Hvaðan kom hugmyndin um miljónir ára?

Hérna er video sem fjallar um hvaðan hugmyndin um miljónir ára kom frá.

Millions of Years: Where Did the Idea Come From? Part 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll aftur, ég dáist af þrautsegju þinni við Biblíulegu sköpunarkenningunum fram.

Eitt sem ég hef verið að pæla, ekki samt tengt hugmyndinni um milljón árin, þar sem þú hafnar öllum vísindalegum mælingum um þau efni.

Hvað segir biblían um endajaxlana sem eru rifnir út um tvítugt? Við höfum enginn not fyrir þá, þeir geta skekkt tanngarðinn hjá fólki þegar þeir eru að ryðja sér upp.

Botnlangann sem enginn maður hefur nein not fyrir lengur? En getur reynst bannvænn ef það kemur bólga í hann og ekki er gripið inn í, í tæka tíð.

2 nýru? Við getum lifað ágætlega með eitt stykki, enda margir gefið frá sér annað þegar nauðsyn hefur krafist þess.

Gæsahúð? Hún lyftir upp hársekkjum/hárum sem stundum eru bara varla til staðar. Þessi venjulegu líkamshár veita sama og enga einangrun gegn kulda?

Húðlitur? Afhverju þessi fjölbreytileiki? Adam og Eva hafa tæpast verið í öllum regnbogans litum og séum við kominn af þeim afhverju er þá til svart, gullt, rautt og hvítt fólk og svo til allt þarna á milli?

Við þurfum í raun öll að hafa eiginleikann að geta orðið brún til þess að verjast geislum sólar og minnka líkurnar á sortuæxli og sólbruna.

Afhverju er þá til rauðhært fólk sem helst má ekki vera útí sól án þess að roðna eða brenna? Það getur t.d. ekkert af þessu gert og enginn synd sjáanleg þar né frjáls vilji (t.d. samkynhneygð hún er frjáls vilji er það ekki? en ekki meðfædd)

En allavegana gaman að hafa fundið þig aftur, ég man eftir þér í umræðum um sömu efni á spjallinu á visi.is fyrir nokkrum árum. Það stytti mér margar langar vaktavinnustundirnar. 

Björn (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Rebekka

Milljónir?  Segðu frekar billjónir Talið er að jörðin sé u.þ.b. 4.5 billjón ára gömul.  Því miður stoppaði myndbandið eftir 12 mínútur og ég gat ekki séð endann á því.

Það sem ég á erfitt með að kyngja er þessi gríðarlangi mismunur á aldri Jarðarinnar hjá þróunarsinnum og sköpunarsinnum.  4.5 billjón ár vs. 6000 ár!  Hvernig er eiginlega hægt að troða allri jarðarsögunni með ísöldum, öllum dýrategundunum sem hafa þegar lifað og dáið út, allri menningarsögu mannkynsins o.s.frv. innan í 6000 ára tímabil?

Hvaða mælingar hafa sköpunarsinnar til að styðja sína ungu jarðarkenningu?  Hingað til hef ég bara séð þá gagnrýna vísindalegar mælingar.

Rebekka, 13.8.2008 kl. 06:51

3 Smámynd: Mofi

Björn
Hvað segir biblían um endajaxlana sem eru rifnir út um tvítugt? Við höfum enginn not fyrir þá, þeir geta skekkt tanngarðinn hjá fólki þegar þeir eru að ryðja sér upp.

Leyfi mér að benda á þessa grein hérna því þetta er ágætlega stórt efni en þú lætur vita ef þú ert ekki sáttur, sjá: http://creationontheweb.com/content/view/1852/

Í stuttu máli þá er vandamálið að kjálkinn er eitthvað minni en þær tennur sem eiga að vera í honum. Frá sjónarhóli sköpunnar þá erum við ekki jafn stór og við vorum vegna hrörnunar og verri skilyrða en voru í upphafi. 

Björn
Botnlangann sem enginn maður hefur nein not fyrir lengur? En getur reynst bannvænn ef það kemur bólga í hann og ekki er gripið inn í, í tæka tíð.

Fyrst þarf að hafa í huga að það er mjög erfitt að álykta að eitthvað hafi ekki tilgang. Í kringum 1900 þá var listi hjá þróunarsinnum yfir afgangslíffæri í kringum 100 en í dag eru tvö þrjú þannig dæmi.  Læknar fjarlægðu mörg þessara líffæra og það hafði slæm áhrif á marga. Ég myndi segja að þessi hugmyndafræði skaðaði vísindin því að menn afgreiddu þessi líffæri sem afgangs og þá lítil ástæða til að rannsaka það sem er gagnlaust.  

Botnlanginn hefur síðan tilgang samkvæmt nýlegum rannsóknum, sjá:The Appendix Finds A Job. Or Had One All the Time…

Björn
2 nýru? Við getum lifað ágætlega með eitt stykki, enda margir gefið frá sér annað þegar nauðsyn hefur krafist þess.

Er ekki fín hönnun að hafa backup kerfi?  

Björn
Gæsahúð? Hún lyftir upp hársekkjum/hárum sem stundum eru bara varla til staðar. Þessi venjulegu líkamshár veita sama og enga einangrun gegn kulda?

En þau veita einhverja einangrun og auka getu okkur til að skynja snertingu og fleira. Hönnunar eiginleiki sem við skiljum ekki til fulls er síðan ekki beint rök á móti hönnun.

Björn
Húðlitur? Afhverju þessi fjölbreytileiki? Adam og Eva hafa tæpast verið í öllum regnbogans litum og séum við kominn af þeim afhverju er þá til svart, gullt, rautt og hvítt fólk og svo til allt þarna á milli?

Ef það er eitthvað sem náttúran segir okkur um Guð þá er það það að Guð elskar fjölbreytileika. Adam og Eva þurftu aðeins að hafa upplýsingarnar til að búa til þessa mismunandi liti.

Björn
Afhverju er þá til rauðhært fólk sem helst má ekki vera útí sól án þess að roðna eða brenna? Það getur t.d. ekkert af þessu gert og enginn synd sjáanleg þar né frjáls vilji (t.d. samkynhneygð hún er frjáls vilji er það ekki? en ekki meðfædd)

Persónulega finnst mér rautt hár fallegt svo kannski er þetta spurning um fegurð. Að rauðhært fólk er hættara við að sólbrenna getur verið vegna breyttra skilyrða núna og fyrir flóðið; efast um að sólin hafi verið að brenna fólk í upphafi.  Gæti verið stökkbreyting með þessa skaðlegu hliðarverkun ( eins og stökkbreytingar hafa í flestum tilfellum ) en mér finnst það ólíklegast.

Björn
En allavegana gaman að hafa fundið þig aftur, ég man eftir þér í umræðum um sömu efni á spjallinu á visi.is fyrir nokkrum árum. Það stytti mér margar langar vaktavinnustundirnar.

Gaman að heyra :)   

Mofi, 13.8.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Mofi

Rödd skynseminnar
Milljónir?  Segðu frekar billjónir Talið er að jörðin sé u.þ.b. 4.5 billjón ára gömul.  Því miður stoppaði myndbandið eftir 12 mínútur og ég gat ekki séð endann á því.

Þetta byrjaði í miljónum og þetta fjallar um söguna, hvernig þessi hugmyndafræði varð til svo þeir urðu að velja eitthvað nafn á þennan fyrirlestur.  Því miður er þetta aðeins fyrsti þátturinn af þremur en ég skal láta vita þegar næsti þáttur kemur.

Rödd skynseminnar
Það sem ég á erfitt með að kyngja er þessi gríðarlangi mismunur á aldri Jarðarinnar hjá þróunarsinnum og sköpunarsinnum.  4.5 billjón ár vs. 6000 ár!  Hvernig er eiginlega hægt að troða allri jarðarsögunni með ísöldum, öllum dýrategundunum sem hafa þegar lifað og dáið út, allri menningarsögu mannkynsins o.s.frv. innan í 6000 ára tímabil?

Ég tel að jörðin sjálf, efnin og hnötturinn getur vel verið miklu eldri en 6.000 ára. Ef spurningin er varðandi setlögin þá tel ég miklu betri útskýringu á þeim vera að þau mynduðust í syndaflóðinu.  Menningarsaga mannkyns nær síðan ekki mikið meira en sirka 5.000 ár aftur í tímann. 

Rödd skynseminnar
Hvaða mælingar hafa sköpunarsinnar til að styðja sína ungu jarðarkenningu?  Hingað til hef ég bara séð þá gagnrýna vísindalegar mælingar.

Hérna eru nokkur af þeim rökum sem við höfum fyrir þessu: Evidence for a Young World

Mofi, 13.8.2008 kl. 09:44

5 identicon

Hvernig væri nú að vera samkvæmur sjálfum sér Mofi? Þessi linkur sem þú bendir á (Evidence for a Young World) reynir aðallega að færa rök fyrir því að jörðin sé 6000 ára en þú ert nýbúinn að segja að þú teljir hana vera mun eldri. Það augljóst að samkvæmni og sköpunartrú fara illa saman.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Arnar

Mófi notar bara það sem hentar hverju sinni, svo framarlega sem það sé hægt að nota það gegn 'guðleysis darwinisma'.

Arnar, 14.8.2008 kl. 13:47

7 Smámynd: Mofi

Ragnar, eins og ég benti á þá eru margar vísbengingar og ég er ekki með mjög ákveðna skoðun á aldri jarðarinnar. Sumt síðan þarna á við nýlega sköpun lífs og flóðs en ekki aldur hnattarins.

Mofi, 14.8.2008 kl. 13:56

8 identicon

Þannig það breytir þig litlu hvort vísbendingarnar séu misvísandi, svo lengi sem þú getur nýtt það í ankanalegri túlkun þinni á biblíunni. Það nægir þér þá væntanlega að segja bara að þú trúir því að það eigi að túlka biblíuna á þennan veg meðan upplýsingarnar sem þú birtir hérna eru út og suður.

Varðandi höfund greinarinnar Evidence for a Young World, Russel Humphreys þá var einhverntímann tekin umræða um það við þig að hann hafi verið uppvís af því að velja mæliniðurstöður sem styðja unga jörð og hundsað hinar. Finnst þér svoleiðis vinnubrögð ásættanleg?

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:02

9 Smámynd: Mofi

Ég get ekkert gert að því að vísbendingarnar eru misvísandi, þær bara eru það.  Þegar þær eru misvísandi þá get ég ekki sagt að ég viti svona fyrir víst.  Ég kannast ekki við þessa ásökun á Russel Humphrey þó að auðvitað veit hann af þeim rökum og gögnum sem menn hafa sem benda til gamallar jarðar. Málið er að það bendir ekki allt til þess.

Mofi, 14.8.2008 kl. 15:16

10 identicon

Það bendir flest allt til gamallar jarðar og lífs.

Merkilegt að þú kannist ekkert við þessar ásakanir þar sem þú tókst þátt í umræðunum

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:26

11 Smámynd: Mofi

Alls ekki sammála Ragnar, sérstaklega ekki til þess að lífið á jörðinni sé mjög gamalt.

Mofi, 14.8.2008 kl. 16:33

12 identicon

Ég veit vel að þú ert ekki sammála en þú byggir mál þitt samt á afar veikum grunni. Grunni sem þú hefur ekki einu sinni haft fyrir að athuga nánar. Þú tekur hann trúanlegan aðeins vegna þess að hún styður túlkun þína á bibliunni. Þú ert greinilega smeykur við að athuga grunnin nánar enda mundirðu komast að ýmsu sem þú teldir óheppilegt.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:57

13 Smámynd: Mofi

Ragnar, hvað myndir þú segja væru bestu rökin fyrir því að lífið er mjög gamalt?

Mofi, 14.8.2008 kl. 16:59

14 identicon

Þetta er viss útúrsnúningur hjá þér þar sem við vorum að ræða hvað rökin fyrir ungri jörð voru slæm.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:02

15 Smámynd: Mofi

Þú varst að halda því fram sem er allt annað.  Ég er aðalega á því að rökin fyrir því að lífið sé innan við tíu þúsund ára eru góð. Þar sem ég síðan hallast að því að hnötturinn sjálfur getur verið mjög gamall þá er ekki ástæða til að rökræða það mikið.

Mofi, 14.8.2008 kl. 17:23

16 identicon

Mofi, hvað myndir þú segja væru bestu rökin fyrir því að lífið sé mjög ungt?

Mundirðu ekki segja að aldursmælingaraðferðir sem mæla aldur bergs vera góð rök fyrir að jörðin sé mjög gömul? 

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:39

17 Smámynd: Mofi

Blanda af því að saga mannkyns nær ekki mikið lengra og vitnisburður Biblíunnar vegur þungt fyrir mig því að áreiðanlegri heimild veit ég ekki um.  Annað sem mér finnst líka got: Evidence for a Young Earth from the Ocean and Atmosphere

Ragnar
Mundirðu ekki segja að aldursmælingaraðferðir sem mæla aldur bergs vera góð rök fyrir að jörðin sé mjög gömul?

Nei því að þær eru byggðar á ályktunum og við höfum ekki getað sannrænt þær á bergi sem við vitum aldurinn á. 

Mofi, 14.8.2008 kl. 17:52

18 identicon

Enn og aftur vitnarði í grein sem reynir að rökstyðja unga jörð, þvert á við það sem þú heldur fram. Varstu yfirleitt búinn að lesa þetta sjálfur?

Annars fannst mér kaldhæðnislegt þegar höfundur greinarinnar talar um að Humphreys hafi sett fram "air-tight case" fyrir að jörðin væri 6000 +- 2000 ára gömul, rétt þegar ég var nýbúinn að rifja upp umræðuna sem fór hér fram um að hann hefði valið mæliniðurstöður sem hentuðu honum. Aldeilis "air-tight"

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:30

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nú horfði ég á þetta myndband með öðru auganu og missti af því þegar maðurinn sagði hvaðan hugmyndin um milljónir ára kæmi. Hvaðan kom hún?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2008 kl. 19:23

20 Smámynd: Mofi

Ragnar, ég var að tala um hnöttin sjálfan en að upphaf lífs og sköpun fyrir lífið hafi átt sér stað innan síðustu tíu þúsund ára.  Varðandi Humphrey og "air-tight case" þá skiptir Humphrey engu máli í slíku því að vísindi snúast um gögn og rök en ekki hver setur þau fram. Hver sem er getur athugað hvort þetta stendst eða ekki.

Hjalti, þetta er bara einn af þremur svo meira á að koma í ljós en þarna kom fram stuttlega sagan af þeim mönnum sem komu fyrst með þessa hugmyndir.

Mofi, 14.8.2008 kl. 19:33

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að svarið er: "Frá jarðfræðingum". Vá, kemur mér gjörsamlega í opna skjöldu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2008 kl. 20:00

22 Smámynd: Mofi

Hjalti
Þannig að svarið er: "Frá jarðfræðingum". Vá, kemur mér gjörsamlega í opna skjöldu.

Hvaða jarðfræðingum?  James Hutton hafði enga gráðu í jarðfræði og Charles Lyell var lögfræðingur.  Comte de Buffon hafði ekki gráðu í jarðfræði og Pierre-Simon Laplace var stærðfræðingur.  Jú jú, einhverjir voru "jarðfræðingar" og auðvitað voru þeir flestir þannig að þeir rannsökuðu jarðfræði en fæstir það sem við myndum kalla jarðfræðinga í dag.

Mofi, 14.8.2008 kl. 20:29

23 identicon

Þú talar bara eitthvað út í loftið óháð umræðuefninu.

Ég spurði "Mofi, hvað myndir þú segja væru bestu rökin fyrir því að lífið sé mjög ungt?" og þú presenteraðir grein sem færir rök fyrir ungri jörð.

Gallinn við Humphreys er að gögnin og rökin fyrir akkúrat þetta "air-tight case" hafa verið rifin niður aðallega af þeirri ástæðu að hann valdi úr mæliniðurstöðum til að þóknast markmiðinu.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:00

24 Smámynd: Mofi

Ragnar, ég "presentaði" meira en greinina og rökin sem greinin kemur með eiga frekar við að lífið sé ungt frekar en að sjálfur hnötturinn er ungur.  Ef þú ert ósammála þeim rökum sem þarna koma fram þá geturðu komið með gagnrýni á þau og hægt að meta það en endilega hættu að nota ad hominem rökleysu og gagnrýna Humphrey. Eitt af því magnaði við vísindi er að þau snúast ekki um persónur heldur um rök og gögn.

Mofi, 14.8.2008 kl. 21:09

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvaða jarðfræðingum?  James Hutton hafði enga gráðu í jarðfræði og Charles Lyell var lögfræðingur. 

Mofi, Hutton er kallaður faðir nútíma jarðfræði. Hann og Lyell voru jarðfræðingar. En hvers vegna heldurðu að þeir hafi talið jörðina vera "milljónir ára" gamla?

Annars er hugsanlega rangt að segja að þessi hugmynd hafi komið frá jarðfræðingunum, ég horfði á heimildarþætti um daginn (man ekki hvort það voru þættirnir um sögu varmafræðinnar eða þættirnir um sögu jarðfræðinnar) og hugsanlega er svarið "Eðlisfræðingar", þar sem t.d. Kelvin fékk út "milljónir ára" þegar hann reyndi að reikna út aldur jarðar út frá hitanum (en fékk of lága tölu m.a. vegna þess að á þessum tíma var geislavirkni ekki þekkt).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2008 kl. 21:48

26 identicon

Ad hominem hvað? Ég skal orða þetta öðruvísi.

Gögnin (sýnin) sem notuð voru til að mæla þéttni á leifum helíums í zircon kornum úr graníti voru valin sérstaklega svo hægt væri að komast að þeirri niðurstöðu að helíum sleppi mjög hratt úr graníti, eða mun hraðar en önnur sýni mælast.

Þessi umræða hefur verið tekin við þig og þú hefur alltaf sakað viðmælandann um ad hominem árásir. En hér að ofan er sýnt fram á að ekki er um ad hominem árásir að ræða. 

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:47

27 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, Hutton er kallaður faðir nútíma jarðfræði. Hann og Lyell voru jarðfræðingar. En hvers vegna heldurðu að þeir hafi talið jörðina vera "milljónir ára" gamla?

Þeir voru alveg jafn miklir jarðfræðingar og hvaða áhugamenn í dag sem hafa lesið einhverjar bækur um jarðfræði. Ef þessir menn væru á lífi í dag þá myndir þú aldrei kalla þá jarðfræðinga heldur bara kjánalega áhugamenn.

Ég held að þeir hafi hafnað hugmyndinni um syndaflóð og viljað útskýra setlögin á annan hátt.

Hjalti
Annars er hugsanlega rangt að segja að þessi hugmynd hafi komið frá jarðfræðingunum, ég horfði á heimildarþætti um daginn (man ekki hvort það voru þættirnir um sögu varmafræðinnar eða þættirnir um sögu jarðfræðinnar) og hugsanlega er svarið "Eðlisfræðingar", þar sem t.d. Kelvin fékk út "milljónir ára" þegar hann reyndi að reikna út aldur jarðar út frá hitanum (en fékk of lága tölu m.a. vegna þess að á þessum tíma var geislavirkni ekki þekkt)

Maður skilur stundum ekki hvernig gáfaðir menn gátu dottið í hug jafn heimskulegir hlutir eins og að mæla hita jarðar. Menn hljóta að skilja að allar þessar mælingar hafa þann galla að menn vita ekki hvernig þetta var í byrjun, álykta að allt ferlið er jafn hratt og við sjáum það í dag og að ekkert truflaði ferlið á öllum þessum tíma.  Mér finnst alveg magnað traustið sem menn setja í svona kjánalegar mælingar. 

Ragnar
Gögnin (sýnin) sem notuð voru til að mæla þéttni á leifum helíums í zircon kornum úr graníti voru valin sérstaklega svo hægt væri að komast að þeirri niðurstöðu að helíum sleppi mjög hratt úr graníti, eða mun hraðar en önnur sýni mælast.

Hefði hann átt að velja önnur sýni sem gæfu aðra niðurstöðu, svona niðurstöðu sem þér myndi líka betur við?  Gaman samt að þú ert að gera þér grein fyrir muninum á því að ráðast á einstakling og að koma með efnislega gagnrýni.

Þú ert aftur á móti ekki að gagnrýni efnislega greinina sem ég benti á heldur aðra rannsókn þó hún sé svo sem fróðleg líka.

Ragnar
Þessi umræða hefur verið tekin við þig og þú hefur alltaf sakað viðmælandann um ad hominem árásir. En hér að ofan er sýnt fram á að ekki er um ad hominem árásir að ræða.

Jú, þetta var algjörlega ad hominem árás þar til þú hættir að gagnrýna einstakling og komst með smá efnisleg mótrök.

Mofi, 15.8.2008 kl. 09:43

28 identicon

Þú ert nú meiri trúðurinn. Þetta var aldrei ad hominem eins og sást þegar ég sagði sama hlutinn aftur. Eina sem ég gerði var að skipta út nafninu á höfundinum fyrir málefnið sem greinin fjallaði um. Það er ekki ad hominem að nefna menn á nafn. http://en.wikipedia.org/wiki/Ad_hominem

Hefði hann átt að velja önnur sýni sem gæfu aðra niðurstöðu, svona niðurstöðu sem þér myndi líka betur við?

Er þér alvara með þessari spuningu? Það hlýtur bara að vera augljóst að það á aldrei að velja hvaða sýni á að mæla (eða birta niðurstöður af). Auðvitað átti að mæla þau öll og skila niðurstöðum í samræmi við það. Hélt að það væri óþarfi að taka þetta fram.

Mig grunar að þú sért svolítið fljótfær stundum þegar þú skrifar hérna. A.m.k. virðist stundum ekki vera mikil hugsun á bakvið það sem þú skrifar sbr. síðasta innlegg þitt hér að ofan.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:05

29 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þú ert nú meiri trúðurinn. Þetta var aldrei ad hominem eins og sást þegar ég sagði sama hlutinn aftur

Meiri ad hominem árásir en núna með því að kalla mig trúð... gengur vel hjá þér í ad hominem árásum.  Ég sá aðeins gagnrýni á Humphrey án þess að útskýra efnislega hvað þú áttir við.

Ragnar
Er þér alvara með þessari spuningu? Það hlýtur bara að vera augljóst að það á aldrei að velja hvaða sýni á að mæla (eða birta niðurstöður af). Auðvitað átti að mæla þau öll og skila niðurstöðum í samræmi við það. Hélt að það væri óþarfi að taka þetta fram.

Þetta er mjög algengt í þessum aldursgreinignar fræðum og við höfum nóg af dæmum um slíkt.

Lee @ Robert. “Radiocarbon, Ages in Error,” Anthropological Journal of Canada,
The troubles of the radiocarbon dating method are undeniably deep and serious. Despite 35 years of technological refinement and better understanding, the underlying assumptions have been strongly challenged, and warnings are out that radiocarbon may soon find itself in a crisis situation. Continuing use of the method depends on a “fix it as we go” approach, allowing for contamination here, fractionation there, and calibration whenever possible. It should be no surprise, then, that fully half of the dates are rejected. The wonder is, surely, that the remaining half come to be accepted.
No matter how ‘useful’ it is, though, the radiocarbon method is still not capable of yielding accurate and reliable results. There are gross discrepancies, the chronology is uneven and relative, and the accepted dates are actually selected dates

Akkurat þessi rök varðandi zircon og granít fellur undir aldur jarðarinnar en ekki upphaf lífs svo ég met þau sem slík. Fyrir mitt leiti þá ef jörðin var sköpuð fyrir 6.000 árum síðan þá myndu efnin líklegast ekki hafa byrjað þannig að þau litu út fyrir að vera glæný; þ.e.a.s. út frá þessum aðferðum.

Mofi, 15.8.2008 kl. 11:52

30 identicon

Ætli ég verði ekki að taka ad hominem árásina á mig eftir að hafa skoðað það sem ég skrifaði. Mér varð á að taka ekki fram að valið á hentugum sýnum var akkúrat gerð fyrir umrædda zircon rannsókn Humphreys. Þú hefur líklega talið að ég væri að tala um einhverja allt aðra rannsókn. Ég gerði bara ráð fyrir að þú myndir eftir eldri umræðum um hana.

Annars fjallar þessi grein Roberts um c14 mæliaðferðina en ekki zircon og granít. Þú getur ekki tekið skekkjur úr einni aðferð og heimfært þær yfir á aðra. Ég á t.d. gamalt málband sem er orðið slitið og mælir ónákvæmt en ég get ekki sagt að tommustokkurinn þinn sýni nákvæmlega sömu skekkju.

Þú verður að fara að halda þig við efnið.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:38

31 Smámynd: Mofi

Ragnar, ástæðan fyrir þessari tilvitnun er að svona er algengt þegar kemur að þessum mælingum. C14 er sú eina sem við getum notað og síðan mælt sýni sem við vitum aldurinn á. Þegar kemur að öllum hinum aðferðunum þá rennum við blint í sjóinn. Ég að minnsta kosti vona að þú skilur afhverju mér finnst lítið til þeirra koma.

Mofi, 15.8.2008 kl. 13:07

32 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að taka ad hominem árásina á þig. Þetta var mjög borderline og þú áttir þetta ekki svo skilið og ég skil þig vel að hafa ekki upplifað þetta sem ad hominem rökvillu af hinni hálfu.

Mofi, 15.8.2008 kl. 13:19

33 Smámynd: Mofi

Sveinn, er ekki viss. Mér finnst vísbendingarnar vera það margvígslegar að ég hef ekki sterka skoðun á því. Ég er einfaldlega á því að jörðin getur verið mjög gömul en ég veit ekki hve gömul.

Mofi, 15.8.2008 kl. 13:26

34 identicon

Ef þú leggur ekki trúnað á þessar aðferðir þá geturðu, með sömu rökum, ekki lagt neinn trúnað á zircon mælingar Humphreys sem eru álitnar "air-tight case" fyrir ungum aldri jarðarinnar.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:48

35 Smámynd: Mofi

Ragnar, ástæðan fyrir því að ég hef ekki sterka skoðun á þessu er einmitt vegna þess að mismunandi gögn benda til mismunandi niðurstaðna.

Sveinn, já, frekar veik trú frekar en einhverja sannfæringu. Þó að sannfæring á vel við stóran hluta af því sem ég trúi.  Ég er ekki viss hvað ég tel sterkustu rökin fyrir gamalli jörð, aðalega að ég hef ekki sterka skoðun á þessu og álykta að jörðin getur vel verið mjög gömul.

Mofi, 15.8.2008 kl. 15:47

36 identicon

Nú er annað hljóð komið í kroppinn. Allt í einu hefurðu ekki sterka skoðun á málinu. Miðað við hvernig þú hefur talað um þetta þá fer ekki á milli mála að þú hefur mjög sterka skoðun á þessu. En kannski er best fyrir þig að hætta að þykjast vera sérfræðingur þar sem þú hefur augljóslega litla þekkingu á málinu.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:34

37 Smámynd: Mofi

Nei, ég hef ekki sterka skoðun á aldri jarðarinnar og þykist ekki vera sérfræðingur í þessu.

Mofi, 15.8.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband