Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Merki um að við lifum á síðustu tímum?

Getum við vitað hvort að endalokin nálgast?  Ekki með því að hlusta á Völvur nútímans, svo mikið er víst.   Oft þegar maður nálgast tímamót eins og áramót þá horfir maður oft yfir farinn veg og íhugar hvað framtíðin ber í skauti sér.  Völvan spáir þessa dagana um fall ríkisstjórninnar og einhver spáir að það verði fjaðrafok í kringum Jóhönnu Sigurðardóttir. Það þarf ekki mikla spádómsgetu til að sjá fyrir að Jóhanna muni valda fjarðafoki en aðeins erfiðara að sjá fyrir að fall ríkisstjórnarinnar. Forvitnilegt að sjá hvort hún hefur rétt fyrir sér í þeim efnum þó ég leyfi mér að efast um það rætist.

Þegar maður horfir á heiminn í kringum sig og hvernig margt er að þróast þá lítur það ekki út fyrir að þessi heimur getur haldið áfram í mjög langann tíma í viðbót. Hvort sem maður skoðar mengun, vatnsskort, fólksfjölgun, stríð milli kristinna og múslima eða hin vinsæla hlýnun jarðar. Ef maður er heiðarlegur þá er ekki hægt að neita því að ástandið er dökkt. Ekki nema von að íslendingar eru svartsýnni í dag en áður eins og kannanir hafa leitt í ljós.

Alveg eins og við viljum vita hvað mun gerast í framtíðinni þá á tímum Jesú þá vildu lærisveinar Jesú vita hvað myndi gerast í framtíðinni og þá sérstaklega um endalok tímanna og hvenær Jesús kæmi aftur.  

Matteusarguðspjall 24
3Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“

Svarið sem Jesús gefur er mjög áhugavert og Hann talar um að við getum þekkt tákn tímanna, hvenær endurkoma Krists er nálægt og endalok þessa hrörnandi heims.

Matteusarguðspjall 24
4Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

Það sem ber að athuga sérstaklega er að Jesús lýsir þessum merkjum við fæðingahríðir. Þeir sem þekkja hvernig það er þegar kona fæðir barn þá fær hún hríðir sem aukast sífellt þegar nær dregur fæðingunni. Hríðirnar verða sársaukafyllri og tíðari eftir því sem nær dregur. Svo þau atriði sem Jesús nefnir sem munu aukast á tímum endalokanna eru eftirfarandi:

  • Stríð
  • Hungursneið
  • Landskjálftar
  • Fals Kristar
  • Lögleysi mun aukast

Stríð  
Síðasta öld var sú blóðugasta í sögu mannkyns, fleiri dóu í stríðum þá öld en síðustu tuttugu aldir samanlagt. Engin spurning að þetta tákn á við okkar tíma.  Skuggalegt að hugsa til þess hvað myndi gerast ef þessi kynslóð færi í stríð með öflugri vopn en hafa nokkur tíman verið til.

Hungursneið
Aldrei fleiri í sögunni hafa þurft að líða hungur og í dag en það er talið að um 1/3 mannkyns líði matarskort og það lítur ekki út fyrir að það muni skána í framtíðinni.

Landskjálftar
Þótt að við höfum takmörkuð gögn um landskjálfta fyrir 1800 og aldrei jafn mikið fylgst með landskjálftum og í dag. Hvort að aðeins það útskýri fjölgun landskjálta veit ég ekki en stórir skjálftar sem valda miklu manntjóni eru fleiri núna en áður, bara landskjálftinn/flóðbylgjan á jóladag sem drap um 275.000 manns olli meira tjóni en áður í sögunni.

Lögleysi
Menn verða líklegast að meta þetta sjálfir en mér finnst þetta augljóslega eiga við okkar tíma. Listi yfir vandamál í skólum í kringum 1960 innihélt atriði eins og tala hátt í tímum, hlaupa á göngum og riðjast fram fyrir í röð. Í dag eru þau vandamál sem kennarar í mörgum skólum glíma við atriði eins og drykkja, eiturlyf, sjálfsmorð og ofbeldi.

Fals kristar
Menn eins og Jim Jones, David Koresh og fleiri hafa sett tóninn. Þegar það eru sex miljarðar manna á jörðinni þá er óhjákvæmilegt að margir fals kennarar og fals kristar fleiri en nokkru sinni áður.

En Jesús heldur áfram að lýsa þeim táknum sem myndu einkenna tíma endalokana.

Matteusarguðspjall 24
29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast.

19. maí 1780 er kallaður hinni dimmi dagur þar sem þetta rættist, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/sun_darkness.asp
Árið 1833 sáu menn ótrúlegt stjörnufall sem endist í marga klukkutíma, sjá: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/falling_stars.asp

Annað sem átti að gerast rétt fyrir endalokin er þetta:

Matteusarguðspjall 24
14Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.

Í dag þá er Biblían þýdd á yfir 900 tungumál og mállískur og talið að um 95% af mannkyni hafi aðgang að boðskapi Biblíunnar. Það eru einnig stofnanir sem hafa þann einann tilgang að þýða og dreifa Biblíum svo það er ekki langt í að allir á jörðinni hafa heyrt um fagnaðarerindið.

En það er á fleiri stöðum sem talað er um tíma endalokanna þa sem við getum fengið að vita meira um tíma endalokanna. 

Daníel 12
4En leyndu þessum orðum, Daníel, og innsiglaðu bókina þar til dregur að endalokum. Menn munu leita víða og skilningur þeirra mun aukast.“

Flestar þýðingar tala um að þekking muni aukast og þekking okkar á vísindum hefur aukist gífurlega síðustu tvö hundruð ár eða svo. Fáum að vísu nokkur mínus stig fyrir darwinisma en samt er almenn aukning þrátt fyrir Darwin og félaga. Annað sem Daníel minnist þarna á er að hans eigin bók verði innsigluð þangað til að endalokin nálgast en það er tiltulega nýlega að menn byrjuðu aftur að rannsaka Daníelsbók og hvað þá skilja hana.

Annað sem Daníel spáði fyrir um sem er mjög áhugavert er spádómurinn um nokkur heimsveldi sem táknuð eru með styttu í mismunandi hlutum. Í Daníel 2 er styttunni líst og í Daníel 7 eru heimsveldin nefnd á nafn. Þessi spádómur segir að á tímum sundraðar rómar sem er Evrópa í dag að þá mun Guð koma og setja á stofn sitt ríki.

Á öðrum stað talar Páll um hvernig fólk verður á hinum síðustu dögum og kannski sérstaklega fólk sem þykist vera kristið.

Síðara Tímóteusarbréf 3
1En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, 3kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, 4sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. 5Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.
6Úr hópi þeirra eru mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar og leiðast af margvíslegum fýsnum. 7Þær eru alltaf að reyna að læra en geta aldrei komist til þekkingar á sannleikanum.

Persónulega finnst mér þetta góð lýsing á hvernig fólk er almennt orðið í þessum heimi.

Pétur póstuli talar einnig um hina síðustu tíma og sagði þetta:

Síðara Pétursbréf 3
3Þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar.“ 5Viljandi gleyma þeir því að himnar og jörð voru til forðum. Guð skapaði þá með orði sínu og jörðin reis upp úr vatni og hvíldi á vatni. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim sem þá var svo að hann fórst.  

Sú hugmynd að nútíminn er lykillinn að fortíðinni er tiltulega nýleg hugmyndafræði sem lögfræðingur að nafni Charles Lyell kom fyrstur með. Aldrei hafa guðleysingjar og darwinistar verið jafn hávær og fjölmennur hópur eins og í dag sem afneita að flóð gékk yfir jörðina og spotta þá hugmynd að Jesús komi aftur. Þessi orð Péturs passa óþægilega mikið við okkar tíma.

Það að þessi heimur getur ekki endst mikið lengur er ekki aðeins eitthvað sem maður fær frá Biblíunni en margar menn sem eru ekki kristnir hafa dregið þá ályktun ekki út frá Biblíunni heldur aðeins út frá því að horfa á heiminn.

En kristnir eiga ekki að líta þetta sem eitthvað ógnvænlegt heldur það sem þeir hafa vonað eftir. Þann dag mun Guð enda öll stríð og sjúkdómar og þjáning verður ekki lengur til. Vonin sem hinn kristni einstaklingur hefur er að Guð mun búa til nýjann heim þar sem er engin kvöl, ekkert óréttlæti og dauðinn ekki framar til.

 

Síða sem fjallar um þetta efni ýtarlegra: http://www.bibleuniverse.com/prophecy/prophecies.asp#second

Og fyrirlestur um hið sama efni: http://petra.bme.emory.edu/bible/hvm/da/h4th_64/02-The_End_of_the_World-


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólablogg og jólalög

Eitthvað jólalegt til að reyna að koma mér og vonandi fleirum í jólaskap Smile

Byrja á frábærum jólalögum.

Holy night
Þótt ég sé engann veginn hrifinn af Celine Dion þá er þetta besta útgáfan af þessu lagi sem ég veit um og mitt uppáhalds jólalag.
http://www.youtube.com/watch?v=7Jr-2eyRtV4

Sing We Now of Christmas -O Come O Come Emmanuel
http://www.esnips.com/playlist/8edac444-bd2d-4361-aa18-1473557a0064

Angels we have heard on high
http://www.youtube.com/watch?v=GXm2O6iTgBA

It came upon a midnight clear
http://www.esnips.com/doc/d4c5287c-2568-4175-bd61-cb8c99cf3b38/11-It-Came-Upon-A-Midnight-Clear

The first Noel
http://www.esnips.com/playlist/8edac444-bd2d-4361-aa18-1473557a0064

What child is this
http://www.esnips.com/doc/2743a1be-cbff-436a-a5e9-145a881c0607/08-What-Child-Is-This

Ave Maria
Spes útgáfa með Bono með sína eigin texta og Pavarotti
http://www.youtube.com/watch?v=v2-XIauB37U

Joy to the world
http://www.youtube.com/watch?v=ek83NgOWjSU

O' Come All Ye Faithful
http://www.youtube.com/watch?v=1eLDvM7eSq0

Little drummer boy
Mjög sérstök útgáfa með David Bowie og Bing Crosby - ekki flottasta útgáfan af þessu lagi en gaman að sjá þá tvo.
http://www.youtube.com/watch?v=_zMhSjDqvRs

Hark! The Herald Angels Sing
http://www.youtube.com/watch?v=GUqtKJ13eH4

God rest ye merry gentlemen
http://www.esnips.com/doc/851d5c86-f679-4cbf-86b9-7660de3b21ed/God-rest-ye-merry-gentlemen

Síðan tveir spádómar í Gamla Testamentinu um Messías

Míka 5
1En þú, Betlehem í Efrata,
ein minnsta ættborgin í Júda,
frá þér læt ég þann koma
er drottna skal í Ísrael.
Ævafornt er ætterni hans,
frá ómunatíð.
2Því verður þjóðin yfirgefin
þar til sú hefur fætt er fæða skal.
Þá munu þeir sem eftir lifa ættmenna hans
snúa aftur til Ísraels lýðs.
3Hann mun standa sem hirðir þeirra
í krafti Drottins,
í mætti nafns Drottins, Guðs síns,
og þeir óhultir verða.
Þá munu menn mikla hann
allt til endimarka jarðar.

Jesaja 9
1Sú þjóð, sem í myrkri gengur,
sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna
skín ljós.
2Þú eykur stórum fögnuðinn,
gerir gleðina mikla.
Menn gleðjast fyrir augliti þínu
eins og þegar uppskeru er fagnað,
eins og menn fagna þegar herfangi er skipt.
3Því að ok þeirra,
klafann á herðum þeirra,
barefli þess sem kúgar þá
hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.
4Öll harkmikil hermannastígvél
og allar blóðstokknar skikkjur
skulu brenndar
og verða eldsmatur.
5Því að barn er oss fætt,
sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur:
Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
6Mikill skal höfðingjadómurinn verða
og friðurinn engan enda taka
á hásæti Davíðs
og í ríki hans.
Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti,
héðan í frá og að eilífu.

Gleðileg jól! 


Svar við grein Vikunnar, viðtal við Teit meðlim Vantrúar

Í 45. tölublaði Vikunnar birtist viðtal við Teit Atlason meðlim Vantrúar þar sem hann "fræðir" lesendum um sína trúarafstöðu. Mig langar að gera athugasemdir við sumt af því sem kom fram í viðtalinu.

Teitur
Ég kynntist þarna heimi sem ég hef ekki upplifað áður, heimi trúaða fólksins og hegðun þessa fólk varð ekki til að auka álit mitt á trúarbrögðum.

Það er því miður misskilningur bæði hjá trúuðum og þeirra sem trúa ekki að trúin sjálf geri einhvern góðann. Eitt af því sem Jesús fjallaði mikið um var munurinn á milli sannra kristinna og fals kristinna. Þeirra sem trú og fara eftir því sem Hann sagði og "fals" kristnum sem trúa en fara ekki eftir því sem Hann sagði. Þeir hafa ekki fæðst af anda Guðs og hegða sér í samræmi við það.

Teitur
Teitur segir að siðferðislega gangi kristin trú ekki upp. "Í Gamla Testamentinu stendur t.d. að sé kona ekki hrein mey á brúðkaupsnóttina eigi að drepa hana, draga líkið að heimili föður hennar og skilja það eftir þar. Það er oft horft fram hjá því óþægilega í ritningunni"

Menn verða að skilja heildarmyndina og skilja það samfélag sem þessi lög tilheyra. Musteris þjónustan þjónaði þeim tilgangi að ef einhver gerðist brotlegur þá gæti hann farið í musterið og fært fórn og fengið fyrirgefningu. Ef einhver lenti í því að konan sem hann giftist var ekki hrein mey eins og honum var talið trú um þá var hann svikinn á mjög grófann hátt því að hans líf var sett í hættu vegna sjúkdóma. En samt að verður maður að muna að sá sem var svikinn varð að heimta þessa refsingu og einnig fá tvo votta sem gátu staðfest frammi fyrir dómurum að ásökunin var rétt. Það er auðvitað erfitt fyrir okkur í dag að skilja hvaða afleiðingar svona "glæpur" gat haft í för með sér en það er lélegt að grípa inn í svona og halda að maður skilur þetta án þess að rannsaka málið almennilega.

Teitur
og bætir því við að hann hafi áður talið að boðorðin merkilegt fyrirbæri. "Sumir álíta þau grundvöll menningar okkar en það er bull. Það eru til í samningar frá menningarsamfélögum frá botni Miðjarðarhafs frá því um 4.000 árum, á ritunartíma Biblíunnar, á milli "lítilla" og "stórra" konunga, nokkurs konar hollustueiðum. Þetta er í tíu liðum og alveg eins uppbyggt og boðorðin.

Þar sem boðorðin eru skrifuð í hjörtu allra manna þá vitum við að það er rangt að ljúga, stela, myrða og halda fram hjá svo ekki undarlegt að finna fólk víðsvegar um heiminn sem veit þetta. Ég leyfi mér samt að efast um að það eru til boðorð sem eru eins og boðorðin tíu eins og Móses setur þau fram og myndi vilja sjá almennilegar heimildir fyrir þessu og sérstaklega sjá þannig "boðorð" og bera þau saman við boðorðin tíu.

Teitur
Það sló mig þegar einn prestur þjóðkirkjunnar sagði að án elskunnar til guðs væri erfitt að koma fram við fólk af kærleika... Auðvitað get ég elskað börnin mín og konuna mína þótt ég trúi ekki á guð!

Alveg sammála Teiti þarna, það er einfaldlega rangt af presti eða bara hverjum sem er að segja svona. Aftur á móti að koma fram við fólk í kærleika ávallt og hrasa ekki er hægara sagt en gert. Að leiðast ekki út í eigingirni, verða ekki reiður og ljúga ekki; ávallt standa við orð sín og elska þrátt fyrir að aðrir bregðist manni er erfitt ef ekki ómöglegt án hjálpar Guðs. Við erum ágætlega dugleg að elska en oftar en sjálfs elskan sem ræður för og okkar eigin girndir sem ráða ferðinni.

Teitur
Teitur segir einnig miklar líkur á því að Jesús hafi aldrei verið til "þetta eru flókin vísindi en fræðiheimurinn þekkir þetta. Rétt áður en kristni fór að þróast við til guðkonungar eins og Jesús. Mikil blöndun var á trúarbrögðum og það var til grískur guð, Díonýsos og egypskur, Mítras, sem báður voru fæddir af hreinni mey þann 25. desember. Þeir dóu líka báðir á krossi og risu upp eftir þrjá daga.

Það eru hreinlega engar líkur að Jesús hafi ekki verið til. Aldrei hefur einn maður haft jafn mikil áhrif á mannkynssöguna og Jesús svo líkurnar eru yfrignæfandi að Jesús er raunverulegur hluti af mannkynssögunni. Það er auðvellt að fullyrða að Jesús hafi verið eins og Díonýsos og Mítras en allt annað að bakka það upp með raunverulegum heimildum. Eru til heimildir frá fólki sem þekkti Díonýsos og Mítras, eru þeir staðsettir í mannkynssögunni og hvernig er lýsing á þeirra lífi miðað við Jesús?  Ég veit ekki hvort að Teitur hafi raunverulega spurt svona spurninga eða leitað að alvöru heimildum fyrir þessu en ég veit ekki betur en þær eru ekki til. Varðandi að vera fæddur á 25. desember þá fæddist Jesús ekki 25. desember, skrítið að vita það ekki eftir öll þessi ár í guðfræðinni.

Meira varðandi hvað er líkt með Mítrar og Díonýsos við Jesús:
http://www.frontline-apologetics.com/Mithras.html 

http://tektonics.org/copycat/osy.html

Teitur
Þetta eru föst minni sem sagan af Jesús samræmist. Skýrasta dæmið er þó líklega að það eru engar samtímaheimildir til um að Jesús hafi verið til nema guðspjallið.

Þetta er vægast sagt ekki rétt en þetta er sér umræðuefni út af fyrir sig svo ég læt nægja að vísa í grein sem ég skrifaði um þetta: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn

Teitur
En ég held að þeir trúi ekki að Jesús hafi gengið á vatni, risið upp frá dauðum og muni dæma okkar þegar að kemur. Enda er það fáránleg hugmyndafræði.

Að það sé til réttlæti í þessum heimi, þ.e.a.s. að þessi heimur fái loksins að sjá alvöru réttlæti? Er það virkilega svona fáránlegt?  Mér finnst það mjög sterk vísbending að þetta mun gerast er að allir menn hafa þessa undarlegu löngun í réttlæti. Við viljum að þeir sem hafa verið beittir ranglæti fái það bætt og að þeir sem drápu og pyntuðu saklaust fólk að þeir fái líka sitt réttlæti. En hvaðan kemur þetta ef heimsýn darwinistans er rétt? 

Málið er að þetta er innprentað í okkur öll alveg eins og Guð gaf okkur öllum ákveðinn skilning á réttu og röngu. Við höfum öll einhverja dýpri löngun í heim sem er hreinn, þar sem fólk lifir í sátt og samlindi, þar sem engin mengun og þar sem er engin þjáning, enginn dauði og ekkert óréttlæti. Ef darwinismi er réttur þá höfum við aldrei upplifað slíka tíma og þar af leiðandi órökrétt að allt mannkyn þráir eitthvað sem það hefur aldrei séð.

Annað í viðtalinu við Teit hef ég ekki miklar athugasemdir við. Hann er á móti tengingu ríkis og kirkju og þar er ég honum hjartanlega sammála. Hann er á móti trúboði í skólum og ég er líka sammála honum í því. Hann vill að fólk taki meðvitaða ákvörðun varðandi í hvaða trúfélag það er skráð og það tel ég vera mjög svo af hinu góða.


Þegar Bambi varð að Moby dick og þegar vísindamenn byrjuðu að semja ævintýri

Hans Thewissen with the skeleton of an IndohyusÉg er hreinlega er kominn á þá skoðun að eitt af því skaðlegasta sem hefur komið fyrir vísindin er hugmyndin hans Darwins. Hún hreinlega breytti heilli kynslóð af vísindamönnum í menn sem eyða stórum hluta af sínum tíma í að semja ævintýri. Sömuleiðis virðist vera eins og vísindalegur heiðarleikinn hrasað illilega í haus þeirra sem aðhyllast þessa  hugmyndafræði þegar þeir geta ekki lengur gert greinarmun á milli skáldsögunnar sem þeir eru að semja jafn óðum og staðreyndanna sem þeir eru að rannsaka. Dæmi um slíkt er að finna í orðum þessara vísindamanna sem voru að rannsaka þennan steingerving í Kasmír héraði á Indlandi.

http://www.guardian.co.uk/science/2007/dec/19/whale.deer
Fred Spoor, an anthropologist at University College London, said the significance of the latest find was comparable to Archaeopteryx, the first fossils to show a clear transition between dinosaurs and birds

Archaeopteryx er ekki dæmi um "clear transition" milli risaeðla og fugla þar sem samkvæmt eigin tímalínu þróunarsinna þá birtist hann of seint til að það sé hægt að flokka hann sem þanngi hlekk. Þegar menn síðan sjá fugla sem litlar fljúgandi risaeðlur þá hafa þeir þegar tekið of mikið af ofskynjunarsveppum Darwins. Að halda að þetta dýr er einhver hlekkur milli spendýra og hvala er eins og róni sem finnur skítugann skafmiða í drullupolli og heldur að það sé skref í átt að auðæfum.

Hérna er grein sem fjallar um þennan fund með smá slatta af gagnrýni sem ekki er að finna í frétt mbl: http://www.creationsafaris.com/crev200712.htm


mbl.is Forfaðir hvalanna er kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galileó Galíleís, einn af mörgum kristnum vísindamönnum sem lögðu grunninn að nútíma vísindum

GalileoEitt af því sem oft er bent á er að miðalda kirkjan var á móti vísindum og það sjáist best þegar saga Galileó er skoðuð. Þetta er aftur á móti mikil einföldun á málinu sérstaklega þegar haft er í huga að Galileó var trúaður kristinn einstaklingur.  Hérna má lesa öðru vísi sjónarhorn á hvað gerðist með Gelileó og kirkjuna, sjá: http://www.answersingenesis.org/creation/v19/i4/galileo.asp

Og önnur grein sem fjallar um Galileó: http://creationsafaris.com/wgcs_1.htm

Síðan spurning handa guðleysingjum frá meistara Isaac Newton um stjörnufræðina.

Isaac Newton
This thing [a scale model of our solar system] is but a puny imitation of a much grander system whose laws you know, and I am not able to convince you that this mere toy is without a designer and maker; yet you, as an atheist, profess to believe that the great original from which the design is taken has come into being without either designer or maker! Now tell me by what sort of reasoning do you reach such an incongruous conclusion?"

Önnur skemmtileg tilvitnun í vísindamann um þetta efni.

Davies, Paul C.W. [physicist and former Professor of Natural Philosophy, University of Adelaide]
The temptation to believe that the Universe is the product of some sort of design, a manifestation of subtle aesthetic and mathematical judgement, is overwhelming. The belief that there is "something behind it all" is one that I personally share with, I suspect, a majority of physicists."


mbl.is 2009 verður ár stjörnufræðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig dettur mönnum í hug að þeir geti vitað aldurinn á einhverjum steinum?

Jú jú, ég veit að þeir hafa aðferðir sem þeir telja að segi sér aldurinn en þessar aðferðir byggja allar á mörgum óþekktum ályktunum og ekki einu sinni í mannkynssögunni höfum við fengið rétta útkomu með þessum aðferðum á sýnum sem við vitum aldurinn á.  Það sem menn álykta í þessum aðferðum er eftirfarandi:

  • Upphafsmagn allra efnanna er ekki vitað.
  • Við vitum ekki að hraði efnabreytinganna hefur alltaf verið sá sami.
  • Við vitum ekki hvort að einhver efni hafi spillt síninu á öllum þessum tíma, efni bæst við eða farið úr.
  • Mismunandi aðferðir sem mæli aldur skila oft mismunandi niðurstöðum.

Síðan þegar það er alls ekki vitað fyrir víst hvernig flest þessara efni geta orðið til þá er dáldið kjánalegt að halda að maður geti vitað aldur þeirra.  Hérna er grein sem fjallar miklu dýpra um þetta efni: http://www.trueorigin.org/dating.asp

Þar sem fréttin vísar ekki í neinar svona aðferðir heldur aðeins að það eru til kenningar sem segja að sólkerfið sé 4.5 miljarða gamalt og þeir tengja loftsteininn við það. Við aftur á móti höfum góðar ástæður til að álykta að sólkerfið geti ekki verið svo gamallt, sjá: http://www.answersingenesis.org/home/area/faq/young.asp


mbl.is 4,5 milljarða ára gamall loftsteinn í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megrunarkúr Mofa

Sumir gætu haldið að loksins er ég að breyta af vananum og fjalla um eitthvað annað en trúmál en...nei, þetta er líka nátengt trúmálum. Ástæðan fyrir því að fólk á miðöldum borðaði hollara fæði en við er að það borðaði meira af því sem náttúran býður upp á, það sem við vorum hönnuð til að borða. Í dag borðum við meira af unnum matvörum sem líkaminn á erfitt með og vantar mikið af þeim næringarefnum sem við þurfum. Sá grunnur sem ég hef fyrir mínum hugmyndum að matarræði koma beint úr fyrstu síðum Biblíunnar:

1. Mósebók 1
 29Og Guð sagði: „Nú gef ég ykkur allar sáðjurtir jarðarinnar og öll aldintré sem bera ávöxt með fræi. Þau skulu vera ykkur til fæðu.

Allir kristnir einstaklingar eiga síðan að hugsa vel um líkamann sinn því hann er bústaður heilags anda. En ég get ekki neitað því að ég er ekki hrifinn af megrunarkúrum og ekki það sem ég mæli með. Mér finnst miklu gáfulegar að koma sér upp reglum og lífstíl sem leiðir til hollustu þannig að líkaminn leitar hægt og örugglega að eðlilegri þyngd.

  1. Reglurnar
    Borða matskeið á morgnanna af hörfræum sem búið er að milja í duft og bætt í vatn.
    Borða hollan kornríkan morgunmat eins og t.d. hafragraut og Seríós.
    Drekka slatta af vatni yfir daginn. Einn líter líklegast lágmark.
    Borða einn ávöxt 15 mínútum fyrir máltíð og reyna að hafa það fjölbreytt til þess að maður fái ekki leið á þessari reglu.
    Hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lang gáfulegast að finna sér eitthvað sem manni finnst skemmtilegt; það sem hefur hentað mér er fótbolti, sund og karate.
    Góður nætursvefn. Mismunandi hvað fólk þarf á miklum svefn að halda, ég þarf átta um átta klukkutíma.
    Einn dag á viku sem er tileinkaður fjölskyldunni og vinum þar sem maður leyfir sér ekki einu sinni að hugsa um vinnuna hvað þá meira. Fyrir kristna þá er þetta hvíldardags boðorðið og ef haldið rétt þá fylgir því mikil blessun, sjá: http://www.sabbathtruth.com/keeping_it_holy.asp
  2. Forðast
    Reyna að borða sem minnst af kjöti. Mér finnst kjöt mjög gott svo ég skil að þetta er erfitt en sannleikurinn er einfaldlega sá að of mikið af kjöti er ekki hollt.
    Af því kjöti sem er í boði þá ætti svínakjöt, rækjur og humar að vera það sem kjöt sem maður borðar helst ekki.
    Forðast sælgæti, borða það í mjög miklu hófi.
    Forðast að drekka kaffi og te og aðra koffein ríka drykki.
    Forðast gos. Ég reyni að drekka aðeins gos um helgar og það er að virka ágætlega.
  3. Alls ekki
    Alls ekki reykja eða drekka. Það er nærri því óþarfi að segja þetta þar sem það er alveg óumdeilt að reykingar og að drekka er mjög óhollt.
  4. Mæli með
    Noni safa, sjá: http://www.tahitiannoni.com
    Að láta það snakk sem maður borðar vera margs konar tegundir af hnetum og fræum. Kom mér á óvart hve bragðgott þetta er.

Aðventistar almennt aðhyllast grænmetisfæði og ég er svo sem sammála því að það er hollast en á erfitt með að fara alla leið. Það er samt engin spurning að þær heilsu reglur sem Ellen G. White lagði fyrir Aðvent söfnuðinn hafa skilað sér í mjög góðu heilbrigði, eitthvað sem National Geographic fjallaði eitt sinn um sjá: http://ngm.nationalgeographic.com/ngm/0511/feature1/learn.html

En sama hve hollt fæði maður borðar og hve mikið maður hreyfir sig maður mun alltaf að lokum deyja og eftir það fá sinn dóm. Ef þú hefur logið, stolið, haldið fram hjá, hatað eða öfundað þá muntu vera sekur frammi fyrir Guði og eiga ekki skilið eilíft líf.


mbl.is Mataræði á miðöldum hollara en í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er maðurinn?

Isaiah's Lips Anointed with Fire by Benjamin WestJesaja var spámaður í Júdeu þegar landi gyðinga var skipt í tvö konungsríki. Hann byrjaði sitt starf í kringum 739 f.kr. þegar konungurinn Uzziah dó.  Sagan segir að hann hafi verið drepinn í kringum 680 f.kr. þegar konungur að nafni Manasseh réði ríkjum og hann hafi verið sagaður í tvennt. Sama hvaða álit einhver getur haft á sannleiksgildi Biblíunnar þá er ekki hægt að komast hjá því að bókin sem Jesaja skrifaði stórkostlegt ritverk. Á nokkrum stöðum þá lýsir Jesaja ákveðnum manni og mig langar að vita hvort fólk viti um hvaða mann Jesaja er að fjalla um.

Jesaja 9
1Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.
2Þú eykur stórum fögnuðinn, gerir gleðina mikla.
Menn gleðjast fyrir augliti þínu eins og þegar uppskeru er fagnað,
eins og menn fagna þegar herfangi er skipt.
3Því að ok þeirra, klafann á herðum þeirra, barefli þess sem kúgar þá hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.
4Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur.
5Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
6Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans.
Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti, héðan í frá og að eilífu.

Og enn aftur talar Jesaja um merkilegann mann sem ég tel að sé hinn sami og Jesaja talar um í 9. kaflanum.

Jesaja 53
1Hver trúði því sem oss var boðað og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins, eins og rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir,
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað, hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda, kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, héldum hver sína leið en Drottinn lét synd vor allra koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda? Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra, legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka. Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga. 11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga því að hann bar syndir þeirra.
12Þess vegna fæ ég honum hlutdeild með stórmennum og hann mun skipta feng með voldugum vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra og bað fyrir illræðismönnum.

Svo um hvaða mann er Jesaja að tala um?


Hvers óskar þú þér frammi fyrir dauðanum?

Ég get skilið að maður óski að friður komist á Sri Lanka og þá líklegast fleiri stöðum en hvað fær maður út úr því að komast að því að það er líf á öðrum hnöttum? Kannski einhver ævintýraleg tilfinning en þegar gröfin bíður spennt eftir þér, hvaða máli skiptir það þá því að þú verður ekki hér til að upplifa neitt í kringum þetta. Ég held að sú ósk sem er líklegast efst í huga flestra á aldri Arthurs er að fá meiri tíma og helst heilsuna og æskuna aftur.  Að mörgu leiti er Arthur Clarke heppinn því að hann veit að hann á lítinn tíma en flest okkar höldum að við höfum nægann tíma dauðinn getur heimtað mann hvenær sem er.

Það sem Arthur kallinn ætti að vera að hugsa um er að það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm.


mbl.is Arthur C. Clarke á þrjár óskir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á trúboði og trúfræðslu, á heilaþvotti og fræðslu?

Mér finnst einhvern veginn undarleg þessi umræða sem er búin að vera að ganga hér af göflunum. Þetta er einhvern veginn málefni sem allir ættu að geta verið sammála um. Það er svo sem möguleiki að einhverjir kristnir vilja virkilega að það sé hreinlega trúboð í skólum landsins en ég get ekki trúað því að það sé fjölmennur hópur.

Einvers staðar stendur og einhverjir skilgreinina að til trúarfræðslu teljist:

  • að læra og fara með bænir
  • að syngja sálma og trúarleg lög
  • að taka þátt í trúarathöfnum
  • að fara í skoðunarferðir í kirkjur
  • hverskonar trúarlegar yfirlýsingar
  • lita eða teikna trúarlegar myndir
  • að þurfa að taka á móti trúarlegu efni s.s. biblíum (nú eða Nýja testamentinu) eða
  • Ég ætla að koma með athugasemdir við þessa punkta:

    • Að læra og fara með bænir
      Þetta á engann veginn heima í skólum.  Þetta er dæmi um heilaþvott og trúboð. Miklu eðlilegra er að fræða um að mismunandi trúarbrögð biðja til Guðs og gera það á mismunandi hátt og fara yfir hvernig helstu trúarbrögð lýta á málið.
    • Að syngja sálma og trúarleg lög
      Ég persónulega man ekki eftir að hafa gert þetta en hérna vandast málið. Sálmar og trúarleg lög og hvað þá trúarleg ljóð þjóðskáldanna er hluti af íslenskri menningu. Sé fulla þörf á því að nemendur þekki helstu sálma og ljóð þjóðarinnar og get ekki talið það til trúboðs.
    • Að taka þátt í trúarathöfnum
      Þetta á alls ekki heima í skólum.
    • Fara í skoðunarferðir í kirkjur
      Ekkert að því að fara í kirkjur, fræðast um byggingarnar og sögu þeirra og sögu kristna samfélagsins sem við búum í.
    • Hverskonar trúarlegar yfirlýsingar
      Engin spurning í mínum huga að stjórnvöld eða kennarar eiga ekki að vera að fullyrða um trúarleg atriði þegar þeir vita að í þjóðfélagi eru skiptar skoðanir um þetta. Dæmi um heilaþvott myndi vera að segja að Jesús er sonur Guðs en dæmi um fræðslu væri að segja að kristnir trúa að Jesús er sonur Guðs. Það gæti verið freistandi fyrir marga að vilja fullyrða að Múhammeð hafi verið rugludallur sem sagði helling af hlutum sem voru bæði rangir og hreinlega af hinu illa. Ég gæti meira að segja freistast til þess. En þannig boðskapur á hreinlega ekki heima í skólum heldur aðeins fræðsla að múslimar trúa að Múhammeð hafi verið spámaður Guðs.  Hérna á auðvitað líka við fullyrðingar Darwins um að allir eigi sameiginlegann forfaðir. Ef þeir gera það þá eru þeir að fullyrða að t.d. kristni og islam eru ekkert annað en lygi og það getur ekki verið eðlilegt að ríkisstofnun innprenti í nemendur að ákveðin trú er lygi. Hvernig væri bara að segja frá mismunandi viðhorfum í þjóðfélaginu?
    • Lita eða teikna trúarlegar myndir
      Mjög grátt svæði, ef tilgangurinn er ekki að innræta sannleiksgildi þess sem er verið að teikna þá ætti þetta að vera ljós grátt.
    • Að þurfa að taka á móti trúarlegu efni s.s. Biblíum
      Er virkilega einhver neyddur til að taka á móti trúarlegu efni? Að þekkja ekki Biblíuna er hreinlega fáfræði því að mannkynssagan hefur mótast af Biblíunni meira en nokkuri annari bók

    Er þetta virkilega það umdeilt að það er ekki hægt að ná sáttum um þessi mál? Líklegast fyrir marga er erfiðasti bitinn að kyngja aðskilnaður ríkis og kirkju en það er önnur umræða út af fyrir sig.


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband