Galileó Galíleís, einn af mörgum kristnum vísindamönnum sem lögðu grunninn að nútíma vísindum

GalileoEitt af því sem oft er bent á er að miðalda kirkjan var á móti vísindum og það sjáist best þegar saga Galileó er skoðuð. Þetta er aftur á móti mikil einföldun á málinu sérstaklega þegar haft er í huga að Galileó var trúaður kristinn einstaklingur.  Hérna má lesa öðru vísi sjónarhorn á hvað gerðist með Gelileó og kirkjuna, sjá: http://www.answersingenesis.org/creation/v19/i4/galileo.asp

Og önnur grein sem fjallar um Galileó: http://creationsafaris.com/wgcs_1.htm

Síðan spurning handa guðleysingjum frá meistara Isaac Newton um stjörnufræðina.

Isaac Newton
This thing [a scale model of our solar system] is but a puny imitation of a much grander system whose laws you know, and I am not able to convince you that this mere toy is without a designer and maker; yet you, as an atheist, profess to believe that the great original from which the design is taken has come into being without either designer or maker! Now tell me by what sort of reasoning do you reach such an incongruous conclusion?"

Önnur skemmtileg tilvitnun í vísindamann um þetta efni.

Davies, Paul C.W. [physicist and former Professor of Natural Philosophy, University of Adelaide]
The temptation to believe that the Universe is the product of some sort of design, a manifestation of subtle aesthetic and mathematical judgement, is overwhelming. The belief that there is "something behind it all" is one that I personally share with, I suspect, a majority of physicists."


mbl.is 2009 verður ár stjörnufræðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha. Gaman að þessu.

Fremstur meðal sköpunnarsinna!

Jakob (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Mofi

Galileó var sannarlega klár og engin spurning að hann var sköpunarsinni   

Hérna góð tilvitnun eftir hann:

Galileo Galilei
I think in the first place that it is very pious to say and prudent to affirm that the Holy Bible can never speak untruth – whenever its true meaning is understood

Mofi, 20.12.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef Galileó væri lifandi í dag og væri starfandi vísindamaður, hverjar eru líkurnar á að hann væri sköpunarsinni?

Hvað segir tölfræðin okkur?

Matthías Ásgeirsson, 20.12.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Mofi

Fer eftir því hvernig þú sérð tölfræðina. Þegar t.d. 90% Bandaríkjamanna trúa að Guð er til þá er nokkuð öruggt að Gelileó sæi þörf á Guði til að skapa alla þessa miljarða stjarna og stjörnukerfa. Hann myndi kannski ekki aðhyllast unga jörð og Adam og Evu en aldrei að vita, hann virðist hafa alveg haft sjálfstæða hugsun og var mikið í mun að verja Biblíuna.

Mofi, 20.12.2007 kl. 17:36

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Eitt af því sem oft er bent á er að miðalda kirkjan var á móti vísindum,"

segirðu hér. Væri ekki nær að segja: "Eitt af því, sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar halda oft fram, er að miðalda kirkjan hafi verið á móti vísindum ..." (viðtengingarháttur [hafi verið] í stað framsöguháttar [var] myndi gefa það til kynna, að þú samþykktir ekki endilega fullyrðinguna). Orðalagið "oft er bent á" gefur ennfrermur í skyn, að þú takir þessa menn (eða jafnvel almannaróm!!) á orðinu – sem þó reynist ekki vera svo, þegar áfram er lesið.

Að kaþólska kirkjan á miðöldum hafi verið á móti vísindum er fráleit fullyrðing, Halldór. En hún sýnir þó alltjent næsta vel, hve margt er hér óunnið í kynningarstarfi um málefni kirkjunnar, sögu hennar og frammistöðu í andlegum efnum og í vísindunum. Hvar fengu Galileo, Bacon og Descartes sína menntun? Gættu að því.

Reyndar fæddist Galileo ekki fyrr en um 70 árum eftir lok miðalda – sem gerir upphafssetningu þína aftur svolítið skrýtna.

Jón Valur Jensson, 20.12.2007 kl. 20:14

6 identicon

Ég held að allir þeir sem lifðu fyrir ca:500 árum hafi trúað á einhvernskonar guð einfaldlega vegna þess að þeir gátu ekki útskýrt heiminn eins og hann er. Ef þetta sama fólk væri á lífi í dag er ég ekki nokkrum vafa um að þeir væru allir trúleysingjar (vísindamenn á ég við ) núna vegna þeirri tækni og upplýsingum sem við höfum til að rannsaka og skoða heiminn. Sem dæmi var þyngdarafblið ekki skilgreint og eftir að Isaac Newton uppgötvaði það þá tók langan tíma til að skilgreina það nákvæmlega. En ef fólk gefur Vísindum jafn langan tíma og trúarbrögð hafa haft til að sanna sig (ca 7000 - 9000 ár ) þá er ég ekki í neinum vafa um að trúarbrögð muni heyra sögunni til (vona það allaveganna, þá gæti fólk farið að hugsa að alvöru og hætt þessari hjátrú sem hindrar það í að koma hlutum og rökréttri hugsun í verk.)

Ólafur j (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 20:15

7 identicon

> Ég held að allir þeir sem lifðu fyrir ca:500 árum hafi trúað á einhvernskonar guð einfaldlega vegna þess að þeir gátu ekki útskýrt heiminn eins og hann er.

Getur þú útskýrt heiminn? Af hverju var allt efni heimsins á einum stað einusinni? Hvað var áður en það gerðist? Kristni trú kemur að sjálfsögðu bara með fleiri spurningar. Hvaðan er guð? Af hverju skapaði hann heiminn?

tms (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:02

8 Smámynd: Mofi

Jón Valur
segirðu hér. Væri ekki nær að segja: "Eitt af því, sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar halda oft fram, er að miðalda kirkjan hafi verið á móti
...
Að kaþólska kirkjan á miðöldum hafi verið á móti vísindum er fráleit fullyrðing, Halldór

Mikið rétt Jón, ég hafði átt að orða þetta betur því ég held ekki að kirkjan hafi verið á móti vísindum.

Jón Valur
Reyndar fæddist Galileo ekki fyrr en um 70 árum eftir lok miðalda – sem gerir upphafssetningu þína aftur svolítið skrýtna.

Galileo er aðeins einn af þeim sem lögðu grunninn að þeim vísindum sem við höfum í dag, ég hélt að það væri ekki umdeilt.

Ólafur
Ég held að allir þeir sem lifðu fyrir ca:500 árum hafi trúað á einhvernskonar guð einfaldlega vegna þess að þeir gátu ekki útskýrt heiminn eins og hann er.

Þú virðist halda að guðleysingjar í dag geti útskýrt heiminn án Guðs, það er mikill misskilningur.

Ólafur
En ef fólk gefur Vísindum jafn langan tíma og trúarbrögð hafa haft til að sanna sig (ca 7000 - 9000 ár ) þá er ég ekki í neinum vafa um að trúarbrögð muni heyra sögunni til (vona það allaveganna, þá gæti fólk farið að hugsa að alvöru og hætt þessari hjátrú sem hindrar það í að koma hlutum og rökréttri hugsun í verk.)

Fólk í gegnum aldirnar hafa alltaf verið að reyna að skilja heiminn í kringum sig. Vísindi eru ekkert öðru vísi nema kannski að því leiti að við höfum það sem við köllum hina vísindalegu aðferð til að afla upplýsinga um heiminn. Sá sem er flokkaður sem faðir hinnar vísindalegu aðferðar eða að tilraunir væru lykillinn að alvöru þekkingu var þessi kristni einstaklingur hérna: http://www.creationsafaris.com/wgcs_1.htm#rbacon

Mofi, 20.12.2007 kl. 21:56

9 identicon

Hvað er langt síðan kaþólska kirkjan viðurkenndi að jörðin væri ekki flöt og ekki miðja alheimsins, amk. svona opinberlega.  Mikil vísindi þar á ferð.  Og var það ekki Gallileo sem studdi þær kenningar í óþokk kirkjunar?  Skrifaði bók um það sem var bönnuð og honum bannað að halda þessu fram aftur eða kenna öðrum?  Rannsóknarréttur, guðlast og allur pakkinn.

Arnar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:08

10 Smámynd: Mofi

Arnar, vísindamenn þessa tíma héldu að allt snérist í kringum jörðina, síðan kemur Galileó og Kopernikus og þeir koma með betri útskýringu. Galileó var mjög virtur á sínum tíma og persónulegur vinur fleiri en eins páfa og það tók bara tíma fyrir fólk að sjá að þetta var rétt hjá þeim félögum. Endilega kíktu á grein um Gelileó varðandi þetta mál: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/396251/

Mofi, 22.12.2007 kl. 15:32

11 Smámynd: Mofi

Páll Jónsson, finnst þér ég bera litla virðingu fyrir vísindum af því ég efast um áreiðanleika einhverra aðferða sem þykjast geta mælt aldur einhverra steina?  Þega menn þurfa á miljónum árum að halda til að sín uppáhalds hugmyndafræði geti verið trúanleg þá grípa þeir í hvaða hálmstrá sem er. Afhverju eiginlega ætti maður að taka alvarlega svona geislaefnismælingar þegar við höfum ekki eitt dæmi þess að við höfum fengið rétta niðurstöðu á sýnum sem við vitum aldurinn á?  Mæli með því að þú kynnir þér smá gagnrýni á þessar mælingar sem þú telur óvísindalegt að bara dirfast að efast um, sjá: The dating game

Mofi, 23.12.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802800

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband