Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 15:01
Á Fritzl skilið að fara til himna?
Þegar maður les um svona glæpi þá bíður manni við illskunni og sjálfs elskunni sem mat eigin físnir fram yfir tilfinningar barna sinna. Ef þú værir í sporum Guðs, myndir þú veita þessum manni aðgang að himnaríki? Þótt að ég sé algjörlega mótfallinn hugmyndinni um eilífar þjáningar í helvíti þá samt finnst mér að þessi einstaklingur eigi skilið að þjást fyrir það sem hann gerði og hef lítinn efa um að það muni gerast.
Það sem ég held að margir geri sér ekki grein fyrir er að þarna er aðeins dæmi um þar sem synd sem í byrjun virkaði saklaus hefur vaxið úr grasi í að verða að þessu skrímsli.
Það er athyglisvert að skoða söguna í Biblíunni af fyrsta morðinu.
Fyrsta Mósebók 4:3-7
Einhverju sinni færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. 4Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra. Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans 5en leit ekki við Kain og fórn hans. Þá reiddist Kain mjög og varð þungur á brún. 6Drottinn sagði við Kain: Hví reiðist þú og ert þungur á brún? 7Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.
Það sem byrjaði í óhlíðni og reiði endaði í morði en Biblían segir að sá sem hatar bróður sinn er morðingi. Ástæðan er einfaldlega sú að hatur ef það fær að vaxa mun enda illa. Hið sama gildir um þjófnað og lygar; virka kannski saklausar í byrjun en ávextir þeirra er á endanum dauði. Svo ef lygara, þjófar, öfundsjúkir og gráðugir fengu að ganga inn í himnaríki myndu þeirra syndir vaxa og dafna og að lokum breyta himnaríki í stað eins og okkar jörð þar sem að óréttlæti, þjáningar og dauði ríkja.
Svo spurningin, á Fritzl skilið að fara til himna? Það er ekki erfitt að svara því. Nei, Fritzl á sko engann veginn skilið eilíft líf. Erfiðari spurning er hvort að maður sjálfur á skilið að fara til himna og ég fyrir mitt leiti á ég það ekki skilið en Guð er ríkur af náð og er til að gefa hana þeim sem leita eftir henni. Þeim sem iðrast og biðjast fyrirgefningu og biðja um það réttlæti sem Jesú útvegaði þeim á krossinum. Svo stærsta spurning lífs þíns, átt þú skilið að fara til himna?
Sýnir enga iðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (82)
29.4.2008 | 13:46
Óvenjuleg kirkju skilti og risa smokkfiskur
Aðeins mjög forvitnileg frétt um "hjúmongus" smokkfisk sem fannst fyrir um ári síðan en loksins núna er verið að rannsaka hann. Hérna er fréttin: Up Close With a Colossal Squid
Síðan í kaupbæti, síða sem fjallar um "óvenjuleg" kirkju skilti og stundum getur maður ekki annað en hlegið, sjá: Signs of faith
Hérna eru nokkur sýnishorn :)
Trúmál og siðferði | Breytt 30.4.2008 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 13:25
Áhugaverðar spurningar
Hvernig myndir þú gera í eftirtöldum aðstæðum?
- Prestur og kona hans eru hræðilega fátæk. Þau eiga þegar 14 börn og núna kemst eiginkonan að því að hún er ólétt. Miðað við þeirra miklu fátækt og slæmu aðstæður til að ala upp barn og of fjölgun mannkyns; myndir þú mæla með fóstureyðingu?
Faðirinn er með lélega heilsu og móðurin með berkla. Af þeirra fjórum börnum þá var fyrsta barnið blint, annað barnið dó, þriðja barnið var heyrnalaust og fjórða barnið var með berkla. Núna er hún ófrísk af fimmta barninu, myndir þú mæla með fóstureyðingu?- Hvítur maður nauðgaði þrettán ára blökku stúlku og hún er ófrísk. Ef þú værir foreldri hennar, myndir þú mæla með fóstureyðingu?
- Unglings stúlka er ófrísk og hún er ekki gift og kærastinn er ekki faðir barnsins. Myndir þú mæla með fóstureyðingu?
Í fyrsta dæminu þá hefðir þú drepið "John Wesley" sem var einn af aðal trúboðum 19. aldarinnar. Í dæmi númer tvö þá hefðir þú drepið Beethoven. Í þriðja dæminu hefðir þú drepið Ethel Waters sem var frægur blökku söngvari. Ef þú sagðir já við fjórða dæminu þá hefðir þú stutt að Jesús hefði verið drepinn.
Guð er höfundur lífsins og Hann hefur gefið sérhverju okkar gífurlega verðmæta gjöf sem er lífið sjálft og gert okkur sjálf gífurlega verðmæt. Sérhvert líf á þess vegna að vera okkur mikilvægt, hvort sem að um ræðir barn á Íslandi eða annars staðar og sama hversu gamalt það er. Við höfum engann rétt til að ákveða hver á að fá líf og fá að lifa og hver á að fá það ekki. Það er að gera sjálfan sig að Guði og brjóta eitt af boðorðunum, þú skalt ekki myrða.
Opinberunarbókin 21:8
En staður er búinn í díkinu sem logar af eldi og brennisteini hugdeigum og vantrúuðum, viðurstyggilegum og manndrápurum, frillulífismönnum og töframönnum, skurðgoðadýrkendum og öllum lygurum. Það er hinn annar dauði.
Sumir gætu haldið að þeir eru saklausir af því að brjóta boðorðið að þú skalt ekki myrða en það er nóg að hata til þess að gerast morðingi í hjartanu og Guð dæmir ekki aðeins það sem hendurnar gera heldur líka það sem býr í hjartanu.
Fyrsta Jóhannesarbréf 3:14-15
14Við vitum að við erum komin yfir frá dauðanum til lífsins af því að við elskum bræður okkar og systur. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. 15 Hver sem hatar bróður sinn eða systur er manndrápari og þið vitið að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér.
Ef einhver skilur að hann á ekki skilið að ganga inn í himnaríki þá er það fyrsta skrefið í áttina að himnaríki. Guð þráir að veita sérhverju okkar náð en Hann getur aðeins veitt þeim náð sem telja sig ekki eiga hana skilið því náð er óverðskulduð gjöf. Sá sem iðrast, í djúpri sorg biður Guð um fyrirgefningu getur fengið fyrirgefningu í gegnum fórn Krists á krossinum.
Trúmál og siðferði | Breytt 29.4.2008 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
25.4.2008 | 17:36
Ný stofnun helguð rannsóknum sem byggjast á Vitrænni hönnun
Stofnunin "The Center for Science and Culture" styður þessa nýju stofnun sem ber nafnið Biologic Institute. Þetta er stofnun sem hefur það hlutverk að stunda vísinda rannsóknir á náttúrunni. Þessi stofnun á að sýna gildi þess að rannsaka náttúruna út frá sjónarhóli Vitrænnar hönnunar og gera raunhæfar prófanir á fullyrðingum Neo-darwinisma, Vitrænnar hönnunar og aðrar kenninga um uppruna þess sem við sjáum í náttúrunni.
Þeir vísindamenn sem starfa þarna byggja á hugmyndafræði vinnu vísindamanna sem komu á undan þeim og hafa hljóðlega verið að vinna í rannsóknarstofum til að prófa spár Vitrænnar hönnunar, sjá: Intelligent Design Research Lab Highlighted in New Scientist
Sá sem leiðir þennan hóp vísindamanna er rannsóknar vísindamaðurinn Douglas Axe sem áður starfaði í Cambridge. Verk hans hafa birst í vísindaritum eins og Proceedings of the National Academy of Sciences, Journal of Molecular Biology, and Biochemistry, og hafa fengið ritdóma í Nature.
Þýtt frá: http://www.evolutionnews.org/2008/04/biologic_institute.html#more24.4.2008 | 21:26
Engin tengsl milli Nasizmans og Darwinisma?
Þeir sem hafa einhverjar efasemdir um að hugmyndafræði nasismans byggðu það ekki á darwinisma ættu að horfa á þetta. Þetta er klippa frá 1930 og er áróðursmynd nasista þar sem þeir reyna að réttlæta ófrjósemis aðgerðir. Í byrjun myndarinnar þá talar þulurinn um að nútíma samfélag hafi brotið grundvallar lögmál náttúrunnar sem er að varðveita þá sem eru "hæfir".
Hvaða lögmál er hann að tala um þarna? ( smá hint, þú finnur það nefnt aftur og aftur í þessum tveim bókum, The Origin of Speceis og The Descent of Man )
Trúmál og siðferði | Breytt 25.4.2008 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (217)
23.4.2008 | 10:29
Og það verður hungur á ýmsum stöðum og kærleikur flestra kólna
Ég get hreinlega ekki neitað því að verða fyrir vonbrigðum með sjálfan mig að geta heyrt svona og horft á svona án þess að hreinlega gráta. Það er kannski ekki hægt að láta þetta fá á sig því maður heyrir þetta svo oft en maður á að finna til með þessu fólki því sannarlega er þetta fólk alveg eins og ég og þú og á þetta ekki skilið.
Jesús talaði um að stríð og sjúkdómar myndu aukast á síðustu tímum og sannarlega á það við í dag. Ég fjallaði um hvernig margt af því sem við sjáum í dag bendir til endalokanna hérna: Merki um að við lifum á síðustu tímum? Að vísu auðvitað ekki endalok lífsins heldur endalok þjáninga og dauða sem eru góðar fréttir. Að vísu líka dómur og þeir sem leyfðu svona hörmungum að gerast munu þurfa að svara fyrir það.
Dwight D. Eisenhower sagði mjög athyglisvert um þetta mál.
Dwight D. Eisenhower, April 16, 1953
Every gun that is made, every warship launched, every rocket fired is, in a sense, a theft from those who hunger & are not fed, those who are cold & are not clothed.
Ég er hjartanlega sammála fyrrverandi forsetanum hérna. Að eyða í stríðstól þegar fólk sveltur er grimmur þjófnaður. Því hefur verið haldið fram að frá 1990 þá hafa meira en 100 miljón börn dáið úr hungri og að það hefði ekki þurft nema kostnaðinn af tíu "stealth" sprengjuvélum til að koma í veg fyrir það eða þeirri upphæð sem heimurinn eyðir í stríð á tveimur dögum. Við mannfólkið erum ekki að standa okkur í því að hugsa um náungann og þessi orð Krists hérna hafa að mínu mati ræst.
Matteusarguðspjall 24
7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna
12Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna
Ég veit ekki betur en það verður innsöfnun fyrir hjálparstarf ADRA hérna á Íslandi á næstunni og vonandi mun fólk taka vel á móti þeim sem fara milli húsa og biðja um framlag til hjálparstarfsins. Hérna eru smá upplýsingar um ADRA fyrir þá sem vilja vita meira, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Adventist_Development_and_Relief_Agency
Langar að enda þetta á dálitlu sem Kristur sagði sem mér finnst alveg meiriháttar.
Matteusarguðspjall 25:32-46
Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. 33Sauðunum skipar hann sér til hægri handar en höfrunum til vinstri. 34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.
41Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. 42Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, 43gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.
44Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? 45Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. 46Og þeir munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.
300.000 gætu hafa látið lífið í Darfúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 19:54
Expelled - sjónarhorn darwinista
Hérna er stutt klippa sem sýnir PZ Meyers og Richard Dawkins tjá sig um frelsi fræðimanna til að fjalla um ákveðin málefni í vísindum og þá aðalega hugmyndina um Guð og Vitræna hönnun.
Hérna er stutt klippa sem sýnir PZ Meyers og Richard Dawkins tjá sig í myndinni Expelled hvernig þeir sjá trú og vísindi.
Expelled - Darwinists Perspective (2:16)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2008 | 10:52
Hvað sagði Skúli um þetta mál?
Skúli Skúlason - http://einartor.blog.is/blog/einartor/entry/510271/
Þar sem mér líst ekki alveg á þær upplýsingar sem koma frá Ingvari Hjálmarssyni, þá ætla ég að leyfa mér að birta bréf hans til mín, sem kom að morgni mánudagsins s.l. og gaf mér frest til loka dags, til að hreinsa til á blogginu mínu, sem var óframkvæmanlegt fyrir mig. En það lítur svona út.
Sæll Skúli.
,,Vegna endurtekinna kvartana á því efni sem er að finna á bloggsíðu þinni rydjuverk.blog.is var ákveðið á fá álit okkar lögfræðings á skrifum þínum. Álit hans er að finna í bréfi neðst í þessum pósti og munum við framfylgja því sem þar kemur fram ef engin breyting verður á innihaldi síðunnar. Hafir þú eitthvað við þetta að athuga bið ég þig vinsamlega að hafa samband við okkar lögfræðing, en upplýsingar um hann er að finna hér að neðar:
Í bréfinu frá lögfræðingnum Geir kom meðal annars fram þessi lína: ,,Til að ekki komi til lokunar er þess óskað að allt efni sem kann að brjóta í bága við gr. 233 almennra hegningarlaga verði fjarlægt af síðunni nú þegar.
Ég svaraði Ingvari um hæl og óskaði eftir viku frest til að taka til á síðunni og óskaði nánari fyrirmæla um hvað það ætti að vera en svarið var lokun um kl. 14.00 á þriðjudaginn. Í raun og veru voru þessi fyrirmæli ósk um það að ég henti öllu út af bloggsíðunni og eyðilegði hana þar með.
Ef ég hefði gert það þá hefði ég orðið meðsekur Múslímum um að hylma yfir samblástur til morða og ofbeldis, sem Íslam hvetur til. Morgunblaðið tók á sig verkið og gerðist þar með samsekt Múslímum. Hvernig Morgunblaðið ætlar að koma sér út úr þeirri gildru veit ég ekki, en þeir ættu að hugsa sinn gang
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þorsteinn Valur,
Þér og öðrum skal það upplýst að mér voru ekki gefnir neinir kostir á því að afrita síðurnar. Hins vegar var ég viðbúinn þessu og hafði afritað allar færslur jafnóðum.
Þessa varúðarráðstöfun lærði ég að gera þegar ég byrjaði að vinna í Múslímastöðvunum í Bandaríkjunum skömmu eftir árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og vildi kynna mér hugsanagang Múslíma og reyna að skilja þá. Stöðvareigendurnir voru vanir að kippa út ágætu efni sem þeim mislíkaði og því borgaði sig að afrita allt strax sem var álitlegt. Þess vegna á ég gífurlegan gagnagrunn um Íslömsk málefni. Ég á hins vegar ennþá erfitt með að trúa því að Mbl. menn hafi gert þetta, eftir allt talið um tjáningarfrelsið og skoðanakúgunina í Sovíetinu gamla.
Kóraninn eignaðist ég fyrst um 1960 og tók eftir hatursáróðrinum í honum, en trúði því ekki að nokkur maður tæki mark á svona boðskap fyrr en ég hrökk við þegar Tvíburaturnarnir voru feldir.
------------------------------------------------------------------------------------------
KÓRANINN ER FULLUR AF HÓTUNUM. Eftirfarandi greinar eru úr almennum hegningarlögum Íslands.
)L. 94/2000, 4. gr. 2)L. 82/1998, 124. gr.
233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan
verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta
um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum
1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 125. gr.
66. gr. Ef nokkur heitist við annan mann eða hótar honum bana, brennu eða öðrum óförum, og refsingu verður annaðhvort ekki við komið eða hún þykir ekki veita næga tryggingu, getur ákæruvaldið hlutast til um, eftir kröfu þess, sem hlut á að máli, eða án kröfu hans, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að dómsúrskurður gangi um það, hvort gera skuli ráðstafanir til varnar því, að hótunin sé framkvæmd, þar á meðal, hvort heitingamaður skuli setja tryggingu eða hvort setja skuli hann í gæslu. Dómstóll getur fellt ráðstafanirnar niður, ef þeirra þykir ekki lengur þörf vegna breyttra málavaxta.
121. gr. Hver, sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum. (Kóraninn hvetur endalaust Múslíma til refsiverðra athafna).
125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. (Þó að Íslam sé hér skráð sem trúarbrögð, þá er fátt í þeim, sem Vesturlandabúar myndu flokka sem trúarbrögð.)
233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum 2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3 ( Kóraninn er fullur af líflátshótunum og morðhótunum út í Ekki-Múslíma og samkynhneigða.)
225. gr. Ef maður neyðir annan mann til þess að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta hjá líða að gera eitthvað með því að beita líkamlegu ofbeldi eða hóta honum að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi eða frelsissviptingu eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér sökum þess málefnis, sem hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, þá varðar það sektum 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
126. gr. Hafi maður fengið vitneskju um, að fyrirhugað er eða hafið eitthvert þeirra brota, sem 86., 87., 89., 91., 98., 99. eða 100. gr. laga þessara getur, eða annað brot, sem lífi eða velferð manna eða mikilvægum þjóðfélagsverðmætum er búin hætta af, og hann reynir ekki af fremsta megni að koma í veg fyrir brotið eða afleiðingar þess, þar á meðal, ef þörf krefur, með því að tilkynna yfirvöldum vitneskju sína, þá skal hann, ef brotið er eftir það framið eða reynt er að fremja það, sæta 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef miklar málsbætur eru fyrir hendi. En hafi hann látið þetta hjá líða sökum þess, að hann gat ekki gert það án þess að stofna lífi, heilbrigði eða velferð sjálfs sín eða nánustu vandamanna í hættu, þá skal honum ekki refsað.
1)L. 82/1998, 49. gr.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Góðan daginn Theódór N.,
Mig langar að spyrja þig að því hvort þú telur t.d. pólitískar stefnur stjórnmálaflokka á Íslandi vera það sama og einstaklingana sem fylgja þeim að málum?
Hið pólitíska og fasíska Íslam er ekki það sama og Múslímar. Gagnrýni á hið pólitíska og fasíska Íslam er ekki það sama og að gagnrýna Múslíma, frekar en að það er auðvitað ekki gagnrýni á flokksfélaga íslenskra stjórnmálaflokka ef einhver gagnrýnir pólitíska stefnu viðkomandi flokks.
Aldrei heyrði ég að öll sú gagnrýni sem beindist að Nazismanum og Kommúnismanum hafi verið hatursáróður. Það er heldur ekki hatursáróður að gagnrýna íslamska fasismann.
Og fyrst þú ert að vega að okkur kristnu fólki þá skal ég minna þig á að í eitt skiptið sem Jesús Kristur kom inn í Musterið og sá alla óreiðuna og ósköpin sem þar voru í gagni, þá gerði hann sínar ráðstafanir. Það sama getur kristið fólk líka gert þegar vegið er að því.
Veistu hvað margar kirkjur Íslamistar hafa brennt og sprengt í loft upp s.l. 10 ár?
Veistu hvað Íslamistar hafa drepið marga kristna presta í nafni Allah hins mikla s.l. 10. ár?
Kyntu þér það góði minn og segðu mér svo að ekki sé nein ástæða til áhyggna út af framferði þeirra sem aðhyllast Íslam.
Mín persónulega skoðun er sú er að málfrelsið gífurlega mikilvægt og svona lokun er árás á það. Það er eitt að loka tímabundið einhverju bloggi á meðan það er athugað hvort að það er að brjóta lög og þá ætti dómari að skera úr um það. Eða á það að vera þannig að maður þarf sjálfur að fara í mál með öllum þeim kostnaði til að fá að halda blogginu sínu opnu? Það er algjört lágmark að fá afrit af sínum gögnum til að geta opnað sama blogg annars staðar á stöðum sem eru ekki ritskoðaðir enda eru þetta manns eigin greinar. Eða höfum við bloggarar ekki eignarrétt á því efni sem við höfum skrifað? Er hægt að henda því ef einhver kvartar yfir því sem við segjum?
Óánægja með lokun umdeilds bloggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 14:06
Þræl fyndin auglýsing á myndinni Expelled
21.4.2008 | 13:09
Expelled - Fruman og stökkbreytingar
Stutt sýnishorn úr myndinni Expelled sem var frumsýnd síðasta föstudag.
Klippan sem fjallar aðeins um frumuna:
Expelled - A Cell (1:59)
Klippan sem fjallar um stökkbreytingar:
Expelled - Genetic Mutation (2:23)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar