Hvað lét Albert Einstein, C.S.Lewis og William F. Albright skipta um skoðun varðandi Guð?

Spurningar og fullyrðingar efasemdamanna
Efasemdamaðurinn fullyrðir að vísindin á 20. öldinni hafa gert það enn erfiðara að trúa á Guð og órökrétt að taka eitthvað af þessum "heilögu" bókum fortíðar alvarlega, sérstaklega þær sem tala um persónulegann Guð. Stjarnfræðin getur núna útskýrt tilurð alheimsins án Guðs, fornleyfafræðin hefur sýnt að Biblían er skáldskapur; að hún sé ekki trúverðug í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum í dag. Hvort sem þú horfir á stjarnfræðina eða fornleyfafræðina svo hvernig geturðu tekið þessi rit svona alvarlega?

Svar hins kristna
Þú ert að spyrja réttu spurninganna. Mörgum er alveg sama hvort að sínar heilögu bækur eru sannar eða ekki, vilja aðeins að þær hjálpi þeim með þeirra tilfinninga líf. Svo það er rétt hjá þér að efast um trúverðugleika þessara heilögu bóka. Þegar þú grefur aðeins dýpra þá hugsa ég að þú munir finna að þær bækur sem þú gagnrýnir sem harðast hafa í rauninni orðið trúverðugri eftir uppgvötanir síðustu aldar. Í kringum 1900 þá snérust vísindamenn frá stjarnfræði sem var ekki í samræmi við 1. Mósebók til viðhorfs sem passar vel við 1. Mósebók. Meira að segja þá sjáum við að lýsing Hebreanna á Guði er eina forna trúarritið sem mannkynið hefur sem passar við þá þekkingu sem við höfum í dag.  Einnig hefur í mörgum tilfellum fornleyfafræði 20. aldar neytt marga sagnfræðinga og fornleyfafræðinga til að hafna þeirra gömlu viðhorfa að Biblían væri aðeins skáldskapur til þess að viðurkenna sögur Biblíunnar sem hluta af mannkynssögunni. Til að útskýra þetta betur þá skulum við skoða sögur þriggja manna sem voru líklegast með mestu hugsuða 20. aldarinnar: Albert Einstein, William F. Albright og C.S. Lewis.  Hver um sig á sínu sviði sem gerðu uppgvötanir sem létu þá skipta algjörlega um skoðun, frá viðhorfum sem voru andstæð Biblíunni til viðhorfa sem pössuðu við hana.

Albert Einstein

Árið 1917 þá hafði ríkjandi viðhorf sannfært þrjá mikla hugsuði að Biblían væri ósönn. Það ár gaf Albert Einstein út sína ritgerð þar sem hann kom með sína almennu afstæðiskenningu og gerði hana þannig að hún passaði við hugmyndafræði tíðarandans sem var á þá leið að alheimurinn væri eilífur.  Þannig slapp vísindasamfélagið við að glíma við spurninguna hvernig þetta allt saman byrjaði. Samkvæmt stjarnfræðingum þess tíma þá reikuðu stjörnurnar um á tilviljanakenndann hátt, frá og til okkar. Stjörnuþokur voru gasský sem tilheyrðu okkar sólkerfi og "The milky way" var allur alheimurinn.  Einstein var svo sannfærður um að þetta væri satt að hann setti í jöfnuna sína það sem fékk síðar nafnið "the cosmological fudge factor" til að láta hana passa við sína sýn á alheiminn. 

 

 

 

William F. Albright


William F. Albright

Einnig árið 1917 þá var ungur fornleyfafræðingur að útskrifast í umhverfi sem einkenndis af þýsku raunsæis hugmyndum og æðri gagnrýni. Þar sem kennt var að Gamla Testamentið væri mest megnis skáldskapur. Goðsagnir sem voru samdar mörg þúsund árum eftir atburðina. Árið 1918 þá skrifaði Albright ritgerð þar sem hann færði rök fyrir því að sögur af ættfeðrunum Abraham, Ísak og Jakob væru aðeins goðsagnir. Hann færði þó nokkur rök fyrir þessu en seinna myndu hans eigin rannsóknir láta hann komast að annari niðurstöðu.

 

 

 

 

C.S. Lewis

Árið 1917 þá var C.S.Lewis ungur liðsforingi sem tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni þar sem hann upplifði hræðilega atburði sem gerðu hann að mjög hörðum guðleysingja. 

Þeirra eigin uppgvötanir létu þá skipta um skoðun
Árið 1920 þá skiptu þessir þrír menn um skoðun vegna staðreynda úr þeirra eigin uppgvötunum. 
Í tilfelli Einsteins þá hafði hann þegar gert uppgvötunina 1915 en neitaði að horfast í augu við hana. Hann bjó frekar til hinn nú fræga "fudge factor" til þess að forðast hið óumflýanlega að alheimurinn hafði byrjun. Þótt að hann neitaði að horfast í augu við þá staðreynd þá sáu aðrir snjallir menn hvað uppgvötun Einsteins þýddi. Menn eins og Eddington, Friendmann og de Sitter fundu allir út að með því að leysa jöfnu Einsteins þá þýddi það að alheimurinn gæti ekki verið eilífur og hafði eitt sinn byrjun.  Vandamálið var aftur á móti það að ef alheimurinn hafði byrjun þá þurfti alheimurinn einhvern til að byrja hann. Þetta var eitthvað sem var mjög erfitt að samræma guðleysi en passaði aftur á móti vel við Guð sem er til fyrir utan sköpunarverkið, fyrir utan sjálfan alheiminn. Fyrstu viðbrögð vísindasamfélagsins krystallast í orðum manns að nafni Arthur Eddington þegar hann sagði "Phylosophically, the notion of a beginning of the present order of Nature is repugnant to me" eða á lélegri íslensku "heimspekilega þá er hugmyndin um byrjun núverandi reglu Náttúrunnar mér einkar ógeðfelld". Samt þá leiddu hans eigin rannsóknir á skammtafræðinni að þeirri niðurstöðu að sannanirnar fyrir alheims huga eða "Logos" væru of sterkar til að afneita þeim. Í hans eigin orðum: "It will perhaps be said that the conclusion to be drawn from these arguments from modern science is that religion first became possible for a reasonable scientific man about the year 1927".

Árið 1927 þá hafði stjörnufræðingurinn Edwin Hubble staðfest að stjörnuþokur innihéldu ekki aðeins einstaka stjörnur heldur væru sjálf heil stjörnukerfi langt frá okkar eigin stjörnuþoku og að þær væru að fjarlægjast okkur á miklum hraða. Rannsóknir leiddu í ljós að þessar stjörnuþokur eru ekki aðeins að fjarlægjast okkur heldur að því lengra í burtu sem þær eru því hraðar eru þær að fjarlægjast. Sem sagt að alheimurinn er að þenjast út á þann hátt sem afstæðiskenning Einsteins sagði til um.  Smá saman þá snérist vísindasamfélagið frá því að trúa að alheimurinn væri eilífur til þess að alheimurinn hefði byrjun. Aðeins eftir að sjá sannanir Hubbles fyrir alheimi sem er að þenjast og eftir að horfa í gegnum kíkinn sem Hubble sjálfur notaði þá afneitaði Einstein sínum stjarnfræðilega "fudge factor" og seinna kallaði hann "the greatest blunder of my life" eða mesta klúður lífs síns. Staðreyndirnar neyddu Einstein til að viðurkenna eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Sem guðleysingi sem trúði að hið efnislega væri allt sem til væri þá hafði Einstein vonast til að finna það út að alheimurinn væri eilífur og ekki háður utan að komandi orsök.

Sama ár og Hubble hafði hrist upp í vísindasamfélaginu þá uppgvötaði fornleyfafræðingurinn William F. Albright borgir sem mynduðu leið fyrir herför sem gerðist á tímum Abrahams sem er líst í 1. Mósebók 14. kafla.  Borgirnar fengu seinna heitið "The way of the king" eða leið konungsins. Þetta var byrjunin á morgum uppgvötunum sem að lokum sannfærðu Albright um að sagan í 1. Mósebók 14. kafla væri sönn og að þýska æðri gagnrýnis hugsunin væri röng og án nokkura sannana frá fornleyfafræðinni.  Áletrarnir með nöfnum sem pössuðu við söguna í 1. Mósebók fundust og voru sirka 3000-4000 ára gamlar, nöfn eins og Abraham, Eber, Laban og fleiri.  Allt þetta og fleira gerði það að verkum að Albright skrifaði árið 1956 "There can be no doubt that archaelogy has confirmed the substantial historicity of Old Testament tradition."

Saga Albrights er lík sögu fleiri fornleyfafræðinga sem lærðu hina æðri gagnrýni en höfnuðu henni þegar þeir rannsökuðu málið sjálfir sem dæmi má nefna William Ramsay.

Það var einnig árið 1929 sem C.S.Lewis sem var þá orðinn frægur sem prófessor í Oxford heyrði dálítið sem hristi upp í hans guðleysis trú. Hann hlustaði á vin sinn sem var einnig guðleysingi viðurkenna sannanir fyrir sögugildi guðspjallana. Í gegnum marga atburði þetta árið þá snérist Lewis til trúar, ekki til kristni en til trúar á einhvers konar alheims veru eða guðs.  Eftir að þrengja valkostina milli hindúisma og kristni þá byrjaði hann að nota sína tungumála kunnáttu til að rannsaka Biblíuna. Hann byrjaði að rannsaka af mikilli elju grísku rit Nýja Testamentisins. Lewis var dolfallinn og skrifaði seinna "I have been reading poems, romances, vision-literature, legends, myths all my life. I know what they are like. I know that not one of them is like this."

Á sama tíma og Einstein var að glíma við hvað hans uppgvötanir þýddu þá glímdi C.S. Lewis við guðspjöllin og hvað tilvist þeirra þýddu fyrir hann. Hans niðurstaða var að þau væru sögulega rétt og fór einu skrefi lengra en Einstein, frá því að trúa á einhvers konar alheims veru í að trúa á persónulegann Guð sem birtist í Jesú Kristi í ritningunum. 

Það er eins og aðeins þegar hugurinn er tilbúinn getur hann horft á staðreyndirnar og meðtekið hvað þær þýða. Rannsóknir þessara manna gerðu það að verkum að þeir skiptu um skoðun vegna þess sem þeir fundu. Ég vona að lesendur læri eitthvað af sögu þessara manna og komist að þeirri niðurstöðu að þetta líf er of dýrmætt til að reyna að komast ekki að sannleikanum varðandi þetta líf sem við lifum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafþór H Helgason

Ein af frægustu tilvitnunum Einsteins kom fram í deilum hans við Max Planck um skammtafræðina. "Guð kastar ekki teningum"

Hafþór H Helgason, 2.12.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Davíð Örn Sveinbjörnsson

Jahá...það er nú jafnvel ef merkilegra ef satt reynist. Að einn af frægustu vísindamönnum sögunnar skuli nota hugtakið Guð til að lýsa hinum djúpu leyndardómum alheimsins, ekki af sérstökum trúarlegum ástæðum heldur til að reyna að lýsa leyndardómum alheimsins...minnir örlítið á það sem talsmenn ID gera. Er í lagi að álykta að einhverjir þeirra séu að nota ID (og í sumum tilvikum Guð í tengslum við ID) ekki til að beita trúarbrögðum fyrir sig, heldur einmitt til að lýsa hinum djúpu leyndardómum uppruna lífsins, sem þeim finnst Þróunarkenningin ekki útskýra nægilega vel?

Davíð Örn Sveinbjörnsson, 3.12.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Mofi

Jújú Arngrímur, það kom líka fram í greininni. 

Hafþór, góður punktur. 

Davíð, já ég held að það sé rétt ályktað hjá þér.

Mofi, 3.12.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Gylfi. Segðu mér samt eitt, ef Guð er til, myndi Hann ekki hafa einhver samskipti við mannkynið?

Mofi, 4.12.2007 kl. 08:30

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ Halldór. ég finn fyrir návist Guðs á hverjum einasta degi, ef ekki í anda mínum þá í stórkostlegri náttúrunni. En allavega ætla ég að bjóða þér sem og öðrum sem að hafa kíkt til okkar í bloggkirkjuna Lifandi vatn í vetur, að koma í aðventukaffi á Holtaveginn kl 20:00  Þriðjudagskvöld eftir viku.  Gamli biskupinn okkar  herra Sigurbjörn Einarsson verður með hugleiðingu. Vonast til að sjá þig

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 08:47

6 Smámynd: Mofi

Hljómar mjög vel, ég mun reyna að koma

Mofi, 4.12.2007 kl. 12:27

7 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Vá maður þetta er ekkert smá góður pistill. Flott rannsóknarvinna og þakka fyrir upplýsingarnar.

Keep it up

RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 5.12.2007 kl. 06:06

8 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Tryggi og einnig fyrir að minna mig á að þetta er byggt á kafla í bók sem heitir "Show me God", sjá: http://www.amazon.com/Show-Me-God-Message-Telling/dp/1885849532

Mofi, 5.12.2007 kl. 12:37

9 Smámynd: Mofi

Eftir að Einstein varð að sætta sig við að alheimurinn hafði byrjun þá breyttist þetta viðhorf hans sem lýsir sér ágætlega í þessum orðum hans hérna:

 My religiosity consists in a humble admiration of the infinitely superior spirit that reveals itself in the little that we, with our weak and transitory understanding, can comprehend of reality.

Mofi, 7.12.2007 kl. 16:23

10 Smámynd: Unknown

Þú segir að hann hafi tekið upp kristni um 1920...nú vil ég benda þér á grein hér sem þú ættir að lesa og gæti tekið á þessum misskilningi:

http://atheismexposed.tripod.com/einstein.htm

Unknown, 11.8.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802800

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband