Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Mega kristnir hafa samband við miðla?

tmen20lÍ fyrstu Samúelsbók, 28. kafla er saga af Sál konungi þar sem hann fer til miðils.  Vegna þess að Sál hafði óhlýðnast Guði þá hafði spámaðurinn Samúel sagði við Sál að Guð hefði ákveðið að gefa öðrum manni konungstignina.  Mörgum árum seinna þá stendur Sál frammi fyrir óvina her og byrjar að örvænta og  í örvæntingu sinni þá fer Sál til konu sem var miðill í þeirri von að ná sambandið við Samúel spámann sem var dáinn þá.  Sál talar við konuna sem segist tala við Samúel en fréttirnar sem Sál fær er að herinn mun tapa og Sál sjálfur deyja og þetta rættist í bardaganum daginn eftir.

Það sem Sál var þarna að gera var sérstaklega bannað í lögmáli Móses:

3. Mósebók 19:31
Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar

En kristnir hafa tekið þá afstöðu að lögmál Guðs sem Hann gaf Móses á ekki við þá og ekkert í Nýja Testamentinu fjallar um þetta.  Flestir kristnir samt pikka þetta upp frá Móses og segja að kristnir eiga ekki að hafa samskipti við miðla eða reyna að tala við hina dánu. Enda mjög órökrétt að tala við hina dánu þar sem þeir vita ekki neitt.

Predikarinn 9:5
Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.

Fyrir mitt leiti er svarið skýrt, kristnir eiga ekki að hafa nein samskipti við miðla; hvort sem það er markaðsset sem líkamsrækt eða hvað annað.


mbl.is Miðill kemur þér í draumaformið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rushmore-fjall og geimveru jarðfræðingarnir

mountrushmore.jpg

Tvær geimverur menntaðar sem jarðfræðingar koma til jarðarinnar árið 2300 og mannkynið er dáið út og flest öll ummerki um okkur horfin í ösku kjarnorkunnar.  En eitt er eftir og það er fjallið Rushmore.  Hafandi ekki hugmynd um tilvist manna þá byrja þeir að velta því fyrir sér hvað ætli hafi orsakað þessa strúktúra. Þar sem geimverurnar hafa allt öðru vísi andlit en andlit manna þá lítur þetta mjög framandi út fyrir þeim.

Fyrsta geimveran segir að fjallið hlýtur að hafa verið verk eftir meistara höggmyndara. Hin geimveran hneykslast og segir "þú ert jarðfræðingur, þú átt að vita að öll fjöll eru búin til af náttúrulegum öflum, vindar, regn, plötuhreyfingar og þess háttar. Getur þú sagt mér hver hjó þessa strúktúra, hvenær, hvernig?".  Fyrsta geimveran hugsar sig um en segir aðeins að þetta lítur út fyrir að vera verk eftir vitsmuna veru því að hún hefur aldrei séð, vinda og regn gera svona hluti. 

Hvor geimveran hefur rétt fyrir sér í þessari deilu?


Að ráða guðleysi í vinnu

Ímyndaðu þér að þú ert forstjóri í fyrirtæki og þú ert að ráða til þín mikilvægan starfsmann og þú vilt gera þetta sjálfur til að vera alveg viss um að finna rétta aðilann í starfið. 

Að lokum eru aðeins tveir aðilar sem þér finnst koma til greina og þú biður sérhvern þeirra að segja af hverju þeir væru rétti aðilinn í starfið.  Annar aðilinn gefur þér ótal ástæður fyrir því að hann gæfi mikið gildi fyrir fyrirtækið þitt. Hinn aðilinn aftur á móti hafði aðeins gagnrýni á keppinaut sinn fram að færa. Dáldið undrandi yfir þessum viðbrögðum þá endurtekur þú beiðnina, að segja af hverju hann væri rétti aðilinn í starfið en aftur kemur aðeins gagnrýni á hinn aðilann sem er að sækja um starfið líka.

Jafnvel ef að þessi neikvæðni einstaklingur hefði eitthvað til síns máls varðandi keppinaut sinn, myndir þú ráða hann í vinnu?

Ég fyrir mitt leiti segi nei.

En hvernig tengist þetta guðleysi?   Þegar maður biður guðleysingja um að gefa ástæður fyrir sinni afstöðu þá er voðalega lítið um svör. Í rauninni er þeirra málstaður þannig að það er gagnrýni á trú á Guð en ekkert sem styður þeirra afstöðu.  Frekar sorgleg afstaða til að sitja uppi með en... góðu fréttirnar eru þær að menn geta skipt um skoðun og tekið upp afstöðu sem hefur heilan helling af rökum og gögnum til að styðjast við, sjá: Þeir sem eru án afsökunnar og Eru sannanir fyrir sköpun? Hver var trú margra frægra hugsuða í gegnum aldirnar?


Ben Carson um að trúa á sjö daga sköpun

Langar að benda á þessa grein þar sem læknirinn Ben Carson fjallar um allt milli himins og jarðar og þar á meðal hans trú að Guð skapaðinn heiminn á sjö dögum. Hérna er stutt tilvitnun um það atriði:

Carson: No, I don’t. You know, I’ve seen a lot of articles that say, “Carson is a Seventh-day Adventist, and that means he believes in the six-day creation. Ha ha ha.” You know, I’m proud of the fact that I believe what God has said, and I’ve said many times that I’ll defend it before anyone. If they want to criticize the fact that I believe in a literal, six-day creation, let’s have at it because I will poke all kinds of holes in what they believe. In the end it depends on where you want to place your faith – do you want to place your faith in what God’s word says, or do you want to place your faith in an invention of man. You’re perfectly welcome to choose. I’ve chosen the one I want.

Hérna er viðtalið í heild sinni: http://news.adventist.org/en/archive/articles/2013/04/05/church-chat-carson-handles-spotlight-prayerfully-humbly#.UWTzXWscwPA.facebook


Hrun Evrópu vegna fólksfækkunar?

Áhugavert myndband um hvernig hin Evrópa sem við þekkjum er að breytast mjög hratt vegna fólksfækkunar hins venjulega evrópubúa en fjölgun annara, þá aðalega múslíma.


mbl.is 2.282 bættust í hóp landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíllinn hans Behe

elephant-in-the-roomÍ bókinni Darwin's Black Box þá skrifaði Michael Behe þetta:

Darwin’s Black Box, Michael Behe
Imagine a room in which a body lies crushed, flat as a pancake. A dozen detectives crawl around, examining the floor with magnifying glasses for any clue to the identity of the perpetrator. In the middle of the room, next to the body, stands a large, gray elephant. The detectives carefully avoid bumping into the pachyderm’s legs as they crawl, and never even glance at it. Over time the detectives get frustrated with their lack of progress but resolutely press on, looking even more closely at the floor. You see, textbooks say detectives must “get their man,” so they never even consider elephants.

There is an elephant in the roomful of scientists who are trying to explain the development of life. The elephant is labeled “intelligent design.” To a person who does not feel obliged to restrict his search to unintelligent causes, the straightforward conclusion is that many biochemical systems were designed.

Þetta finnst mér vera sannarlega staðan eins og hún er í dag, í staðinn fyrir hið rökrétta og augljósa þá herðir fólk sig í afstöðu sem er algjörlega glórulaus og órökrétt aðeins vegna þeirra trúarskoðana og algengasta trúar skoðunin sem veldur þessari blindu er guðleysi.


Þróunarkenningin er náttúrulögmálin aftur á bak

Annað lögmál varmafræðinnar staðhæfir að allt sé í rauninni að hrörna. Við sjáum þetta mjög vel allstaðar í kringum okkur. Þetta er hreinlega ástæðan fyrir að margar stéttir hafa eitthvað að gera. Málning veðrast og skemmst svo eftir ákveðinn tíma þarf að mála upp á nýtt. Bílar hrörna og bila með tímanum, flugvélar og svona mætti endalaust telja. 

En Þróunarkenningin segir að með tímanum að þá hafi náttúrulegir ferlar gert alveg öfugt við það sem við sjáum þá gera í okkar daglega lífi.

Þetta er eitthvað sem jafnvel þróunarsinnar hafa gert sér grein fyrir, t.d. sagði einn þetta:

J. H. Rush
In the complex course of its evolution, life exhibits a remarkable contrast to the tendency expressed in the Second Law of Thermodynamics. Where the Second Law expresses an irreversible progression toward increased entropy and disorder, life evolves continually higher levels of order

En er þá líffræðin öðru vísi? Erum við að sjá lífverur verða betri og betri? Erum við að sjá stökkbreytingar ekki skemma DNA heldur sífelt vera búa til nýjan kóða sem segir hvernig á að búa til nýjar gagnlegar vélar fyrir lífverur? Svarið er auðvitað nei, við sjáum hrörnun hérna eins og alls staðar annars staðar. Hérna er stutt myndband sem fer ýtarlegra yfir hve órökrétt Þróunarkenningin er að þessu leiti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 802828

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband