Zeitgeist

Myndin ZeitGeist hefur fengið töluverða athygli á þessu ári og vegna umræðna hérna ákvað ég að ég yrði að taka smá samantekt á þessari mynd.

 

Inngangur 

Myndin Zeitgeist byrjar á einhverju sem virkar eins og heilaþvottur. Sýndar myndir af þeim hörmungum sem mannkynið hefur skapað og skilaboðin þarna eru að trúarbrögð eru það sem orsakaði þetta. Það ætti enginn að vera í neinum vafi um það að trú einstaklings hefur áhrif á það hvernig hann sér heiminn, þannig að slæm trú gefur af sér slæma ávexti og góð trú góða ávexti.

Sá sem trúir að mannkynið er eins og vírus sem er að eyðileggja jörðina þá getur það gert það að verkum að honum finnist líf fólks lítils virði. Sá sem trúir að hann eigi að elska náungann, sigra hið illa með því góða, biðja fyrir þeim er bölva honum og fyrirgefa þeim er ofsækja hann. Sá aðili er ekki líklegur til að fara í stríð og drepa aðra menn vegna sinnar eigin græðgi eða hvaða annara annarlegra ástæðna.  Nei, það er allt önnur sýn sem Kristur segir að eigi að einkanna þá sem fylgja Honum.

Matteus 25:34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. 


Sýn George Carlin á kristni

George kallinn byrjar á því að mála kolranga skrípamynd af Guði með því að líkja skapara himins og jarðar við einhvern ósýnilegann kall á himinum. Síðan gerir George Carlin grín að boðorðunum tíu þótt að hann sjálfur hafi þau skrifað í hjartað. Hvað er síðan að því að Guð refsi fyrir lygar, þjófnað, nauðganir og morð? Því miður hefur viðbjóðsleg villukenning læðst inn í suma kristna söfnuði sem heldur því fram að Guð sé einhvers konar dýflissu djöfull sem vill kvelja fólk að eilífu í eldi en þetta er mjög brengluð sýn á Guð og Biblían kennir þetta ekki.  Aftur á og aftur þá segir Biblían að eilíft líf er gjöf Guðs en sú sál sem syndgar skal deyja eða hætta að vera til að eilífu. Það er alveg rétt að Guð elskar alla menn en Hann getur ekki leyft vondu fólki að halda áfram að spilla heiminum. Það að síðan kirkjur þurfa peninga til að geta starfað er eitt og ódýr afskræming að Guð vanti peninga. Því miður eru margir "kristnir" duglegir að eyða peningum í hégóma en ekki góð verk og gefa þannig svona fólki gott færi á sér til að gagnrýna það sem sannarlega er gagnrýnisvert.

 

Sólartilbeiðsla 

Það er mjög merkilegt við þessar pælingar í myndinni um að fólk hefur tilbeðið sólina í mörg þúsundir ára. Biblían aftur á móti boðar hreint bann við að tilbiðja einhverja hluti eins og sólina. Sólin var sköpuð af Guði til að veita okkur ljós og orku en er aðeins dauður hlutur.

Hórus 

Ef menn myndu skoða aðeins um Hórus þá sæu þeir strax að það er ekkert líkt með Hórusi og Jesú Kristi, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Horus

Um samanburði  við Krist og aðra guði þá er hérna hægt að lesa sér til um afhverju það er gífurlega mikill munur á Jesú og þeim guðum sem Zeitgeist talar um, sjá: http://www.apologeticspress.org/articles/156

Aðrir vilja meina að það var ekkert sérstakt við boðskap Jesú en nánari skoðun sýnir manni svo ekki verður um villst að það sem Hann sagði var einstakt í mannkynssögunni, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/teachings.html

Stjörnumerkja pælingarnar 

Stór hluti af pælingunum snúast um að 25. desember er eitthvað sem tengist kristinni trú en 25. desember hefur enga þýðingu í kristni.  Annað sem bent á er að sumir guði voru tilbeiðnir á sunnudegi, degi sólarinnar. Það er góður punktur en Biblían kennir tilbeiðslu á sjöunda deginum eða laugardegi og sunnudags tilbeiðsla er fengin að láni hjá sumum kristnum kirkjum úr heiðni. Allar aðrar tengingarnar eru svo langsóttar að það er erfitt að tala eitthvað sérstaklega um þær. Ef einhverjum finnst eitthvað þar sem er trúverðugt þá væri gaman að heyra rök fyrir því.

Móse

Að það eru til aðrar sögur frá öðrum þjóðum sem segja frá manni sem fékk lögmál frá Guði, getur ekki ástæðan fyrir því verið vegna þess að sagan er byggð á raunverulegum atburðum?

Er ekki líka áhugavert að fornar þjóðir hafa líka sögur af miklu flóði sem þakkti jörðina og hafa einnig sögur af Babels turninum og að heitið á sjöunda degi vikunnar hjá mörgum þjóðum er líkt sabbath eða hvíldardagur?

Síðan fullyrðingin um að boðorðin tíu eru stolin úr bók hinna dauðu stenst ekki nána skoðun. En auðvitað er margt líkt því að við höfum öll lögmál Guðs skrifað í okkur sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt.

Eru einhverjar sagnfræðilegar heimildir fyrir tilvist Jesú? 

Of langt mál að taka fyrir hér en vil benda á grein sem ég skrifaði á síðasta ári um þetta atriði sem var svar við grein sem birtist á vantrú, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn 

Kaþólska kirkjan og krossferðirnar

Það er ekki hægt að neita því að miðalda kirkjan gerði margt hræðilegt en er það orðum Krists að kenna?

Matteus 5:40
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Það var síðan lestur Biblíunnar sem tók völdin af Biblíunni því að völd Kaþólsku kirkjunnar fólust í því að hún hafði vald til að hleypa fólk til himna, að prestar hennar hefðu vald til að fyrirgefa syndir. Þegar boðskapur Biblíunnar fór að dreifast út þá missti Kaþólska kirkjan sitt vald á fólki því að núna trúðu margir að þeir gætu leitað beint til Guðs og fengið fyrirgefningu án þess að tala við prest.

Hérna er síðan grein sem fer yfir mikið af þeim fullyrðingum sem Zeitgeist myndin gerir: http://www.alwaysbeready.com/index.php?option=com_content&task=view&id=124&Itemid=107

Alls ekki að skauta yfir þessa grein því hún sýnir svo ekki verður um villst að framleiðandi myndarinnar Zeitgeist er annað hvort fáfróður eða lygari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu Mofi rétt eins og við þá þróuðust trúarbrögðin líka, horfðu á jólin.. einu sinni táknuðuð þau annað

DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í greininni hér fyrir ofan talaði sjöunda dags aðventisti, það var augljóst.

Hann virðist líta svo á, að allar aðrar kirkjur en þær, sem hafi laugardag sem helgidag, séu undir heiðnum áhrifum. Í því mati fellst áfellisdómur hans yfir kaþólsku kirkjunni (með um 51% kristinna manna), þeirri orþódoxu (með um 13%), hinni anglíkönsku (biskupakirkjunni, með um 70 milljónir meðlima), hinni lúthersku, kalvínsku kirkjunni, meþódistum o.m.fl. Halldór segir hér: "sunnudags tilbeiðsla er fengin að láni hjá sumum kristnum kirkjum úr heiðni," án þess að hann hafi fyrir því nokkra sönnun. En kristnir menn heiðruðu Drottins dag, upprisudag Krists, alveg frá upphafi frumkirkjunnar, eins og kemur fram í Postulasögunni.

Þá segir Halldór hér: "Þegar boðskapur Biblíunnar fór að dreifast út, þá missti Kaþólska kirkjan sitt vald á fólki ..." En líttu bara til þíns eigin lands, Halldór! Fór ekki boðskapur Biblíunnar að dreifast út hér á landi strax með kristniboði og í enn öflugri mæli eftir kristnitökuna? Fráleitt er að telja allsherjarkirkjuna hafa vaðið í villu og svíma í margar aldir og kristna menn hafa verið án sannrar kirkju á þeim tíma. Allir kristnir menn byggja í raun á kaþólskri krikju fornaldar, ef þú hugleiðir málið ögn lenguur ...

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.12.2007 kl. 02:24

3 Smámynd: Mofi

DoctorE: Veistu Mofi rétt eins og við þá þróuðust trúarbrögðin líka, horfðu á jólin.. einu sinni táknuðuð þau annað

Darwinismi snýst um útskýra nýungar, ný  tæki og nýjar upplýsingar með náttúrulegum ferla sem hafa engann vilja og ekkert vit. Þetta er aðeins dæmi um breytingu sem var viljandi gerð.

Jón Valur: Hann virðist líta svo á, að allar aðrar kirkjur en þær, sem hafi laugardag sem helgidag, séu undir heiðnum áhrifum

Ég efast um að finna kirkju í þessum heimi sem er ekki undir einhverjum heiðnum áhrifum, mín kirkja er sannarlega ekki galla laus.

Jón Valur:  þeirri orþódoxu (með um 13%), hinni anglíkönsku (biskupakirkjunni, með um 70 milljónir meðlima),

Hljómar eins og rökvillan þar sem ég get ekki haft rétt fyrir mér því að svo margir aðrir eru ósammála. Miðað við orð Krists um að fáir finna veg lífsins er þá eitthvað undarlegt að meirihlutinn vaði í villu?

Jón Valur: sunnudags tilbeiðsla er fengin að láni hjá sumum kristnum kirkjum úr heiðni," án þess að hann hafi fyrir því nokkra sönnun

Það er alveg þekkt úr sögunni að heiðnir menn tilbáðu sólina eða tákngerfing sólarinnar, er það ekki sönnun?

Jón Valur: En kristnir menn heiðruðu Drottins dag, upprisudag Krists, alveg frá upphafi frumkirkjunnar, eins og kemur fram í Postulasögunni.

Eini dagurinn í Biblíunni sem er kallaður Drottins dagur er sjöundi dagurinn, hvíldardagurinn.

Jón Valur: Fráleitt er að telja allsherjarkirkjuna hafa vaðið í villu og svíma í margar aldir og kristna menn hafa verið án sannrar kirkju á þeim tíma. Allir kristnir menn byggja í raun á kaþólskri krikju fornaldar, ef þú hugleiðir málið ögn lenguur ...

Mér finnst það mjög rökrétt að meirihlutinn vaði í illu, það virðist frekar vera reglan en undantekningin, Gamla Testamentið sýnir okkar það mjög vel þar sem að gyðingar fóru mjög aft af hinum rétta veg. Ég myndi nú frekar segja að kristnir menn byggja á Biblíunni en Kaþólska kirkjan má eiga það að hún hefur ekki breytt Biblíunni enda það ómöglegt í rauninni.

Mofi, 8.12.2007 kl. 10:28

4 identicon

Fínn pistill hér á ferðinni Halldór !

Langar í leiðinni að benda þér á pistil er ég var að skrifa um ásakanir trúlausra á Guð, er eitthvað hörmulegt á sér stað í heiminum . ( á visispjallinu ) 

Bestu kveðjur : enok 

enok (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig og hvenær haldið þið, blessaðir, að Drottinsdagurinn hafi færzt frá laugardegi til sunnudags? Tóku postularnir sig saman um að breyta því á efri árum sínum eða eitthvert síðari tíma biskupaþing? Hvernig stendur á því, að engum sögum fer af því, að þetta hafi gerzt síðar en í frumkirkjunni? Upprisudagur Krists er eðlilegur hátíðardagur kristinna manna, bæði á páskum og hvern "fyrsta dag vikunnar". Hinu getið þið samt fagnað að fá að halda hinn upphaflega hvíldardag heilagan í þessu þjóðfélagi þar sem flestir búa við fimm daga vinnudag. - Með góðri kveðju, bræður,

Jón Valur Jensson, 8.12.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Enok, verð greinilega að kíkja á vísir.

Ninni, gaman að sjá þig hérna og alveg sammála þér

Jón Valur, Drottinsdagur hefur alltaf verið sjöundi dagurinn. Ef Biblían kallar einhvern dag Drottins dag þá getur maður aðeins ályktað að það sé sjöundi dagurinn. Biblían gefur okkur enga ástæðu til að halda að sunnudagurinn sé Drottins dagur, aðeins hefðir gætu gefið einhverjum þá hugmynd.

Ég sé svo sem ekkert að því að einhverjir haldi upp á upprisuna hvernig sem þeir vilja eins og t.d. fyrsta dag vikunnar en það kemur ekki úr Biblíunni og getur ekki komið í staðinn fyrir að Guð gerði sjöunda daginn heilagann og setti í boðorðin tíu að við ættum að halda sjöunda daginn heilagann.

Kær kveðja,
Halldór

Þetta eru svo sem þarfar umræður en akkurat þessi þráður átti að vera um hve röng myndinn Zeitgeist er en það hafa því miður engir efasemdamenn komið hingað til að verja þessa mynd. Kannski of augljóst að hún fer ekki rétt með staðreyndir...

Mofi, 8.12.2007 kl. 17:13

7 Smámynd: Egill Óskarsson

Eða þá að þeir nenna ekki að ræða við fólk sem kallar málflutning þeirra viðbjóðslega heimsku ef þeir voga sér að deila ekki trú síðuhaldara og vantrausti hans á vísindum.

Egill Óskarsson, 8.12.2007 kl. 17:57

8 Smámynd: Mofi

Vantraust á darwinistum sem rakka alla þá niður sem eru þeim ekki sammála, ljái mér það hver sem vill. Heimskan snérist síðan um ákveðið ágreiningsmál og mér fannst það viðbjóðsleg heimska sem þú hafðir fram að færa í því máli. Það er nóg af mönnum með doctors gráður í viðkomandi fögum sem aðhyllast vitræna hönnun en þú vilt láta darwinista leggja blessun sína á vitræna hönnun sem hlýtur að vera með því heimskasta sem ég veit um.

Mofi, 8.12.2007 kl. 18:03

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Allir sem ekki deila þinni trú eru 'darwinistar' sem eiga í einhverju samsæri um að þegja í hel hina einu sönnu skýringu á hlutunum. Það að engin af þessum fjölmörgu doktorum geti fengið neina aðra en örgustu sköpunarsinna til að sjá vísindi í þessum fræðum segir allt sem segja þarf.

Það að gera öllu því hlutlausa vísindafólki sem ekki er tilbúið að gefa afslátta af þeim kröfum sem gerðar eru til rannsókna og greina á sviði vísinda til þess að koma að skýringum sem passa við trúarbrögð þín að það séu 'darwininstar' sem hafi eitthvað óhreint í pokahorninu og sé óheiðarlegt er ekkert annað en ómerkilegt rykský. Fyrir utan það að vera ekkert annað en 'argumentum ad hominem' rökvilla. 

Það að vilja ekki breyta reglunum til þess að geta komið að einhverjum kenningum sem eru alveg óvart ekki einu sinni kenningar heldur ósannaðar tilgátur er ekki dæmi um að allir séu svo vondir við ykkur sköpunarsinnana.

Egill Óskarsson, 8.12.2007 kl. 21:15

10 Smámynd: Egill Óskarsson

Svo ég tjái mig nú aðeins um myndina:

Mofi:Alls ekki að skauta yfir þessa grein því hún sýnir svo ekki verður um villst að framleiðandi myndarinnar Zeitgeist er annað hvort fáfróður eða lygari.

Þannig að þeir eru í svona svipuðum pakka og þeir sem gerðu myndina sem rædd var hér um daginn? Þessir sem villa á sér heimildir og halda því fram að þeir sem afneita VT trúi því að líf hafi kviknað við að eldingu hafi lostið í mold? 

Egill Óskarsson, 8.12.2007 kl. 22:10

11 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Elmar Þór minn, mer þykir vænt um þig.

Þekki meira að segja annan Elmar Þór sem mér þykir líka vænt um!

Gæti reyndar verið að hann hafi ekki heitað Elmar Þór, þykir samt vænt um hann.

Skemtileg grein, þessi Zeitgeist umræða fannst mér furðu lengi að komast á yfirborðið, en þrátt fyrir að myndin hafi geisilega

mikið af staðreyndarvillum þá finnst mér hún verðugur andstæðingur, því ég eins og eflaust flestir þurfti að leita upp mikið af 

upplýsingum sem koma fram í myndinni, og það er góður áróður ef maður sér hann ekki strax. Er líka blönduð góðum staðreyndum 

sem eru ekki á allra vitorði, sem gefur myndinni en betri trúverðugleika. Svo þrátt fyrir að mér líki ekki við hvað þessi mynd boðar

þá tek ég hattinn ofan fyrir henni, vissulega verðugur andstæðingur, ég var heillengi að finna allar þessar upplýsingar og þurfti að fara 

víða.

Annað sem ég vil benda þér á Mofi og öllum öðrum sem eru duglegir að gera rannsóknargreinar (sem ég virði mjög) að Wikipedia er

mjög óáreiðanlegur miðill fyrir upplýsingar vegna þess að það getur hver sem er bætt upplýsingum inn á hann. 

Ég veit að t.d. í flestum háskólum í Bandaríkjunum er Wikipedia ekki tekið gilt sem heimildir í ritgerðir.

Eins og alltaf, gaman að kíkja hérna inn, merkilega hress umræða alltaf hér. og ég vil líka halda áfram að hvetja fólk til þess að reyna að halda umræðunni á sæmilegu siðgæðis stigi, hroki og dónaskapur er versti fulltrúi þeirra skoðunnar sem maður heldur fram.

RSPCT 

Tryggvi Hjaltason, 8.12.2007 kl. 22:11

12 Smámynd: Egill Óskarsson

Tryggvi, háskólar almennt gera kröfu um að nemendur skoði heimildir með gagnrýnum augum. Góð regla er að nota helst ekkert nema ritrýndar greinar.

Egill Óskarsson, 8.12.2007 kl. 22:30

13 Smámynd: Egill Óskarsson

Meinti ef maður er að taka efni af netinu.

Egill Óskarsson, 8.12.2007 kl. 22:31

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi minn, telurðu hvíldardagshelgina ekki mjög mikilvægt atriði í kristinni trú?

Jón Valur Jensson, 9.12.2007 kl. 02:55

15 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Egill:

Jújú, vissulega góð regla

Tryggvi Hjaltason, 9.12.2007 kl. 08:25

16 Smámynd: Mofi

Egill, ég hef hvergi haldið því fram að allir þeir sem hafa keypt darwinismann hafa eitthvað óhreint í pokahorninu.

Egill: Þannig að þeir eru í svona svipuðum pakka og þeir sem gerðu myndina sem rædd var hér um daginn? Þessir sem villa á sér heimildir og halda því fram að þeir sem afneita VT trúi því að líf hafi kviknað við að eldingu hafi lostið í mold? 

Þeir villtu ekkert á sér heimildir og ég var búinn að benda þér á  það, sjá: http://www.iht.com/articles/2007/09/27/america/27life.php   Þessir menn síðan fengu tækifæri til að tjá sig og síðan hvarta yfir því, þvílíkur brandari sem þessir menn eru.

Elmar, þú hefur ekki enn getað bent mér á vísindalega staðreynd sem ég hafna.

Tryggvi, alveg sammála þér varðandi wikipedia en vandamálið er hreinlega það að maður getur ekki treyst fullkomlega neinum heimildum. Ef maður er eins og Egill og treystir aðeins "peer reviewed" greinum þá færðu aðeins það sem ákveðinn hópur manna hefur ákveðið að er rétt.

Jón Valur, jú ég tel hvíldardaginn og boðorðin tíu mjög mikilvæg atriði í kristinni trú.

Mofi, 9.12.2007 kl. 13:26

17 identicon

Til Jón Vals of Mofa.

- Varðandi hvíldardagsdeiluna.

Ég harma það að tveir trúbræður - mun sjóaðri en ég - skuli vera að deila á forsendum hvíldardagsins. Mér finnst þetta vera gervill margra tilgangslausra deilna um tækniatriði. Er Guð, Guð tæknilegra smáatriða? Munu börn brenna í helvíti ef þau fá ekki niðurdýfingaskýrn eða öfugt? Eru ófermd börn með óstaðfesta trú og verður þeim hafnað út frá þeim forsendum?

Eða erum við kannski að halda of fast í og oftúlka æfafornan lagabókstaf sem var gyðingum gefinn? Héldu Abraham Ísak Jakob og Jóhannes einhvern einn dag vikunar heilgari en annan? Er trú þeirra þá minni og/eða á rangari forsendum en þeirra sem komu til trúar eftir að lögmálið var gefið?

Lögmálið skilgreinir synd. Án lögmáls getur synd ekki formfest sig í andstæðu þess. Lögmálið þessvegna uppfyllt við dauða Jesú.  - Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt mér gagnlegt. 

Jesú sjálfur var gagnrýndur hvað eftir annað fyrir að halda ekki hvíldardaginn helgan. "Hrænsarar!" svaraði hann. haldið í kennisetningar ***manna*** en gleymið Guði. 

Þetta eru allt frasar sem þið herramenn þekkið, væntanlega, mun betur en ég. 

Góð regla er að glugga ávallt í Rómverjabréf áður en við hefjum innbyrðisdeilur um framfylgni lögmálsins og þar af sporna við safnaðarpólitík sem skapar aðeins sundrung.

Gleðilega hátið Jakob

Jakob (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:35

18 identicon

úff. Afsaka stafsetningarvillur.

Er orðinn hálf einhverfur á próflestri. Vona að þetta skiljist engu að síður

Jakob (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:37

19 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Egill, ég hef hvergi haldið því fram að allir þeir sem hafa keypt darwinismann hafa eitthvað óhreint í pokahorninu.

Nú? Ertu þá bara að meina þá 'darwinista' sem eru vísindamenn?  sbr. þetta hérna: Það er nóg af mönnum með doctors gráður í viðkomandi fögum sem aðhyllast vitræna hönnun en þú vilt láta darwinista leggja blessun sína á vitræna hönnun sem hlýtur að vera með því heimskasta sem ég veit um.

Ég talaði hvergi um að ég vildi láta 'darwinista' legga blessun sína yfir eitt eða neitt heldur benti á að ef að VT er svona voðalega vísindamenn þá hlyti að vera til eitthvað magn af ritrýndum greinum í virtum vísindaritum um kenningar VT. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er að leita sér að heimildum þá þarf maður að vera gagnrýnin. Stór hluti af því er að notast t.d. ekki mikið við heimildir frá samtökum sem eru að berjast fyrir því að koma að ákveðnum sjónarmiðum heldur nota frekar heimildir sem hafa farið í gegnum ákveðin ferli eða birtast í hlutlausum fræðiritum. 

Mofi: Ef maður er eins og Egill og treystir aðeins "peer reviewed" greinum...

Þetta er nottla bara kjaftæði. Ég treysti ekki 'aðeins' ritrýndum (er í alvörunni svona erfitt að nota íslenska orðið yfir þetta?) greinum varðandi neitt. En þegar kemur að einhverju sem menn halda fram að séu vísindi þá er það ákveðin vísbending hvað vísindamenn hafa fengið birt eftir sig í ritrýndum ritum um þau. 

Mofi: ... þá færðu aðeins það sem ákveðinn hópur manna hefur ákveðið að er rétt.

Það er ekki ég sem er búin að ákveða að eitthvað eitt sé rétt, þú ert töluvert meira í þeim pakka heldur en ég. Það er ekki ég sem er búin segjast ætla að berjast fyrir því það sem eftir lifir af æfinni að koma að kenningu (sem er ekki kenning) sem samrýninst minni trú. Það hefur þú gert. Þú ert ákafur baráttumaður fyrir einni ákveðinni skoðun og baráttuaðferðin er að reyna að sýna fram á að allar aðrar mögulegar skýringar séu ómögulegar.

Ef að allir hugsuðu eins og þú þá yrði aldrei til nein ný þekking. Til hvers að vera að rannsaka heiminn ef maður veit hvort sem er hvernig hann varð til? 

Egill Óskarsson, 9.12.2007 kl. 15:09

20 Smámynd: Mofi

Jakob: Ég harma það að tveir trúbræður - mun sjóaðri en ég - skuli vera að deila á forsendum hvíldardagsins. Mér finnst þetta vera gervill margra tilgangslausra deilna um tækniatriði. Er Guð, Guð tæknilegra smáatriða? Munu börn brenna í helvíti ef þau fá ekki niðurdýfingaskýrn eða öfugt? Eru ófermd börn með óstaðfesta trú og verður þeim hafnað út frá þeim forsendum?

Ég er alveg sammála að þetta er sorgleg deila en ég get ekki trúað öðru en að boðorðin tíu eru mikilvæg. Ég trúi að Guð er ekki að í tæknilegum smá atriðum heldur hvað er í hjartanu á fólki og sá sem veit ekki að hvíldardagurinn er mikilvægur eða að niðurdýfingaskýrn er ekki mikilvæg þá lítur Guð fram hjá syndum sem menn gera í fáfræði. Ég hef enga trú að Guð hafni einhverjum vegna "tæknilegra" atriða.

Jakob: Eða erum við kannski að halda of fast í og oftúlka æfafornan lagabókstaf sem var gyðingum gefinn? Héldu Abraham Ísak Jakob og Jóhannes einhvern einn dag vikunar heilgari en annan? Er trú þeirra þá minni og/eða á rangari forsendum en þeirra sem komu til trúar eftir að lögmálið var gefið?

Boðorðin tíu voru gefin öllum mönnum og t.d. hélt Móse hvíldardaginn áður en Guð lét hann fá lögmálið eða steintöflurnar sem innihéldu boðorðin tíu.

Jakob: Lögmálið skilgreinir synd. Án lögmáls getur synd ekki formfest sig í andstæðu þess. Lögmálið þessvegna uppfyllt við dauða Jesú.  - Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt mér gagnlegt. 

Þetta er algengur misskilningur. Jesú uppfyllti kröfur lögmálsins en krafan var að sú sál sem syndgar skal deyja. Ég er nokkuð viss um að þegar póstulinn sagði að allt væri leyfilegt þá átti hann ekki við að núna mættum við stela, ljúga, nauðga og myrða.

Jakob: Jesú sjálfur var gagnrýndur hvað eftir annað fyrir að halda ekki hvíldardaginn helgan. "Hrænsarar!" svaraði hann. haldið í kennisetningar ***manna*** en gleymið Guði. 

Jesú hélt hvíldardaginn heilagann en gerði það eins og Guð hafði skilgreint að ætti að halda hvíldardaginn heilagann ekki eins og faríseijarnir sögðu að maður ætti að halda hvíldardaginn heilagann. Þeir voru búnir að setja svo mikið af reglum í kringum hvíldardaginn sem Guð hafði ekki gert svo þeir voru búnir að breyta því sem Guð gaf okkur, okkur til blessunar í bölvun. Hvíldardagurinn er til að hætta að vinna og njóta dagsins með Guði og fjölskyldu sinni, aðeins blessun sem að kristnir ættu að sækjast eftir.

Takk fyrir heimsóknina Jakob, ávallt velkominn :)

Mofi, 9.12.2007 kl. 17:17

21 Smámynd: Mofi

Egill: Ég talaði hvergi um að ég vildi láta 'darwinista' legga blessun sína yfir eitt eða neitt heldur benti á að ef að VT er svona voðalega vísindamenn þá hlyti að vera til eitthvað magn af ritrýndum greinum í virtum vísindaritum um kenningar VT. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er að leita sér að heimildum þá þarf maður að vera gagnrýnin. Stór hluti af því er að notast t.d. ekki mikið við heimildir frá samtökum sem eru að berjast fyrir því að koma að ákveðnum sjónarmiðum heldur nota frekar heimildir sem hafa farið í gegnum ákveðin ferli eða birtast í hlutlausum fræðiritum. 

Þegar þú vilt ritrýndar heimildir í þekktum vísindaritum sem aðhyllast darwinisma þá ertu að biðja darwinista að leggja blessun sína yfir vitræna hönnun og það er ekki að fara að gerast.

Egill: Þetta er nottla bara kjaftæði. Ég treysti ekki 'aðeins' ritrýndum (er í alvörunni svona erfitt að nota íslenska orðið yfir þetta?) greinum varðandi neitt. En þegar kemur að einhverju sem menn halda fram að séu vísindi þá er það ákveðin vísbending hvað vísindamenn hafa fengið birt eftir sig í ritrýndum ritum um þau. 

Eins og ég benti á þá hafa þessir menn oftar en ekki langann lista af greinum sem hafa birst í þannig tímaritum.

Egill: Það er ekki ég sem er búin að ákveða að eitthvað eitt sé rétt, þú ert töluvert meira í þeim pakka heldur en ég. Það er ekki ég sem er búin segjast ætla að berjast fyrir því það sem eftir lifir af æfinni að koma að kenningu (sem er ekki kenning) sem samrýninst minni trú. Það hefur þú gert. Þú ert ákafur baráttumaður fyrir einni ákveðinni skoðun og baráttuaðferðin er að reyna að sýna fram á að allar aðrar mögulegar skýringar séu ómögulegar.

Eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að tala fyrir þessari skoðun er að ég sá engann annan gera það. Það eru síðan allir hérna að útskýra sína skoðun á málefnum, ég er þar ekkert öðru vísi en aðrir. Mér finnst útskýringin að náttúrulegir ferlar hafi búið til tölvur, upplýsingar og flókin tæki vera mein gölluð og hvað er að því að segja það?  Ef aðrar útskýringar eru ómöglegar þá er bara heiðarlegt að segja það. Þeir sem aðhyllast darwinisma virðast vera alveg jafn ákafir og ég í þeirra málflutningi.

Egill: Ef að allir hugsuðu eins og þú þá yrði aldrei til nein ný þekking. Til hvers að vera að rannsaka heiminn ef maður veit hvort sem er hvernig hann varð til? 

Þótt ég trúi að Guð hafi skapað heiminn þá veit ég samt ekkert hvernig hann varð til. Þótt ég trúi að Guð hafi hannað/skapað lífið þá samt veit ég ekki hvernig og veit ekki hvernig þetta allt virkar. Svo trú að Guð hafi gert eitthvað lætur mig ekkert vilja hætta að vita meira. Margir af þeim kristnu vísindamönnum sem lögðu grunninn að nútímavísindum þeim fannst það vera sín skylda að vita meira um heiminn af því að Guð bjó hann til.

Michael Faraday Inventor of the electric generator and the transformer
Discovered Benzene--used to make plastics, nylon and dyes
Produced the first test tubes
Described Field Theory
*Hailed by Albert Einstein as the foundation for his own scientific discoveries

Speculations? I have none. I am resting on certainties. I know whom I have believed and am persuaded that He is able to keep that which I have committed unto Him against that day.
A Christian finds his guide in the Word of God, and commits the keeping of his soul into the hands of God. He looks for no assurance beyond what the Word can give him, and if his mind is troubled by the cares and fears which assail him, he can go nowhere but in prayer to the throne of grace and to Scripture.

Mofi, 9.12.2007 kl. 17:31

22 identicon

Mosi, ég renndi yfir þessa grein og kíkti á linkana sem þú bentir á (viðurkenni að ég las ekki allt) en mér fannst linkurinn á síðuna godandsciance.com. Ég ætla ekki að tala um hvað það er hægt að deila um hlutleysi (eða þvíumlíkt) síðu sem hefur setninguna ,,and the heavens declare the glory of god´´ á forsíðunni.

Í staðin fyrir það bendi ég á nokkrar tilvitnanir í jesú frá þessarar síðu í eins og

A- Being angry and calling someone names can land you in hell.

B- Looking with lust at a woman makes you guilty of adultery.

C- Divorce (except in the case of adultery) makes you and your spouse guilty of adultery.       Það að drýga hór er bannað í boðorðunum 10.

Mér finnst þetta ekki mjög siðlegt en kannski finnst þér þetta fulleðlilegt. þá getur maður farið að rífast um hvað er gott, siðlegt og rétt og persónulega þá finnst mér ekkert gott, siðlegt og rétt.

Ásatrúin var með alveg nógu góðan boðskap.

þorsteinn gunnar friðriksson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 04:47

23 Smámynd: Mofi

Hvað er það sem þér finnst ekki siðlegt og afhverju Þorsteinn?

Mofi, 18.12.2007 kl. 08:22

24 identicon

Það er mun auðveldara að lifa án trúarbragða ég trúi ekki á þetta en er tekinn undir "kristna trú" en engin skal segja mér að einhver Jesú hafi labbað á vatni og verið sonur guðs og einhver fjandinn.

Ef ég ætti að trúa á eitthvað myndi ég velja að trúa á "The Gods of Khem".

Emmz (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:59

25 Smámynd: Tómas Eric

Ok, ein mynd sem myndar skoðanir eins manns. Gott og vel. Mjög gott að staldra aðeins við og skoða aðrar hugmyndir. Við skulum ekki gleyma hvað vísindin hafa kennt okkur um uppruna mannsins og þróun. Það er gott að trúa og það er gott að hafa siðareglur sem við fylgjum. En það er líka hollt að trúa á vísindi og hversu gott það hefur gert okkur í gegnum tíðina. Mín kenning er sú að trú og vísindi hafa samleið. Bara á mun hollari hátt en tíðkast hefur. (Kannski óviðkomandi greininni, langaði bara koma þessu að. 

Tómas Eric, 31.7.2008 kl. 01:30

26 identicon

Trú mín er sú að við vitum ekki hver okkar tilgangur er í þessum heimi. Við ættum samt aldrei að hætta að leita að honum, þó aldrei munum við vita hann með fullri vissu því ávalt getur eitthvað nýtt komið í ljós.

Þörfin að hafa rétt fyrir sér er með ólíkindum sterk í mönnum. Að viðurkenna mistök í nútíma samfélagi er erfitt og niðurlægjandi, en í raun ætti það að vera akkúrat öfugt, að sjá villu síns vegar líkt og alkahólisti sem fer í meðferð er góður hlutur og honum ætti að fagna. Til að svo geti orðið þarf fólk að passa sig þegar fullyrt eru svör við spurningum sem við ekki skiljum ennþá t.d hvernig varð heimurinn til, hver bjó hann til og afhverju. Að mínu mati er jafn rangt að fullyrða um tilvist guðs eins og að tala því máli að hann sé ekki til. Hvernig í ósköpunum gætum við vitað það?

Haukur Óli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband