Val-Vantrú

Ég vil mæla með því að Vantrú breyti nafni félagsins í "Val-Vantrú". Þar sem þeir hafa enga vantrú gagnavart allskonar fullyrðingum hina og þessa manna þá er þeirra vantrú ekki almenn eða heilsteypt heldur sértæk. Þeir velja hverju þeir vantrúa og vantreysta.  Guðleysingjafélagið væri að mínu mati nákvæmasta heitið fyrir þá.

Atheism Cartoon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hélt þú værir sammála okkur varðandi það að trúboð ætti ekki fram að fara í skólum.  Viltu ekki tjá þig um það mál.

Hvaða fullyrðingar ertu svo að tala um?  Ertu enn og aftur að ræða um Þróunarkenninguna - er ekki nóg komið af þeirri umræðu?

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Mofi

Ég er að tala um það sem þið trúið og efist ekki um.  Ég er mjög sammála ykkur varðandi trúboð í skólum og vildi óska þess að ég gæti hjálpað í þeirri "göfugu" baráttu.  Aðeins þegar síðasti darwinistinn deyr er komið nóg af þeirri umræðu.

Mofi, 30.11.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Mofi

Auðvitað betra að síðasti darwinistinn myndi sjá ljósið en ekki deyja. Að vísu þá bjargar trúin að Guð skapaði ekki neinum en það er önnur umræða.

Mofi, 30.11.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Ef að sköpunarsagan er trúboð, þá á sannarlega að leyfa trúboð í skólum. Menn eiga rétt á að fá að vita um uppruna sinn. Ekki eru allir komnir að öpum.

Kristinn Ásgrímsson, 30.11.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Ekki eru allir komnir af öpum, átti að standa

Kristinn Ásgrímsson, 30.11.2007 kl. 18:20

6 identicon

Ertu eitthvað fúll í dag Mofi? Hvernig á "alvöru" vantrúarmaður að hegða sér? Á hann ekki að trúa neinu sem sagt er, ekki einu sinni því að hann sé til?

Nei, það hljóta alltaf að vera rökin sem gilda í þessu sem og öllu. Trúleysingi hefur ekki þann munað að leyfa sér að trúa blint á orð annarra manna. 

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:30

7 Smámynd: Mofi

Mér finnst aðalega Kristinn að nemendur eiga að læra að fólk hefur mismunandi afstöðu og ástæður fyrir þeirra afstöður. Það væri fræðsla en ekki þessi heilaþvottur sem er í dag.

Lárus, nei nei, bara alveg fínn dagur. Mér finnst bara þeir sem hafna Guði, þeir neyðast til að búa til alls konar sögur til að leysa vandamálið hvernig þetta allt varð til. Þar sem það virðist vera lítill efi og vantrú þegar kemur að þeim sögum þá finnst mér Vantrú ekki vera rétt orð yfir ykkar afstöðu.  Lárus, trúir þú engu sem þú hefur aðeins orð einhverra fyrir?

Mofi, 30.11.2007 kl. 19:51

8 Smámynd: Linda

hahahah mér þótti teiknimyndin snilld, "I don´t belive it" hahahaah.

Linda, 30.11.2007 kl. 19:57

9 identicon

Ef þróunarkenningin er rétt, því þróast þá siðferði mannsins í öfuga átt þessa daganna ?

Er það vegna hlýnunar jarðar, eða að því að við uppgötvuðum að við værum komnir af öpum ? Getur alvitur Mattías svarað þessu á vísindalegann hátt ? 

conwoy (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:13

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig þróast siðferði mannsins í öfuga átt - hvað áttu við?

Af hverju segir þú að ég sé alvitur?  Ekki held ég því fram.

Matthías Ásgeirsson, 1.12.2007 kl. 00:20

11 identicon

Mér finnst bara þeir sem hafna Guði, þeir neyðast til að búa til alls konar sögur til að leysa vandamálið hvernig þetta allt varð til.

Mér finnst alltaf mikilvægt í svona umræðum að menn mega ekki falla í þá gryfju að setja upp andstæðurnar vísindi-guðstrú. Ég get ekki talað fyrir aðra en ég nota ekki vísindi sem einhvers konar staðgengil fyrir trúarbrögð í mínu lífi. Vísindin eru ekki andstæðan við trúarbrögð, né heldur hliðstæða ef út í það er farið.

Trúleysi mitt spratt ekki upp af vegna þess að ég lærði um vísindi. Allar hugmyndir um guði eru frumspekilegar og því ætti að ræða þær á þeim nótum. Reyndar er rétt að raunvísindin hafa nánast gengið af bókstafstrú dauðri en burtséð frá því þá er ekki hægt að nota vísindi til að sanna eða afsanna guði. 

Ótrúlegt en satt þá eru vísindakenningar ekki gerðar til þess að búa til guðlausa heimsmynd handa trúleysingjum til að orna sér við. Þær eru afrakstur aldalangs vísindastarfs og þekkingarleitar sem hafa skilað þessum mikla árangri sem sjáanlegur er alls staðar í nútíma samfélagi

Þar sem það virðist vera lítill efi og vantrú þegar kemur að þeim sögum þá finnst mér Vantrú ekki vera rétt orð yfir ykkar afstöðu. Lárus, trúir þú engu sem þú hefur aðeins orð einhverra fyrir?

Stórkostlegar fullyrðingar kalla á stórfenglegar sannanir. Þegar þú talar um sögur þá ertu að meina vísindakenningar býst ég við, fyrst og fremst þróunarkenningu Darwins. Slíkar kenningar spretta einmitt upp úr efahyggju, menn leyfðu sér að efast um viðtekin sannindi líkt og að guð skapaði allt úr engu á sex dögum. Rannsóknir og staðreyndirnar bentu einfaldlega til annars.

Til að setja sig upp á móti ráðandi vísindakenningum þarf einfaldlega betri kenningu sem er þá betur rökstudd en sú fyrri. Meðan slíkt er ekki fyrir hendi sé ég enga ástæðu til þess að efast. Menn geta ekki stöðugt verið að efast um alla hluti, ég trúi því t.d. án sannana að ég sé til og að gras sé grænt. Ég trúi því að vinur minn heiti Hinrik, þótt ég hafi aðeins hans orð fyrir því.

Það er ekki fyrr en menn byrja að segja sögur sem brjóta gegn náttúrulögmálum og heilbrigðri skynsemi sem ég byrja að heimta rök.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 04:24

12 Smámynd: Mofi

Lárus: Mér finnst alltaf mikilvægt í svona umræðum að menn mega ekki falla í þá gryfju að setja upp andstæðurnar vísindi-guðstrú. Ég get ekki talað fyrir aðra en ég nota ekki vísindi sem einhvers konar staðgengil fyrir trúarbrögð í mínu lífi. Vísindin eru ekki andstæðan við trúarbrögð, né heldur hliðstæða ef út í það er farið.

Alvöru vísindi er ekki andstæða við guðstrú en darwinismi er það og darwinismi virðist koma í staðinn fyrir guðstrú. Fyrir tíma Darwins þá gátu menn ekki verið guðleysingjar nema vera dáldið miklir kjánar en Darwin breytti því. Vonandi er núna meiri þekking að valda því að aftur geta menn ekki verið guðleysingjar og það talið eðlilegt.

Lárus: Trúleysi mitt spratt ekki upp af vegna þess að ég lærði um vísindi. Allar hugmyndir um guði eru frumspekilegar og því ætti að ræða þær á þeim nótum. Reyndar er rétt að raunvísindin hafa nánast gengið af bókstafstrú dauðri en burtséð frá því þá er ekki hægt að nota vísindi til að sanna eða afsanna guði. 

Ótrúlegt en satt þá eru vísindakenningar ekki gerðar til þess að búa til guðlausa heimsmynd handa trúleysingjum til að orna sér við. Þær eru afrakstur aldalangs vísindastarfs og þekkingarleitar sem hafa skilað þessum mikla árangri sem sjáanlegur er alls staðar í nútíma samfélagi

Þar sem Darwin lét menn halda að það væri hægt að útskýra sköpunarverkið án Guðs að þá einmitt eru hans hugmyndir hreinlega óvinur trúar á Guð. Hans hugmyndir aftur á móti eru trúarlegar, trú sem segir okkur hvernig fortíðin var og hvaða stöðu við höfum í alheimnum og hvað verður um okkur í framtíðinni. Á meðan þú gerir ekki greinar mun á milli darwinisma og vísinda þá getum við líklegast aldrei skilið hvorn annann.

Lárus: Stórkostlegar fullyrðingar kalla á stórfenglegar sannanir. Þegar þú talar um sögur þá ertu að meina vísindakenningar býst ég við, fyrst og fremst þróunarkenningu Darwins. Slíkar kenningar spretta einmitt upp úr efahyggju, menn leyfðu sér að efast um viðtekin sannindi líkt og að guð skapaði allt úr engu á sex dögum. Rannsóknir og staðreyndirnar bentu einfaldlega til annars.

Það ætti að þurfa fyrir hvern hugsandi einstakling stórkostlegar sannanir fyrir því að bakteríur urðu að Beethoven en það virðist ekki einu sinni vera vottur að efa hjá þér.  Ég veit síðan ekki hvaða rannsóknir og staðreyndir bendu til einhvers annars en sköpunar. Skástu rökin eru líklegast aldur jarðar en þar eru staðreyndirnar mjög mismunandi og benda til mismunandi aldurs.

Lárus: Það er ekki fyrr en menn byrja að segja sögur sem brjóta gegn náttúrulögmálum og heilbrigðri skynsemi sem ég byrja að heimta rök 

Hvað við hönnun brýtur gegn náttúrulögmálum? Sá sem hannaði tölvuna, var hann að brjóta einhver náttúrulögmál?  Heilbrigð skynsemi segir að tölvur, bílar, flugvélar og bygginar þurfa hönnuð. Síðan það sem er fullkomnara og flóknara en þessir hlutir eru lifandi verur og þá allt í einu geta náttúrulegir ferlar búið þannig til jafnvel þótt við sjáum þá ekki búa neitt slíkt í dag. Skynsemi þín hlýtur að vera í sárum sínum að þú skulir neyða hana til að samþykkja eitthvað svona órökrétt.

Lárus: Til að setja sig upp á móti ráðandi vísindakenningum þarf einfaldlega betri kenningu sem er þá betur rökstudd en sú fyrri. Meðan slíkt er ekki fyrir hendi sé ég enga ástæðu til þess að efast. Menn geta ekki stöðugt verið að efast um alla hluti, ég trúi því t.d. án sannana að ég sé til og að gras sé grænt. Ég trúi því að vinur minn heiti Hinrik, þótt ég hafi aðeins hans orð fyrir því.

Þú veist að flóknir hlutir þurfa hönnuð, hvernig gætirðu beðið um eitthvað meira sem sönnun fyrir hönnuði en vélar sem eru búnar til úr upplýsingum forritunar kóða?  Mér finnst einfaldlega ósanngjarnt af þér að vilja einhverjar meiri sannanir en það. Hvað viltu eiginlega meira?

Mofi, 1.12.2007 kl. 15:28

13 identicon

Alvöru vísindi er ekki andstæða við guðstrú en darwinismi er það og darwinismi virðist koma í staðinn fyrir guðstrú.

Afhverju? Af því að tilvist lífs er útskýrð út frá náttúrulegum ferlum? Flest allir þeir trúuðu menn sem ég þekki sjá ekkert athugavert við það að guð noti náttúrulega ferla við sköpunina en ekki kraftaverk. 

Fyrir tíma Darwins þá gátu menn ekki verið guðleysingjar nema vera dáldið miklir kjánar en Darwin breytti því. 

Þetta er talsvert mikil einföldun. Fyrir tíma Darwins var frumgyðistrú orðin mjög útbreidd meðal menntamanna á vesturlöndum en hún fylgdi í kjölfar upplýsingarinnar. Þ.e. menn höfnuðu þessum biblíu-guði en hengu samt í einhverjum óskilgreindum guði sem var afskiptalaus um sköpunarverk sitt. Í raun er ekki mikill afstöðumunur á milli trúleysis og frumgyðistrúar.

Þar sem Darwin lét menn halda að það væri hægt að útskýra sköpunarverkið án Guðs að þá einmitt eru hans hugmyndir hreinlega óvinur trúar á Guð.

Þetta sama var sagt um sólmiðjukenninguna, þetta brýtur gegn orði guðs og því ætti ekki að leyfa svona rugl. Kaldhæðni örlaganna að aðventistar skuli vera komnir í hlutverk kaþólsku kirkjunnar nú á dögum. En þetta er misskilningur, í mesta lagi er það túlkun þín á orði guðs sem gæti verið röng. Hefur þú velt því fyrir þér?

Það ætti að þurfa fyrir hvern hugsandi einstakling stórkostlegar sannanir fyrir því að bakteríur urðu að Beethoven en það virðist ekki einu sinni vera vottur að efa hjá þér.

Ég hef stórkostlegar sannanir frá fræðigreinum á borð við erfðafræði, líflandafræði, jarðfræði, steingervingafræði, lífefnafræði, vistfræði, lífeðlisfræði, grasafræði, örverufræði.... o.s.frv. o.s.frv.   

Skástu rökin eru líklegast aldur jarðar en þar eru staðreyndirnar mjög mismunandi og benda til mismunandi aldurs.

Þetta er ekki rétt.

Heilbrigð skynsemi segir að tölvur, bílar, flugvélar og bygginar þurfa hönnuð. Síðan það sem er fullkomnara og flóknara en þessir hlutir eru lifandi verur og þá allt í einu geta náttúrulegir ferlar búið þannig til jafnvel þótt við sjáum þá ekki búa neitt slíkt í dag.

Mér finnst það töluverð óvirðing við lífverur að flokka þær sem einhverja hluti sem búnir voru til. Kannski eru þær bara hlutir í þínum augum og þú sjálfur eitthvað sem guð þinn bjó til því honum leiddist svo að vera til fyrir utan tímann án þess að hafa neinn til að hrella og láta tilbiðja sig.

Ef lífverur eru skapaðar af almáttugum og alvitrum guði segir það sig sjálft að þær eru ekkert merkilegar. Hvaða afrek getur einhver sem er almáttugur unnið? Allt sem hann gerir hlýtur að vera einfaldasti hlutur í heimi, eins og fyrir mig að kveikja á sjónvarpinu. Að segja lífið vera einhverja tómstundaiðju guðlegrar veru rænir það sérstöðu sinni og gildi. Trúarbrögðin reyna að bæta upp fyrir þetta með því að segja þennan guð "elska þig og ætlar að lífga þig við eftir dauðann". Þetta er fyrir mér afar nöturleg heimsmynd og lífsskoðun. 

Mér finnst einfaldlega ósanngjarnt af þér að vilja einhverjar meiri sannanir en það. Hvað viltu eiginlega meira?

Tja, þessi guð á samkæmt sögunni að hafa gert allt í heimi og það sem hann lætur okkur í té þess til sönnunar er biblían. Þessi vera sem á að vera alvitur gat ekki gert betur? Hvers vegna ekki eina styttu, gerða úr gulli og platínu sem hann hafði getað sett á tunglið til að minna á sig, t.d.? Það þýðir lítið að benda á náttúruna og tilvist hennar þar sem hún er betur útskýrð með hefðbundum kenningum.   

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:30

14 Smámynd: Mofi

Afhverju? Af því að tilvist lífs er útskýrð út frá náttúrulegum ferlum? Flest allir þeir trúuðu menn sem ég þekki sjá ekkert athugavert við það að guð noti náttúrulega ferla við sköpunina en ekki kraftaverk. 

Í fyrsta lagi þá er tilvist lífs ekki útskýrð út frá náttúrulegum ferlum, í öðru lagi þá skilgreina flestir Guð sem skaparann. Ef Guð er ekki skaparinn þá hefur Hann ekkert að gera með sköpunina og kemur okkur líklegast lítið sem ekkert við. Ef sál mannsins er ekki frá Guði heldur aðeins orsök náttúrulegra ferla þá kemur Guð líklegast ekki mikið við hvað gerist um einhverja sál sem í rauninni samkvæmt darwinisma aðeins ímyndun.

Lárus: Þetta er talsvert mikil einföldun. Fyrir tíma Darwins var frumgyðistrú orðin mjög útbreidd meðal menntamanna á vesturlöndum en hún fylgdi í kjölfar upplýsingarinnar. Þ.e. menn höfnuðu þessum biblíu-guði en hengu samt í einhverjum óskilgreindum guði sem var afskiptalaus um sköpunarverk sitt. Í raun er ekki mikill afstöðumunur á milli trúleysis og frumgyðistrúar.

Þetta er nú líka ansi mikil einföldun hjá þér þar sem mjög margir af fremstu vísindamönnum í kringum 1800-1900 voru mjög kristnir einstaklingar. En jú, auðvitað margir líka sem trúðu á einhvern óskilgreindann guð, einhvers konar afl sem orsakaði alheiminn og lífið.

Lárus: Þetta sama var sagt um sólmiðjukenninguna, þetta brýtur gegn orði guðs og því ætti ekki að leyfa svona rugl. Kaldhæðni örlaganna að aðventistar skuli vera komnir í hlutverk kaþólsku kirkjunnar nú á dögum. En þetta er misskilningur, í mesta lagi er það túlkun þín á orði guðs sem gæti verið röng. Hefur þú velt því fyrir þér?

Sólmiðjukenningin tengist Biblíunni ekki neitt. Hvernig er aðvent kirkjan að gera eitthvað líkt því sem kaþólska kirkjan gerði? Ég veit ekki til þess að "við" erum eitthvað að reyna banna einhverjar hugmyndir. Það aftur á móti ætti að vera eðlilegt og gott að útskýra afhverju þú trúir að eitt er rétt og eitthvað annað er rangt. Af og til þá auðvitað efast maður um hitt og þetta, gerist það fyrir þig?

Lárus: Ég hef stórkostlegar sannanir frá fræðigreinum á borð við erfðafræði, líflandafræði, jarðfræði, steingervingafræði, lífefnafræði, vistfræði, lífeðlisfræði, grasafræði, örverufræði.... o.s.frv. o.s.frv.   

Mjög innantóm orð, ekkert á bakvið þau. Mér finnst eins og þú ættir alveg að vita það.

Lárus: Þetta er ekki rétt.

Hvað er ekki rétt?  Að það eru mismunandi aðferðir til að álykta aldur jarðar og að þær gefa mismunandi niðurstöður?

Lárus: Mér finnst það töluverð óvirðing við lífverur að flokka þær sem einhverja hluti sem búnir voru til. Kannski eru þær bara hlutir í þínum augum og þú sjálfur eitthvað sem guð þinn bjó til því honum leiddist svo að vera til fyrir utan tímann án þess að hafa neinn til að hrella og láta tilbiðja sig.

Ég sé lífverur meira en einhverja hluti, það er sýn darwinista sem einkennist ansi oft á virðingarleysi á lífinu. Guð skapaði okkur til samfélags við sig sem vini en það er samt aðeins einn sem getur sett lögin og fengið að ráða.

Jóhannes 15:13Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. 14Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. 15Ég kalla yður ekki framar þjóna því þjónninn veit ekki hvað húsbóndi hans gerir. En ég kalla yður vini því ég hef kunngjört yður allt sem ég heyrði af föður mínum

Lárus: Ef lífverur eru skapaðar af almáttugum og alvitrum guði segir það sig sjálft að þær eru ekkert merkilegar. Hvaða afrek getur einhver sem er almáttugur unnið? Allt sem hann gerir hlýtur að vera einfaldasti hlutur í heimi, eins og fyrir mig að kveikja á sjónvarpinu. Að segja lífið vera einhverja tómstundaiðju guðlegrar veru rænir það sérstöðu sinni og gildi. Trúarbrögðin reyna að bæta upp fyrir þetta með því að segja þennan guð "elska þig og ætlar að lífga þig við eftir dauðann". Þetta er fyrir mér afar nöturleg heimsmynd og lífsskoðun. 

Hmm... get ekki neitað því að þetta er mjög athyglisvert sem þú segir hérna. Það sem þú nefnir að rænir lífinu gildi segir ég að gefi lífinu gildi. Ég sé hönnun og tilgang og framtíð. Eins og mér finnst þú sjá þetta þá sérð þú tilviljun og enga framtíð. Geturðu útskýrt fyrir mér afhverju þér finnst mín heimsmynd nöturleg en þín eftirsóknaverð?

Þarf einhvern tímann að skrifa grein sem fjallar um spurningar handa Guði eins og hvað varstu að gera áður en þú skapaði, er einhver annar guð þarna til í öðrum alheimum, varstu einhvern tímann ekki til? Ég skal ekki neita því að mín heimsmynd inniheldur alveg helling af spurningum...

Lárus: Tja, þessi guð á samkæmt sögunni að hafa gert allt í heimi og það sem hann lætur okkur í té þess til sönnunar er biblían. Þessi vera sem á að vera alvitur gat ekki gert betur? Hvers vegna ekki eina styttu, gerða úr gulli og platínu sem hann hafði getað sett á tunglið til að minna á sig, t.d.? Það þýðir lítið að benda á náttúruna og tilvist hennar þar sem hún er betur útskýrð með hefðbundum kenningum.   

Góð spurning en samt vantar dáldið í þetta hjá þér. Guð gaf okkur öllum samvisku og síðan viljann til að lifa, ef Guð birist bara reglulega og enginn þyrfti að trúa og enginn þyrfti að efast þá myndu lílegast nærri því allir trúa og hlíða en af því að staðan er eins og hún er þá velur fólk gott eða slæmt samkvæmt þeirra eigin vilja. Þetta er samt mjög gott umhugsunarefni fyrir kristna, þótt að við teljum Guð hafa gefið okkur meira en nóg af sönnunum þá samt afhverju að gefa efanum þetta örlitla svigrúm sem hann hefur. Þú veist síðan að náttúran er hvorki útskýrð vel né yfirhöfuð með núverandi kenningum.

Mofi, 3.12.2007 kl. 12:41

15 identicon

Ég hef litlu við þetta að bæta en lokaorð þín eru hálfgerð "haltu mér, slepptu mér" rök. Þú segir guð ekki vilja gera það of auðvelt að trúa á sig en hefur samt sem áður skilið eftir sig óvéfengjanleg sönnunargögn.

Og ég sagði betur útskýrð, ekki útskýrð til hlítar.  

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 05:21

16 Smámynd: Mofi

Arngrímur, það er kannski frekar vel heppnað flóð...

Mofi, 5.12.2007 kl. 16:57

17 Smámynd: Mofi

Arngrímur: Hvaða heimildir eru til um nóaflóðið, fyrir utan heilaga ritningu?

Lang flestar fornar þjóðir hafa sögu um svipað flóð, sjá: http://www.nwcreation.net/noahlegends.html

Arngrímur: Eitt sem mig langar til að bæta við þessa skopmynd hér að ofan: Hvað er múslimarnir hafa rétt fyrir sér? Eða gyðingarnir? Eða einhver af þeim tugþúsundum trúarbragða sem halda fram ósamrýmanlegum hugmyndum um lífið eftir andlát og hvernig fer fyrir "trúleysingjum", hvað þau trúarbrögð varðar? Í ljósi þessa ætti hver trúmaður, óháð hvaða trú hann aðhyllist, að búast við vítisvist, eingöngu á grundvelli líkinda! Ekki sammála?

Múhammeð einungis endurtók það sem stóð í Biblíunni og breytti því þannig að þú verður að tilbiðja Allah og síðan dæmdur eftir verkum þínum og alls konar öðru dóti. Það stendur ekki steinn yfir steini í því sem hann skrifaði enda aðeins einn ómenntaður maður með ansi mikið á samviskunni.  Gyðingar eru enn að bíða eftir frelsaranum því þeir hafna Kristi, ef Kristur er ekki Messías sem Gamla Testamentið spáði fyrir um þá eru þeir spádómar rangir og gyðingarnir í djúpum skít hvernig sem á málið er litið. Búddismi snýst um að aftengja sig öllu í þessu lífi þangað til að rísa upp yfir vandamál þessa heims, það má í rauninni segja að takmark búddismans er dauði eða að hætta að vera til. Ef hindúar hafa rétt fyrir sér þá bara endurfæðist ég sama hverju ég trúi svo það skiptir ekki máli.

Jesús aftur á móti segir ef þú iðrast ekki glæpa þinna gagnvart Guði munt þú deyja, ef þú endurfæðist ekki af anda Guðs muntu deyja og ef þú treystir á þitt eigið réttlæti frammi fyrir Guði þegar þú deyrð þú verðuru fundinn sekur því hefur brotið lögmálið sem Guð setti í hjartað þitt að þú skalt ekki stela, ljúga, drýgja hór eða myrða. Ef þú aftur á móti treystir á það réttlæti sem Jesús keypti handa þér með krossinum þá muntu öðlast eilíft líf.

Mofi, 7.12.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband