Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Á ég að gæta bróður míns?

220-obama-brother_793467fÞað er nú ekki eins og það myndi kosta Obama mikið að sjá til þess að bróðir hans hefði það fínt, efnahagslega séð að minnsta kosti. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Hvort þetta verður hindrun fyrir Obama á leið til þess að verða forseti voldugasta ríki okkar tíma eða jafnvel veiti honum meðbyr; erfitt að sjá svona fyrir. 

En þetta minnti mig á söguna af fyrsta morði okkar heims, söguna af Kain og Abel.  

Fyrsta Mósebók 4
3Einhverju sinni færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. 4Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra. Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans 5en leit ekki við Kain og fórn hans. Þá reiddist Kain mjög og varð þungur á brún. 6Drottinn sagði við Kain: „Hví reiðist þú og ert þungur á brún? 7Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“

 
8Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: „Göngum út á akurinn.“ 
Þessi orð vantar í hebreska frumtextann. Hér er fylgt grísku sjötíumannaþýðingunni.
  Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann. 9Þá sagði Drottinn við Kain: „Hvar er Abel, bróðir þinn?“ Kain svaraði: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“ 10Drottinn sagði: „Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. 11Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. 12Þegar þú yrkir jörðina skal hún ekki framar gefa þér uppskeru sína. Landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðinni.“ 

 

Mitt viðhorf er að svarið við spurningu Kains "á ég að gæta bróður míns" er stórt já og tel að hið sama gildir um Baracks Obama; hann á að passa upp á bróður sinn. 


mbl.is Bróðir Obama fátækur einsetumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi sagan af Lazarusi og ríka manninum - styður hún eilífar þjáningar syndara?

Margir kristnir sem trúa að Guð muni kvelja syndara að eilífu í helvíti nota dæmi söguna af Lasarusi og ríka manninum til að styðja þessa kenningu.   Langar mig að fara aðeins ofan í það mál og best að byrja með því að skoða dæmisöguna sjálfa. 

Lúkasarguðspjall 16
Luke_16_Rich_Man_And_Lazarus19Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Einu sinni var maður nokkur ríkur er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. 20En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. 21Feginn vildi hann seðja sig á því er féll af borði ríka mannsins og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. 22En nú gerðist það að fátæki maðurinn dó og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
23Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. 24Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga.
25Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður en þú kvelst. 26Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar svo að þeir er héðan vildu fara yfir til yðar geti það ekki og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor. 27En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, 28en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. 29En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. 30Hinn svaraði: Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu mundu þeir taka sinnaskiptum. 31En Abraham sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum láta þeir ekki heldur sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum.“ 

 

 Ástæður fyrir því að þessi dæmisaga styður ekki kenninguna um eilífar þjáningar í helvíti:

  1. 01_03Þetta er dæmisaga en tilgangur dæmisaga er að útskýra einhvern sannleika en ekki að vera raunveruleg lýsing á raunveruleikanum svo alltaf mjög hæpið að taka dæmisögu bókstaflega.
  2. Ástæður til að taka þessa dæmisögu ekki bókstaflega er t.d. að fátæki maðurinn fer í faðm Abrahams og ekki getum við tekið það bókstaflega.
  3. Ríki maðurinn gat ekki farið strax þegar hann dó til helvítis því að Biblían er skýr að Guð bíður með að refsa þangað til dómsdags (  2. Pétursbréf 2:9 ).
  4. Önnur ástæða fyrir því að ríki maðurinn fór ekki strax til þess staðs þjáninga er vegna þess að Biblían er alveg skýr að þeir sem deyja sofa þangað til að Kristur kemur aftur og reisir þá til lífs ( 1. Þessaloníkubréf 4:13-15 )
  5. Ekkert í dæmisögunni segir að þjáningar ríka mannsins myndu vara að eilífu.
  6. Ríki maðurinn talar við einhvern sem er á himnum en Biblían er skýr að það er ekki hægt að tala við hina dánu.
  7. Hvers konar himnaríki væri það ef þeir sem eru á himnum væru að horfa á fólk kveljast í eldi og jafnvel spjalla við það?  Augljóslega er hérna eitthvað á ferðinni sem ekki er hægt að taka bókstaflega.

Meira um þetta efni:

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?

Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2

Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neitt


Yfirgengileg græðgi

starvationÞað er sorglegt að heyra að fólk með miljón á mánuði er að lifa svo hátt að það er í vandræðum með afborganir.  Þegar ógrynni af fólki á varla til hnífs og skeiðar að þá skuli vera til fólk sem leyfir sér allan þann munað sem því dettur í hug. Sannarlega er svona fólk að bregðast boði Guðs um að elska náungan eins og sjálfan sig.  Ég veit svo sem upp á mig skömmina með að eyða meira í sjálfan mig en fyrr má nú gera.  Hve stórt hús þarf fólk?  Hver marga bíla og hve dýra og hve margar utanlandsferðir þarf fólk til að gleðja sjálft sig?

Nokkrir vina minna ólust upp á munaðarleysingjahæli og það hefur verið mjög lærdómsríkt að kynnast þeim. Sjá hvernig þeir lifa og hvað þeir gera til að gera sér glaðan dag opnaði augu mín fyrir hve ég mikið ég átti eftir að læra í hófsemi og gjafmildi.

 

En þetta minnir mig á dæmi söguna um ríka manninn og Lazarus þar sem ríki maðurinn horfði upp á neyð annars en lifði sjálfur í vellystingum en það endaði ekki vel fyrir honum eins og við lesum í Lúkasarguðspjalli 16:

Lúkasarguðspjall 16
9Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Einu sinni var maður nokkur ríkur er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. 20En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. 21Feginn vildi hann seðja sig á því er féll af borði ríka mannsins og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. 22En nú gerðist það að fátæki maðurinn dó og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
23Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. 24Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga.
25Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður en þú kvelst. 26Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar svo að þeir er héðan vildu fara yfir til yðar geti það ekki og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor. 27En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, 28en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. 29En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. 30Hinn svaraði: Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu mundu þeir taka sinnaskiptum. 31En Abraham sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum láta þeir ekki heldur sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum.“

 

Sumir halda að þessi saga styðji kenninguna um eilífar kvalir en það er mikill misskilningur, sjá:Dæmi sagan af Lazarusi og ríka manninum - styður hún eilífar þjáningar syndara?

 


mbl.is Tekjuhátt fólk í greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 spurningar fyrir hugsandi fólk frá Töru

Hérna er myndband sem Tara benti mér á og ég ætla að reyna að svara því eftir bestu getu.

1.  Afhverju læknar Guð ekki fólk sem hefur misst fótleggi eða handleggi.

Jesús lofaði okkur ekki að okkar líf yrði án þjáninga eða að hlutverk Guðs væri að hjálpa okkur eins og þjónn.  Í Biblíunni þegar spámenn Guðs báðu um lækningu handa sér þá að ég best veit veitti Guð þeim aldrei bænarsvar. Þeir gátu læknað aðra en ekki sjálfa sig. Hvort að það eru einhver dæmi um akkúrat svona lækningu veit ég ekki en ef Guð læknar þá er það stórkostlegt en ekki eitthvað sem við getum reitt okkur á eða getum ætlast til að Guði; Hann lofaði engu þannig.

2. Ef Guð er góður afhverju eru þá til sveltandi börn?

Í grundvallar atriðum er þetta spurningin um tilvist hins illa og ég reyndi að svara henni hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?   Myndbandið kemur aftur á móti með góðan punkt með að kristnir eru að biðja Guð um að veita sér launahækkun á meðan annað fólk sveltur og það er auðvitað eitthvað mjög brenglað við það.

3. Afhverju heimtar Guð dauða saklausra í Biblíunni?

Hérna er gert ráð fyrir því að fólk sé saklaust en augljóslega þá lýtur Guð á þessar syndir mjög alvarlegum augum. Aðeins ein lygi er nóg til þess að einhver sé sekur og hafi ekki rétt á eilífu líf, hvað þá framhjáhald og morð og fleira þess háttar. En þegar kemur að 3. Mósebók þá voru þetta þau lög sem Guð vildi að Ísrael fylgdi á þessum tíma og lærisveinarnir kenndu aldrei að við ættum að setja á stofn gyðingaríki þar sem þessi lög ættu að gilda.

4. Afhverju inniheldur Biblían svo mikið af andvísindalegu bulli?

Hérna gerir þessi einstaklingur ráð fyrir því að Biblían innihaldi óvísindalegt bull en ég er auðvitað algjörlega ósammála.  Biblían inniheldur mikið af vísindalegum upplýsingum sem menn þessa tíma áttu ekki að geta vitað. Það sem þessi einstaklingur gerir er að setja sama sem merki milli vísinda og guðleysis útskýringa á uppruna alheims, uppruna lífs og uppruna mannkyns.  Allar þær uppgvötanir sem hann bendir á, tölvur, bílar og flugvélar urðu til vegna þess að menn notuðu sína Vitsmuni til að hanna eitthvað á vitrænan hátt eða notuðu Vitræna Hönnun. Ekkert af þessu varð til með einhver einhverri darwiniskri þróun.   Síðan fullyrðir þessi einstaklingur að margt af því sem Biblían kennir sé rangt eins og sköpunin og flóðið og fleira. Þar sem ég aðhyllist Biblíulega sköpun þá er ég á því að þetta eru betri útskýringar en guðleysis afsakanirnar en hvert efni er efni í nokkrar bækur svo ég verð að hætta hérna.

5. Afhverju er Guð hlynntur þrælahaldi í Biblíunni?

Guð er ekki hlynntur þrælahaldi í Biblíunni.  Að verða þræll var eitthvað sem var slæmt en ég trúi því að þetta voru lög til að vernda fátæka sem urðu undir í lífinu. Að verða þræll tryggði þér mat og húsnæði og svo sjöunda hvert ár þá gastu öðlast frelsi. Eitt sem mér finnst mjög forvitnilegt er að ef þrælar frá öðrum löndum flúðu þeirra land þá áttu þeir að fá vernd og það mátti ekki skila þeim eða hneppa þá í þrældóm. Það má lesa meira um Biblíuna og þrælahald hérna: Þrælahald í Biblíunni

6. Afhverju gerast slæmir hlutir við slæmt fólk?

Þar sem sagan eða hefðin segir okkur að allir lærisveinar Krists dóu píslardauða þá er það engin trygging fyrir góðu lífi að gerast kristinn. Jesús segir meira að segja sérstaklega að Hans fylgjendur gætu átt von á ofsóknum og erfiðleikum svo Guð lofar okkur ekki góðu lífi ef við fylgjum Honum.

7. Afhverju eru engin sönnunargögn fyrir kraftaverkum Jesú?

Ég myndi segja að hin kristna kirkja er akkúrat sönnun fyrir því að Jesú gerði kraftaverk.

8. Hvernig útskýra kristnir að Jesús hefur aldrei birtist þeim?

Einhverjir kristnir fullyrða að Jesú hafi birst þeim þó ég veit ekki hvort að það sé satt. Ég aftur á móti neita ekki tilvist Breta drottningar af því að hún hefur aldrei heimsótt mig. Þeir sem aftur á móti iðrast og setja traust sitt á Krist og endurfæðast kynnast Guði persónulega og Hann verður þeim eins raunverulegur og hver önnur persóna sem þeir þekkja.

9. Afhverju bað Jesú okkur um að drekka blóð Hans og borða Hold Hans?

Þeir sem skilja ekki táknmyndir og dýpri merkingu bækur fullorðna ættu að halda sig við barnabækur og bíða eftir því að verða fullorðnir.

10. Afhverju fráskilnaðir jafn algengir hjá kristnum og hjá ókristnum?

Jesús varaði okkur við falsfylgjendum og því miður eru margir þeir sem segjast vera kristnir ekki endurfæddir. Það kann að hljóma undarlega en það er ekki nóg að bara trúa, þú þarft eins og Jesús sagði í Jóhannesar guðspjalli 3 að endurfæðast.

Hérna er myndbandið sem Tara benti á en fyrir neðan er annað myndband þar sem þessum spurningum er svarað þó á annan hátt en ég svaraði.

Myndband sem svarar "10 questions that every intelligent Christian must answer"


Hefur þú týnt þínum eigin vitsmunum?

Fengið frá “You have lost your mind”  Ef einhver hefur góða íslenska útgáfu af þessari setningu þá væri gaman að heyra hana. Bein þýðing væri eitthvað á þessa leið "þú hefur týnt þínum vitsmunum" en það er eitthvað afkáranlegt við það.  Greinin sem þessi tilvitnun er tekin frá er alveg frábær og ég hefði í rauninni átt að þýða hana fyrst en vonandi hef ég tíma til að þýða hana seinna en hérna er hún: Accidents Happen

Þann 21. desember 2005 þá skrifaði Jay Homnick hjá American Spectator þetta:

http://www.spectator.org/dsp_article.asp?art_id=9135
Once you allow the intellect to consider that an elaborate organism with trillions of microscopic interactive components can be an accident…you have essentially “lost your mind”.

214333_f260Hvernig stendur á því að meirihlutinn af okkar vísindamönnum hefur týnt skynseminni?  Ég held að ég geti útskýrt það.  Þegar einhver verður að vísindamanni, þá lærir hann að vísindi geta útskýrt svo margt af því sem var áður óútskýranleg fyrirbrigði að maður ætlast til þess að ekkert geti sloppið útskýringakrafti vísindanna að eilífu ( þó að Mikli hvellur, skammtafræðin og fínstilling lögmála alheimsins eru byrjuð að láta suma efast ).  Þegar einhver verður að líffræðingi, steingervingafræðingi, þá uppgvötar viðkomandi margt um uppruna og þróun lífs, eins og hin löngu tímabil og allt það sem er svipað milli tegunda sem gefa til kynna að náttúrulegir kraftar orsökuðu þetta ( þetta lýtur ekki út fyrir að vera aðferðin sem Guð hefði skapað hlutina ).  Þegar einhver rannsakar mannkynssöguna ( sérstaklega sögu trúarbragða ), þá getur það verið yfirþyrmandi að sjá alla þjáninguna og ruglingin í hinu mannlega ástandi og velt því fyrir sér, afhverju er svo erfitt að sjá sannanir fyrir hönd Guðs í mannkynssögunni?

En það er eftirtektavert að í þessum lista afhverju vísindamenn afneita Vitrænni hönnun er einhver bein vísindalegar sannanir að náttúruval og handahófskenndar stökkbreytingar eða eitthvað annað afl náttúrunnar geti virkilega búið til vitræna hluti.  Bill Dembski "specified complexity/sérhæft flækjustig?" rökin og mín rök annað lögmál rökin ( sem eru svipuð sjá hér)  eru meira en tilraunir til að setja fram á vísindalegri hátt það sem er augljóst öllum sem eru ekki vísindamenn eins og Jay Homnick sem sagði: "fáráðlingar, ógáfulegir kraftar geta ekki orsakað gáfulega hluti".  Sama  hve sterk heimspekileg, sálræn eða trúarleg rök sem einhverjir af okkar mestu hugsuðum hafa til að afneita Vitrænni hönnun; rökin frá Vitrænni hönnun eru krystaltær þeim sem eru ekki heilaþvegnir: þegar þú leyfir sjálfum þér að íhuga alvarlega þann möguleika að mannslíkaminn og hugur mannsins gæti hafa verið orsakaður af kröftum sem hafa enga vitsmuni þá hefur þú í rauninni "týnt þínum eigin vitsmunum".


Ljónið Kristinn - smá sýnishorn af Eden

Þetta finnst mér alveg mögnuð saga sem gefur manni smá innsýn í það hvernig hlutirnir áttu að vera og hvernig þeir voru í upphafi. Það er eins og Guð hafi skilið eftir leifar af Eden svo að við hefðum löngun til að upplifa þann tíma aftur.  Sönn saga hlýtur að snerta alla sem sjá.


Finnst engum skrítið að þeir voru að leita að risaeðlum en fundu menn?

mh_skel_011104Eiga við að trúa því að 65 miljón ár skilja að þessa tvö mismunandi staði? Þeir eru samt það nálægt hvor öðrum að þegar þeir eru að grafa þá búast þeir við risaeðlum en finna menn.  Setlögin eru skilgreind og þeirra aldur er ályktaður út frá þeim beinum sem finnast í þeim og þeirra stöðu miðað við núverandi útlit þróunar skáldsögunnar.  Þeir voru að leita í setlögum frá því sem þeir halda að sé "Cretaceous" tímabilinu en fundu mannabein sem gerir þá það svæði að Holocene tímabilinu.  Nú, ef maður skoðar "geologic column/jarðsögutímatalið" þá sjáum við að það eru ansi mörg tímabil sem hefðu átt að vera þarna á milli.  Hvar eru eiginlega öll þessi tímabil sem ættu að vera þarna á milli?

Hérna er fréttin í National Geographic: Ancient Cemetery Found; Brings "Green Sahara" to Life

Það verður gaman að fylgjast með frekari rannsóknum á þessu svæði og hvernig fólk metur þessi gögn og hvernig þróunarsinnar afsaka þessi gögn. Ég svo sem býst ekki við miklu af þróunarsinnum, þeir eru í fáránlega góðri þjálfun í að afsaka burt staðreyndir sem passa ekki við trú þeirra.

Ég hef fjallað um svipað efni hérna:  Blind trú 


mbl.is Vísindamenn fundu stærðarinnar grafreit frá steinöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu skarpari en... ormur?

img_21061_worms_450x360Þótt að ormar geti virkað frekar ómerkileg dýr að mati sumra þá hafa þeir nokkra ótrúlega hæfileika. Manst þú eftir að glíma við stærðfræði í skóla?  Kannski sérstaklega örsmæðareikning?  Eitthvað eins og þetta hérna:

e91e1439fb3c4faf30a301d1eadbe6e1

 

Samkvæmt Greg Soltis hjá Live Science þá kunna ormar þetta utan bókar.  Þetta heilar eðlislega geta notað þessa stærðfræði til að skilja merki frá skynjurum líkama þeirra.  Í háskóla í Oregon þá fnudu líffræðingar það út að þegar ormar skynja mat nálægt sér þá í hnotskurn taka þeir afleiðuna til að finna styðstu leiðina að matnum.

Þetta er hæfileiki sem hundar virðast líka hafa, sjá: http://www.creationsafaris.com/crev0503.htm#mammal54

Það er alveg magnað að fræðast um þá undraverðu hönnun sem Guð hefur skapað alls staðar í kringum okkur.  Næst þegar þið sjáið orm þá endilega hafið þið þetta í huga, þetta eru alveg mögnuð dýr.

Fengið héðan: http://creationsafaris.com/crev200807.htm#20080727b


Salómon vissi hvað hann söng

fruits_vegetablesFyrir um það bil þrjú þúsund árum sagði Salómon konungur þetta um hamingjuna og heilsuna: 

Orðskviðirnir 17:2
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.

Lengi vel þá vildu menn ekki tengja hvernig fólki leið við líkamlegu heilsu þess en eins og svo oft áður þá hafði Biblían á réttu að standa. Margt fleira sagði Biblían um heilsu og t.d. að líkami okkar er hannaður fyrir ávexti og fræ og þess háttar en ekki til að vera kjötætur. Það þýðir ekki að kjötát er slæmt, aðeins að það er ekki samkvæmt uppskriftinni. Líklegast útilokað að vita hve margir deyja vegna þess að þeir borða ekki í samræmi við þá uppskrift sem Guð gaf okkur.

Hérna er grein sem fjallar um þá ótrúlegu ráðgjöf sem Biblían gefur um heilsu og hvernig sú ráðgjöf hefur staðist tímans tönn og hve mörgum lífum hefði verið hægt að bjarga ef fólk hefði fyglt þeim, sjá: The first book of public hygiene

Síðan eitthvað sem ég skrifaði um svipað efni: Megrunarkúr Mofa

 


mbl.is Hamingjan lengir lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unlocking The Mysteries Of Life

FlagellumblkÉg skrifaði eitt sinn um þessa mynd hérna: Unlocking the Mystery of Life - Hvað er vitræn hönnun?

 

En ég sá fyrir nokkru að það er hægt að horfa á hana alla hérna: Unlocking The Mysteries Of Life


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband