Hvers óskar þú þér frammi fyrir dauðanum?

Ég get skilið að maður óski að friður komist á Sri Lanka og þá líklegast fleiri stöðum en hvað fær maður út úr því að komast að því að það er líf á öðrum hnöttum? Kannski einhver ævintýraleg tilfinning en þegar gröfin bíður spennt eftir þér, hvaða máli skiptir það þá því að þú verður ekki hér til að upplifa neitt í kringum þetta. Ég held að sú ósk sem er líklegast efst í huga flestra á aldri Arthurs er að fá meiri tíma og helst heilsuna og æskuna aftur.  Að mörgu leiti er Arthur Clarke heppinn því að hann veit að hann á lítinn tíma en flest okkar höldum að við höfum nægann tíma dauðinn getur heimtað mann hvenær sem er.

Það sem Arthur kallinn ætti að vera að hugsa um er að það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm.


mbl.is Arthur C. Clarke á þrjár óskir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég vaeri búin ad eyda hátt í 70 í ad skrifa sogur, margar hverjar sem hafa raest og naer allar sem gerast í geim gaefi thad mér orruglega góda tilfinningu ad ef ég vissi fyrir víst svona rétt fyrir daudan ad ég hafi haft rétt fyrir mér um ad vid vaerum ekki ein. Arthur getur verid sáttur vid sitt og sé ég  ekkert ad thví ad hann eigi sér thetta sem hinstu ósk(ir).

Ingimar (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gömul en sígild pæling:

Þótt ólík nöfn  við hrópum hátt//

þar hinst í kvíðans ranni//

við væntum báðir sama svars//

frá sama ferjumanni. 

Sigurður Þórðarson, 17.12.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Mofi

Ingimar, ég gat alveg skilið forvitnina að vilja vita hvort það er til annað líf en það sem er hér á jörðinni en andspænis dauðanum virkar það frekar tilgangslaust.

Sigurður, flott innlegg :)

Arngrímur, alveg sammála þér...

Mofi, 18.12.2007 kl. 00:25

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvernig þykist þú, unglingurinn (miðað við Clarke), þess umkominn að vita hvað níræður maðurinn ætti að vera að hugsa? Veist þú alltaf best hvað allir aðrir ættu að hugsa?

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Mofi

Greta, ég er aðeins að benda á það sem ég held að hann ætti að hugsa um. Hann ræður sér alveg sjálfur svo það er ekki eins og ég er að neyða hann til að gera eitthvað. Maður sem er svona gamall ætti að hugsa um hvað gerist næst, að núna hittir hann Guð og verður dæmdur. Þér Greta er velkomið að vera ósammála mér.

Mofi, 22.12.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802807

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband