Yfirgengileg græðgi

starvationÞað er sorglegt að heyra að fólk með miljón á mánuði er að lifa svo hátt að það er í vandræðum með afborganir.  Þegar ógrynni af fólki á varla til hnífs og skeiðar að þá skuli vera til fólk sem leyfir sér allan þann munað sem því dettur í hug. Sannarlega er svona fólk að bregðast boði Guðs um að elska náungan eins og sjálfan sig.  Ég veit svo sem upp á mig skömmina með að eyða meira í sjálfan mig en fyrr má nú gera.  Hve stórt hús þarf fólk?  Hver marga bíla og hve dýra og hve margar utanlandsferðir þarf fólk til að gleðja sjálft sig?

Nokkrir vina minna ólust upp á munaðarleysingjahæli og það hefur verið mjög lærdómsríkt að kynnast þeim. Sjá hvernig þeir lifa og hvað þeir gera til að gera sér glaðan dag opnaði augu mín fyrir hve ég mikið ég átti eftir að læra í hófsemi og gjafmildi.

 

En þetta minnir mig á dæmi söguna um ríka manninn og Lazarus þar sem ríki maðurinn horfði upp á neyð annars en lifði sjálfur í vellystingum en það endaði ekki vel fyrir honum eins og við lesum í Lúkasarguðspjalli 16:

Lúkasarguðspjall 16
9Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Einu sinni var maður nokkur ríkur er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. 20En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. 21Feginn vildi hann seðja sig á því er féll af borði ríka mannsins og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. 22En nú gerðist það að fátæki maðurinn dó og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
23Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. 24Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga.
25Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður en þú kvelst. 26Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar svo að þeir er héðan vildu fara yfir til yðar geti það ekki og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor. 27En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, 28en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. 29En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. 30Hinn svaraði: Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu mundu þeir taka sinnaskiptum. 31En Abraham sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum láta þeir ekki heldur sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum.“

 

Sumir halda að þessi saga styðji kenninguna um eilífar kvalir en það er mikill misskilningur, sjá:Dæmi sagan af Lazarusi og ríka manninum - styður hún eilífar þjáningar syndara?

 


mbl.is Tekjuhátt fólk í greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Takk fyrir heimsóknina Hinricus og gott innlegg.

Haukur, enginn ágreiningur um þjáningu enda aðeins réttlátt að einhver refsing sé en eilífar þjáningar er órökrétt og óréttlátt og ókærleiksríkt.

Mofi, 20.8.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Finnst ykkur eitthvað að því að fólk sé með meira en milljón á mánuði ? Finnst Guði ykkar rangt að menn séu með mishá laun ? Ég spyr því ég er forvitinn og persónulega stefni á að komast í milljón á mánuði í laun.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.8.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Mofi

Birgir Hrafn, erfið spurning hreinlega.   Ég er ekki frá því að það er eðlilegt að fólk reyni að fá eins mikið og það getur fyrir vinnu sínu, annað væri hálfgerð sóun. 

Spurningin fyrir þig Birgir er kannski frekar, hvað viltu gera við allan þennan pening? Er það til að gleðja sjálfan þig eða láta eitthvað gott af sér leiða?  Er það til að kaupa sem flottast hús og flottan bíl og njóta alls þess besta í lífinu eða?

Mofi, 20.8.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Mama G

Hver segir að þetta séu allt neyslulán?

Þeir sem ég þekki sem eru með t.d. milljón á mánuði eru með alveg massív stór námslán á bakinu (8 millur er t.d. það mesta sem ég hef heyrt og það var ekki frá LÍN heldur banka = mikið hærri vextir).

Mér finnst fólk vera almennt að hrapa dáldið að ályktunum með þessa frétt

Mama G, 20.8.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Það er einmitt málið. Ég hef verið í skóla og er enn og ég er orðinn 23 ára gamall. Ég á 2 ár eftir í mastersnámið mitt og skulda fullt eins og er og þarf því að taka mér pásu í amk eitt ár. Ég hef oftast unnið með skólanum til þess að ná að smella þessum endum saman og oftast hefur það tekist. Erfiðast var þegar ég hafði 19þús kr á mán til þess að lifa af og það í 9 mán. Ég er ekki að ganga í gegnum þetta til þess að að geta verið með einhver lala laun.

 Mér finnst oft eins og fólk tuði yfir því að aðrir séu með hærri laun en þeir en átti sig ekki á því að þetta fólk hefur púlað hörðum höndum til þess að komast í stöðuna sem það er í í dag. 

Varðandi það hvað maður eyðir peningunum sínum í er hreinlega manns eigin mál. Hvort sem það er Risabíll, Risahúð eða Geimskutla. Mér finnst það vera óháð þessu öllu saman. Maður sem fær 100 K útborgað getur alveg eins lent í skuldasúpunni rétt eins og sá sem fær 1.000 K og ekki finnst mér skrítið að sá sem er með 1000K eyði í dýrari hluti, ég myndi gera það líka ef ég væri hann. 

Allavegana, ég er farinn að tala í hringi, bara ekki stimpla fólk fyrir eigursínar.

kveðja

Bigginn

Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.8.2008 kl. 16:09

6 Smámynd: Mofi

MamaG, alveg sammála þér að hérna getur verið hin og þessar ástæður og sumar ekki slæmar.

Birgir Hrafn,  ég held að við verðum bara að vera ósammála í þessu. Þeir sem eyða miklum peningum í sig og sína og óþarfa aðeins til að gleðja sjálfa sig eru eigingjarnir að mínu mati.  Í grunninn þá er það þetta viðhorf sem veldur því að fólk sveltur og deyr af læknanlegum sjúkdómum, það viðhorf að "ég" eigi skilið að njóta lystisemda og hef litla ástæðu til að hjálpa öðrum.

Kv,
Mofi 

Mofi, 20.8.2008 kl. 16:23

7 identicon

Flestir sem ég þekki sem eru tekjuháir gefa tilbaka á ýmsan hátt. Þó þeir gefi ekki peninga þá gefa þeir vinnu til málefna. Margir þeirra gefa þó til góðgerðarmála og styrkja uppbyggjandi fólk.

Menn auðvitað verða að eiga það við sjálfan sig hvort þeir vilji gera gott með sínum árangri. Þegar þetta fólk sem ég talaði um fyrst hinsvegar lendir í krísum finnst fólki oft að þeir eigi það skilið vegna þess að þeir eiga meira en aðrir.

Það er enginn munur á manni sem bjargar 10 lífum og fer heim í kofa og manni sem bjargar 10 lífum og fer heim í höll. Ja ekki nema fólk lifi við einhvern brenglaðan hugsunarhátt eins og að peningar séu rót hins illa.

Fólk sem hugsar þannig hefur aldrei átt pening og mun aldrei eignast pening vegna þess að það hugsar illa til peninga í staðinn fyrir að hugsa um alla góðu hlutina sem það getur gert með þeim fyrir sjálfan sig, börnin sín og aðra.

Merkilegt að þú nefndir að elska náungann eins og sjálfan sig. Flestir fatta ekki að því meira sem þú elskar sjálfan þig því meira geturðu gefið náunganum. Því þú getur ekki gefið það sem þú átt ekki.

Það er þó grundvallar munur á að elska sjálfan sig og að friða sjálfan sig með dýrum gjöfum. Fólk sem elskar sjálfan sig kaupir það sem það vill vegna þess að því langar í það. Fólk sem er að friða sig kaupir hluti vegna þess að það þarfnast þeirra til að sýnast miklvægara en það er.

Pís....

Gissur Örn (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: Birgirsm

Betra er að láta lítið yfir sér og hafa þjón

en að berast mikið á og hafa ekki ofan í sig. Orðsk 12:9 

Þetta er eitt af versum Biblíunnar sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Því miður passar  seinni helmingurinn í versinu við talsverðan hóp landsmanna. Kveðja

Birgirsm, 20.8.2008 kl. 19:18

9 Smámynd: Mofi

Gissur, góðar hugleiðingar hjá þér. Eins og reyndi að láta koma skýrt fram þá tel ég vandamálið vera að lifa í lystisemdum sjálfur og hjálpa ekki öðrum.

BirgirSm, áhugavert vers...  :)

Mofi, 20.8.2008 kl. 20:37

10 identicon

Mér finnst það ekki rétt að sumir hafa milljón á mánuði meðan aðrir hafa tæpar 2 milljónir yfir allt árið.

Vitið að það eru þeir sem með sköttum sínum héldu uppi skólakerfinu meðan aðrir voru í námi. Námslán eru nú að fulli verðtryggð, en bera 1% vexti. Og aldrei er borgað nema að mig minnir 10% af tekjum. Og ekkert fyrstu árin eftir nám. hvað fær venjulegur maður með stúdentspróf svona kjör, á lánum. Hann er ekki sérmanntaður en samt með ágæta menntun.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 00:50

11 Smámynd: Mofi

Sigrún, já, svo sammála!  Þetta er alveg hrópandi óréttlæti. Það sem versta er þegar svona lið keyrir um á rándýrum jeppum, rándýrum einbýlishúsum og gælir við sjálft sig með hverju sem því dettur í hug.  Eyðslan og eigingirnin er það sem fer aðalega í mig.

Haukur,  eins og ég sagði þá myndi ég telja að maður ætti að reyna fá sem mest fyrir vinnuna sína. Vandamálið er frekar hvort að maður eyðir því í að dekra við sjálfan sig eða reynir að nýta það til góðs.

Mofi, 21.8.2008 kl. 09:53

12 Smámynd: Mofi

Haukur, það er nú hægt að eyða í einhverja aðra en sig sjálfan.

Mofi, 21.8.2008 kl. 12:11

13 Smámynd: Linda

Framúrskarandi færsla hjá þér Mófster.

kv.

L.

Linda, 21.8.2008 kl. 15:39

14 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Linda :)

Mofi, 21.8.2008 kl. 15:59

15 identicon

Haukur.

Eyðsla og eyðslusemi. Þetta er ekki sami hluturinn.

Og svo er líka þetta sem Mofi, bendir þér á.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband