Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Framtíð mannkyns og námskeið í fjármálum

Hérna er mjög fróðlegt námskeið sem fjallar um fjármál en það kemur einnig inn á hvað framtíðin getur borið í skauti sér. 

http://www.chrismartenson.com/what_is_money 


Hið sorglega við trú gyðinga

d_bloggi_yemeni_jewsFrá upphafi gyðinga þá hafa þeir haft musteris þjónustu þar sem fólk sem iðraðist synda sinna gátu fengið fyrirgefningu með því að færa fórn í musterinu.  En afhverju stunda gyðingar þetta ekki í dag?  Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því. Ein er sú að musteri gyðinga var eyðilagt árið 70 e.kr. af rómverjum svo án musteris er ekki hægt að framkvæma fórnirnar. 

Öll musteris þjónustan benti til þess tíma er Guð myndi skaffa fórn sem fórnarkerfið benti til. Svo gyðingar eru að bíða eftir einhverjum til að frelsa þá þó að samkvæmt spádómum þá er tíminn löngu liðinn. Ef Jesús var ekki frelsarinn þá rættust spádómar Biblíunnar um frelsara ekki og þar með eru gyðingar sem hafna Kristi í afskaplega sorglegri stöðu.  Ég hef áður fjallað um þennan tíma spádóm um Krist, sjá: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Því miður er misskilningur meðal kristinna á spádómum Biblíunnar varðandi gyðinga sem hefur gert það að verkum að þeir styðja þá frekar blint í þeirra baráttu. Sumar túlkanirnar eru á þá leið að gyðingar verða að byggja aftur musterið og þá mun Antikristur koma á staðinn og út frá því verður heimsendir.  Fyrir þá sem vilja kynna sér skilning Aðventista á þessu þá geta þeir hlustað á fyrirlestur um þetta mál, sjá: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm  / sá sem fjallar sérstaklega um Ísrael er fyrirlesturinn Who is Israel

Hérna fjallar Jesaja í Gamla Testamentinu um það sem musteris þjónustan fjallar um átta hundruð árum fyrir Krists:

Jesaja 53
1Hver trúði því sem oss var boðað
og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins,
eins og rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum
né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir, 
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir,
héldum hver sína leið
en Drottinn lét synd vor allra
koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður
en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar
eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt
en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda?
Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra,
legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti
og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka.
Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi
og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga.
11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós
og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga
því að hann bar syndir þeirra.


mbl.is Lohan gerist gyðingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kom hugmyndin um miljónir ára?

Hérna er video sem fjallar um hvaðan hugmyndin um miljónir ára kom frá.

Millions of Years: Where Did the Idea Come From? Part 1


Guðs útvalda fólk

Heiða B. skrifaði greinina Guðs útvalda fólk  þar sem hún gagnrýnir kristna og gefur til kynna að það eru einhverjir útvaldir og betri en aðrir að mati kristinna.  Það sem hún segir er að samkvæmt "trúarlabbakútum" þá eru samkynhneigðir, konur sem hafa farið í fóstureyðingu og ESB sinnar fólk ekki útvalda fólk Guðs.

Eitthvað virðist Heiða misskilja málið og ég ætla  að reyna að útskýra hvert vandamálið er hérna.

Það fólk sem er ekki Guðs útvalda fólk er eftirfarandi:

  • Lygarar - ef þú hefur logið þá ertu lygari; þú verður ekki lygari í tíunda skiptið eða hundraðasta.
  • Þjófar - ef þú hefur einhvern tíman stolið þá ertu þjófur, sama hve litlu þú stalst.
  • Morðingjar - ef þú hatar einhvern þá ertu morðingi í augum Guðs því að Guð horfir á hjartað.
  • Guðlastarar - þeir sem misnota nafn Guðs sem gaf þeim lífið og allt sem þeim er kært eru ekki fólk Guðs.
  • Uppreisnagjarnt fólk - þeir sem heiðra ekki föður sinn og móður.
  • Þeir sem hafa drýgt hór
  • Eigingjarnt fólk - fólk sem uppfyllir ekki fyrstu kröfu lögmálsins um að elska náungan

Þeir sem falla undir þessa skilgreiningu eru ekki Guðs útvalda þjóð enda snýst málið um einstaklinga en ekki einhverja skiptingu fólks í einhverja hópa. 

crosses_at_calvary_1133356656_855127En það er leið til að verða útvalin af Guði eða barn Guðs og það er að iðrast, viðurkenna að maður er sekur en snúa við öllu því sem Guð segir vera af hinu vonda og treysta á Krist og þá fyrirgefningu sem Hann keypti á Golgata. 

 


Getum við látið hugbúnað lifna við?

Can we make software that comes to life?
Eftir: DaveScot

Hérna er áhugaverð grein sem fjallar um árangur eða skort á árangri í þróun tölvulífs.

Can we make software that comes to life?

Valdir bútar úr greininni og síðan athugasemdir:

ai-ullustrationOn January 3 1990, he started with a program some 80 instructions long, Tierra’s equivalent of a single-celled sexless organism, analogous to the entities some believe paved the way towards life. The “creature” - a set of instructions that also formed its body - would identify the beginning and end of itself, calculate its size, copy itself into a free region of memory, and then divide.

Before long, Dr Ray saw a mutant. Slightly smaller in length, it was able to make more efficient use of the available resources, so its family grew in size until they exceeded the numbers of the original ancestor. Subsequent mutations needed even fewer instructions, so could carry out their tasks more quickly, grazing on more and more of the available computer space.

A creature appeared with about half the original number of instructions, too few to reproduce in the conventional way. Being a parasite, it was dependent on others to multiply. Tierra even went on to develop hyper-parasites - creatures which forced other parasites to help them multiply. “I got all this ecological diversity on the very first shot,” Dr Ray told me.

Þetta er áhugavert, þetta byrjar flókið og verður síðan einfaldara og einfaldara. Jebb, þannig lýsti Darwin þessi er það ekki?  Ekki beint, það eru þeir sem aðhyllast Vitræna hönnun sem halda því fram að þetta hafi byrjað flókið því að handahófskenndar stökkbreytingar og náttúruval getur aldrei búið til flókin kóða eða CSI ( complex specified information )

Other versions of computer evolution followed. Researchers thought that with more computer power, they could create more complex creatures - the richer the computer’s environment, the richer the ALife that could go forth and multiply.

But these virtual landscapes have turned out to be surprisingly barren. Prof Mark Bedau of Reed College in Portland, Oregon, will argue at this week’s meeting - the 11th International Conference on Artificial Life - that despite the promise that organisms could one day breed in a computer, such systems quickly run out of steam, as genetic possibilities are not open-ended but predefined. Unlike the real world, the outcome of computer evolution is built into its programming.

Fleiri darwiniskar spár staðfestar?  Alls ekki.  Upplýsingarnar eru þegar til og þessi tölvu módel af þróun staðfestir það enn og aftur.

His conclusion? Although natural selection is necessary for life, something is missing in our understanding of how evolution produced complex creatures.

Hérna hittir hann naglann á höfuðið!  :cool:

By this, he doesn’t mean intelligent design - the claim that only God can light the blue touch paper of life - but some other concept.

En hann er fljótur að koma sér hjá Vitrænni hönnun og afneita að það gæti verið það sem vantar. Það er svona eins og til þess að "peer review" greinin fengi að vera birt þá varð þessi setning að vera með því allt sem styður Vitræna hönnun er auðvitað sigtað út af darwinisku presta stéttinni. 

I don’t know what it is, nor do I think anyone else does, contrary to the claims you hear asserted,” he says. But he believes ALife will be crucial in discovering the missing mechanism.

Dr Richard Watson of Southampton University, the co-organiser of the conference, echoes his concerns. “Although Darwin gave us an essential component for the evolution of complexity, it is not a sufficient theory,” he says. “There are other essential components that are missing.”

Hættulega heiðarleg setning hjá Richard Watson, með þessu áframhaldi þá verður hann atvinnulaus :!:

Hérna er smá vísbending til góða doktorsins.  Þessi týndi mekanismi sem þú ert að leita að er vanalega kallað "forritari" eða "verkfræðingur" eða hönnuður  :razz:

One of these may be “self-organisation”, which occurs when simpler units - molecules, microbes or creatures - work together using simple rules to create complex patterns and behaviour.

Já, það væri ein leið en aðeins ímynduð leið með engin alvöru gögn eða rannsóknir til að styðja það. Þessir hlutir bara raða sér í flókin tæki og engin þörf á vitsmunum.  Þessir hlutir bara "akrakadabra" og eru orðnir til með lögmálum og ferlum sem enginn veit hverjir eru.  Frábær vísindi :roll:

Heat up a saucer of oil and it will self-organise to form a honeycomb pattern, with adjacent “cells” forming as the oil turns by convection. In the correct conditions, water molecules will self-organise into beautiful six-sided snowflakes. Add together the correct chemicals in something called a BZ reaction, and one can create a “clock” that routinely changes colour.

snowflakesGömlu snjókorns rökin.  Eina sem vantar núna er hvernig snjókornin urðu að flóknum vélum búin til úr þúsundum af pörtum sem allir vinna saman til að mynda eina heild og hvernig lýsing á þessum vélum var kóðuð í abstrakt stafrænan forritunarkóða.  Ekkert smá stórt stökk hérna á ferðinni!  Geimskutlur og tölvur, eitthvað sem fölnar í samanburði við örsmáu vélarnar sem við finnum í einu protozoan urðu til eins og snjókorn.  Vá, hérna eru sko alvöru vísindi á ferðinni!  :shock:

“Evolution on its own doesn’t look like it can make the creative leaps that have occurred in the history of life,” says Dr Seth Bullock, another of the conference’s organisers. “It’s a great process for refining, tinkering, and so on.

Hvað í ósköpunum er þetta?  Ég sé ekki betur en hann hafi fattað þetta!  Jibbí!!!  :grin:

But self-organisation is the process that is needed alongside natural selection before you get the kind of creative power that we see around us.” [Bullock concludes]

Fja.....  aðeins of flótur á mér   :oops:

Kannski Bullock mun fatta að flóknar vélar raða sér bara ekki sjálfar. Trúin sem er hér á ferðinni er alveg ótrúleg, magnið er gífurlegt en gæðin skrapa botninn klósettinu.


Inniheldur Biblían mótsagnir? Svar fyrir Kristinn

Kristinn kom með lista af því sem hann telur vera mótsagnir.  Þegar kemur að glíma við mótsagnir þá þarf maður að hafa nokkur atriði í huga eins og hvert er samhengið og á hvaða grundvelli er verið að meta mótsögnina. Ágætt dæmi um þetta er skilningur kristinna að þrenningunni, að við trúum á Guð Faðir, Guð Soninn og Guð heilagan anda.  Þannig getur t.d. Guð bæði verið sýnilegur og ósýnilegur því um mismunandi opinberunar á Guði er að ræða.  Síðan þegar kemur að því að skilja og skilgreina Guð þá er ekki rökrétt að álykta að dauðlegir menn geti það.

Ég ætla að fara í gegnum þennan lista og útskýra hvernig ég sé þetta allt saman.

God is satisfied with his works       Gen 1:31
God is dissatisfied with his works.  Gen 6:6

Hérna er aðeins um mismunandi tíma að ræða, Guð ánægður með sköpunina og síðan kom syndin inn í heiminn og þá var Guð ekki ánægður með hvað var í gangi. Þetta er ekki meiri mótsögn en að í síðustu viku var Kristinn í góðu skapi en í þessari viku er Kristinn í vondu skapi.

God dwells in chosen temples      2 Chron 7:12,16
God dwells not in temples            Acts 7:48

Þegar maður skoðar versin þá er aðeins um að ræða að Guð talar um að veita ákveðnu musteri sérstaka athygli. 

God dwells in light             Tim 6:16
God dwells in darkness     1 Kings 8:12

Guð er það sem kallað er "omnipresent" eða Hann er allsstaðar svo bæði er rétt.

God is seen and heard                             Ex 33:23
God is invisible and cannot be heard       John 1:18

Ekki mótsögn ef maður trúir á Guð Faðirinn og Guð Soninn.

God is tired and rests                            Ex 31:17
God is never tired and never rests        Is 40:28

Orðið notað í Ex 31:17 er shabat sem er að halda hvíldardag sem þýðir ekki endilega að um þreytu var að  heldur að hætta að vinna og njóta verk vikunnar.

God is everywhere present, sees and knows all things                      Prov 15:3
God is not everywhere present, neither sees nor knows all things    Gen 11:5

Hérna er verið að draga þá ályktun að fyrst að Guð spyr menn spurninga þá viti Hann ekki svarið en það auðvitað ekki rétt.  Kennari spyr nemanda spurningu þótt hann sjálfur viti svarið.

God knows the hearts of men                                  Acts 1:24       
God tries men to find out what is in their heart       Deut 13:3

Minn skilningur hérna er að Guð reynir menn til að láta þá taka afstöðu þeirra sjálfra vegna, svo að menn viti þeirra eigin afstöðu og taki hana.

God is all powerful              Jer 32:27/ Matt 19:26
God is not all powerful        Judg 1:19

Hérna er gagnrýnandinn að lesa eitthvað vitlaust því að í Judg segir ekki að Guð sé ekki almáttugur. Þar stendur aðeins að Guð var með Júda og þeim vegnaði vel en þeir náðu ekki akkúrat því sem þeir stefndu að.  Það þýðir ekki að Guð hafi ekki getað gert þetta eða hjálpað þeim við það.

God is unchangeable        James 1:17/ Mal 3:6
God is changeable            Gen 6:6/ Jonah 3:10

Þegar Guð hefur samskipti við menn þá bregst Guð við þeim. Það þýðir ekki að Guð breyttist, hver Hann er heldur að Hann brást við ákvörðunum manna.  Þó að einhver sé í mismunandi skapi eftir aðstæðum þá þýðir það ekki að hann hafi breyst í eðli sínu.

God is just and impartial          Ps 92:15/ Gen 18:25
God is unjust and partial         Gen 9:25

Dæmin um að Guð sé óréttlátur eru ekki góð og alls ekki rétt.  Í Gen 9:25 þá er Nói að bölva einstaklingi en það þýðir ekki að Guð er óréttlátur.  Annað dæmi er úr boðorðunum þar sem syndir feðranna koma niður á börnum en ég skil það aðeins þannig að svona er heimurinn. Við glímum við margann fortíðarvanda sem þeir sem komu á undan okkur sköpuðu. Það er Guð að leyfa okkur að ráða okkur sjálf og finna fyrir afleiðingu gjörða okkar. Síðan stendur líka að Guð miskunni þeim er elska Hann svo hérna kemur miskunnsemi og fyrirgefning á móti glæpum feðranna. 

God is the author of evil            Lam 3:38/ Jer 18:11/ Is 45:7
God is not the author of evil      1 Cor 14:33

Stóra spurningin hérna er hvort að Guð geri eitthvað sem er siðferðislega rangt eða synd og ég tel það öruggt að engin af þessum versum segi að Guð gerir eitthvað sem er siðferðislega rangt. Aftur á móti þá annað hvort orsakar eða leyfir vondum hlutum að gerast en það er ekki sama og að það hafi verið siðferðislega rangt.  Dómari er ekki að gera eitthvað siðferðislega rangt þegar hann dæmir glæpamann í fangelsi þótt það er slæmt að vera dæmdur í fangelsi.  

God gives freely to those who ask                                                         James 1:5
God withholds his blessings and prevents men from receiving them     John 12:40

Margt hérna tekið úr samhengi... Í James 1:5 þá er verið að tala um einstakling sem biður um visku og ef allt er í lagi þá gefur Guð honum visku. Í Luke 11 þá er Jesú ekki endilega að tala um Guð þegar Hann segir að biðjið og yður mun gefast; miklu frekar að skilja þetta sem leiðbeiningar í mannlegum samskiptum.  Þau vers sem síðan láta eins og Guð gefa ekki blessanir til þeirra sem biðja Hann þá sá ég ekki neitt dæmi um slíkt; að einhver bað Guð og Guð neitaði.

God is to be found by those who seek him             Matt 7:8/ Prov 8:17
God is not to be found by those who seek him       Prov 1:28

Í Prov 1:28 þá er verið að tala um viskuna og þeir sem hæðast og hunsa ráðgjöf munu ekki finna visku þegar á reynir.

God is warlike         Ex 15:3/ Is 51:15
God is peaceful       Rom 15:33

Þetta er ekki mótsögn því að Guð fer í stríð gegn vondum mönnum en þeir sem leita Guðs gera frið milli sín og Guðs. Guð er því bæði "warlike" og "peaceful", það fer bara eftir því hvaða einstaklinga Guð er að glíma við.

God is cruel, unmerciful, destructive, and ferocious     Deut 7:16/ 1 Sam 15:2,3
God is kind, merciful, and good                                    James 5:11/ Lam 3:33

Engin af þessum versum segir að Guð er vondur heldur fjallar þau um dóma Guðs yfir vondum þjóðum.  Ef einhver stendur í þeirri meiningu að Guð má ekki stöðva illsku manna þá getur Guð ekki dæmt neinn án þess að vera vondur í augum viðkomandi. Ég aftur á móti tel það vera dæmi um kærleika og réttlæti Guðs þegar Guð dæmir.

God's anger is fierce and endures long                         Num 32:13/ Jer 17:4
God's anger is slow and endures but for a minute        Ps 103:8

Nokkur dæmi þarna fjalla um ákveðin dæmi þar sem reiði Guðs var mikil og varði lengi. Í Ps 103 þá erum við að glíma við ljóð og þar segir textinn aðeins að Guð er seinn til reiði sem er ekki í mótsögn við Num 32:13 eða Jer 17:4.  Í Ps 30:5

 

Þetta verður að duga, ég yrði margar vikur að fara í gegnum allt þetta sem Kristinn copy/pastaði af einhverjum Sceptic vef.   


 


Blind trú

Ég hef nokkrum sinnum spurt hvaða rök fólk hefur fyrir því að risaeðlur voru uppi fyrir svona löngu síðan en það er afskaplega lítið um svör.  Stundum er það að það finnast ekki steingervingar af risaeðlum og mönnum í sömu setlögum en það á líka við önnur dýr sem eru á lífi í dag svo ekki eru það merkileg rök.  Hérna er farið ýtarlegra í afhverju við finnum þau ekki saman, sjá: Why Don’t We Find Human & Dinosaur Fossils Together?  

Aðalega virðist ástæðan fyrir þessum mikla aldri vera staða þeirra í setlögunum eða þróunarsögunni eins og þróunarsinnar hafa sett hana saman og ályktað að saga heimsins er

Lífrænar leyfar

Eitt af því skemmtilegra er að við höfum fundið lífrænarleyfar þessara dýra sem eru gífurlega sterk rök fyrir því að þessi dýr dóu ekki út fyrir 65 miljón árum síðan.  Þetta er svona eins og að ganga inn í herbergi og það er ennþá gos í kókinu sem þú finnur í herberginu og þú myndir álykta að kókið væri frá landsnámsöld.  

http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=578ec62ca6b98887da3b 

Grein sem fjallar um ýtarlega um þennan fund, sjá: Still soft and stretchy

 

Myndir af risaeðlum gerðar af mönnum fyrir mörg hundruð árum síðan

Í kirkju í Englandi þá er gröf biskup að Carlisle sem hét Richard Bell sem dó í kringum 1496. Myndir í gröf hans voru af dýrum sem geta ekki verið annað en það sem við köllum risaeðlur í dag.

bishop_behemoths

Meira um þetta hérna: Bishop Bell’s brass behemoths!

Hérna er dæmi af mósaík mynd frá Palestínu í kringum 100 f.kr.

Dinosaur_in_nile_mosaic Meira um þessa mynd hérna: http://creationwiki.org/Dinosaur

 

Hérna er dæmi frá fornu musteri í Kambódíu. Fyrst sjáum við musterið sjálft úr fjarlægð.

tracks-cambodia-ancora

Og síðan myndina af risaeðlu sem getur ekki verið annað en Stegasaurus

 Hérna er mynd af því hvernig menn telja að Stegasaurus hafi litið út frá rannsóknum á steingervingum þessara dýra.

 Stegosaurus1

 

 

Drekar

 

Fyrirlestur um risaeðlur út frá Biblíulegu sjónarhorni 

http://www.nwcreation.net/videos/dinosaur_puzzle.html 

 

Risaeðlur og Biblían 

Sumir gætu spurt afhverju Biblían talar ekki um risaeðlur en við þurfum að hafa í huga að orðið risaeðla ( dinosaur ) var búið til í kringum 1842 svo auðvitað finnum við það ekki í Biblíunni sem var skrifuð um 1700 árum áður. Líklegra er að þessi dýr voru kölluð drekar þannig að sögurnar af drekum geta verið að einhverju leiti byggðar á raunverulegum dýrum. 

Áhugavert dæmi um lýsingu á dýri sem getur aðeins verið sérstök risaeðla er að finna í Jobsbók talin er vera í kringum 3500 ára gömul.  Textinn sem um ræðir er svona:

350px-SauropodsJob 40:15-24
Look at the behemoth, which I made along with you and which feeds on grass like an ox. What strength he has in his loins, what power in the muscles of his belly! His tail sways like a cedar; the sinews of his thighs are close-knit. His bones are tubes of bronze, his limbs like rods of iron. He ranks first among the works of God, yet his Maker can approach him with his sword. The hills bring him their produce, and all the wild animals play nearby. Under the lotus plants he lies, hidden among the reeds in the marsh. The lotuses conceal him in their shadow; the poplars by the stream surround him. When the river rages, he is not alarmed; he is secure, though the Jordan should surge against his mouth. Can anyone capture him by the eyes, or trap him and pierce his nose?

Atriði sem maður tekur eftir eru þessi:

  •  Borðar gras
  • Styrkur dýrsins er í kviðnum
  • Hali dýrsins er eins og sedar tré sem eru vanalega í kringum 30-40 metrar á hæð
  • Hann borðar af hæðum
  • Býr undir lótus plöntum í ám
  • Þegar áin flæðir af mætti yfir bakka sína þá lætur hann hana aðeins skella á hausnum á sér

Augljóst af þessari lýsingu að um mjög sérstakt dýr er að ræða og miðað við samhengið þá er um að ræða alvöru dýr þar sem listuð eru upp dýr sem við þekkjum vel í dag.

Svo afhverju að trúa að þessi dýr dóu út fyrir 65 miljón árum síðan?  Eina ástæðan sem mér dettur í hug er blind trú. Trú sem rembist við að neita tilvist Guðs.

Að lokum slatti af greinum sem fjalla síðan um risaeðlur frá mismunandi sjónarhornum: http://www.answersingenesis.org/Home/Area/faq/dinosaurs.asp


mbl.is Forfaðir grameðlunnar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að sleikja sár sín

Í þessu samhengi langar mig að benda á grein sem fjallar um rannsókn sem gerð var á munnvatni fólks. Hún leiddi í ljós að það eru efni í munnvatni sem hjálpa sárum að gróa og veitir vörn gegn sýkingum, sjá: http://creationsafaris.com/crev200807.htm#20080727a og http://www.sciencedaily.com/releases/2008/07/080723094841.htm

scuba_catMenn eru að vona að ef það er hægt að fjöldaframleiða þetta efni þá geti það hjálpað fólki með sjúkdóma, brunasár og marg fleira.  Ritstjóri blaðsins sem þessar rannsóknir birtust í sagði að þetta útskýrði afhverju dýr sleikja sár sín og afhverju sár í munni læknast hraðar en önnur sár annars staðar á líkamanum.

Þvílík snilld hjá skapara okkar að láta okkur vera með efni til að lækna okkur og forðast sýkingar ávalt á okkur!  Þetta er mjög skiljanlegt út frá hönnunarlegu sjónarhorni að hönnuðurinn gaf okkur "sjúkrakassa" sem við gátum alltaf haft með okkur.  Þetta er ill skiljanlegt út frá þróunarlegu sjónarhorni því hve mörg dýr sleiktu sig og dóu áður en þetta snilldarefni sem er í munnvatni kom fram? 

 

 


mbl.is Maðkar gegn sýklum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskrift að langlífi

Ég held að þessir vísindamenn sem tjá sig þarna hafa rétt fyrir sér varðandi hvað veldur þessu langlífi japanskra kvenna.  Til að styðja að þessi ályktun er rétt, gott mataræði og góð félagsleg tegnsl langar mig að benda á grein sem fjallar um heilsu aðventista í Kaliforníu, sjá: http://news.adventist.org/data/2008/1211899368/index.html.en

254310Þarna kemur meðal annars fram að nokkrir góðir ávanar virðast geta gefið fólki auka tíu ár. Jafnvel orðið eins og skurðlæknirinn Ellsworth E. sem stundum tekur upp skurðhnífinn til að aðstoða lækna þótt hann sé orðinn 93 ára! 

Sá sem gerði rannsóknina skrifaði "þá er engin tilviljun að hvernig þetta fólk lifir, borðar og hefur samskipti sín á milli, minnka stress, lækna sig, forðast sjúkdóma, og horfa á heiminn gefur þeim fleiri góð ár í lífinu" og vísar þá til mataræðis og að halda hvíldardaginn heilagann.

Fleira áhugavert kemur fram í þessari grein um venjur sem gefa manni lengra og betra líf. Verst að það eru aðventistar eins og ég sem lifa alls ekki nógu hollu lífi og lið eins og ég er að skemma tölfræðina sem segir hve þessi lífstíll virkilega bætir líf aðventista.

Til fróðleiks þá má líka lesa þetta hérna: Megrunarkúr Mofa


mbl.is Japanskar konur langlífastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð mun veita honum þessa ósk hans

_done_busguy188Þótt að manni hryllir við að hugsa til þess hvað þessi maður gerði þá er það samt sorglegt þegar maður sér einhvern ákveða sína eigin tortýmingu.  Þótt að þessi einstaklingur eigi ekkert gott skilið þá mun Guð samt verða að beiðni þessa manns þegar hans tími kemur.  Þegar hann deyr þá mun hann sofa þar til dómsdagur rennur upp og allir þurfa að horfast í augu við sérhvert verk og sérhverja hugsun.  Ef einhver er sekur þá mun hann þjást og deyja og hætta að vera til. 

Sumar villuráfandi kirkjur halda því fram að svona menn munu þjást að eilífu í helvíti en það er ekki það sem Biblían kennir fyrir utan að gera Guð að mestu ófreskju sem hægt væri að ímynda sér.

Hérna eru aðrar greinar þar sem ég fjalla um hvað Biblían segir um þetta mál:

Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti

Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neitt

Svar við grein sem styður kenninguna um eilífar þjáningar hinna syndugu

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bað um að verða drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 802909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband