Rushmore-fjall og geimveru jarðfræðingarnir

mountrushmore.jpg

Tvær geimverur menntaðar sem jarðfræðingar koma til jarðarinnar árið 2300 og mannkynið er dáið út og flest öll ummerki um okkur horfin í ösku kjarnorkunnar.  En eitt er eftir og það er fjallið Rushmore.  Hafandi ekki hugmynd um tilvist manna þá byrja þeir að velta því fyrir sér hvað ætli hafi orsakað þessa strúktúra. Þar sem geimverurnar hafa allt öðru vísi andlit en andlit manna þá lítur þetta mjög framandi út fyrir þeim.

Fyrsta geimveran segir að fjallið hlýtur að hafa verið verk eftir meistara höggmyndara. Hin geimveran hneykslast og segir "þú ert jarðfræðingur, þú átt að vita að öll fjöll eru búin til af náttúrulegum öflum, vindar, regn, plötuhreyfingar og þess háttar. Getur þú sagt mér hver hjó þessa strúktúra, hvenær, hvernig?".  Fyrsta geimveran hugsar sig um en segir aðeins að þetta lítur út fyrir að vera verk eftir vitsmuna veru því að hún hefur aldrei séð, vinda og regn gera svona hluti. 

Hvor geimveran hefur rétt fyrir sér í þessari deilu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð viss um að það sé þörf á þriðju geimveruni á svæðinu sem mundi benda á að hinar tvær hafa hvorugar góðar forsendur til þess að meta hvort andlitin eru gerð af vitsmunaveru eða vegna náttúrulegra afla og að greinargóð rannsókn á þeim og plánetuni sé þörf til að komast að hinu sanna.

Hinsvegar mundu flestar geimverur líta á þetta sem ummerki eftir vitsmunaverur þar sem það þekkist ekkert jarðfræðilegt ferli sem skapar slík líkneski og líkunar á svona nettri veðrun eru litlar.

Þessi rök samt eiga ekkert með þróun og líffræði að gera. Við erum ekki steinar heldur samansafn lífrænna sameinda sem vinna undir mörgum viðbótar ferlum sem steinar verða aldrei fyrir.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 10:46

2 Smámynd: Mofi

Segjum sem svo að báðar geimverurnar væru sammála því að það þarf að rannsaka þetta betur en eitthvað segir mér að sú sem hélt að vitrænar verur voru á bakvið höggmyndirnar færi að leita að öðrum ummerkjum um þessar verur og rannsaka hvort að það er ekki alveg pottþétt að náttúrulegir ferlar eru ekki líklegir til að búa slíkar höggmyndir til.

Hin geimveran aftur á móti færi að reyna að finna eitthvað sem gæti stutt að náttúrulegir ferlar eins og vindar og regn gæti gert þetta. Og til að setja slíkar tilraunir í samhengi þá er það eins og þróunarsinnar að skoða stökkbreytingar í þeirri von að finna það sem bjó til þær flóknu vélar sem við finnum í lífverum.

Elfar
Þessi rök samt eiga ekkert með þróun og líffræði að gera. Við erum ekki steinar heldur samansafn lífrænna sameinda sem vinna undir mörgum viðbótar ferlum sem steinar verða aldrei fyrir.

Í mínum augum er þetta alveg hið sama, alveg eins og höggmyndirnar eru ólíkleg myndun efna þá er DNA og upplýsingar í DNA og prótein og prótein vélar sem lesa DNA ennþá ólíklegri myndun efna.  Þetta eru bara efni, það er ekki eins og þetta eru einhver galdra efni sem eru líkleg að myndast í náttúrunni.

Mofi, 15.4.2013 kl. 11:07

3 Smámynd: Tómas

Extension á hugmynd fyrri geimveru: Hm. Vitrænu verurnar sem hönnuðu þetta hljóta að hafa orðið til fyrir tilviljun og þróast - rétt eins og við.

Varðandi DNA:

Nú eru til rosalega flóknar og undarlegar byggingar í náttúrunni. Stjörnuþokur, krystallar, snjókorn t.d. Bendir það til þess að einhver sitji við og hanni öll snjókornin? Nei. Útskýringingu má finna í stærðfræði og eðlisfræði.

Sama á við um DNA. Plús líkindi, tími og rosalega, rosalega stór heimur. Engir galdrar (lesist: Guð) nauðsynlegir :)

Það er hægt að útskýra tilvist DNA með hreinum náttúrufærðilögmálum. Fólk greinir oft á um hversu líklegt eða ólíklegt það sé. En til er útskýring - sem er fullkomlega náttúruleg.

Nánast skv. _skilgreiningu_, þá er hún samt líklegri en að fabúlera um einhverja hluti sem við höfum _aldrei_ séð áður, bara lesið í bók, eða upplifað persónulega (sem auðvelt er að endurtaka t.d. með ofskynjunalyfjum, eða hugleiðslu t.d.).

(ok.. fór kannski um víðan völl í þessu svari. En ég hef rætt þetta allt áður við þig Mofi, eða lesið þessa umræðu hér á blogginu. Langaði bara skrifa sæmilega hnitmiðað svar til að útskýra mína afstöðu - enn einu sinni :) ).

Tómas, 15.4.2013 kl. 19:37

4 Smámynd: Mofi

Tómas
Extension á hugmynd fyrri geimveru: Hm. Vitrænu verurnar sem hönnuðu þetta hljóta að hafa orðið til fyrir tilviljun og þróast - rétt eins og við.

Gott að þú getur greint vitræna hönnun frá náttúrulegum ferlum; stórt skref í rétta átt :)

Tómas
Nú eru til rosalega flóknar og undarlegar byggingar í náttúrunni. Stjörnuþokur, krystallar, snjókorn t.d. Bendir það til þess að einhver sitji við og hanni öll snjókornin? Nei. Útskýringingu má finna í stærðfræði og eðlisfræði.

Getur þú gert greinar mun á milli þess sem verður svona til af sjálfu sér og þess sem þarf vitsmuna verur til að búa til eins og við sjáum þarna í Rushmore fjalli?

Tómas
Sama á við um DNA. Plús líkindi, tími og rosalega, rosalega stór heimur. Engir galdrar (lesist: Guð) nauðsynlegir :)

Þannig að tími getur leyst allt?  Það skiptir engu máli hverjar líkurnar eru eða hvað þú sérð, þú trúir að með nógu miklum tíma þá getur allt orðið til?

Tómas
Það er hægt að útskýra tilvist DNA með hreinum náttúrufærðilögmálum. Fólk greinir oft á um hversu líklegt eða ólíklegt það sé. En til er útskýring - sem er fullkomlega náttúruleg.

Hún er ekki til núna og líkurnar eru margfalt verri en stjarnfræðilegar. Bara líkurnar að eitt meðal prótein geti myndast eru svo litlar að við ættum ekki von á að slíkt gerðist í alheimi eins gömlum og sumir telja að þessi sé, jafnvel þótt hann væri fullur af amínósýrum.  Í tilfelli eins og uppruna lífs þá þurfa heilu prótein vélarnar að verða til og jafnvel þá er mjög langt í líf, sjá: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun

Mofi, 15.4.2013 kl. 20:22

5 Smámynd: Tómas

Við erum búnir að ræða þetta fram og til baka. Og já, ég er enn á því að DNA geti myndast af náttúrunnar hendi.

Hverjar eru líkurnar á því að Yaweh sé til? Margfalt verri en margfalt verri en stjarnfræðilegar :)

Ætla að láta þetta nægja að sinni. Tek kannski slaginn almennilega síðar..

Tómas, 15.4.2013 kl. 20:35

6 Smámynd: Mofi

Tómas, að tala um líkur á að Guð Biblíunnar sé til finnst mér vera mjög undarlegt. Fyrir mitt leiti eru líkurnar á að Guð sé til einn á móti einum :)   Ég veit ekki hvernig þú færð að það sé ólíklegt.

Mofi, 15.4.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband