Og það verður hungur á ýmsum stöðum og kærleikur flestra kólna

kids1Ég get hreinlega ekki neitað því að verða fyrir vonbrigðum með sjálfan mig að geta heyrt svona og horft á svona án þess að hreinlega gráta.  Það er kannski ekki hægt að láta þetta fá á sig því maður heyrir þetta svo oft en maður á að finna til með þessu fólki því sannarlega er þetta fólk alveg eins og ég og þú og á þetta ekki skilið. 

Jesús talaði um að stríð og sjúkdómar myndu aukast á síðustu tímum og sannarlega á það við í dag.  Ég fjallaði um hvernig margt af því sem við sjáum í dag bendir til endalokanna hérna: Merki um að við lifum á síðustu tímum? Að vísu auðvitað ekki endalok lífsins heldur endalok þjáninga og dauða sem eru góðar fréttir. Að vísu líka dómur og þeir sem leyfðu svona hörmungum að gerast munu þurfa að svara fyrir það.

Dwight D. Eisenhower sagði mjög athyglisvert um þetta mál.

Dwight D. Eisenhower, April 16, 1953
Every gun that is made, every warship launched, every rocket fired is, in a sense, a theft from those who hunger & are not fed, those who are cold & are not clothed.

Ég er hjartanlega sammála fyrrverandi forsetanum hérna. Að eyða í stríðstól þegar fólk sveltur er grimmur þjófnaður.   Því hefur verið haldið fram að frá 1990 þá hafa meira en 100 miljón börn dáið úr hungri og að það hefði ekki þurft nema kostnaðinn af tíu "stealth" sprengjuvélum til að koma í veg fyrir það eða þeirri upphæð sem heimurinn eyðir í stríð á tveimur dögum.  Við mannfólkið erum ekki að standa okkur í því að hugsa um náungann og þessi orð Krists hérna hafa að mínu mati ræst.

Matteusarguðspjall 24
7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna
12Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna

Ég veit ekki betur en það verður innsöfnun fyrir hjálparstarf ADRA hérna á Íslandi á næstunni og vonandi mun fólk taka vel á móti þeim sem fara milli húsa og biðja um framlag til hjálparstarfsins. Hérna eru smá upplýsingar um ADRA fyrir þá sem vilja vita meira, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Adventist_Development_and_Relief_Agency 

Langar að enda þetta á dálitlu sem Kristur sagði sem mér finnst alveg meiriháttar.

Matteusarguðspjall 25:32-46
Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. 33Sauðunum skipar hann sér til hægri handar en höfrunum til vinstri. 34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.
41Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. 42Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, 43gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.
44Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? 45Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. 46Og þeir munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.“ 


mbl.is 300.000 gætu hafa látið lífið í Darfúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú hægur, kristnir elska end of days, þá kemur Jesú og bjargar þér og þínum trúbræðrum, mig hlakkar soldið til að losna við trúarbrögðin líka, finally peace.
Það má faktískt segja að það orkar tvímælis að kristnir vilji hjálpa því það mun seinka komu guðsins, boðskapurinn kyndir undir leiðindum svo guðinn komi nú og bjargi útvöldum

Ef þú hefðir fæðst ~20 árum fyrr þá myndir þú standa á götuhorni með skilti "Heimsendir 2morrow"

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Mofi

Það myndi ekkert seinka komu Guðs að fæða hungruð börn, engann veginn.

Ég vona að þótt ég hefði fæðst 20 árum fyrr þá myndi ég hafa fundið einhverja betri leið til að ná til fólks en að standa á götuhorni með svona skilti. En aldrei að vita :)   

Mofi, 23.4.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Mama G

Frá mínu sjónarhorni séð er tvennt sem maður getur gert til að hjálpa: gefa pening eða eigið vinnuframlag í hjálparstörf. Mæli með öðru hvoru, jafnvel hvoru tveggja, strax í dag!

Mama G, 23.4.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Sigurður Árnason

Frábær grein, Mofi. Kærleikurinn skiptir öllu máli. Heimurinn mun breytast , en það tekur sinn tíma. Guðs ríki á eftir að vakna innra með fólki.

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 23.4.2008 kl. 12:20

5 Smámynd: Mofi

Mama G, alveg sammála. Hef oftast forðast að fara í svona innsöfnun en augu mín hafa opnast fyrir mikilvægi þess að bæði gefa og reyna að taka þátt í svona þótt lítið sé.

Sigurður, takk fyrir það :)    Ég er nú samt á því að stríð, hungursneið og plágur munu bara aukast þangað til að Guð neyðist til að skerast í leikinn því annars myndum við tortíma okkur sjálf.

Mofi, 23.4.2008 kl. 13:48

6 Smámynd: Linda

Glæsileg grein!  Svo er um að gera að hampa ekki hrósi yfir því hvað maður gefur og hvað mikið, það gerir gjöfin að engu fyrir Guði, þetta er erfitt að meðtaka því fólk vill fá hrós yfir eigin ágæti, en við eigum ekki að sækjast í það sem er í heiminum heldur frekar að sækjast eftir því sem er hjá Guði.

knús

Linda, 23.4.2008 kl. 14:51

7 Smámynd: Mofi

Takk fyrir heimsóknina Linda :) 

Hreinlega öll trúarbrögð nema kristni ganga út á að þú vinnir þér inn rétt til að komast til himna.  Sannarlega eigum við aðeins að gera góðverk af því að við viljum gera góðverk en ekki til að fá hrós fyrir.

Mofi, 23.4.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Árni þór

Sammála Mama G, allir ættu að leggja sitt af mörkum, sælla er að gefa en að þiggja.

ÉG persónulega styrki  ABC hjálparstarf fyrir utan þá peninga sem ég læt inn í Guðsríkið

Árni þór, 23.4.2008 kl. 18:36

9 identicon

Jesús talaði um að stríð og sjúkdómar myndu aukast á síðustu tímum og sannarlega á það við í dag.
 

Sjúkdómum hefur hlutfallslega fækkað mjög undanfarna áratugi í kjölfar bólusetninga og margir aðra sjúkdóma er hægt að meðhöndla með lyfjum í dag sem ekki var hægt hér áður fyrr. Stríð eru svo í sögulegu lágmarki sé miðað við síðustu áratugi og aldir.  

Já svo er það alveg meiriháttar að guð hafi verið að hóta mönnum með "eilífum refsingum" og "eilífum eldi" ef þeir tryðu ekki á hann. Flottur guð.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:13

10 Smámynd: Sigurður Árnason

Sæll Mofi 

Hreinlega öll trúarbrögð nema kristni ganga út á að þú vinnir þér inn rétt til að komast til himna.  Sannarlega eigum við aðeins að gera góðverk af því að við viljum gera góðverk en ekki til að fá hrós fyrir.

 Það er ekki rétt að öll trúarbrögð ganga út á þurfa að vinna sér inn rétt til að komast til himna.  Búddisma Snýst um að losna undan viðjum endurfæðinga og Verða ekki neitt. Í Hindúisma snýst þetta um þroska sjálfan sig og hug og losa sig undan því að vera háður hlutum í efnisheiminum og að hjálpa öðrum og leiðbeina til að finna sitt rétta eðli innra með manni, þar snýst þetta um að ná meiri þroska með hverri jarðvist og hjálpa öðrum í þessum þroska. Þú átt semsagt að hjálpa öðrum ekki með því markmiði að fá himnaríkisvist. Það eru ekki öll trúarbrögð sem gera út á eitthvað sérstakt himnaríki eins og kristnir, múslimar og gyðingar gera.

Ég er nú samt á því að stríð, hungursneið og plágur munu bara aukast þangað til að Guð neyðist til að skerast í leikinn því annars myndum við tortíma okkur sjálf.

Jesús segir að við munum ekki vera var við þegar guðs ríki kemur hér á jörðu, því það er innra með okkur. Ég tel að það segi allt sem segja þarf.

Sigurður Árnason, 23.4.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Mofi

Lárus
Sjúkdómum hefur hlutfallslega fækkað mjög undanfarna áratugi í kjölfar bólusetninga og margir aðra sjúkdóma er hægt að meðhöndla með lyfjum í dag sem ekki var hægt hér áður fyrr. Stríð eru svo í sögulegu lágmarki sé miðað við síðustu áratugi og aldir

Ef við horfum á síðustu hundrað árin þá er þetta ekki rétt. Ef þú hefur rétt fyrir þér þá mun þessi þróun halda áfram, færri stríð og sjúkdómar. Ég myndi ekki veðja á það.

Lárus
Já svo er það alveg meiriháttar að guð hafi verið að hóta mönnum með "eilífum refsingum" og "eilífum eldi" ef þeir tryðu ekki á hann. Flottur guð.

Það er sannarlega ekki meiriháttar guð en það er heldur ekki Guð Biblíunnar. Dauðinn er afleiðing syndarinnar og þú hefur vonandi engar efasemdir um að þú munir deyja er það nokkuð?

Sigurður
Búddisma Snýst um að losna undan viðjum endurfæðinga og Verða ekki neitt.

Góður punktur, þetta á ekki alveg við búddisma þótt að þeir trúi á endurholgun og ef þú varst góður og þroskaðir sjálfan þig þá færðu betri endurholgun næst þangað til þú nærð að losa þig alveg við allt hið jarðneska.

Sigurður
Í Hindúisma snýst þetta um þroska sjálfan sig og hug og losa sig undan því að vera háður hlutum í efnisheiminum og að hjálpa öðrum og leiðbeina til að finna sitt rétta eðli innra með manni, þar snýst þetta um að ná meiri þroska með hverri jarðvist og hjálpa öðrum í þessum þroska.

Þar snýst þetta um að vera góður og því betri sem þú ert því nær stóra guðinum þú getur komist og síðan fæðist fólk aftur og aftur þangað til það nær takmarkinu að nálgast einhvern guð. Svo hérna myndi ég segja að þú ert að vinna þér inn að takmarkinu, er hreinlega ekki alveg viss hvert takmarkið er í Hindúisma.  Ef þú nærð sambandi við þennan guð hvort að þá sértu í paradís eða... maður þarf endilega að kynna sér það betur.

Sigurður
Jesús segir að við munum ekki vera var við þegar guðs ríki kemur hér á jörðu, því það er innra með okkur. Ég tel að það segi allt sem segja þarf.

Guðs ríki er innra með okkur ef við endurfæðumst af Anda Guð og verðum Guðs börn. En það breytir því ekki að Biblían er alveg skýr að það kemur sá dagur þegar Jesús kemur aftur og allir þeir sem hafa dáið munu rísa upp frá dauðum, sumir til lífs en aðrir til dóms.

Mofi, 23.4.2008 kl. 22:08

12 identicon

Ef við horfum á síðustu hundrað árin þá er þetta ekki rétt. Ef þú hefur rétt fyrir þér þá mun þessi þróun halda áfram, færri stríð og sjúkdómar. Ég myndi ekki veðja á það.

Hefur þú einhverjar tölur sem staðfesta þetta hjá þér?

Sjúkdómum sem og vopnuðum átökum hefur fækkað mjög mikið síðustu 100 ár

Sigmar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:23

13 Smámynd: Mofi

Sigmar, heimurinn hefur aldrei séð jafn mikil átök og síðustu hundrað ár, tvær heimstyrjaldir og fyrir utan þær þá er talið að guðleysingja stjórnvöld Maó, Stalín og Hitler drápu um 100 miljónir manna en á tímum Krists þá voru líklegast ekki meira en 200 miljónir í öllum heiminum. Grein um þetta ef áhugi er fyrir: http://www.csmonitor.com/2006/1121/p09s01-coop.html

Varðandi sjúkdómana þá við nánari athugun þá nefnir nýja Biblíu þýðingin ekki sjúkdóma í þessum lista sem Jesú gefur og í King James útgáfunni þá er talað um "pestilences". Svo lýsingin er "plágur" á ýmsum stöðum. Gaman að vita afhverju þetta orð er ekki í nýju þýðingunni. 

Mofi, 24.4.2008 kl. 12:08

14 identicon

Mofi: Ef við horfum á síðustu hundrað árin þá er þetta ekki rétt.

Hvort er ekki rétt, færri stríð eða færri sjúkdómar? Það er óumdeilanlegt að sjúkdómum hefur fækkað mjög, þekkir þú annars einhvern sem þjáist af bólusótt, mænusótt eða holdsveiki?

Hér má lesa grein frá Washington Post þar sem m.a. kemur fram að frá 1992 til 2003 fækkaði vopnuðum átökum um 40% og þau sem ollu miklu manntjóni (fleiri en 100) fækkaði um 80%. Þjóðar- og fjöldamorðum fækkaði einnig um 80% á sama tímabili.

Einnig verður að athuga hlutfallstölur. Þar sem mannkynið er svo miklu fjölmennara nú en áður minnkar hlutfallslegt vægi stríða til muna. Segir sig sjálft ef mannkynið er um ein millljón þá er fall 1000 manna í átökum mjög afdrifaríkt. Þegar mannkynið er 6 milljarðar þá hefur fall 1000 manna mun minni áhrif.

Mofi: Dauðinn er afleiðing syndarinnar og þú hefur vonandi engar efasemdir um að þú munir deyja er það nokkuð?

Dauðinn er afleiðing þess að vera fjölfrumungur af ríki dýra.  Ekki vegna eplaþjófnaðar forvitinnar rifbeinskonu í ævintýralandi.

Mofi: [...]og fyrir utan þær þá er talið að guðleysingja stjórnvöld Maó, Stalín og Hitler drápu um 100 miljónir manna en á tímum Krists þá voru líklegast ekki meira en 200 miljónir í öllum heiminum.

Til að byrja með hefði Hitler kallinn talið það verða grófa móðgun við sig að vera kallaður guðlaus og settur á stall með kommúnistum. Fasisminn var einmitt andsvar við hinum guðlausa kommúnisma og þar var kirkjan og páfinn í Róm höfð í hávegum.

Stalín og Maó voru vissulega án trúar á guðs en þeir trúðu engu að síður á kreddur af sama ofsa og margur trúmaðurinn. Trúin sjálf, fullvissa án raka, er það hættulega í þessu öllu saman.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:10

15 identicon

Hér að ofan átti að standa 1000 ekki 100 í sviganum þar sem talin eru upp fórnarlömb alvarlegra vopnaðra átaka.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 802817

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband