Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Þegar Illugi Jökulsson rakkaði niður jólaguðspjallið

Minnir að það hafi verið í fyrra þegar Illugi Jökulsson var með pistil í sjónvarpinu þar sem hann útskýrði afhverju hann hélt að sagan af fæðingu Krists væri ekki sönn.

Punktarnir sem Illugi benti á voru síðan endurtekning á Vantru.is og langar mig að fara yfir þá punkta og svara þeim.

Vantrú - http://www.vantru.is/2005/12/26/02.10/
Því er haldið fram að Jesús hafi fæðst á dögum Heródesar (Matt 2.1), en hann dó 4 f.o.t., og að hann hafi fæðst þegar Kýreneus var landstjóri í Sýrlandi (Lúk. 2.2), en hann varð landstjóri 6 e.o.t. Þarna munar tíu árum. Manntal Kýreneusar náði auk þess ekki til alls Rómarveldis heldur einungis svæðis Kýreneusar. [1]

Varðandi hvenær Heródes dó og hvenær Kýreníus varð landstjóri þá segir gríski textinn ekki "Landstjóri" heldur "hegemon" sem hefur víðari þýðingu eins og ráðherra og þá yfir sérstöku sviði sem gæti þá verið þetta tiltekna manntali. Þannig gæti þessi atburður gæti hafa gerst þegar Heródes var enn á lífi og Kýreneus sá um manntal á þessum slóðum.

Biblían er sögulegt handrit þannig að þegar hún stangast á við aðra heimild þá er það ekki rökrétt að Biblían sé alltaf það rit sem hafi rangt fyrir sér. Að finna eitt af afritum einhvers sagnfræðings sem er kannski þúsund eldra en frumritið og komast alltaf að þeirri niðurstöðu að þannig handrit segi satt en Biblían ósatt er einfaldlega fáránlegt. Sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að handritin að Biblíunni voru varðveitt miklu betur en nokkur önnur handrit mannkynssögunnar.

Vantrú - http://www.vantru.is/2005/12/26/02.10/
En aðalatriðið er það að Rómverjar hefðu skráð fólkið þar sem það lifði, ekki þar sem langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langa langaafi þeirra lifði fyrir þúsund árum (sbr. Lúk 3:23-38). Enda höfðu Rómverjar ekki áhuga á ættfræði Gyðinga, heldur vildu vita mannfjöldann til þess að geta lagt skatt á fólkið. Óskiljanlegt er hvers vegna Rómverjar hefðu viljað láta samgöngukerfið í ríki sínu hrynja, hvað þá ef maður trúir því að þetta manntal hafi náð yfir allt Rómarveldi.

Við höfum fleiri dæmi í sögunni þar sem rómverjar gerðu akkurat þetta, leyfðu fólki í Egyptalandi að fara til heimaborgar sinnar til að láta skrá sig þar svo þetta er ekkert einsdæmi. Veit síðan ekki hvort að rómverjar heimtuðu að hver færi til sinnar heimaborgar eða hvort þeir heimiluðu það.

http://www.christiancourier.com/archives/lukesAccuracy.htm
It was claimed that the enrolment did not require everyone to return to “his own city.” A document from Egypt (A.D. 104) has shown that during that time “all who for any cause are outside their homes [must] return to their domestic hearths, that they may also accomplish the customary dispensation of enrolment.” Since there was a cultural parallelism between Egypt and Palestine, there is no reason to question Luke’s accuracy of this point.  

Skoðum t.d. vitnisburð Justin Martyr sem var kristinn einstaklingur í kringum 150 e.kr. þar sem hann skrifar til keisarans Antonius Pius:

Ibid., XXXIV. Quotations from the works of Justin Martyr from the Ante-Nicene Fathers, vol. 3.
Now there is a village in the land of the jews, thirty-five stadia from Jerusalem, in which Jesus Christ was born, as you can ascertain also from the registers of the taxing made under Cyrenius, your first procurator in Judea

Hérna notar Justin þau rök að það er hægt að finna heimildir fyrir fæðingu Krists, ólíklegt að hann færi að nota heimildir sem voru ekki til því að smá skoðun á þessu hefði leitt í ljós að hann væri að ljúga.  Varðandi Lúkas og hvort að hann hafði verið góður sagnfræðingur:

Stephen Neil, The Interpriation of the New Testament:1861-1961, London: Oxford Univesity press, 1964, p.143.
The writter of Acts knew the correct titles and used them with varying percision. In the words of Ramsey: the officials with whom Paul and his compainions were brought into contact are those who would be there. Every person is found just where he ought to be; procounsuls in senatorial provences, asiarchs in Ephesus, strategoi in Philippi, politarchs in Thessolonica, magicians and soothsayers everywhere. The Most remarkable of these titles is Politarch the ruler of the city used in Acts 17:6...previously this word had been completely unknown except for this passage in Acts. It has now been found in 19 inscriptions dating from he second century...

William Ramsay, The Bearing of Discovery on the Trustworthiness of the New Testament, Grand Rapids: Baker, 1979, p. 81
When he spoke of the ancient world, he was accurate. When he used political terminology, he was precise. When medical insights were appropriate, his skill enabled him to paint a more vivid picture. It is not without reason that the former critic of Luke would write, having traced the course of Luke himself, “The present writer takes the view that Luke’s history is unsurpassed in respect of its trustworthiness.

Vantrú - http://www.vantru.is/2005/12/26/02.10/
Samkvæmt þessum sama “heilaga sannleika” Lúkasarguðspjalls flúðu þau ekki í flýti um miðja nótt til Egyptalands eins og í Matteusarguðspjalli (Matt 2:14) heldur fóru þau fyrst til Jerúsalem þar sem Heródes, sá sem þau voru að flýja undan, lifði og síðan heim til Nazaret og heimsóttu Jerúsalem árlega (Lúk 2:22, 39, 41).

Hérna mjög einfaldlega segir Matteus segir frá förinni til Egyptalands en Lúkas sleppir að segja frá henni. Meira um meintar mótsagnir í þessu máli hérna: http://www.biblesearch.com/articles/article4.htm

Þegar þetta mál var skoðað þá var augljóst að Illugi var aðeins að tyggja gamla tuggu sem er löngu búið að svara en hann einfaldlega skoðaði málið ekki sjálfur heldur þuldi þetta upp eins og hann væri alvöru fræðimaður í þessu.  

Mæli með að horfa á þessa mynd yfir jólin til að koma sér í hátíðarskap: http://www.google.is/search?hl=is&q=the+nativity+story+DVD&lr=

The Nativity Story

 


mbl.is María og Jósef fá fría gistingu um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósýnilegu börnin

Síðustu helgi þá kom í heimsókn til mín góður vina hópur og horfði á myndina "Invisible children", sjá: http://freedocumentaries.org/film.php?id=114

Lýsingin á myndinni:

DESCRIPTION

Discover a war which few have heard of; a war in which the rebels are ruthless murderers of civilians yet are hard to hate. This is because they are only children.

In the spring of 2003, three young Americans traveled to Africa in search of such as story. What they found was a tragedy that disgusted and inspired them. A story where children are weapons and children are the victims. The "Invisible Children: Rough Cut" film exposes the effects of a 20 year-long war on the children of Northern Uganda. These children live in fear of abduction by rebel soldiers, and are being forced to fight as a part of violent army. 

Mín þýðing
Uppgvötaðu stríð sem fáir hafa heyrt um, stríð þar sem uppreisnarmennirnir eru vægðarlausir morðingjar en er samt erfitt að hata. Ástæðan er að þeir eru aðeins börn.

Vorið 2003 þá fóru þrír ungir Bandaríkjamenn til Afríku í leit að þessari sögu. Það sem þeir fundu voru hörmungar sem vöktu með þeim óhug en einnig veitti þeim innblástur. Saga þar sem börnin eru stríðstólin sjálf og fórnarlömbin á sama tíma. Myndin Ósýnilegu börnin sýnir áhrif stríðs á börn í norður Uganda, stríðs sem hefur staðið yfir í meira en 20 ár. Þessi börn lifa í ótta við að vera rænt af uppreisnarhermönnum sem síðan neyða þau til að tilheyra ofbeldisfullum her.

Þetta var mjög áhrifamikil mynd. Alveg ótrúlegt hve hræðilega hluti menn geta fengið af sér að gera.  Að neyða börn til að drepa önnur börn til að breyta þeim í tilfinningalausar vígvélar. Það fólk sem vill ekki að svona mönnum verði refsað er mér óskiljanlegt.  Maður getur aðeins vonað að Guð muni enda þetta einhvern tímann og bæta þessum börnum þetta upp. Þeir sem vilja styrkja samtök sem eru að reyna að hjálpa þessum börnum geta farið á www.invisiblechildren.com

Það er hægt að horfa á miklu fleiri myndir á http://freedocumentaries.org/   

Ég er ekki alltaf sammála boðskapi margra þessara mynda en nauðsynlegt að hlusta á viðhorf sem flestra til að skilja viðkomandi umræðuefni sem best.

Hérna eru nokkur dæmi um myndir sem eru þarna að finna:

BBC News: Child Slavery with Rageh Omaar

Beyond Treason

Born Into Brothels: Calcutta's Red Light Kids

Dispatches: At Home with Terror Suspects

Dispatches: The Killing Zone

Palestine-Israel 101

Paying the Price: Killing the Children of Iraq

PBS Frontline: Sex Slaves

Sex Crimes and the Vatican

The Origins of AIDS

BBC News: Inside Iran with Rageh Omaar

Century of Self, Episode 1: Happiness Machines


Zeitgeist

Myndin ZeitGeist hefur fengið töluverða athygli á þessu ári og vegna umræðna hérna ákvað ég að ég yrði að taka smá samantekt á þessari mynd.

 

Inngangur 

Myndin Zeitgeist byrjar á einhverju sem virkar eins og heilaþvottur. Sýndar myndir af þeim hörmungum sem mannkynið hefur skapað og skilaboðin þarna eru að trúarbrögð eru það sem orsakaði þetta. Það ætti enginn að vera í neinum vafi um það að trú einstaklings hefur áhrif á það hvernig hann sér heiminn, þannig að slæm trú gefur af sér slæma ávexti og góð trú góða ávexti.

Sá sem trúir að mannkynið er eins og vírus sem er að eyðileggja jörðina þá getur það gert það að verkum að honum finnist líf fólks lítils virði. Sá sem trúir að hann eigi að elska náungann, sigra hið illa með því góða, biðja fyrir þeim er bölva honum og fyrirgefa þeim er ofsækja hann. Sá aðili er ekki líklegur til að fara í stríð og drepa aðra menn vegna sinnar eigin græðgi eða hvaða annara annarlegra ástæðna.  Nei, það er allt önnur sýn sem Kristur segir að eigi að einkanna þá sem fylgja Honum.

Matteus 25:34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. 


Sýn George Carlin á kristni

George kallinn byrjar á því að mála kolranga skrípamynd af Guði með því að líkja skapara himins og jarðar við einhvern ósýnilegann kall á himinum. Síðan gerir George Carlin grín að boðorðunum tíu þótt að hann sjálfur hafi þau skrifað í hjartað. Hvað er síðan að því að Guð refsi fyrir lygar, þjófnað, nauðganir og morð? Því miður hefur viðbjóðsleg villukenning læðst inn í suma kristna söfnuði sem heldur því fram að Guð sé einhvers konar dýflissu djöfull sem vill kvelja fólk að eilífu í eldi en þetta er mjög brengluð sýn á Guð og Biblían kennir þetta ekki.  Aftur á og aftur þá segir Biblían að eilíft líf er gjöf Guðs en sú sál sem syndgar skal deyja eða hætta að vera til að eilífu. Það er alveg rétt að Guð elskar alla menn en Hann getur ekki leyft vondu fólki að halda áfram að spilla heiminum. Það að síðan kirkjur þurfa peninga til að geta starfað er eitt og ódýr afskræming að Guð vanti peninga. Því miður eru margir "kristnir" duglegir að eyða peningum í hégóma en ekki góð verk og gefa þannig svona fólki gott færi á sér til að gagnrýna það sem sannarlega er gagnrýnisvert.

 

Sólartilbeiðsla 

Það er mjög merkilegt við þessar pælingar í myndinni um að fólk hefur tilbeðið sólina í mörg þúsundir ára. Biblían aftur á móti boðar hreint bann við að tilbiðja einhverja hluti eins og sólina. Sólin var sköpuð af Guði til að veita okkur ljós og orku en er aðeins dauður hlutur.

Hórus 

Ef menn myndu skoða aðeins um Hórus þá sæu þeir strax að það er ekkert líkt með Hórusi og Jesú Kristi, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Horus

Um samanburði  við Krist og aðra guði þá er hérna hægt að lesa sér til um afhverju það er gífurlega mikill munur á Jesú og þeim guðum sem Zeitgeist talar um, sjá: http://www.apologeticspress.org/articles/156

Aðrir vilja meina að það var ekkert sérstakt við boðskap Jesú en nánari skoðun sýnir manni svo ekki verður um villst að það sem Hann sagði var einstakt í mannkynssögunni, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/teachings.html

Stjörnumerkja pælingarnar 

Stór hluti af pælingunum snúast um að 25. desember er eitthvað sem tengist kristinni trú en 25. desember hefur enga þýðingu í kristni.  Annað sem bent á er að sumir guði voru tilbeiðnir á sunnudegi, degi sólarinnar. Það er góður punktur en Biblían kennir tilbeiðslu á sjöunda deginum eða laugardegi og sunnudags tilbeiðsla er fengin að láni hjá sumum kristnum kirkjum úr heiðni. Allar aðrar tengingarnar eru svo langsóttar að það er erfitt að tala eitthvað sérstaklega um þær. Ef einhverjum finnst eitthvað þar sem er trúverðugt þá væri gaman að heyra rök fyrir því.

Móse

Að það eru til aðrar sögur frá öðrum þjóðum sem segja frá manni sem fékk lögmál frá Guði, getur ekki ástæðan fyrir því verið vegna þess að sagan er byggð á raunverulegum atburðum?

Er ekki líka áhugavert að fornar þjóðir hafa líka sögur af miklu flóði sem þakkti jörðina og hafa einnig sögur af Babels turninum og að heitið á sjöunda degi vikunnar hjá mörgum þjóðum er líkt sabbath eða hvíldardagur?

Síðan fullyrðingin um að boðorðin tíu eru stolin úr bók hinna dauðu stenst ekki nána skoðun. En auðvitað er margt líkt því að við höfum öll lögmál Guðs skrifað í okkur sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt.

Eru einhverjar sagnfræðilegar heimildir fyrir tilvist Jesú? 

Of langt mál að taka fyrir hér en vil benda á grein sem ég skrifaði á síðasta ári um þetta atriði sem var svar við grein sem birtist á vantrú, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn 

Kaþólska kirkjan og krossferðirnar

Það er ekki hægt að neita því að miðalda kirkjan gerði margt hræðilegt en er það orðum Krists að kenna?

Matteus 5:40
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Það var síðan lestur Biblíunnar sem tók völdin af Biblíunni því að völd Kaþólsku kirkjunnar fólust í því að hún hafði vald til að hleypa fólk til himna, að prestar hennar hefðu vald til að fyrirgefa syndir. Þegar boðskapur Biblíunnar fór að dreifast út þá missti Kaþólska kirkjan sitt vald á fólki því að núna trúðu margir að þeir gætu leitað beint til Guðs og fengið fyrirgefningu án þess að tala við prest.

Hérna er síðan grein sem fer yfir mikið af þeim fullyrðingum sem Zeitgeist myndin gerir: http://www.alwaysbeready.com/index.php?option=com_content&task=view&id=124&Itemid=107

Alls ekki að skauta yfir þessa grein því hún sýnir svo ekki verður um villst að framleiðandi myndarinnar Zeitgeist er annað hvort fáfróður eða lygari. 


Hvað með öll hin trúarbrögðin? Hvað ef þú hefur rangt fyrir þér?

Islam

Það sem fæstir gera sér grein fyrir varðandi Islam er að Múhammeð eins og Kóraninn opinberar orð hans samþykkir Biblíuna. Í huga Múhammeðs þá var hann einn af spámönnunum sem Guð hafði sent og skrifuðu Biblíuna en hann væri síðasti spámaðurinn sem Guð myndi senda. Múhammeð sömuleiðis samþykkir Jesú en aðeins sem spámann og síðan afneitar að Jesú dó fyrir syndir heimsins og reis upp frá dauðum. Annar stór munur er að Guð dæmir okkur eftir verkum okkar, ef þau góðu eru fleiri en hin vondu þá ættirðu að sleppa ef þú tilbiður Allah og hlíðir spámanni hans Múhammeð í einu og öllu. 

The Taj Mahal is a mausoleum located in Agra, India, that was built under Mughal

Hindúismi

Hindúar trúa að það er til einn aðal guð en trúa að það eru til margir aðrir litlir guðir sem hjálpa okkur að skilja aðal guðinn. Dæmi um þannig guði eru t.d.  Ganes og sem sjást hérna fyrir neðan.

   Shiva    Ganesh

  
Aðal takmarkið er að nálgast þannann aðal guð og þú gerir það með endurholgun. Ef þú hegðar þér vel í þessu lífi þá kemstu nær aðal guðnum og þarna kemur einnig inn hugmyndin um karma. Hugmyndin með karma er mjög merkileg því það er eins og allir menn hafa skilning á réttlæti skrifað í hjarta þeirra. Þarna kemur einnig inn hugmyndin um stéttarkerfið sem ríkir í hindúismanum þar sem fólk fæðist í lægstu stéttirnar og eru einskis virði og börnin þín einnig.

Búddismi

Það sem fæstir gera sér grein fyrir takmark búddismans er að hætta að vera til. Að slíta sig frá öllu veraldlegu og einnig fólki því að takmarkið er að losa sig undan þjáningu þessa lífs en ef þér þykir vænt um eitthvað þá finnur þú fyrir sársauka þegar þú missir það. Búddismi er afbrigði af hindúisma og er einnig með endurholgun nema takmarkið er annað.  Fyrir þá sem vilja ekki vera til þá er þetta líklegast aðlagandi trú.

Guðleysi/Darwinismi

Sumir myndu líklegast gagnrýna mig fyrir að flokka guðleysi sem trúarbrögð og að mörgu leiti er það réttmæt gagnrýni. En samt, þetta er ákveðin trúarleg sýn á heiminn alveg eins og kristni og búddismi hafa ákveðna sýn á heiminn sem við búum í.  Sýnin er í grunninn sú að alheimurinn varð einhvern veginn til og lífið varð til fyrir eingöngu náttúrulegra ferla.  Baráttan til að lifa af knúði síðan þróun lífvera áfram með tilviljunum sem bjuggu allt til sem við sjáum í dag. Kærleikur, gott og illt er allt saman blekking rafboða í víraflækjunni sem við köllum heila. Guðleysi svarar þeirri spurningu hvað verður um mann þegar maður deyr á þann hátt að allir deyja og hætta að vera til að eilífu en þetta er auðvitað trúarleg afstaða.

Gyðingdómurinn

Gyðingar trúa því að þeir vöru útvalin þjóð til að vera prestar fyrir restin af heiminum og til að vera sú þjóð sem Messías myndi fæðast í og frelsa þá. Í gegnum síðan meira en þúsund ár komu upp spámenn sem sögðu þjóðinni hvað hún væri að gera vitlaust og hún var ótrúlega dugleg við að gera einhvern skandal. Í meira en þúsund ár þá byggðist upp safn handrita þeirra spámanna sem enginn efaðist að hefðu verið sendir frá Guði, menn eins og Móse, Jeremía, Jesaja, Elía, Davíð konungur og Daníel og fleiri. Má segja að Islam er í rauninni byggt á Gamla Testamentinu en síðan hafna aðal boðskapnum í Nýja Testamentinu.  Gyðingar eru enn að bíða eftir Messíasi þar sem þeir telja að Jesú hafi ekki verið hinn rétti Messías eins og Hann hélt fram.

Kristni

Í meira en þúsund ár beið Ísrael eftir frelsara sem spámenn Gamla Testamentisins höfðu spáð fyrir um. Spámenn eins og Daníel hafði spáð hvaða ár Messías myndi deyja og afnema þannig fórnarkerfi gyðinga. Spámaðurinn Míka spáði því fyrir að Messías myndi fæðast í Betlehem eins og við þekkjum úr jóla guðspjallinu.

Míka 5:1En þú, Betlehem í Efrata, ein minnsta ættborgin í Júda, frá þér læt ég þann koma
er drottna skal í Ísrael. Ævafornt er ætterni hans, frá ómunatíð.

Kristnir trúa því að Jesús uppfyllti þessa spádóma og borgaði gjaldið fyrir okkar persónulegu glæpi gagnvart Guði og mönnum. Þannig að þegar við deyjum og stöndum frammi fyrir Guði þá mun Hann ekki dæma okkur sek um lygar, þjófnað, nauðganir og hatur og allri þeirri illsku sem við erum sek um, annað hvort í huga okkar eða gjörðum. En ef við endurfæðumst í djúpri sorgariðrun og setjum traust okkar á það réttlæti sem Jesú keypti handa þér þá muntu erfa eilíft líf. Sá sem endurfæðist síðan lifir ekki lengur fyrir sjálfan sig og til að þjóna sínum eigin girndum heldur til góðra verka í kærleika til annara manna, hlíðni við lögmál Guðs og að láta aðra vita af frelsunar áforminu.

Samantekt

Ég er ekki sérfræðingur í mörgum af þessum trúarbrögðum svo ég gæti hafa farið með vitlaust mál þarna einhversstaðar eða einfaldað aðeins of mikið. Ef einhver veit að ég fór með vitlaust mál þá væri gaman að fá að vita það. Sömuleiðis þá ákvað ég að taka ekki öll trúarbrögð fyrir, ef einhverjum finnst einhver trú sem honum er kær var skilin út undan endilega láta mig vita.

Svo varðandi spurninguna, hvað ef þú hefur rangt fyrir þér. Ef þú ert ekki múslimi þá ertu sannarlega í vondum málum ef gaurarnir sem sögðust skrifa upp orð Múhammeðs voru að segja satt. Ef hindúar hafa rétt fyrir sér þá muntu endurfæðast, ef þú varst góður þá muntu öðlast betra tilveru stig. Fyrir kristinn einstakling þá ætti hann ekki að vera í miklum vandræðum ef hindúar hafa rétt fyrir sér.  Búddismi hefur lítið fyrir mig að bjóða, þótt að þjáningar fylgja því að lifa og elska þá vil ég lifa því það er einnig hamingja í því. Svo sá dauði sem búddistar stefna að ekki aðlagandi fyrir mig.  Gyðingar lifa mjög sorglegu lífi, ennþá að bíða eftir Messíasi sem þýðir að þó nokkrir spádómar Gamla Testamentisins rættust ekki. Þeir hafa sem sagt ekki fengið frelsarann sem Gamla Testamentið lofaði þeim og hafa einnig misst musterið og fórnarþjónustuna til að leysa þá undan syndum sínum.  Guðleysið hefur jafn mikið að bjóða og búddisminn nema að auki þá rænir þeirra hugmyndafræði lífið öllum tilgangi með því að gera kærleikann og fegurðina að blekkingum rafboða sem gætu þess vegna verið öll tengd kolvitlaust og það sem við teljum gott er í rauninni viðbjóðslegt. Ef guðleysingjarnir hafa rétt fyrir sér þá tapar kristinn einstaklingur ekki neinu nema að lifa í mjög dapurlegri sýn á það líf sem hann nú lifir.

Ég vel að fylgja Kristi því ég vil fá að lifa og ég veit að ef Guð er til þá er Hann réttlátur og ef Hann lætur mig fá það réttlæti sem ég á skilið þá segir mín samviska það að ég er sekur og myndi ekki öðlast eilíft líf. Þess vegna held ég í Jesús og það réttlæti sem Hann keypti fyrir mig. Þeir sem velja að hafna þessari gjöf Guðs og mæta Guði sem þeir glæpamenn sem þeir eru og þeir munu uppskera eins og þeir sáðu.

Kveða,
Mofi


Hvernig getur einhver trúað að þessi dýr dóu út fyrir 65 miljón árum síðan?

Í marga áratugi núna þá hafa menn í hvítum sloppum fullyrt að risaeðlur dóu út fyrir sirka 65 miljón árum síðan og menn og risaeðlur voru ekki uppi á sama tíma því að menn urðu aðeins til fyrir sirka fimm miljón árum síðan. En hvaða sannanir hafa þessir menn fyrir þessari stórkostlegu fullyrðingu? Mér finnst alltaf jafn fyndið hve léleg rök eru fyrir þessu. Ein rökin eru sú að steingervingar af mönnum og risaeðlum hafa aldrei fundist en jafnvel þótt það væri rétt þá á það einnig við mörg önnur dýr sem finnast í setlögunum svo þau rök eru órökrétt. Önnur rök eru að þessi lög eru svo og svo gömul en það er byggt annað hvort á geislaefnis aldursgreiningum sem hafa aldrei virkað á sýni sem við vitum aldurinn á eða þróunarskáldsögunni sem Darwin og fleiri bjuggu til. Ég tel að staðreyndirnar segja mjög skýrt að þessi dýr lifðu með mönnum. Það fyrsta sem ég vil nefna er að við höfum fundið lífrænarleyfar af þessum dýrum en það er algjörlega útilokað að það væru lífrænarleyfar til af risaeðlum ef þær dóu út fyrir mörgum miljón árum síðan. Hérna fyrir neðan er mynd af þessum leyfum og grein sem fjallar um það.
T-Rex soft tissue

Síða sem fjallar um rannsóknir á leyfum risaeðla sem höfðu ekki steingerfst: http://www.answersingenesis.org/docs2005/0325Dino_tissue.asp

 
Annað sem ber að nefna er að mannkynssagan er full af sögum af dýrum sem passa við steingervinga af risaeðlum, einnig höfum við myndir og styttur af dýrum sem menn gerðu fyrir langa löngu af dýrum sem gætu aðeins verið risaeðlur.  Hérna er video sem fjallar um þetta efni: http://video.google.com/videoplay?docid=-5982047940099701347&hl=en

 

Behemoths

  Burial Stone

 Buddhist Temple Sandstone Enlarged

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna er síðan síða sem fer yfir marga fundi sem segir okkur að risaeðlur og menn lifðu saman.
http://www.genesispark.org/genpark/ancient/ancient.htm


mbl.is Risaeðla grafin upp á Svalbarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað lét Albert Einstein, C.S.Lewis og William F. Albright skipta um skoðun varðandi Guð?

Spurningar og fullyrðingar efasemdamanna
Efasemdamaðurinn fullyrðir að vísindin á 20. öldinni hafa gert það enn erfiðara að trúa á Guð og órökrétt að taka eitthvað af þessum "heilögu" bókum fortíðar alvarlega, sérstaklega þær sem tala um persónulegann Guð. Stjarnfræðin getur núna útskýrt tilurð alheimsins án Guðs, fornleyfafræðin hefur sýnt að Biblían er skáldskapur; að hún sé ekki trúverðug í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum í dag. Hvort sem þú horfir á stjarnfræðina eða fornleyfafræðina svo hvernig geturðu tekið þessi rit svona alvarlega?

Svar hins kristna
Þú ert að spyrja réttu spurninganna. Mörgum er alveg sama hvort að sínar heilögu bækur eru sannar eða ekki, vilja aðeins að þær hjálpi þeim með þeirra tilfinninga líf. Svo það er rétt hjá þér að efast um trúverðugleika þessara heilögu bóka. Þegar þú grefur aðeins dýpra þá hugsa ég að þú munir finna að þær bækur sem þú gagnrýnir sem harðast hafa í rauninni orðið trúverðugri eftir uppgvötanir síðustu aldar. Í kringum 1900 þá snérust vísindamenn frá stjarnfræði sem var ekki í samræmi við 1. Mósebók til viðhorfs sem passar vel við 1. Mósebók. Meira að segja þá sjáum við að lýsing Hebreanna á Guði er eina forna trúarritið sem mannkynið hefur sem passar við þá þekkingu sem við höfum í dag.  Einnig hefur í mörgum tilfellum fornleyfafræði 20. aldar neytt marga sagnfræðinga og fornleyfafræðinga til að hafna þeirra gömlu viðhorfa að Biblían væri aðeins skáldskapur til þess að viðurkenna sögur Biblíunnar sem hluta af mannkynssögunni. Til að útskýra þetta betur þá skulum við skoða sögur þriggja manna sem voru líklegast með mestu hugsuða 20. aldarinnar: Albert Einstein, William F. Albright og C.S. Lewis.  Hver um sig á sínu sviði sem gerðu uppgvötanir sem létu þá skipta algjörlega um skoðun, frá viðhorfum sem voru andstæð Biblíunni til viðhorfa sem pössuðu við hana.

Albert Einstein

Árið 1917 þá hafði ríkjandi viðhorf sannfært þrjá mikla hugsuði að Biblían væri ósönn. Það ár gaf Albert Einstein út sína ritgerð þar sem hann kom með sína almennu afstæðiskenningu og gerði hana þannig að hún passaði við hugmyndafræði tíðarandans sem var á þá leið að alheimurinn væri eilífur.  Þannig slapp vísindasamfélagið við að glíma við spurninguna hvernig þetta allt saman byrjaði. Samkvæmt stjarnfræðingum þess tíma þá reikuðu stjörnurnar um á tilviljanakenndann hátt, frá og til okkar. Stjörnuþokur voru gasský sem tilheyrðu okkar sólkerfi og "The milky way" var allur alheimurinn.  Einstein var svo sannfærður um að þetta væri satt að hann setti í jöfnuna sína það sem fékk síðar nafnið "the cosmological fudge factor" til að láta hana passa við sína sýn á alheiminn. 

 

 

 

William F. Albright


William F. Albright

Einnig árið 1917 þá var ungur fornleyfafræðingur að útskrifast í umhverfi sem einkenndis af þýsku raunsæis hugmyndum og æðri gagnrýni. Þar sem kennt var að Gamla Testamentið væri mest megnis skáldskapur. Goðsagnir sem voru samdar mörg þúsund árum eftir atburðina. Árið 1918 þá skrifaði Albright ritgerð þar sem hann færði rök fyrir því að sögur af ættfeðrunum Abraham, Ísak og Jakob væru aðeins goðsagnir. Hann færði þó nokkur rök fyrir þessu en seinna myndu hans eigin rannsóknir láta hann komast að annari niðurstöðu.

 

 

 

 

C.S. Lewis

Árið 1917 þá var C.S.Lewis ungur liðsforingi sem tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni þar sem hann upplifði hræðilega atburði sem gerðu hann að mjög hörðum guðleysingja. 

Þeirra eigin uppgvötanir létu þá skipta um skoðun
Árið 1920 þá skiptu þessir þrír menn um skoðun vegna staðreynda úr þeirra eigin uppgvötunum. 
Í tilfelli Einsteins þá hafði hann þegar gert uppgvötunina 1915 en neitaði að horfast í augu við hana. Hann bjó frekar til hinn nú fræga "fudge factor" til þess að forðast hið óumflýanlega að alheimurinn hafði byrjun. Þótt að hann neitaði að horfast í augu við þá staðreynd þá sáu aðrir snjallir menn hvað uppgvötun Einsteins þýddi. Menn eins og Eddington, Friendmann og de Sitter fundu allir út að með því að leysa jöfnu Einsteins þá þýddi það að alheimurinn gæti ekki verið eilífur og hafði eitt sinn byrjun.  Vandamálið var aftur á móti það að ef alheimurinn hafði byrjun þá þurfti alheimurinn einhvern til að byrja hann. Þetta var eitthvað sem var mjög erfitt að samræma guðleysi en passaði aftur á móti vel við Guð sem er til fyrir utan sköpunarverkið, fyrir utan sjálfan alheiminn. Fyrstu viðbrögð vísindasamfélagsins krystallast í orðum manns að nafni Arthur Eddington þegar hann sagði "Phylosophically, the notion of a beginning of the present order of Nature is repugnant to me" eða á lélegri íslensku "heimspekilega þá er hugmyndin um byrjun núverandi reglu Náttúrunnar mér einkar ógeðfelld". Samt þá leiddu hans eigin rannsóknir á skammtafræðinni að þeirri niðurstöðu að sannanirnar fyrir alheims huga eða "Logos" væru of sterkar til að afneita þeim. Í hans eigin orðum: "It will perhaps be said that the conclusion to be drawn from these arguments from modern science is that religion first became possible for a reasonable scientific man about the year 1927".

Árið 1927 þá hafði stjörnufræðingurinn Edwin Hubble staðfest að stjörnuþokur innihéldu ekki aðeins einstaka stjörnur heldur væru sjálf heil stjörnukerfi langt frá okkar eigin stjörnuþoku og að þær væru að fjarlægjast okkur á miklum hraða. Rannsóknir leiddu í ljós að þessar stjörnuþokur eru ekki aðeins að fjarlægjast okkur heldur að því lengra í burtu sem þær eru því hraðar eru þær að fjarlægjast. Sem sagt að alheimurinn er að þenjast út á þann hátt sem afstæðiskenning Einsteins sagði til um.  Smá saman þá snérist vísindasamfélagið frá því að trúa að alheimurinn væri eilífur til þess að alheimurinn hefði byrjun. Aðeins eftir að sjá sannanir Hubbles fyrir alheimi sem er að þenjast og eftir að horfa í gegnum kíkinn sem Hubble sjálfur notaði þá afneitaði Einstein sínum stjarnfræðilega "fudge factor" og seinna kallaði hann "the greatest blunder of my life" eða mesta klúður lífs síns. Staðreyndirnar neyddu Einstein til að viðurkenna eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Sem guðleysingi sem trúði að hið efnislega væri allt sem til væri þá hafði Einstein vonast til að finna það út að alheimurinn væri eilífur og ekki háður utan að komandi orsök.

Sama ár og Hubble hafði hrist upp í vísindasamfélaginu þá uppgvötaði fornleyfafræðingurinn William F. Albright borgir sem mynduðu leið fyrir herför sem gerðist á tímum Abrahams sem er líst í 1. Mósebók 14. kafla.  Borgirnar fengu seinna heitið "The way of the king" eða leið konungsins. Þetta var byrjunin á morgum uppgvötunum sem að lokum sannfærðu Albright um að sagan í 1. Mósebók 14. kafla væri sönn og að þýska æðri gagnrýnis hugsunin væri röng og án nokkura sannana frá fornleyfafræðinni.  Áletrarnir með nöfnum sem pössuðu við söguna í 1. Mósebók fundust og voru sirka 3000-4000 ára gamlar, nöfn eins og Abraham, Eber, Laban og fleiri.  Allt þetta og fleira gerði það að verkum að Albright skrifaði árið 1956 "There can be no doubt that archaelogy has confirmed the substantial historicity of Old Testament tradition."

Saga Albrights er lík sögu fleiri fornleyfafræðinga sem lærðu hina æðri gagnrýni en höfnuðu henni þegar þeir rannsökuðu málið sjálfir sem dæmi má nefna William Ramsay.

Það var einnig árið 1929 sem C.S.Lewis sem var þá orðinn frægur sem prófessor í Oxford heyrði dálítið sem hristi upp í hans guðleysis trú. Hann hlustaði á vin sinn sem var einnig guðleysingi viðurkenna sannanir fyrir sögugildi guðspjallana. Í gegnum marga atburði þetta árið þá snérist Lewis til trúar, ekki til kristni en til trúar á einhvers konar alheims veru eða guðs.  Eftir að þrengja valkostina milli hindúisma og kristni þá byrjaði hann að nota sína tungumála kunnáttu til að rannsaka Biblíuna. Hann byrjaði að rannsaka af mikilli elju grísku rit Nýja Testamentisins. Lewis var dolfallinn og skrifaði seinna "I have been reading poems, romances, vision-literature, legends, myths all my life. I know what they are like. I know that not one of them is like this."

Á sama tíma og Einstein var að glíma við hvað hans uppgvötanir þýddu þá glímdi C.S. Lewis við guðspjöllin og hvað tilvist þeirra þýddu fyrir hann. Hans niðurstaða var að þau væru sögulega rétt og fór einu skrefi lengra en Einstein, frá því að trúa á einhvers konar alheims veru í að trúa á persónulegann Guð sem birtist í Jesú Kristi í ritningunum. 

Það er eins og aðeins þegar hugurinn er tilbúinn getur hann horft á staðreyndirnar og meðtekið hvað þær þýða. Rannsóknir þessara manna gerðu það að verkum að þeir skiptu um skoðun vegna þess sem þeir fundu. Ég vona að lesendur læri eitthvað af sögu þessara manna og komist að þeirri niðurstöðu að þetta líf er of dýrmætt til að reyna að komast ekki að sannleikanum varðandi þetta líf sem við lifum.


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband