af leiðandi þurfti ekkert til að orsaka hann. En síðan þá hafa margar vísindalegar athuganir sem hafa sýnt fram á að alheimurinn hafði byrjun.  Þetta er það sem vísindamenn kalla í dag „Miklahvell“.  Ímyndið ykkur ef þið heyrðuð núna háværan hvell fyrir utan; við myndum hlaupa út og sjá skömmustulegan strák.  Mynduð þið trúa honum ef hann segði að ekkert orsakaði hvellinn?Nokkrar af þeim athuganir sem styðja að alheimurinn hafði upphaf eru þessar:

  • Afstæðiskenning Einsteins sem er búið að sannreyna að allt að fimm aukastöfum.
  • Lögmál varmafræðinnar.        
  • Alheimurinn er að þenjast út.
  • Bakgrunnsgeislun frá Miklahellinum

Annað lögmál varmafræðinnar

Sterkustu rökin hérna eru lögmál varmafræðinnar. Fyrsta lögmálið segir að magn orku og efnis í alheiminum er ávalt eins. Ekki hægt að búa til orku né eyða henni. Annað lögmálið segir að nýtilega orkan í alheiminum er ávallt að minnka. Hvert sinn sem við gerum eitthvað, sitjum hér og hlustum eða þegar við keyrðum hingað þá erum  við að nota nýtilega orku sem verður aldrei hægt að nýta aftur.  Það sem þetta þýðir fyrir uppruna alheims er að alheimurinn getur ekki verið eilífur því að þá væri öll nýtilega orkan löngu horfin.  Hugsið ykkur þetta eins og vasaljós sem er í gangi, því lengri tíma sem það er búið að vera í gangi því minna er eftir af batteríunum. Ef það hefði verið í gangi "að eilífu" þá væri löngu slokknað á því og batteríin búin.

Sem dæmi þá líkir Stjarnfræðingurinn Robert Jastrow þessu við úr sem þú þarft að trekkja upp.

„ef að upptrekkt úr er að trekkjast niður á við þá hlýtur einhver upprunalega hafa trekkt það upp“. 

Einhver sem ræður yfir fyrsta lögmáli varmafræðinnar þarf að brjóta það lögmál og búa til orku og efni.

En eru lögmál varmafræðinnar áreiðanleg?  Frægir vísindamenn eins og Einstein og Arthur Eddington hafa lýst þessu lögmáli sem því lögmáli sem þeir telja fullvíst að muni aldrei reynast rangt af öllum lögmálum vísindanna.

Arthur Eddington í The Nature of the Physical World:
The second law of thermodynamics holds, I think, the supreme position among the laws of Nature. If someone points out to you that your pet theory of the universe is in disagreement with Maxwell’s equations - then so much the worse for Maxwell’s equations. If it is found to be contradicted by observation, well, these experimentalists do bungle things sometimes. But if your theory is found to be against the second law of thermodynamics I can give you no hope; there is nothing for it but to collapse in deepest humiliation
Að alheimurinn hafði byrjun er í rauninni eitthvað sem er ekki lengur umdeilt því að sannanirnar fyrir upphafi alheimsins eru svo sterkar.

Hvað þýðir það varðandi tilvist Guðs

En hvað þýðir það að alheimurinn hafði byrjun fyrir spurninguna hvort Guð er til?  Maðurinn sem situr núna í sæti Edwin Hubble, sá sem uppgvötaði að alheimurinn er að þenjast út, hafði nokkuð að segja um það. Sá maður er stjarnfræðingurinn Robert Jastrow. Fyrir utan að vera yfirmaður Mount Wilson þar sem Edwin Hubble gerði sínar uppgvötanir, þá er hann stofnandi Goddard geimrannsóknunar stofnunar NASA. Svo sem vísindamaður þá er hann hæfur til að tjá sig um þessa hluti. Þess vegna hafði hans bók „Guð og stjarnfræðingarnir“ mikil áhrif á sínum tíma.Í þeirri bók, eftir að Jastrow fjallar um það sem styður Miklahvells kenninguna þá skrifar hann þetta:

„núna sjáum við hvernig stjarnfræðilegar sannanir leiða okkur til Biblíulegs viðhorfs um uppruna heimsins.  Lýsingin í fyrstu Mósebók er sú sama. Atburðarásin sem leiðir til mannsins byrjar skyndilega og snögglega á ákveðnum tímapunkti í sprengingu ljóss og orku“

Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að kenningin um Miklahvell er í samræmi við fyrsta kaflann í fyrstu Mósebók.Seinna þá sagði Jastrow þetta:

Stjarnfræðingar uppgvöta nú að þeir hafa málið sig út í horn af því að þeir hafa sannað, með sínum eigin aðferðum, að heimurinn byrjaði skyndilega með sköpun sem þú getur rakið til baka fræ hverja einustu plánetu, hverja einustu lifandi veru í þessum alheimi og á jörðinni. Og þeir hafa fundið út að þetta er orsakað af öflum sem þeir geta aldrei vænst að uppgvöta... Að það eru yfirnáttúrulegir kraftar að verki er að mínu mati vísindaleg staðreynd.

En afhverju viðurkendi Jastrow og fleiri að það voru yfirnáttúrulegir kraftar þarna að verki?  Afhverju gátu ekki náttúrulegir kraftar verið að verki?  Ástæðan er sú að öll náttúran, þar á meðal náttúrulegir kraftar urðu til þegar alheimurnin varð til. Með öðrum orðum að tími, rúm og allt efni sem er í alheiminum varð til á einhverjum tímapunkti í fortíðinni. Svo engir náttúrulegir kraftar voru til fyrir þennan atburð og þess vegna geta þeir ekki orsakað alheiminn.  Þess vegna verður það sem orsakaði alheiminn að vera fyrir utan hann og vera yfir því sem er náttúrulegt.

Maðurinn sem uppgvötaði geimgeislun af Miklahvellnum

Einn mannanna sem uppgvötaði geimgeislunina af Miklahvellinum var Robert Wilson. Þessi geislun var eitthvað sem menn höfðu spáð fyrir að myndi finnast ef Miklahvells kenningin væri sönn og seinna þá fannst hún og bættist í hóp þeirra sannana að alheimurinn hafði upphaf. Fyrir þessa uppgvötun trúði Wilson að alheimurinn væri eilífur en varð að gefa þá hugmynd upp á bátinn.  Þegar hann var spurður eitt sinn hvort að Miklahvells kenningin benti til skapara þá svaraði hann: „Sannarlega þá þurfti eitthvað að setja þetta allt saman af stað. Ef þú ert trúarlega hugsandi þá get ég ekki hugsað mér betri kenningu um upphaf alheimsins sem passar við fyrstu Mósebók.“Afhverju samþykkja þá ekki allir vísindamenn að alheimurinn hafði byrjun og að það bendir til Guðs?Jastrow hefur mjög áhugavert um þetta að segja og það er gott að hafa í huga að hann flokkar sig sem agnostic í þessum málum:Guðfræðingar vanalega eru himinlifandi yfir sönnunum að alheimurinn hafði byrjun en sumum stjarnfræðingum er brugðið.  Þeirra viðbrögð skaffa okkur athyglisvert dæmi hvernig vísindalega hugsandi einstaklings – sem á að vera hlutlaus – þegar sannanir eru uppgvötaðar af vísindum sem leiða til árekstra við þær trúarsetningar sem tilheyra stjarnfræðinni.  Það kemur í ljós að vísindamenn hegða sér eins og við öll hin þegar okkar trú rekst á staðreyndir sem passa ekki  við þá trú. Við verðum pirraðir og við látum sem svo að enginn ágreiningur er til staðar eða við hyljum yfir hann með innihaldslausum frösum.

Hver skapaði Guð?

Þegar guðleysingjar standa frammi fyrir þessu þá koma þeir oft með spurninguna „hver skapaði þá Guð“.  Ef allt er orsakað, hvað orsakaði þá Guð“ spyrja þeir.  En hérna misskilja þeir lögmálið um orsök og afleiðingu. Það sem það lögmál segir er að allt sem hefur byrjun, hefur orsök en þar sem tíminn var ekki til fyrir Miklahvell þá hvað það er sem orsakaði Miklahvell hefur enga byrjun og þar af leiðandi þarf ekki að hafa verið orsakað af neinu. Það verður að vera til frumorsök.

Hvað fleira getum við lært af stjörnufræðinni?

Hvað fleira getur stjarneðlisfræðin sagt okkur um tilvist Guðs?  Fyrir marga þá er hve nákvæmlega alheimurinn og náttúrulögmálin eru stillt til að leyfa tilvist lífs líka mjög sterk rök fyrir tilvist skapara. Rökin fyrir hönnun geta verið sett svona fram:1.       Sérhver hönnun hefur hönnuð.2.       Alheimurinn inniheldur mjög flókna hönnun.3.       Þar af leiðandi hefur alheimurinn hönnuð.Eina leiðin til að fá hugmynd um hvort að alheimurinn virkilega innihaldi fínstillta flókna hönnun þá verður maður að skoða hvert atriði og meta það. Vísindamenn hafa fundið u.b.b. hundrað atriðisem þurfa að vera akkúrat rétt til að við getum verið til en ég ætla aðeins að lista upp nokkur þeirra:        

  • Þyngarkraftarnir verða að vera mjög fínstilltir til að plánetur gætu ferðast í kringum sólina.
  • Hraði ljóss hefur áhrif á mörg önnur eðlisfræðilögmál og smá breyting á hraða ljóss myndi útiloka líf eins og okkar.
  • Andrúmsloft jarðarinnar er sérhannað fyrir okkur. Smá breyting á magni af vatnsgufu og jörðin yrði of heit fyrir menn. Ef það væri minna þá væri jörðin þakin ís.
  • Ef Júpíter væri ekki í sólkerfinu okkar þá myndi jörðin vera sífellt að fá á sig loftsteina en Júpiter er eins og risastór ryksuga sem sogar til sín loftsteina sem annars myndu lenda á jörðinni með hrikalegum afleiðingum.
  • Ef að jörðin myndi snúast um sjálfa sig hægar þá væru miklu of miklar hitasveiflur milli dags og nætur. Ef jörðin myndi snúast hraðar þá myndi vindhraðinn vera of mikill fyrir menn að lifa hér.·         
  • Kraftarnir sem halda atómum saman verða að vera fínstilltir.
  • Efnin sjálf sýna einkenni hönnunar og þá sérstaklega kolefni og samspil vetnis og súrefnis sem mynda vatn sem er nauðsynlegt fyrir líf.

 

Þessi atriði hristu guðleysis trú stjarnfræðingsins Fred Hoyls sem hafði þetta að segja um málið:

Skynsamleg og rökrétt túlkun á þessum staðreyndum gefur til kynna að ofur greind hefur fíflast með eðlisfræðina, efnafræðina og líffræðina; að það eru engir blindir kraftar að verki í náttúrunni.

A common sense interpretation of the facts, suggests that a super-intellect has monkeyed with physics, as well as with chemistry and biology, and that there are no blind forces worth speaking about in nature.

Þótt að Hoyle vildi ekki fara út í hvaða ofur greinda vera þetta gæti verið þá sýna staðreyndirnar það að vitsmuni og vilja þurfti til að framkvæma allt þetta.

Hvað segir þetta okkur?

Hvað segja þessar staðreyndir um eðli Guðs?

  •  Guð er engum háður, fyrir utan tíma og rúm og er ekki búinn til úr efni ( þar sem að frum orsökin bjó til allt efni, tíma og rúm ). Með öðrum orðum, takmarkalaus og óendanlegur.        
  • Gífurlega máttugur til að orsaka allan alheiminn út frá engu með öllum þeim sólkerfum og vetrarbrautum og öllu öðru sem alheimurinn inniheldur.        
  • Stórkostlega gáfaður til að geta fínstillt alheiminn svona nákvæmlega að hann leyfi tilvist lífs.        
  • Persónulegur. Til að geta valið að taka ekkert og raða því í okkar veruleika þarf Guð að geta valið og aðeins persónur velja að gera eitthvað.


Hérna vil ég koma með það sem mér finnst vera mikilvægur punktur. Margir vilja meina að Guð Biblíunnar er bara eins og aðrir guðir sem menn hafa trúað á í gegnum aldirnar. Þeir nefna Seif, Óðinn og Míþras og fleiri svo engin ástæða til að taka Guð Biblíunnar eitthvað alvarlegra en alla hina guðina sem mannkynið hefur trúað á.  En það er mikill munur hér á. Allir þessir „guðir“ þeir voru í alheiminum. Þeir tóku þátt í alheiminum og alheimurinn hafði áhrif á þá.  Biblían lýsir Guði sem er ólíkur öllum öðrum sem menn hafa tilbeðið því að Guð Biblíunnar er fyrir utan tíma og rúm,  Hann er ekki háður alheiminum eða neinu öðru heldur er Hann fyrir utan alheiminn og skapaði hann úr engu. 

 

Það má segja að út frá þessu tek ég það trúarstökk að álykta að Guð er til en ég geri það vegna þess að ég hef góða ástæðu til þess. Ef ég ætti að taka annað trúarstökk til þess að Guð er ekki til þá hreinlega gæti ég það ekki. Stökkið væri of langt og erfitt að mér líst ekkert á það.


Vefir sem styðja Vitræna hönnun

Þeim vefum sem fjalla um Vitræna hönnun og styðja fer fjölgandi ár hvert. Hérna er listi yfir nokkra þeirra:

 

 

Tekið af http://www.evolutionnews.org/2008/07/intelligent_design_website_and.html#more 


Á maður að efast um efasemdir David Humes?

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Sannleikurinn og umburðarlyndi

david-humeEfasemdamaðurinn David Hume hafði líklegast mest áhrif á efasemda hugmyndafræði okkar tíma. Hume trúði því að allar hugmyndir væru annað hvort sannar samkvæmt skilgreiningu eða vegna þess að við gætum sannrænt þær með skynfærunum. Samkvæmt Hume þá er ekki hægt að skynja neitt nema hinn efnislega heim þá ætti ekki að trúa neinu sem er aðeins huglægt, þar á meðal Guð. Ástæðan samkvæmt Hume var sú að trúa einhverju sem væri ekki hægt að sanna með skynfærunum hefði enga merkingu og því rangt að trúa því.

Hume setti þetta svona fram:

  • fullyrðingar um sannleikann eru sannar ef þær eru það samkvæmt skilgreiningu.
  • aðrar fullyrðingar verður að vera hægt að staðfesta í gegnum skynfærin fimm

Þótt að Hume skilgreindi sig sem efasemdamann þá efaðist hann ekki um þessa aðferð sína til að nálgast sannleikann.

Út frá þessum forsendum þá sagði Hume þetta:

If we take in our hand any volume-of divinity or school metaphysics, for instance - let us ask, "Does it contain any experimental reasoning concertning matter of fact and existence?" No. Commit it then to the flames, for it can contain nothing but sophistryand illusion"

Svo að afleiðing af þessum hugsunarhætti Humes er að þarna útilokar allar trúarlegar bækur sem einskisvirði vegna þess að þær innihalda engann mælanlegann efnislegann sannleika. 

Tvö hundruð árum seinna þá breyttist þessi hugmyndafræði David Hume's í "principle of empirical verifiability" af heimspekinginum A.J.Ayer.  Þessi hugmyndafræði segir aðeins það sem er satt samkvæmt skilgreiningu eða er hægt að staðfesta með tilraunum geti haft einhvern sannleika sem er þess virði að vita.  Sú hugmyndafræði trollreið síðan háskólum um víða veröld á síðustu öld.

Gallinn við röksemdarfærslu David Humer og A.J.Ayer er að þær standast ekki sínar eigin kröfur. Skoðum þetta, aðeins staðhæfingar sem hafa einhverja merkingu eru þessar:

  1. Aðeins staðhæfingar sem eru sannar samkvæmt skilgreiningu
  2. Aðeins staðhæfingar sem hægt er að sanna með rannsóknum og athugunum.

Þar sem að þessar reglur "principle of empirical verifiability" eru ekki sannar samkvæmt skilgreiningu og er ekki hægt að sanna með rannsóknum og athugunum þá geta þær ekki haft einhverja merkingu.  Þær standast ekki sínar eigin kröfur.  Það er engin spurning að við getum öðlast þekkingu sem er hellings virði með rannsóknum en það þýðir ekki að allar fullyrðingar um alheiminn geti ekki verið sannar nema þær standist þessar kröfur sem David Hume og A.J.Ayer setja fram.

Svo, það er ekki ástæða til að henda öllum bókum sem fjalla um andleg málefni á bálið eins og David Hume fannst. Heimurinn inniheldur meira en efni. Ef svo væri ekki þá gætum við vigtað ást, fundið atómið sem veldur hugrekki og fundið efnasamsetningu haturs.


Rökræður um trú á Guð og þróunarkenninguna og siðferði

Hérna er myndband af rökræðum milli Phillip Johnson og William Provine.  Philip Johnson er lögfræðingur frá Harvard sem skrifaði bókina "Darwin on trial" og sumir vilja kalla hann faðir kenningarinnar um Vitræna hönnun.

Það sem þeir rökræða hérna í Stanford er þróunarkenningin og heitið á þessum atburði var "Evolution, science or dogma".   Það sem er mjög forvitnilegt er að sjá heimspekina sem darwinistinn Provine sýnir þarna, hvernig hann sér lífið og tilveruna.  Þeir fjalla lítillega um tilraunir fólks til að samræma hugmyndina um tilvist Guðs og síðan þróunarkenninguna en báðir sammála um að það er ekki hægt að samræma trú á Guð við þróunarkenninguna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Endalok þjóðkirkjunnar?

Því miður þá sýnir þetta ástand þjóðkirkjunnar, að það er lítið sem ekkert kristilegt við hana lengur. Ef Biblían er ekki grunnur kirkjunnar þá er hennar grunnur aðeins það sem prestum á hverjum tíma finnst vera rétt. Allir að gera það sem er rétt í þeirra eigin huga.

Þegar kemur að samkynhneigð þá er mikið um misskilning á afstöðu þess sem trúir Biblíunni. Sú afstaða er ekki að samkynhneigðir eru verri en annað fólk eða að þeir hafa eitthvað á móti þeim sem einstaklingum. Það er ekki einu sinni að samkynhneigð er að þeirra persónulega mati röng heldur aðeins að orð Guðs segir samkynhneigð vera ranga. Eins og staðan er í dag þá held ég að margir sem vilja hlíða Biblíunni eins vel og hægt er vildu óska þess að Biblían segði ekki þetta um samkynhneigð en það getur enginn breytt því sem Biblían segir um samkynhneigð.

Ég á ansi erfitt með að skilja fólk sem kallar sig kristið og segist vill taka þá mark á þeirri opinberun á Guði sem Biblían gefur en síðan ætlar sama fólk að velja og hafna því eftir því sem þeim hentar. Hvernig er hægt að tilbiðja Guð sem þú þarft að hafa vit fyrir?  Hvernig sér viðkomandi sig mæta Guði og fræða Hann um þessi missök Sín að hafa sagt að samkynhneigð væri ekki í lagi?

Sér Guð ekki að það er auðvitað eðlilegt og fallegt að tveir karlmenn stundi endaþarmsmök?  

 

Ég fyrir mitt leiti vel að trúa Biblíunni og tel að þessi lífstíll leiði aðeins illt yfir þá sem velja hann. Sá sem vill öðlast eilíft líf verður að iðrast og snúa baki við hverju sem Guð kallar synd; hann á að vera að vaxa í heilagleika en ef hann hafnar leiðsögn Guðs þá er hann að hafna Guði. Hann getur búið sér til annan guð sem honum líkar betur við en það er ekki Kristur, svo mikið er víst.

Varðandi að "velja sér kynhneigð".  Ég er ekki á því að einhver geti valið aðra kynhneigð. Það er margt í mínu eðli sem hneigist til þess sem ég sjálfur lít á sem af hinu vonda. Reiðast því sem mér finnst vera heimskulegt, borða of mikið og liggja í leti svo fátt sé nefnt. En þótt einhver hafi þannig langanir þá þýðir það ekki að hann þarf að fylgja þeim eftir. Hið sama gildir um samkynhneigð. Viðkomandi getur ekki valið aðra hneigð en hann getur valið að ríkja yfir henni.


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæður fyrir því að kristni gengur ekki upp samkvæmt Kára

Bloggarinn Kári Gautason kom með lista af atriðum sem honum finnst láta kristni ekki ganga upp. Mér fannst þetta vera það margir og áhugaverðir punktar að ég ákvað að taka þá sérstaklega fyrir. 

Kári
sjalfmynd1_161685Okei ég skal telja upp ástæðurnar sem mér finnst gera það að verkum að Kristni ganga ekki upp.

Siðfræði

Eru gjörðir góðar vegna þess að guð segir þá, eða segir guð þá vegna þess að þeir séu góðir. Eru gjörðir vondar vegna þess að guð segir þá vonda, eða segir guð frá vondum? Þessari spurningu varpaði Platon fram fyrir löngu síðan. Þessu hefur aldrei verið svarað almennilega. Ef maður segir að þeir séu góðir vegna þess að guð segir þá, þá getur maður ekki haldið því fram að guð sé góður. Hann gæti sagt manni að fórna barni sínu og það myndi þykja gott og rétt. 

Mér fannst C.S.Lewis útskýra þetta vel í bók sinni "Mere Christianity ". Ég trúi því að Guð skilgreini hvað gott er; að það er Hann sem ákvað hvað væri gott og hvað væri illska. Að Guð sjálfur er uppruni hins góða. Svo af þessum tveimur valmöguleikum þá myndi ég velja "gjörðir eru góðar af því að Guð segir þá vera góða". 

Ef Guð er ekki til, hvernig veistu þá að það er ekki gott að fórna barni sínu?  Gæti það ekki verið "gott" og að blindir náttúrulegir ferlar sem bjuggu þig til, klikkuðu alveg á því að láta þig vita að brenna börn er í rauninni það sem er "gott"?

Kári
Svo er það sem ég mynntist á áðan, að ef maður gerir góða hluti vegna vonar um verðlauna í næsta lífi, þá er maður ekki að vera góður. Heldur aðeins að hugsa um eigin hagsmuni. Sama gildir ef að maður sleppir því að drepa nágrannan bara vegna ótta við refsingu í næsta lífi. Þá er maður ekki góður.

En ef við erum gerð í Guðs mynd þá er þekking á hvað er gott innbyggt inn í okkur. Biblían talar sérstaklega um að heilagur Andi talar til okkar í gegnum samviskuna. Þarna myndast togstreita á milli þess að vilja vera góður og vilja vera mjög góður við sjálfan sig, jafnvel á kostnað annarra. Sumir fara að vísu alveg út fyrir strikið og vilja skaða aðra.  Óttinn við refsingu Guðs er upphaf viskunnar en ekki endir hennar. Málið er að maður er ekki góður því að Guð er uppspretta þess sem góðs er; við hreinlega verðum að vera sníkjudýr á Guði til að gera eitthvað gott. Guð er uppspretta kærleikans. Það þýðir auðvitað ekki að þeir sem trúa ekki á Guð geti ekki gert góða hluti eða viti ekki hvað gott er. En þetta þýðir að ef Heilagur Andi Guðs hættir að tala til okkar þá missum við samviskuna og myndum aðeins hegða okkur þannig að sjálfselskan myndi éta okkur upp. 

Kári
Svo er það sem ég mynntist á áðan, að ef maður gerir góða hluti vegna vonar um verðlauna í næsta lífi, þá er maður ekki að vera góður. Heldur aðeins að hugsa um eigin hagsmuni. Sama gildir ef að maður sleppir því að drepa nágrannan bara vegna ótta við refsingu í næsta lífi. Þá er maður ekki góður. 

Langar að benda þér á kristin þátt sem fjallar um þetta efni: http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=a63bcbc29d6db7df3528

 

Kári
Svo ef maður horfir á heimin. Það er augljóst að hann er fullur af viðbjóði, það eru náttúruhamfarir og svo allur sá hryllingur sem mannskepnan fremur.

Náttúruhamfarir, jarðskjálftar, flóð, eldgos og sjúkdómar. Milljónir manna deyja á ári vegna malaríu, AIDS, krabbameins og svo framvegis. Fellibylurinn sem skall á Burma, jarðskjálftin í Kína.

Svo er það skelfing stríðs, pólitískar ofsóknir, hungursneyðar, kynþáttahatur, nauðganir, pyntingar, hryðjuverk, fjöldamorð, hugsanaglæpir, þrælahald, allt draslið sem við neytum á vesturlöndum framleitt af þrælum í Asíu, mannsal.

Ég reyndi að svara þessu hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
 

Kári
Ef ég væri kristinn, þá myndi þetta vera allt í lagi, öll þjáning á jörðinni er ekkert miðað við paradís að eilífu í næsta lífi. Ef ég væri kristinn, þá myndi koma sá tími sem allt myndi upp ljúkast, sannleikurinn koma fram, dómurinn falla og svo framvegis. 

Þar sem kristnum er skipað að vera ríkir í góðum verkum þá gengur þessi hugsunarháttur ekki upp. Í fyrsta lagi þá skipar Guð okkur að elska náungann og okkar samviska og langanir eru í samræmi við það. Jakobs bréf í Biblíunni talar um að ef trúnni fylgja ekki góð verk þá er trúin sama sem dauð. Hvaða rök færir þú fyrir því að þú ættir að gera það sem þú getur til að gera heiminn betri?  Hvað ef að gera heiminn betri skaðar þína persónulegu hamingju og ánægju af lífinu?

Kári
Móðurinna sem horfir upp á barn sitt deyja úr læknanlegum sjúkdómi í þriðja heiminum. Þjáning hennar er í lagi, því þá get ég sýnt henni samúð (ein aðaldyggðin í kristni). Til að samúð sé til þarf þjáningu.

Kærleikur er aðaldyggðin í kristni og hann einfaldlega kemur fram í samúð þegar annar aðili er að þjást. Hérna er líka annað stórt atriði í kristni sem er einfaldlega að það er von. Að móðirin á von að sjá barn sitt aftur og fá að lifa í heimi þar sem engin þjáningin er til.  Þeir sem eru að berjast á móti kristni eru aðallega að berjast á móti þeirri hugmynd að þessi von sé nógu áreiðanleg til að trúa henni. 

Kári
Það er ekkert réttlæti í þessum heimi sem við búum í. Ef ég vel manneskju af handahófi, þá eru alls ekki góðar líkur á því að hún hefði það nálægt því jafn gott og ég. Ef ég vel manneskju úr allri mannkynssögunni, þá eru jafnvel mynni líkur á því að hún hefði það gott. 

Hvernig veistu hvað réttlæti er?  Það er ekki mikið af því hérna á jörðinni svo hvernig getur einhver vitað hvað réttlæti er ef blindir meðvitundarlausir náttúrulegir ferlar bjuggu réttlæti til?  

Kári
Það er ekkert sem bendir til þess að þessi heimur sé stjórnar af alráðandi, alsjáandi, alviturri veru sem stýrir heiminum í átt að hinu góða. Það er líka eins gott, ef heiminum væri stjórnað af slíkri veru, þá myndi engu skipta hvernig ég myndi haga mér, það væri allt í lagi svo lengi sem ég iðraðist. Heimurinn myndi samt verða góður að lokum.

Biblían segir að okkar heimur er ekki beint stjórnað af Guði en það muni koma sá tími þegar Guð mun stöðva alla illsku því að þá mun enginn efast lengur um nauðsyn þess að gera það. Svo myndin sem Biblían málar upp er heim sem er að fara að tortíma sjálfum sér og Jesús segir að ef Guð myndi ekki skerast í leikinn þá myndi mannkynið eyða sjálfu sér.  Ég tel að miðað við þá tæknigetu sem við höfum í dag þá er allt of auðvelt fyrir mannkynið að tortíma sjálfu sér. 

Kári
Jæja þetta varð talsvert lengra en ég ætlaði mér. Óskipulagt ég veit, en vonandi gerir þetta grein fyrir því hvað ég sé að kristinni trú eins og ég skil hana.

Takk fyrir mjög góðar hugleiðingar og ég vona að ég hafi getað útskýrt að einhverju leiti hvernig ég sé þetta.

Kveðja,
Mofi


Hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Vonandi er ekki öll von úti fyrir þennan Walter Scott! 

Markúsarguðspjall 8
34Og Jesús kallaði til sín mannfjöldann ásamt lærisveinum sínum og sagði: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. 35Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins mun bjarga því. 36Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? 37Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? 38Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð föður síns með heilögum englum mun hann blygðast sín fyrir hvern þann sem blygðast sín fyrir mig hjá þessari ótrúu og syndugu kynslóð.“

Svo það komi fram þá er sál í Biblíulegum skilningi líkaminn plús lífsandinn svo líklegast hefur þessi Walter eitthvað að gera við sitt eigið líf.

Fyrsta Mósebók 2
7Þá mótaði Drottinn Guð manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera. 

Síðan ef einhver misskilningur á hvað helvíti er samkvæmt Biblíunni, sjá: Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

 


mbl.is Fékk 300 þús. fyrir sálina sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið vonda í Biblíunni samkvæmt DoctorE

Austin_Powers_Mike_Myers_as_Dr_EvilÍ umræðu við DoctorE þá benti hann á atriði sem hann telur sýna fram á að Biblían er hræðileg bók. Hérna ætla ég að reyna að svara því sem hann kemur með.  

DoctorE
Drepa homma/samkynhneigða
http://skepticsannotatedbible.com/gay/long.htm

Það er ekki hægt að neita því að refsingarnar í Gamla Testamentinu voru mjög harðar. Nokkuð sem samt ber að hafa í huga er að fólk var hvatt til að sýna miskun og fyrirgefa. Musteris þjónustan snérist um að færa fórn til að fá fyrirgefningu fyrir hið ranga sem einhver hafði gert og það var hjartað í trúariðkun gyðinga. Síðan þá þegar kemur að kristni þá boðuðu postularnir aldrei að kristnir ættu að setja á stofn gyðinglegt þjóðfélag sem væri stjórnað af þessum lögum. Alveg eins og allar syndir orsaka dauða þá er þetta líka þess háttar synd.

Biblían er ekki að fela þegar einhver gerði eitthvað á hlut kvenna eða þegar konar gerði eitthvað sem var slæmt.  Að segja frá vondri hegðun er ekki hið sama og segja að hún sé lofsverð. Jesús líkir sambandi Sínu við kirkjuna við samband hjóna og að menn eiga að elska konur sínar eins og Jesús elskar kirkjuna, svo mikið að Hann lét lífið fyrir hana. Hérna er síða sem er helguð konum í Biblíunni: http://www.womeninthebible.net/

Hérna er grein sem fjallar um hvað Darwin fannst um konur: Darwin Taught Male Superiority
 

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
Happy shall he be, that taketh and dasheth thy little ones against the stones.--Psalms 137:9

Þarna er gripið inn í viðbrögð einstaklings gagnvart því að svona var gert við hans börn. Segir ekki að það sé af hinu góða, segir aðeins frá viðbrögðum einstaklings gagnvart óréttlæti sem hann var beittur.  

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
God likes Abel's dead animals better than Cain's fruits and vegetables. Why? Well, no reason is given, but it probably has something to do with the amount of pain, blood, and gore involved. 4:3-5 

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
Lamech kills a man and claims that since Cain's murderer would be punished sevenfold, whoever murders him will be punished seventy-seven fold. That sounds fair. 4:23-24

Biblían heldur því fram að Guð sé réttlátur, ekki að allir menn í Biblíunni eru réttlátir. Hún segir í rauninni beint út að menn eru ekki réttlátir og Lamech hérna var ekki réttlátur í sínum dómi.

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
God is angry. He decides to destroy all humans, beasts, creeping things, fowls, and "all flesh wherein there is breath of life." He plans to drown them all. 6:7, 17

Það er tekið sérstaklega fram að illskan á þessum tíma var yfirgengileg og allir fengu viðvörun og leið til að sleppa frá þessum dómi.

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
God repeats his intention to kill "every living substance ... from off the face of the earth." But why does God kill all the innocent animals? What had they done to deserve his wrath? It seems God never gets his fill of tormenting animals. 7:4

Frekar sök manna en Guðs. Guð er síðan ekki að kvelja dýr þótt þau deyi.

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
The "just and righteous" Noah (6:9, 7:1) plants a vineyard, gets drunk, and lies around naked in his tent. His son, Ham, happens to see his father in this condition. When Noah sobers up and hears "what his young son had done unto him" (what did he do besides look at him?), he curses not Ham, who "saw the nakedness of his father," but Ham's son, Canaan. "A servant of servants shall he [Canaan] be unto his brethren." This is a typical case of biblical justice, and is one of many Bible passages that have been used to justify slavery. 9:20-25

Þetta er frekar týpískt dæmi fyrir þennan lista. Það er verið að benda á eitthvað heimskulegt eða grimmt sem menn gerðu.  Biblían einfaldlega segir hvað gerðist, það er ekki hið sama og segja að það sé til eftirbreytni eða gott; aðeins að það gerðist.  Vegna þess að Biblían er hreinskilin varðandi hið vonda sem menn gerðu þá getum við lært af þeirra misstökum og séð afleiðingar illskunnar.

Þetta er mjög langur listi og flest dæmin eru eins og þau sem ég hef þegar svarað. Ef einhverjum finnst eitthvað dæmi þarna gott þá endilega benda á það og við getum skoðað það betur.

 

 

 

 

 


Brauðfæddu hungraða og bættu ensku kunnáttuna í leiðinni

Hérna er áhugaverður vefur þar sem maður getur bæði bætt ensku kunnáttuna og gefið mat til fátækra á sama tíma, sjá: www.freerice.com

Hérna er síðan wikipedia grein um vefinn: FreeRice

freeRiceLogo

Minningin um fyrstu foreldrana ennþá ljós lifandi

BXP64655Þrátt fyrir að rúm sex þúsund ár eru síðan að fyrstu foreldrarnir gengu um í paradís þá man mannkynið ennþá vel eftir þeim. Tengingin við þessa frétt er myndin af eplinu sem búið er að taka tvö bita úr; greinilega tilvísun í fall mannkyns eins og því er líst í 1. Mósebók 3. kafla.

Sumir gætu viljað tengja þessa sögu Biblíunnar við stöðu konunnar í dag en það er vægast sagt hæpið. Að vísu segir Biblían þarna að maðurinn muni drottna yfir konunni en þetta er ekki skipun Guðs til manna að drottna heldur yfirlýsing á því sem mundi gerast fyrst að illskan var komin í heiminn.

Varðandi fréttina þá er þetta mjög merkileg könnun og  skýr skilaboð til fréttamanna að leita meira til kvenna þegar kemur að fréttaöflun.

 


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband