Ósýnilegu börnin

Síðustu helgi þá kom í heimsókn til mín góður vina hópur og horfði á myndina "Invisible children", sjá: http://freedocumentaries.org/film.php?id=114

Lýsingin á myndinni:

DESCRIPTION

Discover a war which few have heard of; a war in which the rebels are ruthless murderers of civilians yet are hard to hate. This is because they are only children.

In the spring of 2003, three young Americans traveled to Africa in search of such as story. What they found was a tragedy that disgusted and inspired them. A story where children are weapons and children are the victims. The "Invisible Children: Rough Cut" film exposes the effects of a 20 year-long war on the children of Northern Uganda. These children live in fear of abduction by rebel soldiers, and are being forced to fight as a part of violent army. 

Mín þýðing
Uppgvötaðu stríð sem fáir hafa heyrt um, stríð þar sem uppreisnarmennirnir eru vægðarlausir morðingjar en er samt erfitt að hata. Ástæðan er að þeir eru aðeins börn.

Vorið 2003 þá fóru þrír ungir Bandaríkjamenn til Afríku í leit að þessari sögu. Það sem þeir fundu voru hörmungar sem vöktu með þeim óhug en einnig veitti þeim innblástur. Saga þar sem börnin eru stríðstólin sjálf og fórnarlömbin á sama tíma. Myndin Ósýnilegu börnin sýnir áhrif stríðs á börn í norður Uganda, stríðs sem hefur staðið yfir í meira en 20 ár. Þessi börn lifa í ótta við að vera rænt af uppreisnarhermönnum sem síðan neyða þau til að tilheyra ofbeldisfullum her.

Þetta var mjög áhrifamikil mynd. Alveg ótrúlegt hve hræðilega hluti menn geta fengið af sér að gera.  Að neyða börn til að drepa önnur börn til að breyta þeim í tilfinningalausar vígvélar. Það fólk sem vill ekki að svona mönnum verði refsað er mér óskiljanlegt.  Maður getur aðeins vonað að Guð muni enda þetta einhvern tímann og bæta þessum börnum þetta upp. Þeir sem vilja styrkja samtök sem eru að reyna að hjálpa þessum börnum geta farið á www.invisiblechildren.com

Það er hægt að horfa á miklu fleiri myndir á http://freedocumentaries.org/   

Ég er ekki alltaf sammála boðskapi margra þessara mynda en nauðsynlegt að hlusta á viðhorf sem flestra til að skilja viðkomandi umræðuefni sem best.

Hérna eru nokkur dæmi um myndir sem eru þarna að finna:

BBC News: Child Slavery with Rageh Omaar

Beyond Treason

Born Into Brothels: Calcutta's Red Light Kids

Dispatches: At Home with Terror Suspects

Dispatches: The Killing Zone

Palestine-Israel 101

Paying the Price: Killing the Children of Iraq

PBS Frontline: Sex Slaves

Sex Crimes and the Vatican

The Origins of AIDS

BBC News: Inside Iran with Rageh Omaar

Century of Self, Episode 1: Happiness Machines


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta telst nú víst seint skemmtiefni.

En höfum við leyfi til að líta undan, "gefa  hundrað kall í sjóð og telja okkur góð" eins og segir í gömlum texta sem Óðmenn sungu.

Takk  

Sigurður Þórðarson, 10.12.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Já ég hef argoft velt því fyrir mér hvað ég sem ríkur vestrænu búi (ath ríkur á heimsmælikvarða, ekki endilega vestrænan) getur gert.

Mér þætti skemmtilegt að henda því fram hér, því hér eru alltaf svo líflegar umræður og menn með svör hvað fólki dettur í hug að við getum gert. Jú vissulega er eitt skref og það er kanski fyrsta skrefið að veita þessu athygli en hvað svo......

vonandi einhverjir sem hafa velt þessu fyrir sér meira en ég og komið upp með einhverjar leiðir, sjálfur var ég nú að skoða Peace Core sem valkost, en mér fannst hann ekki taka mikið á þessu málefi.

RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 11.12.2007 kl. 01:53

3 Smámynd: Mofi

Sigurður, nei, það var ekki beint "skemmtilegt" að horfa á myndina "Invisible children" en maður áttaði sig á því að maður hefur það ótrúlega gott og var þakklátur fyrir það í smá stund. Fékk síðan samviskubit yfir því hve lítið maður gerir og það er örugglega bara af hinu góða.

Tryggvi, já, það var smá umræða eftir myndina hvað við gætum gert og ekki hægt að neita því að manni leið eins og maður gæti ekki neitt. Hvað er hægt að gera þegar menn með valdi ræna börnum til að gera þau að vægðarlausum morðingjum? Því miður virðist eina lausnin vera að þurrka þannig menn út með hervaldi. Ef einhver hefur betri hugmynd þá væri gaman að heyra hana. En við getum gefið pening í hjálparstarf sem reynir að hjálpa þeim börnum sem eru að fela sig frá þessum mönnum og þeim sem hafa lent í þessum hremmingum. Það væri að minnsta kosti eitthvað... og auðvitað bara fara á staðinn en hver hefur nógu mikinn kærleika til að hætta lífi sínu fyrir fólk sem hann þekkir ekki?

Mofi, 11.12.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 802814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband